Heimskringla - 02.09.1931, Síða 1

Heimskringla - 02.09.1931, Síða 1
MAKE NO MISTAKES CALL DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Men’s Suits Dry Cleaned and Pressed ............ $1.00 Ladies’ Plain Dresses Dry Cleaned and Pressed ....$1.00 Goodn Called For and Dellvered Minor K rpairN, FREE. I'hone 37 0«1 (4 lines) DYERS & CLEANERS, LTD PHONE 37 061 (4 lines) XLV. ARGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 2. SEPT. 1931 NUMER 49 STJÓRNIN Á ENCLANDI Á Englandi er samsteypu- stjórnin nú sezt á laggirnar. Aðgerðalaus hefir hún ekki verið þó stjórnartíð hennar sé ekki orðin löng. Eru helztu ráðstafanir hennar í sambandi i við f járhagshalla landsreikning- i anna þessarr Að hækka skatta, einkum. tekjuskatt og leggja hann eins ; á tekjur af verðbréfum sem j annað. Að leggja 10% toll á alla inn- | flutta vöru til Englands til bráðahirgða. Að lækka laun ráðgjafa sinna , um 20%, þingmenn um 5%, j skólakennara og lögreglumanna um 121%, og hermanna og allra j stjórnarþjóna einnig um eitt-, hvað. Ennfremur að lækka með lag þeirra er fé þiggja af hinu opinbera vegna atvinnuskorts um 60 cents á viku á hverjum styrkþega. Nemur þessi útgjalda niður- skurður allur afar miklu fé. Til mentamála lækka útgjöldin til dæmis um 58 miljónir dala; til akuryrkju 6 miljónir, til heil- ; brigðismála 9 miljónir og til i vega og fleiri opinberra starfa ; um 40 miljónir o. s. frv. En , með þessum sparnaðar ráð- stöfunum ásamt nýju tekjun- um ætlar stjórnin sér að jafna tekjur og útgjöld á ársreikningi sínum fyrir komandi ár. Á útgjöld sín hefir Breta stjórn aldrei ráðisi% neitt líkt þessu. Ber alt með sér, að þörf- in hafi verið mikil, England hafði undanfarið tekið talsvert lán hjá Frökkum og Banda- ríkjamönnum. En svo var nú komið, að þar var nú lán ófá- anlegt lengur nema með ókjör- um eða með nokkuð miklum afföllum á sterlingspundínu. En við því mátti landið ekki. Þjóðin varð því að vera án lána frá öðrum, og spila upp á eigin spýtur. Hún varð að taka upp nýja stefnu. Þessvegna varð samsteypustjórnin til. Þannig horfa nú brezku þjóð- málin við frá efnalegu hliðinni. Ráðstafanir samsteypustjórnar- innar mælast vel fyrir. Og ef landið kærir sig um getur það nú fepeii^ lán með betri kjörum en áður. Frá stjórnmálahliðinni verð- ur brautin ef til *vill fyrst um sinn óslétt framundan. Verka- mannasamtökin á Enaladi hafa kvatt Ramsay MacDoald held- ur óblíðlega oz bá aðra úr verkamanna stjórninni. er sæt.i hafa tekið í samsteypustjórn- inni. Hefir Arthur Henderson gerst leiðtogi þeirra. Segir hann. að hinum gamla verkamanna- leiðtoga, Ramsay MarcDonald muni ekki fylgja nama 40 þing- menn úr verkamannastjóminni gömlu af 287, sem beir voru alls. Conservatíva þingmenn eru 259, liberala 59 og óhaðir9. Jafnvel þó svo væri, sem Hend- erson segir, hefir stjórnin samt yfir 100 í meiri hluta. Það sem verkamannasamtökin halda fram er það, að fjórir eða fimm auðkýfingar hafi að óþörfu sett stólinn fyrir dyrnar og skert lánstraust landsins. Hafi þeim gengið það eitt til að koma verkamannastjórninni frá völdum. Ennfremur er sjá- anlegur ófriður í vændum út af lækkuninni á meðlagi til atvinnulausra. t ræðu þeirri er MacDonald hélt, eftir að samsteypustjórn- in var myndunð, kvaðst hann vona að þjóðin taki öll höndum saman um það að vinna að bjargráðum þjóðarinnar á þessum neyðartímum, hvað sem flokksmálunum líður. Var