Heimskringla - 10.02.1932, Side 8

Heimskringla - 10.02.1932, Side 8
8. SÍÐA HclMSKRINGLA WINNIPEG 10. FEBR. 1932. GÓÐ HREINSUN Men’s Hats 50c GOTT VERK Sweaters (light) 0Qq FLJÓTT VERK Men’s Suits $1.00 LÁGT VERÐ Plain Cloth Dresses $1.00 1 FJÆR OG NÆR. TIL HALLDORS JÓHANNES- SONAR., Hjartað kennir klökkva, er kólna vina mundir. Það er tómlegt, þegar þögnin tek,ur undir. Hugljúf var þó vakan, vinur! Góðar stundir! Þar til aftureldar unaðsrótt þú blundir. Vinur. • • • Spiiafundur (Bridge) Næstkomandi þriðjudagskv., 16. febrúar, verður spilafundur í samkomusal Sambandskirkju undir umsjón Bazaars deildar Mrs. P. S. Pálsson. Um borð verður ekki skift meðan spilað er. Er því gott fyrir spilakunn- ingja að hópa sig saman við hvert borð. Verðlaun verða gef- in og kaffi veitt sem hver vill, og alt fyrir aðeins 25 cents. Nafn forstöðukonunnar mun í flestra augum mæla með því, að þarna sé von eins bezta spila kvöldsins á þessu ári. Fyllið því salinn. ROSE THBATRE Thur., Frl., Sat., This Week Febr. 11-12-13 EDIIV CAXTOR In PALMY DAYS Added: Comedj — ('artoon Mon. Tue., Wed.. Next Week Febr. 15-16-17 H KLK> TWEIAETREES in Women of Experience Added: Comfdj — f’artoon — N»w» Þreyttur? Niður dregin? Öðlastu nýjan kraft með— CITY MILK hreinni, góðri, nærandi. LUf Sími 87 647 Phone 42 321 Por a Ton Today í “ARCTIC” Sveinn kaupm. Thorvaldson frá Riverton, Man. var í bæn- um s.L fimtudag. Hann sat fund smjörgerðarmanna í Mani- toba, er hér stóð yfir um þær mundir. • * * Helgi Bjarnason frá Winnipeg dó. 31. jan. af slagi, norður í Flin Flon héruðunum. Var kom- ið með líkið til Winnipeg í gær. Jarðarförin fer fram á föstudag- inn kemur. Helgi var 64 ára gamall. • • • Heimilisiðnaðafél. heldur fund fimtudagskvöldið 11. febrúar, að heimili Mrs. Albert Wathne, 700 Banning Street. • * • í tilefni af giftingu Mr. og Mrs. John Bergmann, var þeim hjónum haldið fagnaðarsam- sæti s. 1. laugardag að heimili Mr. og Mrs. J. Johnson, 724 Victor St. Tóku um 50 manns þátt í því. Samsætið var hið á- nægjulegasta. • * * Falconettes Leap Year Dance Friday Evening, Feb. 12th, '32. I. O. G. T. Hall. Neil Bardal’s Orchestra. Adm. 35c. Comm 8.15. • * * Til leigu er herbergi fyrir stúlku að 604 Maryland St. — Sími 24 531. | * * * Kristján Pétursson frá Mo- zart, Sask., er andaðist 18. jan. s.l.. var jarðsunginn 23. jan. af séra Ragnari E. Kvaran. • • • Benedikt Johnson, Wynyard, Sask., og Miss Esther Gauti, s. st., voru gefin saman í hjóna- band af séra R. E. Kvaran á heimili brúðurinnar 2. febrúar síðastliðinn. * * * Sjónleikur í Wynyard og Mozart. Sjónleikurinn “Á Útleið’’, sem getið var um í síðasta blaði, að ungmennafélagið í Wynyard væri að undirbúa, verður sýnd- ur í Mozart föstudaginn 19. feb. og í Wynyard mánudaginn 22. febr, kl. 8 síðdegis á báðum stöðunum. Inngangur verður 35 cents fyrir fullorðna, 20c fyrir börn. * * * Björn I. Sigvaldason, oddviti Bifröstsveitar, var staddur í bæn um s.l. föstudag, í sveitarmála- erindum við fylkisstjórnina. * * * Sú villa slæddist inn í grein þá í síðasta blaði, sem getur um nafn Hauks listmálara, að hann er nefndur Guðmundsson, en átti að vera