Heimskringla - 31.12.1930, Qupperneq 1
DYERS & CLEANERS, LTD.
SPECIAL,
Men’8 Suits Dry
Cleaned & Pressed ^ I ■ U U
(Cash and Carry Price)
Delivered, $1.25
Buttons Tightened, Replaced
and all Minor Reparirs Free
DYERS & CLEANERS, LTD.
SPECIAL
Eadies’ Plain Silk fl*Í rtft
Dresses Dry Cleaned^ I «wU
& Finished
(Cash and Carry PriceJ
Delivered, $1.25
Minor Repairs Free
XLV. ÁRGANGTJR.
WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 31. DESEMBER, 1930.
NOMER 14
Brot úr ferðasögu
Eftir Guðm.
Arnason.
Frh.
Ymsir hér vestra hafa haldið, að
Vestur-Islendingum væri sett hátt
verð fyrir greiða, þegar þeir eru á
ferðalagi heima. Eg skal geta þess,
að fyrir hestlán í sjö daga og þriggja
nótta gistingu voru mér settar 25
krónur, eða 5 dollarar og 66 cents.
Mér er óskiljanlegt, að þetta fengist
nokkursstaðar fyrir lægra verð. Ann-
ars var borgun fyrir næturgreiða
ekki þegin nema á regulegum gisti-
stöðum.
Eg var svo heppinn að ná i bíl, sem
fór til Reykjavíkur yfir Kaldadal.
Bíllinn var að norðan, þrettán manna
fólksflutningsbíll alveg nýr. Farþeg-
arnir voru fimm; tvær norðlenzkar
frúr, ungfrú, maður norðan úr Húna-
vatnssýslu, sem var að fara suður i
ölfús, til þess að sækja laxaseiði, og
eg. Það var lagt af stað frá Svigna-
skarði kl. 2 e. h. og ekið sem leið lá
fram að Húsafelli í Hvitársíðu. Þar
var kaffi drukkið og síðan var haldið
á fjallveginn. Mig brestur orð til
þess að lýsa þeim hristingi ,sem við
urðum að þola. Bílstjórinn lét okkur
fjögur sitja í sama sæti, líklega til
þess að við skorðuðum hvert annað;
ungfrúna hafði hann við hliðina á
sjálfum sér, eins og gefur að skilja.
En þótt við vorum svo samanklemd
áð við gætum ekki hreyft okkur, þeg
ar bíliinn stóð, hristustum við eins
°g baunir í glerharðri skjóðu, þegar
hann var kominn af stað. Yfir
hæðir og hryggi, niður í djúp gil, ut-
nn í snarbröttum gljúfraveggjum og
yfir óteljandi lækjarsprænur — allt
l>etta þrammaði bíllinn, alltaf i “low”
°g það brakaði og hrikkti í honum
ölhim, eins og hann væri að detta í
sundur, líkt og vagn djáknans í “The
Wonderful One-Hoss Shay” eftir
Oliver Wendell Homes. Þegar komið
var upp úr giljunum, tók við Skúla-'
skeið, og er það lítið betri yfirferð-
ar en einkennilegt mjög. Uppi i
dalnum sjálfum eru siéttir melar, er
Wllinn rann mjög þægilega eftir, en
strax og komið var suður af honum,
tók aftur við versti vegur, sem hélst
Þangað til komið var niður undir
Þingvelli. Frá Þingvöllum til
Reykjavikur sátum við svo skorðuð
eins og sardinur í dós. Það var gott
að komast í rúmið eftir það 7 klukku
stunda ferðalag.
