Heimskringla - 02.09.1931, Page 2

Heimskringla - 02.09.1931, Page 2
2. ELAÐSÍÐA HEIMSKRINLA WNINIPEG 2. SEPT. 1931 'peimskrmgla StofnuO 18S8) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. íSJ og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 88537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgiit fyrirfram. AUar borganir sendist THE yiKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Utanáskrift til blaOsine: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave.. Winniveg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstfórans: EDITOR HE1Y.SKR1NGLA 853 Sargent A je„ Winnipeg. "Helmskringla" is publlshed by f.nd printed by The Viking Press Ltd. 153-855 S’trgent Avenue. Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WNINIPEG 2. SEPT. 1931 VINNULAUN OG STÓRFRAMLEIÐSLA Dr. Frank J. Warne heitir mjög viður- kendur hagfræðingur í Washington. Hefir hann, sem fleiri látið til sín heyra viðvíkjandi fjárkreppunni, sem nú ríkir í heiminum. Telur hann hana stafa af ofmikilli framleiðslu, eins og fleiri eða flestir gera. En lækninguna við því meini, segir Dr. Warne þá, að hækka vinnulaun yfirleitt. Rök fyrir þessari skoðun sinni færir Dr. Warne á þá leið, að stórframleiðsla sé nú einu sinni hafin, bæði í frumiðn- aði svo sem jarðrækt og námavinslu, og annars flokks iðnaði eða verksmiðju- framleiðslu. Og slík framleiðsla segir hann að haldi áfram. Það verði hér eftir ekki tekin upp seinni eða óhagkvæmari aðferð við framleiðslu. Bóndinn hætti ekki að rækta jörðina með áhöldum þeim, sem margfaldað hafi framleiðsluna. Og iðnaðarhúsin breyti sízt um til þess að hægja á sinni framleiðslu. Og afleiðing af því verði ofmikil framleiðsla, eða meiri framleiðsla, en markaður virðist vera fyrir. En eigi að síður álítur Dr. Warne, að framleiðsla sé ekki ennþá ofmikil. Hann segir markað skorta vegna þess að kaup geta manna sé svo-, lítil. Að vísu segir hann, að takmarka verði úr þessu fram- leiðslu ýmsra vörutegunda, en þær séu þó fáar og alt sé vel viðráðanlegt enn þá í því efni. En kaupgetan verði að batna hjá vinnulýðnum. Og það sé að- eins hægt með því að hækka vinnulaun hans. Um sjötíu og fimm af hverjum hundr- að manns af öllu mannkyninu- telur hann lifi alt of fátæklegu lífi. Og það stafi af of lágum vinnulaunum. Telur hann að lífið sé dregið fram á einum þriðja af því, sem mundi gert vera, ef kaup'- geta væri meiri. En það yki markað um tvo þriðju við það sem nú er. t Bandaríkjunum, þar sem vinnulaun eru hærri en víðast hvar annar staðar, segir hann jafnvel vinnulýðinn kaupa ódýr- ustu fæðu sér til viðurværis. Hann geti naumast haft eins tilbreytilega fæðu og nauðsynlegt sé heilsunnar vegna. Með meiri kaupgetu, yrði úr þessu bætt. En aðallega myndi þó markaður vörunnar aukast fyrir það, að þá færi verkamaður- inn að kaupa sér og fjölskyldu sinni miklu meiri fatnað, skó og þessháttar en hann nú gerir. Þá mundi hver mað- ur í fjölskyldunni kaupa sér tvennan eða þrennan fatnað á ári í stað þess sem nú láti margur sér klæðnað sinn endast í tvö ár eða meira. Heimilis þægindin, sem verkamaðurinn neyti sér nú um, mundi hann þá einnig veita sér fjölskyldunni allri til ósegjanlegrar á- nægju og gleði. Alt þetta segir Dr. Wayne, að yki svo markað nú, að naum- ast yrði um ofmikla framleiðslu að ræða, eða nokkra söiukreppu. Auðvitað hafa margir bent Dr. Warne á það, að vinnulaun séu eins há nú og þau geti verið og ætti að hækka þau yrði varan einnig að hækka í verði og með því væri þá ekkert grætt. Það stæðist þá á