Heimskringla - 31.12.1930, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA
HtlMSKRINGLA
WINNIPEG 31. DESEMBER, 1930.
^icimskringlci
• (Stofnuð 1886)
Kemur út á hverjum miOvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS. LTD.
SS3 og 8S5 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86537
VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst
fyrlríram. Allar borganir sendist
THE VIKING PRESS LTD.
Utanáskrift til 'blaOsins:
Manager THE VIKING PRESS LTD.,
853 Sargent Ave., Winnipeg.
Utanáskrift til riistfórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent A je., Winnipeg.
"Heimskringla" is published by
tnd printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sn/rgent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 89 994
WINNIPEG 31. DESEMBER, 1930.
GAMLA ÁRIÐ OG HIÐ NÝJA.
Árið 1930 er liðið.
Liðið eins og elfur í úthaf eilífðarinn-
ar, eins og öll hin fyrri ár.
Liðið og kemur aldrei aftur.
Það er horfið með auðnutækifærunum
og óhöppunum, sigrum sínum og von-
brigðum, sorg og gleði.
Það eina sem eftir lifir af því, er endur-
minningin um það.
En henni hlýtur við og við að skjóta
upp í meðvitund vorri á hinu nýbyrjaða
ári.
Og sú endurminning verður ýmist ljúf
og geðfeld, eða dimm og skuggaleg, eftir
því sem vonirnar hafa ræzt eða brugðist.
Og um leið vaknar þá eðlilega sú spurn
ing, hvort að vér höfum notað öll tæki-
færin, sem liðna árið bar í skauti sínu,
eins vel og vér hefðum getað? Höfum
vér gert allt, sem í voru valdi stóð til þess,
að vera öðrum til heilla og hamingju?
Er ekki margt góðverkið óunnið, sem
hefði getað verið gert? Er ekki margt
uppörvunar- og huggunarorðið ótalað,
sem hefði átt að vera sagt. Höfum vér
ekki látið neitt tækifæri ónotað, er á liðnu
ári bauðst til þess að vera sjálfum oss og
öðrum til farsældar? f»ó að allt þetta
þyki nú nokkuð nærgöngult, er það í raun
og veru skylda hvers manns, að vaka yfir
þessu. Vér hljótum að gera upp þann
reikning við samvizku vora, þó vér sting-
um því fram af oss opinberlega. Og kom-
umst vér að þeirri niðurstöðu við þá grein
argerð, að vonirnar hafi ekki ávalt ræzt,
getum vér að líkinduni ekki hjá því kom-
ist að kenna sjálfum óss um það, að hafa
látið eitthvað af tækifærum liðna. ársins
oss úr greipum ganga ónotuð.
Hið liðna ár var í vissum skilningi far-
sældar- og auðnuár í Canada, sem víða
annarsstaðar. Veðráttan var hér eins
mild og hagstæð og auðið var að hugsa
sér. Skaut náttúrunnar eins örlátt og
gjöfult og nokkru sinni fyr. Frá því sjón-
armiði skoðað, mætti hér búast við, að
árið liðna hefði verið mönnum mesta hag
sældarár. En nú er öðru nær en svo sé.
Það hefir víðast reynst erfiðleika- og
•þrautaár, sneytt allri þeirri sælu og vel-
gengni sem við hefði mátt búast. Og
meira en það. Menn hafa h'klegast aldrei
örvænt meira út af hag sínum en einmitt
nú, þegar landið svo að segja flýtur í hun-
angi og auðlegð íbúnuum til handa.
Sýnir nokkuð betur en þetta, að menn
hafa ekki gegnt þeim þjóðfélagslegu skyld-
um, sem þeim bar að gegna? Er ekki
nugljóst á því, að menn liafa ekki í at-
höfnum sínum stjórnast af hugsjónum
þeim, er til hamingju leiða fyrir fjöldann?
Er ekki augljós af því skorturinn á sönnu
bræðraþeli hjá oss?
En þetta er nú allt liðið, og við því verð-
ur ekki gert, kunna einhverjir að segja.
