Heimskringla - 05.08.1931, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA
HEIM3KRINGLA
WINNIPEG 5. ÁGÚST 1931
NÝJAR RADDIR.
eftir Ragnar E. Kvaran
Ritgerð þessi er tekin úr Tíma-
ritinu Morgunn á Islandi og birt
með leyfi höfundarins.
IV.
Þess hefir verið getið, að
grein sr. Gunnars Benedikts-
sonar, sem minst hefir verið
á, og verið liefir tilefni þeirra
hugleiðinga, er hér hafa verið
nokkuð raktar, sé markverðust
fyrir viðfangsefnip, en ekki
fyrir niðurstöðurnar. Greinin
hefir þann kost. að hún vekur
menn til umhugsunar um trú-
mál, þótt þeir kunni að verðe
mjög ósammála höfundi henn-
ar. En sr. G. B. hefir einnig
nýlega látið frá sér fara rit.
sem að sjálfsögðu vekur miklu
meiri athygli en þessi grein.
Það er “Æfisaga Jesú frá Naz-
aret”. Þótt þetta rit sé stutt.
liggur töluvert mikið verk í því,
og það er vissulega þess virði,
að því sé gaumur gefinn. Höf-
undurinn lætur í ljós sann-
færingu sína um æfiferil Jesú,
sem fer mjög í ólíka átt frá
því, sem talið hefir verið óyggj-
andi til þessa tíma. Greinar-
gerðin fyrir þessari sannfær-
ingu er skilmerkileg og þess
eðlis, að höfundurinn á fullan
rétt á því, a'ð mál hans sé rætt
með stillingu og rökum. í
stuttu máli má lýsa skilningi
hans á æfiferli Jesú á þá leið.
að Jesú hafi fundist svo mikið
til um spillingu þá, sem ríkti í
þj.óðlífi samlanda sinna, að
hann hafi verið staðráðinn í
því að hefja vopnaða uppreist
gegn valdsmönnum þjóðarinn-
ar í því skyni, að fá því hrund
ið af stokkunum, sem sannar-
lega gæti borið nafnið guðs
ríki.
Einu rökin, sem eg hefi séð
færð á prenti gegn þessar:
skoðun eru á þá leið, að það
sé mikil háðung, er prestu^
þjóðkirkjunnar lýsi Jesú á þá
leið, sem hafi hann ekki ann-
að verið en “einungis uppreist-
armaður’’ eða “ekkert annað
en byltingamaður’’. Nú er þa<*
svo sem auðvitað, að ekkert
skiftir máli, hvað kann að
vera talin háðung í þessn sam-
bandi, heldur um hitt eitt.
hvort þetta sé rétt hjá sr. G.
B. Þá er það og einnig með
öllu rangt, að sr. G. B. telj'
Jesú “einungis’’ eða “ekkert
annað en’’ byltingamann eða
uppreistar. Hann telur hanr
byltingamann með frábærum
eigileikum. En að lokum er
það næsta furðulegt, að svo
skuli vera komið, að íslending-
um skuli virðast það að sjálf-
sögðu lítilsvirðandi að nefna
mann uppreistarmann. Hingað
til hefh þjóðin yfirleitt haft til-
hneigingu til þess að virða
slíka menn. Hún hefir ávalt
haft samúð með stjórnarbylt-
ingunni frönsku, virt nöfn
Makkabeanna, Garibaldis, Wash
ingtons og annara ágætis
manna, sem risið hafa önd-
verðir gegn kúgun og ánauð.
Svo að það er næsta hjákát-
legt að hefja hróp að höfundi,
þótt hann telji Jesú þessum
mönnum að einhverju leyti
skyldan.
En hver sem kann að vera af-
staða manna til uppreistar-
manna yfirleitt, þá er mest um
hitt vert. eins og tekið hefir
verið fram, hvort skoðun sr
G. B. muni vera rétt.
Eg hefi gert mér far um að
lesa bókina með fullri samúð
og hleypidómalaust, og niður-
staðan fyrir mér hefir orðið é
þessa lund: Sr. G. B. hefir
gert tilraun til þess að komast
að sjálfstæðri niðurstöðu um
æfiferil Jesú, hann gerir margar
skarplegar athuganir og beitir
ríkri ímyndunargáfu við til-
gátur sínar, en honum tekst
ekki að brjóta niður hinn yfir-
gnæfandi þunga þeirra atriða,
sem á móti skoðun hans mæla.
aret” er komið víða við og
væri freistandi að rekja það alt
að einhverju leyti. Þess er
ekki kostur hér. Verður að
nægja að drepa á það, sem
efst hefir orðið í huganum við
lestur bókarinnar.
