Heimskringla


Heimskringla - 17.08.1932, Qupperneq 2

Heimskringla - 17.08.1932, Qupperneq 2
 2 m,Af)Sll>A S K R I N G L A WINNIPEG 17. ÁGÚST 1932. MINNINC LEIFS HEPPNA Sunndaginn 17 júlí afhendi sendihsr a Bandaríkjanna gjöf þjóðar sinnar til fslands á þúsund ára afmæli Alþingis 1930: ..Styttu Islendingsins, Leifs heppna, er fyrstur fann Ameríku. Fæðingarstaður Leifs heppna. Eftir Eggert Briem frá Viðey. t Landnámabók segir svo frá landnámi Eiríks rauða hér á ís- landi, þar sem skýrt er frá land- námum í Breiðafirði: “Þorvaldr, son Ásvalds Úlfssonar, Öxna- Þórissonar, ok Eiríkr rauði, son hans, fóru af Jaðri fyrir víga- sakir, ok námu land á Horn- ströndum, ok bjoggu at Dröng- um; þar andaðist Þorvaldr, Eir- íkur fekk þá Þjóðhildar, dóttur Jörundar Atlasonar ok Þorbjarg ar knarrarbringu, er þá átti Þorbjörn hinn haukadælski; réðst Eiríkr þá norðan, ok ruddi lönd í Haukadal; hann bjó at Eiríksstöðum hjá Vatnshorni.” Hér er beinum orðum tekið fram, að þegar Eiríkur rauði fékk Þjóðhildar, flutti hann frá Hornströndum og settist að í Haukadal, þar sem hún átti heima. Það er því útilokað, að Leifur hepni, sonur þpirra, sé fæddur að Dröngum, eins og sumir ætla. Þegar þeir atburðir höfðu gerst, er því ollu, að Eiríkur varð að fara úr Haukadal, seg- ir Landnáma svo frá dvöl hans hér á landi, er hann fór frá Eir- íksstöðum: “Hann nam þá Brokey ok Öxney, ok bjó at Tröðum í Suðurey hinn fyrsta vetr; þá léði hann Þorgesti (á Breiðabólstað á Sjtógaströnd) setstokka; síðan fór Eiríkur í Öxney, ok bjó á Eiríksstöðum; þá heimti hann setstokkana, ok náði eigi. Eiríkr sótti setstokk- ana á Breiðabólstað, en Þor- gestr fór eftir honum; þeir börð ust skamt frá garði at Dröng- um; þar féllu tveir synir Þor- gests ok nokkrir menn aðrir. Eftir þat höfðu hvárirtveggju setu; Styrr veitti Eiríki, ok Eyjólfr úr Svíney ok synir Þor- brands úr Áltafirði ok Þorbjörn Vífilsson; en Þorgesti veittu synir Þórðar gellis ok Þorgeir úr Hítardal, Áslakr úr Langadai ok Illhugi son hans. Þeir Ei- ríkr urðu sekir á Þórsnesþingi; hann bjó skip í Eiríksvági; en Eyjólfr leyndi honum í Dímun- arvági, meðan þeir Þorgestr leituðu hans um eyjar. Þeir Þorbjörn ok Eyjólfr ok Styrr fylgdu Eiríki út um eyjar.” Þar sem Eiríkur hafði ekki þörf fyrir setstokka sína vetur- inn, sem hann var að Tröðum, er ljóst, að hann hefir ekki dval- ið þar í eigin húsum. En næsta vor reisir hann bæ sinn í Öxney, er hann einnig nefndi Eiríksstaði, ei»s og bæ sinn í Haukadal. En þegar hann kallar eftir setstokkunum til þess að nota þá í hinum nýju bæjarhúsum sínum, vill Þorgest ur ekki láta þá lausa. Eiríkur fer þá sjálfur til og tekur set- stokkana með valdi, en Þor- gestur veitir honum eftirför með því liði, er hann gat dregið saman samstundis, og nær Eir íki hjá Dröngum, sem er .næsl bær við Breiðabólstað. Þrí berjast, en Eiríkur og han menn hafa betur og tveir syni Þorgests falla og nokkrir men aðrir, sennilega af beggja liði Síðan hafa báðir setur þar tii Þórsnesþing kemur saman um sumarið, og Eiríkur og þeir, er að vígunum höfðu verið með