Það er satt. Yfir athöfnum vorum á liðnu
ári höfum vér nú engin ráð. Þær eru ó-
umbreytanlegar. En yfir komandi tíð
ráðum vér ennþá og framtíðarathöfnum
vorum. Á þessu nýbyrjaða ári gefst að
einhverju leyti tækifæri til þess, að bæta
úr yfirsjónum vorum, ef vér færum oss
þau tækifæri í nyt. Og nú er meiri nauð-
syn en nokkru sinni fyr, að gera sér sem
glöggasta grein fyrir því, er ógæfunni
veldur, og ganga með óskiftum hug að
verki með að bæta úr misfellunum.
f Ijósi endurminninganna frá liðnu ári
getum vér rekið oss úr skugga um það,
hvar oss hefir skjátlast, hvar vér höfum
sem sannir menn vanrækt skyldur vorar
— látið tækifærin til góðs oss úr greipum
ganga. Með þá reynslu að leiðarsteini í
stafni, getum vér öruggari en ella hafið
gönguna fram á nýja árið. í>að er oss
einnig hvöt til þess, að rækja skyldur vor-
ar betur en áður á nýbyrjaða árinu, að
hugsa með meiri samúð um vorn sameig-
inlega hag, og gleyma því ekki, að vér
erum bræður, sem yfir óþrotlegum mögu-
leikum búum til þess að vera hverjir öðr-
um til gleði og gæfu, ef vér aðeins vilj-
um.
Með þeim hugsunum kveðjum vér
gamla árið, og heilsum öruggir og von-
góðir hinu nýja.
HRAÐI OG ANDLEG ÞROSKUN.
Þegar Li Huang Chang var á ferðalagi
sínu um Ameríku, var honum haldin
veizla af þeirra tíma stóriðjuhöldum New
York borgar. Honum var sagt það í frétt
um af einum járnbrautarkónginum, að
honum hefði nú heppnast að auka svo
hraða járnbrautarlesta sinna, að það spar
aði mönnum sex klukkustundir að ferðast
milli New Yorkborgar og Chicago. “En,’’
spurði hinn austurlenzki heimspekingur,
“hvað gera menn við þessar sex klukku-
stundir, eftir að til Chicago er komið?’’
Allir góðir bílasalar leggja nú aðal-
áherzluna á það, hve hratt bílamir geti
farið, sem þeir eru að reyna að selja. Má
af því ráða að það séu beztu meðmælin
með þeim. Það er nú ef til vill ekkert
út á það að setja, þó ekið sé með sextíu
mílna hraða í bíl, ef þörfin krefst þess.
En hvers vegna eiga menn að aka svo
hratt, ef engin þörf er á því?
Það var einn þennan inndæla október-
dag í Nýja Englandi, sem eg ók einu sinni
heim með vini mínum af samkomu úti í
sveit. Bílstjóranum var skipað, eftir að
við vorum komnir inn í bílinn, að fara
dalbrautina, því það sparaði okkur allt
að því tuttugú mínútur. Jurtagróðurinn
var í sínum fegursta haustskrúða og geisl-
ar kvöldsólarinnar ljómuðu um fjallahlíð-
arnar. Fram með veginum, sem við ók-
um eftir, stóðu há tré á nokkrum stöðum
er skugga lagði af yfir brautina. Kvöld-
ið var dýrðlegt og það seiddi sál mína. En
til þess að slíta mig frá unaðssemd þess
tuttugu mínútum fyr en nauðsynlegt var,
varð að fara styztu leið og aka fimintíu
til sextíu mílur á klukkustundinni.
Eg skildi vin minn — Þrír syst-
kinasynir mínir, sem stunda nám í
miðskólunum, hafa þessa sömu skoðun
og hann. Þeir miða allt við hraða vél-
anna. Það er engin sú vél til í bíl eða
Vagni, sem þeir vita ekki um hraðann á.