kostnaður og ábati fyrir verkamanninn, kaupgeta hans væri sii sama eftir sem áður. En þessu svarar Dr. Warne með því, að benda á að vinnulaun séu aldrei hærri en tuttugu og sex af hundraði, af öllum framleiðslu kostnaði, og stundum miklu minni. Við húsabyggingu telur hann vinnulaun einna hæst. vegna verka manna-samtakanna, en samt fari þau ekki fram úr þessu. Við stóriðnað verk- smiðjanna og námurekstrisins séu vinnu- laun ekki líkt því eins há. Alt beri því með sér, að hærri vinnulaun hafi miklu minni áhrif á verðlag vörunnar, en al- ment sé látið. Stórgróðinn sem sam- fara sé stærstu iðnaðar-greinum sé einn- ig sönnun þess, að hann þyldi ekki ein- ungis að vinnulaun hækkuðu, heldur jafnframt, að vöruverð lækkaði. 1 augum Dr. Warne, er alt komið undir tilganginum með framleiðslunni og út- býtingu hennar. Eins lengi og hag- fræðingar líti á, að tilgangur hennar sé sá, að auðga aðeins fáa, verði henni ávalt sú hætta samfara, sem nú sé raun á orðin. En það geri nú ekki nema hinir eldri hagfræðingar. Hin nýja stefna í hagfræði lúti aðeins að því, að meta framleiðslu og viðskifti eftir áhrifum þess fyrir heildina. Sjálfur kveðst hann hvorki vera jafnaðarmaður né auðs- hyggjumaður, enda skifti það litlu máli. En þekking sín á hagfræði segi sér, að nægilega mikill auður sé til í heiminum til þess að öllum geti liðið vel. Og að því lúti öll auðframleiðsla. í það horfið verði að koma henni. Og það álítur hann auðveldast með lögákveðinni launa hækkun og lögákveðnu söluverði hverr- ar vöru, án allrar annarar stjórnskipu- legrar breytingar. Hann kveður hvorki kommunisma, né neinn annan “isma” til þess nauðsynlegan. heldur aðeins heilbrigða hagfræðislega þekkingu. Er hann sannfærður um, að það verði spor- ið, sem Bandaríkin stíga og ef til vill fleiri eða flestar vestlægu þjóðirnar til þess, að bæta úr núverandi ástandi eða því þjóðfélagsskipulagi sem sé orsök þess. Þessar skoðanir Dr. Warne hafa vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum og er talsvert um þær rætt um þessar mund- ir í tímaritum syðra. Að vísu hafa hag- fræðingar áður látið það uppi, að það sé hagfræðisleg villa, að lækka vinnulaun á neyðar- og erfiðleika tlmum, vegna þess, að það aðeins auki nfeyðina og krepp- una. En þeirri skoðun hefir sjaldan ver- ið»haldið eins ákveðið fram og Dr. Warne gerir. Og hvað sem sanngildi skoðunarinnar líður, þótti “Hkr”. verí að benda á hana, ekki sízt vegna þess, að nú er hér verið að breyta mjög í gagnstæða átt við það sem hún stefnir. Fylkisstjórn Mani- toba og fleiri stjórnir eru að lækka vinnulaun þjóna sinna. Og margar stofnanir hafa einnig gripið til þess ráðs. Betur væri að það væri ekki lokaráð og fremur til þess að gera vont verra, en að bæta ástandið. Vér spurðum tvo íslenzka verkamanna- sinna, sem öllum hnútum hagfræðinnar og þjóðfélagsfræðinnar þykjast öðrum kunnugri, að því, hvort að þeir áliti vinnulaunalækkun heppilega úrlausn kreppunnar hér, og svöruðu báðir því. að þéir vildu bæði sjá vöruverð og vinnu- laun lækka. Erum vér hræddir um að Dr. Warne hafi meira til síns máls, er hann ‘segir, að auk þess sem launalækkun hefði það í för með sér, að verkamaðurinn hefði svo mikið minna í sig og á, væri hún al- varlegur hnekkir viðreisn landsins. TÖFIN Það leynir sér ekki, að það er ein- hverstaðar snurða á þræðinum með að hefjast handa á þessum störfum, sem á- kveðið hefir verið að láta vinna til þess að útvega mönnum í þessu fylki atvinnu. Hverníg á þeirri snurðu stendur vita menn ekki. Én hitt er víst, að krafa