Heimskringla - 10.12.1930, Side 5

Heimskringla - 10.12.1930, Side 5
WINNIPEG 10. DESEMBER, 1930. HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSIÐA Yfirlýsinp. I Heimskringlu, sem út kom 22 október, 1930, stóðu þessi ummæii um sjálfboðanefndina og framkomu hennar í heimferðarmálinu: Og jafnvel í heimferðarmálinu sjálfu blygðuðust þessir herrar sin ekki fyrir það, að ganga rakleitt inn á. þá braut, sem þeir reyndu að tor- tryg'g'ja og rógbera heimferðarnefnd- ina mest fyrir, undireins og þeir sáu sér það fært. Þeir þágu allan þann styrk’ sem þeir gátu fengið. Þeir tóku með þakklæti við helmingnum af þeirri fjárveitingu frá Manitoba- stjórn, sem ætluð var heimfararnefnd Þjóðræknisfélagsins, og eftir það heyrðist aldrei stunur eða hósti frá þeim yfir því, að sú fjárveiting væri svívirðileg.” Ennfremur er í sömu grein gefið í skyn, að öll barátta sjálfboðanefnd- arinnar á móti stjórnarstyrk hafi ver ið hin argvítugasta hræsni. Heimskringlu hafa nú borist fulln- aðar sannanir fyrir því, að sjálfboða- nefndin hefir alls engan stjórnarstyrk Þegið frá Manitobastjóm eða nokk- urri annari stjóm, og, að áburður sá, sem í áðurgreindum ummælum felst, hefir því ekkert við að styðjast. — Heimskringlu er því ljúft að taka aftur þessar staðhæfingar og játa, að þær séu ástæðulausar, og biðja hlutaðeigendur afsökunar á því, að þær vom birtar. trtgáfunefnd Heimskringlu- steinröðinni fyrir framan mig, þar sem eg sat í sætinu hans- "Já, hvað gerir þú með þetta?” “Það eru nóturnar mínar. Þetta stóra eru heilnóturnar, en litlu blöð- em hálfnóturnar.” “Já, þarna kemurðu með það. Hús- hóndi þinn er organisti, og þú hefir náttúrlega lært af honum allar nót- umar. Spilar þú þá aðeins lög, sem Þú kannt, eða býr þú til ný lög?” “Eg hefi búið til eitt lag.” “Viltu lofa mér að heyra það?” “Eg get það ekki ,það er svo vit- laust." Hann sagði mér frá og sýndi mér sólskríkjuhreiður i vörðunni uppi yfir okkur. Það voru komnir talsvert stórir ungar i hreiðrið og færði hann Þeim oft mjólkurskánar, og hafði hann mikla ánægju af hreiðrinu. — Þessi drengur var fluttyr næsta vor Ina á spítalann á Akureyri og dó hann þar úr tæringu. » * * Er ekki fegurðin móðir kærleik- ans í sálum mannanna? Er það ekki fegurðarhrifningin, sem vekur eða ýt- *r við kærleikanum í brjóstum mann- anna strax á morgni æfidagsins? Er Það ekki fegurðartilfinningin, sem vekur ást' til landsins, þegar sjón- öeildarhringurinn hvilir fylltur i faðmi sólaruppkomunnar eða sólset- nrsins og tignarsvipur fjallanna býr Vfir litskrúði hvammanna og dala- hlíðanna? Er það ekki fegurðin i tönum, fegurðin í bliki stjarnanna, fegurð og dýpt augnanna, og fegurð málsins og hugsananna, sem vekur haerleikann i brjósti mannanna? Og er þá ekki dómgreind mannsins móð- lr fegurðarinnar ? Hún sem kveður á um það til hvers sérstaks manns, hvað honum út af fyrir sig er hríf- andi fegurð. Dómgreindin, æðsti hæfileikinn, skuggsjá fegurðarinnar °S kærleikans, ljósviti sannleikans, dásamlegasta gjöf drottins- Af sam- talinu við gáfaða tólf ára drenginn, ið. mér við að úrskurða svo, að það væri sólskríkjan í vörðunni, tónam- ir í geitnaskófinni, blómin í brekk- unni og á lækjarbökkunum, sem eg reið fram hjá, lognið og fegurðin 1 sjóndeildarhringnum, sem leiddi tárin út í augu drengsins, fremur en leið- indin yfir hjásetunni, í svona fögra og góðu veðri. En drengurinn var fastur sem klettur og fádæma dulur. Er það nú nokkur furða, þó eg líka væri hnípinn eftir að eg skildi við drenginn, vanskilinn, bláfátækan og hjálparlausan ? En var þá ekkert eft- ir honum litið? Aður