Og þeir geta talað um hina einstöku hluta
bflanna, kosti þeirra og galla, svo klukku
stundum _ skiftir. Þeir vita jafnvel um
hvert handtak, sem til þess þarf að hefja
loftförin til flugs. Undraverð þekking,
veit eg að þið segið. En samt vita þeir
ekki það, sem við vissum á þeirra aldri.
Þeir vita ekki hvar heiðblá fjólan grær,
eða hvað kvak froskanna þýðir, eða hvort
gullþrösturinn og rauðbrystingurinn eru
skyldir.
Menn hafa lítinn tíma til lesturs nú orð-
ið. Hverja stund, sem þeir eru ekki í
vinnu eða sofa, eru þeir annaðhvort á
hreyfimyndahúsunum, eða akandi út í
bíl. Eg grennslaðist nýlega eftir því á
fundi einum, þar sem saman voru komn-
ir um sex hundruð manns, er annaðhvort
voru viðskiftahöldar eða menn lærðu
stéttanna, hve margir hefðu lesið hina al-
þýðlegu og skemtilegu bók H. G. Wells
“Outline of History” (Ágrip veraldarsög-
unnar). Eg komst að raun um það, að
aðeins fimm af þeim höfðu lesið hana. —
Slíkt er eg viss um að hefði ekki getað
átt sér stað fyrir þrjátíu árum.
Á hverjum sunnudegi streyma bílarnir
út úr bæjunum. Og hver keppist við að
komast fram fyrir annan. Hornablástur-
inn ætlar að æra mann. Kyrðinni og
friðinum, sem yfir sveitunum umhverfis
bæinn hvílir að jafnaði, er þá lokið. Og
flestir eru þessir bílar eiginlega ekki að
fara neitt. Það er bara verið að aka eitt-
hvað, án þess að hafa nokkurn ákveðinn
stað í huga og án nokkurs erindis. Menn
hafa auðsjáanlega þegar gleymt að njóta
unaðarins af að horfa á laufþrunginn
skóg eða blómum stráða grund. Gas-
brennsludaunninn í bílunum er sætari í
þeffærum þeirra en ilmur fjólanna. Litur
blómanna og söngur fuglanna hefir held-
ur engin áhrif á þá. Að því er fegurð og
unað sveitanáttúrunnar snertir er þetta
ferðalag þeirra þeim til einskis. Þeir njóta
þess ekki frekar en þó þeir væru að aka
eftir rykugum bílabrautum sýningargarð-
anna. \
Yfirleitt er fólk vort mjög heillað orðið
af hraðanum. Og það er farið að hafa
sín áhrif á andlegan þroska þess. Oss
virðist fólk nú orðið hvorki hafa þolin-
mæði, né hæfileika er eg hræddur um —
til þess að hugsa hlutina niður í kjölinn,
eða skapa sér sjálfstæða skoðun á hinni
verulegu þýðingu þeirra. Af hraðanum
leiðir það, að það sér aldrei nema yfir-
borð hlutanna. Og nú er það hætt að
grafast eftir meiru. Þetta er jafnvel nú
farið að koma átakanlega fram í bók-
menntunum. Þeir sem rita nú mest fimb-
ulfamb um efnið, án þess að segja nokkuð
ákveðið eða ábyggilegt um það, eru nú
víðlesnastir. Höfundarnir dita, að les-
endurnir eru hættir að krefjast nokkurrar
fræðslu af þeim og taka jöfnum höndum
við því, sem við engin rök hefir að styðj-
ast, og hinu, sem sannara er. Af þessu
leiðir svo þetta almenna skoðanaleysi, er
aldrei hefir borið meira á en nú, og sem í
raun og veru stendur öllum andlegum
framförum og þroska fyrir þrifum.
Það er því aðeins hægt að hugsa skýrt
og rökrétt, að menn flýti sér ekki of mik-
ið. Sá sem einhverja dulda rún eða ráð-
gátu ætlar sér að ráða, getur reitt sig á
að hún er ekki mikils verð, ef hann ekki
þarf að hugsa um hana og athuga svo
vikum eða mánuðum skiftir. Yfirborðs-
eða augnabliksathuganir nægja ekki til
þess.