Sr. Gunnar hefir næma sjón
fyrir því í boðskap Jesú, sem
var þess eðlis, að það hlaut
að hafa víðtækar breytingar
í för með sér í þjóðfélagsleg-
um háttum og skipulagi, ef eftirí
því hefði verið farið. En þö
er hann þeirrar skoðunar, að1
ritarar guðspjallanna hafi all-
mikið dregið úr því sem raun-
verulega hafi falist í orðum
meistara þeirra. Þetta hefir
vafalaust við mjög mikil rök
að styðjast. Guðspjöll ritning-
arinnar eru, eins og kunnugt
er, ekki nema örlítið brot þeirra
rita, sem' samin voru um Jesú
af fyrstu kynslóðum kristinna
manna. En sum ritin, sem ekki
hafa komist í biblíuna, sýna
miklu skýrari mynd af þessari
hliðinni á hugsunum Jesú.
Eftirtektaverð er t. d. frásaga
“Hebrea-guðspallsins” um sam-
tal Jesú og ríka mannsins, ekki
sízt fyrir þá sök, hve hún er
ljós og blátt áfram: “....Hann
(þ. e. Jesús) mælti við hann-
Farðu og seldu alt, er þú átt,
og skiftu meðal fátækra, kom
sfðan og fylg mér. En ríki mað-
urinn tók að klóra sér í höfð-
inu og var ekki ánægður. Og
meistarinn sagði við hann:
Hvernig fær þú sagt, að þú
hafir haldið lögmálið og spá-
mennina? Því að ritað er í
lögmálinu: “elska skaltu ná-
ungann eins og sjálfan þig’’, og
sjá, margir bræðra þinna, syn-
ir Abrahams, eru þaktir í saur
og deyja úr hungri, og hús
þitt er fult af hvers kyns gæð-
um, og þó fer alls ekkert af
því til þeirra’’.
En þegar þess er gætt, hve
lítið af því, sem verulega mikils-
vert hefir verið í orðum og
athöfnum Jesú, hefir getað
komist inn í hinar stuttu frá-
sagnir guðspjallanna, þá verð-
ur ekki með réttu sagt- að
þessar huganir, sem lúta að
félagslegri sambúð mannanna
hafi orðið út undan þar. Guð-
spjöllin eru öll þrungin af þeim.
Jesú hefir haft svo opið auga
fyrir þessari hliðinni á lífinu
að annað er vart hugsandi, en
að meðvitundin um öfug
streymið í þessum efnum hafi
styrkt mjög trú hans á komu
hinnar miklu byltingar. Því
að byltingatrúar var hann vita
skuld og svo greinilega, að
ekki verður um það vilst. Hann
trúir, eins og meginið af þjóð
hans, á komu þeirra tíma- er
Guð bylti við öllum hlutum á
jörðinni. Hann trúir á dóms
dag Drottins og stofnun ríkis
hans. En líkindin eru lítil fyrir
því, sem sr. G. B. sérstaklega
heldur fram, að Jesús hafi trú
að, að upphaf guðsríkiskom-
unar ætti að vera athafnir hans
sjálfs og lærisveinanna undir
vopnum.
Röksemdaleiðsla sr. Gunnars
í þessu efni er meðal annars
fólgin í því, að Nýja testament-
ið beri það með sér, að mjög
róttæk breyting hafi orðið á
boðskap Jesú frá því er hann
hóf starfsemi sína og þar til
tók að líða að lokunum. Jesús
hafi upphaflega lagt kapp á að
guðsríki mundi koma, án þess
a'ð leiðir ofbeldis yrðu notaðar.
