Heimskringla - 31.12.1930, Blaðsíða 8

Heimskringla - 31.12.1930, Blaðsíða 8
m. BLAÐSIÐA •» HEIMSKRINGLA WINNIPEG 31. DESEMBER, 1930. Ferth Dye Works Limited, þakka einlœglega viðskifti hinna mörgu íslenzku viðskiftavina sinna á líðandi ári, og senda þeim al- úðarfyllstu jóla- og r ýársóskir, og þeir vona að komardi ár megi þeir njóta ánægjonnar af veita þjónustu með gcðri fatahreinsun og litun. Telephone 37 266 Fjær og Nær Frá Fálkum. "Þívtm 26. þ. m. mættu Fálkamir hockeyflokk er Sheiks nefnast á Ol- ympic skautasvellinu hér í borginni. Sýndu Fálkamir þar þrautseigju og «Dg fimleika í sókn og vörn. Það hefir komið til mála að stofna íþróttaflokk kvenna, sem eina •deild í íþróttafélaginu Allar upplýs- mgar því viðvíkjandi veitir forseti. Arstillag félagsins fyrir unglinga supp að 16 ára aldri, er aðeins 50c — -Allir geta gerst meðlimir Fálkanna. Fimleikaflokkar Fálkanna æfa sig "Saú af miklu kappi og taka stórum tframförum- Þeir sem ekki eru “Krummar” geta Orðið “Fálkar”. Leitið upplýsinga. Stefna félagsins er: hraustur lík- íami og heilbrigð sál, í íslenzku and- 'oimslofti. Næstu hockeyleikar Fálkanna verða báðir við Wesiey College 7. janúar ktl. 8.00. tslendingar velkomnir. íiinn af hockeyflokkum Fálkanna, «r nefndi sig “Goodies”, hefir breytt uan nafn og nefnir sig nú “Geysir”. Ingi Jóhannesson, Wally Bjöms- son og Sverrir Hjartarson, voru með þeim fremstu í hockeyleiknum þann 26. þ. m. • * • Á fundi sem haldinn var á heimili Mrs. MacLeod 26. nóvember s.l., var stofnað “Heimilisiðnaðarfélag ís- lenzkra kvenna í Winnipeg”, með þeim tilgangi að efla og viðhalda ís- lenzkum hannyrðum hér í landi og kynna þær út á við. 1 félagið gengu 22 konur og í stjórn þess voru kosn- ar þessar konur: Heiðursforseti: Mrs. W. A. Mac- Leo<í. Forseti: Mrs. H. Líndal. Fyrsti varaforseti: Mrs. Ovida Sveinsson. 1 Annar varaforseti: Mrs. A. Blön- dal. Skrifari: Mrs. Albert Wathné. ★VICTOR STILL^ STANDS SUPREME HOME RECORDING RADIO- ELECTROLA Greatest Instrument of allH975« . (Q%cash & 20moDÍhs E.NiESiBinnr inrp.- . Sarqent at Sherbrook LOWEST TERMS IN CANADA Ragnar E. Eyjólfson Chlropractor Stnndar NérMtaklesra t Glict, hakverkl, tnuuraveiklun off NvefaleiNÍ Slmar: Off. «072«; Helma 39 2«5 Suite K37, Somerxet Rldg., 294 Portage Ave. THOMAS JEWELRY CO. 627 SAUGENT AVE. SIMI 27 117 Allar tegundir úra seldar lægsta verði. — Sömuleiðis water man’s Lindarpennar. CARL THORLAKSON úrsmiður Heimasími 24 141 J. A. JOHANNSON Carage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repavr and Complete Garage Service Gas, OHa, Extras, Tirea, Batteries, Etc. Varaskrifari: Miss Edith Peterson. Féhirðir: Mrs. Halldóra Thorstein- son. Þær konur, er kynnu að óska að ganga í félagið, snúi sér til stjómar nefndarinnar. • * • Saumafundur verður haldinn í hinu nýstofnaða Heimilisiðnaðarfélagi ís- lenzkra kvenna í Winnipeg i sam- komusal Fyrstu lúthersku kirkju á Victor St. miðvikudaginn 7. jan. n.k. hefst kl. 8 e. h. Stjómamefndin er beðin að mæta klukkan 7 • • * Jóns Sigurðssonar félagið heldur fund þriðjudaginn 6. janúar n.k., á heimili Mrs- P. S. Pálsson, 1025 Do- minion St. Hefst kl. 8 e. h. • * • Munið