Heimskringla - 29.04.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.04.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 29. APRIL, 1931. HEIMSKRINGLA 3 BLAÐSEÐA svo endaði atapp þetta að hún hélt áfram, og þeir sína leið. I>að gekk í stórhríð með kvöld- inu, og stúlkan varð úti. Þegar hún fanst eftir nokkra daga M lá saumadót hennar kringum hana á fönninni, skæri, nálar og hálfsaumuð stykki, eins og hún hefði ætlað sér að fara að sauma. Mikið var um það talað að þegar Björn á Grímsstöðum hefði ekki getað snúið stúlkunni aftur, þá sýndi það bezt, að ekki yrði feigum forðað. Nokkrum óögum eftir að líkið var fundið vill þessi atburður til á Víðir- hóli: Herborg dóttir • Jóns föðurbróðir míns þá 17 ára gömul var mjög bókhneigð og hafði þann sið að lesa við ljós á kvöldin lengi eftir að hún var háttuð. Eitt skifti þegar allir "voru háttaðir og sofnaðir, en Herborg er að lesa eins og hún er vön, þá heyrir hún, að kirkju hlukkunum er hringt. Henni úettur strax í hug, að þeir séu komnir með líkið frá Hólsseli, og hafi orðið svona seint fyrir, en þykir það samt skrítið, að þeir skuli ekki koma inn og biðja um kirkjulykilinn. Hún stóð á fætur, gekk út að glugg- anum því úr honum sást út að kirkjunni, en hún sá ekki neitt. Snemma næsta morgun komu þeir með líkið, en þegar þaíi var borið í kirkjuna þá gleymdist að hringja--------------. Opið bréf til Hkr. Tileinkað vinum mínum, Mrs. Rósu Casper, Blaine, Wash. og K. N. skáldi á Mountain, N. D. Á Suðurleið Júlí 21 — sem er mánudag- ur. — Er veður kalt, með hrá- slagaregni. Þenna morgun mæt um við dr. J. Gíslasyni frá Grand Forks ásamt föruneyti hans, þ. e. bróður hans Þor- steini og konu hans og frænd- stúlku, sem var í þeim hóp. ' Höfðu þau komið að norðan 'vSjnaJV''’ FYLKIÐ MANITOBA TEKJUSKATTUR Frestur hefir einstaklingum verið veittur með að leggja fram skýrslur og greiða tekjuskatt til fylkisins, frá 30 apríl 1931 til 15 maí 1931. Þó skulu löggilt viðskifta og hlutafélag hafa lagt fram skýrslur sínar og greitt skattinn að fullu fyrir eða um 30 apríl 1931. Allar tekju skýrslur skulu fylgja formum þeim, sem héh segir: Form 1 Einstaklingar aðrir en bændur Form 2 Bændur og Hjarðeigendur. Form 1C Löggilt viðskiftafélag. Eftirfylgjandi upphæðir undanþegnar:— Fyrir gift hjón ................ $3,000 Fyrir Húsráðendur .............. $3,000 Aðra gjaldendur ............... $1,000 Ómága innan 21 árs aldurs ... $ 500 Aðra ómága samkvæmt fyrir- mælum tekiuskatts laganna .... $ 500 Löggilt viðskiftafélag ....... $1,000 Allar upplýsingar um álag eru birtar á skýrzluformun- um, sem til útbýtingar eru á öllum skrifstofum Pro- vincial Savings, Siímastöðvum og ennfremur hjá Mani- toba Income Tax Office, 54 Legislative Buildings, Winnipeg. Eftir frekari upplýsingum símið 840 297. HON. D. L. McLEOD, D. C. STEWART, Minister of Administrator of Municipal Affairs Income Tnx. eins og til stóð, og voru nú á suðurleið eins og við, en í öðr- um bíl. Fóru þau af stað nokk- uð fyr en við. Geta má þess, að þau Þorsteinn og frú hans sátu við borð — skáhalt frá okkur, á Montcalm — við vor- um þar sex konur við sama borð — og ekki fleiri. Konur þessar voru: Mrs. Þórdís Eldon, Ella Sjóstedt — áður Peterson, Rósa Vídal, hjúkrunarkona, og eg, og tvær innlendar Amer- íkönsk og