Heimskringla - 18.05.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.05.1932, Blaðsíða 1
FertHs The 4 STAR CLEANEES Men’s Suits adt*....$1.00 H*“ 50c PHONE 37 266 PertKs The 4 STAR CLKANERS Ladies’ Dresses Cloth, Wool # 4 AA or Jersey 9 I aUU PHONE 37 266 XLiVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 18. MAÍ 1932. NÚMER 34 i , Canadastjórn samþykkir minningargjöf til Islands út af þúsund ára afmælishátíð Alþingis 1930. SjóSur upp á $25,000, stofnaður til nota fyrir fræðimenn, er stunda vilja vísinda- og fræði-iðkanir við háskóla innan Canada. Ársvextlr $1,250 greiddir strax, sjóðstofnunin því eiginlega miðuð við síðastliðið sumar. Höfuðstóllinn verður sendur stjórninni á Islandi við fyrsta tækifæri, er ráðstafar honum eftir vild. Gleðiefni ætti það að vera öllum íslendingum hér í álfu, en þó sérstaklega þeim, sem búa hérna megn landamæranna, að formaður ríkisstjórnar Can- ada, the Right Honourable R. B. Bennett, hefir nú gengið frá minningargjöfinni til íslands í. sambandi við þúsund ára af- mælishátíð Alþings 1930, á mjög ánægjulegan og myndar- legan hátt. Þetta gerðst nú fyrir rúmri viku síðan, þó fregn- in væri þá eigi gefin út til blað- anna. Mál þetta hefir staðið yf- ir í þrjú ár og brugðið til beggja vona um framgang þess. Sérstaklega hefir það þó verið þessi tvö síðustu ár, að sózt hefir seint, sökum hinna alkunnu fjárhagserfiðleika og ýmsra vandræða annara, er krept hafa að þjóðinni. Hafa i horfurnar hvað eftir annaö ver- ið þær, að máli þessu yrði sleg- ið á frest til óákveðins tíma, — í sjálfu sér ekki ósanngjarnt, þegar þess er gætt, hvað draga hefir orðið úr veitingu til allra opinberra fyrirtækja í landinu sjálfu. En sem betur fer er því nú lokið svo, að allir mega vel við una, og vér íslendingar eigi sízt, er hér búum og fundum, ef til vill manna mest til þess, að Canada, landið sem vér byggjum, skyldi vera eina land- ið, er fulltrúa sendi á Alþingis- hátíðina 1930, svo úr garði gerða, að þeir höfðu ekkert fram að bera, til minningar um komu sína og erindi, annað en óákveðið loforð, er biði óákveð- inna efnda og nokkur árnaðar- og kveðju orð. Hinir fulltrúarn- ir allir komu færandi hendi, hver frá sinni þjóð. I En fyrir þetta er bætt marg- faldlega, með þeirri veitingu, sem nú er gerð. Er gjöfin ein hin virðulegasta og líklegri til langframa og nytsemdar, en flestar hinar er afhentar voru . á hátíðinni, ef réttilega er á haldið. Þessi minningargjöf, er stjórn- in hefir ákveðið, er sjóður upp á $25,000, er greiddur verður stjórn íslands við fyrstu hent- ugleika. Verða peningarnir því sendir tii íslands og ávaxtaðir þar. Lét forsætisráðherra svo um mælt, að sér þætti gjöfin vinsamlegri og hlýlegri, að hún væri þannig fram reidd, heldur «n ef fénu væri haldið hér og umráð þess lögð í hendur ó- viðkomandi mönnum, er fara i kynnu með stjórn hér í landi, er tírnar liðuð fram. Þetta væn vinar- og virðingargjöf frá Can- ada, er ríkið óskaði ekki eftir að hafa hönd yfir. Er þetta ó- neitanlega rétt, en sýnir jafn- framt, með hve viðfeldnum skilningi og góðhug að féð er veitt. Þá hefir og forsætisráð- herra mælt svo fyrir, að fyrstu ársvextir sjóðsins, er hann mat $1250, skuli greiddir til íslenzku stjórnarinnar strax á þessu sumri, er gildir hið sama sem sjóðurinn hafi verið stofnaður fyrir ári síðan. Verður þessi greiðsla endurtekin, dragist það yfir annað ár að höfuðstóllinn verði borgaður. Með þessum ráðstöfunum getur sjóðurinn strax komið til afnota á þessu hausti. Nafn hefir sjóðnum enn ekki verið gefið né ákveðið hversu I haga skuli veitingu á vaxtafé hans. Verða þær reglur settar í samráði við stjórn íslands, á þessu sumri. Mun það verða lagt í hendur mentamálaráðs íslands að mestu leyti að ráð- stafa því. Svo er til ætlast, að