Heimskringla - 29.10.1930, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.10.1930, Blaðsíða 7
WINNIPEG 29. OKTÓBER, 1930. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Hjónabandið. Eftir þýzkan höfund. “Eg féllst á hann, meðan eg áleit a® Það væri þín ósk. Eg fer ekki að vilja föður míns. Eg hefi nú einu sinni tekist á hendur skyldur eigin- konu þinnar, að minnsta kosti gagn- vart heiminum; þær ætla eg mér að rækja og þær hanna mér að yfir- gefa þig meðan hættan vofir yfir. Eg verð hjá þér þangað til hún er •iðin hjá og tíminn er kominn, þegar við upphaflega höfðum ákveðið að skilja. Þá fer eg burt, en ekki fyr.” “Heldur ekki ef eg heimta það af Þér skýrt og skorinort?” "Arthur!” Ungi maðurinn sneri sér undan og kreisti skjal, sem hann hafði gripið af borðinu i hugsunarleysi, saman í hendi sér, honum Já við að missa valdið yfir sjálfum sér við þetta augnaráð og þenna málróm. “Eg er búinn að biðja þig að vera ekki að leika neinn göfuglyndisleik við mig,” sagði hann gremjulega. 'Eg er ekki næmur fyrir þessháttar. Skyldur! Kona, sem gefur manni sínum hönd og hjarta af frjálsum vilja, hún á að vera hjá honum, þeg- ar hættan vofir yfir og taka þátt í ðgæfu hans, jafnt og gæfu — en Þannig er þvi ekki varið með okkur. Vi^ höfum engar skyldur hvort við annað, af því að við höfum engin réttindi haft. Aðeins eitt gat eg/ boð- 'ð þér í þessu nauðungar hjónabandi, Það var möguleikinn til að slíta því. f*vi var slitið frá þeirri stundu er við ráðgerðum skilnaðinn. Þetta er svar mitt upp á tilboð þitt.” Eugenie hafði ekki augun af hon- úhi. Blossinn, sem stundum brá fyr- eins og leiftri i augum hans og brá um leið snöggri birtu yfir það sem hulið var í innstu fylgsnum sálar hans, sá blossi kom ekki í öag, og nú einmitt óskaði hún svo heitt að fá að sjá hann. Hvað sem henni hef- ir fundist falið í því leftri — og ein- hvern grun hlaut hin stórláta kona að hafa haft, áður en hún fóí á fund mannsins síns, — þá lét hapn hana ekki fá að hrósa þeim sigri að sjá Það aftur, né komast að sannleikan- Um, svo hún stóð þarna uppi með tómann efa. Hið kvenlega hugboð hennar hafði ekki verið i neinum efa, er hún mætti hinu eldheita augnaráði tHrichs Hartmanns í skóginum, og Þá hafði skelfingin gripið hana, er hón sá hvernig ástatt var fyrir hon- Um- En þá hafði hún samt verið stilit og einbeitt, þó hún væri í hinni niestu hættu stödd . En hér, þar sem hún var óhult, titraði hún af geðs- hræringu; dökku augun, sem hún vænti alls af, voru eins og iokuð bók fyrir henni, og samt mundi hún hafa viljað leggja líf sitt í sölurnar fyrir af> fá að vita sannleikann. “Þú ættir ekki að gera mér svona órðugt að vera kyr.” Efinn sem hvaldi hana, kom í ljós i máirómn- Um, drambið og eftirlátsseminn börð- Ust í huga hennar. “Eg átti í miklu stríði við sjálfa mig áður en fór á fund þinn; þú veizt það, Arthur, og ^ttir því að hlifa mér. Orðin voru töluð næstum því í haenarróm. En Arthur var nú orð- |Un svo æstur, að hann tók ekki eft- ir Því. Ofsinn og gremjan voru svo í huga hans, að hann misskildi orð hennar og svaraði gremjulega: ‘Eg efast ekki um að dóttir Win- Ueg baróns leggi mjög mikið í söl- urnar, er hún getur fengið sig til að hera hið illa, þokkaða ótigna nafn Eerkow í þrjár vikur ennþá, og dvelja 'engur á heimili þess manns, er hún fyrirlitur svo mjög, þó henni standi frelsið til boða þegar í stað. Eg hefi einu sinni mátt heyra, hve hræðilega Þungt þér félli hvorttveggja. Þess vegna Veit eg þú hlýtur að taka þér n*rri tilboð þitt.” Þú berð mér á brýn samtalið sem við áttum kvöldið sem við komum hingað,” sagði Eukenie lágt. “Eg var búin að gleyma þvi.” Nö leiftruðu augu