Heimskringla - 01.04.1931, Side 7

Heimskringla - 01.04.1931, Side 7
WINNIPEG 1. APRIL 1931. HEIMSKRINGLA 7 BLAD8H>_4 Veróníka. Frh. frá 3. bls. með ákafa. “Jæja, er það sagt?” mælti hann kæruleysislega. “Já”, svaraði Fanny og kinkaði gula kollinum. “Sko, það væri gott fyrir þau bæði. Veroníka yrði greif arfrú, og Talbot fengi peninga jarl- sins. Eg hefði — hefði nú annars ekki átt að segja þetta, þvi að það er leyndarmál, að hans hágöfgi ætlar að arfleiða Veroníku. Hann Wal- ford sagði mér það. En það gerir ekkert til þó eg segi yður það, Ralph.” "Ekki vitund,” svaraði Ralph, “einkum vegna þess, að þetta kem- ur mér ekki við. Eg er vanur að gleyma því, sem mig skiftir engu eða mér er sama um. Jæja, nú verð eg að fara. Eg þarf að hafa gott eftirlit i Vesturskóginum, því að eg er hræddur um, að einhverjir óboðnir gestir hafi verið þar ný- lega.” Hún stóð upp og fylgdi honum til dyra og niður í garðinn. "En hvað blómailmurinn er góður,” sagðt Ralph. “Er það ekki? Ilmurinn er altaf bestur á kvöldin,” mælti hún. “Bíð- ofurlítið.” Hún hljóp að einu blómbeðinu, las fagurt blóm og kom aftur til bans. "Hérna er eitt handa yður.” Hún bar blómið að vörum sín- um — það er skamt milli munns °g nefs — sko — og rétti honum það. “Má eg láta það í hnesluna yðar fyrir yður — má eg?” sagði hún lágt. “Þakka,” sagði Ralph. Hún gekk fast að honum og tók í kragahomið hans. Hún var svo nálægt honum, að hann fann heitan andann frá vitum hennar fara um vanga sinn. Hún festi blómið á sinn stað. Sagði svo lágt, að það heyrðist varla: “Þarna.” þá var andlit hennar svo nálægt vörum hans, að fyrirgefanlegt hefði það verið að láta þær falla að vörum hennnar, sem auðsæilega þráðu koss. En Ralph datt ekki slíkt i hug. Hann var — rara avis! — maður, ófús til daðurs, og kom þvi ekki til hugar að kyssa hana. “Þakka yður kærlega fyrir,” 'sagði hann með ertandi glaðværð. “En hvað það angar! Góða nótt, Fanny.” Hún stóð grafkyr í sömu sporum. horfði á eftir honum, þar sem hann skundaði burt með pípuna í munn- inum og byssuna um öxl. Svo beit hún sig í varimar, sem hann hafði ekki kært sig um að kyssa, stundi þungt og gekk inn. Það var farið að elda aftur, þeg- ar Ralph kom heim að kofanum og gekk til rekkju. Hann var orðinn þryttur, en dreymdi þó, að hann væri niðri við ána, að Talbot væri að berja hann með staf og Veroníka stæði hjá skellihlæjandi. Ralph vakn- aði við það, að hann rak upp reiði- óp og greip andann á lofti. Þegar gengið var til matar á Lynne Curt þetta kyöld, bar Veron- íka armband úr gulli um úlfliðinn, sem hún hafði meitt sig á, svo risp- an sést ekki. Hún tók það ekki af sér fyrr en um kvöldið eftir að herbergisþernan hennar var farin frá henni. Þá tók hún það af sér, leit á litla rauða blettinn á granna og hvita úlfliðinum og varð mjög hugsi. “Blóðeitrun er slæm, ímynda eg Prepare Now! Better times will come, much sooner than most people anticipate. The re- sult will be a keen demand for steno- graphers, secretaries and bookkeepers, to fill the openings made vacant by the late financial depression. Right now, office staffs are cut to the limit, and 0 many who have been dismissed have gone into other occupations, or have left the City. Besides, the number now training for business is considerably below the average. A Thorough School! The “Success” is Canada's Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped husiness train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In