Heimskringla - 31.12.1930, Síða 2

Heimskringla - 31.12.1930, Síða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSHRINGLA WINNIPEG 31. DESEMBEH, 1930. Opið bréf til Hkr. Tileinkað þeim vinum mínum K. N. skáidi á Mountain, og frú Rósu Casper í Blaine. Frh. Bolsarnir — Heiv.... bolsamir. Þessa óvingjarnleg'u setningu heyrfsi maður ekki svo sjaldan. Eg sem er svo rannsóknargjörn og — skulum við segja, hefi sjálfsagt minn skerf af forvitni þeirri, sem spakir menn segja að sé sérstaklega lyndisein- kunn kvenna, fann ekki til svo lít- illar löngunar til að mæta þessu fólki heima hjá sér. Eg heyrði sagt að þessar undarlegu skepnui* væri sér- staklega að hitta í Unuhúsi. Mér var þetta enginn aðgöngumiði, þvi hvorki vissi eg þá hvar Unuhús var, né held ur vissi eg hverjir þessir Bolsar voru, það er að segja sem einstaklingar sem ættu eða hefðu átt eigin nöfn eins og annað fólk. Mér fannst nú samt sem ferð mín til Islands hefði ekki náð tilgangi sínum, nema þvi aðeins að eg með eigin augum hefði séð þetta fólk — því fólk hlaut. það þó að vera. Það vissi eg af því að eg hafði heyrt þá nefnda, sem til- heyrandi flokki þessum — þá rithöf- undana Þorberg Þórðarson og Hall- dór Kiljan Laxness. Eg hafði sem sé talað við fólk, sem séð hafði þann síðarnefnda, og sór að hann væri eins og aðrir menn — að öðru leyti en því, að nef heföi hann í stærra lagi, Þess utan hafði eg lesið allmikið eft- ir hann, sem mér þótti svo vel ritað, eins og t. d. það er hann reit um St. G. St. látinn. Fyrir þá ritgerð hefði eg gefið honum doktorsnafnbót, ef eg hefði átt yfir sliku að ráða. Eg hafði og kynnst Þ. Þ. gegnum rit hans og ekki heyrt svo lítið um hann talað. Já, það hlaut að vera þess virði að kynnast þessu fólki. En það var hægra sagt en gert; var ekki viss um hvernig þeir mundu taka óþekktu aðskotadýri. Bjóst enda við að þessi hópur samanstæði af ungum ófyrir- leitnum oflátungum, sem einir vissu allt og maður yrði að nálgast sem krýnda konunga með bugti og beyg- ingum — ef til vill skríðandi á knjám; en skriðdýrsháttur er mér alls ekki eiginlegur. Samt gekk eg þess ekki dulin að mikið var tilvinn- andi til þess að fullnægja þessari löngun minni. Eg var svo heppin, að í hópi heim- farenda var fornvina mín, frú Jó- hanna Christie frá Winnipeg — henn ar og hennar fólks, þ. e. a. s. eigin- manns og fóstursonar áður getið sem ferðafélaga minna frá Winnipeg til Montreal, og af og til þaðan á skip- inu Montcalm heim. Hafði hún góð- fúslega lofað því, að hún skyldi koma mér i kynni við Laxness, þegar hún kæmi, því hann þekkti hún vel. Hún hafði enda dregist á að taka mig með sér á Hótel Borg og sýna mér dýrðina þar. Samkvæmt þessu lof- orði kom hún 6- júlí og sagði mér að það kvöld skyidum við fara á Hó- tel Borg. Eg skyldi vera ferðbúin á milli og 9 sama dag, þvi þá sendi hún eftir mér. Nú þótti mér hækka hag ur strympu og lét víst ekki standa á mér. A tilteknum tíma komu tvær konur eftir mér, sendar af frú Chris- tie. Konur þessar voru frú Kristin Guðmundsdóttir, kona Hallbjörns Halldórssonar áður ritstjóra Alþýðu- blaðsins og nú prentara þess, og frú Sólveig Pétursdóttir, nú til heimilis á Isafirði, og þá um það leyti að gifta sig í annað sinn. Með þessum konum