eftir afmælissamkomu stúk unnar Heklu, föstudaginn 2. janúar 1931 í Goodtemplarahúsinu í Winni- peg. Ræðu flytur þar séra Jóhann Bjarnason. Skemtiskráin er hin fjöl breyttapta. Enginn inngangseyrir; engin samskot- Fjölmennið! * • • Bom to Mrs. and Mrs. Alex John- son, Jr., 438 Osbome St., Dec. 30th, 1930, a son. * • * WHIST DRIVE og BRIDGE verð- ur næsta laugardagskvöld. Fjórir prísar fyrir Whist og tveir prísar fyrir Bridge. Spilakvöldið verður haldið í Goodtemplarahúsinu- 10. jan- úar verður dregið fyrir einn kassa af japönskum appelsínum. Lukkunúmer verða gefin næstu tvö laugardags- kvöld, til allra sem koma. Frítt kaffi og sætabrauð og dans á eftir fyrir 35 cents. Um víöa veröld Sir Jagadis Chandra Bose um einingu lífsins og samband hins lífræna og ólífræna. Það eru fáir Austurlanda visinda- menn, sem unnið hafa sér frægð og virðingu Evrópumanna. Svo hefir meira að segja lengi verið litið á í Ind- landi, að Indverjar væru alls ekki til vísindastarfa fallnir, einkum ekki til náttúruvísinda og tilrauna, á borð V’ð Hátíðarkveðjur yér óskum öllum vorum viðskiftavin- um farsæls nýárs, og þökkum þeim fyrir viðskiftin á liðna árinu. ' ^ ^ 'Í' '3r ifc 'í' ^ ?ir iir lir *■ iir ^ lir ^ir ?ir lír ^ ^ ^ o m m m * t Manitoba Co-Operative g Dairies Limited I m ALEX McKAY, Manager 844 SHERBROOK ST. WINNIPEG, MAN. jgj O Evrópumenn. Þetta hefir meðal ann- ars lýst sér i því, að við indverska há- skóla hafa innfæddir kennarar verið mun ver launaðir en brezkir. Nú em menn reyndar meira og meira að kom ast á þá skoðun, að þessi mannamun- ur sé algerlega ástæðulaus. Og það er einn Indverji, sem öðrum fremur hefir orðið til þess með starfi sínu að hrinda þessari skoðun og hefja nafn Indlands til vegs og virðingar í alþjóðlegu vísindalífi. Sá maður er náttúrufræðingurinn Sir Jagadis Chandra Bose, og hefir hann eink- um fengist við rafmagnsfræði og plöntulíffræði. Bose er nú forstöðumaður stórrar rannsóknarstofu, sem við hann er kennd, en það hefir kostað hann mikla örðugleika og andstreymi að ryðja sér til rúms og fá fræðimenn til þess að hlusta á hinar nýstárlegu kenningar hans og athuga tilraunir hans. Það eru ensku yfirvöldin í Ind landi, sem fyrst studdu hann, þó að stundum slettist upp á vinskapinn millFTTáns og þeirra, og það var Kel- vin lávarður, sem einna fyrstur vakti athygli á honum í Englandi- Bose er nú kominn á áttræðisaldur, en heldur stöðugt áfram rannsókn- um sínum, og hefir öðruhvoru ferð- ast um Evrópu. Það voru rafmagnsrannsóknir, sem fyrst vöktu athygli á Bose. Hann smíðaði skömmu fyrir aldamótin á- hald, sem var eiginlega alveg sams- konar áhald og síðan var notað til loftskeyta. Bose er því, ef ekki frumkvöðull, þá að minnsta kosti einn af brautryðjendum loftskeyta og út- varps. Tilraunir hans með rafmagns bylgjur urðu til þess, að hann veitti þvi athygli að málmurinn í tilrauna- tækjum hans “þreyttist”, varð ó- næmari en ella við miklar tilraunir, en náði sér aftur eftir nokkra hvíld, en ef hvfldin varð of löng, sljófgaðist hann og varð of “latur’’. En það lagaðist þegar hleypt var á málminn nýjum rafmagnsstraumi. Þetta varð upphaf þess, að Bose