forsætisráðherra J. Brackens um að sam- bandsstjórnin greiði áttatíu af hundraði af kostnaðinum, getur naumast orðið, til að efla samvinnu um þetta mál. Sam- bandsstjórnin býðst til að greiða fimtíu af hundraði af kostnaðinum. — í þessu Tylki, eins og í öðrum fylkjum landsins, og virðist það bæði sanngjarnt og sæmi- legt mega heita. Vestur-fylkin hin eru byrjuð á þess- um störfum. Árangurinn af því er sá, að þar hafa nú þegar um tuttugu og fjögur þúsund manns fengið atvinnu yfir ágúst mánuð. Eftir hverju hér er verið að bíða er með öllu bæði óskiljanlegt og ófyrirgefanlegt. Önnur ósanngirni af hálfu forsætis- ráðherra Manitoba er, að krefjast þess af sveitunum, að þær greiði eins mikið af þessum kostnaði og fylkið, þegar á það er litið. hve mikið Bracken hefir sölsað undir fylkið af réttmætum tekj- um sveitanna. En hvað sem þessu líður, eru atvinnu- þurfandi menn hér svo lengi búnir að híma eftir þessari vinnu, að þeir ættu ekki lengur að vera dregnir á henni. BJÖRGVIN Á ólgusjó lífsins, við reipdrátt og rán, Þú rérir á lítilli byttu. Alt nestið í skutnum var list þín og lán Og lögin, sem eyktirnar styttu. Þótt værirðu oftsinnis villur og einn Á víðsýnis-hafinu breiða, Þú horfðir í áttina, hugstór og beinn, Unz hæfðirðu takmarkið þreyða. En takmarkið aðeins varð trappa á leið í tilgangi lífs þíns og anda; Því framundan blöstu við háfjöllin heið. Sem heilla yfir mannauða sanda. Og berfættur lagðirðu á leiðina þá Með listina’ í malpoka smáum. Af tindinum hæsta nú horfir þú á Þá höfn, sem var róin af fáum. Þótt stöndum við eftir við áfanga þann, við óskum þér gengis og frama. Hver drengur, sem, heill, sinni ættjörðu ann, Skal aldrei það samhreimi lama. Því hvert, sem að listin þig leiðir á braut- Þú lifir í minning og sinni; Og dýrasta arfinn, sem andi vor naut, Við eigum í “Bæninni” þinni. Að skilnaði, vinur, við kveðjum þig klökk, Og Konuna’ og Margrétu þína. Við biðjum að ljósið af lifandi þökk Um líf þitt og veg megi skína. Sá heiður að eiga þig allan, um skeið, Var ofraun á mannúðar-strengi —Við gleymdum því, ágjörn, að ættjörðin beið Með útbreiddan faðminn svo lengi. —P. B. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Enduminningar mínar um fyrstu við- kynningu af kennurum skólans þenna vetur og piltum frá ymsum landshorn- um, eru lítilsvirði og sleppi eg öllu slíku, nema hvað það kann í einstöku atriðum að falla inn í frásögn mína seinna. Skólastjóri var Jón A. Hjaltalín, sá er verið hafði 11 ár Jiókavörður við tóáskóla í Edinburg á Englandi. Þrátt fyrir vel launaða stöðu á Englandi, þráði hann alltaf að sitja nær og samferðast meira högum ættjarðarinnar. enda leiddi fram- tíðin það í ljós að .hann var fús til þátt- töku í landinu ej’tir að heim kom, þar sem hann varð hvortveggja skólastjóri og þingmaður og mun þó hafa verið hátt á sextugs aldri þegar hann kom heim. Jón A. Hjaltalín var ekki svipmik- ill en sléttfríður, fínlegur og prúðmann- legur í allri framgöngu. Hann var meðal- maður á vöxt og svaraði sér vel á alla vegu, en óskarpur í öllum hreifingum, ekki eins og óákveðinn heldur sem ekkert lægi á. Hann var ekki alltaf einhuga og óskiftur. Hann var sannfærður um að hann mundi ekki villast þó hann hefði ekki veginn í huganum. Hann geispað! stundum og dottaði í tímum og játaði allri vitleysu sem að honum var beint, en vaknaði þá allt í einu og glotti bróð- urlega, var þá mjög skemtilegur, og ^tók milt á yfirsjónum annara. Annar kennari var dr. Þorvaldur Thor- oddsen. Hann var meir en meðalmaður á hæð og tilsvaranlega