en ár var liðið, er hann fluttur in ná ljósvegu sann- leikans, kærleikans og fegurðarinn- ar, með ímynd guðs, dómgreindina að eilífu þroskaskilyrði. Eg er nú kannske sekur um útúr- dúra, en enginn segir “flýttu þér”. Eg get hvort sem er ekkert annað gert en að hugsa og prjóna, og skrifa síðan eg lærði á ritvélina, á meðan góðu börnin trúa mér fyrir henni. Nú ætla eg að skreppa frá Gríms- stöðum á Fjöllum í kaupstað austur á Vopnafjörð. — Eg þarf nú víða við að koma, á þar marga kunningja, og verð sjálfsagt lengi á leiðinni. Nú var eg 18 ára gamall og var nýfarið að nota mig sem fulltrúa föður mins þegar hann var eitthvað fatlaður. I þetta skifti var hann vesæll en ekki mátti fresta aðal kaupstaðarferðinni. Duglegasti vinnumaðurinn var send- ur með marga hesta undir áburði, en burðurinn voru ullarbaggar og tólgarbelgir, sem eg átti að leggja inn í búðarreikninginn, og taka svo út úr búðinni nauðsynjavörur og eitthvað dálítið upp með mér af þessum vanda nú allt vel úr hendi farast. Eg fann mikið til þess að ábyrgðin var öll á mér, en mig minnir samt, að eg væri dálítið upp með mér af þessum vanda sem eg þótti fær um að leysa af hendi Erindið var líka margbrotið og spenn andi; eg átti sem sé eitt með öðru að taka unga og fallega stúlku i ferðinni og flytja hana með mér heim í búið. Þegar góð er tið um mán- aðamótin júní og júlí, þá er hestanna vegna miklu betra að vera á ferð á nóttunni en á daginn, hitinn er minni, og hestarnir, sem b/era þunga bagga, svitna mikið minna; jafnvel betra fyrir manninn lika, enda gangast flestir fyrir fegurðinni, sem er miklu meiri á nóttunni í heiðríkum veðr- um, einkum við upprás sólar. Eg átti ekkert að tefjast við lestagang- inn eða áburðarhestana, því eg þurfti svo marga króka að fara í sveitinni i ýmsum erindum til viðskiftamanna Eg lagði af stað að heiman um hátta- tíma og átti yfir Dimmafjaílgarð að sækja. Það er langur, dimmur og draugslegur fjallvegur, hér um bil 60 mílur enskar frá Grímsstöðum og að fyrstu mannabústöðum i Vopnafjarðardölum, og á tveimur þriðju pörtum af þessari leið er ekki stingandi strá að hafa fyrir nokkra skepnu, og þó er eins og þessi fjall- garður sé hálfgerður kunningi minn, svona í endurminningunni. Eg þurfti að fara ofan að innsta bæ, Haugs- stöðum í Vesturárdal, og er það mik- ill krókur á minni leið. Eg kom þar nokkru fyrir fótaferðartíma og sofn- aði um stund úti á túni, vildi ekki gera neitt ónæði; veðrið var líka svo undurgott. Húsbændur og heimilis- fólk á þessum bæ þekkti eg þá ekki neitt. Þangað hafði flutt um vor- ið Björn Halldórsson frá trlfsstöð- um i Loðmundarfirði, og Bjöm hafði eg aðeins séð einu sinni áður, sumar • þ/r stm notiS TIMBUR KA UPIÐ The Empire Sash & Door Co., Ltd. BirgBir: Henry Ave. East Phone: 26 350 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VER© gæði ANÆGJA. Fishermens Supplies Ltd. PRICES REDUCED SPECIAL EXTRA DIS- 1 EINEN—30-3 — 40-3 —»45-3 and 50-3 COTJNT 10% off List. Sea Island Cotton—60-6 and 70-6 in 3ti mest—This netting gave Wonderful results on Lake Winnipeg last Winter—SPECIAL NET CASH PRICE—$2.95 per pound. reductions on Sideline and Seaming Twine- EARGE STOCK IN WINNIPEG hets seamed to order. Write for price list or call and see us. ^ I FISHERMENS SUPPLIES LTD. 132 PRINCESS ST., Cor. WiIIiam and Princess, Winnlpeg. PIIONE 28 071 ið 1874, er hann reið á Þingvöll á- samt mörgum góðum mönnum, og gisti þá hjá föður mínum á Gríms stöðum. Þegar eg sá að það fór að rjúka upp úr eldhússtrompinum, þá færði eg mig heim á hlaðið til þess að vera til taks þegar sá fyrsti kæmi