Heimskringla - 01.04.1931, Qupperneq 4
4 BLAÐSJÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPKG 1. APRIL 1931.
WINNIPEG 1. APRIL 1931.
JESÚS GRÆTUR YFIR JERÚSALEM.
Pálmasunnudagsræða flutt í kirkju Sam-
bandssafnaðar í Winnipeg
af séra Benjamín Kristjánssyni.
Textl: Lúk. 19, 29-44.
Loksins gerir konungurinn innreið í
borgina. Páskavikan verður krýningar-
vika hans. Þó að hann væri krýndur með
þyrnum, þó að krossinn yrði hásæti hans,
þá hrósar hann sigri í dag. Þó að upp-
hefð hans endi með pínu og dauða, þá var
það þjáning sigurvegarans og dauði hetj-
unnar Eins og hershöfðingi leiðir sveit
sína til sigurs og ódauðlegrar frægðar,
en lætur sjálfur lífið fyrir sigurinn, þann-
ig sækir höfðingi friðarins sigur trúar-
innar í opinn dauðann. Vér skulum reyna
að slást með í förina í dag og leggja að
minsta kosti örlítið pálmablað á veginn
fyrir hann, eins og viðurkenningarvott
þeirrar hugsjónar, sem vér megnum ef til
aldrei að lifa samkvæmt.
Hversu ilmþrunginn og unaðslegur var
þessi vormorgunn á Olíufjallinu fyrir 19
öldum síðan! Það var eins og hinir tigu-
legu pálmaviðir meðfram þjóðveginum
önduðu frá sér friði og blessun. Og fögn-
uðurinn gagntók hjörtu fólksins. Það bar
margt til að þessir menn frá Galileu væru
glaðir og fögnuðu. Að vísu báru þeir ekki
skart né dýrleg klæði, því að flestir voru
þeir fátækir alþýðumenn, bændur eða
fiskimenn. En hver þurfti að bera dýrleg
klæði, þegar sjálf náttúran íklæddist há-
tíðarskrúða? Skoðið akursins liljugrös.
Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki
svo vel búinn, sem eitt af þeim! Enginn
þekkir fögnuð lífsins, sem eigi hefir
gleymt sjálfum sér yfir fegurð náttúrunn-
ar.
En fleira bar nú til fagnaðar, en ang-
andi vorið og dásemdir þess. Þeir voru
að nálgast Jerúsalem, borgina helgu á
Zionsfjalli, þangað sem allur lýðurinn
safnaðist til að biðjast fyrir og dveljast
yfir páskahátíðina, svo að hægt væri að
flytja guði hinum hæsta fórnir í sjálfum
helgidómi hans: musterinu. Allir, sem
vetlingi gátu valdið, fóru til Jerúsalem.
einu sinni á ári að minsta kosti, en það
var ekki æfinlega að þessir fátæku bænd
ur, sem svo langa leið áttu að fara,
kæmust að heiman. Sumir höfðu ekki
komið til borgarinnar helgu í mörg ár.
Fögnuðurinn var því meiri, þegar hún
kom nú loksins í augsýn, girt gjám, döl-
um og múrum á alla vegu. Þarna glóði
musterisþakið í sólarljósinu. Hvert fótmál
var heilög jörð Aldrei hefir nokkur borg
verið elskuð eins og Jerúsalem:
Ef eg: gleymi þér, Jerúsalem,
þá visni mín hægri hönd;
tunga min loði mér við .góm,
ef eg man ekki til þin,
ef Jefúsalem er ekki allra bezta yndið mitt.
(Sálm. 137, 5)
Þetta eldagamla útlegðarljóð sungu
pílagn'marnir, er þeir nálguðust borgina.
En alt í einu hækka fagnaðarópm um
helming. Þeir höfðu uppgötvað að spá-
maðurinn Jesús frá Nazaret var á meðal
þeirra — spámaðurinn, sem hafði unnið
svo mörg undraverk norður í Galileu,
sem læknaði blinda, málhalta og daufa,
hreinsaði líkþráa, rak út illa anda og all3
staðar vann sér ást og hylli alþýðunnar,
hvar sem hann fór um til að lækna eða
kenna. Skyldi hann ekki vera Messías?
,voru menn að hvísla á milli sín, þessi full
trúi guðs, sem öll þjóðin hafði þráð og
vonað eftir í margar aldir? Margir biðu
aðeins eftir því að hann segði þeim það.
Sumir voru vissir um það í hjarta sínu.
