Heimskringla


Heimskringla - 31.12.1930, Qupperneq 6

Heimskringla - 31.12.1930, Qupperneq 6
*. BLAÐSÆ)A HEIMSKRINGLA WINNIPEG 31. DESEMBER, 1930. lOQðSðsoðseðoeððsoosoððeooðððoecðsoeeoðoosoððosccðsosc RoblnlHood RdpÍCl OdtS Canadískur morgunmatur góði Andrés minn! Þá ætla eg ekki að syrgja Mettu leng ur, því að þú ert mér þúsund falt dýrmætari en hún.” Og hún fór að reyna að hughreysta hann og bera í bætifláka fyrir hann, eftir því sem hennar góða kærleiks ríka hjarta lagði henni orð í munn. Við dauða Mettu urðu líka stórkostleg umskifti á högum hennar, því að upp frá þeirri stundu varð Andrés aftur hinn sami kostgæfni og trygglyndi maður, sem hann hafði verið áður en þau komu til þorpsins, og hann forðaðist eins og heitan eldinn allt það, sem átti skylt við drykkju og spil. Allt sumarið hafði hann stöðuga og arð- sama vinnu, og um haustið mátti líta nýja Mettu á beit utan litla húsið, sem stóð afsíðis í austurenda þorpsins — nýja Mettu, sem -var, eins og hin fyrri, eftirlætisgóð allra á heimilinu. Og vorið eftir varð heldur kátt í kotinu, þeg- ar Andrés kom einn góðviðursdag heim með kú í taumi. Andrés hafði á þessu eina ári spar- að á laun og dregið saman kýrverð, án þess að Karen hefði nokkurn grun um það, og nú kom hann heim með kúna að öllum óvörum. Karen fleygði sér í faðm Andrésar, tók um hálsinn á honum, og kyssti hann með innilegu þakklæti fyrir gjöfina, og með þeim kossi rann sérhver beisk endurminning burtu, sem til þessa hafði öðru hvoru gert vart við sig í brjósti hennar. Þannig atvikast það oft í lífinu: Það, sem í svipinn skoðast sem sorg og andstreymi, get- ur síðar meir orðið að gleðiuppsprettu. Það er að eins undir því komið, að taka hin réttu tök á því. Úrelt? — Bíddu í tíu ár, og þá er það ný- asta tízka. Trúðu aldrei þeim manni fyrir leyndar- máli, sem er mjög ástfanginn í konunni sinni, því að hann trúir henni fyrir því, hún trúir sýstur sinni fyrir því, og systir hennar trúir öllum bænum fyrir því. Hversu margir hata ekki nágranna sinn, einungis af þeirri ástæðu, að þeir eru sér þess sjálfir meðvitandi, að þeir verðskulda, að hann hati þá. Sá, sem aðeins gerir skyldu sína, gerir ekki skyldu sína. Hinn heilbrigði hefir þúsund óskir, hinn veiki að eins eina. Það er ekki einungis á fortepíanóið, sem menn leika lög, er þeir ímynda sér að séu þeirra eigin. Metta. (Sjálenzk smásaga.) Þetta var þrumuskúr, sem hressti jurtarík ið til muna. Trén og runnarnir höfðu um svo langan tíma verið skrælþurrir og rykugir, að hinn upphaflegi græni litur þeirra var orðinn öskugrár. Blómin höfðu hengt höfuðin, mátt- laus og veikluleg af vatnsskortinum. En loks ins, seint og síðarmeir kom regnið, og hressti og endurnærði gróðurinn. Það skolaði rykið allt í einu af blómunum og trjánum, svo að þau fengu aftur sinn eðlilega lit. Allt varð svo líflegt og blómlegt, rétt eins og vorið væri ein- mitt að byrja, og loftið, sem áður hafði verið molluheitt, varð nú hæfilega svalt og hress- andi. Lævirkjarnir sungu söngva sína með dillandi röddu úti yfir ökrunum og altl varð sem nýfætt í náttúrunnar ríki. Regnið hafði einnig komið lifi og fjöri í íbúa litla hússins, sem stóð afsíðis í austurenda þorpsins Allir þeir, sem