Heimskringla - 17.09.1930, Side 5

Heimskringla - 17.09.1930, Side 5
WINNIPEG 17. SEPTEMBER 1930 HEIMSKRINCLA 5. BLAÐSIÐA misjafnar kröfur,. sem hann hlaut að svara á misjafnan hátt. Eftir því sem Jesús nálgaðist meir dauða sinn, eftir því sem ósigur hans gegn ofur- magni klerkavaldsins og gamaltrún- aðarins færðist nær, að þvi er virt- ist á yfirborðinu, því meir óx hon- um ásmegin hugans og skilningur- inn á þeim guði, sem lét sól sína renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta, — því meir nálgaðist hann þann sigur, sem er í því fólginn, að vera sjálfum sér samkvæmur og köllun sinni trúr, hvað sem á dynur. Og á þessu augnabliki sjáum vér hann standa augliti til auglitis við öll hin þrjózku og fjandsamlegu öfl, sem vilja troða hann niður í duftið og gera lífsstarf hans að engu, sem vilja merja hann og slíta úr honum lífið á krossi grimmdarinnar, af því að hann boðaði nýja hugsun og nýja trú, af því að hann dirfðist að hugsa og flytja fagnaðarboðskap þeirrar hugsunar, sem guð hafði blásið hon- um í brjóst. Hann er staddur í musterinu í Je'rú- salem, á þessum fornhelga stað, þar sem þjóðin hafði til langframa ímynd- að sér, að drottinn hersveitanna byggi og þangað yrði þvi að fara til þess að fá áheyrn hans. Ógrynni fólks sótti þvi þangað úr öllum átt- um til fundar við drottinn, og dugði pá ekki að koma tómhentur — fórn- ir varð að færa honum, og því ríku- legri sem þær voru, því meiri likur þóttu til að drottinn mundi blíðkast og veita mönnum ásjá. En á þessu stórgræddi auðvitað musterið. Og prestarnir græddu líka. Til þess að sjá langferðamönnum fyrir hentug- um fórnardýrum til sláturfórnanna, settu þeir upp verzlun í forgarði must- erisins, þar sem allskonar dýr voru seld við okurverði. T. d. er til frá- sögn af því, að Annas tengdafaðir Kaífasar æðstaprests hafi haft þar dúfnaverzlun, er hann hagnaðist mjög á og tók hann þann gróða mest af fátæklingum, því að þeir keyptu að- | allega þessa fugla til fóma, þar sem þeir höfðu ekki efni á að kaupa dýr- ari skepnur. Ennfremur var selt þarna vín, salt og olía og aðrir hlut- ir, sem notaðir voru til brennifórna. í>á settu og víxlarar sig þar niður og peningamangarar, sem gróðafýsn- in hafði rekið til að verzla við þenna geysimikla ferðamannastraum, er þangað safnaðist á ári hverju, eink- um um páskaleytið. Gegnum and- rúmsloft, sem þrungið var aj ágirnd og gróðafýkn, peningaglamri og hráalykt blóðfómanna, lá leiðin inn í helgidóminn, musterið fagra, þar sem guð átti að búa, þessi guð, sem lét múta sér með mör og slátri. Þessl guðshugmynd og guðsþjón- usta, sem var nógu lík hinum mútu- þægu og ágjörnu Gyðingum, til þess að þeim þætti hún dýrleg og heilög, var Jesú, sem hafði allt aðrar hug- myndir um guð, óviðjafnanlega and- styggileg. Samkvæmt skoðun Jesú, bjó guð hvorki í Jerúsalem eða á Garisím fjalli. Guð var andi, sem mönnum bar að tilbiðja í anda og sannleika. Eins og spámennimir á undan honum, hugði hann að guð kærði sig hvorki um sláturfómir né brennifómir, heldur kærleika, trú- mennsku og réttvísi. Því að einmitt i fórnunum var fólginn þessi eigin- gjami verzlunarandi, sem drepur all- an sannan andlegleika, sem