Heimskringla - 25.02.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 25.02.1931, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS. LTD. SPECIAL Men’s Suits Dry 4 n A Cleaned & Pressed*? I bUU (Cash and Carry Price) Delivered, $1.25 Buttons Tightened, Heplaced and all Minor Reparirs Free DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Ladies’ Plain Silk Q 4 AA Dresses Dry Cleaned^ I «UU & Finished (Cash and Carry Pricel Delivered, $1.25 Minor Repairs Free ,XLV. ARGANGUR. WINNIPEG MIÐVTKUDAGINN 25■ PEBRtrAR, 1930. NCrMER 22 VESTURFVLKIN OG HVEITISAMLAGIÐ Bankaskuid sú, er Vesturfylkin á- byrgðust að standa skil á fyrir hönd Hveitisamlagsins, nemur alls $22,- 455,983. Hæst er ábyrgð Saskatche- wanfylkis og nemur hún $12,400,000. í>ar næst er ábyrgð Alberta fylkis um $6,284,558. En ábyrgð Manitoba- fylkis er minst og nemur $3,491,611. Þessar tölur yfir skuldina gaf for- sætisráðherra John Bracken í þing- inu sl. föstudag i fjármálaræðu sinni. Eignirnar, sem Hveitisamlag- ið i Manitoba á í kornhlöðum og byggingum, og sem að veði standa fyrir skuld þess fylkis, eru fyllilega taldar virði skuldarinnar. Upphæð á- byrgðarinnar er minni en hún var fyrir nokkru siðan, vegna þess að hveiti hefir talsvert hækkað í verði síðustu tvo mánuðina. PÓSTFLUTNINGA LOFTSKIP FERST. Eitt af loftskipum þeim, er flyt- ur póst frá Winnipeg vestur um land, fórst s.l. föstudag skamt frá bsenum Bagot, sem er 15 milur vestur af Portage La Prairie. Með skipinu voru tveir farþegar, Dr. R. E. Alleyn frá Winnipeg og George E. Lewls lífsábyrgðar agent frá Re- gina og dóú báðir. Skipstjórinn, er H. G. Forrester hét, komst með naumindum lifs af, en hlaut alvar- teg meiðsli á höfði og liggur á sjúkrahúsinu í Portage. Slys þetta vildi þannig til, að loft- farið lenti í þoku svo mikilli, að ekki var auðið að sjá hvert haldið var. Reyndi skipstjórinn. þá að lenda, en með því að ekki sást handa sinna skil, kom hann svo bratt niður, að loftskipið steyptist kollhnýs og stóð á sama augnabliki 5 björtu báli af gassprengingu frá vélinni. Brann skipið þar upp til agna ásamt öllum póstflutningi. — Parþegunum varð heldur ekki bjarg- að. Loftskipið var eign Western Can- ada Airways félagsins í Winnipeg. Slysið vildi til kl. 8.30 að kvöldi. NIÐINGSVERK. Þjófar ráfuðu inn í barnaheimili * St. Albert, sem er bær sex mílur vestur af Edmonton, s.l. föstudag °S stálu $215 í peningum, er geymd- 'r voru þar í öryggisherbergi, og lögðu eld í herbergið að því búnu. Báðskonur barnaheimilisins urðu eldsins varar og drifu börnin upp úr rúrnum sinum, 250 talsins, og út úr byggingunni kl. 3 um nóttina. Var eldurinn slöktur eftir þrjá fjórðu stundar, svo börnin gátu aftur far- 'Ö í rúm sín og þurftu ekki að atanda lengur hálfnakin úti. Ekkert af börnunum veiktist, þó orsök væri Ll þess, enda hlúðu umsjónarkon- arhar að þeim eftir föngum með rumteppum og sjölum á meðan þau Þurftu að vera úti. NYTT ORKUVER. Porsætisráðherra John Bracken 'hintist á það í fjármálaræðu sinni, að honum hefði dottið í hug að gera t'Iraun til að virkja Dauphin-ána í nánd við Sturgeon Bay í Winnipeg- vatni, til notkunar fyrir Manitoba- fylki. Þetta er 140 mílur norður af Winnipeg. Sagðist forsætisráð- herra ætla að sækja um samþykt tángsins til þess, að lita frekar inn. ‘ niöguleikana til framkvæmda á Þessu. Sagði hann auðið að fram- leiða um 400000 hestöfl þar, og v*ri tilraunin þvi þess verð að reyna hana. 100% HVEITISAMLAG. A þinginu í Saskatchewan var frumvarp samþykt um það, að