Canadisk konur þ. e. kona Dr. Lárus Jóhannes- sonar Sigurðssonar frá Hnaus- um og Miss Gregg. Þau Þor- steinn Gíslason og frú hans voru ein af þeim fáu, sem aldrei vantaði í sæti sín í veðr- inu mikla, sem við fengum á leiðinni til íslands, og sendi flesta farþega í rúm sín, og hélt þeim þar tvo til fjóra daga, og sumum lengur. Þau reyndust sjómenn góðir. Þau eru frá Brown P. O. að mig minnir. Loks kom bíll sá er við höfðum tekið okkur far með, og við lögðum af stað kl. 9 f. h. Þegar við komum upp und- ih Stóra Vatnsskarð að norðan, svndi bílstjórinn okkur Víði- mvrarsel þar sem St. G. St. skáld var fæddur. Liggur það hátt. En á milli okkar og þess rann á eða gil Óðum við Marta yfir þetta vatnsfall og gengum upp að selinu, sem nú eru að- eins tóftir einar. Tók Marta 1 mynd af veggbroti sem enn þá stóð upp, og aðra mjög góða af umhverfinu þar. Að því búnu héldum við áfram yfir skarðið og ofan að vestan. Nokkru neðar en þar sem við mættum bílunum á norðurleið stansaði bíllinn. Marta og önnur stúlka, sem varð okkur samfreða frá Króknum, María Hansdóttir frá Bæ á Höfða- strönd, garðyrkjukona fóru út — það gerðum við öll til að rétta úr okkur, en þær gengu þar til þær fengu góða útsýn ofan yfir Bólstaðarhlíð, tún og eyrar og árnar sem koma þar niður sín úr hvorum dal, og tóku myndir. Það er fallegt ofan úr hæðunum að horfa yfir rennislétt tún, — og eyrar, sem verið er að géra að túni, þarna fram í dalbotni. — Fallegt að sjá það og fara þar um. En ARCTIC ISMAÐURINN KEMUR VIÐ HJÁ YÐUR I DAG 1931 SUMAR PRÍSAR Á ÍS FRÁ 1. MAÍ TIL 30. SEPTEMBER (5 MÁNAÐA ÍSFORÐI) 1931 SUMAR ISVERÐ Borgist að tullu íu. uiai. 4 01\L pd. til jafnaðar á hverjum degi, l tm'* 1. maí til 30. sept »4 A Cft Borgað út í hönd «5 I WtwU 1 OI/ Pd- jafnaðar hevrn dag, frá I £ ' ■^ 1. maí til 30. sept., en með helm- ingi meiri Is yfir hverja 2 mánuði, sem æskt er eftir. C l íí Borgun út íhönd .... I öifcU 9 J“ pd. til jafnaðar daglega frá 1. mai bw til 30. september—og bera ísinn inn í kæliskápinn. Q4 Q CA • Borgun út í hönd ....I COUPON ISVERÐ 25 Borgist fyrirfram pd. BÆKUR (8 tickets, 25 pd. hvert) .............. $2.00 9J? pd. BÆKIJR (20 tickets, (" AA bW 25 pd. hvert) .................. O.UU IS ER FLUTTUR UT DAGLEGA NEMA A SUNNUDÖGUM. TVÖFALDAR BIRGÐIR FÆRÐAR YÐUR A LAUGARDÖGUM. ÞAÐ ER ÓDÝRARA OG BETRA AÐ KAUPA ÍSINN YFIR ALT SUMARID Víéb® ]þér að Arctic ER EINA FELAGIÐ I WINNIPEG SEM FRA MLEIÐIR IS HREINAN OG NATTÚRLEGAN —VJER SELJUM YÐUR HVORA TEGITNDIN A SEM YÐUR GEÐJAST BETUR AÐ. FAUM VJER PÖNTUN YÐAR I DAG? “ARCTIC” fSMAÐURINN KEMUR HEIM TIL YÐAR INNAN FÁRRA DAGA EFTIR SUMAR ISPÖNTUN YÐAR. HANN MUN SEM FYR REYNA AÐ GERA FYRIR YÐUR ALT SEM HANN GETUR! THE ARCTIC ICE & FUEL COM LTD. Pbone 42 311 þó finst mér, að þar myndi þröngt um mig — ef eg ætti að vera þar til lengdar — og útsýnið of takmarkað. Eg er vön víðáttumiklu og fjölskrúð- ugu útsýni. Fagurt útsýni er meira en helmingur hamingju minnar og lífsgleði. Mér þykir gaman að koma inn í borgir og bæi, og búa þar, ef þörf gerist, en þreytist þó brátt á þeim, nema eg sé þar, sem skvaldrið ekki offyllir eyrun, og byggingar ei banna mér út- sýn. Eins er um dalina. Mér I geta þótt þeir fallegir í svip —' þó þröngir séu, en uni þeim ei | til lengdar, sé víðátta og út- sýn of