er hin eina leið til guðs. Undireins og mað- urinn hyggur að hann geti farið að verzla við guð almáttugan um sálu- hjálp sína, undireihs og hann hygg- ur að guð taki mör og blóð einhvers fómardýrs, sem góða og gilda vöru í staðinn fyrir sjálfa sál þess.manns. er guði vill þjóna, hefir hann misst augun á þeim guði, sem á að tilbiðja í anda og sannleika, og misskilið hlutverk sjálfs sín í lífinu. Og musterið helga var haft til þessa skrípaleiks, sem Gyðingar nefndu trúarbrögð og guðsþjónustu. 1 musterinu sjálfu, frá talsmönnum rétttrúnaðarins, þeir sem töldu sig heilagasta og trúaðasta, blasti við andstyggð drambseminnar, hræsn- innar, rangsleitninnar og grimmdar- innar. Gegn öllu þessu hafði hann reynt að vinna, af hógværð og þolin- mæði í öruggri trú á guð kærleik- ans. En hann var að bíða ósigur. Þessi ruddalegi átrúnaður, þessi grimmdarlega blóðfórnartrú og allir þessir sjálfshróðugu erindrekar Jahve vom að ganga yfir höfuðið á honum og ætluðu hann til lífláts. Og hvar var í heiminum til nokkur lifandi vera, sem skyldi kærleika guðs? 1 algerri einmana tilfinning skilur hann, að kærleiki guðs hlýtur að vera alls annars eðlis, en kærleikur mannanna. Kærleikur guðs er stund- um harður og sár viðkomu. Hann virðist stundum vera miskunnarlaus. Hvers vegna að opna fyrir sjónum hans þetta eymdanna djúp, andlegs og siðferðilegs vesaldóms, ef leiðsögn hans á ekki að vera að neinu metin7 Hvers vegna þessi spámannsköllun ? Enginn er jafn einmana og braut- ryðjandinn í heimi andans og hug- sjónanna. Því að mitt inni í hinni iðandi kös hins fáfróða múgs, sem sjáandi sér ekki og heyrandi heyrir hvorki né skilur, verður hann úti. Og að verða úti á gatnamótum al- mennings, þannig að ekki skilji nokk- ur lifandi sál, eru ægilegri örlög en afdrif pólfaranna, sem farist hafa einhversstaðar óralangt úti á eyði- ísum heimskautalandanna, því að þeir hafa þó samúð mannkynsins alls sér til hjartayls og hugarhægðar, en spámaðurinn hefir ekkert nema hat- ur þess. Með þessa óumræðilegu einmana tilfinning i hjartanu, og dauðann blas- andi við augum, fyllist Jesú að lok- um mannlegri reiði, yfir grimmd og illsku heimsins — reiði, sem þó er hafin yfir það að vera syndsamleg, af því að hún er sprottin upp af rót- um sannleikans í honum og þjónust- unnar við guð sannleikans, en ekki af drambsemi hans eða ótta. Það er réttlætistilfinning hans, djörfung og siðferðilegur dugur, sem hitnar og vex svo af hinni óvenjulegu glögg- skyggni hans á mannlegan vesal- dóm, að lund hans sprengir af sér allar hömlur og streymir fram í orð- um og athöfn með þeim mætti, að öll- um stendur ógn af honum. Lætur guð ekki sól sina renna upp jafnt yfir vonda og góða og viðurkennir með því jafnvel það, sem við köllum vont° Talar guð ekki í þrumum og elding- um? Hinn hógværi boðberi kærleik- ans sér hér aðeins eitt ráð fyrir hendi, þar sem daufheyrst var við hinni blíðu viðvörunarraust, og það er að láta svipuna og sáryrðin tala. Stundum verður rödd kærleikans að taka það gervi. Daginn áður hafði hann grátið yfir börnum Jerúsalems- borgar. En þá tegund af kærleika höfðu þeir forsmáð. Nú hrakti hann þá með hnútasvipum heilagrar reiði, þegar