ve'xtir sjóðsins skuli notaðijr árlega, sem náms- og ferða- styrkur, er veittur skuli fræði- mönnum og háskólakennurum á íslandi, er óska eftir að leggja stund á vísindaiðkanir eða framhaldandi nám, við einhvern háskóla hér i Canada. Veiting- in verður ekki bundin við nokk- ura sér staka fræðigrein, eða háskólastofnun hér í landi, en styrkhöfum frjálst að velja um þær stofnanir er þeir myndu helzt kjósa. Annars eru skil- yrðin, að því leyti sem þau eru nokkur, sem og stofnun sjóðs- ins sjálfs, bezt skýrð með bréfi, er forsætisráðherra sendi þeim er þetta ritar, og hr. Árna Egg- ertssyni, er mál þetta fluttu við hann, fyrir liönd Heimfarar- nefndar Þjóðræknisfélagsins 2. og 4. þ. m., er frá verður skýrt síðar í grein þessari. Bréfið er á þessa leið: Office of the Prime Minister Canada.1 Ottawa, May 14, 1932. Reverend R. Petursson, D.D. Winnipeg, Manitoba. Mr. Árni Eggertsson, Winnipeg, Manitoba. Dear Ðr. Petursson: & Mr. Eggertsson: Following the interview which you and Mr. W. W. Kennedy, M.P., had with me, I communi- cated with the Right Honour- able W. L. Mackenzie King, Leader of the Opposition. I am now in a position to advise you that our Govern- ment will ask Parliament to prövide for the establishment of a Trust Fund of Twenty Five Thousand Dollars on such terms and conditions as may be agreed upon with the Govern- ment of Iceland, for the estab- lishment of an annual scholar- ship for a citizen of Iceland. It has been suggested that the annual income derived from the Trust Fund should be used to defer the expénses in Canada of a student or professor of Iceland in taking post-graduate work at a Canadian University. The detail can be worked out during the recess. In the meantime, in accor- dance with our dicussion, we are providing that, for the year ending 31st March, 1933, in- terest at the rate of 5% per annum on Twenty Five Thous- and Dollars will be available for the scholarship fund. As soon as the Supplimentary Estimates have been passed, we will advise the Government of Iceland ac- cordingly. I assure you that it is a great pleasure to be able to satisfac- torily complete this matter. I believe the oldest Parliament of whichi we have a record is the Althing of Iceiand. It is rather difficult to think that ten cen- turies have passed since it was established, and that when it had its beginning, the Govern- ment of England had not as- sumed any stable form. The same might be said of almost every other country in the world. It is gratifying to know that the descendants of those who laid the foundations of Parliamentary institutions in Iceland have come to Canada in such large numbers and played so important a part in our development. In our school- books we learned that Leif Er- icksson was the discoverer of America almost five centuries before Christopher Columbus landed in the West Indies, and it is indeed fitting that an anni- versary so important in the history of Parliamentary insti- tutions should be honoured by those who have been privile- ged to participate in the de- velopment of the civilization of the northern half of the Ame- rican continent. I am not unaware of the great contributions that have been made by Norsemen and their desfcendants to the pro- gress of the world in almost every branch óf human activi- ty. It is my earnest desire that the men and women who have come from Iceland and have made tlieir homes in this Dominion may find here the opportunities for self expres- sion which they seek and that by industry and force of char- acter, they may be able to make a very distinct place for them- selves in Canadian development, So that when the thousandth anniversary of the establish- ment of this Dominion is cele- brated, their descendants