Heimskringla - 29.10.1930, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.10.1930, Blaðsíða 3
WINNIPEG 29. OKTÖBER, 1930. heimskringla 3. BLAÐSIÐA Á Skotsponum síðar máske sendi eg þér sagna-rýni-glætu. boðaði einkum Pyþagóras þá trú- Var Pyþagóras einn af mestu vit- snillingum, sem verið hafa, en hélt Þó að hann hefði lifað áður, verið einn af köppunum í Trójustríði, og heitið þá Evforbos; og er það mjög eftirtektarvert ,því það nafn þýðir e®a getur þýtt: sá sem nærist á góð- um mat, og þó eigi síður: sé sem aðra nærir á góðum mat; en Pyþa- góras viidi meðal annars koma því á, að menn lifðu á hollari mat en áður. II. Endurminningar þessar hinar furðulegu, eru ekki nein sönnun fyr- ,r Þvi, að menn hafi lifað áður. En að vísu eru þær mjög merkileg bend- •ng um að framliðnir lifa þrátt fyrir dauðann, því að endurminningarnar eru miðiifyrirburður, stafa af nánu sambandi við framliðinn, þó að sá, sem þetta samband hefir, skilji það ekki. En allt verður þetta mjög skilj aniegt, þegar eðli draumalífsins er kunnugt orðið og menn vita, að draumarnir stafa af sambandi við draumgjafa, eins og lesa má um í Nýal og Ennýal. Þýðing sambandsins við framliðna er afarmikil, og þegar þekkingin er fengin á þvi sviði, má haga svo til, að vér fáum samband við fullkomnari verur, þannig, að vér verðum miklu íullkomnari sjálfir en áður, bæði andlega og líkamlega. Má þetta marka nokkuð af hinum svonefndu undrabörnum; því að hin ótrúlega íullkomnun slíkra barna, stafar af magnan frá framliðnum snillingum. Alkunnugt er, að undrabörn eru oft ekki að sama skapi undraverð, þeg- ar fullorðinsaldrinum er náð, og kem ur þar fram að um miðilfyrirburð er r®oa; pvi að barnið er vanaiega ^etri miðill, hefir meiri hæfileika til taka við magnan, heldur en hinn fullorðni. III. Spurningunni í upphafi greinar þessarar verður að svara með hik- lausu nei-i. Tilverunni er ekki svo fávíslega fyrirkomið, að vér fæðumst. hér á jörðu aftur og aftur, og höfum oftast nær, engar endurminningar um fyrri líf, og aðeins ófulkomnar, þeg- ar þó virðist svo sem vér eigum slík- ar endurminningar. Menn hafa sagt, að það sé haganlegast, að muna ekki sína fyrri æfi . En það er svo langt frá því, að vor fyrri tilvera gleym- ist alveg, þegar vér höfum eftir dauðann, endurlíkamast á annari jörð, að vér munum það, sem fyrir oss hefir komið, margfaldlega miklu betur en í lífinu hér á jörðu. Allt, sem á dagana hefir drifið, rifjast upp og oss er kennt að skilja, hvað var gott og hvað ekki, hvað rangt stefndi og hvað rétt. Vér lærum, með til- styrk betri kennara en til eru hér á jörðu, að átta oss fullkomlega á æfi vorri- Og er ekki alveg í augum uppi, að oss er þetta nauðsynlegt, ef vér eigum að geta orðið hæfir til að lifa í hinu nýja og fullkomnara mannfé- lagi, sem við tekur? En ekki er því að leyna, að það er oft talsverðum örðugleikum bundið, að öðlast þenna skilning. Mun í því efni verða mik- il breyting til batnaðar, þegar menn vilja þiggja þá hjálp, sem eg er að bjóða þeim, og samband það, sem eg gat um áður, kemst í rétt horf. Þeg- ar svo er komið, þá líður að því, að menn hætti að lifa þahnig hér á jörðu, að meiri hluti æfinnar fari i það að gamlast og hröma. öll æfin verður þá framfaratími, og æfilokin stafa þá ekki af meiðslum, veikind- um eða ellihrörnun, heldur lýkur lifi manna hér á jörðu, þegar