út og kaffið væri orðið heitt. Já, það leið heldur ekki á löngu að hús- bóndinn kom út, og tók höfðinglega á móti mér. Björn hafið kynt sér mik- ið og lesið um aðferð til að lænka menn með köldum vatnsböðum, en eg átti bróðir sem 10 ára gamall, veikt- ist af slagi á þann hátt að hann varð allur afllaus, önnur hliðin, og höfðu margir læknar reynt að bæta honum þetta en gátu ekki, átti nú að reyna vatnsböðin samkvæmt fyrirsögn Björns en það tók langan tíma og mikla fyrirhöfn og ætlaði Björn að láta dóttir sína, Björgu, leysa þetta starf af hendi, og var eg nú kominn til að sækja hana en hún var þá ekki til fyr en eftir viku, svo eg varð að fara svobúinn í það skiftið, og var þá fyrsta erindi mínu þar með löður- mannlega lokið. Björn var skemtilegur heim að sækja, hann var fjörmaður mikill og framgjarn til orða og verka. Hjá honum sá eg það sem eg hafði aldrei fvr séð á bónda heimili, og sá heldur aldrei seinna. Hann leit á úrið hvað tímanum liði, og stökk þá alt í einu frá mér útá hlað og blés í stóran lúður svo undirtók í fjöllunum á báð- a vegu þannig blés hann tvisvar, eða þrisvar, með dálitlu millibili, þeg- ar hann kom aftur inní stofuna til mín, sagðist hann hafa verið að tala við smalann sinn, hann sagðist ekki vilja láta reka ærnar sínar heim fyr en stúlkurnar væra áreiðanlega til að mjólka, og þó það ætti nú æfinlega að vera á sama tíma, þá færi nú oft svo að það væri ekki hægt að fylgja þeim tíma nákvæmlega og það gerði þá heldur ekki mikið til ef æmar væru kyrrar i haganum. Björn vildi tala við mig um trúarbrögð, en hann komst fljótt að þeirri niðurstöðu að eg bæri ekkert skynbragð á þá hluti, svo það féll niður í bróðurlegri sam- kvæmni á báðar hliðar. Eg kyntist þarna i fyrsta skifti börnum Björns og þó mikið meira seinna og urðum við góðir kunningjar þó Dimmifjall- garður væri á mili. Eftir að hafa þeg- ið þarna góðann greiða, lagði eg af stað og kom hvergi við fyr en á Vak- ursstöðum, en það þótti Fjallamönn- um æfinlega skylt að hvíla hesta sína ir frá Grímsstöðum á Fjöllum. Sam- sjálfir allan þann greiða sem þeir gátu á móti tekið. Vakursstaðir var stór jörð og var þar ávalt tvíbýli eft- ir að eg man fyrst eftir mér. Þar hafði til hárrar elli búið alltaf á sama stað sveitarhöfðinginn Jón Jónsson. og kona hans, Elisabet Sigurðardótt- ir frá Grímsstöðum á Fjöllum. Sam- lyndi, sambúð og samvinnu var svo háttað á þessu heimili að það var ekki fyrir gesti pð vita á hverra vegum þeir voru þegar þar var heim komið: því þó maður væri boðinn á þessu búinu þá var altaf boðið líka inn á hitt búið áður en yfirlauk, og var þá allt á bátinn borið, þegar að heiman var haldið. Annarsvegar á jörðinni bjó Guðrún dóttir gömlu hjónanna og maður hennar, Hallgrímur Sigurðs- son, hinsvegar mun hafa verið félags- bú með gömlu hjónunum og börnum þeirra ógiftum heima. Gamli Jón á Vakursstöðum, einsog hann var oft- ast kallaður, var fornhetjulegur uppá að sjá og eftir að lita, hann bar með sér alvöruþunga í yfirbragði, svo það sýndist sem engin gleðiblær kæmist fyrir á andlitinu á honum, rúnir lífs- reynslunnar skipuðu þar öll sæti, en gleðibragð Jóns mun hafa orðið flest- um uppbyggilegt, sem nutu þess, því allur likaminn lét það i ljósi með aðdáanlegum innileik, og mér er það ógleymanlegt þegar eg sá Jón gleðj- ast yfir einhverju, hvað viðmótið varð þá vinsamlegt og aðlaðandi. Sagan sem eg nú segi, lýsir dálitið Jóni á Vakursstöðum. Það var kom- ið fram á útmáuði, veturinn hafði verið mjög harður, lengsta jarðbann yfir allt, og frost mikil, margir bænd- ur í Vopnafirði voru orðnir heylitlir