hans loksins, en Það var ekki sá blossi, sem hún hafði •eitað að og vonast eftir, augnaráðið varð biturt og harðlegt. ‘Svo þú varst búin að gleyma þvi' Þú sPyrð ekki hvort eg hafi ekki líka gleymt því! Eg varð þá reyndar að hlusta á það; en það eru líka tak- mörk fyrir þvi, sem eg get þolað. — Heldurðu að nokkur karlmaður láti troða sig fótum í skarnið, eins og þú Það kvöld gerðir við mig, og láta svo aftur lyfta sér upp úr því, þegar Þér þóknast að skifta um skoðun. ®g var ekki algerlega sú hin hug- lausa rola, er þú ætlaðir mig vera. ^Pp frá þeirri stundu var eg það ekki framar. Sú stund gerbreytti lífs- stefnu minni, en gerði líka út um framtíð okkar. Hvað sem fyrir mig ann að koma, þá vil eg bera það einn. Eg hefi lært mikið síðustu vikurnar og er því fær um það, en — ann leit þóttalega upp — "en konu Þá, sem daginn eftir giftingu okkar ratt mér frá sér með drambi og fyrirlitningu, án þess að spyrja, hvort eiginmaðurinn, sem hún var þó búin að gefa hönd sína, væri eins sekur og hún hélt, — konuna sem fyrirleit drengskaparorð mitt og áleit það lygi, — konuna sem ekki hafði ann- að svar handa mér en fyrirlitningar- legt nei, er eg spurði hvort hún áliti það ekki ómaksins vert að reyna að betra glataðann mann, — þá konu vil eg ekki hafa við hlið mér, þegar eg á í stríði fyrir framtíð minni — eg vil vera einn!” Hann sneri sér frá henni í ákafri geðshræringu. Eugenie fékk engu orði upp komið. Þótt framganga manns hennar hefði breyzt mikið í seinni tíð, hafði hún þó aldrei séð hann reiðann, en nú var hann svo ofsa reiður að henni ofbauð. Af ofsa hans gat hún séð hvað dulist hafði undir kæruleysisgrímunni. Já, nú vissi hún, að hún hafði gert honum rangt til með hinni fyrirlitningarlegu neitun sinni, og nú sá hún hve nærri hún hafði gengið honum. Samt mundi henni nú éf til vill hafa tek- ist að bæta úr því, er hin síðustu orð hans hefðu ekki vakið dramb hennar, er fljótt bar alla umhugsun ofurliði. “Svo þú vilt standa einn?” endur- tók hún. “Eg skal þá ekki vera hér, fyrst þér er það svo þvert um geð. Eg fór á þinn fund til að komast eft- ir því, hvort þú værir samþykkur föður mínugi. Eg sé að það er svo — eg ætla því að fara.” Hún bjóst til brottgöngu. Við dyrnar nam hún staðar. Henni virt- ist hann kippast við um leið og hún tók á hurðarsnerlinum, líkast því sem hann ætlaði að þjóta á eftir henni. En henni hafði víst skjátlast, því þegar hún sneri sér við, stóð Arthur ennþá við skrifborðið. Hann var reyndar náfölur, en á svip hans mátti skýrt lesa sama orðið og hún eitt sinn hafði hrundið honum frá sér með: blákalt nei. Eugenie herti sig upp til að kveðja. “Á morgun sjáumst við aðelns svo að faðir minn verði viðstaddur, og svo máske aldrei framar — vertu sæll, Arthur!” Dyrnar lukust aftur á eftir henni. Hún var horfin! Hinn síðasti sam- fundur hafði orðið árangurslaus, — hinn síðasti möguleiki til samkomu- lags að engu orðinn. Hvorugt þeirra hafði viljað brjóta odd af oflæti sínu, hvorugt þeirra hafði viljað segja þau orð, sem ein hefðu getað hjálpað og bætt úr öllu. Drambið réði úrslit- um og með því var dómur þeirra upp kveðinn. XX. * Morguninn eftir var þokuveður og kuldastormur. Menn voru snemma á fótum í höllinni, því að feðginin þurftu að ná í járnbrautarlestina til að komast til höfuðborgarinnar um kvöldið. Curt Windeg var einnsam- an í salnum. Baróninn var ennþá í herbergi sínu og Eugenie var heldur ekki komin ofan. Qurt virtist bíða með óþolinmæði eftir einhverjum. Hann reikaði fram og aftur og skim- aði í allar áttir. Loks settist hann niður, en spratt á fætur, er Arthur Berkow kom inn. “Nú, þér eruð þá kominn á fætur?” sagði Arthur og heilsaði mági sín- um, kurteislega en þó þurlega, eins og hans var vandi. Curt flýtti sér til hans. “Mig langaði til að tala við yður einan, en hamingjan góða! Hvað gengur að yður? Eruð þér veikur?” “Eg ?” spurði Arthur rólega. — “Hvernig getur yður dottið það í hug? Eg er vel frískur.”