En meistarinn sagði ekkert í þá átt, hann
aðeins starfaði og kendi, hann gekk um
kring og gerði gott, og græddi alla, sem
erfiði og þunga voru hlaðnir, eins og einn
lærisveinn hans kemst að orði, og fyrir
það öðlaðist hann, þótt undarlegt væri,
fjandskap prestanna og höfðingja lýðs-
ins. Jafnvel Jerúsalem Sóttist eftir lífi
hans. Hvaðanæfa voru lagðar snörur fyr
ir hann. Hvert það hlið, sem kærleikur
hans vildi fara inn um, var lokað með
læsing hatursins.
En lýðurinn norðan frá Galileu, sem
þekti hann og elskaði fyrir líknarverk
hans og ljúfmensku, var blindur fyrir
voðanum, sem honum var búinn við hvert
fótmál. Þeir skildu heldur ekki að þeir
voru að auka á þann voða um helming,
með tiltekjum sínum og fagnaðarlátum.
í algleymi augnabliksins og hrifningu
framkvæmdu þeir nú það, sem þá hafði
lengi dreymt um. Þeir hyltu hann til
konungs. Þeir settu hann upp á ösnufola,
svo að spádómarnir rættust, sem Sakaría
hafði spáð endur fyrir löngu og alt mætti
fara fram með réttum siðum. Þeir brutu
sér pálmagreinar og stráðu á veginn fyrir
hann, fóru jafnvel úr yfirhöfnum sínum
og breiddu fyrir fætur hans, svo að þeir
skyldu ekki snerta rykið og moldina á
veginum. Svo mikil var ákefð þeirra og
hrifning, að þeir hrópuðu: Hósanna, syni
Davíðs! Blessaður sé konungurinn, sem
kemur í nafni drottins! Og öll borgin
komst í uppnám og spurði: hver er þessi?
En mannfjöldinn sagði: Það er spámað-
urinn Jeús" frá Nazaret í Galileu.
En einn var sá sem grét, meðan aðrir
fögnuðu, og það var spámaðurinn sjálfur
—- konungurinn, sem nú var hyltur. Öllu
átakanlegri frásögn getur hvergi í allri
mannkynssögunni: Lýðurinn fagnandi yf-
ir spámanni sínum, spámaðurinn grát-
andi yfir lýðnum. Hvers vegna grét
hann?
Var ekki. meiri ástæða til að hann
fagnaði, þegar verið var að fagna hon-
um sem konungi, og það meira að segja
sem konungi friðarins, sem hóglátur kom
ríðandi á ösnufola, eins og spámennirnir
höfðu spáð og dreymt um? Voru ekki
allar vonirnar að rætast?
Voru þessir menn ekki vinir hans og
aðdáendur, þessir fátæku menn, sem
breiddu pálmablöðin á veginn fyrir hann?
Víst voru þeir vinir hans, og hann skildi
þá og hafði samúð með þeim. Og hvað
hæfði raunar betur en að hann, smiður-
inn frá Nazaret, sem hvergi átti höfði
sínu að að halla, yrði konungur þeirra,
eins og Móses, sem fæddur var í þræl-
dómi, varð höfðingi í Egyptalandi, og
Davíð, fjárhirðirinn, forfaðir hans, konung
ui; í ísrael? Sannaríega var hann einn
af þeim, þessum fátæku, enda hafði hann
í Nazaret forðum heimfært á sig orð
Jesaja er hann las fyrir þeim: Andi drott-
ins er yfir mér, af því að hann hefir
smurt mig til þess að flytja fátækum
gleðilegan boðskap; hann hefir sent mig
til að boða bandingjum lausn og blind-
um, að þeir skuli aftur fá sýn, til að láta
þjáða lausa, til að kunngera hið þóknan-
lega ár drottins.’’ Og stöðugt lesum vér
í frásögnunum um hann: Að lýðurinn
hlustaði hugfanginn á hann!
En hvers vegna grét hann þá, þegar
þeir sýndu honum nú lotningu sína og
hollustu?
Hann grét ekki yfir lýðnum, sem vildi
sýna honum ástúð og lotningu, jafnvel
þó hann vissi að sú lotning var reist á
reikulu ráði, sem stopult reyndist að
treysta á og kæmi að engu haldi, þegar
í nauðir ræki.