“Fjallræðan’’ sé frá þessu tíma-
bili starfsemi hans. En er
stundir liðu, hafi viðhorf hans
breyzt. Og orð hans og dæmi-
sögur frá síðari hluta starfs-
tímans beri vott um hið breytta
idðhorf. Harkan verði meiri
í boðskapnum og þar kenni
þeirrar harðýðgi- sem sé í al-
gjörri andstöðu við þá mildi,
sem áður andaði frá boðskap
haps og framkomu, og að þetta
nýja skapferli standi í sam-
bandi við áform hans um að
páskana.
Nú er það allra fræðimanna
mál, að “fjallræðan" sé ekki
ræða, heldur samsafn af niður-
stöðum af margvíslegu máli,
er hann hafi flutt við ýms
tækifæri. Og þegar þess er
gætt, að talið er líklegt, að
guðspjallamennirnir hafi tekið
þessar setningar úr safni a
“orðum” Jesú, sem verið hafi
tiltölulega þekt rit í frumkristr
inni, þá er það dálítið hæpið
að velja þessum setningum öll-
um að sjálfsögðu rúm í þessu
fyrra ’ tímabili starfsemi Jesú.
En jafnvel þótt þetta væri lát-
ið gott heita, þá er ekkert eðli-
iegra en að blærinn yfir boð-
skap hans breyttist stórlega
frá upphafinu, enda þótt engu
slíku væri til að dreifa, sem
sr. Gunnar gerir ráð fyrir. Það
stafar meðal annars af því, að
líkindin eru mikil fyrir, að fylgi
hans hafi frekar þorrið en vax-
ið- er stundir liðu. Fólkið flykk-
ist í upphafi að honum, en er
mótspyrnan verður sæmilega
eindregin frá hendi fræðimann-
anna, þá gliðnar alt fylgið í
sundur. Hann rekur sig átak-
anilega á, að menn vantar
tregðu í hugann til þess að and-
leg verðmæti fái fest verulegar
rætur með þeim. Ekkert er
eðlilegra en að mál hans snú-
ist þá með afli um, hvað menn
verði að vera viðbúnir að leggja
í sölurnar fyrir það, sem dýrast
sé í sálum þeirra. Líkingarnar
ei'u oft harkalegar með af-
brigðum, en þær eru ekki nema
samsvarandi því, er honum finst
í húfi vera, er menn svíki sjálfa
sig. Og oft er líklega um
meira að ræða en líkingar. Jes-
ús trúir á dóm Guðs, er sam-
fara verði guðsríkis komunni.
Og sú koma stendur alveg fyrir
dyrum. Inn í guðsríkið gátu
ekki aðrir komist en jieir, er
alið höfðu með sér þá eiginleika
og spámennirnir náðu alt til
Jóhannesar; síðan er fagnaðar-
boðskapurinn um guðsríki pré-
dikaður og hver maður þrengir
sér inn í það með valdi”. Finst
sr. G. B. eðlilegast að líta svr
á- sefh með guðsríki (eð'
himnaríki, sem þýðir þaf
sama), hafi Jesús átt við þanr
vísi til hins nýja ríkis, sem fal-
inn sé í félagsskap lærisveinp
sinna og fylgismanna. Með líf-
láti Jóhannesar, sem Jesús haf;
metið mikils og talið að nokk-
uru leyti samverkamann sinn
sé hafið ofbeldi gegn guðsríki.
þ. e. félagsskapnum. Fyrir setn-
ingunni í Lúkasar guðspjalli tel-
ur hann líklegt að liggi til grund
vallar setning, sem orðuð hafi
verið á aðra leið, en ef til vill í
aðra hvora áttina: að inn í guðs
ríki yrði maður að þrengja sér
með valdi, eða að guðsríki yrði
eiíki komið á stofn með öðrn
en því, að valds yrði neytt. Eiú
sé að minsta kostr víst — að
hér sé þetta tvent sett í sam-
band hvort við annað: minning-
in um afdrif Jóhannesar skír-
ara og ofbeldi í sambandi við
guðsríki.
Mér virðist þetta að leita
mjög langt yfir skamt. Fyrst
og fremst er naumast hægt
að benda á, að nokkuru sinni
sé í öðru sambandi talað um
félagsskap lærisveinanna, sem
væri hann sama og guðsríki
Auk þess er ekki minst á af
töku .Jóhannesar í greinum þess
um. Miklu nær er að hugsa
sér talað um starfsemi hans
meðan hann var enn á lífi. Og
að lokum þarf ekki að breytp
setningunum neitt til þess að
fá fult vit í þær. Mér virðist
hugsunin vera þessi: Guðsrík
er í aðsigi. Lögmálið og spá-
mennirnir áttu að ná til guðs-
ríkis komunnar. En svo nálægt
er ríkið, að hvorttveggja er þeg
Sigurdsson, Thorvaldson
GO.