Sigurbjörnsson. Karlakór fslendinga heldur söngsamkomu í Sam- bandskirkjunni á Banning St. miðvikudagskvöldið þann 17. þ. m. Miss Snjólaug Sigurðsson píanóleikari aðstoðar. Helming- ur ágóðans gengur til piltsins, G. Jóhannessonar, sem slasaðist fyrir skömmu. Inngangur 50c. Hefst kl. 8.15. • . . • Síðasti fundur Brick Church Ladies’ Aid Society í Wynyard, var haldinn að heimili Mrs. O. J. Jónasson. Fundurinn var skemti fundur, fagnaðarsamsæti, sem Mrs. R. E. Kvaran var haldið. Létu félagskonur með viðeig- andi orðum í ljós ánægju sína yfir komu hennar, og kváðust vonbetri fyrir hið sama um á rangur starfs síns og félagsins. Mrs. H. S. Axdal stjórnaði sam sætinu. Að loknum ræðuhöld- um voru veitingar' frambornar. FRA FÁLKUM. 1. febrúar léku Fálkar á móti Imperials í St. James Inter- mediate League, og unnu Im- perials með 2 á móti 1. Drengir okkar léku allir vel, enda þótt þeir töpuðu, þegar þess er gætt að við vorum án aðstoðar 2 okkar beztu manna,' þeirra C. Benson og C. Munroe, sem gátu ekki komið út, og veikti það okkur mikið. Og svo varð nú Albert okkar Johnson fyrir því óhappi að ýta .kringlunni inn sín eigin nöfn, en það gaf Imperials sigurinn. En það get- ur nú margan góðan manninn hent undir svoleiðis kringum- stæðum. Þeir sem léku fyrir Fálkana voru þessir: A. Dalloway, Al- bert Johnson, Ingi Jóhannes- son, Matt Jóhannesson, R. Jó- hannesson, A. Jóhannesson, H. Gíslason, P. Palmateer, W. Bjarnason og Ad. Jóhannesson. Þann 3. febrúar lékum við okkar á milli á Wesley skauta- hringnum, og lenti þeim fyrst saman Canucks og Rangers, og sigruðu Rangers þar með 8 á móti 6. Var þar hin harðasta sókn og vörn á báðar hliðar Halldór Bjarnason var mark- vörður fyrir Rangers því þeirra venjulegi markvörður, H. Páls- son, var veikur. En Halldór stóð sig vel í sinni stöðu, og varnaði Canucks oft frá því að skjóta í mark. Jón Bjarnason var í marki fyrir Canucks, og var hann mitt á milli svefns og vöku fyrri hluta leiksins, en í síðari partinum varðist hann eins og víkingur, og gekk þeim Rangers illa að komast fram hjá honum. Því næst lenti þeim saman Víkingum og Natives, og unnu Víkingar með 7 á móti 5. Var það hinn harðasti bardagi, og mega Víkingar þakka Bob Helgason fyrir sigur sinn. Eg vil taka það fram í annað sinn, að þeir sem vilja keppa um bikarinn, sem þjóðræknis- félagið gaf til árlegrar umkepni fyrir hockey flokka á meðal íslendinga, eru beðnir um að senda umsókn sína inn til Þjóðræknisfélagsins, eins fljótt og mögulegt er, svo við getum gert ráðstafanir um skauta- hring til að leika í, því það getur orðið erfitt, ef það er dregið of lengi. Svo ef Selkirk, Riverton, Gimli og Árborg, ■— og hverjir aðrir — langar til þess að þreyta um bikarinn, þá eru þeir beðnir að senda inn á- skorun sína þegar í stað, og vonandi er að sem flestir reyni sig, því að bikarinn er höfðing- leg gjöf af hendi Þjóðræknis- félagsins, og ættu ungu dreng- irnir að sýna að þeir kynnu að meta hana , og draga hvergi af sér í þeirri samkepni. Þeir fullorðnu ættu og að styrkja þá til þess, því með því móti getum við komið upp og haldið uppi nafni gömlu Fáik anna, sem frægir urðu um all an