heima voru í kofan- um þyrptust út í dyrnar, og tvö af börnunum áræddu meira að segja út í regnið — þau vissu sem sé að þau mundu ^stækka við regnið, al- veg eins og blómin og grasið, og þau hlógu og ráku upp gleðióp við hvern regndropa, sem féll í höfuðið á þeim. En móðirin, sem stóð í dyr- unum og hélt á yngsta barninu á handleggn- um, renndi augunum í áttina til þorpsins og tók engan þátt í gleðilátum barnanna. Það var raunalegur áhyggjusvipur yfir andliti hennar, og hún stóð lengi og horfði á rauða tiglaþakið sem hæst bar af öllum húsþökunum í kringum járnbrautarstöðina. Það var þakið á kránni — öl- og brennivínskránni. Ef til vill sat And- rés þarna inni í Ioftillu drykkjusmugunni og drakk og spilaði burtu þessum fáu aurum, sem hann hafði tekið við í dag hjá mannvirkjafræð- ingnum, sem hann hafði vinnu hjá. Hjarta hennar engdist saman við þessa hugsun — þau höfðu svo sára þörf fyrir þessa fáu aura, sem hann vann sér inn. Hvað það var hörmu- legt að Andrés skyldi lenda í hópi þeirra kump- ána, sem höfðu vinnu við járnbrautina! Hann var orðinn allur annar maður, síðan hann komst í kynni við þá. Hann var nöldrunarsam ur og uppstökkur, þegar hann var heima, óá- nægður við sjálfan sig, konu sína og börn, og yfir höfiuð með öll lífskjör sín, — hann, sem æfinlega hafði verið svo góður og þolinmóður. Orsökin til þessarar stórkostlegu breytingar var hinn hörmulegi drykkjuskapur og hin við- bjóðslega spilamennska á veitingakránni. — Bara að hann vildi hætta komum sínum þang- að, — bara að hann vildi hætta að drekka. — Vesalings konan hafði oftar en einu sinni grát- bænt hann, heitt og innilega, að hætta nú að drekka, en hann hafði aðeins brugðist reiður við og svarað henni skömmum og skætingi, svo að nú þorði hún ekki fyrir sitt líf að minn- ast á það einu orði framar. Hún bar harm sinn í hljóði, og reyndi með aukinni iðni að verjast skorti og örbirgð, en hún var farin að sjá fram á það með þungum huga, að viðleitni hennar mundi brátt verða árangurslaus. “Mamma,” sagði annar drengurinn, “nú er næstum því hætt að rigna; eigum við ekki að fara út með hana Mettu?’’ “Jú, farið þið út með hana, og reynið þið að finna henni góðan stað,” svaraði móðirin og fór inn til að taka aftur til sauma sinna. Þrjú elztu börnin skunduðu nú sem skjót- ast inn í geitaklefann, og komu að vörmu spori aftur með geit í eftirdragi, sem jarmaði af á- nægju yfir því að koma út. Það var Metta. Það var auðvelt að sjá, að Metta var eftir- lætisgoð barnanna, og að trygg vinátta var staðfest milli þeirra og hennar. Hún var líka allra mesti kostagripur. Hún gerði sig ánægða með lítiö, en annaðist þó ætíð um að mjólk- ursopi væri til, til þess að súpa með brauðinu, og það meira að segja bæði fitumikil og bragð- góð mjólk, sem fékk börnin til að gleyma því, að nokkuð það væri til í heiminum, sem héti smjör. Hamingjan má vita, hvernig þessi fjöl- skylda hefði átt að draga fram lífið, ef Metta hefði ekki verið til! Og hún var ekki einungis fjölskyldunni til ómetanlegs gagns — hún var einnig börnunum til yndis og dægrastyttingar á margan hátt; jafnvel minnsti krakkinn hjal- . aði af gleði, þegar hann sá hana, og breiddi út faðminn á móti henni. Það