og sumir heylausir, en þegar svo var liðið á vetur þá þótti jafnan sjálfsagt að þeir sem byrgastir voru af heyj- um lánuðu hey alt sem álitið var að þeir mættu missa frá sínum skepn- um til þess að fyrirbyggja fellir hjá nokkrum mqpni, sem æfinlega hafði svo skaðleg áhrif á alla sveitina fyrir eftirkomandi tima. Jón á Vakurs- stöðum var hreppstjóri í sveitinni og komu menn auðvitað til hans, þeir sem bágast áttu til að bera upp bág- indi sín. Hann var jafnan með þeim heybyrgustu í sveitinni og dróg ekki heldur af sér að hjálpa á meðan hann gat, en svo kom að hann mátti ekki missa meira. Oddur hét bóndi, ríkur karl í Krossavik og hafði hann mikið meiri hey en hann mundi þurfa að halda á þenna vetur en allir fóra bónleiðir frá honum, en neyðin herti hinsvegar að. Þá heimsókti Jón Odd í Krossvík og skoraði á hann að láta afhenda hey til hinna bágstöddu manna eins mikið og hann mátti missa frá sínum eigin skepnum. En Oddur neitaði, sagðist sjálfur hafa að Þ<5 eg telji svo til eða greini svo aflað sinna heyja og að öllu leyti frá allar Þær endurminningar, er eg ráða yfir þeim. “Þá tel eg þínar &et hér um> grerist í einni kaupstað- skepnur og legg þeim til eins mikið fóður og mér þykir sanngjamt, af þinu eigin heyi, og tek svo afganginn hvað sem þú segir.” Næsta dag kom Jón með marga menn og hesta og sleða og tók hey og útbýtti því eins- og honum best líkaði. Var þá Oddur reiður en gat ekki að gjört. Fór svo um hríð þangað til Jón hafði tekið allt sem hann áleit að Oddur mætti missa. A þann hátt bjargaði Jón öll- um skepnum í Vopnafirði frá hung- ursdauða, en auðvitað voru þeir marg- ir fleiri viljugir sem liðsinni sitt léðu til þessar mála. Næsta sumar stóð Jón á sömu tóttarveggjunum i Kross- avík og sá um að kastað var jafn- miklu og góðu heyi í heyrúmin sem hann tók úr um veturinn, þá lá vel á Oddi og kom hann þá með brennivíns- flösku og vildi gefa Jóni og þeim öðrufn er þar voru að verki, tók þá Jón honum vel og smakkaði á flösk- unni hjá honum en sagði honum þó hreinskilningslega hvað mikið minni ánægja hans væri nú í raun og vera á þessum tíma af þvi hann hefði tekið sér svo illa i vetur og að það vær: þvi ekki hans dyggð að þakka þó menn hefðu flotið stórslysalaust út- úr stríðinu. Vanalega átti hver sveit einhvern þann afreksmann sem bar af öllum hinum og lengi er í minnum hafður. Þegar gömlu hjónin, Jón og Elisa- bet, áttu 50 ára hjónabandsafmæli. þá sendu Fjallamenn þeim 120 krón- ur í peningum og skriflegt ávarp blessunar óskir og þakklæti fyrir all- gott á mörgum liðnum árum, ávarp þetta endaði með þessu versi sem mig minnir að væri tekið uppúr Jónasar Halgrímssonar kvæðabók. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst oss ávalt, því mun vandhæfi slíkan að finna. Veiti hamingjan þér það sem hugs- um nú vér, góði hugljúfinn bræðranna þinna. Mér er ávarp þetta minnisstætt, af þeirri ástæðu að eg var látinn skrifa það, og þó einkum vegna þess hvað mikill bróðurhugur lýsti sér í því. Faðir minn sendi vinnumann sinn og frænda okkar, Arna Axford, sem dó hér í Winnipeg næstliðið vor, með þetta skjal og peningana austur í Vakursstaði þann dag sem gullbrúð- kahpið stóð- Þar var þá samankom- inn fjöldi af mönnum. Þegar Arni hafði afhent þessa sendingu og ávarp- ið hafði verið upplesið af þar til kjörnum manni í heyrandi hljóði, þá gekk öldungurinn fram með borðinu og lýsti því yfir að hann gæfi þess- ar 100 krónur til barnaskólabygging- ar á Vopnafirði, en það stórræði hafði ekki heyrst áður. Var með þessu alveg ákveðið, að stofna skólann og hafa hann á Vopnafirði. Elzti