LTD.
GENERAL MERCHANTS
ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED
ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE
TRACTOR AND LUBRICATING OILS
ARBORG
RIVERTON
Ph«ne 1
HNAUSA
]*lione 51, King 14
MANITOBA, CANADA.
ar úr sögunni. Frá því að Jó-
sem skilyrði voru guðsríkis- hannes kom fram. hafa ýmsir
vistarinnar. Enginn gat trúað þrengt sér inn í hið nýja ríki
á hina stórfeldu byltingu, sem
Jesús trúði á og þráði, án þess
að finna til þess jafnframt, að
ægilegir viðburðir voru í að-
sigi. Satan einn átti ekki að
farast — því að Jesús trúði á
tilveru hans —, heldur hlaut
mikil skelfing yfir þá að dynja-
sem selt höfðu rétt sinn til hins
nýja lífs fyrir hégóma. Var unt
að mála hugsanir sínar of
sterkum litum, þegar þetta var
inni fyrir í huganum?
Ef til vill finst mönnum erfitt
að samrýma þessar hugsanir
því trausti, sem Jesús bar til
þess, er hann nefndi föður sinn
á himnum. Við þvf er ekki ann-
að að gera en að kannast ,við
oð það sé erfitt. Svo furðu-
legt sem það má virðast, þá
verður ekki undan því komist
að játa, að í huga Jesú hafi
fjarskyidar hugmyndir og til-
finningar búið á sama tíma.
Og þó væri ef til vill réttara
að segja, að einmitt þetta hjálpi
oss til þess að skilja hann að
töluverðu leyti. Enginn maður
hefir dvalið svo á jörðunni, að
ekki hafi búið í honum bæði
fornt og nýtt. Tign Jesú er í
því fólgin, að hann finnur.
hver eru dýrustu verðmæti
hans eigin sálar, og þar með
annara manna. En Jesús var
ekki alvitur. Fyrir þá sök vissi
hann ekki, að aldagamall
draumur þjóðarinnar um
skyndilega komu guðsríkis, var
ekki annað en draumur. /
Sr. Gunnar telur hugsunina
um þörfina á vopnaðri byltingu
hafa sérstaklega skýrst fyrir
Jesú og orðið að föstum ásetn-
ingi hjá honum upp úr lífláti
Jóhannesar skírara. Og í því
sambandi bendir hann á orðin
einkennilegu í Mattheusar guð-
spjalli: “En frá dögum Jó-
hannesar skírara og alt til
þessa verður himnaríki (þ. e.
guðsríki) fyrir ofbeldi, og of-
beldismenn taka það með
valdi’’, og skyld ummæli í
(með því að lifa samkvæmt
fyrirmælum fagnaðarerindisins)
enda þótt það sé enn ekki kom
ið fyrir sjónum manna. Þeir
hafa þrenet sér inn um dyrn
ar, enda þótt engir aðrir hafi
komið auga á þær.
Svo fjarsótt sem þessi skýr-
ing kann að virðast, þá er hún
sennilegri en hin. En fyrir þé
sök hefi eg orðið svona lang-
orður um þessar setningar, að
sr. G. B. telur hér vera að leit-
að hinum miklu straumhvörf-
um J lífi Jesú og hugsunum
Eg held ekki, að það geti verið
rétt, og um atburðinn við Ses-
areu Filippi er líkt að segja
Séra Gunnar gerir allhugvits-
samar athuganir í samband
við þá frásögn, og hann hefr
alveg vafalaust rétt fyrir sér í
því, að eitthvað verulegt vantar
í myndina, sem þar er dregin
upp. En hér fer einnig evo, af
brestur kemur í skýringuna hjc
honum þar, sem mest liggu:
við.
