Heimskringla - 17.12.1930, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.12.1930, Blaðsíða 1
\ XLV. ARGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 17. DESEMBER 1930. NtrMER 12 ■P é>tjacnan t gluötrí Ennþá einu sinni líður að jól- um. Ennþá. lesum vér söguna um fæðingu jólabarnsins og æfintýri hirðingjanna úti á Betlehemsvöllum. Ennþá heyr- um vér óminn af söng engl- anna, sem komu niður á jörð- ina og sungu um dýrð guðs í upphæðum og frið á jörðu. Það er á hverju. ári, þegar skammdegið er sem svartast og niyrkrið mest, sem jóla- stjarnan rennur upp, eigi aðeins á himninum, heldur einnig í hugum mannanna. Hun tindr- ar þarna, svo blikandi hvít í næturmyrkrinu, þessi stjarna, sem eitt sinn vísaði vitringun- um leið, stjafna sannleikans og kærleikans. Á hverju ári, þeg- ar hljómurinn heyrist á ný af söng friðarengilsins, koma menn auga á stjörnuna og hún töfrar liugina og heillar, svo að menn taka að horfa löngunar- fullum augum í draumleiðslu langt út í fjarskann, þangað sem stjarnan ljómar í öllum sín- um mætti og yndisleik. En mönnum sýnist stjarnan æfinlega svo langt í burtu, að þeir eru vonlausir um að kom- ast jxokkurntíma alla lejð þang- að, sem hún er, enda þótt þeir tækju sig upp - og legðu af stað. Þeir eru líka flestir svo önnum kafnir, að þeir mega ekki vera að því. Þeir nema aðeins staðar sem snöggvast og horfa á þessa stjörnu, sem skín þarna svo fögur í sínum ein- mana friði. En meðan þeir staðnæmast og horfa á stjörnuna, myndast ofurlítið endurskin þessarar stjörnu í þfeirra eigin augum,- og af því leggur óvenjulegan bjarma inn í sálirnar, sem hlýj- ar þær upp, svo að mennirnir verða ofurlítið vingjarnlegri hver við annan, handtakið verð- ur ósjálfrátt ofurlítið innilegra og beyzkjan dvín sem snöggv- ast úr huganum og menn bjóða hver öðrum gleðileg jól, eins og bræður og systur. / Þetta er vaidið, sem jólaæf- intýrið hefir ennþá yfir oss, jafn vel þótt vér horfum á stjörnuna úr mikilli fjarlægð, og heyrum ekki nema óminn af söng friðar- engilsins. 1 jólaæfintýrinu er sagt frá því, að hirðingjarnir, sem fyrst- ir heyröu þenna söng og fyrst- ir sáu stjörnuna himnesku, hafi gert ferð sína í skyndi og hald- ið rakleiSis til Betlehem, til þess að sjá með eigin augum þann at- burð sem orðinn var. Enda þótt þeir væru ekki nema óupp- lýstir og fákunnandi fjárhirð- ar, þá fóru þeir þó undireins af stað, þegar þeim var sagt um barnið, sem fæðst hefði, og ætti að verða frelsari mannkyns ins; barnið, sem fætt var und- ir stjörnu sannleikans og kær- leikans. Og slíkt hið sama gerðu vitringarnir, sem sagt er að hafi lesið þenna atburð af djúpvizku sinni í logarúnum himins. Einnig þeir lögðu af stað til að hylla hinn nýfædda konung og færa honum gjafir. Við vöggu hans mættust háir ★ GLEÐILEG JOL^ Blikar þín Betlehems stjarna! Þegar jólin nálgast með hátignar hljóm og heyrum vér englanna dýTðar-róm, þá gróa í hjörtunum guðleg blóm, við erfiði skammdegis-anna. Við friðarins helgu himnavé á Horeb í anda eg fety á kné. Þá finnst mér að heimurinn hlýni' og ’ann heimkynni allra manna. Þér, fæðingarhátíð frelsarans, fagna nú þjóðir sérhvers lands. Og blessa með lotning lífsstarf hans, meistarans mesta í tfeimi. Hjá honum hver aumur átti skjól, liann unni’ hinni miklu friðarsól. Og sjálfur liann blessuð börnin fól guði í alheimsgeimi. Þú barnanna hátíð, blessuð jól, með birtu frá hlýrri vetrarsól, og friðarins boðskap frá pól að pól á öllunr talandi tungum. Þú hitar upp öreigans hús og torg, sem hallir auðinanna’ í hverri borg, sé og mýkir hverja eina’ sára sorg bæði hjá öldnum og ungum. Eg hugsa til landsins í legi blám, með leiftur stjarna yfir tindum hám, og huldumál í hraunum og gjám, letrað í ljóðum og sögum. Með ársólar blik á álfaklett og urriðavötnin spegilslétt, og minning í hverjum hóli og blett frá bernskunnar broshýru dögum. Þú gafst mér, móðir, öll gæði þín, eg gef þér nú jólaljóðin mín. Eg veit að æ heitast hjá þér skín sól þinna blessuðu barna. Því fallin eru nú hörgar og hof, og herskörum guðs þú syngur lof. í gegnum skammdegis skýjarof blikar þín Betlehems stjarna. C. Stefánsson. og lágir og vegsömuðu guð fyrir allt, sem þeir höfðu séð og heyrt. Jól vor eru gleðihátíð, ljóshá- tíð og friðarhátíð. En hversu bjöít sem jólaljós vor eru, sigrar þó skammdegismyrkrið þau von bráðar. Og hversu mikil sem gleði vor er yfir jólin, ber þó vetrarkuldinn hana ofurliði áð- ur en varir, og jólafriðurinn dvín ar og hverfur á sama hátt, und- Hversu yndisleg yrðu jólin vor á meðal, ef vér gætum einnig farið og horft inn í &ugu jóla- barnsins sjálfs! En vér getum það ekki, nema vér höfum fyllt vora eigin sál friðinum mikla, sem er æðri öll um skilningi, sem heimurinn getur hvorki veitt né tekið á burt. Meðan sál vor er full af bar- Vaðmálsfötin (Jólasaga.) Eftir Bergþór Emil Johnson. Árni Lárusson stóð upp frá skrifborði sínu og varp mæði- lega öndinni. Þetta var rétt fyrir jólin, og í fyrsta skifti síð- an.hann kom til þessa lands, er ireins og jólastjarnan hverfur áttu og haturshug og áhyggj- voru sex ár, fanst^Árna tómleiki fltrgtta hendi. hafði að sumu leyti hjálpað hon um í fyrirtækjum hans, og þess vegna hafði hann liðið félags- skap við sumt af þessu hátt- standandi fólki í .samkvæmis- lífinu. Meðal íslendinga var hann lítið þekktur, og aðeins undir nafninu Árni Lárusson, en nú síðan hann varð forseti stórfé- lags þess, er hann átti mestan hlutann í, þá hafði hann breytt nafni sínu í Arthur Lawrence, því að það var hægara fyrir enskinn. Máske af því að jólin voru svo nálæg, kom svo margt í huga hans, sem undir vanalegum kringumstæ^um hefði verið svæft með augnabliks áherzlu viljakraftarins, en það kom þrungið af hugtökum endur- minninganna. Allt rifjaðist upp í huga hans, vinir og vanda- menn; æskudraumar hans og vonir, og heimilið, sem hann fór frá. Hvað hafði hann áunn- ið í lífinu? Hvað hafði hann gert svo hægt væri að kalla hann nýtan eða góðan mann? Að vísu hafði hann náð tak- markinu að verða efnalega sjálf stæður, en á tímabilinu hafði hann svæft allar sínar beztu til- finningar. Hann átti engan, er hann gat virkilega kallað vin sinn; og er hann horfðist í augu við bláberan sannleikann, þá hafði líf hans undanfarin ár ver- ið nokkurskonar blekkingarleik- ur við sjálfan hann og aðra. Árni gekk áleiðis heim til sín í þungum þönkum. Hann var boðinn um kvöklið...ti! einnar. heldri fjölskyldu borgarinnar, en hann hafði enga löngun til að fara. Allt í einu var eins og hon- um dytti eitthvað í hug. Hann greikkaði