al- menn atkvæðagreiðsla færi fram um 100 prósent Hveitisamlag, eða hvort skylda ætti alla kornræktarbændur fylksins að selja Hveitisamlaginu korn sitt eða ekki.. Var frumvarpið í þinginu samþykt með 84 atkvæð- um gegn 5. Er lítill vafi talinn á, að almenningur verði með 100 prósent hveitisamlagi, og að það verði þvi löggilt innan skams í fylkinu. VERKFALL 1 WINNIPEG. Fyrir hér um bil þremur vikum gerðu saumakonur og annað verka- fólk verkfall, er vann hjá Jacob Crowley Manufacturing Co., vegna þess að félagið fór fram á kauplækk un er nam 10 prósent af launum þeirra, er hæst var borgað, og 1—2 dölum af Iaunum þeirra, er 14 til 30 dala vikukaup höfðu. Alt var vinnu- fólk þetta í “Union”, og hafa þeir er fyrir þessum “Unions” eru, verið að reyna að komast að samningum við saumafélagið um að lækka ekki kaupið og hótað verkfalli í fleiri greinum, ef að vilja þeirra yrði ekki farið í því efni. En nú er saumafélag þetta aftur tekið til starfa, og hefir ráðið til sín nýtt fólk. Um 160 manns mistu þarna vinnu. HtrSBRUNI I KEEWATIN. Eldur, sem skyndilega kviknaði án þess að nokkur vissi hvernig á því stóð, brendi til kaldra kola heim- ili þeirra tijóna Thos. Johnstons og konu hans, á norðurströnd Darlington fjarðar í Keewatin síðdegis miðviku- daginn þann 14. janúar. Mrs. Johnson hafði farið út til þess að kalla á mann sinn, sem var að vinnu skamt frá húsinu; en þeg- ar hún kom aftur, stóð húsið i björtu báli. Eldliðið í Keewatin var tafarlaust kallað, og hepnaðist því að verja eldinum frá því að berast út til fleiri húsa, þrátt fyrir afarmikla erfiðleika. Húsið var i nokkurri eldsábyrgð, en mjög lágri. Nágrannar þeirra Johnsons hjóna votta þeim samhygð sina. Þau eru mikils virtir frumbyggjar i hérað- inu. Sérstaklega samhryggist fólk þeim sökum þess, að margir dýr- mætir minjagripir, sem þau höfðu komið með frá hátíðarförinni í sum- ar, eyðilögðust í eldinum, þegar heimili þeirra brann til ösku. NYTT FÉLAG. Nýtt félag var nýlega stofnað ný- lega í Carman, Man., er nefnist Anti Compulsory Pool League, og hefir það á stefnuskrá sinni, eins og nafn ið ber með sér, að sporna við því, að hér verði að lögum gert að skylda hveitiframleiðendur til að selja Hveiti samlaginu hveiti sitt. Er félag þetta aðgerðamikið og hefir nú samið bænaskrá, sem verið er að safna undirskriftum til, er fram á það fer að fylkisstjórnin í Manitoba skipi konunglega nefnd til þess að rann- saka gerðir hveitisamlagsins. Enn- fremur er farið fram á það við fylk- isstjórnina, að hún nemi úr lögum ákvæði þau, er skylda þá, sem und- ir samning hafa skrifað um að skifta við Hveitisamlagið, að verzla við það, fremur en mönnum gott þyki. 1 þessu nýja félagi eru bæði menn er utan og innan Hveitisamlagsins standa. Segir ritari þess.Frank Bodie, að full ástæða sé fyrir meðlimi Hveitisamlagsins, að biðja um að nema samninga sína úr gildi, þar sem Hveitisamlagið hafi ekki haft heimild til að kaupa hveiti á “op- tions” eins og það hafi þó gert. RIDDARATIGN. Kapteinn Malcolm Campbell, sá er nýtt met setti i hraðakstri í bil 5. febrúar s.l. við Dayton Beach í ^ Florida, með því að aka 245.7 míl- ur á klukkustund, hefir verið sæmd- ur riddaratign (Knighthood) af kon- ungi Breta. Verður hann þvi nefnd- ur hér eftir Sir Malcolm Campbell. ISLENDINGAMÓT ÞJÓÐ- RÆKNISDEILDARINNAR FRÓN Eins og auglýst var í blöðunum s.l. viku verður Islendingamót Fróns næsta fimtudagskvöld (26. febrúar) i Goodtemplarahúsinu. Hvergi hafa Islendingar, eldrt sem yngri, betri tækifæri til að