ræða hans þrungin af alvöru. Hætt er þó við, að sú von hans, aff flokksm^lin verði lögð í lágina, rætist ekki. Birta sum verka- manna blöðin nú þegar svæsnar greinar um ógreiða þann, er MacDonald sé búinn að vinna verkamannastefnunni bæði á Englandi og út um allan heim með framferði sínu á þessum síðustu tímum. Og alt annað er þá auðvitað gleymt um leið. MacDonald er í ellinni í meðvit- und verkamannafélaganna spell virkinn, svikarinn. Hver dóm- ur sögunnar verður um hann, er eigi að síður eftir að sjá. RÁN ARLINGTON BANKANS. Um hádegis leitið síðast lið- inn miðvikudag (26 ág.) gengu tveir menn vopnaðir inn í úti- bú Royal bankans á Sargent og Arlington strætum í Winni- peg og ræntu þaðan um níu þúsund dölum. Stjórnanda bankans og vinnufólkið rákn þeir inn í öryggiskápherbergið ásamt einum viðskiftamanni er inni í bankanum var staddur. En fyrir því sá bankastjórinn. að beir gátu ekki lokað öryggis- skápnum og leiddi af því að miklu skjótar var náð í lög- regluna eftir ránið. en annars hefði orðið. Eigi að síður kom- ust ræningiarnir undan, í bíl, er vélin hafði ekki verið stöðv- uð í, og beið þeirra skamt frá bankadyrunum. Ránið stóð ekki yfir í meira en tvær til þrjár mínútur. Starfsfólk bankans var flest fsienzkt. Bankastjórinn var F. Thórðarson. Aðrir starfsmenn voru J. A. Erlendson, O. S. Goodman og ungfrú N. B. Law- rie, hraðritari. Viðskiftamað- ur bankans þessa stundina, var H. I. Gíslason (bróðr Jóns H. Gíslasonar). Og meðan á rán- inu stóð kom Helgi Jónsson trésmiður inn í bankann. Var honum skipað út að vegg og fórna upp höndum, sem öðrum er inni voru. Ræningjarnir héldu norður Arbngton stræti og^hurfu brátt úr sýn. Þeir voru grímulausir. Var bcirra nú leit.að alt sem unt var. Leið svo fram að laugardegi, að beir voru ófund- nir. En þá náðist í tvo menn er í kofa höfðust við norður með Henderson Highway, dá- lítið norður af Winnipeg, er grunsamir þóttu. Hafa beir nú meðgengið, að hafa rænt bankann. Eru nöfn betrra Harry Dundas og Manley Con- hiser, báðir frá New York. Er Dpndas 22 ára en Conhiser 34. Báðir eru þeir yfir 6 fet á hæð. Höfðu þeir dvalið í kofanum mánaðar tíma. Meira en helm ingur fjárins er þeir ræntu fanst í kofanum. Er nú verið að. leita afgangsins. Ræningarnir fundust þannig. að þeir voru á dansi er hald- inn var undir beru lofti norður í Kildonan og voru á þeim dansi einnig einn eða tveir starfsmenn Arlington bankans, er þektu þá og gerðu leyni- lögreglumönnum aðvart. Voru eftir það hafðar gætur á hverju spori þeirra og eftir þeim farið heim til þeirra um kvöldið. Daginn eftir voru þeir hand- teknir. Ræningjarnir voru orðnir vel bektir í nágrenninu og þóttu hinir skemtilegustu nábúar. Þeir léku sér með æskulýðnum við hvert tækifæri. Mál þeirra er ekki komið fyr- ir rétt, þegar þetta er skrifað og hegning þeirra því ekki upp- kveðin. EITTHVAÐ ROTIÐ í SÁNUM Tala atvinnulausra manna í Manitoba. þykir ekki vera sem áreiðanlegust, í skýrslu þeirri, er fylkisstjórinn hefir sent Ot- tawa-stjórninni. Samkvæmt skýrslunni eru alls 40,817 manns hér atvinnulausir. Er tala þeirra í öllum bæjum og þorpum fylkisins um 27,000. En úti í sveitum að þorpunum frádregnum 13,000. Hefir nú verið grenslast eftir þessu í nokkrum sveitum. hvern- ig á tölu þessari standi. Er svar sveitarskrifaranna það, að menn þessir séu bændasynir, sem nú séu heima hjá sér og hafi ekkert að gera, en séu