þeim er farið 3Vo fram, að þeir séu hæfir orðnir til upptöku í fullkomnara mannfélag. Og þá fyrst verður dauð inn sigraður; því að umskiftin verða þrautalaust. En mikið þarf að lagast áður en þessu verði komið i kring. Miklu meir en hingað til hefir verið, þarf áhugi manna að verða á því, að það sé ekki sannleikurinn, sem þeir lítils- virða, en hégóminn, lygin og villan sem þeir meta mest. 18. sept. (Lesb. Mbl.) Frá Islandi FLITGMAL ISLANDS Flughöfnin verður tilbúin í októberlok Flugferðum verður haldlð uppi mest allan veturinn. I fyrradag fóru þeir héðan alfam- ir Walter flugstjóri og Neumann flug- kapteinn. Kvöldið áður hélt Flug- félagið þeim kveðjusamsæti. For- maður félagsins, dr. Alexander Jóhannesson hélt þar aðalræðuna. Þakkaði hann Walter flugstjóra fyrir heillaríkt starf hér á landi í þrjú sumur og hvernig hann hefði komið flugmálum Islands í gott horf. Alt, sem við kæmi flugsamgöngunum væri nú skipulagsbundið, og gat hann þar aðallega um þrent: fullkomnar veður- fréttir, greið símasambönd um land alt og flughöfnina nýju. I ræðu sem Walter hélt, gat hann þess að það hefði gengið miklu fljót- ar en búist mátti við að fá útlærða íslenska flugmenn og vélamenn. — tslendingar taka sjálfir flugmálin í sfnar hendur Frá deginum í gær má kalla að Flugfélagið sé orðið alinnlent, því að hér eftir verða það Islendingar sjálfir sem stjórna því og flugferð- um, flugmennirnir eru íslenskir og vélamennirnir líka. — Vinnur hér nú aðeins einn þýskur vélamaður hjá félaginu. Flugferðum verður haldið uppi með annari flugvélinni fram í nóvember — verður Veiðibjallan í förum i vetur. — Súlan flaug í gær til Norður- og Austurlands, en Veiðibjallan tekur síðan við ferðunum. Gert er svo ráð fyrir því að hún hefji aftur flugferð- ir upp úr nýári, aðallega til Vest- fjarða, Siglufjarðar og Akureyrar. vestur og norður, mestan hluta vet- rarins, en þessum vetrarferðum verður hagað eftir þörfum og veðri. Hinn 1. maí hefjast svo reglu- bundnar flugferðir með báðum flug- vélunum. Tekur Björn Eiríksson Hjaltested flugmaður þá við “Veiði- bjöllunni”, en Sigurður Jónsson verð- ur með Súluna. Þriðja flugmanninn, Helga Eyjólfsson mun Flugfélagið einnig hafa tryggt sér. — Flughöfnin. Flughöfninni í Vatnagörðum mið- ar vel áfram. Hefir þegar verið fullgerð þar dráttarbraut og viðgerð- arpallur. Flugskýli — tilbúið er- lendis — er komið hingað, og er von á þýskum sérfræðingi 28. þ. m. og á hann að sjá um uppsetningu þess. — Ennfremur hefir Flugfélagið á- kveðið að reisa íbúðarhús fyrir flug- vörð þarna innfrá og verður sérstök skrifstofa í því húsi. Bæði flug- skýlið og íbúðarhúsið á að vera full- gert fyrir októbermánaðarlok. Þegar flughöfnin er fullgerð, koma flugvélarnar ekki nema sjaldan hing- að til Reykjavíkur. Verða flugfar- þegar því að fara milli Reykjavikur og Vatnagarða í bíl, en þar á milli eru ódýrar fastar bílferðir allan dag- inn. • * • Rvík 20. sept. Fulltrúaþing Sambands ungra jafn- aðarmanna kom saman á Siglufirði 13. þ. m. trt af ágreiningi, sem kvað hafa orðið á þinginu, hefir forseti S. U. J. sent blöðunum eftirfarandi til kynningu gegnum fréttastofuna: "Þegar Sambandið var stofnað vor- ið 1929, greindi strax allmikið á um starfsleiðir og skipulagningu milli ungra jafnaðarmanna og kommún- ista. Sá ágreiningur hefir ágerst síðan, en við vildum halda þingið