Hann grét yfir lýðnum, sem svo ráða-
laus og blindur, fálmaði enn eftir hjálp-
ræði sínu og vissi ekki sinn vitjunar-
tíma, sitt hlut'verk og hamingju, þó að
hann hefði starfað og kent á meðal þeirra
í þrjú ár, og lagt alla sína alúð við að
kunngera þeim hið þóknanlega ár drott-
ins. Hann grét yfir borginni, sjálfri borg-
inni helgu, sem ekki vissi hvað til síns
friðar heyrði, borginni, sem þrátt fyrir
musterið og fórnirnar og alt yfirskin heil-
agleikans, var full ráns og óhófs og sið-
leysis. Borginni, þar sem allir höfðingj-
ar helgivaldsins, Farisear, prestar og
skriftlærðir, voru eins og hvítkalkaðar
grafir hræsninnar, fullar af rotnun og
dauðra manna beinum. Þar sem sam-
kundurnar voru fyrir hina fáu útvöldu,
sem gerðu borða sína breiða og stækk-
uðu skúfana, til að sýnast fyrir mönnum.
Borginni, þar sem menn þuldu langar
bænir, að yfirskini á strætum og gatna-
mótum, og guldu tíundir til ýmislegrar
góðgerðastarfsemi, en skeyttu minna um
það sem mikilvægara var í lögmálinu,
réttvísina, miskunnsemina og trúmensk-
una. Borginni, þar sem ræningjar réðust
á hina varnarlausu og skildu þá eftir við
veginn flakandi í sárum, þar sem auð-
urinn taldi óhófið megin tilgang lífsins,
en þekti ekki skyldur þess, þar sem Laza-
rus rotnaði niður í hungri og óhirðu við
dyr auðkýfingsins, meðan hann sat að
dýrlegum veizlum í höll sinni; þar sem
lærimeistararnir áttu engan fagnaðar-
boðskap fyrir hina fátæku, en óhreinir
betlarar ráfuðu kringum forgarða must-
erisins, án þess að nokkur maður gæfi
gaum að eymd þeirra og tárum.
Þetta var borgin helga, sem jafnvel
þessi fátæku alþýðumenn úr Galileu dáðu
Borgin, þar sem auðurinn og menningin
áttu höfuðból sitt og trúarbrögðin must-
eri sitt, en mennirnir gleymdu þó ein-
földustu skyldum mannúðarinnar. Þetta
var borgin, sem líflét spámennina, grýtti
suma, en krossfesti 'aðra, og lét ofsækja
þá frá einni borg til annarar, sem til
hennar voru sendir.
Og inn í þessa borg var nú fólkið, í
örvita skammsýni að fylgja meistara
sínum, og vildi krýna hann til höfðingja
þar — blint fyrir þeim gagngerða mis-
mun, sem var á hinum andlega konung-
dómi hans og allri dýrð og upphefð þess
ríkis, sem er einungis af þessum heimi.
En í þessari borg gat hann engri kórónu
krýnst nema þyrnikórónunni.
Og hví skyldi hann ekki gráta yfir
eymd og volæði hennar, og árangursleysi
þeirrar köllunar sinnar og starfs, að boða
guðsríki á jörðu? Hversu niiarga af þess-
um mönnum hafði hann læknað af lík-
amlegri blindu og heyrnardeyfu, en hvað
stoðaði það þegar þeir voru enn jafn and-
lega blindir og daufir, svo að sjáandi sáu
þeir eigi og heyrandi heyrðu þeir hvorki
né skynjuðu?
Hvað stoðaði musterið með sínu gló-
andi hvolfþaki og dýrlegu súlnagöngum,
þegar trúarbrögðin, sem musterið var
bygt yfir, voru öll hræsni og hégómi?
Þegar sjálft musterið var gert að ræn-
ingjabæli! Hvað stoðaði dýrð borgar-
innar, þegar mikill hluti íbúanna veltist
í eymd eða löstum? Hvað stoðaði auður
og menning, þegar troðið var á mannúð
og réttvísi? “Sjáið hvílíkir steinar og
hvílík hús,*’ sagði^ einn af lærisveinum
hans við hann. Og Jesús svaraði: “Ekki
mun hér verða skilinn eftir steinn yfir
steini.’’
Allar byggingar mannanna hrynja í
rúst á endanum, hversu háreistar sem
þær eru En hví geta mennirnir þá ekki
snúið huga sínum að því, sem stendur.
þó að alt þetta hynji? Hvers vegna
gleyma menn sál sinni í líkamanum, trú
sinni í musterum, miskunnsemi í tíunda-
greiðslunni, og kærleikanum í samfélagi
sínu hver við annan?