allt annað brást og kom eigi að gagni. Þér hafið gert hús föður míns að ræningjabæli. Og hann hratt um borðum víxlaranna og dúfnasal- anna og rak þá út. Þá fyrst undruðust þeir orð hans og veittu þeim athygli. * * * Af þessu sjáum vér, að það sem vakti fyrir Jesú, var ekki fyrst og fremst að reka okrara og gripasala út úr musterinu, heldur var þetta uppreisn gegn öllu trúarkerfi Gyð- inga, sem musterið var tákn um. Vafi leikur á því, hvort musterið var Jesú nokkuð kærara, en aðrir staðir til guðstilbeiðslu, eða hvort hann hafi talið það í nokkru helgara en önnur hús. En það er viðurstyggð þessa skrípaleiks, sem þar var framinn i nafni guðs, sem tendrar reiði hans. Og musterishreinsunin er eigi nema tákn þeirrar hreinsunar, sem hann vildi gera á öllu trúarkerfi Gyðinga, fórnum þeirra og blótum, guðshug- mynd og guðstilbeiðslu. En það fór fyrir Jesú eins og jafn- an vill fara fyrir öllum umbótamönn- um, að það er tiltölulega auðvelt að hreinsa til í hinum ytra og líkam- lega heimi, ef gengið er að því með dálítilli snerpu og viljaþrótti; en um- bótin á hinu andlega sviði verður örðugri, jafnmikið örðugri og and- legir hlutir eru torveldari skilnings en líkamlegir. Því enginn skildi þá hugsjónir Jesú eða kenningar til fulls, jafnvel ekki nánustu lærisvein- ar hans, og ár og aldir liðu, áður en menn tóku að skilja hann — og ef til vill er það nú fyrst á síðustu öld, sem menn hafa öðlast réttasta hugmynd um hann ,er menn hafa farið að rann- saka orð hans og gerðir í ljósi sög- unnar. En það er lærdómsríkt að veita því athygli, að mörgum sinnum áður hafði slík hreinsun verið ^%rð, eða tilraun verið unnin í þá átt, sem Jesú gerði. Sjálfur Salómon konung- ur, sem fyrstur reisti musterjð á þessum stað, á að hafa sagt þau orð í musterisvígslubæn sinni, sem svo iðulega gleymdust síðar: “Mun guð ' sannleika búa á jörðu ? Sjá, himinn og himnanna himnar taka þig ekki, og hve miklu síður þá þetta hús, sem eg hefi reist.” En þrátt fyrir þetta blókngaðist þarna öld eftir öld þessi fórnarþjónusta við guð, er þeir trúðu að sæti á milli kerúbanna á sáttmáls- örkinni inni í því allra helgasta. S’ •*- mennirnir margir höfðu barist á móti þessum óandlegu trúarbrögöum með bnúum og hnefum. Þeir höfðu sugt aö drcl.tinn þráði hvorki blóð eða slátur, og hann hefði andstyggð á fómarreyk þeirra, og það hafði hai.t áhrif — en aðeins í bráðina. í'ari- seamir á dögum Jesú voru afkom- endur þeirra, sem í öndverðu hylitu spámannastefnuna. Og þeir vom á ný grónir við fórnfæringar almenn- ings og hjátrú. Allar aldir hafa þessa sömu rauna- sögu að segja, að þótt miklir spá- menn komi fram og hreinsi musterin, endurnýi trúarhugmyndimar, þá sæk- ir fljótt í sama horfið aftur. Gróða- fíkn og ágirnd draga fórnarlömb sin í ný inn i forgarðinn, hræsni og yfir- drepsskapur halda innreið sína, og bráðlega er guð orðinn á ný í hug- um manna grimmur og dutlungalynt- ur harðstjóri, sem þó er hægt að leika á og hafa hægan með ýmiskonar smá- kreddum og brellum, gjöfum og gæl- um, en enginn tekur í raun og veru mark á í lifi sínu í nokkm því, sem máli skiftir. Þó að Jesú boðaði guð kærleikans og náustu lærisveinar hans og arf- takar