En til þess að skilja störf og verknað
véla, býst eg við að einhverjir segi, að
einnig þurfi rökrétta og skýra hugsun. Og
það er að vísu satt. En hugsunin um hið
líflausa og lifandi er þó sitt hvað. Vélin
er óumbreytanleg og eins og hún var upp-
runalega smíðuð. Um hið lífræna er allt
öðru máli að gegna. Það þroskast og
breytist í hið óendanlega. Afleiðingin af
því er sú, að þeirrar hrifningar og hinna
dýpri hugsana og viðkvæmari tilfinn-
inga, sem vakna hjá hverjum þeim, sem
náið samband á við blóm Vallarins, nið
lækjarins og klið fuglanna, verður aldrei
vart hjá ökuvitfirringnum (motor man
iac). Hann hugsar og lítur allt öðrum
augum á hlutina. Söngur þrastarins er
ekki meira virði til hans en skrölt bílsins,
skin Orions ekki eins mikið og stjörnu-
glitrið á kjólum hreyfimyndastúlknanna.
Þetta æði eftir að komast sem hraðast
yfir og festa ekki sjónir á neinu til hlítar,
hefir í för með sér skerðingu á andlegum
þroska vorum. Við skulum hægja ofurh't-
ið á okkur og gefa sálinni ráðrúm til þess
að vaxa.
(Þýtt.)
Endurminningar
Eftir Fr. Guðmundsson.
HJÁLP! HJÁLP!
í ávarpi
í lendinga í
því, sem Þjóðræknisfélag ís-
Vesturheimi sendi meðlimum
sínum á þessu ári, stendur þessi setning
“Hvað gerum vér til að láta ungu kyn-
slóðinni í té gullið, sem oss var fengið í
hendur?”
Sannarlega er ekki hægt að beina þess-
ari spurningu til deildarinnar Frón hér í
Winnipeg, því að hún gerir sitt ítrasta
til að útbýta þessu gulli. Og það má ó-
hætt fullyrða að frúin, sem hefir stundað
þetta göfuga verk nú í mörg ár, liggur
ekki á liði sínu til að láta tilraunir Fróns
verða að sem mestum notum.
En þá kemur röðin að mér, og get eg
sagt það með sanni, að eg vil líka að
kennslan beri góðan ávöxt og hefi fullan
vilja til þess að gera alt, sem í rnínu valdi
stendur að svo verði.
En þó þarf eg hjálp, og sú hjálp þarf
að koma frá fólki, sem á börn og vill láta
þau læra að lesa og skrifa íslenzka tungu
Ástæðan er þessi: Eg er ókunugur hér í
borginni, og veit þar af leiðandi ekki hvar
landar búa, svo eg geti farið heim til þeirra
og boðið þjónustu niína. Hjálpin, sem eg
bið um, er því innifalin í því, að biðja
þetta fólk, þessa foreldra, að snúa sér til
mín, og gefa mér nöfn þess og heimilis-
fang, og mun err þá koma og gera ráð-
stöfun, .hvernig kennslunni yrði hagað.
Þenna fyrsta mánuð fyrir jólin, sem
kennslan stóð, hefði eg getað kennt fleiri
börnum en eg hafði; en eg vona, kæru for-
eldrar, að þið lagið það eftir nýárið, svo
eg hafi heldur of mikið en of lítið að
gera.
Mig langar til að geta þess hér, að
nokkur af þeim börnum, sem eg er að
seS.Ía til nú, sýna svo frábæra löngun til
að læra og skilja íslenzku, að eg hélt
að slíkt væri ekki til hér, og yfirleitt má
segja að öll börnin sýni góðan vilja, og eg
vildi að eldra fólkinu væri eins mikið á-
hugamál, að börnin lærðu íslenzku, eins
og börnunum sjálfum.
Að endingu óska eg öllum íslendingum
góðs og hagsæls nýárs, hvar sem eru, og
eg vona að foreldrar hér í winnipeg, gefi
mér gott ár með því að leyfa mér að
kenna börnum þeirra nokkur orð í ís-
lenzku, gefa þeim dálítið af gullinu.