fór eg. Komum við að húsi Kristín- ar, að eg held nú, þó eg ekki spyrði um það þá eða seinna. Þar var frú Jóhanna Christie fyrir og lögðum við Það kom sér líka vel, því eg hefi aldrei lært að stíga dans, og losnaði þvi við að láta þá fáfræði mína uppi. En hvað sem þessu nú líður, þá var nú ein af mínum innilegustu óskum að rætast, svo eg var fljót að samþykkja nefnda uppástungu, og mér virtust þær hinar konurnar jafn fúsar til þessara umskftia. Skifti það engum togum, við fórum út í húðarrigningu — því altaf rigndi og fjórar af stað til Hótel Borg. Frú I alltaf var kalt — og gengum þar til Christie og þær vinkonur hennar voru þarna kunnugar áður; gengu rakleitt inn í miðjan sal og völdu sér sæti annars vegar í salnum og settumst við þar. Bráðlega kom þjónn í ein- kennisbúningi — þeir voru allir í ein- kennisbúningi og flestir ef ekki all- ir útlendir. Bað frú Christie um Lunch fyrir okkur allar, samlokur brauðs með einhverju á milli, eftir ósk okkar hverrar um sig, kaffi, vin- flösku og cigarettur, og kom það innan lítils tíma. Ekki er eg mat- maður kölluð; en svo fór það hér, að það sem eg fékk var ekki í mig hálfa. Eg gleymdi kostnaðinum í bili — annaðhvort af því að mér leið sérlega vel í þessum félagsskap, sem eg var þá í, eða vegna þess að eg átti ekki að borga, svo eg bað um meira og einhver ein af þessum kon- um varð með mér í því. Frú Chris- tie “orðaði” þá ósk okkar næst þegar þjónninn kom í kring, og kom svo þessi viðbót bráðlega. Ekki þarf að taka það fram, að þessi seinni skamt- ur var engu síður nettur en sá fyrri, en við það var þó látið sitja. Sátum við komum að Unuhúsi. Ekki man eg hvort frú Ch>istie barði, -en það man eg að við fórum skjótt inn. Eg man eftir að eg kom inn í allstórt herbergi, — eg var nærri búin að segja rúmgo^t, en fann að það var ekki réttyrði, — þvi herbergið, sem er án efa rúmgott vanalega, var nú sæmilega fullt af fólki. Dekkað borð stóð á miðju gólfi, með bollum og diskum, sem sýndu, að þar hefðu gestir haft rausnarlegar viðtökur. — Þetta sá eg fyrsta augnablikið sem eg var inni. En eg hafði ekki lang- an tíma til athugunar, því frú Chris- tie fór þegar að kynna mig þeim er inni voru. Voru þeir báðir staddir, Þorbergur Þórðarson og Halldór Kilj- an Laxness, auk margra annara karla og kvenna. Meðan frú Christie var að kynna mig þeim næstu, sem fyrir voru, snart einhver við öxl mér; varð mér það að líta við, og sá að þar stóð maður, dökkhærður með dökkt al- skegg, fremur grannur, rúmlega meðalmaður á hæð, alvarlegur, prúð- miðnætti. Hvort sem Laxness tók til greina tímann, eða honum þótti nóg komið af svo góðu, vissi eg ekki þá, né heldur nú. En nú fóru þó menn og konur að týgja sig af stað, þakka góðgerðir og kveðja. Tók það ekki langan tíma, og þessi stund var liðin. Eitt af því, sem eg hafði ósk- að svo mjög eftir, skeð- Ennþá ein ósk uppfyllt. — Og þó kvarta menn svo oft um bænheyrsluleysi — eg og aðrir. Eg er ekki skilin við þetta kvöld, þó að það sé liðið. 