í trúboðun hans leituðust við eftir sínum þroska, að lifa saman i kærleika eins og börn kærleiksríks föður, þá fór það fljótt út um þúfur og allt lenti í flokkadráttum og sundr- ungu og blóðugum stríðum; og jafn- vel enn í dag er kristnin klofin í ótal fjandsamlega sértrúarflokka. Brátt umhverfðist einnig hin kristna trú svo gersamlega frá kenningum Krists, að hún varð í sjálfu sér allt annað en það sem hann hafði kennt. Hver siðbótarmaðurinn hefir komið fram af öðrum og skapað sinn sértrúar- flokk. En þegar hundrað ár hafa verið liðin frá dauða hans, varð kenn- ; ing siðbótarinnar naumast þekkjan - leg framar — jafnvel hjá fylgis- mönnum hans. Vér skyldum ætla að kenningunni hefði farið fram! En því er ekki svo vel farið. Kenningunni fer venjulega aftur. Ástæðan til þess er sú, að sið- bótarmennirnir eru venjulegast of langt á undan sínum tíma, til þess að þeir verði skildir af almenningi. Hins vegar öðlast þeir alltaf aðdá- endur, sem einhverju hrafli ná af kenningum þeirra, en stundum ekki nema öfgunum einum. Sporgöngu- mennirnir eru venjulegast bókstafs- fastari en brautryðjendurnir, og þess vegna rígnegla þeir sig iðulega við misskilinn bókstafinn, því að skiln- inginn, sem er hinn heilagi andi hverrar kenningar, geta þeir ekki tekið af bókinni, heldur verða að eiga hann í sjálfum sér. Afleiðingin verð- ur eigi aðeins kyrstaða, heldur aft- urför. Þetta er ástæðan til þess, að t.d. margir Lútherstrúarmenn 20. aldarinnar, standa sjálfum Lúther langt að baki, þó að Lúther hefði eigi meira en þekkingu og hugsun 15. aldar bak við sig. Og þannig mun fara, á meðan eigi er hægt að breyta algerlega grundvallarhugmyndum manna um það, hvað trú er og hvað hún eigi að vera. Hver maður, sem stígur sporið fram á leið og leitast við að hreinsa musterið, ef hann verður ekki krossfestur og grýttur, og það eru að jafnaði ótal hendur reiðubúnar að gera, þá verður hann þó troðinn ofan í duft fánýtisins og hégómans, venjulegast af sínum eig- in dýrkendaflokki. • * * r v Rl Hér hefir í sumar farið fram lær- dómsrík musterishreinsun, í vorri eig- in kirkju. Sú hreinsun, sem eg á við er að vísu algerlega líkamlegs eðlis eða á yfirborðinu, en því betra er að draga af henni skiljanleg dæmi. Kirkjan hefir verið máluð og prýdd hátt og lágt, svo að nú sést1 hvergi votta fyrir óhreinindum í henni. Mér er sagt að þrjú ár séu liðin siðan að þetta var gert síðast. Samt gegndi það furðu hversu óhrein og rykfallin kirkjan var orðin. Vér tókum eigi svo mjög eftir því, áður en hafið var að mála kirkjuna að nýju. En ef þér hefðuð komið inn, þegar einn veggur- inn var málaður til hálfs, þá hefðuð þér fyrst undrast að marki, hvernig hið nýja og hreina bar af hinu gamla. A þreniur árum verður húsið, sem vér höldum guð-þjónustur vorar í svo óhreint og rykfallið, að vér verðum að hreinsa það og gera það upp á ný! Hvað mundi þá vera um oss sjálf og vorar eigin trúarhugmyndir ? Dautt húsið safnar óhreinindum og rang- læti í kyrstöðu sinni og athafnaleysi. Mun hinn lifandi hugur vor þá fá varist sömu meinsemdum ? Aldrei að minnsta kosti með samskonar kjystöðu og athafnaleysi. Aðeins með stöðugri leit sannleikans og stöðugri