Virðingarfyllst,
Guðjón S. Friðriksson.
518 Sherbrook St., Sími 30 289.
Frh.
í kaupstaðnum sá eg og lærði
lítið eitt að þekkja ýmsa menn,
sem mér þykir vert að geta um
einmitt nú, af því að ekki er
víst að það eigi betur við seinna,
enda var það löngum öll sú við-
kynning, sem fjarlægir menn
nutu hvor við annan oft og tíð-
um einmitt þessar stundir, þá
er þeir rákust á í kaupstaðar-
ferðum. Tiltölulega voru það
mest Vopnfirðingar, sem eg
kynntist þarna í fyrsta sinni, og
langar mig til að minnast ögn
á þá í heild sinni. í hverjum
einasta hreþp á landinu, eða öllu
heldur í hverri kirkjusókn, voru
skipaðir tveir sáttasemjarar eða
svokallaðir “forlíkunarmenn”,
og var presturinn ávalt til þess
kjörinn eða jafnvel sjálfkjör-
inn, nema hann væri þá sér-
stakur óeirðarmaður sjálfur, en
ætíð var af amtinu skipaður ein-
hver vel metínn bóndi prestin-
um til aðstoðar í því starfi. Það
gefur því að skilja, að víðasthvar
í sveitum var það mest undir
prestinum komið, hva'ð friðsamt
var í sveitunum. Á orði var það
haft, að aldrei færu misklíðar-
mál í Vopnafirði lengra en upp
að Hofi til séra Halldórs Jóns-
sonar, og að sáttabók presta-
kallsins væri endingargóð og ó-
vanalega hreyfð. Ekki svo að
1 fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto, Ont., og senda
andvirðið þangað.
sagan ekki lengri.
I Þórðar rímum hreðu er sagt
þannig frá Þórdísi húsfreyju á
Miklabæ í Óslandshlíð:
Hún gat séð af hundsfylli,
hún gat léð eitt rúmhæli.
Hún var svona >ress við veg,
hún var kona rausnarleg.
Það er líka hægt að minna á
uppistöðuna, þegar Unnur lét
byggja gestaskála um götu
þvera, til þess að tapa engum
skilja, að Vopnfirðingar Væru j framhjá. En það var á seinni
gungur, en þeim hafði innræzt j hluta nítjándu aldar, að Þórdís
afdráttarlaust, að allur ófriður, á Skjöldólfsstöðum sendi Sveini
stríddi á móti kirkjunni þeirra á Hákonarstöðum beztu kúna
prestinum, safnaðarsamfélaginu sína, ekki í hjúkrunarvana lífs-
heimilisfriði
velliðun.
og allri efnalegri
Þarna í kaupstaðnum hitti eg
hjón sem mér eru minnisstæð,
Jón og Þórdís frá Skjöldólfs-
nauðsyn, heldur af meðfæddri
mannúð. Þeir liggja lengi faldir
neistarnir í gömlum glóðum, og
það er sízt að neita því, að vér *
kunnum ennj>á að líkjast eitt-
stöðum á Jökuldal. Þau þóttu _ hvað landnámsmönnunum ís-
lenzku, eins í því fegursta og
bezta eins og í bardagahug. —
Ekkert veit eg um ættir þeirra
Skjöldólfsstaða hjóna, en ekki er
ólíklegt að Jón bóndi hafi veriö
kominn af eínuðu fólki, því að
hann-hafði verið settur í skóla,
og heyrði eg að hann hefði ver-
ið kominn í þriðja bekk latínu-
skólans, þegar hann sjálfur átt-
mér framúrskarandi myndarleg,
einkum konan. Ekkert gerðist
sögulegt í sambandi við þau í
þessari ferð minni nema hvað
mér blöskraði hve mikið konan
tók út úr búðinni og vissi eg þó
vel að þau voru forsjál og reistu
sér ekki hurðarás um öxl, þann
er þau ekki skiluðu á réttum
sta'ð. En fjáreignin hlaut að vera
Brot úr ferðasögu
(Frh. frá 1. bls.)