mjög takmörkuð, eða svo finnst mér nú, eftir að hafa lifað meirihluta æfi minn- ar við víðáttu fjölbreitilegasta útsýnis. — Vani, segja menn. Máské. Þó er það innri þrá — útþrá, segja vitringarnir, sem reka unglinga úr fjalldalaátt- högum sínum — eða máske hvaða átthögum sem er, út, út í heiminn. Það er þessi út- þrá — eða hvað menn vilja kalla það, tfem hefir leitað nýrra landa, — að nýjum heims álfum — fundið þær og bygt, þar til ekkert meira er að finna á þessari vorri jörð. — Og þá, hvert?— | Að myndinni tekinni héldum við áfram út Laugadalinn, nið- ur með Blöndu gömlu —og var hún að vanda blendin á svip. Við þá leið og bæi flesta til beggja handa kannaðist eg frá fornu fari, en fólk ekkert, nema eina konu, sem eg mætti á Landskvennaþinginu — dótt- ir Sigurðar, fyrrum á Lækja- móti, kona þessi býr á Holta- stöðum en það mundi eg ekki í svipinn — og því komum við þar ekki. Á Blönduós komum við nokkru eftir hádegi og höfðu þar miðdag á gistihúsi frú Ingi- bjargar Sú kona var okkur samferða frá Ásnum norður á Krókinn þegar við fórum norðuryfir. Hún hafði komið vestur um haf með Magnúsi Jónssyni frá Fjalli og fólki hans, en farið heim aftur og er hiin frétti að eg kom úr átthögum þeirra spurði hún margs um hægi þeirra, og sendi þeim kæra kveðju. Kveðjan fylgir og hér með. Frá Blönduósi fórum við kringum kl. 3 e. m. og héldum eins og leið lág að Miðhópi. Allar ár á þessari leið eins og reyndar víðast eru brúaðar. Loft var allann þann dag skýj- að, og regn meira og minna, en sólskin á milli. Þegar við fórum vestur veginn austur at’ Þingeyrum, óskaði eg að við hefðum haft tíma til að koma þangað. Mig langaði til að sjá Þingeyra kirkju ennþá einu sinni. Eg sá hana þegar eg var barn, þá nýja og talda fegursta af öllum kirkjum landsins Hún var bygð úr grjóti — dregnu á sleðum að vetrarlagi alla leið frá Borgar-virki. Um það heyrði eg einni gtalað á æsku- árum mínum, og mjög lofað- um dugnað Ásgeirs á Þingeyr- um, sem þá átti jörðina og stóð fyrir þessu mikla verki Eg man svo vel eftir himinblárri hvelf- ingu með giltum stjörnum. Mér þótti það dýrðlegt. Og að öllu var kirkjan vel ger. Til sam- anburðar man eg einnig eftir gömlu torfkirkjunni sem þar var áður — hrörleg og sigin, en allir bitar, einkum sá er aðskildi kór og kirkju alsettir helgimyndum — úr eyr minnir mig. Þar voru allir postularn- ir, eftir þeim man eg vel. Allar þessar helgimyndir voru og fluttar inn í Nýju Kirkjuna, og stóðu einnig þar á bita ef mig minnir rétt — sínir sex hvorn- megin. Nú fannst mér ein- hver auðn hvíla yfir þessum forna helgistað. Kirkjan stend- ur hátt og sézt langt til, frá öll- um áttum. Sumir segja — lengra, en nokkurt annað hús á öllu landinu — þ. e. lengra frá öllum áttum. Við sáum vel yfir alla Þingeyrasanda, og hér og þar flögruðu sólskinsblettir eins og vinarkveðja frá fornum tím- um. — Eins og vildu þeir minna farand-fólk á, að einusinni hafi þessi fornfrægi staður baðast í | sólskini liðinna göfugmenna. — j Einu sinni —. En nú voru engin setugrið boðin. Við stönsuð- um hvergi, fyr en í Miðhópi. Á j leiðinni norður var svo ráð! fyrir gert, að Björn bróðir minn j — áður nefndur, mætti okkur M'örtu með hesta í Miðhópi eða Enniskoti á föstudag eða j Laugardag, þ. e. 18 eða 19 júlí. Þessi áætlun raskaðist af