maðurinn í sveitinni hafði fyrstur komið auga á framtíðar nauðsynjamálið, eða að minnsta kosti varð fyrstur til að gefa því byr í orði og verki, og það var Jóni á Vakursstöðum líkast. Áður en eg fór frá Vakursstöðum, var vinnumaður foreldra minna, lesta- maðurinn, kominn í Vakursstaða nesið og búinn að taka baggana ofan af hestunum til að hvíla þá. Yfir allt land, að svo miklu leyti sem eg þekti til, var það kölluð lest, þar sem margir hestar fóru saman undir á- burði og sá lestarmaður, er sá um hestana og farangurinn allan. Enginn skyldi ímynda sér að þetta hafi verið auðvelt starf. Það krafði mikillar karlmennsku að láta marga 100 punda bagga upp á klakk svona í rennu og nú voru þó baggarnir allt- af þyngri en það. Á Norðurlandi var almennur siður að láta 100 pund af arferð, þá þarf það ekki endilega svo að vera, því að ferð minni rifjast það margt upp, sem gerst hefur áður og seinna á mínum og annars ferð- um um þessar stöðvar, og sem eg endurminnist þegar nú hug minn kem heim á bæina og eg sé í anda gömlu andlitin og atburðimir löngu liðnir styggjast á fætur. Frh. UM VÍÐA VERÖLD. (Frh. frá 1. síðu). og voru 25,500 þeirra frjáls eign eða tekin á erfðafestu. Helming nýbýl- anna fengu hermenn úr frelsisstríð- inu. Þetta sýnir einhverjar hinar harð- vítugustu aðfarir í búnaðarbylting- unni og svipaðar vora aðfarirnar í Lettlandi. Þar var það sett í lög ár- ið 1920, að hver bóndi ætti rétt til jarðnæðis, en ríkið skyldugt til að láta það í té. En nýbýlin voru fengin með skiftingu stóreignanna, og á fyrstu sjö árunum eftir lagasetning- una voru stofnuð 56 þúsund nýbýli 10—20 ha. hvert, og er nú þriðjung- ur lettneskra bænda nýbýlabændur, en fornu stórbændumir, er vora sviftir jörðum sinum endurgjaldslaust una hið versta hag sínum. I Lithauen var farið miklu vægara í sakirnar. Þar voru að vísu stofn- uð 50 þúsund nýbýli fram að árinu 1928, en þau voru að mestu stofnuð með skiftingu á ríkissjóðsjörðum, lénum og klaustraeignum, en einka- eignum þyrmt sem mest að auðið var, en greitt fyrir þær fult gjald, þegar þær voru teknar. Áður en eignanámið hófst, voru f landinu 3200 stórjarðir (yfir 80 ha ), samtals 775 þúsund hektarar, og af þvi voru (til 1918) teknir eignamámi 430 þús. ha. Þær jarðir, sem minni eru en 150 ha., má ekki skerða, nýtt há- mark, en var áður 80 ha. I 'i jeKKOslóvakíu var mikið af jörð um einnig í höndum stóreignamanna, en með lögum frá 2(5. apríl 1919 var ákveðið að taka mætti eignarnámi það af slíkum jörðum, sem umfram væri 150 ha. og 100 ha. skógar. Fyr- ir eignarnámsjarðirnar átti að nafn- inu til að greiða fullt jarðaverð, en í framkvæmdinni fór því fjarri, þv': að gjaldið var miðað við matsverö Hér er iækning við kviðsliti Heimalækning sem allir geta notað við kviðsliti, slæma sem væga kostar ekkert að reyna það Það mun færa þúsundum manna af veiki þe3sari þjázt huggun, að vita til þess, að þeir geta sér að kostnaður lausu orðið aðnjótandi þeirrar lækn- ingar, er gerði Kaftein Collings heil- an heilsu af kviðsliti er hann hafði á tveim stöðum og lá rúmfastur í árum saman. Alt sem gera þarf til þess er að senda nafn yður og addressu til Capt. W NC. Collins, Inc., Box 98-K Water- town N. Y. Það kostar ekki cent, en getur þó verið ómetanlega mikila virði. Hundruðir hafa nú þegar skýrt oss frá að þeir hafi með þessu lækn- að sig með þessari fríu reynslu. Skrifið oss NtJ um leið þér leggið blaðið frá yður. fyrir stríð. Nýbýlin, sem stofnuð hafa verið í Tjekkóslóvakíu, eru til jafnaðar 13 ha., og 1928 var miklu af nýbýlalandinu enn óráðstafað, en því sem ráðstafað hafði verið, var að mestu ráðstafað til Tjekka, eða 98 prósent, og var eignarnámið þvi einn liður í viðleitni Tjekka til þess að hnekkja áhrifum Þjóðverja í land- inu. I Rúmeníu höfðu lengi verið viðsjár út af búnaðarmálum, því að í sumum landshlutum var jarðeignum afar misskift, og 1907 varð bylting út af þeim málum. 