twenty-one years, since the founding of the “Success” Busine3s College of Winnipeg in 1909, approximately 2500 Icelandic stud- ents have enrolled in this College. The decided preference for “Success” training is significant, becapse Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students shows an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843 DUSTLESS COAL and COKE CHEMICALLY TREATED IN OUR OWN YARD Phone 87308 THREE LINES D. D. WOOD <& SONS LIMITED. WARMING WINNIPEG HOMES SINCE “82” HREINLATASTA OG HOLLUSTUMETSA MJÖLKURSTOFA í WINNIPEGBORG Eign Winnipegbúenda og rekin af þeim. Hreinlæti í meðferð allra afurða og stjórnsemi. Veldur framgangi vorum og vexti. SÍMI 201 101 “Þér getið slegið rjómann en ekki skekið mjólkina.” MODERN DAIRY LIMITED mér,” hugsaði hún með sjálfri sér. “Hún er stundum banvæn, líklega oftast. Hann hefir víst vitað það, annars hefði hann ekki þorað, ekki dirfst að — að gera það, sem hann gerði.” Hún blygðaðist sín alt í einu og roðnaði. “Þetta er mikil smán. Skógarvörður! Hann er fyrsti mað- urinn, sem hefir kyst — nei, nei, nei! — sem hefir snert mig með vörunum sínum!” Augu hennar tind- ruðu af bræði, en henni rann þó brátt reiðin. “Skýldi það hafa verið nokkur hætta fyrir hann? Hafi verið eitur I sárinu, ef maður á að kalla svona litla skeinu sár. Það er og hlægilegt! — en hafi það ver- ið, og hafi hann nú haft skeinu á vörunum — skógarverðir geta oft fengið skeinu. Æ, hvað eg er bjálfa- leg! Hvað gengur að mér? En hvað hann var reiðilegur, þegar eg svo gott sem rak hann út úr for- salnum. Það brann eldur úr augum hans. Hann langaði til að segja eitthvað. Eg var hrædd. Beinlinis tltraði með sjálfri mér. Skyldi hann hafa séð það? Nei, nei. Eg er ekki öll þar sem eg er séð. Hvað skyldi hann hugsa um mig ? Auðvelt að geta sér þess til. Hann heldur auð- vitað að eg sé svo heimskulega drambsöm og harðbrjósta, að eg geti ekki fundið til þakklætis, geti ekki annað en móðgast við mann, sem hefir reynt að bjarga lífi minu. Eg held að hann hafi bjargað þvi, eða var hann að nota sér — tæki- færið? Ne-ei, það er ranglátt! Eg er orðin svo gömul, að eg þekki heiðvirðan mann, þegar eg sé hann, og þessi maður er heiðvirður og göfuglyndur. Æ, Veronika, góða Veronika, geturðu nú ekki gleymt þessu öllu? Þarftu að vera að hugsa um þetta æfintýr, sem þú komst I með ungum skógarverði, eins og það hafi nokkra þýðingu? Ungur. Það er einmitt. Hann er.ungur og hlægi ■ lega laglegur, það er ástæðan.” Hún roðnaði og blygðunartilfinn- ingin læsti sig sem eldur um hana alla. “Eg vildi að Lynborough lá- varður hefði rekið hann úr vistinni. En jafnvel hann virðist hafa orðið fyrir áhrifum frá manninum, hann, sem er svo kaldlyndur. Skógarvörð- ur, sem hefir áhrif á mann!” Hún hló óþolinmóðslega. "Það er heim- skulegt! Eg er að verða veik og — og tilfinninganæm. Þetta líf i að- gerðaleysi og óhofi er að svifta mig minni heilbrigðu skynsemi. Það er best að eg ríði Sally fimtíu rastir á morgun.” Það var komið með Sally, hryss- una hennar, næsta dag eftir morg- unverð. Veroníka lagði af stað í þessa fimtíu rasta ferð, sem átti að ‘lækna’ hana. Hryssan var ung og viljug og prjónaði tvisvar eða þrisvar af fjöri, þegar lagt var af stað. En Veroníka sat vel hest, og hló einungis að þessum byrjunar látum í Sally, sem dró úr þegar hún kom út í veiðigarðinn. Skömmu seinna beygði Veroníka við út i skóg- inn, en áður en langt um leið, fór Sally að leggja kollhúfur og