* “Svo!” sagði Curt og virti fyrir sér andlit mágs síns, sem bar v«tt um andvökunótt. “Þér lítið eigi þannig út.” Arthur yppti öxlum. “Eg er ekki vanur að fara svona snemma á fætur, og þá er maður hálf slæptur að sjá. Eg er annars hræddur um að þið fáið slæmt ferða- veður. Það er þoka og kuldi.” Hann gekk út að glugganum eins og hann ætlaði að horfa til veðurs, en liklega mest til að forðast að Curt væri að gefa gætur að útliti hans. En það var ekki auðvelt að hafa Curt af sér, hann var líka strax kominn út að glugganum. “Eg vildi koma hingað fyrstur, ’ sagði hann hikandi, “af því að mig langaði til að tala við yður í einrúmi. Arthur.” Arthur sneri sér við; hann var hissa á þessari beiðni og á þvi hvern- ig hún var fram borin. Curt hafði aldrei áður ávarpað hann með skím- arnafni. “Við mig?” spurði hann forviða en samt vingjarnlega. A svip Curts mátti sjá feimni og ráðaleysi, en auðsjáanlega var hon- um mikið niðri fyrir; en allt í einu leit hann upp og horfði einlægnislega á mág sinn. “Við höfum gert yður rangt til, Arthur, og eg máske öðrum fremur Eg var reiður út af þessari giftingu reiður yfir því að þeirri nauðung var beitt við okkur og — látið mig sjálf an kannast við það — eg hefi hatað yður frá þeirri stundu að þér urðuð mágur minn. Síðan í gær veit eg, að við höfum haft yður fyrir rangri sök, og þá er líka hatri mínu lokið. Mér þykir mjög mikið fyrir þessu; þetta langaði mig til að segja yður. Takið þér á móti afsökun minni, Arthur ?” Hann rétti honum innilega hendina og Arthur tók i hana á móti. “Þakka þér fyrir, Curt,” sagði' hann. “Hamingjunni sé lof að þetta komst í lag. Það hefir haldið fyrir mér vöku í alla nótt,” sagði Curt og stundi við. “Trúið mér, faðir minn mun líka láta yður njóta sannmælis. Hann vill reyndar ekk játa það fyrir yður, en eg veit, hvað honum er í hug.” Arthur brosti sem snöggvast, en svipurinn hýrnaði ekkert, er hann svaraði; “Mér þykir vænt um það, þá skilj- um við ekki sem óvinir.” “Já, hvað ferðina snertir,” sagði Curt fljótlega, “þá er pabbi ennþá í herberginu sínu og Eugenie er ein inni hjá sér. Viljið þér ekki tala við hana?” “Hvaða gagn væri að þvi?” spurði Arthur og hnykkti við. “Baróninn getur komið á hverri stundu og Eu- genie mun varla — -—” “Eg stend fyrir dyrunum og læt engan komast inn,” sagði Curt með ákafa. “Eg skal dvelja fyrir pabba þangað til þið hafið gert út um ykk- ar mál.j’ Arthur stokkroðnaði allt í einu, er honum varð litið framan í mág sinn og sá, að hann starði á hann með eftirvæntingu. Hann hristi höfuðið með alvörusvip. “Nei, Curt, þess þarf ekki. Eg átti tal við systur yðar i gærkvöldi.” “Líka um ferðina?” "Já, einnig um hana.” Þessi svör virtust' vera vonbrigði fyrir Curt. En hann fékk ekki tæki- færi til að koma með fleiri uppá- stungur, því nú heyrðist fótatak bar- ónsins og rétt á eftir kom hann inn. Curt vék úr vegi fyrir honum og var auðsjáanlega I slæmu skapí. “Þetta er ekki allt með feldu,” tautaði hann við sjálfan sig. — Morgunverðinum var nú lokið. Allir tóku fyrir siða sakir þátt í hon- um, af því baróninn og þjónarnir voru viðstaddir, létu hjónin sem ekk- ert væri. Nú var vagninum ekið XXI. “Eg segi yður satt,” sagði yfir- verkfræðingurinn við forstöðumann- inn; báðir voru á heimleið, “að nú mun skríða til skarar. . Foringinn hefir víst skipað mönnum sínum, að vera viðbúnir að ráðast á