Sjá, þarna lá borgin, umkringd friði
náttúrunnar og angandi dásemd vorsins,
en svo lítið af öllu þessu komst inn í
hugi og hjörtu fólksins, og hversu oft
hafði hann þó viljað samansafna þeim
og hreinsa musterið, og vígja það sönn-
um guði, en þeir höfðu ekki viljað það.
I hvert skifti reistu þeir hnefann á móti
kærleiksrödd hans. Þeir fóru á móti hon-
um með herlið, eins og á móti ræn-
ingja — og hrópuðu: Krossfestu hann!
Þessi borg þekti enga aðra meðferð á
kærleikanum. Og hvað gat hann gert
annað en grátið yfir henni?
Sumum virðist að grátur hljóti að bera
vott um veikleika eða hræðslu, og stund
um er því þannig háttað, én ekki ætíð.
Gráturinn er brim þeirra mannlegu til-
finninga, sem eru óumræðilegar. Tárin
eru dögg þeirrar samúðar, sem engin
takmörk þekkir. Þess vegna eru þau eins
oft vottur sterkrgr og mikillar sálar. Það
er tvisvar talað um það í nýja testament-
inu endrarnær, að Jesús hafi grátið. í
annað skiftið var hann að samhryggjast
ástkærum vinum; í hitt skiftið er frá því
sagt, að hann hafi iðulega á dögum holds-
vistar sinnar, framborið vegna mann-
anna, með sárum kveinstöfum og tára-
föllum, bænir og andvörp, fyrir þann,
sem megnaði að frelsa frá dauða, og ver
ið bænheyrður, vegna guðrækni sinnar.
Þessi undarlega frásögn varpar skýru
ljósi yfir atburðina á pálmasunnudag;
varpa skýru ljósi yfir alt líf Jesú og spá-
mannsstarf. Það var alt borið
uppi af tilfinningaríki hans, af
samúð hans og kærleika. Það
hefir jafnan verið hin óum-
ræðilega samúðar tilfinning
sem knúð hefir alla mikla spá-
menn og umbótamenn til
starfa. Og Jesú grét ekki yfir
sjálfum sér, hann grét yfir
synd heimsins . Grátendurnir
yfir eymd og volæði heimsins
hafa orðið að frelsurum heims-
ins. Því meiri frelsurum sem
sorg þeirra og kvöl var meiri,
og tár þeirra heitari. Því að
máttur tilfinninganna hefir
verið í réttu hlutfalli við hug-
sjónamáttinn og skilning hinn-
ar siðferðilegu fullkomnunar.
Þess vegna er hvert það tár
heilagt, sem göfug sál fellir yf-
ir synd og smán heimsins, og
verður að útsæði einhverrar
blessunar í komandi tíð. Það
tár þvær burt sorg heimsins
að einhverju leyti, eins og
skáldin hafa komist að orði,
og verður að gróðrardögg æðra
og fegurra lífs, þótt það sýn-
ist hverfa í bráðina, og sökkva
og týnast í tímans sand.
Vegna þessarar djúpu inn-
sæu tilfinningar, sem umfaðm- í
I
aði málefni alls mannkynsins |
og bar það á bænarörmum |
fram fyrir föður andanna með I
sárum kveinstöfum og tára-
föllum, var Jesús í sannleika
hvorttveggja í senn, konungur
og æðsti prestur lýðsins, þar
sem hann fór leiðar sininar
ofan Olíufjallið, og hlýddi á
fagnaðaróp lýðsins, með dauð-
aJm í hjartanu.
Hversu einmana var hann
og misskilinn af öllum, þegar
hann gerði sína síðustu
ákvörðun að ráðast beint inn
í höfuðborg óvinanna og deyja
þar fyrir málefni sitt, þegar
örvænt sýndist um að hann
gæti lifað fyrir það lengur.
Hversu djúpskygn var hann ú
rök lífsins! Sá sem aldrei læt-
ur hugfallast eða undan síga,
getur ekki beðið ósigur. Þótt
hann falli, heldur hann velli.—
Mikilmennin þekkjast á því að
þau vaxa við hættuna. Því
fleiri sem bregðast þeim, því
öruggari verður hin guðlega
sigurvissa. Þeir ganga í opinn
dauðann, sem sigurvegarar.
Þannig gerði Jesús innreið
sína í senn eins og líðandi
þjónn drottins og Ijónið ’ 'a.f
ættkvfsl Júða, eins og hann
er nefndur á öðrum stað f
nýja testamentinu.