1918—20 var sett ný löggjöf um jarðeignir, og samkvæmt þeim mátti skifta upp öllum ríkis- sjóðsjörðum, og þeim einstakra manna jörðum, sem voru stærri en 100—250 ha-, eftir frjósemi. I árs- byrjun 1927 hafði þannig verið skift (Framh. á 8. síðu* *THEBEST* IN RADIO Vicéor.Majesifc. General Electric. Sílvei' - Marshall. j E.NiEsiBiinnr ilto. Sarqent at SKerbrook , LOWEST TERMS IN CANADA I I B0KABÚÐ ARNLJÓTS B. OLSON’S, Gimli, Man. fást meðal annara þessar bækur: Eimreiðin þessa árs, og eldri árg., hver ..........................$ 2.50' Vaka, þrir árgangar, hver .............................-........... 2.50 Réttur eldri árg. hver $1.00), þessa árs .......................... 1.50 Iðunn, fyrsti til ellefti árgangur ................................ 10.00 Fróði, þrír árgangar .............................................. 3.00 Morgunn, elefti árgangur og eldri árgangar, hver ................. 2 60 Annáll 19. aldar, 1. og 2. bindi (bæði) ........................... 5.00 Blanda, 1. og 2. bindi, bæði ..........................,........... 8.00 Þjóðvinafélagsbækurnar 1930 og eldri árgangar) .................... 2.50 Jón Sigurðsson (æfisaga), 1. og 2. bindi, hvert ................. 1.80 Þjóðvinafélagsalmanakið 1931, og eldri, hvert .................... 0.50 Mannfræði, R. R. Marrett .......................................... 0.65 Germania, Tacitus ................................................ 0.50 Siðfræði, 1. og 2. hefti, próf. A. H. B............................ 2.75 Auðfræði, í gylltu bandi, séra Arnljótur ólafsson ................. 1.50 Sturlunga, 1. til 4. hefti, öll ................................... 3.50 Huld, 1. til 6. hefti, öll .......................................- 375 Ritreglur Valdimars Asmundssonar .................................. 0.50 Æfisaga Sigurðar Ingjaldssonar, 1. og 2. bindi .................... 2.00 Æfisaga Jesú frá Nazaret .......................................... 1-00 Bútar úr ættarsögu tslendinga, Steinn Dofri ....................... 0.50 Hnausaförin, Dr. J- P. P.....................................—- 1-00 Kappræða um andatrú milli A. C. Doyle og Joseph McCabe ............ 0.25 Er andatrúin byggð á svikum?, próf. J. McCabe ..................... 1.25 Skýring málfræðislegra hugmynda, H. Kr. Friðriksson ............... 0-50 Menntunarástandið á tslandi, Gestur Pálsson ....................... 0.35 Verði ljós, séra Ól. ólafsson ........................................25 trtskýring á opinberun Jóhannesar, J. Espólín ...........'......... .75 Mannlífsmyndir, G. Árnason .......................................... 40 Vigsluneitun biskupsins ........................................1.00 Nýkirkjumaðurinn, Ari Eiglsson .......................................75 Fjórir fyrirléstrar, Björnstjerne Björnson ...i.......................40 Heimspeki eymdarinnar, Þorb. Þórðarson ...............................20 “>róun jafnaðarstefnunnar, Fr. Engels ................................50 • kornmatj poka og smeygja svo áyarpiði Fr. Engels .....................................35 Höfuðþvinurinn, Dan Griffiths, ..................