vanir að vinna út frá heimilinu af og tii, eða þegar helztu störf- um á búinu sé lokið. Þetta er liður, sem ekki er til á atvinnuleysis'-skrá annara fylkja landsins. Á þeim stöðum, sem upp- skera hefir með öllu brugðist í hinum tveimur vestur-fylkjun- um vegna þurka, eru bændur aðstoðaðir á ýmsan hátt, en ekki nauðsynlega með því að veita þeim atvinnu út frá heim- ilinu. En jafnvel tala þeirra er í báðum fylkjunum ekki’ eins há og tala atvinnulausra bænda eða bændasona í Manitoba. sem hvergi hefir þó orðið fyrir algerum uppskeru bresti. Enda ætti það, ef svo væri, að koma undir “drought relief” liðinn. sem á annan hátt er reynt að bæta úr, en að afla mönnum atvinnu utan heimilisins. og á bví ekki að teljast með at- vinnuléysi. Það er rangfærsla á ástandinu. En með henni hefir forsætis- jáðherra Manitoba auðsjáanlega ætlað að sprengja sem mest fé út úr sambandsstjórninni. Helzt svo mikið, að hann þyrfti ekki að snerta við fé fylkisins. en gæti sparað sér það til kosn- inganna á komandi ári. Þarna kemur fram ósérplægnin og sanivinnu-þýðleiki hans í að ráða fram úr atvinnuleysismáli þessa fylkis. GANDHI Á LEIÐ TIL ENGLANDS Síðast liðin laugardag girtist Gandhi mittisskýlum sínum og brá sjali yfir herðar sér (sem er allur klæðnaður hans) og lagði af stað frá Indlandi áleið- is til Euglands. Verður hann á ráðstefnu er þar fer bráðlega fram um Tndlandsmálið. Með Gandhi er ensk stúlka- Madeline Slade að nafni. Er hún lærlingur hans. Lítur húu eftir að Gandhi,. sem farinn er að heilsu, neyti ékki annars en sinnar ákveðnu fæðu á ferða laginu, en það er geitamjólk, hnotur og ávextir. Og til þess að verða ekki af nýrri mjólk, tók Gandhi tvær geitur með sér í förina. Gandhi hafði lengi aftekið að fara þessa för. En að lok- um tókust samningar um það milli hans og Willingdons land- stjóra á Indlandi, að hann sækti ráðstefnuna. Áður en hann lagði af stað, var hann kvaddur með ást og virtum af fylgismönnum sínum. Og heill herskari fylgdi honum til skips. Sagði Gandhi þeim að skilnaði, að hann vænti hins bezta, þó hann sæi enga skiljan lega ástæðu fyrir því. “Eg er kryplingur” sagði hann, “en það á ef til vill ekki illa við að fulltrúi þjóðar sem er krypl- ingur, sé eins og ljún”. Til Englands kvaðst hann fara til þess að “bera sann- leikanum vitni”. SAMBANDSTJÓRNIN GREIÐIR 35%. Forsætisráðherra Saskat- chewan-fylkis, J. T. M. And- erson, er staddur var í WSnni- peg s. 1. laungardag, skýrði frá því, að sambandsstjórnin greiddi um 35% af kostnaðin- um við verk þau, sem unnin yrðu til þess ag bæta úr atrínnn leysinu í Saskatchewan. í þeim bæjum, er erfiðast ættu upp- dráttar, gæti þó til mála komið, að sambandsstjórnin gerði eitt- hva.ð betur. Hvernig kostnaður- inn skiftist að öðru leyti milli fylkjanna og sveitanna, gat Mr. Anderson ekki um. TILLACA UM LAUNALÆKKUN I ST. BONIFACE FELD. Á bæjarráðsfundi nýlega í St. Boniface, fór borgarstjóri David Campbell K.C. fram á 4 til 8% launalækkun starfsmanna bæj- arins, eftir því hve hátt kaupið væri. Kvað hann starfsmenn bæ jarins ekki harðara með þessu leikna en þjóna fylkisins, sem ,nú ætti að lækka kaupið við. Tillagan var feld með miklum meiri hluta atvkæða bæjarráðs- manna. MR. BENNETT í WINNIPEG Síðast liðin laugardag kom forsætisráðherra R. B. Bennett til Winnipeg vestan úr landi. Sat hann hér fund með forsæt- isráðherrum vestur-fylkjanna þriggja er fjallaði um