1 hvert sinn, er eg hugsa til þess, og eg geri það oft, sé eg þetta fólk, sitja og standa, þarna i Unuhúsi, alveg eins og það gerði þá. Sumir kunna nú að spyrja: hvernig leizt þér á hann Laxness? Það er ekki tilgangur minn að fara út í ítarlegar mannlýsingar. En þetta get eg sagt ykkur — hinum forvitnu vinum mínum. Laxness er í hærra lagi, fremur grannvaxinn, en svarar sér vel. Nefið er nokkuð stórt, og fremúr einkennir en lýtir eigandann. Augun — ef eg hefi séð rétt við ljós- birtuna — grákennd, og sjást þó írur af sérstökum öðrum litum. Þau eru gáfuleg, en um leið vingjarnleg. Svo er og bros hans — hlýlegt. En i svipnum er einkennilega djúp alvara hins hugsandi og gruflandi manns Þeir sem lesið hafa til muna eftir hann, þurfa ekki meira. Hann prúðlegur í hreyfingum, og fremur hægur. En augun geta sýnt þér þann innri eld, sem logað getur upp úr fyr en varir. En vel skildi eg mannlegur og góðlegur. “Þetta er hvers vegna hann getur eignast vini við nú og röbbuðum og tókum eftir , húsráðandinn, Erlendur Guðmunds- því sem fram fór í kringum okkur — unga fólkinu sem var að dansa og næra sig, svona á víxl, eins og ungu fólki er títt, eins þó sunnudagur væri- Hótel Borg hefir oft verið lýst í blöðunum og skal hér ekki taka upp rúm til þess, enda sá eg ekkert af húsinu nema þenna eina sal, skrif- stofu og forsal. En salur þessi er mikill að ummáli og nú fullur af ungu fólki, — já, og fólki á öllum aldri, sem allt virtist hafa ágætan tíma hvort sem það sat við borðin og mataðist og það sem slíkri athöfn fylgir, nefnilega reykti og saup á — eða dansaði. Var hér ekkert frá- brugðið því, sem sjá má á slíkum stöðum í öðrum stórborgum heims- ins — því Hótel Borg hefir á sér stórborgarsnið, bæði að verðlagi og venjum. Verðlagið gizkaði eg á, þegar eg sá frú Christie borga reikn- inginn, og bæta við hann “tip” — gjöf til þjónsins. Var þá ekki trútt um að eg fengi samvizkubit fyrir að hafa etið svona mikið. Auðvitað sagði eg ekkert. Unuhús. — Þegar hér var komið, mun klukkan hafa verið orðin um 10 e. h. Stakk frú Christie þá upp á því, að nú skyldum við fara yfir í Unuhús. Varð eg fegnari en frá megi segja, sérstaklega af því, að hér var .ekkert meira að fá né sjá, því ekki bjóst eg við að mér yrði boðið í dans. Fyrir þesskonar atlot- um sitja ungu stúlkumar vitanlega — og, skulum við segja, konur þeirra manna, sem dansa; já, og stundum menn annara kvenna, eða allra kvenna menn — þ. e. ógefnir menn. son,” sagði frú Christie. Þessi mað- ur ýtti mér með hægð í stól, sem stóð við borðið, tók i burtu bolla og diska sem áður höfðu notaðir verið, og lét þar koma í staðinn hreinan disk og bolla, með heitu, ágætu kaffi; gerði hann frú Christie sömu skil. Ekki má eg gleyma því að maður þessi hafði stóra hvíta svuntu, sem tók frá brjósti ofan á kné. Um vöxt manns- ins dæmdi eg í þetta sinn þvi einung- is eftir hæð og herðum. En allt gerð ist þetta í svo skjótri svipan, að augnabliksyfirlit mitt gat verið nokk uð fljótfærnislegt. En nú er eg var sezt að kaffiborði og hvers vegna þeim þykir eins vænt um hann og þeim gerir — ef dæma má eftir því, hvernig þeir tala um hann, þegar hann er hvergi nærri og þarf á vinum að halda. Svo ekki meira um það. Frú Kristín — henni get eg ekki lýst, svo þið sjáið hana eins og eg sá hana- Mér þótti hún falleg máske mest af því, að hún er gáfu leg kona; segir ekki svo margt, en hugsar það, sem hún segir, og segir það vel. Eg hygg að hún sé kona sem holit og gott er að