var nú farið með Möttu yfir í skurð- inn hjá þjóðveginum, og var hún tjóðruð þar sem grasið var bezt og blómlegast. Og þar stóð hún og naut gæða lífsins í fullum mæli, án þess að hana grunaði neitt, hvað fyrir myndi koma. Meðan á þessu stóð, sat Andrés á veit- ingakránni og spilaði við þrjá aðra verkamenn við járnbrautina. Þeir höfðu drukkið fast, og Andrés var orðinn þrútinn og rauður í framan, og á svip hans mátti sjá, að hann var töluvert æstur. Hann hafði líka verið einstaklega ó- heppinn og tapað hverju spilinu á fætur öðru. “Fari þau til helvítis, öll þessi spil!’’ öskr- aði hann loksins með drafandi röddu og fleygði sínum síðustu aurum á borðið. “Það er ljóta bölvuð óheppnin, sem eltir mig sí og æ!” “Allt er gott, ef endirinn er góður, sagði kaðlarinn,’’ svaraði einn drykkjufélaginn og tæmdi glas sitt. “Þú átt að gefa, Andrés.” “Eg hefi enga peninga eftir.” “Þá hefir þú úrið þitt, láttu það fjúka!" “Úrið er farið fyrir löngu,” mælti Andrés önuglega. “Já, en við verðum þó að gefa þér kost á að vinna þetta upp aftur. Hefir þú ekki eitt- hvað annað, sem þú getur gripið til?” “Hann hefir þó að minnsta kosti geitina sína," gall annar drykkjufélaginn við. “Við skulum spila um geitina, Andrés; ef til vill vinnur þú þá þína peninga aftur, og máske meira, því að önnur eins óheppni og þetta get- ur þó fjandann ekki varað um alla eilífð.” “Nei,” svaraði Andrés, “ekki vil eg það.’’ En nú kölluðu hinir krármennirnir og heimtuðu meira brennivín — meira brennivín. Og svo tóku þeir að drekka á ný, veittu Andrési óspart, og leiddu honum fyrir sjónir, hve heimskulegt það væri að reyna ekki einu sinni að vinna þetta upp aftur. Og svo fór að lok- um að Andrés lét undan fortölum þeirra. Þessi bölvuð óheppni hlaut þó einhverntíma að taka enda, hugsaði hann. “En við viljum fá geitina hingað og sjá hana, áður en við byrjum,” heimtuðu þeir. Andrés stóð upp og skjögraði af stað. — Hann laumaðist þar sem minnst bar á fram með þjóðveginum bak við þorpið. Og þar rak hann sig loksins á geitina, þar sem hún stóð tjóðruð í skurðinum. Hann tók hana með sér og lagði aftur af stað til veitingaholunnar. — Þegar hann kom að kránni batt hann geitina við vegslána, sem höfð var til þess að loka þjóðveginum, þar sem járnbrautin lá yfir hann. Það var ein af þessum gömlu og nú úreltu vegslám, sem voru þannig gerðar, að öðrum enda þeirra var lyft upp, svo að þær stóðu beint upp í loftið, þegar vegurinn var opinn. Nú hafði sláin nýskeð verið látin falla, og þjóð- veginum þar með lokað, með því að járnbraut- arlest átti að fara framhjá rétt í þessum svif- um. Það sást einmitt til hennar niður við bugðuna á járnbrautinni. Umsjónarmennirnir þurftu ekki að ómaka sig út úr stöðvarskál- anum, til þess að lyfta vegslánni eða láta hana falla; þeir gátu gert það með því að toga í eða gefa eftir snæri, sem lá alla leið frá slánni og inn í skálann. Eins og áður er skýrt frá, batt Andrés Mettu við slá þessa, og fór síðan inn til drykkju félaga sinna, sem urðu heldur en ekki glaðir við komu hans. Þeir drukku hvert staupið á fætur öðru, á meðan járnbrautarlestin þaut fram hjá með harki og skrölti, og lét hvína í gufupípunni. Svo stóðu þeir loksins upp og