oss, en vér eigum að gefa þeim átyllu til þess. Þess vegna reyna þeir að egna oss á allar lundir; engan dag eru menn í friði fyrir þeim. Þeim hefir tekist að koma öllu fylkinu í bál og brand; nú er uppreisn hafin í öllu fylkinu, við höfum aðeins orðið svo frægir að byrja. Það eykur veg Hartmanns, hann er líka æði hnarreistur nú.” “Herra Berkow býst vist ekki við neinu góðu,” sagði forstöðumaðurinn. "Hann hefir flýtt sér að koma tign- arfrúnni á óhultan stað. Það sann- ar bezt, hvers hann væntir sér af sinum eigin verkamönnum.” Verkamennirnir okkar!” sagði yfirverkfræðingurinn. "Það væru engin vandræði með þá, ef ekki væri þessi eini maður. En meðan hann skipar fyrir, er óhugsandi að friður og spekt komist á. Ef við bara gæt- um komið Hartmann í burtu einn vikutima, þá þyrði eg að ábyrgjast að sættir kæmust á.” Mér hefir jafnvel dottið í hug —” forstöðumaðurinn leit gætilega í kringum sig og talaði í hálfum hljóð- um, “hvort ekki væri hægt að nota grun þann, sem hvílir á honum, og vissulega ekki að ástæðulausu. Hvað segið þér um það?” “Það er ótækt! Við höfum að vísii grun, en hvaðan ættum við að geta fengið sannanir? Það var ekki hægt að sjá annað á lyftivélinni og köðlunum en að þeir voru í sund- ur og var það þó allt nákvæmlega rannsakað. Hvemig slysið hefir at- vikast og hvað skeð hefir niðri i djúpinu, veit enginn nema Hartmann og hann segir engum frá því; enginn maður er þögulli en hann. Menn mundu neyðast til að láta hann laus- an aftur án þess að komast að nokk- urri niðurstöðu.” “En réttarrannsóknin mundi þó hindra hann um tíma. Ef hægt væri að halda honum nokkrar vikur í fangelsi —” Yfirverkfræðingurinn hleypti -brún- um. “Viljið þér bera ábyrgð á því æði, sem mundi koma yfir verkamennina okkar, þegar ráðist er á foringja þeirra ? Það vil eg ekki gera; þeir myndu ráðast á hölliria, er þeim yrði ] N a fi ÍS pj 10 ld I fram; karlmennirnir fóru í yfirhafn- tilgangur okkar ljós, og þess mundi irnar og herbergisþernan færði Eu- ^kki langt að bíða.” genie hatt hennar og kápu. Arthur j “Það er ekki alveg vist. Þeim bjóst til að leiða konu sina út að þykir ekki eins vænt um hann og I. mátti eigi láta á öðru bera en sam- lyndið væri hið bezta. Dimmt var í lofti og þokan lá yf- “En þeir óttast hann þeim mun meira. ÞeSs vegna getur hann beitt við þá harðstjórn. Þér gerið líka ir öllum dalnum; í herbergjunum var námumönnunum rangt til, með þvi heldur ekki bjart og einhver leiðinda ag ætia, að þeir muni yfirgefa fé- blær yfir þeim. Það var sem ljóm- , iaga sinn og foringja fyrir tóman inn væri horfinn af öllu skrautinu grun. Þeir forðast hann ef til vill; sem prýddi þau. Nú áttu þau líka en um ieig 0g yig ætluðum að láta að verða auð og tóm, því unga hús- j taka hann fastan, myndu þeir fylkja móðirin fór í burtu og var ekki vænt- Rér um hann og vernda hann. Nei, anleg heim aftur. t ' það væri ótækt. Þá yrði ekki kom Curt fannst með sjálfum sér að jst njá hinum blóðugu róstum, sem systir sín væri eins veikluleg útlits 1 og Arthurs, en annars var ekki hægt að sjá neina óvenjulega breytingu á framkomu þeirra. Þau léku bæði hlutverk þau, er þau höfðu tekist á hendur, þó hægt væri að sjá á þeim, að þeim hafði ekki komið dúr á auga um nóttina, og ef til vill var þessi stilling ekki uppgerð. Eftir ákafa geðshræringu og stríð kemur oft sú ró, sem hjálpar mönnum til að bera hin þyngstu örlög, það sem menn mest hafa kviðið fyrir; hún dregur einskonar hjúp yfir sálina, svo að hún hefir ekki skýra meðvitund um að örlagastundin sé komin; þvi stríðið og baráttan, sem á undan er gengið, er horfið, og í stað þess komin and- leg og líkamleg deyfð; menn fá að- eins