kynnast og eiga að vin. Við frú Christie vorum ekki síðustu gestirnir, sem komu í Unuhús þetta á ný, tóku þeir sem fyrir voru upp kvöld. Rétt á eftir okkur kom mað F eiðist Með Canadian Pacific brautinni til GAMLA LANDSINS f SAMA VAGNINUM ALLA LEIÐ til skips í W. Saint John, N. B. í desember sigla Duchess of York....desember 5 Duchess of Richmond. . desember 12 Montclare .........desember 13 Duchess of Atholl..desember 16 lœgri yfir desembermánuð Skrifið yður fyrir plássi hjá agentum Fargjöld CANADIAN PACIFIC Skemtiferðir bæði til Kyrrahafs og Atlantshafsstrendar samtalsþræði þá, er koma okkar hafði slitið í svipinn, og gafst mér þá tækifæri til þess að athuga betur þá er fyrir voru. Mér dettur ekki í hug að lýsa þessu fólki — þ. e. hverjum einstakling fyrir sig. En sú hugsun greip mig, að andrúmsloftið þar inni væri ekki ósvipað því, er átti sér stað á fundum hagyrðinga í Winnipeg forð um. Það var einkennilega frjáls- mannlegt og viðfeldið. — Hvað voru þeir annars að tala um? • ó, Þor- bergur var að bjóða því — fólkinu »— að lesa nýja sögu — sögu af hon- um Árna í Háagerði, Þingeying og all-einkennilegum manni. Þ. Þ. var nýlega kominn að norðan og hafði náð þessari sögu þar og skráð hana Allir vildu heyra söguna. Þorbergur les; mér er jafnan gjarnt að horfa á þá sem lesa, eða tala, hvort sem það eru prestar, pólitíkusar eða ræðumenn, af hvaða tæi sem er, og eins gerði eg nú. Sagan var ekki löng, enda ekki komið langt fram í hana, er flestir eða allir voru farn- ir að brosa. En þrátt fyrir það, min ir elskanlegir, þyrði eg ekki fyrir mitt litla líf að segja ykkur þessa sögu, svona í heyranda hljóði. Eg er hrædd um að sum blessuð andlitin yrðu löng — 1-ö-n-g; og þó er Arni karakter, sem vert er að halda á lofti. Eg hafði gaman af þessari sögu, og það svo, að eg hefi skrifað heim eft- ir henni og fengið hana. Þó var það ekki sagan, heldur maðurinn, semlas söguna, sem hélt athygli minni. Þessi lifandi ímynd innri gleði. Augun tindrandi af glettni, hreyfingar létt- ar sem unglings, og höfuðið — á hvern minnti það mig? Eg hafði á- reiðanlega séð þetta höfuð fyr — nei, ekki þetta höfuð, því eg hafði aldrei séð Þorberg fyr — en eitthvert ann- að, sem var svo líkt, að sú líking lét j mig ekki í friði fyr en eg fyndi henni I stað. Samt gat eg það ekki þetta ■ kvöld, en siðan hefi eg fundið henni | stað — þó ekki alls fyrir löngu; og i það er hann LaFollette, einn af sena- torunum okkar Bandaríkjafólks. — j Þarf eg kannske að taka það fram, | að mér leizt vel á þenna Þ. Þ., þótti hann fallegur maður. Svipurinn sýndi hreinan mann. Þegar sögunni var lokið, hófust umræður og samræð- ur, sem ekki stóðu lengi, þangað til Þ. Þ. bauðst til að lesa aðra sögu. — Nei, nú er nóg komið, sagði Laxness og stóð upp, enda var þá komið nær ur nokkur, og kom einn. Allir aðrir en eg þekktu hann víst og fögnuðu honum vel. Hann settist þegar við hljóðfæri, sem þar stóð og fitlaði við nóturnar, meðan Þorbergur las, ekki svo að hann spillti áheyrn, en fingur hans kunnu víst ekki við sig annars- staðar en á nótunum. Mér virtist hann kynni að vera öðruhvorumegin við fertugt. Föt hans, þó þau væru kokkaleg, sýndu slit. Hár hans mundi einhverntíma hafa verið þykkra, en fór þó