hugsun fær hugur vor hreins að sjálfan sig, orðið tær og máttuguí eins og rennandi straumur. En í kyr- stöðutrú og atgerðaleysi fyllist hann rotnun og dauðra manna beinum, eins og hvert stöðuvatn fúlnar, sem ekkert aðrennsli eða frárennsli hefir. Þegar hornsteinninn var lagður að kirkju þessari, lét dr. Rögnvaldur Pétursson, sem hélt ræðu við það tækifæri, svo um mælt, að hún ætti að verða hæli allra þeirra, sem leita vilja sannleikans. Hin æðsta trú er einmitt í þessu fólgin, að mínu áliti, að leita sannleikans, en ekki því að þykjast hafa fundið sannleikann, því að hinn endanlega sannleika er ó- mögulegt að finna, meðan vér erum enn ófullkomin og eigum langt í land með allt, sem er fagurt og gott. Að trúa því, að maður hafi fundið hinn endanlega sannleika, er því ekkert nema hjátrú og dramb. En að vilja leita sannleikans og halda stöðugt áfram að gera það, eftir því sem ár og reynsla auka þekkingu og vitsmuni, er hin æðsta hollusta og trú á mikilleika hans. Sú trú birtist og í lífi voru eins og skap- andi máttur, því að sá, sem leitar, finnur, og hver fundur verður fyrir oss guðleg opinberun. Sá, sem sann- leikans leitar, hræðist ekik hugsanir , sínar né þá braut, sem hugsanir j leiða hann, eins og hinir, sem þykjast hafa tekið sannleikann i tannfé, þvi að allir vegir eru fyrir honum vegir drottins, þess undursamlega lávarð- ar, sem öllu lífi stefnir til æðri þroska. Allir vegir stefna út í ein- hverja ókannaða álfu af riki sann- leikans. 1 hverri leit vex hugur vor j og hreinsast af slepju hjátrúar og ó- i þroska, vex að mætti og atgervi og I hugdirfð. j Og eins og múnkurinn segir í einni j fornsögu vorri: Guð hefir kristna j menn sonu sína gert, en eigi þræla, í þannig er hvergi til lögmál um það j frá guðs hendi, hverju vér eigum að trúa og hverju ekki. Vit er oss gef- ið og hugsun til þess að vér skulum nota það. Og því betur sem vér not- um það, því meir vex það og því betra leiðarljós verður það oss í öllum vor- um athöfnum. Treystandi Jjví ljósi, sem hinum æðsta geisla guðs náðar, skulum vér með fögnuði heilsa hinni komandi tíð og leitast við að verða henni vaxin. En það getum vér að- eins með því að ganga í endurnýj- ungu hugarfarsins með endurnýjungu tímans, og leita sannleikans í hinni vaxandi þekking mannkjmsins. Þá látum vér eigi óttann og hjátrúna kippa oss aftur á bak um tvö skref við hvert eitt er við stigum áfram. Því að sjálf trú vor byggist á lög- máli framþróunarinnar og felur í sér kraft endurfæðingarinnar. Leitið sannleikans! Þessi orð bið eg yður að hugleiða, þegar vér eig- um þá gleðistund að koma hér sam- an i þessu húsi hið fyrsta sinn á haustinu. Með þeirri þrá hugans ótt- ast eg eigi að sálir vorar muni staðna og rykfalla. Fiskisamlagið The Manitoba Co-operative Fisheries. Um félagsmál vor hefir hr. A. Björnsson skrifaði á þessu sumri, fyrst í vor, áður en fundurinn var haldinn 10. júní s.l., og svo aftur i Hkr. þann 6. ágúst. Báðar þessar greinar eru aðfinnslur og bitrar á- sakanir á ráðsmann félagsins og fram kvæmdarstjórn vora, fyrir aðgerðir hans og hennar á liðnum tíma. Enn- fremur birtir hr. A. B. bréf frá hr. P. Reykdal, sem skrifað er 21. júní