þrekinn, liðlegur og röskur í öllum hreifingum, líklega ekki kallaður fríður maður og ekkerr heildarorð á eg yfir andlitsfall hans. mundi kannske hafa verið kallaður krubbuleitur, eða greppileitur, en augu hans voru að minsta kosti falleg með góðmannlegum gletnisblæ af og til þeg- ar hann var misskilinn eða honum fanst menn rengja sig. Dr. Þorvaldur var allt- af og alstaðar kennari, í tímanum, út á ganginum. utanvið skólahúsið, á ferð, og heima hvar sem hann var fundinn eða hitt ur. Þriðji kennari var Þórður lækn- ir Thoroddsen bróðir Dr. Þorvalds. Þórð- ur var liðlega vaxinn lakur meðalmað- ur á allan vöxt og fríðari sýnum en Þorvaldur, hann var og viðfeldið lipur- menni en ekki í eins miklu afhaldi hjá öllum eins og bróðir hans. Þessi vetur var í mörgum nærliggjandi sveitum kall- aður matar rifrildis, eða matarmálavetur- inn á Möðruvöllum. Skólastjónin hafði samið við mann þann er Jón hét Guð- mundsson bóndi á Silfrastöðum í Skaga- firði að flytja sig að Möðruvöllum og vera því búinn að selja skólapiltum fæði eins mörgum árlega og á þyrfti að halda. Það hafði og samist svo að fæðið skildi kosta eina krónu á dag. Húsnæði og rúm höfðu piltar í skólanum, en þvott allann átti matsölumað- ur að annast, í þessu sama verði. Þessa peninga áttu piltar að borga helminginn fyrirfram um leið og þeir komu á skólann, og hinn helminginn á miðjum vetri er alment var svo álitið að fæðið væri svo dýrt að það mætti vera sérstaklega gott og til þess mun nú hafa verið ætlast, og ekki síst í tilliti til þess hvað mikið arðvænlegra það er, sérstaklega það sem vinnuna áhrærir, að hafa sem flesta í fæði. Eg vil geta þess hér til skýríngar, að þenna sama vetur seldi faðir minn séra Pétri Jónssyni fæði og húsnæði fyrir eina krónu á dag. en það var altaf Viðhlaifnar matur og sérstök viðhafnar þjónusta á prestinum. Það var hinsvegar almenn regla á norð urlandi á þeim árum, ef nætur- greiði var seldur á annaðborð að prísa hann þá 80 aura- Ekki höfðum við verið lengi á Möðru völlum þegar heilmikil óánægja var orðin með fæðið. Sumir fengu valla nóg, öðrum þótti maturinn vondur, skemdur og ógeðslega framreiddur, og þús- und sögur voru sagðar aftur á bak og áfram um sakargiftir brytans. en svo var matsölu- maðurinn oftast kallaður meðal skólapilta. Lengi vel hélt es að mér kæmi þetta ekkert við. Sjálfur hafði eg ekki tekið eft- ir neinni ástæðu til að kvarta yfir matnum, kannaðist við það .neð sjálfum mér að ekkert til- hald var í matargerðinni, en hanh hreinn og bragðgóður, og eg hefði æfinlega fengið lyst mma við borðið. Eg hugsaði málið vandlega með sjálfum mér, og eg man að eg komst að þeirri niðurstöðu, að matar- hæfi á heimili foreldra minna væri aíment hrósað og fyrst eg hefði þá eins góðu vanist eins og nokkur annar, og hafði eg hér ekkert út á að setja þó maturinn væri ekki kryddaður bá skildi eg engann þátt eiga í þessu uppistandi, og með því sem alltaf var verið að hakla matarmálafundi og mynda °amtök í uppreisnarhug, þá á- lygtaði eg að eg skyldi nú koma á einn slíkann fund og yfir- lýsa þessari ágætu niðurstöðu minni, öðrum mörgum til fyrir- myndar. Svo höfðu málaferla fors- prakkarnir fund í stofu einni á heimili brytans. Það var seint á degi og allir krókar dimmir og draugslegir í gamla bænum. Eg fór á fundinn á- sanit með einhverjum öðrum pilti. í myrkrinu varð eg var við það að einhverjir voni að laumast á tánum báðar síður við okkur, og var ekki ólíkt því að staðið væri á hléri. inni í stofunni var ljós og fult af skólapiltum. Eg beið