á Siglufirði og reyna að tryggja sam- vinnuna. Á norðurleiðinni bárust Sambandinu inntökubeiðnir nýstofn- aðra félaga, sem stjómin úrskurð ó- lögleg vegna ólögmæts aldurstak- marks og annara ástæðna; m. a. hafði verið sótt um inntöku fyrir F. U. J. á Hvítárbakka, sem gefið hafði tveimur kommúnistum í öðrum lands fjórðungi fulltrúaumboð til að mæta á þinginu, og áður gefið tveimur öðrum sama umboð, en sem skóla- stjórinn á Hvítárbakka neitaði að væri til. F. U. J. Glerárþorps var stofnað með sex meðlimum, og fleiri félögum þóttist stjórnin hafa ástæðu til að ætla svipaða tilveru. Forseti setti þingið og skipaði kjörbréfa- nefnd. Komst þá allt í uppnám. — Heimtuðu kommúnistar félögin skil- yrðislaust tekin í sambandið og neit- uðu kjörbréfarannsókn. Kjörbréfa- nefnd rannsakaði og úrskurðaði gild tekin kjörbréf allra fulltrúanna, sem áður voru í sambandinu og einnig eins fulltrúa Siglufjarðarfélagsins, sem kosinn var fyrir börn yngri en 14 ára, þótt aldurstakmark Sambands- ins sé 14—30 ára. Forseti vitti að- farir kommúnista, er þeir brutu sett- ar þingreglur og kvað unga jafnað- armenn vera þess fullvissa, að einsk- is starfs væri að vænta af þessu þingi og sleit þinginu og ákvað stjórnin að kalla það aftur saman í Reykja- vík í haust. Gekk forseti og stjóm- in af þingi við tólfta mann, en kom- múnistar héldu áfram fundahöldum með fulltrúum hinna nýstofnuðu fé- laga, er þeir tóku alla gilda án þess að hafa kjörbréf eða önnur gögn, sem öll eru í höndum stjórnarinnar. Ungir jafnaðarmenn telja þessi fundahöld kommúnista ólögmæt og Sambandinu óviðkomandi. Bak við unga jafnaðarmenn standa 644 félag- ar, en á bak við kommúnista 179. — Nefnd kommúnista krafði stjórnina um skjöl og eignir Sambandsins, en fékk neitun. • * • . Rvík 20. sept. Hornvitinn. — Stærsti vitinn, sem reistur er á þessu ári, er Hornvitinn, í Látravík, austah Homs. Er nú svo langt komið smíði 'hans, að búast má við að kveikt verði á vitanum í fyrsta sinn í næstu viku. Vitavörður hefir verið skipaður Karl Löve skipstjóri á Isafirði. • • • Rvík 20. spet. Nýir snjóbílar. — Þrjá nýja snjó- bíla hefir landsstjórnin pantað fyrir veturinn . Einn á að vera á Hellis- heiði, til viðbótar við þann sem er. Annar verður á Holtavörðuheiði, sá þriðji á Fagradal eystra. • • • Rvík 20. spet. Skýrsla uni menntaskólanm i Kvík skólaárið 1929—30 er komin út. — Nemendur voru rúmlega 200. Stú- dentsprófi luku 51 og 58 gagnfræða- prófi. I fyrrahaust var Pálmi Hann- esson náttúrufræðingur, eins og kunn ugt er, settur rektor skólans, og er þetta fyrsta árið undir hans stjórn. Þær breytingar urðu á kennaraliði skólans, að Barði Guðmundsson sagn fræðingur var settur kennari i sögu og Valdimar Sveinbjörnsson ráðinn íþrótta- og leikfimiskennari. Bogi ólafsson, sem gegnt hefir stöðu við skólann um langt skeið sem settur kennari, var skipaður í það embætti 4. nóv. s.l. — Ymsar verklegar um- bætur hafa orðið á skólanum á s.l. ári: Heimavist fyrir 15 nemendur komið upp á efsta lofti skólahússins, bókasafnshúsið stórbætt og komið fyrir í því rúmgóðum og vistlegum lestrarsal fyrir nemendur. Af kennslu- tækjum hefir skólinn m. a. eignast útvarpsviðtæki og kvikmyndavél. — Prófreglugerð skólans hefir verið breytt á þann hátt, að ein einkunn er nú gefin fyrir dönsku, samanlagða við gagnfræðapróf, en ekki tvær, aðra fyrir