En hvað sem óþægindunum líður
niargborgaði það sig að fara Kalda-
^al. “Að fjallabaki er fjallsýn frá
bær, glatt þegar sólin skín,” segir
Grímur Thomsen. Að vísu skein sól-
•n ekki glatt þenna dag; það var
Þykkt í lofti og þoka á fjöllum. Samt
sást bungan á Eiriksjökli, sem er
jöfn, eins og hún hefði verið dregin
með sirkli, og langa lengi sást Lang-
jökull á vinstri hönd; Okið sáum við
ekki. Hrikalegar berggnýpur og
stórar snjófannir eru svo að segja
á báðar hendur, en hvergi sést sting
andi strá. Jafnvel rétt við veginn
eru fa.nnir um hásumarið. Geta má
nærri, hvemig muni vera þar um
(Framh. á 4. síðu)
NEÐANSJAVARSIGLING-
AR FRA CHURCHILL
Hinn nafnkunni Norðuríshafskönn
uður, gir George Herbert Wilkins,
hefir látið þá skoðun í ijós, að helzta
°S líklegasta úrlausnin um reglu
bundnar siglingar frá Fort Churchill
til Evrópu, mundi verða með neðan
sjávarbátum. Snýst nú hugur hans
um lítið annað en kafbáta, enda hef-
ir hann mikinn undirbúning með að
sigla undir heimskautaísnum frá
Svalbarða til Alaska á neðansjávar-
bátnum Nautilius, sem er 170 fet á
lengd. 1 ræðu, sem hann hélt um
Þessa tilvonandi ferð sina, stakk
þúsund tonna neðarsjávarskip til að
annast hveitiflutninga frá Ft. Church-
ill gegnum Hudsonsflóann til hafna í
Evrópu. Hafa þriggja ára rannsókn-
ir þar nyrðra leitt það í ljós, að sigl-
ing þaðan muni vera talsverðum tor-
merkjum bundin sökum rekísa, og
þess vegna hefir Wilkins dottið i hug
þessi lausn málsins. Hið eina, sem
honum virðist enn mæla á móti því,
að hægt sé að koma ferðum þessum
á hið bráðasta, er það, að enn hafa
engir stórir neðansjávarbátar verið
smíðaðir, og þvi engin reynsla kom-
in á um það, hvort takast mætti að
byggja flutningaskip á þann hátt
með góðum árangri.
Norski vísindamaðurinn H. U.
Sverdrup, sem verður Sir Wilkins
samferða á ferð hans gegnum heim-
skautahöfin, hefir einnig tröllatrú á
neðansjávarbátum til slíkra ferða-
laga. Segir hann, að jafnvel áður
tekist hefði að byggja nothæfa
neðansjávarbáta, þá hefði Nansen
bent á að ekki væri það ólíklegt, að
slík skip yrðu í framtíðinni notuð til
heimskautaferða. Ennfremur skýrir
prófessor Sverdrup frá ýmsum út-
búnaði þeirra félaga á’ báti sínum.
A að byggja á bátinn einskonar út-
sýnisglugga, þar sem varpa má út
kastljósi, og ber birtu þess 20—30
metra í burtu. Ennfremur getur
ljósið hjálpað til að finna auðar vak-
Bergmálslóðið, sem sjómenn nota
mikið, kemur einnig að góðum not-
um á neðansjávarbát. I siglum er á-
hald ' þetta notað til að mæla dýpt
sjónum, en á sama hátt má einnig
nota það til að mæla hæðina undir
ísinn. Gefi það ekkert bergmál, bend-
ir það til að báturinn er í auðum sjó,
eða að fjarlægðin er óendanleg.
Ef loftskortur verður í bátnum, þá
hefir hann ísbora, sem borað geta gat
á ísinn hvenær sem er. Geta þeir
gert svo stóra vök, að báturinn rúm-
ist í henni. Hyggur Sverdrup að
kafbátaferðalög um norðurhöfin séu
ekki aðeins gerleg, heldur einnig
þægilegri og hættuminni en nokkur
önnur ferðalög þar mundu verða. —
Telur hann að árangurinn af þessum
leiðangri Wilkins, sem nú er fyrir
höndum, muni skera úr um það,
hvaða framtíð slíkar siglingar kunni
að eiga, og eins hvort mönnum muni
sýnast tiltækilegt að hefja slikar
siglingar á næstunni frá Ft. Chruch-
ill eða ekki.