honum, urðu þar sekir. Þá af- ræður Eiríkur að búast til brott- ferðar af landinu, og iætur að því loknu í haf samsumars og finnur Grænland. Þaðan kom hann síðan aftur á fjórða sumri, eða eftir að hann hafði verið 3 vetur á Grænlandi og endað þar sekt sína sem fjörbaugs- maður. Næsta vetur dvelur hann svo á íslandi og fer því næst sumarið eftir alfarinn af landinu að byggja Grænland, Í4 eða 15 vetrum áður en kristni var lögtekin hér á landi árið þúsund eins og segir í fslend- ingabók, eða nákvæmlega 15 árum fyrir kristnitöku, eftir því sem skýrt er frá í Landnámu, samkvæmt þeim síðari rann- sóknum, sem þar er stuðst við. Þegar Leifur Eiríksson kom til Noregs haustið 999, voru því liðnir 18 eða 19 vetur frá því, er foreldrar hans fóru frá Eir- íksstöðum í Haukadal. Þegar Leifur hafði látið skírast um veturinn, tekst hann því næst þann vanda á hendur vorið eftir að kristna Grænland. Jafnframt vinnur hann sér það til ágætis um sumarið, að finna Vínland hið góða og bjarga skipshöfn, er þótti svo mikils um vert, að hann fyrir það hlaut viðurnefni sitt “hinn hepni.’’ Ef Leifur hefði unnið þessi afrek á ungum aldri og hann hefði ekki verið eldri en 19 eða 20 ára, er þessi stórtíðindi gerð- ust í lífi hans, mundi þess óef- að hafa verið getið, eins og gert er um aðra fornmenn, er unnu sér til frægðar í æsku. En það er eki gert, og má því ganga að vísu, að hann hafi verið búinn að ná fullum þroska, er þessir atburðir'gerðust, enda má gera ráð fyrir að Eiríkur rauði hafi búið nokkur ár í Haukadal og þau hjónin hafi átt sonu sína, Lei( og Þorstein, þegar á fyrstu hiónabandsárum sínum, eins og venja er til um hjón, er á annað borð verður barna auðið. Spurningunni um fæðingar- stað Leifs hepna má því óhikað svara svo, að hann sé fæddur á Eiríksstöðum í Haukadal. Bæjarrústirnar á Eiríksstöð- um voru rannsakaðar af Þor- steini Erlingssyni sumarið 1895, að tilhlutun Bandaríkjakonunn- ar Corneliu Horsford, og því næst sumarið eftir af Daniel Bruun. Við rannsóknirnar kom í ljós, að bærinn hefir ekki verið end- urbygður, og hér er því um að ræða rústir af bæ Eiríks rauða og elstu bæjartóttir hér á landi, er menn þekkja. Rannsóknirnar sýndu enn fremur, að bæjar- veggimir hafa verið hlaðnir úr torfi og grjót hafði aðeins ver- ið notað neðst í veggjunum án þess þó að mynda þar samfelda hleðslu að því er virtist. Þessar bæjartóttir hafa ávalt verið skoðaðar sem leifar af einum af bústöðum Eiríks rauða, en það er ljóst, að þær sýna jafnframt húsaskipun þeirra húsakynna. þar sem Leifur hepni er fæddur. * * * LEIFUR HEPPNI. Eftir Matthías Þórðarson þjóðminjavörð. í dag er hans minst á ætt- jörðu hans á hinn göfugasta hátt: Minnismerki hans verður afhjúpað í höfuðstað landsins, veglegasta minnismerkið, sem hér hefir verið reist alt til þessa. Þetta er raunar að vonum, eft ir að frægð Leifs Eiríkssonar hefir nú vaxið með hverjum ára tugnum síðustu hundrað árin í tveim heimsálfum og honum reist hið ágætasta minnismerki fyrir hálfri öld síðan í höfuðstað þess lapds í Vesturheimi, er hann fann, borginni Boston á