ýmsar ráðstafanir viðvíkjandi störfum þeim, er verið er að færast í fang til þess að efla atvinnu hér vestra. HVAÐANÆFA Framkvæmdarnefnd verka- mannaflokksins í Seaham Har- bor á Englandi, krefst þess, að stjórnarformaður Ramsay Mac- Donald segi af sér þingmensku. Hann var þingmaður fyrir þetta kjördæmi. Kveðst MacDonald að sjálfsögðu verða við þeirri kröfu. Honum hefir einnig ver- ið vísað úr verkamanna félag- inu í Seaham Harbor, sem hann tilheyrði. » • • • f uppskeru-skýrslu blaðsins Manitoba Free Press s. 1. la.ug- ardag, segir að kornslætti sé nálega lokið í Manitoba og að mikið af korninu sé nú þegar þreskt; í Saskatchewan sé 65% slegið og nokkuð þreskf. en í Alberta sé sláttur l(tt bvrj- aður, nema í suður hluta fylkis- ins. Hve miklu uppskeran í ár muni nema greinir skýrslan ekki frá. • • * vinna var byrjuð á Canada- þjóðveginum í Ontariofylki fyrir nálega tveim ríkum, samkvæmt því er Webb borgarstjóri skýr- ir frá. En hann var nýlega á samt verkamálaráðherra W. R. Clubb í Ottawa í atvinnumála erindum við sambandsstjórnina. * » • SíðÚstu fréttir frá Englandi eru þær, að flestir verkamanna þingmennirnir muni snúast í lið með Henderson, en á móti Ram say MacDoald eða samsteypu- stjórninni. Verður þá meiri hluti stjórnarinnar ekki nema um 50 og má hann ekki mikið minni vera. Þngmenn eru yfir 600 alls. Sir Hall Caine, skáldsagna höfundurinn enski, |dó s. 1. mánudag. Munu margir ís- lendingar kannast við hann fyr ir skáldsögur þær er hann reit um íslenzk efni, eins og t. d. “The Prodigal Sorí’ (Glataði sonurinn) og fleiri sögur. Hall Caine var 78 ára gamall og vell-ríkur orðinn á söguritun sinni. SIGURÐUR NORDAL skipaður prófessor við Harvard- háskóla í eitt ár. Við Harvard-háskólann var fyrir f nokkrum árum stofnað prófessorsembætti með sérstök- um hætti. Var embættið stofn- að til minningur um Charles Eliot Norton, er um skeið var prófessor við háskólann. Er tilhögun embættisins sú, að það er veitt aðeins til eins árs. Fjórir nafntogaðir rithöfundar og fræðimenn hafa haft em- bættið á hendi. Allir eru þeir Englendingar. f janúar í vetur fékk Sig- urður Nordal prófessor skeyti um það frá Harvard-háskóla, hvort hann myndi fáanlegur til þess að taka. embætti þetta næsta ár. Er hann hafði fengið trygg- ing fyrir þvf, að hann fengi frí frá háskólanum hér, svaraði hann þessari málaleitan ját- andi. í marsmánuði síðastliðnum veitti háskólaráð Harvards hon- um þessa stöðu frá. 1. sept. 1931 til 1. sept 1932. — Þeir sem gegna embætti þessu eru skyldaðir til þess að halda a. m. k. sex fyrirlestra um skáld- skap og fagrar listir. Hand- ritin að fyrirlestrum þessum eru eicn háskólans, og á hann út- gáfuréttinn, enda er það venjan að háskólinn gefi þá út. Vel þykir hlýða, að ársprófessorar þessir haldi fleiri fyrirlestra en sex á kensluárinu. En svo er fyrir mælt í regl- unum um embætti þetta, að beir sem embættinu gegna, hafi mikið frjálsræði til ferða- laga. Þeir geta t. d. ferðast milli háskóla þar vestra til fyr- irlestrahalds. Sigurður Nordal leggur af stað vestur þann 21 þessa mánað- ar. Hyggur hann, sem eðlilegt er- gott til þessarar ferðar, og starfsins þar vestra. Hann fær hér eindæma gott tækifæri til þess að kynna íslenzkar bók- mentir og menningu fyrir Bandaríkjamönnum. Hann býst við að einskorða starf sitt ekki við Harvardháskólann, heldur færa sér líka í nyt heimildina til þess að halda