Hann fór til að flytja mál-
efni sannleikans og kærleik-
ans fyrir dómstólum Heródes-
ar og Pílatusar og virtist bíða
ósigur Hann fór til að deyja
hinum smánarlegast dauða á
krossi. En krossinn varð há-
sæti hans og sigurtákn af því
að hann dó fyrir réttlátt mál-
efni. Vegna þess að hann
veðjaði lífi sínu fyrir málefni
sitt hlaut hann að sigra. Vegna
þess að málefni hans var mál-
efni alls mannkynsins hlaut
hann að sigra.
Þó að Heródes og Pílatus
bæru sigur af hólmi f brá.ð-
ina og rómversku hermennirn-
ir hæddu hann og hræktu á
hann með fyrirlitningu, þá
liðu eigi nema fjórar aldir unz
rómverska ríkið riðaði á fall-
andi fæti, en kristindómurinn
hófst til valda í hugum manna.
Grikkland varð vagga kristinnar
menningar, Egyptaland aðset-
ur kristinna lærdómsiðkana,
og Ágústínus frá Afríku lagði
hyrningarstein kristinnar guð-
fræði. Að þúsund árum liðn-
um var merki krossins borið
til norrænna landa og þriðj-
ungur mannkynsins er nú tal-
inn að hylla nafn Krists. Slík
hefir sigurför hans orðið í lífi
þjóðanna. Og ennþá er verið
að reyna að bera merki hans
I fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hio
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto, Ont., og senda
andvirðið þangað.
út á meðal heiðinna þjóða.
En mundi hann þá ekki enn-
þá gráta yfir borgunum, kynnu
einhverjir að spyrja?
Er ekki lýðurinn ennþá
blindur og þekkir ékki sinn
vitjunar tíma? Eru ekki kirkj-
urnar ennþá fullar af hræsn-
urum og musterin gerð að
ræningjabælum? Þylja menn
enn ekki langar bænir að
yfirskyni en eru fullir ráns og
óhófs og ágirndar. — Ganga
menn ennþá ekki framhjá
særða manninum við veginn?
Liggur Lazarus enn ekki
hungrandi við dyr ríka manns-
ins, og sitja betlararnir enn
ekki tötrum klæddir á kirkju
tröppum eins og fyrir 19 öld-
um síðan?
Sannarlega mundi Jesús
ennþá fella tár yfir eymd vorri
og volæði hinna svokölluöu
kristna þjóðfélaga. En engin
mun þó neita því að miðað
hefir til þeirrar áttar senr
Kristur horfði til, þegar hann
var krossfestur, og krossinn
hans hefir orðið áttaviti. Og
sigurför Jesú Krists birtist
ekki í því einu að hægt sé að
benda á mikinn mannfjölda,
sem játar nafn hans með vör-
unum, heldur birtist hún f
þeim staðreyndum, að hann
hefir boðað heiminum nýja trú,
nýja von og nýjan kærleika^
Hann hefir ^iafið upp nýja
hugsjón fyrir augu mjinnkynsi-
ins, sem hægt en þó smám
saman hefir hlotið aðdáun og
samúð vits og tilfinninga. Um
nítján aldir hefir hann verið
að hafa áhrif á hugi mann-
anna. Hann hefir verið að
víkka sjóndeildarhring þeirra,.
gera hreinni starfshvatir
þeirra. Með því hefir hann
verið og mun enn í ókominni
framtíð lyfta lífi kynslóðanna
upp í æðra og göfugra veldi.
Slíkur undragróður er stöð-
ugt að spretta upp af tárum
hans. Þess vegna gnæfir
þyrnum krýnt höfuð hans yf-
ir grafir gleymdra þjóða, og
þess vegna hefir kross hans
verið gerður að sigurtákni kær-
leikans. Blessaður sé konung-
urinn sem kemur í nafni drott-
ins!
SINDITR.
Prinsinn af Wales kvafí' segja, aff
sig- langi mjög mikið til að vera
blaðamaður. Skyldi hvergi vera
hœgt að finna blaðamann, sem vildi
skifta á stöðu við hann?
• • •
Baptistaprestur í Kansas auglýsti
nýlega, að umræðuefni sitt í kirkj-
unni næstkomandi sunnudag yrði:
“Fær kvenfólk með klipt hár inn-
göngu í himnariki.
* * *
Björgvin Guðmundsson segir, að
það sé enginn éfi á því, að jazz
haldist við eins lengi og söngvitið
sé alt í fótunum en ekki í höfðlnu.