Sr. G. B. lítur svo á, að rét’
sé frá skýrt um það, að læri-
sveinarnir hafi látið uppi —
eða Pétur fyrir þeirra hönd —
þá sannfæringu sína, að Jesús
væri Messías þjóðarinnar. En
þá hafi Jesús skýrt þeim frá
áformi sínu um að fara til Jerú
salem og muni óhjákvæmilega
verða þar alvarlegur árekstur
á milli sín og höfðingja lýðs-
ins. Hann er með öðrum orð-
um að búa þá undir uppreist-
ina ,er hann hefir fastráðið að
hefja. Pétri lízt ekki á þá fyrir-
ætlun og tekur að átelja Jesú
fyrir fásinnuna, en Jesús vísar
honum frá sér með hörðum
ummælum, en eggjar lýðinn
til fylgis.
Framaetning séra Gunnars
á þessu er á þá lund, að skýr-
ingin er alls ekki ósennileg, að ( bersýnilegt um suma þá menn
öðru leyti en því, að það verður | sem skrifað hafa um bók sr.
fullkomin ráðgáta, hvernig það Gunnars ,að þeir hafa einskis
á að fara saman hjá lærisvein-1 annars átt kost en að hrópa:
unum, að þeir lýsi yfir sann- Júdas! Fáheyrð ósvífni! o. s.
Messías og noti sama tækifær- þetta, sem þeir höfðu ekki hug-
ið til þess að átelja Jesús fyrir mynd um .hverju þeir ættu að
það, sem þeir töldu aðalverk- svara.
efni Messíasar. Það er mjög En annars er ef til vill mest
mikilsvert að hafa það í huga, Vert um bók sr. Gunnars fyrir
að á þessum tímum er sjóð- þá sök- að liún hefir enn á ný
andi uppreistarhugur undir niðri varpað birtu yfir þann marg-
hjá svo að segja allri þjóðinni. tjáða sannleika, hve margvís-
— Rómverjar tóku þúsundir íegar tegundir alvörunnar geta
manna af lífi, sém grunaðir leitað sér stuðnings og upp-
voru um og staðnir voru að örfunar í orðum og athöfnum
landráðum. Allir eru í raun og mannsins frá Nazaret. Sr. Gunn
veru að skima og leggja hlust- ar er þannig skapi farinn, að
imar við, ef verða mætti, að hann hefir ekki trú á annari
þeir yrðu frelsarans varir. Og lækningu á meinum mannlegs
altaf voru Messíasarnir að félags, en þeirri, sem nokkuð
koma, og allir voru þeir sams- svíði undan. Hann vill skera
hugar — að lumbra á valdhöf- til meinsins og kreista út gerl-
unum. Hafi Pétur trúað þvf, ana. Hann hefir lesið Nýja
að Jesús væri Messías, þá fólst testamentið með athygli, og at-
fyrst og fremst í þeirri trú sú hyglin staðnæmist sérstaklega
vissa- að hann mundi steypa við þau ummæli og þær hugs-
af stóli þeim mönnum, er héldu anir, sem honum finst vera
þjóðinni í ánauð. Þess vegna skyldast sínu eigin upplagi. Það
er fylsta ástæða til þess að er nægilegt af slíkum hugsun-
telja guðspjöllin fara rétt með um í þeirri bók ,svo ekki þarf
það, að Pétur hafi ávítað Jesú lengi að leita. En sökum skyld-
fyrir það, sem honum fanst, leikans finst honum eðlilegt að
vera með öllu ósamrýmanlegt j gera þetta að brennidepli alls
Messíasarstöðu hans. Og hér ( viðhorfsins á æfisögu Jesú, og
er einmitt þungamiðja máJsins: ; greinargerð höfundarins fyrir
þrátt fyrir, að guðspjöllin eru þeirri sögu miðast þá einnig
rituð eftir daga Krists og með að sjálfsögðu við það viðhorf.
sífeldri hliðsjón af þeim úrslit-
um, er atburðirnir fengu, þé
dylst ekki, að skilningur Jesú
er afar öndverður við óskir og
vonir lærisveinanna í hinum
mikilverðustu atriðum. Barátt-
an, sem freistingarsagan sýnir
að hafi farið fram í huga Jesú
ber þess vott, að hann tók frá
öndverðu aðra stefnu, en bein-
ast lá við samkvæmt hugsun-
um þeim, sem lágu í loftinu.