Nýja-Englandi. — Það minnis- merki reistu þeir menn, er nú á tímum byggja Vínland hið góða. Þeir hinir sömu hafa á undanförnum áratugum lagc fram dýrmætasta fjársjóðinn tii að auka á frægð Leifs, int af höndum víðtækustu rannsókn- irnar á vorum fornu frásögnum um frægðarför hans. Og enn eru það þeir, og raunar Banda- ríkin öll í Vesturheimi, sem með þessu minnismerki, er hér verður afhjúpað í dag, aug- lýsa fyrir alheimi aðdáun sína á Leifi Eiríkssyni, um leið og landi voru er með því sýnd.ur hinn mesti heiður. Þegar sú fregn barst hing- að, vestan um haf að Banda- ríkjamenn ætluðu að minnast alþingishátíðar vorrar meö þessu veglega minnismerki, vakti það almenna hrifning og þakklæti, bæði af því, sem nú hefir verið tekið fram, og jafn- framt af því, að með þessu var auglýst fyrir alheimi fullkomin viðurkenning þeirra á sögugildi og sannleika fornra frásagna vorra. — Jafnframt var þess minst, og það kunngert öllum mönnum, að sá Norðurálfu- maður, er menn vita nú fyrstan hafa stigði fæti á land í Vestur- heimi, var maður, er borinn var og barnfæddur á íslandi. Always ask for 44 Canada Bread” Builds body, bone and musde PHONE 39 017 Fyrir skammsýni sakir og í fljótu bragði virðist æfi sumra merkismanna undarleg, frægð þeirra fengin með auðveldleik- um og jafnvel ósjálfrátt þeim; örlögin þykja leggja þeim alt í skaut, sem verður þeim til á- gætis. Þeir eru kallaðir menn heppnir. Hið ósýnilega orsaka- samband dylst mönnum; þeir hugsa ekki um hversu fátt þeim er f rauninni kunnugt um af því, sem mestu varðar; flestir reyna aðeins að rekja hin sýni- legu orsakasambönd, enda er annað naumast hægt. Æfi Leifs er lýsandi dæmi þess hversu örlögin bera suma menn áfram og færa þeim ó- sjálfrátt atburði lífsins að hönd- um. Þeir eru sem verkfæri í ósýnilegri hendi. Saga Leifs heppna er ekki löng. Hún er aðeins örlítill þáttur, rúm blaðsíða, í sögu þeirra föður hans, Eiríks rauða, og Þorfinns karlsefnis, er vildi feta í fótspor Leifs og byggja það land, sem hann hafði fund- ið. En þessi litli þáttur í sög- unni, svo sem hún er skráð í Hauksbók og Skálholtsbók, er mjög efnisríkur og mundi end- ast til langrar sögu, ' ef gerð yrði eftir þeim hugmyndum, er hann vekur. í Ólafs sögu Trggvasonar í Flateyjarbók er skotið inn svo nefndum Græn- lendingaþætti og er þar einnig sagt frá Leifi, ferð hans og landafundi, nokkuð fyllra en í Hauksbók, en á tortryggilegri hátt að ýmsu leyti. Sagan sjálf mun samin af Gunnlögi Leifs- syni, munki á Þingeyrum, um 1200 og er þar einnig sagt stuttlega, en með sannindum, frá för Leifs, og eftir frásögn Gunnlögs hefir Snorri Sturlu- son sagt frá hinu sama í Ólafs- sögu sinni. Með fám orðum er einnig getið heimferðar Leifs og landafunda í Kristnisögu og mun þar einnig farið eftir Ólafs- sögu Gunnlögs. Um hálfri öld eldri er landaskipun Nikulásar ábóta á Munka-Þverá. Þar er með fám orðum skýrt á svipaö- an hátt frá landafundi Leifs o. fl. Er sú frásögn elst allra ís- lenzkra rita um það mál og færð í letur rúmri 14 öld eftir að Leifur fann Vínland. Alt að kalla, sem skráð finst