fór að rann- saka eðli og næmleika “líflausra” efna, málma og síðan aðallega jurta, og þær rannsóknir hafa leitt hann til alveg nýrra skoðana á sambandi hins lifandi og líflausa í náttúrunni. Hann hefir búið til áhöld, sem taka við og marka með línuriti hinar við- kvæmustu og minnstu' hræringar eða breytingar, sem verða á tilrauna- málmum hans og plöntun. “Við rannsóknir mínar á landamær um eðlisfræði og líffræði,” segir Bose sjálfur, “sá eg það mér til undrunar að mörkin hurfu, en ýms sameiginleg einkenni komu í ljós á því sem var lifandi og ekki lifnaði. Málmar taka viðbragð við örvunum. Þeir breyt- ast, þeir fjörgast og drepast af eitri. Milli hins ólífræna og dýraríkisins liggur hið afarvíða svið jurtaríkisins. Mér hefir tekist það að fá hina þög- ulu plöntu til þess að segja frá innra lífi sínu, til þess að skrifa sína eigin sögu. Þessar frásagnir sýna það, að ekkert viðbragð, engin lífshræring er til, jafnvel ekki í hinni æðstu skepnu, svo að ekki sé vísir hennar í plöntunni. Dýrið og plantan er margbreytileg eining í einu allsherjar úthafi lífsins. 1 þessari opinberun sannleikans verður hið dularfulla engu minna en áður, en óendanlega miklu dýpra. Þessi opinberun upp- rætir hjá manninum alla hugsun um það, að vera sjálfum sér nögur, allt sem hamlar því, að hann finni hinn mikla æðaslátt alheimsins.” Sumt af því sem Bose skrifar um þessi efni, hljómar eins og æfintýri eða skáldskapur. En það er engan veginn neinn heilaspuni. Niðurstöð- ur hans byggjast á nákvæmum rann- sóknum, sem framkvæmdar eru með fínustu verkfærum eftir ströngustu reglum vestrænna vísinda, og þó að þeim hafi fyrst verið tekið fálega af ýmsum, vegna þess hversu nýstárleg ar Þær voru, þá eru þær nú almennt viðurkenndar. Þar fyrir þurfa menn ekki, frekar en hver vill, að draga af þeim nákvæmlega þá sömu lífs- skoðun, sem Bose hefir gert fyrir sig. Hann segir að tilraunir sínar hafi fyllt líf sitt með óumræðilegri gleði. Lögrétta. HVAÐANÆFA. Bærinn Cambridge á Englandi seldi fyrir skömmu síðan heilmikið af gömlum munum á uppboði, og þar á meðal gamlan gálga, sem margur óbótamaðurinn hafði verið hengdur í þar í borg. Gálginn seldist þar fyrir eitt pund sterling, og var það einn hugulsamur fjölskyldufaðir, sem keypti hann til þess að nota fyrir rólu handa börnum sinum. ÍSLENSKUR MYNDHÖGGVARI hlýtur heiðurspening listaskólans danska. Sigurjón heitir hann ölafsson og er ættaður af Eyrarbakka, fæddur 1908 og því liðlega 22 ára gamall. — Hann kom hingað tvitugur og hefir í tvö ár aðeins stundað nám, með þeim árangri, að hann hefir nú á- samt öðrum manni hlotið gullpening listaskólans, sem aðeins er veittur endrum og sinnum, og aldrei nema að sérstakar gáfur og leikni séu fyrir hendi. Hvernig má þetta verða, munu menn spyrja, þegar þeir eru um leið fræddir á því, að allur námstími skólans er 6—7 ár að minnsta kosti. Skýringin er engin önnur en sú, að Sigurjón er óvenju duglegur og ein- beittur listamaður. Má s^jja, að þann tíma sem hann hefir verið í skól- anum, hafi hann ekki sleppt leirnum úr hendi sinni, nema til þess að grípa blýantinn og teikna. Þenna tírrm. hefir hann búið við þröngan kost, eins og allir íslenzkir námsmenn hér í Höfn, enda hefir hann neyðst til að vinna meðfram náminu. I fyrravetur málaði hann hús heima í Reykjavík, en í sumar hefir hann unn ið sem aðstoðarmaður myndhöggvar- ans Aage Edwin, er skreytir loftin í hinni nýju leikhús- og útvarpsbygg- ingu ríkisins. 