skemta sér en þar. Einn bezti islenzki' söngvarinn, sem nú er uppi, syngur þar. Einn af okkar beztu íslenzku ræðumönnum vestaii hafs flytur þar ræðu. Eitt af okkar beztu kýmnisskáld- um flytur þar frumort kvæði. Ein af okkar ágætustu söngkonum hér vestra syngur þar. Ein af okkar ágætustu píanóleik- urum spilar þar íslenzka söngva. Ein af okkar beztu fiðluleikurum spilar. Þar lætur og blandað kór, undir stjórn Björgvins Guðmundssonar til sfn heyra. Þar verður undursamlegur dans. Þar verður og hangikjöt og rúllu- pylsa með öðrum íslenzkum kjör- mat á borðum. Þar verða kunningjar ykkar i hundraða tali. Þar verða vinir ykkar, bæði langt að komnir og úr nágrenninu. Þar verður svo skemtilegt, að hvergi verður skemtilegra. Þessa alls er aðeins kostur á að njóta einu sinni á ári. Notið tækifærið. Mótið hefst kl. 8 að kvöldi. FÆR BLAAN MIÐA. Samkvæmt hinum nýju aukalög- um Winnipegborgar, getur enginn gengið yfir þau stræti bæjarins, er, ljósamerki hafa ,fyr en ljósamerkið ! gefur það til kynna. Nýlega ætlaði j maður að þverskallast við þessu og gekk yfir Portage Ave. á Donald St. þó rauða Ijósið væri uppi. Lög- reglumaður, sem þar var viðstaddur, ætlaði að aftra manninum frá að fara yfir strætið, en maðurinn sinti því ekki. Skrifaði þá lögregluþjónn inn niður nafn hans og fékk honum bláan miða, sem flestir bílaeigend- ur munu kannast við, og er skipun um að svara fyrir gerðir sínar í | | dómsalnum. Ættu menn að láta sér þetta til varnaðar verða, er þeir þurfa yfir þessi stræti að ganga. GLÆSILEGUR FJARHAGUR. I fjármálafréttum sínum nú fyr- ir skömmu, vakti blaðið Free Press eftirtekt á mikilleika New York 9 \ lífsábyrgðarfélagsins. Slik frétt er; tslendingum allmijrið viðkomandi, j vegna þess hvað meðlimatala þeirra í þeim félagsskap er orðin há og fer altaf hækkandi. Það er sýnt þar, að sinna ferða fari félagið alt að einu, hvernig sem flest annað er alt í kring að hrynja. Það hafði jafnvel á síðastliðnu ári skrifað inn í reikninga meðlimanna sjötíu og tveggja miljón dollara gróða, eða rúmum tveim miljónum meira en næsta ár á undan, sem þó hafði ekki átt neinn sinn líka fram að þeim tíma. Meðal Islendinga þru þeir vafa- laust bezt að sér í þeim fræðum, hr, Kristján ölafsson og séra Jóhann P. Sólmundsson, og eru þeir sjálfsagt fúsir að veita mönnum þær upplýs- ingar í þessum efnum, sem óskað er eftir. TEKJUR SAMBANDS- STJÓRNARINNAR LÆKKA. Tekjur sambandsstjórnarinnar hafa lækkað á siðastliðnu ári um alt að því hundrað miljónir dala. Er sagt að stjórnin ætli að reyna að færa starfsreksturskostnað sinn niður um fimtíu miljónir dala, til þess að mæta að hálfu leyti þessum tekju- missi, en að hinu leytinu muni hon- um verða mætt með auknu póst- gjaldi á anng.rs flokks pósti, eða blöðum og tímaritum. Hefir burð- argjald á þeiitt pósti verið svo lágt. að póstmáladeildin þykist hafa tap- að stórum á þeim flutningi. Sigurður Jóhannsson Attræður. Afmælishugvekja. Þú hefir aldrei segrg þann séti, sem at5 á þig sneri. Attatíu árum meS enginn betur reri. öndvert útnyrðingi áttugæring rær ’ann. Þótt að stundum styrmi — stæri sjó inn — hlær ’ann; og á ytri miðum öngli björtum veiðir. Góðan hlut og háan heim að landi reiðir. Allir eru að róa; ýmsir lenda í strandi. Sumir hljóta háan hlut á þurru landi. Æ var þrautln þyngri, þeim sem ekki kunni; þurfti því að vera — þræll á galeiðunni. Margir skríða í ströngu, að stafla málmi ljósum; sumir sita og gráta; sumir baða i rósum. Þó er öllu óhætt, — eins þó skorti trúna. Leið er öllum opin