Heimskringla - 01.04.1931, Page 6

Heimskringla - 01.04.1931, Page 6
t BtADSflDA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 1. APRILi 1931. JAPONETTA eftir ROBERT W. CHAMBERS. ! Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson “Jim, hefir hæfileika,’ sagði Díana enn- fremur. “og hann getur starfað heiðarlega Og unnið fyrir sér. Og það kvelur mig þess- vegna að vita af honum hér við slíka verk- leysu-------” ‘Sem okkar,” sagði Sillvíetta brosandi. “Já, sem okkar. tíann er karlmaður og þetta starf er ekki við hans hæfi.” “En hvað er að segja um okkur? Er ekki önnur okkarjæknir og hin lögfræðingur. Og þrátt fyrir það verðum við að gera okkur þennan starfa að góðu.” Díana roðnaði. “Ef við værum annað en léttúðug flón, þá mundum við alls ekki vera hér undir þessum kringumstæðum. “Nei, við yrðum þá að deyja úr sulti hver á sinni skrifstofu. Óskar þú að Jim svelti?” “Eg veit ekki. Eg hygg eg villdi heldur vita hann liða neyð, heldur en að sjá hann lifa og fara í hundana hér,” sagði Díana. “Eg hygg að það muni rætast úr erviðleik- um hans hér,” sagði Silvíetta hlæjandi. “í>ví það er held eg flestum augljóst að Christine tilbiður hann. Diana varð hljóð, en systir hennar hló, stóð upp og lagði höndina á öxl hennar. “Þú mátt ekki vera of viðkvæm út í Jim Edgerton, Díana,’ ’sagði hún. “Hann sekkur ekki djúpt.” “í»ú tekur alveg feil góða Eg er alls ekk- ert viðkvæm gagnvart honum.” “Nú. Eg held h'ka að þú sért virkilega komin yfir það. En þú ert of góð og trúföst Sál, Díana, og þú bakar þér áhyggjur fyrir þann mann, sem eT fylllilega fær um að sjá um sig.” “í»að er einmitt það, sem eg vil fá hann til að gera.” “Og hann gerir það líka nú þegar, og síðar meir mun hann fullkomna það með því að giftast ríkri stúlku,” sagði Silvíetta. “Ó, það væri alveg óttalegt! Hann gerir það ekki.” “Heldur þú virkilega að hann noti sér ekki slíkt tækifæri úr því að honum býðst það? Og er það ekki nákvæmlega það sama. Bem við höfum ákvarðað að gera?” “Við! Hvað er það í samanburði við karl- mann, sem á að tákna eitthvað í heiminum.” hrópaði Díana undrandi yfir sínum eigin æs- Ingi, sem hún gat ekki ráðið við. “Hamingjan góða! Hvað gengur að þér Díana?” spurði Silvíetta “Elskarðu virkilega Jim Edgerton?” “Nei.” "‘Maður skildi samt halda það.” '“Þú getur hugsað hvað þú vilt.” “‘Díana!” “Hvað?‘ “Hversvegna talar þú til mín þánnig?” “Vegna þess — eg veit — ekki.” ? Hún sneri sér við og gekk í áttina að rúminu en mætti þá opnum armi systur sinn- ar, sem faðmaði hana að sér og lagði höfuð hennar að brjósti sér. “Elsku litla Díana mín,” sagði hún sorg- þnædd. “Er það þá virkilega skeð?” í “Eg veit ekki — eg veit — það — ekki. Eg er ekki lukkuleg. Eg skil það ekki. Hann hr ekki fyrirmynd þess manns, sem eg hugs- teði mér Eg er á mörgum sviðum sterkari en jhann------eg er kænni en hann. Hann er jaðeins drengur, Silvíetta, létt lyndur og frjáls drengur, unaðsemda hneigður. Það hefir *ekki hent hann ennþá neitt alvarlegt í lífinu í-----og það er eitthvað innra hjá mér, sem isegir mér-------eg er alveg viss um það að ef eitthvað alvarlegt gæti hent hann, þá •^undi hann verða að manni —— reglulegum tnanni. Eg veit það. Eg get ekki þolað að Jganga um og horfa upp á hann spilla lífi teínu. Eg vil að hann herði sig upp — berjist •—verði hetja. Hann verður að gera það. K)g eg er sannfærð um að hann finnur sjálf- «n sig í barðdaganum. Þetta líf eyðileggur bann — — — þetta hús, þetta fólk, og alf !fólk, sem fer með hann eins og gert erhér.” Díana þagnaði svo snögglega, sem skot jbefði liðið hjá. Svo hélt hú náfram: “Eg hefi haldið af honum — ofurlítið — frá þvi fyrst er eg sá hann------. Eg veit að eg- er ekki hans verðug á margan máta.” “Díana!” “Nei, eg er það ekki! Eg held af honum ..Eg