-....................35 Aumastar allra, Ólavía Jóhannsdóttir .................................50 Lífsstraumar .........................................................25 Draumaráðningar, stórmerkar ..........................................25 Um áhrif plánetanna á mannlegt eðli ................................ 25. Lljóðmæli: Ritsafn Gests Pálssonar, (heildarsafn) ......................... 3.5D Þyrnar, Þorst. Erlingsson, skrautútg. $6.00, í bandi $4.00, óbundnir .... 2.00 Bólu-Hjálmars kvæði, í góðu bandi, 1. og 2. bindi ................. 6.00 Kvæði, og um skáldskap og fagrar listir, B. Gr..................... 2.00 Þögul leiftur, Jón Runólfsson ....................................r- 2 00 Lykkjuföll, H. E. Magnússon ...........................................75 Vestan hafs, Kr. Stefánsson ....................................— -60 180 öfugmælavisur .....................................................30 Huliðsheimar, i bandi, Árni Garborg ..............................- 1.00 Bragasvar og mansöngur, Jón Eldon ....................................25 Söngvar Jafnaðarmanna ................................................15 Ljóðaþættir, Þ. Þ. Þ......................-.............. -75 Sögur: Húsið við Norðurá, íslenzk leynilögreglusaga ...................... 1.00 Valið, Snær Snæland ................................................. 50 Kvenfrelsiskonur, St. Daníelsson ......................................25 Sigur að. lokum.................................................... •’* 15 Tómas Reinhagen ................................................... 25 Kristinn Blokk .................................................... -*5 Vagnstjórinn ........................-.............T...................50 Bartek sigurvegari, H- Sienkiewics .............................. -30 urtopp ofan í kornið, en hann vigtaði frá 12-14 pund og var pokinn sjálf- ur og reipið svo sjaldnast mun hafa vantað mikið á að klifin eða bagginn væri 120 pund, og að taka þann þunga upp á brjóstin á sér mörgum sinn- um á hálfum klukkutímá, það var karlmannsraun, og líka ein af upp- eldis aðferðunum forníslenzku. En það var fleira sem lestamaðurinn hafði um að annast en að lyfta bögg- unum. Allstaðar þurfti hann að hafa augun. Hann þurfti að sjá það strax á tilburðum og látbragði hestsins ef hann fann til, svo liklegt væri að hann væri að meiðast, það hafði fyrir hit- ann og sviðann á hestinum, dregist saman bakleppur í garð á annari- hvorri síðu hestsins, þetta þurfti að laga strax annars hljóp upp kúla á síðunni og seinna gróf i henni og hest- urinn var frá verkum kannske allt sumarið. Það þurfti líka að gæta að því að ekki færu göt á þoka svo ekki væri gert að því strax, annars lá inni- haldið á götunni og aftur varð að kaupa i pokann. Lika gátu reipi slitn- uð, sem betra var að sjá strax. Lest- maður varð að vera athugull einsog líflæknir ef allt átti vel að fara. Nátt- úran kennir honum úti á viðvangi, líka trúámenskuna. Naumast þarf eg að taka það fram, Prédikanir séra Páls Sigurðssonar, í bandi ........................... 2.00 Páll Postuli, próf. Magnús Jónsson ................................... 2.50 Árin og eilífðin, I. og II. bindi, hvert ............................. 3.75 Prédikanir sjö orðanna, J. Vídalín ................................... l.Ofó- Fylgdarorð: 1. Peningar fylgi pöntun. 2. Þeir sem era líklegir til að kaupa úr þessum lista, ættu að halda hoo- um vísum. > 3. Mælast vil eg til þess, að allir, er nú skulda mér fyrir bækur, vildu gera ^vo vel og greiða mér þær hið fyrsta, því tími er til kominn að eg væri húinn að gera reikningsskil þeirra, sem eg vinn fyrir. Lifi allir vel, — sem geta. ARNLJÖTUR B. OLSON

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.