yfir Gjallarbrúna. Helja heldur sínu; handföst reynir jafnast sleppa engu aftur, er til hennar safnast. Þó — með kærleiksþrá og þolinmæði og elju, gæti skeð menn gætu grátið sig úr Helju. Islendingur alinn ættjörð þinni fjærri. Oft í öngum þínum, útlægð finst þú nærri. Líttu á glösin glóa. — Gunnlöð situr hjá þér! — Súptu á Suttúngs myði, svo að vel liggi’ á þér. Láttu á ljósum vængjum ljóðadúfu þina stefna að sól og stjörnum, — styrkja vængi sina; og ef stöku örfar und í hjarta gera, láttu ekki andvörp óðs-hrynjandan vera. Helicon og Hekla ' halda uppi Bifröst. Studd af undra stólpum stendur brúin jarðföst. Vængjaða fáknum fráa fljúgðu himinbogann, gegnum himingrindur, gegnum vafurlogann. Brynhildur á beði Blundar sætt í Glaðheim; bærast bros á vörum, brúðir vaknar sanndreym. Sigurð sér og þekkir, Sjafnar draumar rætast. I unaðs-sælu-algleymd eilífðirnar mætast. • • • Steig eg stefja skammél með stuttu millibili; hleypti hræl með viftu, hart í vefjarskili. Enga heila hugrós hef því kljáð i vefinn; annars hefðu orðið innleitnari stefin. . E. A. A. FJÆR OG NÆR Séra Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjónustu að Arnesi næstkomandi sunnudag, kl. 2 e. h., og að Árborg 8. marz kl. 2 e. h. Arsfundir safn- aðanna haldnir á báðum stöðunum að afloknum guðsþjónustunum. • • • Frú Þórstína Jackson Walters flyt ur fyrirlestur á islenzku i Good- templarahúsinu, Sargent og McGee, fimtudaginn 12. marz, kl. g.30 e.h. Verða sýndar hreyfimyndir og lit- aðar myndir frá Islandi. • • • FALKAFLUG Eftir því sem á veturinn hefir lið- ið, eftir þvi hefir kappið orðið meira í Hockey leikjunum yfirleitt. Eru nú aðeins tveir leikir eftir til úr- slitaleikjanna, sem háðir verða að öllum likindum á Olympic skauta- svellinu hér í borginni. Er nú full- vissa fengin fyrir þvi að Fálkar og Natives há þar orustu. Þvi að hvorki Geysir né Víkingar geta náð svo langt, þótt þeir ynnu báða tvo leik- ina sem eftir eru. Má búast við þvi, að þeir Islendingar, sem enn hafa ekki gerspilst af maurahyggju eða mentagorgeir, muni sjá bjarmann af islenzku hreinlyndi, djörfung og karl mensku, hreyfi sig til framkvæmda þessum drengjum til stuðnings. Afstaða Hockeyflokka íþróttafé- lagsins er þessi: Fálkar hafa 13 mörk; Natives 13: Víkingar 7; Geysir 7. Natives 4 — Geysir 3 Natives sigra eftir hina snörpustu orustu er þeir hafa lent í á vetrin- um. Geysismenn verja hvern þuml- ung af svellinu, og langt fram eftir leiknum máti lítt í milli sjá. Connie Paulson ver höfn sina prýðilega, en fyrir Geysismenn varðist Sverrir Hjartarson sem hetja, og Skúli An- derson var mjög áberandi á mið- svelli. En þrátt fyrir alt gátu þeir ekki yfirbugað hina leiknu Natives, er gerðu snarpar árásir með fljót- úthugsuðu samspili, er Geysismönn- um varð að falli. Voru það þeir Wally Bjarnason og Arni Jóhannes- son er mest bar á fyrir Natives og gáfu Geysismönnum enga hvild. — Gengu þeir þvl sigri hrósandi af svelli og jafnir Fálkunum i samband inu. Fálkar 2 — Víkingar 0 Fálkar halda óslitinni árás í 60 mínútur og gefa Vikingum litið tæki færi til þess að kasta mæðinni, er liðfærri voru. Ingi Ingimundarson varðist sem berserkur fyrir Víkinga, sem og gerði John Peterson; en sóknarlið Víkinga var tæplega eins traust, og stóðst það eigi þessa ó- slitnu árás Fálkanna. Ingi, Matti og og Robert Jóhannessynir og Albert Johnson, voru líkt og harðsnúnir Kósakkar í hildarleik, og hefði það verið eitthvað annað en Vikingar sem að þeim sneri, hefði eflaust illa fyrir þeim farið. Og