veit ekki hversvegna. en eg geri það engu !að síður eg get ekki hjálpað því. En hann 8kal aldrei giftast mér, þó hann óski þess!” “Þú talar óráð og öfgar, góða mín. Þú ’veist ekki sjálf hve heitstrenging þín er heim- (Bkuleg. Og svo að halda því fram að þú sért ekki nógu góð fyrir hann. Hvílík fásinna, og Ylónska!” “Nei, eg segi það aftur, að eg er ekki nógu góð fyrir hann. Eg held of mikið af því j sem hann hefir óbeit á---------Eg vildi óska þess að eg gæti vakið hann upp. Ef eg vissi ráð til. þess, þá mundi eg notfæra mér það nú þegar á einn eður annan veg.” Hún þagnaði augnablik og systir hennar j fann að hún titraði ofurlítið. “Eg ætla að reyna til þess að gera alt hvað eg get fyrir hann,’ ’sagði hún. “Eg vil fá að sjá hvað skeður ef mér tekst að vekja manninn í honum. Það einasta sem hann þarfnast er högg — einn eður annar kröft- ugur árekstur”. “Hvað meinarðu? Ef það væri eitthvað verulegt f hann spunnið, þá mundi árekstur- inn, sem hann varð fyrir við gjaldþrotið hafa vakið hann til verks.” “Það var ekki nóg. Þar var aðeinS um peningatap að ræða. En það er annað til, sem er verra fyrir hann — —.’’ “Díana! Hvað í almáttugs bænum hefir þú nú í huga að gera?” “Nú veit eg hvað eg á að taka til brags,” sagði Díana hljómlaust en ákveðin. “Hvað er það, Díana?” En Díana gaf systir sinni ekkert svar Hún lagði handleggi sína um háls hennar og kysti hana hlæjandi með rjóðar kinnar og æst í skapi og svo rétti hún út hönd sína og slökti ljósið. Og myrkrið lagði blæju sína yfir hennar leiftrandi augu og rjqjðu kinnar. VII. Kapítuli. Edgerton og Christine sátu skamt frá Tennis-vellinum og voru svo djúpt sokkin pið- ur í samræður sínar að þau veittu ekki athygli mörgum forvitnislegum augum, sem beint var til þeirra frá þeim sem voru úti á vellin- um, þar sem þau spiluðu Tennis, Curmew hersir og Silvíetta, Mrs Larremore og Jack Rivett. Díana sat þar skamt frá og horfði á leikinn en þó meira á þau Edgerton og Chri- stine Algerlega óafvitandi þess áhuga, sem I þau vöktu hjá þeim, sem á þau horfðu, sátu I þa^i hné við hné í hrifandi samræðum. Chri- stine hallaði sér að honum o gstakk Nelliku í jakka hornið hans^um leið og hún sagði: “Og þegar allt kemur til allls- þá ertu óttalega indæll, Jim Edgerton. Eg veit ekki hvernig stendur á því en mér er ómögulegt að roðna yfir því, sem eg hefi verið í margar vikur að berjast við að koma út úr mér. Eg hefði aldrei trúað því að eg gæti nokkurntíma lært að þekkja mann svo vel að eg gæti fengið sjálfa mig til þess að tala það sem eg hefi nú talað við þig. En þú ert svo alt öðruvísí en þeir sem eg hefi áður kynst. Það er enginn eins og þú, Jim Edgerton. Þessvegna veit eg að þú undrast ekki yfir því þó að eg til- biðji þig.” “Þú ert líka voðalega sæt. Og það er næstum því að mig langi til að kyssa þig, fyrir það sem þú sagðir.” “Það getur vel verið að eg gefi þér leyfi til þess á hinu sálarfræðislega augnabliki — finst þér eg standa hlífðarlaus fyrir háðung- inni? — En að þessu hefi eg spurt þig hund- rað sinnum. Finst þyr það?” “Ef allar stúlkur væru eins heiðvirðar og skírlífar og þú, þá mundi vera helmingi minni sorg til í heiminum,” sagði Edgerton. “En hvernig ættu allar stúlkur að vera það, þar sem ekki er til nema einn, Jim Ed- gerton? Mér hefir ávalt litist vel á þig frá því fyrsta augnabliki eg leit þig. Og áður en eg var búinn að kynnast þér í eina viku var eg tilbúin að segja þér allt saman — og nú er eg búin að því!” “Það liðu margar vikur áður en þú komst þér að, að segja aðal kjarna sögunnar,” sagði Edgerton hlæjandi. “Eg veit það vel. En, — ó, það var svo voðalegt! Eg skil ekki í því ennþá, hvernig eg gat fengið mig til að segja frá því.” “Það var eg, sem gat á endanum lokkað það fram úr þér, þegar eg sá að það píndi Þig-’’ Christine roðnaði. “Já, það kvaldi mig. Ekki einn einasti af rnínu skyldfólki hafði grun um það. Pabbi veit ekkert og Jack ekki heldur, og hvað mömmu við kemur, þá veistu hvað hún hugs- ar um mig og þig.” Edgerton brosti dauflega. “Hún er svo góð og vinsamleg við mig. að eg vildi næstum óska þess að eg gæti hrundið í framkvæmd hennar hrífandi glap- sýn.” “Viðvíkjandi okkur?’ “Já — en svo held eg nú að eg sé næst- um því á hálfri leið með að verða ástfanginn í þér Christine.’ Hún roðnaði aftur um leið og hún leit upp til hans fögru. saklausu augunum sínum Svo hlóu bæði hjartanlega. RobíniHood PLÖUR Ábyrgðin er yðar trygging “Þetta er í fyrsta sinn í lífi mínu, sem eg veit að eg hefi verið til einhvers gagns,” sagði hann. “Þú spurðir pabba áreið- anlega. Var það ekki?” “Jú, það gerði eg. Og hann sagði: “Er þessi ungi Inwood svo sérlega mikill vin ur yðar?” Eg svaraði: Það er hann. “Jæja, gott og vel. Þér getið talað við konu mína.” Svo fór eg til hennar. Hún sagði: “Ó, Mr. Edger- ton, þér megið auðvitað bjóða hverjum sem þér viljið.” Svo skrifaði eg Billy, og þín dá- samlega góða móðir, lagði bréf mitt innaní umslag með heimboðsbréfi frá henni sjálfri. Og nú er hann búinn að senda símskeyti . “Símskeyti?’ “Já.” Edgerton dróg það upp úr vasa sínum, og hún las: “Á leiðinni! Billy.” “Er þetta það heila?” spurði hún hálf hlæjandi og hræðslulega. “Hann hefir líka sent mömmu þinni £ím- skeyti, sem er engu fáorðara en frétta bréf. Eg hygg að hún sitji nú við að lesa það nið- ur í stofunni. Hún vildi lofa mér að lesa það, en eg hafði ekki tíma til þess því eg var að fara út” “Eg má til með að fá að lesa það hjá mömmu,’ ’sagði Christine spent og æst. “Gáttu þá strax niður/ Móðir þín hefir skeytið. Eg vildi aðeins lofa þér að vita um hvernig málefninu væri komið.” “Þú ert góður!" sagði hún og rödd henn- ar var dálítið titrandi. “Eg er svo glöð. Glað- ari en eg hefi nokkru sinni verið áður -------” Hún þagnaði augnablik og beigði höfuðið nið- ur. En hann lét sem hann væri að lesa sím- skeytið yfir aftur. “Nú verður þetta bráðum alt saman gott aftur’’ sagði hann. 4 “Ef eg nú bara vissi það,” sagði hún blíð- i lega. “Heldurðu að það verði ekki?” Hún leit í augu hans. “Hvernig ætti eg að vita það, Jim? Eg veit ekki mikið hvernig menn eru. Þetta skeði alt saman fyrir ári síðan — þa hagaði eg mér eins og heimsk skólastelpa. Hvaða reynslu hafði eg í þessháttar málum þá? — Og hvað vissi eg þá yfir það heila tekið?” “Já, það var satt. Þú hagaðir þér þá engu betur en óreynd og ómentuð skóla- stúlka — í því tilliti að reka hann frá þér á þann veg, sem þú gerðir!" sagði Edgerton og ypti öxlum. “Eg vildi að eg hefði ekki gert það. Ef eg hefði ekki-------ekki--------” “Fallið hann í geð.” “Elskað hann,” sagði hún ákveðin. “Þú ert dásamleg- Christine!” sagði hann einlæglega og glaður. “Er eg það, Jim? Þakka þér fyrir.” “Já, það ert þú, og það er Billy Inwood líka. Hinn virkilegi Billy. Ungir menn, „flirta” stundum við giftar konur í meiningarlausri flónsku, vegna þess að þær hafa ánægju af þvf að hugsa sem svo að þær geti haft þenn- an og hinn á valdi sínu ef þær vilja. “Það var ekki fyrir það,’ ’sagði Christine “Heldur vegna þess að hann fór til Kina til þess að hitta hana Það gramdist mér mest”. / “Á meðan hún var að fá skilnaðinn?” “Já”. “Þú mátt vera alveg sannfærð um bað, að það hefir ekki meint neitt illt frá hans hlið, flónið þitt En hver er hún annars?” “Mrs. Atherstane, er hún nefnd. Kannast þú nokkuð við hana?” “Nei,” sagði Edgerton “Það má þó segja að þú hefir hagað þér eins og flón þá, góða mín.” “Það veit eg líka vel, enda var eg þá ekki nema tuttugu ára. —Eg bað hann um að koma til Hot Springs, en hún bað hann um að koma til Kina. Hann mátti sjálfur velja um og hann