eftir hentugu tækifæri og tók þá til máls og var þá svo vitur og sanngjarn og mælskur að ee sjálfur dáðist að ræðu minni, og datt ekki annað í hug en að eg yrði hyltur sem annar Njáll og borinn á stóli yfir í skólann þegar eg hefði lokið máli mínu. En það fór dálítið öðruvísi. Allir vildu tala í einu, og allir áttu sama erindi að skamma mig. Mér var bríxlað um að eg væri lyktarlaus og bragðlaus og bölvuð höfðingja- sleikja. Auðvitað sagði eg ekki meira á þessum fundi. Nú sá eg í fyrsta sinni á æfinni að heimurinn hafði það til að vera bölvaður, og eg átti allt í einu marga óvini. en loksins var fundurinn búinn, og eg fór fyrstur af ölum heim í skól- ann. Eg r^yndi sem eg gat að. stilla tilfinningar mínar þegar eg var nú kominn á friðhelgann stað. Eg fann að mitt hóg- í fullan aldarfjóðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðupi nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Toronto, Ont.r og senda andvirðið þangað. væra friðarmál hafði orðið til að kveikja í öllu. Þegar piltar fundu að það var gjörð tilraun til að rökstyðja uppreisnina á ranga hlið eða að minsta kostf á ástæðulausa, þá hömuðust þeir að hrúga fram óhrekjandí sönnunum, sem alt sýndi hvað fráleitt var að taka málstað brytans. Það hafði uppplýst á fundinum að okkur var gefið hrossakjöt af gömlum og meidd um hestum, að brytinn keyptí skrokka af öllum kindum sem drápust í nágrenninu hvað sem að þeim hafði gengið, og að hann hafði keypt mikið af fiski sem af einhverri ástæðu varð ekki slægður eða hirtur fyr en hann var orðinn morkinn, en þá tekinn og saltaður og seldur fyrir lítið sem ekkert verð. Og öllum sem eitthvað höfðu sagt, fanst þetta nægilega sannað nema mérf Hlaut eg ekki að vera rangsýnn? En þegar eg leið allar verstu þjáningar með þessum erfiðu yfirvegunum, þá kemur til mín sendimaður frá bryta, hann biður mig að gera svo vel að finna sig. Eg gekk yfir um með sendisveini brytans og var mér þar mjög vel tekiö og sat eg þar í veizlu fram eftir öllu og hjónin voru svo dæmalaust góð við mig, að eg sannfærðist smám saman um það, að þau vissu allt, sem fram hafði farið á fundinum um kvöldið. Og svo kom að því að þau fóru að sveigja orð að því að eg legði þeim liðsyrði í ' framtíðinni, og eg heyrði á • öllu sem þau sögðu að þau ætl- uðu sér ekkert undan að láta, og síteruðu alltftf í skólastjór- ann. að honum líkaði allt vel af þeirra hendi og ætlaði að standa með þeim hvað sem á gengi. Þau buðu mér að koma «1 sín á hverju kveldi og njóta allra þeirra gæða sem þau gætu í té látið. Eg talaði máli pilta við þau fann ekki beint að neinu því eg vissi ekki í hjarta mínu útá hvað átti að setja en eg þrástagaðist á því að fæðið þyrfti að vera fullkomið fyrir svona mikla þorgun, og eg passaði að lofa þeim engri að- stoð. Enginn var þarna inni í hjónastofunni hjá okkur nema ósköp falleg og góðleg gjaf- vaxta mær sem bar á borð fyrir okkur og sat hjá okkur þess á milli eins mikið og hún mátti, en það var altalað að hún væri trúlofuð einum skóla piltinum og eg þorði ekkert að líta hýrt til hennar svo þægilegt sem það var. Svo stóð eg upp og sagðist verða að fara, en hjónin báðu mig að muna það að koma á hverju kveldi. Þeg- ar eg kom heim í skólann þá var allt á reiðiskjálfi. Það var verið að sortera menn eftir afli og hughreysti í sendinefnd til að leita mig uppi, talið sjálf- sagt að mér hefði verið komið fyrir kattarnef, af því eg hefði talað svo djarft máli pilta, og hömuðust óvinir mJnir að

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.