heim. Við höfum drengina og það vantar ekkert nema framkvæmdina og viljann. Þann 6. febrúar fóru Fálkar til Letellier og léku þar á móti flokk, sem kallar sig Flying Frenchmen, og endaði sá leik- ur svo, að þeir skildu jafnir, 6 á móti 6. Það var ekki fyrir þá ástæðu, að við gætum ekki unn ið þá, heldur til þess að forð- ast illindi, því Frakkar verða heitir ef þeir tapa, og ekki að vita, hvað hefði komið fyrir, ef drengir okkar hefðu ekki lofað þeim að jafna leikinn seinustu mínúturnar. En fyrir það skildu allir í góðu skapi, og Frakkar voru ánægðir og var það betra en að vinna og eiga það á hættu, að eitthvað af drengj- unum okkar hef$u meiðst. Við förum þangað líklega ekki aft- ur. — Þeir sem léku fyrir Fálk- ana, voru þessir: A. Dalloway markvörður, A. Johnson. Ingi Jóhannesson, Palmateer, C. Munroe, Matt Jóhannesson, Mc Lean, Ad Jóhannesson, H. Gíslason. Fálkar hafa Whist Drive og dans á hverju laugardagskvöldi neðri sal G. T. hússins. Kom- ið og styrkið okkur. Pete Sigurðsson. kallaður “boðunardagur Maríu’’ og er þess þá minst er Gabríel erkiengill vitjaði hennar. Föstutíminn endar með hinni “kyrru viku’’, sem hefst með “pálmasunnudegi’", og þá er minst innreiðar Jesú Krists í Jerúsalem. “Skírdagur” var seinasti dagurinn, sem hann var með lærisveinum sínum og neytti páskalambsins og stofn- aði hið heílaga sakramenti. Á föstudaginn langa leið frelsar- inn og dó á krossinum, og laug- ardaginn fyrir páska Iá hann í gröfinni. Þessir þrír seinustu dagar í hinni kyrlátu viku, eru kallaðir “krossins páskar’’, því að 1. páskadag reis Jesús upp frá dauðum og á annan í pásk- um birtist hann lærisveinum sínum. Eftirfarandi sunnudagar kall ast sunnudagar eftir páska. — Fimtudagurinn í sjöttu viku eftir páska er kallaður upp- stigningardagur, og tíu dögum seinna er seinasta stórhátíðin á kirkjuárinu, “Hvitasunna’’, sem haldin ér hátíðleg í minn- ingu þess, að heilagur andi var sendur postulunum eins og Jesú hafði lofað. Hinar þrjár stórhátíðir minna á hina þrjá liði í túarjátningu vorri, hinn þrieina guð: föður- inn, sem sendi son sinn í heim- inn (jólin), soninn, sem upp reis frá dauðum (páskarnir), og heilagan anda (hvítasunnu). Hátíðahelmingur ársins endar svo með hátíð hins þríeina guðs, “Þrenningarhátíð’’, sem er sunnudaginn eftir hvíta- sunnu. Allir sunnudagar í hinum helmingi kirkjuársins, draga nafn sitt af þrenningarhátíðinni (Trinitatis). Það geta verið 27 MESSUR 0G FUNDIR i ktrkju SambandssafiULðar Messur: — á hverjum sunnudegl kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálparnefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 3 að kveldinu. Söngfiokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. sunnudagar en eru sjaldan fleiri en 25, og stundum ekki fleiri en 22. Þenna helming árs ins höfum vér “bænadaga”, og safnast þá kristnir söfnuðir saman í kirkjunum til þess að játa syndir sínar og biðja fyr- irgefningar á þeim. Þar af kemur nafnið bænadagur. Eru þeir mjög gamlir í kirkjusög- unni. í kirkjuárinu hefir hver dag- ur nafn og er kendur við ein- hvern píslarvott eða dýrlng. — Dagarnr, sem kendir eru við píslarvottana, og dauða þeirra fyrir trúna minst, eru kallaðir “afmælisdagar’’. En þar sem píslarvottar og dýrlingar voru miklu fleiri heldur en dagar árs- ins, og menn vissu ekki nöfn á mörgum þeirra, var þeim helgaður einn sameiginlegur minningardagur, “Allra heil- agra messa”, sem er nú fyrsta sunnudag í nóvember, en var áður 4. sunnudag eftir páska. Mótmælendur minnast aðallega Marteins Lúters þenna dag og siðbótar hans. MbL Oh KIRKJUÁRIÐ. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Slml 33573 Heima eíml 87136 Kxpert Repavr and Complet* Garafe Service Gaa, Oil», Extras, Tirea, B«tterie», Etc. Í^m^u-^^-it-^^-it-mmmommií-^mm-ommmnmmmo-^^ommmitmmo-^mm- o«bO I EF ÞÚ HEFIR EKKI ENN KEYPT RADÍÓ, | ÞÁ BORGAR SIG AÐ SJÁ OG HEYRA * | GENERAL ELECTRIC I | SÍÐASTA 1932 Model S-42 | | Fullkomið með 8 Tubes, Screen Grid, | { Super-Heterodyne, New Type Dynamic Speaker j StbaSO I (Frh. frá 5 síðu) 119 Fást á góðum skilmálum. 3 I i *■ ? ‘THE ELEVTRíC SHOP" el'&M j íieeiieeoeeiitmueeiieeiiwiiaxiaaiitMowiwo heiðingjar er tilbáðu frelsar- ann. — Þess vegna minnast kristnir menn þessa dags með heiðingjatrúboðinu. Sjötugasti dagur fyrir páska heitir Septuagesima og sex- tugasti dagurinn Sexagesima. Þá minnumst vér Jesú sem spá manns, sem var kröftugur í orði og verki. — Næsti sunnu- dagur er “föstusunnudagur’’. Á þeim. sunnudegi er frásögn um skírn Jesú. Pálskarnir eru elzta hátíðin í hinni kristnu kirkju, og hafa frá upphafi verið haldnir til minningar um upprisu Jesú Krists frá dauðum. Eins og að- ventan er á undan jólunum, svo hafa og páskamir sinn und- irbúningstíma með “föstunni”. Hún svarar til fjörutíu daga, er Jesú fastaði í eyðimörkinni. Til minningar um það neita kaþóiskir menn sér um ýmsa fæðu þá, einkum kjöt og egg, en í þjóðkirkjunni íslenzku er nú ekki neitt eftir af þeirri sið- venju. Fimti sunnudagur í föstu er ^éeieímitu ^l'joncert -Jertea Direction FKED M. GEE PLAYHOUSE Monday, February 15th Tuesday, February 16th SIGRID ONEGIN j|| The Incomþarable Contralto Í Seats at Winnipeg- Piano-Co., Ltd. — Ph. 88 693. $2.00, $2.50, $3.00 f f f f f f f f f f f j ►(O Eimskipafélag Islands Hinn árlegi útnefningarfundur í Eimskipafélagi Islands meðal Vestur Islendinga verður haldinn í húsi herra Ásmundar P. Jóhannssonar, 910 Palmerston Avenue, hér í borg mánudaginn 29. febrúar 1932, kl. 7.30 að kveldi, til þess að útnefna tvo menn til að vera i vali fyrir hönd Vestur Islendinga á aðal ársfundi Eim- skipafélagsins, sem haldin verður í Reykjavik á Islandi í júní mánuði næstkomandi til að skipa sæti í stjómamefnd félagsins með því að kjörtímabil herra Asmundar P. Jóhannessonar er þá útrunnið. Winnipeg, 5. febrúar 1932. B. L. BALDWTNSON, ritari. Oh I Ársfundur Sambandssafnaðar (s Aðalfundur Sambandssafnaðar verður haldinn í kirkju safnaðarins sunnudagana 7. og 14. febrúar n. k. 5 að aflokinni guðsþjónustu. | Á fundunum verða lagðar fram skýrslur og reikn- s ingar safnaðarins og embættismenn kosnir. | Áríðandi að fólk fjölmenni. | Winnipeg 26. jan. 1932. IM. 6. HALLDÓRSSON, forseti. | i Í«W()«»0««»()^()»«»l)«»(>««»(>4«»()«»(>«»(l«»(l»M»()«»(a

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.