mikil. En þá var í tilefni af því aði sig á því, hvað var verið að
sem eg hafði heyrt af þessum ' leiða liann, og þvertók* fyrir að
hjónum að eg veitti þeim sér- sitja lengur við skruddur þær.
staka eftirtekt, og skal eg nú | Vildi hafa eitthvað hugðnæmara
geta um þáð, því af því verður aö fást við. Höfðu þeir Benedikt
nokkuð lært um eiginleika sum- Sveinsson sýslumaður verið
ra þeirra manna, sem annars er skólabræður. .
hvergi getið og voru þó andlegir * Frh.
aðalsmenn, jafnt konur sem
karlar. Sveinn hét bóndi á
Hákonarstöðum á Jökuldal, vel
efnaður rausnarbóndi og bezti
nágranni. Hann verður fyrir því
óhappi snemma á vetri að missa
nýborna ágætis mjólkurkú, en
það eign sem ekki var þægilega
hægt að komast yfir þó nógir
peningar væru í aðra hönd, því
fæztir höfðu þær aflögu á vetur-
nóttum, enda skildist öllum það,
að góðar mjólkurkýr voru hag-
feldasta heilbrigðisráðið á hverju
heimili. Það lá einsog í loftinu
sú regla, að telja kýrnar fremur
eign húsfreyjunnar en húsbónd-
ans, enda er sagt svo frá, að
Þórdís á Skjöldólfsstöðum lét
leysa út unga og góða mjólkur-
kú er hún hugði að geta án veriö
og sefidi hana Sveini á Hákon-
stöðum er hún frétti hverja út-
reið hann hlaut með kussu sína.
r#
Þórdís átti vel uppalinn traustan
og fallegum reiðhest, þótti það
miklu varða þá er konur brugðu
sér bæjarleið að minstakosti frá
betri heimilum, að hesturinn
skilaði þeim heim aftur, þó þær
færu ekki fáklæddar. Þessi reið-
hestur Þórdísar stingur sér ofan
í pitt eða deyr af einhverjum ó-
viðráðanlegum ástæðum. Þetta
frétti Sveinn á Hákonarstöðum
einsog aðrir. • Han átti kannske
fleiri reiðhesta, en þó einn gæð-
ing sem bar af öllum hinum að
flýti kostum og fegurð. Þenna
sendi hann þegar Þórdísi á
Skjöldólfsstöðum og þá er sagan
horfs að vetrarlagi. En alt er lands-
lagið stórhrikalegt og svipmikið og-
ólíkt öllu því, sem sést hér 4 slétt-
lendinu í Mið-Canada.
Ymislegt kynlegt ber fyrir augu á
langri leið. Þegar við vorum komin
upp úr verstu giljunum, sáum við
karlmann og kvenmann við veginn,
með mótorhjól. Hvernig þau höfðu
farið að þvi að komast þangað upp
með hjólið, held eg hafi verið okkur
öllum óskiljanlegt- Það var að
minnsta kosti hið ólíklegasta farar-
tæki til þess að koma að nokkru
haldi á þeim slóðum.
* * *
Austur yfir fjall — svo er það kall-
að í Reykjavík og þar í kring, þegar ■
farið er austur yfir Helisheiði aust-
ur í Árnessýslu. Eg var svo hepp-
inn að geta farið þangað þrisvar, og
átti eg það að þakka velvild bróður
míns og mágs og annara manna, er
lánuðu bíla — allir voru fúsir að gera
allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess
að gera okkur Vestur-Islendingum
dvölina heima sem ánægjulegasta.
Eg hl8.kkaði mikið til þess að sjá
austur yfir sveitirnar af Kambabrún,
enda höfðu margir sagt mér að það-
an væri hin fegursta útsýn í fögru
veðri. Maður stendur á brúninni og
horfir yfir Suðurlandsundirlendið,
stærsta sléttlendisflákann, sem er til
á öllu lslandi. ölfusið, Flóinn, Holtin
og Rangárvellirnir blasa þarna við,
sígræn slétta, nema þar sem holt