sinn veg, tók ekki bælingu- Mig minnir að mér væri sagt að maður þessi héti Páll; en hvort sem hann heitir það eða ekki þá kalla eg hann það, nú og síðar þegar eg minnist á hann. Mér var sagt að hann lifði af því að kenna músík út um sýslur og sveitir lands ins. Auk þess fengist hann við að semja lög — ný lög. Eitt af þessum var sungið af Karlakór Reykjavíkur í Iðnó, þá er Vestur-Islendingafélag Reykjavíkur hélt gestum sínum, Vest ur-Islendingum samsæti þar 1. ágúst Og hafi eg tekið rétt eftir — hvort af þeim lögum, sem þar voru sungin var verk þessa manns, er enginn efi á því, að vér lslendingar heyrum meira um hann í náinni framtíð. — Slíkir menn heimsækja Unuhús og eru þar velkomnir gestir. Og síðast en ekki sízt, nokkur orð um húsráðandann. Þetta var mér sagt um hann og hús hans: — For- eldrar hans voru Guðmundur Jóns son, ættaður úr Svartárdal i Húna- vatnssýslu, og Una Gísladóttir, þing- eysk- Þegar Erlendur var enn barn að aldri, kom móðir hans til Reykja víkur og eignaðist hús það, er síðan hefir borið nafn hennar. Hafði hún ofan af fyrir sér með því að selja kost. Var hún góð kona og góð- gerðasöm yfir efni fram, og gáfuð fram yfir það sem almennt gerist. Komst sá siður snemma á, að ungt og hugsandi frjálslynt fólk, skáld og listamannaefni sóttu þangað, og fundu sig ávalt heima. Þegar Er- lendur hafði aldur til, fékk hann at- vinnu í bænum, hjá bæjarstjóminni, skilst mér, og hefir haldið henni síð- an. Að móður hans látinni, hélst sami siður, að því er gestrisni snerti. Erlendur er ókvæntur; eg mundi segja hann nær fertugsaldri. Að loknu dagsverki kemur hann vana- lega við í bakaríi, kaupir mikið af allskonar sætabrauði, og ber það heim með sér. Þegar heim kemur, skrýðist hann einkennisbúningi veit- ingamannsins, þ- e. setur á sig stóra hvíta svuntu, og fer nú að búa sig undir gestakomu. Einhverntíma frá kl. 8 til 9 fara gestir hans að koma. Þá er borö dekkað og kaffi tilreitt Veitir hann svo allt kvöldið, þar til allir eru farnir. Enginn kemur þar svo, að ekki séu góðgerðir á reiðum höndum. Gestir hans eru þar heima — mega tala um alla hluti milli him- ins og jarðar, í jörð og á, og sitja svo lengi sem þá lystir. En þeir mega ekki drekka neitt sterkara en kaffi, og ekkert ljótt finnur þar upp- sprettu né þroskunarskilyrði. Að því frádregnu er hann faðir og móð- ir, systir og bróðir og vinur allra, sem hann heimsækja, í þeirra orða dýpstu og hreinustu merkingu- Sem dæmi var mér sögð eftirfylgjandi saga af Erlendi. Eg var ekki beðin fyrir hana, þ. e. ekki tekið fram, að eg mætti ekki hafa hana eftir. En hafi það nú samt verið meiningin, bið eg þegar i byrjun afsökunar á því, að taka mér þetta Bessaleyfi með þá sögu. Erlendur átti systur, sem eftir lát móður þeirra bjó einnig í Unuhúsi — hafði þar herbergi. Hún hafði og at- vinnu í bænum, og var einungis heima á nóttum. Einhverju sinni, þá er Erlendur var heim kominn, en systir hans ekki, kemur stúlka þang- að og biður hann ásjár. Hún var allslaus og í slæmum kringumstæð- um, sem ollu þvi, að hún gat ekki unnið næstu vikur- Erlendur vísar henni á herbergi systur sinnar, og fór hún þangað þakklát, eins og nærri má geta. Þegar systir hans kemur heim um kvöldið, þykir henni heldur en