Sir Herbert Wilkins býst við að
geta lagt af stað í ferð sína til
norðurheimskautsins í aprílmánuði
næstkomandi. Verður Jean Jules
Verne, sonarsonur Jules Verne, þess
er kafbátssöguna ritaði áður en nokk
ur kafbátur var gerður, viðstaddur
þegar Nautilius hleypur af stokkun-
um. Þannig rætast skáldadraumarn-
ir.
HÖRMFLEGAR SLYSFARIR.
Togarinn Apríl ferst við Islands-
strendur með 20 manns.
Lausafregnir, sem boýst hafa hing
að vestur, herma að togarinn Apríl
hafi farist við strendur Islands, um
siðastliðin mánaðamót, með 19
manna skipshöfn og einum farþega.
Greinilegar fregnir um þetta eru
enn ekki komnar. Vita menn það
með nokkurri vissu, að sunnudags-
kvöldið þann 30. nóvember s 1., var
Apríl kominn upp undir land frá
Englandi og átti aðeins eftir ófarn-
ar 80 mílur til Vestmannaeyjar. Skall
þá á ofsaveður að suðvestan og hefir
ekki spurst um skipið síðan. Hófu
bæði varðskipin, óðinn og Ægir, leit,
að Apríl á miðvikudagskvöldið 3.
desember, og.leituðu ásamt 5 togur-
um að skipinu í fjóra daga, fyrir öllu
Suðurlandi, austan frá Eskifirði og
v.estur að Reykjanesi og varð enginn
árangur af þeirri leit, svo að skipið
er talið af. — Nánari fregnir hafa
enn ekki borist af þessu hörmulega
slysi. Er þetta fjórði íslenzki tog-
arinn, sem ferst nú á fimm árum, og
er það tilfinnanlegur manndauði og
tjón á ekki stærri skipastól en íslend-
ingar hafa—Togararnir Islenzku eru
yfirleitt hin vönduðustu skip, og var
það lengi trú manna að þeim gæti
ekki hlekkst á, og fóru því ekki ætið
sem varlegast. En reynslan hefir
nú sýnt annað- Leikur Ránardætra
við Islandsstrendur er ekki æfinlega
gamanleikur, enda hafa margir feng-
ið sárlega á því að kenna, þegar slíka
harma-atburði ber að höndum.
SIGITRÐUR 4SKAGFIELD-
Hinn ágæti íslenzki söngvari, Sig-
urður Skagfield, er væntanlegur til
Winnipeg í dag. M114 það vera ætl-
un hans að halda nokkra hljómleika
meðal Islendinga hér, og má þess
vænta að mörgum leiki hugur á að
heyra til hans.
HVAÐANÆFA
FLUGLEIÐIN YFIR
ATLANTSHAFIÐ.
Anthony Fokker, hinn frægi hol-
lenzki flugmálasérfræðingur, er ný-
lega tók sér far með þýzka skipinu
Bremen frá New York, lét svo um-
mælt í viðtali Við blaðamenn, að hann
væri þeirrar skoðunar, að áður en
áratugur væri liðinn, yrðu komnar á
reglubundnar flugferðir, bæði far-
þega og póstferðir, milli Ameríku og
Evrópu, bæði á norður- og suðurleið-
inni, um Grænland og Island, og um
Bermuda- og Azoreyjarnar. Fokker
kveðst vera þeirrar skoðunar, að i
framtíðinni verði notast við fljótandi
lendingarstöðvar á þessum leiðum.