munnlega og hina skriflega, eins og áður var. Stærðfræðikennsla er lögð niður í máladeild, en hagnýt bókfærsla tekin í staðinn. — Heimtun sjúkdómsvottorða af nemendum, er fjarverandi eru úr kennslustund, hef- ir verið lögð niður, og er að því landhreinsun. — Skólanum var sagt upp 7. júni, eða 3 vikum fyr en vant er, og varð að flýta prófunum svo mjög vegna landssýningarinnar, sem halda átti í skólanum. Aftan við skólaskýrsluna ritar Vil- hjálmur Þ. Gíslason mag. art. fróð- lega grein um bókasafn skólans, og fylgja henni myndir af bókasafns- húsinu og lestrarsal nemenda. Lesið, kaupið og borg- ið Heimskringlu (Bókarþökk til herra Aðalsteins Kristjánssonar rithöfundar í Cali- forníu, U. S.) I. Máttarstór þótt margur einn mæðist letradrottinn, ennþá sýnist Aðalsteinn “ekki af baki dottinn”. Þar sem ó-lið orkað fékk aldar sannleiksklýju, skerpa mættu skyggnum smekk “Skotspænirnir” nýju. trt þar fleytast orðin greið, aldrei gjörn að ljúga, vökur því um virða leið víða skyldu fljúga. Margt í gátum mælt er traust, — mæðast venjutröllin. Ekki sést þar liggja laust lof um aldarspjöllin. Viljum stóra vinna þraut, veifum þungum fjöðrum. Mun þá troðin meðalbraut metin síður öðrum. Dusilmenn um hræsnisheið hrekjast straums á svifum. — Aðalsteinn fer aðra leið, æðrulaust, — í skrifum. Spurning hál í sprettum grær, spinnst úr leiftrum orðið. Efni i skrýming Einar fær yfir letra-borðið. öfugstreymi efast það örfum maura-sorgar, vaxi réttar-virðing að völdin New York borgar. Þar á Lenin vaxarvon, vilduð rétti hlynna. Valdaglæstum Washington varð úr höggi minna. Líða fygli’ í lofti slys, langfleyg, meira’ en skyldi. Helga “klosa” hefir glys heldur mæðst í gildi. Oft má bros í sveiflum sjá, sundur mál ef greinist. Kyrrt þótt sýnist ofan á, undir fleira leynist. Margt er gleymt, sem mætti vel minnast skörpum tökum: Fáum bögum fátt eg tel, fyrir vaxtar-sökum. Forðist stakan málamökk, mælt i fáum línum- Skyndi-fleygum skýrist þökk “Skotspónunum” þínum. Minni’ að skerpa mest er ráð. Mörgum gerðir betur. Af þér hefi eg áður þáð einhver fleiri letur.*) Vökusjónum vendist það, — veittist dæmi-snilli, — skár en myglað trúar-tað, tuggið vita á milli. II. Ef mig “skíð” í austur ber yfir Ránar-vætu,' *) Hér er átt við bókina "Supersti- tion in the Twilight” eftir A. K., sem blöðin hafa litið getið, en sem þó mundi stytta nokkrum stundir ef les- in væri með þeirri athygli, sem bæk- ur eiga að lesast. Líklega þora synir vikinganna að lesa fleira en auðvalds- blöðin ? Þögn og ergi og þinga-ryk þæfa í felum gjöldin. Þar er löngum þungt um vik þeim sem kræktu’ i völdin. Betur skila mundi mér meins úr kröm til þrifa, — ef þeim væri, eins og þér, öllum létt að skrifa. Verður sízt und valdaborð vandabundin seta, þjóðargoð ef eigin orð einkis þurfa að meta. Mér er þagnar-draug í dúr dóma vant að temja, skyldi rétthverfð skyggnum úr skólahrokinn lemja. Að mér barmur grafar grár grjóti’ og moldu veltir. þingsins eftir þúsund ár þuli valdið sveltir! Varni flugsins viðfangsþrot, veifum penna’ af móði. öflum myrkra yrkjum rot, — æskuvinur góði. “Skots á spónum” skríðum heið, skákum myrkrum hriðar. Eitthvað sést á aldaleið af þeim slóðum síðar. Lýsist skarið leiftrum frá, lygin týnir völdum, — hrauns þótt miðjum hrjóstrum á hreinskilninnar gjöldum. Stigum hátt of steina-lið. Stikum vlssum fetum. Iðnin kemur viða við. Vökum meðan getum! (12,—9.