stansaði siðan. Einu augnabliki síðar kom Ralph gangandi eftir þröngu göt unni, fram á milli trjánna. Hann tók ofan, en Veronika horfði svo fast á eyrun á Sally, að hún lést ekki taka eftir kveðju hans. Þó hafði henni fundist sér hitna um hjartaræturnar, þegar hún sá hann. Þegar hún var komin fram hjá honum, sá hún eftir ókurteisi sinni. “Nú, hvers vegna gat eg nú ekki aðeins kinkað kolii,’ ’hugsaði hún með sjálfri sér og var gramt í geði. “Maðurinn heldur, að eg láti mig miklu skifta — ósvifni hans.” Ralph leit á eftir henni og ypti öxlum. Svo gekk haftn sinn veg. Skapanbminni þótti gaman að leika sér að þeim þenna dag eins og daginn áður, þvi að einum tíma seinna, þegar Ralph var kominn að skógarjaðrinum, heyrði hann hófadyn á eftir sér. Var þar kom- in hryssan á þarða spretti yfir eng- ið. Það leit helst út fyrir, að hún hefði fælst. Og þegar Ralph leit til skógarins, sem hryssan stefndi til, varð honum ljós sú hætta, sem Ver- oníka gat staðið af niðurhangandi greinum og flóknum nýgræðingi. Hann hallaði sér fram á byssu sína og beið átekta. Veroníka togaði af öllu afli í taumana og henni tókst líka að stöðva hryssuna rétt við skógarjað- arinn og varla steinsnar frá Ralph. Sá hann þá að beislið, sem hún reið við, var mjög haldlitið og gat hann þá ekki á sér setið að aðvara hana. Það hefði hann gert þó svar- inn óvinur hans hefði átt i hlut.. Hann gekk til hennar og talaði til hennar með viðeigandi lotningu, en þó jafnframt með þeirri opinskáu einurð, sem hafði ert Veroniku svo mjög. "Fyrirgefið þér, Miss Denby, en finst yður viturlegt að riða við svona beisli? Hún er ung og fjörug eins og þér vitið.” Veroníka var orðin sveitt af á- reynslu og var ekki í sem bestu skapi. “Eg ríð altaf við svona beisli,” sagð.i hún stuttarlega. ‘Það er léttara en keðjubeilsi og mér finst það þægilegra. Ef þér þektuð nokkuð hvernig á að fara með hross —”. Það brá fyrir brosi í augum hans og það espaði hana enn þá meir. “En eg býst við, að þér þykist hafa vit á þvi. Svo er um alla karlmenn.” “Eg var einu sinni nautasmali,” sagði hanrj blátt áfram. "Og þér hafið aðeins einteyming,” bætti hann við og klappaði hryssunni Sally, sem hafði iðað fram of aftur, þef- aði nú af hendinni, sem straukst yfir snoppu hennar — það var gamla nautasmalabragið, sem Ralph hafði lika brúkað við hundinn hans Burchetts. Hún leit út fyrir að spekjast við það, og nartaði blíð- lega í ermina hans. “Það getur ver- ið áhætta og ef eg væri hesta- sveinninn yðar, myndi eg ekki leyfa það.” “Þér mynduð ekki leyfa það,” sagði Veronika og brosti. “Nei. Eg hygg að hann beri á- byrgðina,” svaraði Ralph. “Tvo tauma við svona beisli, en best væri að fá keðjubeisli á svona unga og bráðfjöruga hryssu. Hún er falleg, já! Eg dáðist að henni um daginn. En hún er hryssa og þær eru aldrei éins áreiðanlegar. Ef hún hefði fælst — og það munaði litlu — og hefði þotið með yður inn i skóginn — já, það hefði orðið hræðilegt.” “En eg get stöðvað hana. Eg gerði það,” sagði Veroníka. ‘‘I þetta skifti, já,” sagði hann fálega, "en það er ekki vist að þér gætuð það altaf. Og líf yðar er of dýrmætt — Veroníku steig blóðið til höfuð- Nafnspjöld Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldr Skrlfatofuaiml: 23674 Stundar lérstaklega lungnasjúk dóma Er atJ finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Ave Talafrati DR A. BLONDAL 601 Medical Arte Bld*. Talsíml: 22 206 Stuadar sdrstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — Afl