því að þá daga var ómögulegt: að fá bílferð vestur frá Krókn- j um. Samt vildum við nú vita ! hvað við fréttum til ferða Björns. Skildum bílinn eftir fyrir utan tún. Klifruðum yfir , gaddavírsgirðingu sem lögð var ofan á gamlaan túngarð og gengum heim að bænum. Fólk var á túni að heyvinnu. Bráð- lega kom þó kvenmaður heim, er hún varð gesta vör. Fréttum við það að Björn hefði komið þar föstudagskvöld, beðið all- | ann laugardag og fram á að- j faranótt sunnudags, og farið , svo heim, þetta fór að vonum. j Forlögin höfðu - ætlað okkur j annað, en við vildum vera láta. En við það urðum við að sætta okkur. Var nú ferðinni haldið áfram framhjá Gröf. Þegar eg var á Jörfa bjó þar Sigurður faðir sr. Jónasar A. Sigurðs- sonar, en í Miðhópi Jósep Jón- atansson, þ. e. þegar eg var á Jörfa í síðara skiftið. Þegar eg var þar í fyrra sinni, bjuggu þeir feðgar sinn á hverjum j þessara bæja, Jónatan í Mið- ! hópi, en sonur hans Jósafat — máske er þetta nafn ekki rétt 1 í Gröf. Þá voru þessar jarðir taldar með beztu — ef ekki beztar jarðir þar um slóðir og j sæmilega hýstar að þeirra tíma j síð. Nú sýndist mér báðir bæ- irnir á fallanda fæti — lág- kúrulegir, eins og þeir væru að reyna til að fela sig — gæti j eg bezt trúað, að þeir væru | hinir sömu, og nú, eins og alt sem of gamalt verður — geng- j nir í sjálfa sig — ofan í jörð- j ina. Vera má að eitthvað hafi 1 þar verið gert að túnum, þó sá eg þess engin merki önnur, ! en gaddavírsgirðinguna. Gadda- i vír er annars mjög notaður til girðinga á íslandi. Eg sá hann I víða, ein eða tvísettann. Sama 1 gilti um Enniskot. En sú I jörð var æfinlega Kot, og því j síður við miklu að búast, þó munu allar þessar jarðir liggja SPARIÐ sem næst $30 á raf-eldavél Ef þér kaupið raf-eldavél með- an á framboðssölu vorri stend- ur, sparið þér frá $18 til $20 á vírlagningu, og svo veitir Slave Falls Souvenir arðskír- teinið yður afslátt á rafafls- notkun, um $10. TIL SAMANS SPARAST ÞARNA UM $30.00. Vér setjum inn raf-eldavél á $15 niðurborgun. Vægir afborgunarskilmálar. Símið 848 133 Cfhj ofU'írmfpeg HgdroIlcctncSgstfm 55-59 PRINCESS ST. vel við jarðabótum. Bílstjórinn okkar, Pétur Guð- mundsson, átti að taka tvo menn á Lækjamóti. Þangað var ferðinni heitið og ekki Jengra — þ. e. hans ferð. Við afréðum því að fara þangað með honum. í Miðhópi frétti eg líka að þar væri Hallgrímur frændi minn. Þegar að Lækja- móti kom, reyndist það mis- hermi. Riðum við stúlkurnar af að beiðast þar gistingar, þ. e. a. s. við Marta. En María garðyrkjukona var ráðin þar til að vinna að görðum, og ætlaði því ei lengra hvort sem var. Bílstjórinn fór nolrður alftur sama kvöld, en kvaðst koma aftur næsta föstudag að Hvammstanga á leið suður til Reykjavíkur. Gerðum við hálft um hálft ráð fyrir að verða þá (Framh. á 7. síðu.) 1* FRIGIDAIRE * Onlii $ 10 Cash Balance 2 Years E.NESBITT LTD. Sarqent at SKerbrook !-»THE BEST 1N RADIO* VINSÆLASTA LYFTIDUFT f VESTUR CANDAN — 100% CANADISKT — OG BÚIÐ TIL f WINNIPEG f EINHVERRI FULLKOMNUSTU VERKSMIÐJUNN í CANADA. Blue Ribbon Limited WINNIPEG :: :: CANADA TIMBUR KA UPIÐ The Empire Sash & Door Co., Ltd. BirgSlr: Henry Ave. East Phone: 26 35« Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ CÆÐI ÁNÆGJA.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.