Nýlega hefir ungur maður, Fred
Newton frá Oklahoma, synt frá Min-
neapolis alla leið til New Orleans
2300 milna veg, eftir ánni Mississ-
ippi. Lagði hann af stað í júlí s. 1.
og synti auðvitað með hvíldum, eink-
um eftir að vetraði, þvi að þá þoldi
hann ekki að vera í vatninu nema
nokkrar klukkustundir í einu. Tveir
vinir hans fylgdu honum eftir á bát,
og tjölduðu þeir á fljótsbökkunum um
nætur, og gerðu elda stóra til hlýs
sér.
* * »
Elzta tré í heimi telja menn að
nú sé fundið af jarðfræðingnum S.
C- Ellis, í tjörusandslagi nálægt Ft.
McMurray i Norður-Alberta. Talið
er að tréð muni vera 15—20 miljón
ára gamalt, og hefir það varðveizt
þarna óskemt af árásum lofts og lag-
ar allan þenna óratíma. — Þegar það
var hafið upp í sumar frá sínum
samastað, reyndist það að vera í svo
góðu ástandi, að sem bezt mátti telja
í því árahringina og skera flísar af
því með vasahníf. Og jafnvel smá
skorkvikindi, sem verið höfðu í berki
trésins, hafa einnig varðveizt í þessu
loftþétta rúmi. Dr. I. W. Bailey við
Harvard háskólann, hefir rannsakað
tréð mjög nákvæmlega, og komist að
raun um að það muni vera sama teg-
und og vex i Japan enn þann dag i
dag. Virðist jarðfræðingum þetta
styðja þá skoðun, að Asía og Ame-
ríka hafi fyrir æfalöngu síðan verið
samfast meginjand. — Hyggja þeir
að tréð sé frá Jura-tímabilinu, og
hafi þá rekið niður eftir einhverju
stórfljóti og sandorpnað síðan á þess
um stað. Seinna hafi steinolia runn
ið i sandinn, og hafi hún varnað því
að tréð hafi getað fúnað, jafnframt
því sem loftþétt hýði myndaðist um
tréð.
• * •
Þeir, sem komið hafa til Nurnberg,
kannast við hið einkennilega safn
af píslartækjum frá miðöldum, sem
geymt er í fimmhyrnta turninum ná-
lægt gamla keisarakastalanum. Eitt
af þeim píslartækjum, sem manni
verður hvað mest starsýnt á, sökum
hins viðbjóðslega grimmdarvits, sem
gripasala einum í Nurnberg, sem haft
hafi skjöl nokkur með höndum, sem
lýst hafi þessum “jómfrúm” miðald
anna, og eftir fyrirsögn þeirra hafi
hann látið föður sinn gera þessa
“járnjómfrú” af mikilli list. Gerði
hana fornfálega sem mest mátti verða
og setti hana blóðbletti, svo að allt
væri sem líklegast, og muni forn-
gripasalinn síðan hafa ætlað sér að
koma henni í allgott verð. En áð'ir
en honum tókst þetta, andaðist hann
árið 1867, og nokkru seinna fann son
ur hans járnjómfrúna i ýmsu skrani,
og vissi hann eigi annað, en að hún
væri ósvikinn forngripur, og þaðan
gekk hún til tengdasonar hans, er
svo gaf hana í safnið. Ef þessi saga
er rétt, mun “jómfrúin” naumast hér
eftir þykja annað eins djásn, og hún
hefir hingað til verið talin, en samt
sem áður ber þess að gæta, að hún
er smíðuð eftir lýsingu á píslartækj-
um, sem vissulega voru til, þótt ‘oss'
þyki nú furðulegt, ef hægt er að
furða sig á nokkru slíku, eftir að far
ið er að taka upp misþyrmingar á ný
við löggæzlu og dóma siðaðra landa.
* » *
I smáþorpi einu nálægt Budapest
fann bóndi nokkur úti á akri sínum
hundrað hrafna, er hann héit að
væru steindauðir, og tók hann þeim
gröf og varpaði þeim öllum ofan í.
Aður en hann fengi þó dysjað þá að
fullu, flugu þeir af stað gargandi. —
RAFMAGNSJARNBRAUTIR.