6. nóvember, fjórum dögum áður en verðlaununum var úthlutað, birtist stutt viðtal við Sigurjón í “Nationat- tidende”, í tilefni af því að hann sýn- ir nú í fyrsta sinni á haustsýningunni “Den frie”. Var verkum hans hrósað þar og birt mynd af honum. Má segja að mest hafi verið tekið eftir verkum hans á sýningunni. Kom eg þar snöggvast á mánudegi. Að- sókn var furðulega mikil, en mest var af fólki við myndir hans. Má auð- vitað þakka blaðaummælunum þetta að nokkru, en myndimar eru án efa þess virði. Þær eru tvær andlits- myndir (frú Krabbe og Sigrún Magn úsdóttir leikkona), brjóstmynd af ungum vélamanni, andlitsmynd og karlmannslíkneski. Allar með föst- um persór^ilegum hlæ og mótaðar kunnáttu og vilja. Málarinn O. V. Barch skrifar 1 “B. T.” umsýninguna: “.... Hinn ungi íslenzki mynd- höggvari Sigurjón ólafsson, er dýr- mætur liðsauki í danskri list og brjóstmynd hans af vélamanni er bæði “plastisk” og sterk í hinum kjammikla og óskoraða styrkleik sínum. “Nationaltidende” telur Sigurjón meðal þeirra listamanna, sem þunga miðja sýningarinnar hvíli á. Við sama tón kveður í öllum hinum blöðunum. Þess ber að gæta, að þessi athygli blaðanna og almennings er til orðin vegna sýningarinnar, áður en Sigur- jóni var dæmdur heiðurspeningurinn. Má nærri geta, að athyglin tvöfald- aðist, þegar um verðlaunin fréttist. Þau eru auk gull-heiðurspeningsins 1200 krónur í peningum. Auk þess á myndin sjálfkjörið heiðurssæti á Charlottenborgarsýningunni næsta ár. Um mynd þá, af manni í líkams- stærð, sem verkefnið var og Sigur- jón leysti, farast blöðunum svo orð: “Nationaltidende”: — “myndin er .... ekki “í eðlilegri stærð”, heldur næstum tvöfalt það. Hún er sköp- uð af listamanni með tröllselju, risi sem sveiflar haka sínum ...... mikils vert verk manns, sem er frumlegum listagáfum gæddudr.” 'AS þetta er ekki skrifað hugsun- arlaust út.í loftið, sannar dómur sama manns um hina myndina, sem verð- launin hlaut — “myndin er, eins og verkefnið segir til “í eðlilegri stærð”, og sem listaverk skarar hún ekki fram úr sama meðallagi.’’ “Social-Democraten”: — “Sigur- jón segir sjálfur, að það, að hann fékk inntöku í skólann án inntöku- prófs, sé að þakka ágætri kennslu í íðnskólanum í Reykjavík. Með allri virðingu fyrir iðnskólanum, þykir okkur nú líklegra að hann hafi átt það hæfileikum sínum að þakka ..... mynd hans af þéttbyggðum, vöðva- miklum verkamanni með reiddan | haka, hlýtur að teljast efnilegt og ] þýðingarmilfið verk. Það er að auki hið fyrsta sjálfstæða verk hins unga myndhöggvara- Áður hefir verið bent á hið persónulega mót á skólaverk- um hans ......” Tíðindamaður Morgunblaðsins hitti Sigurjón á matstofu listaskólans, þar sem hann var að kaffidrykkju með myndhöggvaranum Aage Edwin, sem stjórnar skreytingunni á leikhús- byggingunni. Er hann einn af þekt- ustu myndhöggvurum í Höfn. -— Það