í fornum ritum um Leif heppna, er í frásögninni um ferð hans. Um æfi hans áður og síðar eru engar frásagnir. Foreldrar hans og forfeður eru nafngreindir menn. — Faðir hans var Eiríkur rauði, sem sagan er af, sá er fyrstur norrænna manna rann- sakaði Grænland, gaf því nafn og hóf þar bygð 986, svo sem kunnugt er. Eiríkur var sonur Þorvalds Ásvaldssonar Úlfssonar Öxna Þórissonar en Þórir sá varð bróðir Nadd- Odds, sem fann land vort og nefndi Snæland. Bróðir Úlfs var Ó- feigur lafskeggur, faðir Kráku- Hreiðars, sem var faðir Úlfs, föður Gunnbjarnar, er fann Gunnbjamarsker og sá þaðan, manna fyrstur, Grænland. Voru þeir Eiríkur og Gunnbjörn þann ig fjórmenningar og því eðli- legra, að Eiríkur færi að leita þessa nýfundna lands, þegar hann var sekur ger á Þórnes- þingi 982. En móðir Leifs og kona Eiríks var Þjóðhildur, dótt ir Jörundar Atlasonar hins rauða. Úlfssonar hins skjálga,' Högnasonar hins hvíta, og Þor- bjargar knarrarbringu, sem þá var kona Þorbjargar Bjarnason- ar í Haukadal í Dölum. Þor- björg, amma Leifs, var ein af dætrum Gils skeiðarnefs í Kleif- um í Gilsfirði, systir Ingibjarg- ar, konu Gull-Þóris. Þorvaldur afi Leifs, kom hingað síð land- námsaldar og bygði á Dröngum á Homströndum, en Eiríki mun ekki hafa þótt þar fýsilegt að búa eftir föður sinn, heldur ruddi hann sér land hjá Stóra Vatnshorni í Haukadal, þar sem kona hans hafði átt heima. Nefndist bær hans Eiríksstaöir og bj óhann þar um hríð. Þar mun Leifur vera fæddur, að lík- indum um 965, eða á þeim ár- um. Eiríkur var sekur ger úr Hauka.dal fyrir víga sakir og fór þá að búa að Tröðum í Suð- urey og síðan á Eiríksstöðum í Öxney. Þaðan varð hann svo að fara aftur fyrir víga sakir, er hann fór að leita lands þess, er Gunnbjörn hafði séð. Hann bar alt lausafé sitt á skip, er hann fór vestur, og að líkindum hefir alt heimafólk hans farið með honum þá. Óvíst er, hvort það eða Leifur sonur hans hafi kom- ið með honum þaðan aftur sum- arið 985, en líklegt er það, og næsta vetur var Eiríkur á Hólm látri á Skógarströnd. SumariÖ eftir fór hann héðan af landi al- farinn að byggja Grænland og eftir þann tíma hefir hann lík- lega ekki, né Leifur, sonur hans, komið til íslands. Á Eiríksstöð- um í Haukadal, bernuskuheimili Leifs, féllu bæjarhúsatóftirnar í rústir, er faðir hans varð að fara þaðan. Engir gerðust til að byggja þar að nýju og eru tóftirnar enn í dag sýnlegir söguvottar frá tíð þessara fornu merku manna. Þær eru skamt fyrir framan (austan) Stóra- Vatnshorn, miðja vegu milli þess og Skriðukots, sem bygst hefir þar síðar. Á Grænlandi biðu landnáms- mannanna þar mörg viðfangs- efni og örðug. Hinn ungi ís- lendingur hafði þegar á æskuár- unum hlotið að lifa margs kon- ar hættu, og enn voru erfiðir tímar framundan í hinu nýja landi. Eiríkur kaus sér bústað f Brattahlíð við Eiríksfjörð í Eystri-bygð. Sá staður er einn- ig vel kunnur enn og þykir þar i i sumum einna vistlegast á Græn landi. Sést nú bæjarrústin vest- an við fjörðinn innarlega, hjá lítilli á, sem fellur þar ofan hlíðina. Hér ríkti fegurð og friður; hér gátu