s.l., og skýrir það sig sjálft mjög greinilega. Um grein A. B. eða bréf P. R. ætla eg ekki að ræða i þetta sinn, heldur hitt, sem næst liggur fyrir hendu og mest varðar alla fiski- menn, engu síður nú en fyrir tveim- ur árum, þegar þessi félagsskapur var stofnaður. óefað hafa allir orðið fyrir miklum vonbrigðum á margan hátt, óg nú heyrist lítið annað en það eitt, að allt sé komið í opinn dauðann og ekki sé neitt annað eftir en að veita félaginu nábjargirnar, leggja það í gröfina og flytja yfir því síðustu kveðjuorðin. Samt er sjáanlegt, að hr. . Björnsson er ekki einn af þeim, sem þannig hugs ar né talar þótt hann ásaki alla em- bættismennina og ráðsmaninnn, hr. G. F. Jónasson, fyrir alla þeirra frammistöðu. ílann bendir á að hafa fund á Luridar, til að ráðstafa fram- tíðarmálum félagsmanna fyrir næst- komandi vetur. Vil eg því með þess- um línjim benda á, að mér virðist mjög heppilegt, að fiskimenn komi nú sem fyrst saman á fundum i sín- j um heimahögum, ræði þar sín sér- mál, og þeir, sem ekki geta komið i fund félagsins, sem nú er ákveðið að halda í Winnipeg þann 25. sept. n.k., og kjósa á þeim fundum menn til að mæta fyrir sig þar. Vitanlega geta þeir ekik farið með atkvæði þeirra á fundinum, en mál þeirra ættu þeir að flytja, svo allir mættu una þeim málalyktum, sem fundarmenn koma sér saman um. Mjög mikil nauðsyn er að heima- fundirnir væru sem bezt sóttir, og virðist mér að meðfram Winnipeg- vatni ættu þeir að haldast á Gimli, Riverton og Hecla, en í byggðunum við Manitobavatn og norður, að Lundar, Langruth, Vogar og Winni- pegosis. Er þetta aðeins bending frá mér sem viðbót eða viðauki við það, sem hr. A. B. mælir með í greir. sinni. Af því sem hr. A. B. minnist ekki á fiskimenn meðfram Winnipeg vatni, þá kom mér til hugar að gera þessar breytingar við ráðleggingar hans. Askorun. Eg vil taka það fram, að svo margt og 'mikið liggur fyrir yður að ráð- stafa á næsta fundi, að til þess þurfa ekkert minna en tveir dagar. Öllum fiskimönnum ætti að vera það Ijóst, að hafi nokkurntíma verið nauðsynlegt að sanda fast, ákveðið og einhuga saman, og láta ekki bug ast um eitt fet í þá átt, að hættr störfum og samvinnu, þá er það nú Hugsið ykkur hvaða líf þið eigið fyrir höndum hjá gömlu fiskifélögunum. þegar þessi félagstilraun vor er á enda. Hugsið ykkur, hvaða framtíð er með þessa atvinnugrein ykkar, ef að vér lýsum því yfir á næsta fund’. að af hart nær 500 félagsmönnum sé ekki til neinn maður, sem hafi vit, þekkingu eða vilja til að standa straum af félaginu. Hvað verður um allan islenzka manndóminn og sann- an metnað, ef við komum saman til að leysa félagið upp? Láta alla, er á okkur minnast í komandi tíð, segja að allur þessi fiskimannahópur, 500 manns, séu huglausir og duglausii > ræflar með tómar höfuðkúpur, eða j þá fiskkvarnir í kollinum, og þess vegna ófærir um að ráða bót á því böli, sem oss hefir nú borið að hönd- Það er öllum mönnum opinbert mál, að slíkt er það sem óvinir og and- stæðingar vorir básúna nú, og þykj • ast góðir af að geta sýnt, af þessari raunalegu reynslu vorri á tveim síð- astliðnum árum. En nú er tíminn að sýna og sanna á komandi árum. að vér höfum lært