Svíar ætla að fara að breyta öllum
járnbrautum sínum og nota framveg-
is rafmagn í stað gufuafls. Er bú-
ist við því að sú breyting muni kosta
70 miljónir króna, en þar frá má ] þarf til þess að láta sér detta það
ÓEIRDIR 1 BURMLA.
Frá Rangoon, Burma, kemur sú
fregn, að innfæddir menn hafi gert
uppreisn I Tharawaddy héraðinu
gegn enskum yfirráðum, og hafi
slegið í blóðugar skærur. Vita menn
ekki fyrir víst, hver muni vera for-
ingi uppreisnarinnar, en talið er lík-
legast, að það muni vera Shan prins,
sem einhver spákona hafði spáð fyrir
að ætti eftir að verða konungur 1
Burma, og hann lagt trúnað á. —
Reynir hann nú að ryðjast til valda
af mikilli grimmd, en fallbyssur Breta
slátra drjúgum vilimönnum hans, og
hyggjast þeir eigi muni verða nema
kringum vikutíma að leggja þá alla
að velli.
draga 16-3 milj., sem fara til þess að
kaupa nýja dráttarvagna, því að það
fé má telja með endurnýjunarkostn-
aði. Gert er ráð fyrir að breyting-
unni verði lokið 1934, en 1932 eiga
fyrstu rafmagnsknúðu lestirnar að
takast í notkun. Búast menn við
því að árlegur sparnaður af þessu
verði 1% miljón króna, og að tekjur
muni aukast (vegna hraðari ferða)
um eina miljón á ári. En auk Þess
er þetta mikil búhnykkur fyrir rík-
ið, þvi að þá þarf það ekki lengur
að kaupa kol til járnbrautanna er-
lendis, og þeir peningar, sem fyrir
þau hefði farið, verða kyrrir 1 land-
inu sjálfu. «
NY TALSIMALÍNA TIL EVRÓPU
Bell Telephone Co. hefir nýlega
opnað nýja símalínu til Evrópu, þar
sem hægt er að tala við hvaða stað
sem er í Danmörku, Finnlandi, Lux
emburg og Noregi, og jafnvel hægt
hann upp á því að byggja nokkur 15 að ná til nokkurra borga í Póllandi.
samið af Alfred Linesio, ábóta í Bene
diktsklaustri í San Martino della
Scala, stutt frá Palermo- Atti það
klaustur á miðöldum bókasafn, sem
engu þótti ómerkara en bókasafnlð
í Monte Kassinos klaustrinu. "Voca-
bularium Latinum pergrande” er
einskonar fjölfræðabók með orða-
bókarsniði, og gefur ýmiskonar yfir-
lit yfir vísindi þátímans og list, og
hefir meðal annars að geyma ýmsar
upplýsingar um upphaf reglunnar og
viðgang, nöfn á mönnum og bæjum
og lýsing á ýmsum þjóðarsiðum. —
Höfðu menn aðeins hugmynd um að
þessi bók hafði verið til, en töldu
hana vera týnda, unz prófessorinn
gróf hana upp. Skýring ýmsra orða
í miðalda-latínu, sem þarna er að
finna, mun geta varpað úrslitaljósi
yfir ýmsa torskilda staði, sem menn
hafa verið í vafa um að þessu.
» * *
I þýzku fréttablaði birtist svohljóð-
andi klausa, um negratrúboð i Afríku
og olli töluverðri undrun góðhjart-
aðra manna:
Trúboðinn skýrir svo frá, að trú-
boðið í Afríku sé i rífandi uppgangi.