þeir feðgar lifað óáreittir aif öðrum og fengið nú að njóta virðingar og trausts þess litla þjóðflokks, er kosið hafði sér bústaði meö þeim í landinu. Eiríkur gerðist aldraður og Leifur fulltíðamaður. Miklir at- burðir gerðust á tslandi, og Norðurlöndum. Víkingaöldin geisaði, vígaferli og styrjaldir. Nýr átrúnaður ruddi sér til rúms. Það var fýsilegt að hleypa heimdraganum og lítast um í öðrum löndum. — Leifur var orðinn reyndur í sjóferðum heima fyrir og vildi nú sigla skipi sínu alla leið austur til Noregs. Það var sumarið 999. — Hann virðist hafa ætlað að fara beinustu leið frá suður- odda Grænlands, beint í austur, og nú hefst saga hans: “En er Leifur sigldi af Grænlandi um sumar, urðu þeir sæhafa til Suðureyja. Þaðan byrjaði þeim seint og dvöldust þeir þar lengi um sumarið. Leifur lagði þokka á konu þá, er Þórgunna hét: hún var kona ættstór og skildi Leifur, að hún myndi vera marg kunnig. En er Leifur bjóst brott, beiddist Þórgunna að fara með honum. Leifur spurði hvort það væri nokkuð vilji frænda hennar. Hún kvaðst það ekki hirða. Leifur kveðst eigi það kunna að sjá að sínu ráði að gera hertekna svo stórættaða konu í ókunnu landi, “en vér liðfáir”. Þórgunna mælti: “Eigi er víst, að þér þyki því betur ráðið.” “Á það mun eg þó hætta," sagði Leifur. Síðan seg- ir gjör frá samtali þeirra og kvaðst Þórgunna ætla að koma sér til Grænlands áður lyki. Sagan gefur í skyn, að hún hafi verið sú hin sama Þórgunna, sem segir frá í Eyrbyggjasögu og andaðist á Fróðá. Yrði of- langt mál að fara hér út í það, þótt það sé hugðnæmt viðfangs- efni, og skal nú haldið áfram sögunni: “Þeir Leifur sigldu brott úr Suðureyjum og tóku Noreg um haustið. Fór Leifur til hirðar Ólafs konungs Tryggvasonar. Lagði konungur á hann góða virðing og þóttist sjá, að hann myndi vera vel mentur maður. Eitt sinn kom konungur að máli við Leif og sagði: “Ætlar þú til Grænlands í sumar?” “Það ætla eg’’, sagði Leifur, “ef það er yðvar vilji.” Konungur svaraði: “Eg get, að það mun vel vera, og skaltu þangað fara með erind- um mínum og boða þar kristni.’’ Leifur kvað hann ráða skyldu, en kveðst hyggja, að það erindi mundi torflutt á Grænlandi. — Konungur kveðst eigi þann mann sjá, er betur væri til fall- inn ,en hann, “og muntu giftu til bera”. “Það mun því að eins", segir Leifur, “ef eg nýt yðar við’’. Lætur Leifur í haf (sumarið 1000) og er lengi úti, og hitti á lönd þau, er hann vissi áður enga von til. Voru þar hveitiakrar sjálfsánir og vínviður vaxinn. Þar voru þau tré, er mösur heita. og höfðu þeir af þessu öllu nokkur merki, sum tjé svo mikil, að í hús voru lögð. Leifur fann menn á skip- flaki og flutti heim með sér. Sýndi hann í því hina mestu stórmensku og drengskap sem mörgu öðru, er hann kom kristni á landið, og var jafnan síðan kallaður Leifur hinn heppni. Leifur tók land í Eiríksfirði og fór heim síðan í Brattahlíð. Tóku þar allir menn vel við honum . Hann boðaði brátt kristni um landið og almenni- lega trú, og sýndi mönnum orðsending Ó 1 a f s konungs Tryggvasonar og sagði hversu mörg ágæti og mikil dýrð