gleður mig, segir Edwin, að Sigurjón skuli hafa fengið viður- kenningu frá skólanum. Það er i fyrsta skifti að íslendingur hlýtur danskan heiðurspening. Af íslenzk- um myndhöggvurum mun Sigurjón vera annar í röðinni þeirra, er heið- urspening hljóta. Ásmundur Sveins- son fékk fyrir nokkrum árum heið- urspening á listaskólanum í Stokk- hólmi. Sigurjón er vel að verðlaun- unum kominn. Hann hefir unnið eins og fantur síðan hann kom, og er þeirra listnema, sem eg þekki, sá er sízt hefir hlíft sér. . — Og hvað geturðu svo sagt um styttuna ? spyr eg Sigurjón. — Eg byrjaði á henni í sumar, og vinur minn Svend Nissen, gerði mér þann ómetanlega greiða að standa fyrir mér alveg ókeypis. Varð það beinlínis til þess að gera mér fært að vinna verkið, því að eg hafði ekki ráð á að leigja “model”. Nissen er auk þess talinn með beztu “modelum” í Danmörku. Auk hans á eg mikla hjálp og vináttu að þakka Aage Ed- win. Það var raunar ekki fyr en eg var búinn að móta myndina, að mér var bent á að hún svaraði til verkefnis- ins, sem gefið var til samkeppninn- ar. Sendi eg hana þá inn, en hafði ekki mikla von um sigur, þar sem margir kepptu og allir eldri en eg. — Og hugmyndin? -----var að skapa verkamann, vinnandi erfiða vinnu, — , gefa mynd af vinnuvél úr vöðvum og beinum, eins og svo viða má sjá. Annars vakti fyrir mér fyrst og frmest að skapa hreinleika í línum og formum. Utzon Franck prófessor, kennari Sigurjóns svaraði n,okkrum spurn- ingum, er eg lagði fyrir hann. — Að visu má segja að það sé sig- ur fyrir mig ,að tveir nemendur mínir hljóta verðlaun þetta ár. En mín skoðun er s0 að kennslan ein geti ekki skapað listamann, og það sýnir bezt, hverjar gáfur búa í hinum unga landa yðar, að hann hefir eftir aðeina tveggja ára nám unnið verðlaunin. Sjálfum mér get eg ekki þakkað þetta, heldur eingöngu gáfum hans og iðni. Hann kunni töluvert, þegar hann kom hingað, en það var frekar fyrir persónúleik i ímyndun hans en kunnáttu, að hann fékk upptöku í skólann próflaust. — Eg get ekki óskað Islandi til hamingju á annan veg en þann, að það megi bera gæfu til að hafa ætíð nóg verkefni fyrir svo gáfaða lista- menn, sem Sigurjón er. — Því að það verður aldrei hjá því komist, að lista- maðurinn nær mestum þroska fyrir þau verkefni, sem honum er falið að leysa — efnið er dýrt og vinnan erf- ið, — því verður hið opinbera að fá listamönnunum verkefni í hendur. — Byggingalistin íslenzka er ekki á háu stigi, en einmitt á því sviði eru verkefnin ríkust fyrir mynd- höggvara. • • • Gæfan virðist brosa við Sigurjóni. Hann er ungur, duglegur og gáfaður listamaður. Hann er hvers manns hugljúfi er honum kynnist, á allsstað ar vini og góðkunningja. Hann er einn þeirra manna, sem Island hefir alls ekki efni á að missa, og vonandi verður honum fyr eða síðar kleift að vinna verk sín heima. Khöfn ll. nóv. 1930. B.G. —Lesbók Mbl. HREINT OG HEILNÆMT LYFTIDUFT — BÚUIÐ TIL f WINNIPEG — OG SELT Á SANNÓJÖRNU VERÐI — OC GÆÐIN ERU ÁBYRGST AF Blue Ribbon Limited DUSTLESS COAL and COKE CHEMICALLY TREATED IN OUR OWN YARD Phone 87308 THREE LINES D. D. WOOD « SONS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.