fyrirlestra við helstu háskóla Bandaríkjanna. Mikill heiður hefir Sigurði Nordal fallið í skaut, er hann fær slíka virðingarstöðu sem þetta prófessorsembætti við Harvard-háskóla, og má hann sannarlega fagna því. En útnefning hans í stöðu bessa sem áður hefir aðeins verið skipuð Englendingum, er ekki síður háskóla vorum til rirðinear og viðurkenning á því, að háskólamenn Vesturheims líta svo á, að kunnleiki á ís- lenzkum bókmentum og menn- ingu eigi erindi til upprenn- andi mentamanna þar í álfu. ÍS’lenzka þjóðin mun fylgja með athygli ferðum Sigurðar og starfi þar vestra, í fullvissu um, að betri fulltrúa getum við ekki vænst að eiga í ræðu- stólum hinna amerísku háskóla, en Sigurð Nordal. Einar ólafur Sveinsson gegn ir embætti Sigurðar við há- skólann hérna næsta vetur. —Mbl. KVEÐJA Þar að eg með hverjum líðandi klukkutíma fjarlægist það fólk, sem eg hefi nú dval- ið meðal um 20 ára skeið, þ.e. Vestur-íslendinga, finnst mér vel henta að senda þeim kveðju fyrir hönd okkar hjónanna. Margt hvarflar í hugann við endurminninguna frá svo langri sambúð, sem þar að auki er öldungis sérstæð að því leyti að eg hefi notið meira góðs frá V. íslendingum en þeir frá mér, ef til vill meira en nokk- ur, sem meðal þeirra hefir dval- ið. Fyrir tilstilli og drengskap minna mörgu ágætis vina í Vesturheimi heifr mér auðnast að öðlast að nokkru þá mentun er eg þráði frá barnæsku, og með því að starfsfólk íslenskr- ar listar safnar færst fjársjóðum hefi eg oftar en eg vildi verið meira og minna upp á dreng- skap þeirra kominn og aldrei brugðist hann. Eg veit að vin- um mínum finst sér bezt þakk- að með því að eg verði að manni og þannig ríldi eg sjálf- ur kjósa að þakka þeim, er fram líða stundir. En eg get ekki stilt mig um að þakka til bráðabyrgðar þeim sem gert hafa mér dvölina vestan hafs jafn ógleymanlega og hún hlýt- ur að verða mér. Gildi velgerða þeirra er eg hefi drepið á í þessum fáu orðum, liggur ekki nema að nokkru leyti í þeim sjálfum- heldur því, sem hratt þeim í framkvæmd og hvernig þær voru gerðar. Fyrir því flyt eg nú með mér urmul af endur- minninguni, sem hvorki mölur né ryð fá grandað, eða eg eytt, eins og t. d. peningum sem málshátturinn segir að séu gleymdir, þá gleyptir eða eydd- ir séu. Og það eru þessar minningar og áhrif af samneyti við þá af Vestur-íslendingum, sem eg þekki bezt og þykir vænst um» sem eg vil fyrst og síðast þakka þeim sem gáfu, með orðum nú, og athöfnum síðar, ef Guð og gifta leyfa. Um borð í D#uchess of Bed- ford, 26 ágúst 1931. Björgvin Guðmundsson. SORGLEGT SLYS 11 ára telpa deyr af byssuskoti. Akureyri, 6. ágúst. Ellefu ára gömul stúlka Anna að nafni, dóttir ó. Árnas. beið bana hér í gærkvöldi af byssu- skoti. Hafði hún ásamt annari stúlku og dreng á líku reki far- ið niður í bát, er lá við innri bryggjuna til að leika sér. Eig- andi bátsins hafði skroppið frá, og skilið eftir hlaðna byssu. — Fór drengurinn að handleika byssuna; hljóp skot úr henni og í bak annari stúlkunni. Var þeg- ar farið með hana upp á spít- ala, en hún dó skömmum eftir komuna þangað. —Mbl. Þriðjndaginn 25. ág. s. 1. voru gefin saman í hjónaband á Steinnesi í Mikley þau Matt- hildur Elisabeth Pálsson og Edward Torfason bæði úr Mikley. Séra Benjamín Kristj- ánsson, W'innipeg framkvæmdi hjónavígsluna. Framtíðarheim- iii ungu hjónanna verður í Mikley.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.