will rejoice that, in the home of their choice they have contri-’ buted to the establishment of Parliamentary institutions in every sense worthy of the his- tory and traditions of the Al- thing, at the thousandth anni- versary of the founding of which you were privileged to represent the Canadian people. With much esteem and re- gard, I am, Yours faithfully, R. B. BENNETT. * * * II Við bréf þetta þarf enga skýringu að gera. Þó má geta þess, er annars yrði ef til vill misskilið, að þar sem talað er í niðurlagsorðunum um fulltrúa- umboð “Canadamanna” (repre- sent the Canadian People), er því beint til hr. Árna Eggerts- sonar, er mætti á Alþingishá- tíðinni sem fulltrúi héðan frá Canada. Hve bréfið er vinsam- legt í garð hinnar íslenzku þjóðar og íslendinga, er búa hér I landi, þarf ekki að benda á, orðalagið segir þar til sjálft, en hins mætti geta að það er skrif- að eftir langan og strangan erf- iðisdag. Um það höfum vér sannar fregnir frá handgengn- um vini hans, er sjálfur tók við bréfinu, Major W. W. Kenn'edy, K.C., þingmanni frá Suður-Mið- Winnipeg. Hann skýrir svo frá í bréfi til vor, er hann lét komu hingað hálfum aldatug fyrir daga hinna suðrænu þjóða. Mega þeir nú, er þenna heiður vilja draga af íslenzku þjóð- inni, taka fast í feldinn, því vel er haldið í móti. RT. HON. W. L. MACKENZIE KING. fylgja ráðherrabréfinu: “Á einum þeim degi er for- sætisráðherra hafði verið rek- inn áfram við störf, frá því árla um morguninn, hafði setið á stjórnarráðsfundi frá því að klukkan var ellefu og þangaö til hún var gengin nokkuð yfir sex, sat hann eftir til þess að skrifa meðlagt bréf til yðar og hr. Eggertssonar. Eg tjáði honum mitt innileg- asta þakklæti fyrir, og tók mér leyfi til þess að flytja honum einnig þakkir yðar og hr. Egg- ertssonar.’’ Undir slíkum kringumstæð- um, er það fremur óvanalegt að menn, er jafnmiklu annríki hafa að gegna, skrifi bréf sem þetta, þó um svipað efni sé að ræða. Mætti því líta svo á, sem það yki fremur en drægi úr gildi gjafarinnar. Vinarþelið til íslands og virðingin fyrir hinni fornu menningu þess, sem lýsir sér í orðalaginu, yfirlýs- ingin urn Ameríkufund íslend- inga, árnaðaróskirnar til kom- andi kynslóða hér I landi, er til íslenzkrar ættar eiga að telja, eru sögulegir vitnisburðir, er á sínum tíma verða eigi taldir ó- merkir. Annars er það ánægju- legt að minningargjafir beggja ríkjanna — Canada og Banda- ríkjanna — eru báðar opinber viðurkenning þess, að íslend- ingar eru hinir fyrstu hvítra manna er fuadu Ameríku, og III. Þó mál þetta sé nú heppilega til lykta leitt, þá á það sér þó all-langa sögu, því eins og hér er vikið að í upphafi þessa máls, eru Iiðin þrjú ár frá því að því var fyrst hreyft og þang- að til það náði staðfestingu rík- isstjórnarinnar. Sem gefur að skilja hefði því tæplega reitt svo af, sem raun er á orðin, hefði það nú fyrst komið til greina, tveimur árum eftir að hátíðarhöldin eru um garð geng in á íslandi. Næst stjórnarfor- manninum, er veitinguna gerir, er framgangur þess og inn- færsla á dagskrá ríkisþingsins, einvörðungu og aðallega að þakka fyrverandi forsætisráð- herra, The Right Honourable William L. Mackenzie King, er var formaður ríkisstjórnarinn- ar frá 1926 til 1930, yfir þann tíma er á undirbúningi og há- tíðarhöldunum sjálfum stóð á íslandi. Hann færir það fyrstur inn á dagskrá stjómarráðsins, og inn á dagskrá þingsins með fáorðri yfirlýsingu, er hann gerir við þingrof síðasta maí 1930, rétt áður en gengið er til almennra kosninga. í yfirlýs- ingu sinni heitir hann því, að ganga frá “varanlegri minning- argjöf til Islands út af þúsund ára afmælshátíð Alþingis”, á Inæstkomandi hausti, nái hann kosningu. Þessu svaraði núver- Frh. á 4 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.