Hefði hann siglt með því leiði-
þá hefði saga hans orðið nokk-
uð lík því, sem G. B. telur hana
hafa verið. En hún varð önn-
ur.
Um skýringar sr. G. B. á
þeim atburðum, sem gerðust
eftir komu Jesú til Jerúsalem.
verður það helzt sagt, að þær
séu skáldskapur, sem reistur
er á röngum forsendum.
V.
Enda þótt eg hafi ekki nema
lauslega drepið á örfá atrið!.
sem bók sr. G. b' fjallar um.
bá vona eg, að ekki dyljist þa1
tvent, sem eg hefi viljað sagt
hafa í sambandi við "nana-
niðurstaðan stenzt ekki, en
höfundurinn á þakkir skilið
fyrir að hafa gefið hana út
Fyrst þær skoðanir, sem lýst
er í bókinni, eru sannfæring
höfundarins- þá var sjálfsagt
fyrir hann að láta þá sann-
færingu uppi. Það gefur þeim.
sem mjög líta annan veg á um-
ræðuefnið, sérstakt tækifæri
til að rökstyðja sitt viðhorf.
og enginn ætti að þurfa að
tapa neitt á viðræðunum. Mér
fyrir mitt leyti finst eg t. d.
hafa grætt töluvert á að fylgj-
ast með því, sem skrifað hefir
verið á móti bókinni. Það hefir
varpað nýju ljósi yfir þá stað-
reynd, hve fátæklegar og lítt
arðberandi þær skoðanir verða,
sem menn tileinka sér, án þess
að hafa sjálfir nokkuð veru-
lega hugsað um þær. Það er
í “Æfisögu Jesú frá Naz- hefja uppreist í Jesúsalem um Lúkasar guðspjalli: “Lögmálið færingu sinni um að Jesús sé frv., þegar þeir hafa rekist á
Slík ieinhliða, huglæg sögu-
túlkun kann að vera mjög vill-
andi, en hún er ekki einskis
virði fyrir þá ,sem ekki láta
hana villa sig. Allra sízt er hún
einskis virði, þegar fjallað er
um persónu eins og Jesú, sem
snertir svo margvíslega fleti
mannlegs lífs.
Saga Jesú frá Nazaret hefir
frá öndverðu sérstaklega heillað
menn, sem fundið hafa til nokk
urs hita af alvarlegri hugsjón
— hve fjarlæg sem sú hugsjón
kann að hafa verið hugsana-
ferli hans. Ekki verður þessa
snzt vart, ef hugsjónin er til-
tölulega ný og framandi í bví
mannfélagi. sem hugsjónamað-
urinn býr með. Það stafar vafa-
laust af því, hve mikið sprengi-
efni er í orðum Jesú. Það er í
þeim einhver innri þensla og
uppreist gegn því, sem fyrir er.
Henrik Ibsen lætur Julian keis-
ara komast svo að orði í Keis-
arinn og Galileinn: “Keisari og
Galilei! Hvernig á að samrýma
þessar mótstæður? Já, þessi
Jesús Kristur er mesti upp-
reistarseggurinn, sem uppi hef
ir verið...... Er hugsanlegur
friður milli keisarans og Gali-
leans? Er rúm fyrir þá báða á
jörðinni? Því að hann lifir,
Maximus — Gaileinn lifir, segi
eg, þótt bæði Gyðingar og Róm
verjar þykist hafa drepið hann
að fullu; hann lifir í uppreistar
hug mannanna; hann lifir í
fyrirlitningu þeirra og mót-
þróa við hið sýnilega vald.....
“Gjaldið keisaranum það, sem
keisarans er — og guði það,
sem guðs er!’’ Aldrei hefir
munnur kveðið sterkara að
orði. Hvað liggur að baki því?
Hvað og hve mikið er keisar-
ans? Þessi orð eru ekkert ann-
að en barefli til þess að slá
kórónuná af höfði keisarans
með.”
Það eru fleiri og fleira keis-
arar en þeir, sem ríkjum ráða.
Hver liugsun, sem náð hefir
hefðarsæti, er í hættu, þegar
hún stendur andspænis mönn-
um, sem tekið hafa að efa hana
og smitast hafa af hinni af-
drifaríku kenningu hans, sem