slöguðu út, til þess að skoða og verðleggja Mettu. En vesalings Metta var ekki lengur mikils virði. Meðan Andrés sat í ró og makindum við staupið sitt, höfðu stöðvarumsjónarmenn- irnir togað í snærið og lyft slánni, svo að hún stóð beint upp í loftið, og efst uppi hékk geitin með bandið um hálsinn — kyrkt og steindauð. Drykkjufélagarnir ráku upp skellihlátur. er þeir sáu Mettu hanga þarna, en Andrés hrökk náfölur aftur á bak, rétt eins og einhver hefði gefið honum rokna kjaftshögg. Hann hafði í sama bili komið auga á Karenu, sem stóð grátandi hjá vegslánni og neri hendurnar. Nú sá hann allt í einu hversu lúalega, hversu einötaklega fúlmannlega hann hafði hagað sér. Samvizkan var nú loksins vöknuð. “Upp með dýrið!” æpti einn svallarinn. “Hvað bjóðið þið? ........ Nú, Andrés, farðu nú að byrja uppboðið!” En Andrés gegndi honum ekki einu orði. Hann skundaði til konu sinnar, faðmaði hana að sér og leiddi hana af stað heim á leið. öl- víman hafði algerlega runnið af honum, og grátur Karenar nísti hjarta hans eins og tví- | eggjað sverð. Aldrei á æfi sinni hafði hann fundið til jafndjúprar fyrirlitningar á sjálfum sér, eins og á þessari stundu. Og þegar þau voru komin heim, gerði hann játningu yfirsjóna sinna fyrir henni og bað hana að fyrirgefa sér alla þá sorg og allt það andstreymi, sem hann hefði bakað henni, og hét henni því með dýrum eiði, að hann skyldi upp frá þessu byrja nýtt og betra líf. Þá lagði Karen handlegginn um hálsinn á honum og mælti: “Guði sé þá eilíft lof og eilífar þakkir, NEISTAR. Flestir þekkja bæði skyldur og réttindi: réttindi sín, og skyldur — annara. íllt er að vera fáfróður, en verra er að vilja ekkert nema. Trúnaður og einlægni framleiða stundum fyrirlitningu, en fals og tvöfeldni — lotningu. Þegar þú velur þér konu, þá veldur hana einu stigi fyrir neðan þig; en viljir þú velja þér vin, þá veldur hann einu stigi fyrir ofan þig. Oft verður sá vegvís, sem einsamall ferð- ast. Menn hafa uppgötvað það, að því eldri, sem maðurinn verður, því minni verður heilinn í honum. Þetta er auðvitað orsökin til þess, að unglingarnir vita allt, en þeir fullorðnu ekk- ert. Hinn besti heimspekingur, sem eg þekki, er sá, sem hefir nóg að éta og drekka, og á peninga á vöxtum. Fæðingin er ekkert annað en byrjunin á dauðanum, alveg eins og kveikurinn byrjar þegar að eyðast, er kveikt er á honum. Nú ið er eitt augnablik, og að eins þetta augnablik er — lífið. Hefndin er sæt, en afleiðingarnar beiskar. Ef maður svíkur þig einu sinni, þá er það hans sök; en svíki hann þig í annað skifti til, þá er það sjálfum þér að kenna. Margir eru þeir sem ekki skoða heiminn eins og hann er, heldur eins og þeir eru. Margar hinar stærstu sigurvinningar eru j unnir í smábardögum lífsins. Illar sálir líkjast slæmum myndum í því, | að þær eru oft í snoturri umgerð. Slæm tilhneiging er fyrst vegfarandi, svo gestur, og að síðustu drottnari. Það er auðveldara að bera hvert annað mótmæli sem er, heldur en slæmt mannorð. Vér finnum það ætíð, þegar aðrir særa oss, en vér verðum ekki nærri allt af varir við það, þegar vér særum aðra. Að hugsa hið rétta, skynja hið fagra, og vilja hið góða, — það er takmark þess, sem vill lifa