Hefir hann skýrt fjölda af negra-
börnum nú í seinni tíð. Bezta og
þægilegasta aðferðin til að mýkja
þau, er að berja þau þangað til að
kjötið er orðið deigt, þá strá hvítum
pipar yfir og steikja við hægan eld,
þvi næst eru þau skorin í smástykki
og soðin í þrjá klukkutíma. — Með
guðs hjálp munu þau með tímanum
Sannaðist það á eftir að þeir höfðu j verga ag þolanlega kristnum mann-
komist í brennivínskerald og fengið eskjum
sér fullmikið í staupinu, og “dáið”
svo eins og aðrir drykkjubelgir, að-
eins í bráðina.
• * •
Alþjóða dagblaðasafnið í Munchen
sem stofnað var árið 1886, og til
skamms tíma hefir eigi fengist að-
gangur að, nema með sérstöku leyfi,
var nú fyrir skömmu opnað fyrir al-
menning. Eru i sofninu 150,000 blöð
á næstum þvi öllum tungum jarðar-
innar. Meðal annars er þar Eski-
móablað og andatrúarblað, sem eins
og galdrakverin í gamla dag, er svart
með hvítum stöfum. Fyrsta jafnað-
armannablað, sem gefið var út í ver-
öldinni, frá 1849, er þarna að finna,
og er það prentað á rauðan pappír.
Eitt eintak er þar af blaði; sem gefið
var út í Köln 31. okt. 1889, í tilefni
af hundrað ára afmæli Salómon Op-
penheimer bankastarfseminnar. I því
er grein um bankann, 30 lina löng og
prentuð með gull-bókstöfum.
UPPGANGUR NAZI-MANNA.
Við bæjarstjórnarkosningarnar, er
nýlega fóru fram i ýmsum borgum
í Þýzkalandi, unnu National-sósíalist-
ar (Hitlersmenn) stórkostlega á.
Karlsruhe fóru kosningarnar þannig:
Miðflokkur 16 (hafði áður 19 sæti),
jafnaðarmenn 18 (24), þýzki þjóð-
flokkurinn 3 (12), kommúnistar 8 (6)
þýzknationalir 2 (9), Nazimenn 28
(0). I Rostock töpuðu jafnaðarmenn
3 sætum, þýzknationalir 7, atvinnu-
flokkurinn 3 en kommúnistar unnu 2
sæti og Nazimenn 12.
í hug, er hin svonefnda “járnjómfrú
sem þannig er útbúin, að hún á að
vera efitirmynd Maríu meyjar, konu-
líkan úr járni, sem opna má og
stinga mönnum inn í. En á hurð-
inni og veggjum hð innan eru gadd-
ar og hnífsoddar, sem smám saman
nístast í gegnum hvern þann, sem
byrgður er inni í brjósti jómfrúarinn
a*r. Hefir sú saga verið sögð um
“jómfrú” þessa, að hún hafi stafað
frá fimmtándu öld og hafi verið not-
uð af rannsóknardómurum til að
pína menn til sagna eða kvelja menn
til dauðs fyrir villitrú eða önnur af-
brot. Hafði þessi gripur verið gef-
inn til safnsins fyrir nokkrum ára-
tugum af manni nokkrum í Nura-
berg, sem hafði erft hann frá tengda
föður sínum, forngripasala, og efað
ist þá enginn um að "jómfrú” þessi
væri ósvikin. En nú i seinni tíð hafa
orðið skiftar skoðanir um það, og
hefir nú trésmiður nokkur að nafni
Geisselbrecht komið fram með þá
vitnisburði í þessu máli, sem ótvírætt
virðast benda í þá átt, að “jómfrúin”
sé talsvert yngri en almennt hefir
verið álitið. Kveðst hann muna eftir
þvi, að faðir sinn, sem einnig hafi
verið smiður, hafi fyrir rúmum manns
aldri síðan fengið heimsókn af forn-
Mjög hefir verið deilt um það, hver
sé uppgötvuður hreyfimyndanna, og I
hafa menn talið ýmsa fram. Litt |
hafa þó Englendingar gefið sig í þess
ar deilur- Hins vegar hafa þeir gert
annað, sem á að vera dómsúrskurður
frá þeirra hálfu. Nýlega var kjörin
í Leeds á Englandi nefnd manna, er
átti að gangast fyrir því að heiðruð j
væri á viðeigandi hátt minning Louis
Aimé Augustin Le Prince, sem jafn-
framt er nefndur faðir hreyfimynd-
anna. Hefir nefndin ákveðið að láta
það vera sitt fyrsta verk, að safna
fé til þess að setja minningarskjöld
á framhliðina á húsi því, er hann vann
i við uppgötvun sína á árunum 1887
til 1890, og er það hús í Woodhouse
Lane No. 160, Leeds England. Sum
blöð frá Evrópu þykjast aldrei hafa
heyrt þenna Le Prince nefndan. —
Venjulega er Edison talinn að hafa
verið ekki alllítið við þessa uppgötv-
un riðinn.