hitta: kl. 10—12 • h. og 3—6 a h. Helmllt: «06 Vlctor St. Slml 28 130 DR B. H. OLSON » 116-220 Medlcal Arta nida. Cor. Qraham and Kennedy 8t. Phone: 21834 VlUtalstlml: 11—12 og 1_6.30 Helmlll: »21 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 11« NBDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar elnadneru audia- nyrnn - uef- og kverkn-ajðkdAmn 11—12 f. h. Br att hitta frá kl. og kl. S—8 e b TnUlrni: 21K84 Heimlli: 688 McMlllan Ave 42691 TaUfmf i 2HHH9 DR. J. G. SNIDAL TANIVLÆKNIR •14 Somernet Block Portnf* Avenne WlNFflPBG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja l>H. 8. G. SINPHON, N.D.. D.O.. D.C. Chronic Diseasea Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MOORE'S TAXI LTD. Cor. Donnld and Graham. 50 Cents Taxl Frá einum stat5 tll annars hvar sem er í bænum; 6 manns fyrir sama og einn. Állir farþegar á- byrgstir, allir bilar hitabir. Sfml 23 806 (8 lfnnr) Kistur, töskur o ghúsgagna- flutningur. Brynjólfur Þorláksson Sími: 86 762 670 Victor St. Stillir PIANOS og ORGEL Mrs. Björg Violetlsfeld A. T. C. M. Pianist and Teacher 666 Alverstone St. Phone 30 292 Winnipeg Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimills: 33 328 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lógfrceðingur 702 Confederation Life Bldg Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenxkir lögfrœðingar 709 MINING EXCHANGB Bldg Simi: 24 963 356 Moin St. Hafa einnig skrifstofur aC Lund&r, Piney, Gimli, og Riverton, M«n Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenskur Lögfrœðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL • •lur llkklstur og annast um útfar, lr. Allur útbúuaftur g& bemtl Ennfremur selur hann allskonar rnlnnisvartia og legsteina. 843 SHERBROOKE ST Pkonei H4t 607 WINMPBn Björgvin Guðmundson A. r. c. M, Teacher of Muaic, Compodtiott, Theory, Counterpoint, Orchet- tration, Piano, etc. 555 Arlington St 8IMI 71621 r MARGARET DALMAN TEACHER OP PIANO N»4 BANNINO ST. PHONE: 26 420 Ragnar H. Ragnar Pianókennarl hefir opnað nýja kenslustofu tð STE. 4 NORMAN APTS. (814 Sargent Ave.* TALSIMI 38 293 TIL SÖLU A óDtRll VGHfll “SIIHNACE" —bsetJI vlSar m kola “furnace” lftlt) brúkaQ, u Ml efllu hJA undtrrCtuBunt. Oott taeklfnrl fyrtr fðlk út 4 landl er bœta vllja hltunar- Ahflld 4 helmlllnu. GOODMAIf & CO. TH6 Toronto St. Sfml 2HU41 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— and Fornlture Sevte« 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. 100 herbersi mefl efla &n bafls SEYMOUR HOTEL verfl eannsJarnt Sfml 2N 411 G. G. HGTCHISON, elcandl Market and Kinfl St., Wlnnlpeg —i— Mnn. sins. “Viljið þér gera svo vel að sleppa taumunum,’ ’sagði hún kulda- lega. “Eg bið yður af fyrirgefa,” sagði Ralph. Hann roðnaði einnig og gremjusvipur kom i augu hans. “Eg meinti að sérhvert mannslíf væri of dýrmætt til þess, að því væri stofnað þannig 1 hættu.” Hann slepti taumunum, tók ofan, snéri sér & hæli og gekk inn 1 skóginn. MESSUR OG FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðor Messur: — á hvtrjum sunttudtg* kl. 7. e.h. Safnaðarnefndin: Pundir 2. «| 4., fimtudagskveld i hvcrjiuB mánufii. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld I hverjum mánuhi. Kvenfilagið: Fundir annac þríVjfl dag hvers mánaðar, kl. 8 aV kveldinu. Söngjlokkurinm: Æfingar & kTarj« f i mtudagskvel di. Sunnudmgaskólinn: — A brerjuæi sunnudegi, kl. 11 f. h.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.