Heimskringla - 17.09.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 17.09.1930, Blaðsíða 6
I 6. BLAÐiiIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 17. SEPTEMBEK 1930 “Heill á húfi munt þú aft- ur koma.’’ “Munu lausir verða gefnir gíslar þeir, er setti Guðini faðir minn?'’ “Leystir munu gíslar G-uð- ina,’’ svaraði völvan sömu röddu; “en gísl Haraldar haldið.” “Hví skal eg gísl setja?’’ “Til tryggingar bandalagi við normannann.’’ “Munu þá Normanninn og Haraldur bindast vináttu og trúnaðarheitum ?' ’ “Já,” svaraði völvan; en nú var sem hrollur færi um stjarfna líkama hennar. “Tvennt annað vil eg frétta. MCðQiSOð09SSðOS6ðððeOGOC60ð9SOððSOOS9SSGSOOOSSð09ðOSð( RobinlHood FLOUR Betra því það er “PÖNNU ÞURKAB Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir---- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK « ------------------------------------"----^ “Hvernig mátt þu,” sagði Hildur, er eigi gat varist feginleik, að heyra að þessi fyrirlitna hálfsystir hennar í listinni var þess vís, er hún þráði mest. “Hversu mátt þú vita það, sem falið er í framtíðinni, svo að jafnvel eg er þess eigi vís? Getur þú sagt mér, hvenær og hvar dóttir hinna norrænu konunga skal hvíla við brjóst herra síns?’’ Eitthvert hljóð, er var hlátri skylt, en svo meinblandið djöfullegri gleði, sem kæmi það eigi frá mannlegum vörum, brauzt í nominni, sem svar við spurningu völvunnar. Svo hætti hún, reis á fætur og sagði: “Far þú og leita frétta af framliðnum, völva! Þú hyggur sjálfa þig vitrari en oss, vesælar galdranornir, sein bóndinn leitar til, er fjársýki leggst á hjörð hans, og mærin, er falskur elskhugi flýr hana; oss, er engan bú- stað eigum, er menn þekkja, en finna má, er í nauðirnar rekur, í hellum eða engjadrögum, eða við hægfara leðjulæki, þar sem óhamingju- söm móðir hefir drekkt afkvæmi sínu. Leitar þú, Hildur, lærdóms — kona auðug, leitar þú ráða og fræðslu hjá Faulsdætrum ? ” “Nei,’ ’svaraði völvan stolzlega, “ eigi gefa hinar miklu nomir þér og þínum sýn á fram- tíðina. Hvað veizt þú um fornar rúnir, er bol- laus haus hvíslaði í eym hinum volduga Óðni? Rúnir, er ráða höfuðskepnunum, og særa skín andi vofur af gröfum sínum. Eigi munu stjöm- urnar þig í ráðum hafa, og draumar þínir eru fullir fúlla hugsana um ergisvall með illum öndum, en eigi hátíðlegir, fylltir fyrirboðum mikilla tíðinda. Eg undraðist aðeins, er eg sá þig á gröf Saxans, hverja fró þú mættir finna í því lífi ofar jarðnesku lífi, er lyftir til háflugs sál hinnar sönnu völvu.” “Þá fró,” svaraði nornin, “er stafar af vizku og mætti, æðri þeirri gleði, er þú hefir nokkurntíma öðlast, við lestur þinn í stjörn* um eða rúnum. Reiðin bruggar eitrið í slefu hundsins og dauðann í formælingum nomanna. Hvenær munt þú verða jafnvitur norninni, er þú fyrirlítur? Hvenær munu ský þau öll, er nú umkringja þig frá sjónum þínum flýja? Þegar vonir þínar allar eru fótum troðnar, þeg ar ástríður þínar eru dauðar, stolt þitt jafnað við jörðu, og þú sjálf í rústir komin, eins og musteýissúlur þessar, er stjamljósið glitrar í gegnum. Þá fyrst mun sál þín glöggt kunna rúnirnar að ráða, og þá munuum við tvær mætast á ströndum hafsins svarta himinvíða !’’ i- Svo mjög fengu orð þessi á hina stoltu spákonu, þrátt fyrir dramb hennar og fyrir- litningu, að hún stóð og starði út í bláinn, löngu eftir að horfin var sjónum hennar hin hryllilega vera. En úr grasinu, er saurgað höfðu fætur forynjunnar, vappaði sér syngjandi lævirkinn mót ljósi og sólu. En áður en sólin hafði dögg af grasi þeir- að í skóginum, hafði Hildur aftur tekið hugró sína. Og í skauti leyniherbergis síns bjó hún undir seiðinn og rúnirnar, til þess að kalla fram framliðna. VI. Kapítuli. Fastráðinn í því að láta Gyrði færa Edith fréttirnar, ef fyrirboðar allir leyfðu honum ferðina, skildi Haraldur við heitmey sína, án þess að víkja nokkuð að fyrirætlan sinni. — Notaði hann daginn til þess að búa sig til ferð- arinnar og ráðstafa öllu heima fyrir burtveru sína, en lofaði Gyrði að svara honum næsta dag, hvor þeirra skyldi takast á hendur ferð- ina til Rúðuborgar. En með því að fortílur Gyrðis máttu sín æ meira, eftir því sem hann hugleiddi þær betur, og fyrir fortölur sinnar eigin skynsemi, og einnig ef til vill að nokkru leyti fyrir áhrif þess, ei* fyrir Edith hafði bor- ið, hafði hann því nær fastráðið að verða við bón bróður síns, er hann lagði af stað til hins örlagaþrungna móts við völvuna. Nótt var dimm, en þó eigi niðamyrk; eigi lýsti af tungli, en stjamljóst var, þó fölar blikuðu stjöí-numar úr víðemi himingeimsins. Skýjafar var nokk- urt, svo að ýmist dró frá stjömum eða fyrir þær. Völvan stóð svartklædd inni í steinhringn- um. Hún hafði þegar tendrað bál við fót bauta- steinsins, og varpaði bálið roðaskini á gráar steinsúlurnar, og glampa á grassvörðinn á milli þeirra. Við hlið hennar var ílát, fyllt með tæru vatni, að því er virtist, úr hinum fom- rómverska gosbrunni, og glitraði yfirborðið glóðrautt í eldsskininu. Á bak við þau, í 'hring um bæði bál og vatn, var trjábörkur, skorinn í ýmsar myndir, líkt og örvarhausar, og ristar á dulrúnir. Voru níu barkarstykkin, og á öll rúnir ristar. í hægri hendi hélt völvan á tams- vendi sínum. Berfætt var hún og girt belti húnsku, er ritað var dulrún-um. Við beltið hékk púss úr bjarnarskinni, silfursmelltur. Þá er Haraldur gekk inn í hringinn, var öll hin venju- lega ró af andliti hennar — nú var það því nær tryllinigslegt á að líta. « Hún virtist eigi vita af nærveru Haraldar. A-uguun voru gljá og starandi, eins og í svefn- gangandi manni. Hægt og hægt, eins og eitt- hvert yfirnáttúrlegt vald héldi aftur af henni, tók hún að færa sig eftir hringnum, mæ-ldum skrefum. Og loks brauzt af vörum hennar söngur, lágur, holróma og djúpur, er hljóðaði eitthvað á þessa leið í lauslegri þýðingu: “Við Urðarbmnn dvelja daglangt nornir, er vatni stökkva á askinn Yggdrasil. Bítur hjörtur bmm; nagar níðhöggur rót; en öminn alltsjáandi ávaxtar gætir. Vatni brunnsins vökva eg gröf þína, viðarrúnum vek eg þig, með eldi endurlífga. Ógnvaldur, Alfaðir! Veit þú rödd völvu við vöggu framliðins, en garpi ljós og líf!’’ Meðan völvan kvað þetta, stökkti hún ým- ist dropum úr llátinu á bautasteininn, eða varpaði einu barkarstykkinu af öðru í eldinn. Allt íeinu brauzt fölur logi fram úr bautastein- inum, — hvort sem eitthvert límkennt eld- kveikjuefni hefir verið blandað vatninu eða eigl —svo að ljóma sló á alla gröfina. Frá loga þessum kom svo smátt og smátt reykur nokk- ur eða móða, er á endanum tók á sig tröll- aukna mannsmynd. En svo óljós var mynd þessi fyrir augum Haraldar, að þó hann horfði á hana með allri gaumgæfni, er honum var unnt, þá gat hann eigi með sanni sagt, hvort þetta var vofa eða reykhjóm eitt, er hann sá fyrir framan sig. Völvan þagði um stund, hallaðist fram á tamsvönd sinn og starði, sem skelfingu lostin á steininn, meðan jarlinn, er krosslagt hafði armana á sínu breiða brjósti, stóð þögull og hreyfingarlaus. Eftir nokkra stund hóf völv- an raust sína aftur: “Þig tigna eg, öðlingur í óskapnaðar skýi; lýsi lofstír þinn frá líkhjúpi þínum. Sem Óðinn sótti ráð auglauss Mímis-höfuðs, leitar Óðins dóttir frétta af öðlingi látnum.” Völvan þagnaði nú aftur. Brakaði brátt í eldinum, en úr bálinu flaug eitt barkarstykk- ið að fótum hennar — og stóð gneistaflug að öllum rúnaristunum. # Völvan hljóðaði við hátt, og smaug það óp jarli gegnum merg og bein, þrátt fyrir karl- mannlegt hjarta, er hann bar í brjósti, svo ógn gjaUt var það af reiði og skelfingu. Og meðan hún starði sem hugstola á eldstafina, hóf hún söng sinn að nýju: “Skjöldungur ert þú eigi og aldregi grafinn, hrollir mér í sinni, er eg sé þig, loki! Tungu mína heftir þú og töfrum spillir; jötna hróðmögur Helju faðir!’’ Greip nú ógurlegur skjálfti völvuna, og var sem því fylgdi h-ið mesta æði, féll froða af vörum hennar, og æpti hún nú hárri röddu, sem óargadýr væri: Eftir nokkra stund þagnaði völvan, og þótt augljóst væri að hún í æði sínu vissi ekki af Haraldi, heldur virtist aðeins vera lifandi berg- mál einhvers máttarvalds, ímyndaðs eða veru- legs, þá nálgaðist hann.hana og sagði: “Staðföst skal sála mín, og eigi mun eg , frétta leita af lifendum eður dauðum um hætt- ur þær, er á vegi hennar verða. Ef einföld svör, skiljanleg dauðlegum mönnum, má ráða af munni skuggamynda þessara, eða af rún- um þessum, þá svara mér, spákona, en svara einungis því er eg spyr um. Mun eg heill á húfi aftur koma, fari eg til hirðar Normannans?” Völvan stóð sem steinstytta meðan Har- áldur ávarpaði hana þannig, en svaraði síðan með lágri og hásri röddu, eins og kreist væru orðin af vörum hennar: áður en lýkur. Klerkar Normanna hafa á- heyrn góða í páfagarði. Mun bandalag mitt við Vilhjálm mér brúði nhna vinna?’’ “Það mun þér brúði þína vinna, er þú mundir aldrei eignast nema fyrir bandalag þitt við Vilhjálm Normannagreifa. — Bind nú enda á spurningar þínar!’’ hrópaði hún og titraði röddin, sem í mestu baráttu, “því illur andi knýr mér orð af vörum, svo að sál mín visnar, er eg mæli þau.” Aðeins ein spurning er nú eftir: Mun mér líf endast til þess að ná konungstign á Englandi, og hvenær mun það ske, ef svo skyldi fara?” Við þessi orð var sem birti yfir völvunni, og eldurinn blossaði snögglega upp með hærri og skærari logum en áður; bjartir neistar flugu aftur frá rúnunum, er á börkinn voru ristnar.' Laut völvan yfir þær og rýnd-i nokkra stund, unz hún lyfti höfðinu, sem sigri hrós- andi og hrópaði: “Á Úlfmánuði (janúar), er frera rhylja fold, mun hrópað verða: ‘Heill þér, Haraldur konungur’!’’ Yfirnáttúrlegur -sigurhljómur var í rödd- inni, magnþrunginn og hátíðlegur, er hún mælti fram þenna síðast-a spádóm, en svo, er svo ský- laust virtist í mótsögn við hinar óljósu og ógn- andi aðvaranir, er fólust í fyrstu spásöngvum völvunnar. Nú stóð hún teinrétt og tiguleg og horfði á fölbláann logann, er lék um bauta- steininn, meðan hann rénaði og fölskvaðist, unz hann að síðustu slokknaði með snöggu blakti; og steinninn stóð sem áður, eyðilegur og veðurbitinn, en andvari reis frá norðri, og andvarpaði um þaklausar súlurnar. O-g þá, er slokknaði loginn, er leikið hafði um steininn, varpaði Hildur mæðilega öndinni og féll með- vitundarlaus til jarðar. Haraldur leit til himins og mætti lágt: “Sé það synd, sem prestarnir segja, að skyggnast gegnum þau rökkurtjöld, er umlykja oss hér, og lesa framtíðina í þokuslóðum hul- iðsheima, hví gæddir þú oss, Himinn, vitund- inni, er aldrei gefur oss frið, nema þá er vér leitum? Hví hefir þú oss í brjóst blásið (hinu dularfulla lögmáli þrárinnar, er ætíð leitar hærra og hærra, ætíð fálmar sig út í fjarlægð- ina?” Himininn svaraði ekki hinni leitandi sál. Skýin þutu fram og aftur um himinhvolfið, Vindurinn andvarpaði um súlurnar, og n-eistar flugu úr bálinu í átt til fjarlægra stjarna. Gazt þú ekki, hrellda sál, lesið neitt svar af himni í skýjum, vindi eða neistum? Næsta dag reið Haraldur jarl með hauk á hendi, hundaglammi og fríðu föruneyti, áleið- is til Normannahirðarinnar, vonglaður um er- indi sitt. 0 IX. B ó K DAUÐRA BEÍN I. Kapítuli. Vilhjálmur Normannagreifi sat í fögru her • bergi í höll sinni í Rúðuborg. Á stóru borði fyrir framan hann lágu ýms merki margvís- legrar starfsemi hans, sem hermanns og þjóð- höfðingja, hugsuðar og stjórnmálamanns; því allt lét hinn árvakri og djúpskyggni andi hans til -sín taka. Þar lá uppdráttur að nýrri höfn í Skerja- borg, og þar hjá opið handrit af vildarbók her- togans, endurminningum Cæsars, er sagt var að hann hefði lært ýms herbrögð af; merkt, og undirstrikað, að viðbættum innskotslínum, skrifuðum m-eð hinni stóru og djarflegu rit- hönd hertogans. Tugur langra örva, er á einn eður annan hugvitssamlegan hátt höfðu end- urbæt-tar verið, að fjaðrastýfingu eða oddlagi, lágu hirðuleysislega dreifðar innan um frum- drætti að klausturkirkju og uppkast að gjafa- bréfi. í opnu skríni, fagurlega búnu á þann hátt er enskir gullsmiðir voru þá frægastir fyr- ir, er var ein skilnaðargjöf Játvarðar konungs til hertogans, lágu bréf frá ýmsum þjóðhöfð- ingjum, fjær og nær, er leitað höfðu bandalags við hann, eða þá á einhvern hátt reynt að sitja yfir höfuðsvörðum hans. Á setstöng á bak við hann, sat hinn norski vildarfálki hans, hettulaus, því honum hafði kennd verið hin æðsta siðfágun sinnar teg- undar: — sem sé að láta sér eigi bregða í fjöl- menni. Við nokkurskonar myndatrön-ur í hin- um enda hallarinnar, stóð dvergur, afskræmi* lega vanskaþaður í vexti, en framúrskarandi skarplegur og gáfulegur í andliti, og dró á lér- eft höfuðatriði orustunnar frægu í Sanddaln- um (Val des Dunes), þar sem Vilhjálmur hafði unnið einn sinn glæ-silegasta sigur, og skyldi uppdráttur sá festur í hinn nafntogaða flos- saum Matthildar hertogafrúr. Á gólfinu lék sér ungur drengur við stór- an enskan villisvínahund, er auðsjáanlega leiddist leikurinn og fitjaði við og við urrandi upp á trínið. Drengur þessi bar svip af hertog- anum, en var hreinni á svip og óslægari að sjá. Hvelfdur var hann um brjóst og breiður ium herðar, líkt og hertoginn, en virtist