þá var heldur ekki við lambið að leika sér, þegar að vörn kom, því að Eggert Bjarna- son og Kjartan Johnson voru þar til taks. Eggert ruddist í gegnum lið Víkinga einn saman og skaut i höfn. En sjaldan komust þó Fálk- arnir svo langt, því Ingi Ingimund- arson var harður í horn að taka, og kendu margir á búkvörn hans. Yfirleitt var yndi að horfa á þenna leik, sem var eflaust sá allra bezti er þessir flokkar hafa sýnt á vetr- inum. A. G. M. Sjónleikurinn “Astir og miljón- ir’’ verðr sýndur í samkomuhúsinu að Hnausum föstudaginn 6 . marz, kl. 8.30 síðdegis. • • • Leikfólk það, er lék “Snurður Hjónbandsins” hefir gert það rausn- arlega boð að leika á ný fyrir sunnu dagaskóla Sambandssafnaðar. Eng- inn inngangur verður seldur og er börnum sunnudagaskólans boðið að koma og að koma með vini sína og foreldra, ef þau óska. Sem flest börn og unglingar ættu að nota sér þetta myndarlega boð og fylla salinn mánu dagskvöldið þann 2. marz. • • • Hingað til bæjarins kom fyrra þriðjudag, hr. Joseph J. Myres frá Mountain, N. D., aðal umboðsmaður Workman lífsábyrgðarreglunnar inn- an Dakota rikis. ök hann I bil alla leið að sunnan. Sagði hann vegi á- gæta og að heita mætti snjólaust t Dakota. Með honum var frændi hans r. Vatnsdal. • • • Guðmundur Grimsson dómari og kona hans komu hingað til bæjar á föstudagskVöldið var. ókú þau alla leið í bíl frá Rugby til Pembina. — Dómarinn sat hér á fundi Heimfar- arnefndarinnar, er haldinn var á lagardaginn. • • c Hr. W. H. Paulson þingmaður frá Leslie, Sask., kom hingað til bæjar- ins á föstudaginn, til þes sað sitja fund heimfararnefndarinnar. • • • Gunnar B. Björnsson skattamála- stjóri Minnesotaríkis, var staddur t bænum yfir helgina. Sat hann fund Heimfararnefndar Þjóðræknisfélags- ins s. 1. laugardag og hélt heimleiðis á mánudag. • • • Söngæfingar Brynjólfs Þorláksson- ar verða hér eftir I Sambandskirkju á þriðjudags- og föstudagskvöldum, kl. 7. Þetta eru böm og foreldrar beðin að festa íhuga. • • • Sérstakra orsaka vegna er Heims- kringla minni þessa viku en vana- lega. Eru lesendur beðnir að afsaka það og verður seinna reynt að bæta það upp. • • • Páll S. Johnson frá Baldur, Man., er staddur í bænum um þessar mund- ir. Hann situr á skólaráðsfundi, sem stendur yfir fyri-i hluta þessarar viku. • • • Gullmedaliu samkepni i framsögn hefir Þjóðræknisfélagið n.k. miífviku dagskvöld. Þátttakendur eru beðnir að gefa þessu gaúm. • • • “Fálkinn” hefir Whist Drive og Dance í Goodtemplarahúsinu n.k. laugardag, i stað Asb. Eggertsson- ar. — Góðir prisar. • • • Þriðjudagskvöldið þann 3. marz og fimtudagskvöldið þann 5. marz gefst Islendingum i Winnipeg tæki- færi til þess að heyra í fyrsta skifti hið stórkostlega hljómsmiði Björg- vins Guðmundssonar “Islands þúsund ár”, hátíðar kantötuna við hinn und- urfagra ljóðaflokk Daviðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi. “The Icelandic Choral Society” er í allan vetur hefir verið að æfa kan- tötuna undir stjóm tónskáldsins, syngur hana þessi tvö áminstu kvöld. Leikið verður undir á Píanó of Mrs. Björgu Isfeld, sem hefir verið “ac- companist” fyrir söngflokkinn frá því að hann var stofnaður, og af fiðlufolkk, sem samanstendur af nokkrum nemendum John Water- house, fremsta fiðlukennara hér 1 borginni. Spilar Mr. Waterhouse sjálfur með þeim við þetta tækifæri. Sólóistar verða Mrs. B. H. Olson, Sigurður Skagfield og Paul Bardal. Einnig syngur Mrs. K. Jóhannesson i tvisöng með Mrs. Olson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.