gerði það og hafði líka fullkom- inn rétt til þess. Og svo þegar hann var far- inn til Kina, skrifaði eg honum bréf og sagði honum að alt væri búið okkar í milli”. “Það var þín stóra yfirsjón vina mín,” sagði Edgerton alvarlega. “Það geta engir hlekkir haldið manni, sem er skilyrðislaust frjáls. En hann hefir vitanlega haft ein- hverjar skildur að rækja við hana eða fyrir hana. og hún hefir verið ein-mana og hnugg- in. Og eg get sagt þér það, að maður verður að gjalda vel fyrir það að sýna giftri konu samhygð sína! Og hún ætlar sér efalaust að sjá um að hann sleppi ekki við það” Christine rétti sig við í sætinu og spenti greipar sínar um hnéð. “Hann hefir ef til vill gert rétt, þau voru vinir," sagði hún. “Og ef til vill hefir hann líka haft brýnna erindi þangað, en þig grunar Því ef maður veit af vini sínum í vandræðum eða kröggum, þá gerir hann alt hvað hægt er að bæta og greiða úr því á einhvern veg Að minsta kosti þar til hann biður um peninga. En þegar vinkona hans verður fyrir aðkasti og hnútum í stormum lífsins, þá er hann fús til þess að gleyma henni. Þannig er lífið. Og Inwood er í þessu tilfelli aðeins undantekning, — hann hefir viljað reyna til að hjálpa konunni. Það er alt og sumt.” “Já” sagði hún veikt. “Hann sýndi líka sinn sérstæða, góða mann gagnvart mér,” sagði Edgerton bros- andi. “Hvernig þá, Jim?” spurði hún áköf “Hann bauðst til að lána mér peninga, þegar eg kom til borgarinnar niðurbrotinn og peninga laus.” Unga stúlkan brosti. “Hann er virkilega góður drengur’’ sagði Edgerton. “Eg hefi þekkt hann síðan hann var sex ára og eg tólf ára.” “Já, er veit hann er góður,’ sagði Chri- stine. “En-------er eg það, Jim?" “Það veist þú vel sjálf að þú ert, litli álfurinn þinn.” “En eg skrifaði þetta slæma bréf til hans. — Ef það hefir sært hann, eins og það særði mig----------.” Hún þagnaði. sneri við höfð- inu og huldi það í höndum sér. “Þú varst þá ári yngri en nú,’ ’sagði hann “Já, einu ári yngri,” sagði hún með titr- ing í rödd sinni. “Mörgum árum yngri--------. Heldur þú að föður þínum falli hann í geð?” “Hann þekkir hann sama sem ekki neitt. Hann skildi ekkert í því að Mr. Inwood skildi aldrei koma til Hot Springs, eða hversvegna eg hitti hann aldrei. Ef til vill hefir hann haldið að eg væri ekki lengur hrifin af hon- um.” “Og nú heldur faðir þinn vitanlega að þú sért alveg kominn yfir þann kafla úr lífi þínu?” “Já, og svo hugsar hann líka ef til vill að Mr. Inwood hefði átt að koma til Hot Springs, en ekki viljað koma. Faðir minn hugsar stundum á annan veg en aðrir um lilutina og spyrst fyrir um upptökin og á- stæðurnar." “Jæja, Christine,’ ’sagði hann brosandi. “Þú verður nú að leitast við að milda fö«ur þinn. Og eg hugsa einnig að þér takist það.” “Hversvegna heldur þú það?” “Vegna þess að þú hefir margt úr föður þínum. “Stál, ásamt ástúð og blíðu. Og eg hygg að eg fari þar ekki svo vilt”. “Eg líkist ef til vill pabba meira, heldur en Jack,’ sagði hún hugsandi. “En það er nú samt ekki pabbi, sem eg er svo hrædd um að standi þar í vegi. — Hefir Mr. Inwood breyst mikið-------í útliti?” “Á einu ári? Nei! Og heldur ekki á ann- an veg, því þori eg að veðja.’ “Heldur þú það?” “Eg veit það ekki upp á víst vina mín, því skaplyndi manna og ástand, breytist oft á skömmum tíma með aukinni lífsreynslu og þekkingu. Og hamingjan má vita hvaða mynd hann birtist í næst. — En, ef stúlka virkilega ann manni og ef sá hinn sami hefir ekki fengið ást á neinni annari stúlku, þá væri það alveg hræðilegt ef hann yrði að ganga í gegnum eins miklar ógnir. þrætur og mála- ferli, sem Albert Chevallir.” “Jim!” “Nú, jæja. Eg þekki mig sjálfan,” sagði hann. “Hinir gáfuðustu menn eru leikfang í höndum yðar------------

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.