svo mikið, að það sé enn meiri ástæða að halda áfram en jafnvel fyrir tveimur árum, þegar byrjað var. Látið því á engan hátt bugast í þetta sinn. Standið einráðn- ir í því að koma á fundinn með það eitt í huga, að halda áfram með góð- um ráðum og dugandi drengjum, er nóg er af meðal Islendinga og vina vorra hérlendra, ef vér viljum leggja það fram, sem vér höfum bezt og göfugast í fari voru. Á fundinum verða lagðar fram skýrslur af ráðsmanni og stjórn vorri, ásamt greinilegri rannsókn af samvinnunefnd stjórnarinnar (The Co-operative Marketing Board). Mun sú nefnd leggja fram tillögur sinar, og verður því margt að athuga, þegar á fund kemur. Sækið fundinn! Safnið kröftum' Sameinaðir stöndum vér! Aldrei, aldrei að víkja! Winnipeg, 15. sept. 1930. B. B. Olson. Páll Jónsson F. 28. júní 1856 — D. 13. sept. 1930. Haustið er komið og hrímþoka grá himinljós vermandi skyggír nú át Blómskrúðið fölnar, og bliknar nú lauf, brosmildin flestra er lömuð og dauf. Ennþá er fækkað um förunaut einn, fyrrum er stóð líkt og askurinn beinn. Næðingar lifs höfðu lamað hans þrótt loks, svo að öllu hann bauð góða nótt. Vertu sæll, Páll! Fyrir verkin þin snjöll viðkvæmum rómi nú þökkum vér öll. Liðtækur varstu við hetjustarf hvert, hér sem þú framkvæmdir, öllum er bert. Krafta ei neyttir við fangbrögðin fræg, fundvísin snögga á blettinn var næg. Snarræði Kára þín vöggugjöf var, virðingamafnið svo ávalt þér bar. Margan þú felldir. Ei fatlaðir neinn. Fullhugi sannur, í drengskapnum hreinn. Sæll vertu að eilífu, sveitungi minn, sí-ungur gleðstu við móðurarf þinn. Jón Jðnsson frá Mýri. Frá Islandi Rvík, 23. ágúst. Guðm. G. Bárðarson, jarðfræðingur hefir ferðast um Reykjanesskaga að undanförnu, og með honum Finnur sonur hans, stud. mag. Hefir hann unnið að því að undirbúa nákvæmt jarðfræðiskort af skaganum. Hefir hann í sumar verið að ljúka við 4 kortblöðin á utanverðum skaganum er ná austur fyrir Keili. Hann hefir safnað miklu af leirtegundum frá fornum og nýjum hverastæðum og ýmsum bergtegundum, sem verða rannsakaðar með það fyrir augum, að í þeim kunni að finnast einhver nytjaefni, sem unnt væri að hagnýta. Þó að allar jarðmyndanir þar á skag- anum séu mjög ungar jarðeldamynd- anir, telur hann líklegt, að.þar megi ýmislegt finna, er hagnýta megi. * * * Siglufirði 23. ágúst östillt tíð ala vikuna, úrkomu- og stormasamt. Þorsk- og síldarafli þvi lítill sem enginn. Talsvert vart í reknet. Síldarlaust á Skagafirði, en tvö skip komu með nótsíld i gær frá Vatnsnesi. Sjómenn telja líkur til, að nótveiði sé lokið að mestu. Einkasalan hér hefir grófsaltað 65.819 tn., kryddað 21.403, sykursalt- að 7.049 og öðruvisi meðhöndlað 8.- 844 tunur. Bræðslusíld: Ríkisverksmiðjan 59.- 774,dr. Paul 35. 880, Goos 35.000. óhemju úrkoma og norðaustan rok í gærdag. Fiskibátar, sem voru úti, fóru frá lóðunum. Einn vantaði, sem inn kom heilu og höldnu áðan. Gott veður i dag. Norski fiski- flotinn að fara heim. Flest skipin hafa aflað vel. OM ► 0-^^0-«»»-0-^»-0-« Prentun- The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. i THE VIKING PRESS LTD. ! 853 SARGENT Ave., WINNIPEG í

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.