einstaka sára kvalakippi, en verða að átta sig á því, af hverju þeir komi. Maður Eugenie leiddi hana ofan stigann, en hún vissi varla hvers vegna eða hvert þau fóru. Það var eitthvert draumamók yfir henni, allt leið framhjá eins og í þoku, súl- uVnar og grænu trén, sem prýddu forstofuna; þjónustufólkið, sem laut henni að skilnaði, virtust henni vera skuggamyndir. — Allt í einu kenndi hún ónotalega til í enninu; það var þokuloftið, sem hún varð þannig vör við, og fór um hana hrollur; fyrir framan sig sá hún vagninn, sem átti að flytja hana burtu; grashjallar. blómsturbeð og gosbrunnar, allt hvarf það í þoku. Enn einu sinni horfðust hjónin í augu, en það var sem ský lægi á milli þeirra. Eugenie fann að tekið var í hönd hennar með ískaldri hendi og heyrði einhver kurt- eis og ókunnugleg kveðjuorð, sem hún ekki skildi. En það var samt -Arthur, sem talaði þau, og þá kippt- ist hún við af sárri kvöl, þrátt fynr draumamókið — síðan heyrðist hófa dynur og vagnströlt og þau héldu af stað út í þokuna, sem umkringdi allt eins og forðum, þegar skilnaður- inn var ákveðinn uppi á skógarhæð- inni> _ 0g þeir, sem þar segja skilið hvor við annan, skilja um allar ei- lífðir. Dr. M. B. Halldorson % 401 Bojd ÐldK. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstakloga lungnasjúk- dóma. Kr aB flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmili: 46 Alloway Aye. Talsfmli 33158 f við erum að reyna að forðast, og eg er sannfærður um að herra Berkow vildi engan þátt eiga í þvi.” “Hefir hann enga hugmynd um grunsemdina ?” spurði forstöðumað- urinn. “Nei! Auðvitað þorir enginn að minnffst á slíkt svo hann heyri; og eg álit réttast að hlífa honum við að heyra það. Hann hefir nóg að bera samt.” “Já, sannarlega meira en nóg. Og síðustu óhöppin og bréf Scheffers frá höfuðborginni, virðast ekki hafa ver- ið áhrifalaus. Eg held að hann sé alvarlega að hugsa um að láta und- an.” “Það er ómögulegt,” sagði yfir- verkfræðingurinn æfur; “það væri líka um seinan. Áður en hann svar- aði verkamönnunum, gat hann kos- ið um hvort han nvildi heldur hætta fé sínu eða verða jafn ánauðugur og herra Hartmann þóknaðist að við værum. En úr því hann svaraði þeim á þá leið sem hann gerði, get- ur slíkt ekki komið til mála. Hann mundi algerlega glata virðingu sinni ef hann gæfi bilbug á sér. Hann hlýtur að halda áfram, og að þurfa þess, kemur sér vel í bardaga.” “En þegar efnahagurinn er í veði? “En þegar heiðurinn er í veði?” Þeir starfsbræðurnir komust þarna i hnakkrifrildi, eins og þeir áttu vanda ttl, og skildu svo, ^ð hvorugur hafði látið sannfærast. x “Það er ágætt, þetta hlutlysi, tautaði yfirverkfræðingurinn á eft- ir starfsbróður sínum, um leið og hann gekk inn í hús sitt. “Að reyna að vera nógu hræddur og gætinn til þess að styggja hvorugan málsaðila meðan óvist er, hver muni sigra. Mig langaði til að allir þessir ræfl- ar — Wilberg, hvern þremilinn haf- ið þér saman við dóttur mína að sælda?” •“Wilberg og Melania, sem svo hranalega var yrt á, hrukku ótta- slegin hvort frá öðru eins og þau hefðu verið staðin að glæp, ' og þó hafði Wilberg í mesta sakleysi kysst DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og; barnasjúkdóma. — A« hitta: kl. 10—12 * h. og 3—6 e. h. Heimtll: 806 Victor St. Sími 28 130 DR. B. H. OLSON 210-220 Medtcal Artai Bld*. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21834 Vitttalstími: 11—12 og 1_6.