sporið, og að stundar- korni liðnu var hann kominn inn í hina ríkmannelgu stofu á gisti- húsinu, þar sem hann bjó. Hann gekk rakleitt að klæðaskápnum í svefnherbergi sínu, og eftir stutta leit kom hann með nokk - uð slitin vaðmálsföt frá íslandi. Árni skifti um föt í snatri, og í stað þess að ganga ofan í borð- salinn til kvöldverðar, þá hrað- aði hann ferð sinni til vestur- borgarinnar og eftir stutta göngu á Sargent götu var hann kominn að Wevel matsöluhúsi, þar sem margir lslendingar komu á kvöldin til að tala við kunningja sína yfir kaffibollan- » \ um. Árni litaðist um litla stund, en sá engan sem hann þekkti. Allt í einu kom inn maður, er honum fanryst kunnugleika- merki á. Á meðan Árni var að átta sig, kom þessi maður í áttina til hans með bros á vörunum og oss sýn á ný. En allt þetta verður af þvf, að vér höfum ekki farið að eins og fjárhirð- arnir og vitringarnir. Vér höf- um eigi látið stjörnuna vísa oss veg að vöggu hins nýfædda sannleikskonungs. Vér höfum ekki sannfærst um að hann eigi eftir að verða frelsari heimsins. Af því að fjárhirðarnir létu það ekki undir höfuð leggjast að fara og sjá jólabarnið, þá slokknuðu aldrei jólaljós þeirra, og gleði þeirra entist þeim til vegsömunar gi^ði og lofsöngva, og friðurinn, sem englarnir sungu inn í sálir þeirra, dó aldrei í sálinni, af því að þeir höfðu horft inn í augu jóla- barnsins sjálfs! um eða ótta, eða óhreinum hvötum, þá þolum vér ekki að horfa í barnsaugun þau, sem birta sannleikans og kærleik- ans skín úr. Þessvegna þurfum vér á allri hinni löngu þroskaleið vorri til Betlehem, smám saman að losa oss við óttann og hatrið og allt hið illa innræti, sem skapar oss kinnroðann fyrir því að horfast í augu við hinn ný- fædda fr^ðarhöfðingja og sann- leikskonung, svo að vér meg- um einnig þar, eins og hjarð- mennirnir forðum daga, öðlast friðinn og gleðina, sem engan enda tekur, og það jólaljós, er ekkert myrkur fær unnið sig- ur á. B. K. og einvera gagntaka sig. Hann hafði komið frá íslandi með því staðfasta takmarki, að verða ríkur í hinu nýja landi, og það á sem styztum toíma. Og nú hajfði hann náð takmarkinu; en hann hafði lagt sig allan við því ein- göngu, og ef til vill hafði hann lagt of mikið í sölurnar. Hann átti enga verulega góða vini; hann gaf sig lítið við öðru fólki og fór sinn beina veg einn. Nú síðustu tvö árin hafði hann tek'-' ið nokkurn þátt í samkvæmislífi Winnipegborgar, en það var að- eins af þvf að hann var orðinn efnaður og það var sózt eftir honum fyrir þá sök. Þetta var algerlega meðal enskumælandi fólks í Winnipeg, sem hann hafði átt þessum heimboðum og eftirsókn að fagna. Það “Sæll og blessaður, gamli vinur. Manstu ekki eftir mér. Gunnafi Sveinssyni. Þú hefir ekkert breyzt. En hvað ertu að gera í íslenzkum vaðmáls- fötum?” Á meðan Gunanr lét dæluna ganga, gat Árni áttað sig fljót- lega. Gunnar og hann höfðu gengið saman á skóla einn vet- ur á íslandi, og höfðu svo síðar verið á sama skipinu sem flutti þá til Ameríku. Gunnar hafði breyzt mikið og virtist Árna sem hann hafa átt mörgu misjöfnu að mæta síðan þeir komu vest- ur. “Þú hefir breyzt mikið síðan við vorum saman,’’ sagði Árni, “en það gleður mig að mæta (Frh. á 5. U».)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.