ekki vera kominn köttur i ból Bjarnar; fer til bróður síns og spyr, hvað þetta eigi nú að þýða. — Nú, eg varð að láta hana einhvers- staðar; eg hafði ekkert annað pláss, svarar Erlendur. — Já, en eg get ekki verið þar líkæ, eins og þú sérð Nú, þá verður þú að fara, þér eru all- ir vegir færir, en hún á hvergi höfði sínu hæli. — Systir Erlendar fór, en stúlkan var þar unz hún varð heil og fær um að vinna. Hvorugt þeirra systkina hafði séð stúlkuna fyr, né vissi nokkur deili á henni. Þetta er maðurinn, sem hefir “op- ið hús’’ fyrir það, sem margir kalla Bolsana í Reykjavík, og heldur vernd- arhendi yfir karakter þeirra. Betur að slíkir væru margir- Einhvern heyrði eg nefna Erlend “föður” Bolsanna. Mér fannst það heiðurstitill, í hverri meiningu, sem hann kann að hafa verið gefinn. Og víst er um það, að væru allir Bolsar líkir þeim, er eg mætti í Unuhúsi væri ekkert að óttast, að því er þá snertir. Næsta dag lenti eg í allmíkilli sennu út af þeim Þ. Þ. og Laxness, sem lyktaði með því, að einhver tók Bréf til Láru” og las kafla úr því, þar til allir veltust um af hlátri, og urðu svo góðir vinir, eins og verið höfðu þeir áður. Þannig lauk þessu æfintýri. Frh. Frítt við kvefi yfir veturinn llmlurMnmlfK nliferfi tII þeM* 11 1i lækna kvef, hefir nú fundin verilí. Keynllf hana frfft. Ef þú kvelst af kvefköstum þegar kalt er o grakt í lofti ef þér finnst þú kominn aö köfnun, þá skrifiö taf- arlaust Frontier Asthma félaginu og biöjiö um þetta undralyf frítt. í>ati gerir ekkert til hvar þú ert eöa hvort þú hefir nokkra trú á meíulum eCa ekki, skifaöu eftir því. Ef þú hefir allan þin naldur af þessum kvilla kval ist o greynt allt sem þér dettur í hug án bata, og þó þú hafir fyrir löngu gefit5 upp alla von, þá samt skrifatiu eftir lyfi voru frítt. FREE TRIAIj COUI'ON FRONTIER ASTHMA CO., 219K Frontier Bldg. 462 Niagara ts. Buffalo, N. Y. Send free trial of your method to: Friðrik Bjarnason Annan dag marzmánaðar síðastbð- inn andaðist að Wynyard, Sask., eirn ágætastur höldur íslenzkra félags- mála þar í byggð, Friðrik Bjarnason. fyrrum bóndi og homeopati. Fædd- ist hann að Tungu á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu 3. júlí 1851- Voru foreldrar hans Bjarni Sigurðsson frá Katadal og Náttfríður Markúsdóttir, Arngrímssonar frá Melstað. Missti hann móður sína 12 ára gamall og var eftir það til heimilis á ýmsum stöðum, þar á meðal í Ásbjarnarnesi hjá Ásgeiri Einarssyni alþingis- manni; leið honum þar ágætlega. Arið 1874 fluttist Friðrik vestur um haf, ásamt föður sínum, bústýru hans og systkinum sínum, Sigur- björgu og Samson, hinum góðkunna búhöld íslenzku Dakotabyggðarinnar. Námu þeir feðgar fyrst land í Nýja Islandi, en stóðu þar stutt við og fluttu til Dakota. Þar bjó Friðrik á landnámsjörð sinni á Pembinafjöll um í 26 ár, eða fram til ársins 1906. Fluttist hann þá til Canada og nam land í Wynyard, Sask. Dvaldi síðan þeirri byggð til æfiloka. Arið 1875 giftist Friðrik Mildfríði Arnadóttur frá Grafarkoti á Vatns- nesi. Fór hjónavígslan fram í Tor- onto, og voru hjónaefnin þá í lslend- ingahópnum á leið til hins nýopnaða landnáms i Nýja Islandi. Þeim varð 8 barna auðið. Dóu 2 í æsku. Hin lifa: Jakob, kvæntur Vilborgu Gisla- dóttur; þá