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 21« HBDICAL ARTS BLDO. Horni Kennedy og Graham Stundar elncBnaru aiiKtaa- eyrna- net- og kverka-ajðkdöma Er a« hitta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. Talafmi: 21834 Helmlll: 688 McMlllan Ave. 42691 Talalml: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 014 Someraet Block Portaiae Avenne WINNIPEG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. «. SIMR80N, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL selur llkklstur og: ann&st um útfar- Ir. Allur útbúnaHur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phnne: 86 607 WINNIPEG á hönd hennar; en það var mesti við- kvæmnissvipur á honum og á Mel- aniu mátti sjá að hún hafði komist við. Yfirverkfræðingurinn, sem ekki var í góðu skapi eftir rifrildið, leizt ekki á yikuna og var heldur ófrýnn á svip. ‘Eg bið yður margsinnis fyrirgefn- ingar,” sagði Wilberg auðmjúkur, en ungfrú Melanía var alls óhrædd að sjá og þótti víst handkossinn ekkert ódæði vera. “Eg vil fá að vita hvernig á þessu stendur,” sagði yfirverkfræðingurinn bálvondur. “Hvað hafið þér að gera hér í forstofunni? Því fóruð þér ekki upp í stofuna?” Það var ekki hægt að segja frá þvi i fáum orðum, sem karlinn vildi fá að vita. tVilberg hafði komið með skilaboð til yfirverkfræðingsins frá herra Berkow í höfðinu, og sára sorg í hjartanu. Sorgin stafaði nátt- úrlega af burtför tignarfrúarinnar, sem hann hafði frétt um kvöldið áð- ur en hún fór; en morguninn eftir hafði hann ekki vaknað fyr en hún var farin. Wilberg var ekki árvak- ur maður, og hefði aldrei hætt heilsu sinni með því að fara út í kuldarign- ingu að morgni dags. Það var ekki hann, sem þann morgun hafði staðið undir grenitrjánum, þar sem akveg- urinn lá inn í skóginn, frá þvi i dög- un og beðið eftir vagninum, til þess að vita hvort hann sæi ekki andlit Eugenie bregða fyrir vagngluggann, og þó hafði sú von brugðist. — Wil- berg svaf vært, þegar sá maður gekk heim til sin; en samt fannst honum alla vikuna, að hann væri stakur ói gæfumaður, og í dag var svo mikill raunasvipur á honum, að Melanía, sem af hendingu mættl honum í for- stofunni, gat ekki stillt sig um að spyrja hvað að honum gengi. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. L ögfræð ingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFANSSON Islenzkir lögfraðingar 709 MINING BXCHANGE Bldg Sími: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur að Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Telephone: 21613 J. Christopherson. Islenskur Lögfrœðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. Mrs. B. H. Olson TEACHER OF SINGINC 5 St. James Place Tel. 35076 Bjömvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Mueíc, Composition, Theory, Counterpoint, Orchei- tration, Piano, etc. 555 Arlington SL SIMI 71621 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 8ö4 BANNING ST. PHONE: 26 420 Ragnar Píanókennari H. Ragnar hefir opnað nýja kenslustofu ið STE. 4 NORMAN APTS. (814 Sargent Ave.* TALSIMI 38 295 TIL SÖLU A ÓDtRU VERÐI “FURNACE” —bæBl viBar Og kola “furnace” lítltJ brúkaV, «r tll sölu hjá undlrrttuBum. Gott tæklfærl fyrlr fólk At 4 landt er bæta vllja hltunar- áhöld á hetmlllnu. GOODMAN & CO. 786 Toronto St. Slml 28847 Jacob F. Bjamason —TRAN SFER— If.KK.Ke and Fnrnltnre Movt.K 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. 100 herbergl meö eöa án bafS. SEYMOUR HOTEL vertS sanngjarnt Sfml 28 411 C. G. HUTCHISON, elK.ndl Market and King St.. Winnlpeg —:— Man. MESSUR OG FUNDIR I kirkju Sambandssofnaðar Messur : — á hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hj&lparnefndin: Fundir fyrstá mánudagskveld 4 hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkuri^n'. Æfingar á hverju f imtudagskvel di. Sunnudagaskólinn:— A hverjum > sunnudegi, kl. 11 f. h. ,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.