skynsamlega. Næstum því allir breyta þannig, eins og þeir séu fulltrúa um, að þetta stutta mannlega líf, ætti að vara um alla eilífð. Ein hnefafylli af láni er meira virði, en full- ur sekkur af gulli. Góð samvizka er sú bezta eign, sem nokk- ur maður getur átt. Hún er betri en tvö vitni; hún eyöir hörmum og hugarangri, eins og sólin bræðir ísinn; hún er þér svalandi uppsprettu- lind, þegar þið þyrstir, stafur sá sem iþér reyn- ist beztur til stuðnings, þegar þú verður magn- þrota, hlíf, er varðveitir þig fyrir bruna sólar- innar og hinn bezti og þægilegasti koddi á banasænginni. Undarlegt er það, en satt er það, að menn verða venjulega því æstari og ákafari að verja málstað sinn, sem þeir sannfærast betur um, að þeir eiga rangt mál að verja. Þeir er ekki traust hafa á sjálfum sér, geta ekki borið traust til annara. Margir villast á köllun sinni í lífinu, vegna þessað líkami þeirra og sál eiga ekki saman. Rósemi og ánægju getur vinnan veitt oss, en hamingju getur ekkert veitt, nema kærleik- urinn. Ef þú hefir aldrei verið heimskingi, þá máttu eiga það víst, að þú verður aldrei hygg- inn. Ef englarnir færa skrá yfir sorgir mann- anna, eins og yfir syndir þeirra, þá vita þeir, hversu margar og þungar sorgir eiga rót sína í misjöfnum og skökkum skilningi mannanna á þessu eða hinu málefni. Reyndu aldrei að gizka á hvatir mann- anna til hins eða þessa; þú getur hvort sem er aldrei gizkað rétt á. Vinátta, sem lifir á lýginni, getur ekki orð- ið langvinn; hún deyr, þegar hún í fyrsta skifti rekur sig á sannleikann. Hugsanirnar vita ekki hvað varðhald er. Eg þekki marga menn, sem gætu stjórnað fjölda manna með tungu sinna, ef þeir gætu stjórnað henni sjálfir. Krossa- og titlasýkin er hin algengasta brjóstveiki nú á dögum. Þú hælir þér af því, að þú eigir enga óvini. Áttu þá nokkra vini? Efvsvo er, þá leitaðu vel á meðal þeirra. Reglulegir gáfumenn eru sjaldan dramb- samir; stærilæti, og háar hugmyndir um eigin mikilmensku, eru venjulega ástæðulausar. Frjálslyndi er orð sem oft er notað nú á dögum. Það er talað um frjálslyndi í þjóð- félagsmálum og frjálslyndi í andlegum mál- um. Og margir eru þeir, sem gjarnan vilja láta telja sig í tölu hinna frjálslyndu, en fæstir þeirra hafa neitt af hinu sanna éðli frjálslyndis- ins. Hið reglulega og sanna frjálslyndi lítils- virðir ekkert, sem ekki er illt, eða dýrslegt og dónalegt — það rífst ekki og ónotast út af smámunum, og það skammast ekki æruleysis- skömmum, þó allir haldi fram einhverri annari skoðun á því eða því máli. En það hatar ills- kuna og kúgunina, í hverri mynd, sem hún er; það hatar fyrirlitningu þá, sem hinum smáu og umkomulausu er sýnd; og það er svarinn ó- vinur alls þess, sem fram við mann kemur, hvort sem það er einstakra manna verk, eða það er afleiðing af þjóðfélagsskipuninni. Frjálslyndi er hvorki hægt að kaupa né selja, og enginn pólitískur flokkur getur leigt það öð- rum eða þegið það að gjöf. Talsmenn þess finnast jafnt í öllum flokkum, öllum stigum og stéttum mannkynsins; en þeir, sem hafa mest af því, munu komast lengst í kappleik fram- sóknarinnar, og um leið vinna mest að heill og hamingju mannanna.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.