—1930.) Steinn H. Dofri. Flin Flon P. O., Man. Um víða veröld Nýja stjarnan. Stjörnufræðingar halda stöðugt á- fram athugunum á hinni nýju stjörnu sem fannst nú um áramótin síðustu fyrir utan Neptúnus, yztu og áttunda stjömuna, sem áður var þekkt í sól- kerfi því, sem jörðin tilheyrir, og sagði Lögrétta frá hinu merkasta I sambandi við þessa uppgötvun, rétt eftir að hún varð kunn. Stjörnu þess- ari hefir ekki enn verið gefið nafn, en fær líklega eitthvert goðanafn. Nýja stjarnan fannst í nánd við Delta Geminorum, er líklega á stærð við jörðina og fjarlægð hennar frá sólu kringum 4 þúsund miljónir mílna, og áætlað að hún sé um 300 til 500 ár að fara eina umferð kringum sólina. Ljósið, sem fer 11 miljónir mílna á mínútunni, er rúmar sex stundir á leiðinni frá nýju stjörnunni til jarð- arinnar. Frá nýju stjörnunni að sjá er sólin viðlíka stór og Júpíter er frá jörðunni, og sólarljósið, sem nýja stjarnan fær, er um 250 sinnum eins mikið og tunglsljós er á jörðinni, þegar tungl er fullt. Fundur þessar- ar nýju stjörnu, sem var útreiknað- ur áður, þykir eitthvert æfintýraleg- asta þrekvirki stjömufræðinnar, á- líka og þegar að Neptúnus fannst. En ennþá er ekki lengra síðan en svo (það var 1846), að Neptúnus hef- ir ekki farið nema hálfan hring um sólina, því heill hringur tekur hann 165 ár. Hvar mun þekkingin á him- ingeimnum og undrum hans vera, þegar nýja stjaman hefir farið sinn hálfa hring, eftir 150—250 ár? Lögrétta. SAFNIÐ POKER HANDS Sem eru í TURRET Fine Cut Tóbaki. Fyrir þær getið þér fengið dýrmæta muni POKER HANDS SKEGG- bursti Fjögur setti af Poker Hands BLYSLJÓS eru einnig í eftirfarandi alþekktum tóbakstegundum: Turret Sigarettur Dixie plötu \Storaewall JacStsoixij Viiacilar (fimm í hverjum pakka) 3^deias plöti reyfetobafe Ben WioiclDester AXLA- BÖND Tvö setti af Poker Hands SPIL Fimm setti af Poker Hands MilIBanM. Sig’arettwr Bex vekjara klukka\\\ Sig^arett^ar OI(d Clwm tofeafe 6 5, PIAYING CARD5 Tm ’ Eitt sotti af Poker Hands KORKTREKKJARI Fimm setti af Poker Hands BRtrÐA Tvö setti af Poker Hands KETILL Atta setti af Poker Hands Tíu setti af Poker Hands Þessi nýju eldhús-þœgindi spara tíma Þessi nýja Magic Cook Book inniheldur rúm- lega 200 reyndar for- skriftir. Eintak yður er til reiðu að senda undlr eins Skrifið eftir því. Hafðu eintek af hinni nýju Magic Cook Book við hendina og þú munt aldrei vera í vandræð- um með hvaða rétt eigi að búa til. Hvað hafa skuli i morgunmat, miðdagsmat, eða hvað gefa skuli gestum, er að garði bera, er allt auðráðið ef þú hefir þessa bók. Þar í sérðu alla þá góðu rétti, er þú þarft við hvaða tæki- færi sem er á að halda. Og forskriftin er FRÍ! Sendið oss addressu yðar og ein- tak af henni verður sent yður. Skrifið í dag. 3 af hverjum 4* konum í Canada sem baka heima, segjast nota Magic vegna hins óbregðandi góða árangurs. Ef þér notið Magie Baking Powder einn- ig, munu afleiðingamar verða hinar sömu. koin f Ijóx nýlegn vift rnnnnAkn er icerfJ var I þvf Namhandl. STANDARD BRANDS LTD. GILLETT PRODI CTS TORONTO MONTREAL WINNIPEG og útbá i öllum aðal borgum Canada- LltlfJ eftlr þesnu mnrkt f hverrt kiinnu. ÞafJ er tryKfflnK l»fn fyrlr þvl nti Majflo RnklnK Powder Innlheldur ekki alura eha netn Hknðvirn efnl.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.