• • •
Eftir því sem fréttaritari Times í
Milano skýrir frá, er kaþólski há-
skólinn þar nú sem stendur að gefa
út handrit frá 14. öld, sem nú fyrir
nokkru síðan var fundið af prófessor
Luigi Sorrento í bókasafni nokkru i
Palermo. Handrit þetta, sem þykir
all merkilegt frá söguiegu og mál-
fræðilegu sjónarmiði, nefnist “Voca-
bulerlum latinum pergrande”, og er
Það fylgir sögunni að liðið hafl
yfir nokkrar kerlingar, sem gengu
með trúboðsástríðu í sál sinni, er þær
lásu þetta — en í næsta blaði kom
afsökun á þessu í blaðinu. Prentar-
arnir höfðu blandað saman við trú-
boðsfregnina klausu úr matreiðslu-
bálki, sem átti að vera á öðrum stað
í blaðinu.
• • •
ítalskur stjörnu^pekingur (astro-
log) hefir gefið út almanak með spá-
dómum fyrir komandi ár, sem mjög
hefir verið keypt á Italiu- Ekki verð
ur þó sagt að spádómar hans séu
mjög upplifgandi. Segir hann að svo
miklar frosthörkur muni koma í fe-
brúar, að naumast séu dæmi til slíks,
en i júlímánuði komi kæfandi hitar,
sem alla ætli að drepa. Ennfremur
spáir hann drepsóttum, hungursneyð,
styrjöldum og stórslysum. Eiga
þessar hrellingar strax að byrja með
janúar og halda áfram viðstöðulítið
allt árið. September er eini mánuð-
| urinn, sem engin ósköp eiga að vilja
, til á, en þó segir hann að atburðir
hans muni verða fólki hvimleiðir. I
júní eiga að verða jarðskjálftar, felli-
byljir og önnur slík býsn. Eru þess-
ar krukkspár Italans yfirleitt hinn
mesta hrakfallabálkur, en mikill
trúnaður er lagður á þær af fáfróðri
alþýðu þar í landi.
WEGNER LEIDANGURINN.
I næstum því tvo mánuði hefir ekk-
ert heyrst frá Wegener og mönnum
hans, sem í vor sem leið héldu í rann-
sóknarleiðangur inn á Grænlands-
jökla. Höfðu leiðangursmenn byggt
sér rannsóknarstöð inni a miðjum
Grænlandsjökl., 400 km. frá strönd, á
hér um bil 3000 metra hæð, og flutt
þangað nægar vistir til vetrarins. En
í lok september lagði Wegener af stað
þaðan með 13 Grænlendinga og að-
stoðar mann sinn dr. Lowe til að leita
byggða. 2. október kom skeyti frá
Wegener með Grænlendingum, er aft-
ur sneru þes semis að þeir væru stadd
ir á miðjum Grænlandsjöklum í helj-
arkulda og hafi 9 Grænlendingar ?if
13 snúið aftur. Þetta er hið síðasta
sem frézt hefir af Wegener, og eru
menn teknir mjög að óttast um
hann.