ekki myndi erfa tiguleik hans, .er nauðsynlegur var til þess að bregða göfgi og mikilýðgi yfir framgöng- una, er án þess myndi verða um of þunglama- leg, í öllum sínum styrkleika. Að vísu \;ar nú Vilhjálmur eigi svo íturvaxinn álitum, sem hann var, er vér síðast sáum hann á En-glandi, en var þó enn eigi afskræmdur af þeirri fitu, er var nálega jafn sjaldgæfur sjúkdómur með Normönnum, sem með Spartverjum. Þó er svo oft, að það sem lýtir íþróttamanninn, fer þjóðhöfðingjum vel, enda virtist hver hreyf- ing hins tröllaukna líkama vottur konunglegr- ar hátignar og afburða karlmennsku. Andlit hans hafði meira látið á sjá fyrir tímans tönn en líkaminn. Voru stór vik komin í hið stuitt- khppta hár hans um gagnaugun, þar sem hjálmurinn mæddi mest á, og látlaust launráða- brugg og meinblandin metorðagirnd hafði djúpar rúnir rist um augu og munn. Varð hann því oft að vipra tU andliti sínu, líkt og leikarar, áður það fengi á sig þann hreina og riddaralega höfðingssvip, er þar átti eitt sinn aðsetur. Var nú þessi fjölhæfi þjóðhöfðingi í sannleika sagt eigi sami maður, og hin hug- prúða hetja hafði eitt sinn verið — hann var höfðingi rneiri, en mannkostamaður minni. Og þrátt fyrir mi-kilfengi hans sem þjóðhöfð- ingja, þá var þegar farið að bera á ýmsu í hinu ráðríka eðlisfari hans, er benti ótpdrætt til þess, hvað úr honum kynni að verða, ef stærra starfssvið gæfist logandi ástríðum hans og ó- sveigjanlegum vilja. Fyrir framan hertogann, er studdi hendi undir kinn, stóð Mallet de Graville og mælti við hann af mikilli -alvöru. Hlýddi hertoginn á mál hans með athygli og sýnilegri ánægju. “Seg eigi lengur!” mælti Vilhjálmur; “skil eg eðli lands þessa og þjóðar, er eigi ihefir af reynslunni lært, heldur talið sér trú um, að tuttugu eða þrjátíu ára friður muni til dóms- dags haldast, og hefir því vanrækt allar land- varnir, engu vígi upp komið, utan Dafrum, Í m-illi sjávar og höfuðstaðar -síns. Veit að land þetta 'hreppa menn eða missa í einni orustu, og að mennirnir eru af því klæði skornir, að svo erfitt verður þá að yfirstíga, að eg, pardex, undrast eigi, þótt þeir vanræki víggirðingar sínar. Hu-gsum eigi um þá framar. Snúum heldur talinu að Haraldi — þú hyggur að hann sé vel að orðstír sínum kominn?” “Hann er því nær hinn eini Englending- ur, er eg hefi séð,’’ svaraði de Gravilie, “er fullar menntir hefir fengið í uppeldi sínu. Eru allir hæfileikar hans svo jafnvægir, og -svo í hóf stillt innbyrðis, að mér þykir, er eg vdrði hann fyrir mér, sem þar sjái eg fyrir mér marg- brotinn kastala, svo traustan, að eigi verði eft- ir skyggnst í fyrsta ál-iti, og eigi fullreyndur nema með áhlaupi.” “Þar kjátlast þér, Graville riddari,” sagði hertoginn, og leiftruðu hin hvössu augu hans af kænsku og kánkvísi um leið. “Því þú segir mér, að eigi hafi honum til hugar komið krafa mín til konungdóms í Englandi — að hann hafi fúslega hlýtt á fortölur þínar, að koma sjálfur til hirðar minnar eftir gíslunum — að hann sé, með öðrum orðum, maður ótortrygg- inn.” “Að vísu er hann ótortrygginn,” svaraði Mallet. “Og hyggur þú að margbrotinn kastali sé mikils virði, ef engir eru útverðir — eða þro-sk- að mannvit öruggt og óbilandi, án varðmanns- ins — Efans?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.