Hjörtur, kvæntur Guð- rúnu Steinólfsdóttur, Grímssonar; þá Bjarni, kvæntur Helgu Stefánsdótt- ur Teitssonar; þá Sigurður, kvæntur Þóru Hansdóttur Sigurbjörnssonar; þá Elinborg; þá Árni Levi. Konu sína missti Friðrik í Wyn- yard árið 1911. Brá hann þá búi og fluttist til bæjarins, en Jakob sonur hans tók við jörðinni. Síðustu árin hvarf hann til Bjarna og Helgu, og naut þar beztu aðbúðar og umsjár bæði þeirra og annara ástvina sinna. Gerðist hann nú all-aldraður og þó yfirleitt hress til heilsu. Sumarið 1928 ók hann í bíl með þeim, er þetta ritar, frá Wynyard til Mountain, N. D., til þess að taka þátt í hinni veg- legu 50 ára hátíð byggðarinnar — hann var þar einn heiðursgestanna — svo og til þess að kveðja I síðasta sinn hinar kæru fomu stöðvar, frændur og vini. Fengum við vonda vegi á köflum og hnjask nokkurt, og vorum þrjá daga á leiðinni. En eigt sá á honum þreytu né æðru, fremur en ungur væri. (Um æfiatriði Frið- riks heitins vísast að öðru leyti til Dakotasögu Thórstínu Jackson, bls. 302. Eru þau þar fyllri en hér, að öðru leyti en því, að þar hefir nafn Sigurðar sonar hans fallið niður.) I fyrrahaust lagðist hann banaleg- una. Varð krabbamein honum að fjörlesti. Þjáningar sínar bar hann með eindæma karlmennsku og and- legu jafnvægi. Nóg hafði hann að lifa fyrir, og því fús, ef svo vildi verkast, að rísa úr rekkja og leggja enn á ný hönd á plóginn. öllu kær- ara var honum þó að mega deyja, og hverfa frá kvillum og hörmum hins lúna líkama inn i líf og ljós nýs til- verustigs. Hann leit á dauðann sem “fegursta æfintýrið í lífinu” — eins og prófessor Haraldur Níelsson komst einu sinni að orði. Jarðarförin fór fram fimtudaginn 6 marz í frosthörðu veðri. Var þar staddur fjöldi manns. Fór aðal kveðjuathöfnin fram í kirkju Quill Lake safnaðar, en forseti hans hafði Friðrik vérið árum saman. Höfðu ungmenni safnaðarins, undir umsjón A. I. Blöndahl, skreytt kirkjuna af prýðilegri smekkvísi. Hér á eftir fam — fyrir góðvild ritstjórans — kaflar úr kveðjuávarpi, sem þá var flutt. Er þar gerð tilraun til þess að lýsa skap-höfn og lífsverðmætum Frið- riks heitins, að svo miklu leyti sem rúm leyfir. Mér fannst eg þekkja hann. Atta ára samvirina veitti mér ærið tækifæri til þess að kynnast honum vel. Astúðlega tók hann á móti mér ungum, lítt lífsreyndum og alls óreyndum sem kennimanni, og sleppti aldrei af mér eftir það föður- legri hendi. vakandi umhyggju og örvandi trausts. Eg er því einn í hópi þeirra mörgu, sem blessa minn- ingu hans með klökkva þakklætis og lotningar. Friðrik A. Friðriksson. Blaine, Wash. * • • KAFLAR ÚR LIKRÆöU, er flutt var í kirkju Quill Lake safn- aðar fimtud. 6. marz, s.l. við jarðarför Fr. Bjarnasonar. “En ef vér erum með Kristi dánir, trúum vér því, að vér og munum með honum lifa.” (Róm. 6, 8.) Einn sólarhringur aðeins er liðinn síðan eg stóð við aðrar líkbörur — litla hvíta kistu. I henni lá lík af ársgömlum svein, fríðum og efnileg- um. Ylvindar mannlegrar ástar höfðu boðað vor. Nýr mannlegur vor gróður var tekinn að vaxa mót só! og sumri. Skyndilega kom þá frost- hönd dauðans og sleit nýgræðinginn af rót lífsins. Og dauðinn varð ást- vinunum að grimmdarsegg, vægðar-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.