fylgdi þessum sið. Eiríkur tók því máli seint, að láta sið sinn, en Þjóðhildur gekk skjótt undir og lét gera kirkju eigi allnær hús- unum. Það hús var kallað Þjóðhildarkirkja. Hafði hún þar fram bænir sínar og þeir menn, sem við kristni tóku.” Áður lauk, varð kristni komið á Grænland; í sögu Ólafs kon- ungs segir, að af ráðum og eggj an Leifs hafi Eiríkur verið skírð ur og alt fólk á Grænlandi. Landið, þar sem Leifur fann vínviðinn, var nefnt Vínland (hið góða). Sennilega hefir Leifur gefið því það nafn. Mjög hefir verið og mun mega full- yrða nú eftir þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið, að Leif hafi borið að landi á austur- strönd Norður-Ameríku, sunn- an Nýju-Brúnsvíkur, sennilega á Nýja-Englandi, sem nú heitir svo; eru þar nú sex af Banda- ríkjunum. Vitanlega verður landgöngustaðurinn ekki ákveð- inn nákvæmlega eftir sögunni né neinum þeim heimildum, sem nú þekkjast.' Hin önnur ó- kunnu lönd, sem Leifur hitti, hafa eflaust verið þau, er nú heita Nýja-Skotland og Nýfund- naland. Er hann sigldi h^imleið- is til Grænlands frá Vínlandi, hlaut hann að verða þeirra var. — Jurtir þær, er Leifur fann, eru enn í dag alkunnar í Norð- ur-Ameríku og fullkomlega ljóst, við hvað er átt í sögunni. Þessi landsfundur Leifs vakti að sjálfsögðu mikið umtal heima fyrir á Grænlandi. Næsta sumar ætlaði Þorsteinn, bróðir Leifs, og Eiríkur, faðir þeirra, að fara til Vínlands, en komust þangað ekki. Sumarið 1003 fór Þorfinnur karlsefni og margir fleiri með honum, á 3 skipum, til að nema landið og byggja, en fengu þar engan frið fyrir þeim er fyrir bjuggu og varð þar ekki úr landnámi fyr en 5 öldum síðar, er Norðurálfumenn brutu sér þar leið með báli og brandi. Að sönnu barst fregnin um fund Vínlands til Norður- landa (Danmerkur) þegar á 11 öld og var færð í letur af mag. Adami frá Brimum eftir frásögn Sveins konungs Úlfssonar og manna hans (um 1070), en virð ist ekki hafa hrundið af stað neinum framkvæmdum til landa leita eða landnámstilrauna, held ur hefir sú frásögn fallið í gleymsku alls staðar, nema hér á landi. Eiríkur hefr að líkindum ekki lifað mörg ár eftir þessa frægð- arför Leifs, sonar síns. Hinir synir hans. Þorsteinn ‘og Þor- valdur, önduðust báðir á und- an honum og tók Leifur við búi í Brattahlíð, er Eiríkur dó. Gerð ist hann höfðingi með Græn- lendingum sem faðir hans, en engar frásagnir eru nú til um efri hluta æfi hans. Þegar Ólaf- ur konungur Haraldsson sendi Þórarinn Nefjúlfsson með Hræ- rek konung hinn blinda til Græn Iands sumarið 1019, lagði hann fyrir Þórarinn að færa Hrærek Leifi Eiríkssyni og hefir Leifur eftir því þá verið álitinn enn á lífi, en raunar komst Þórarinn ekki til Grænlands. En nokk- urum árum síðar, haustið 1025, þegar Þórmóður Kolbrúnar- skáld kom til Grænlands, var Þorkell, sonur Leifs, höfðingi yfir Eiríksfirði. Er hann í Fóst- bræðrasögu talinn mikill höfð- ingi, ríkur og vinsæll og mikill vinur Ólafs konungs, Þá hefir Leifur verið andaður, en ekki vita menn nú dánardag hans með meiri vissu. Virðist hann því ekki hafa orðið gamall mað- ur, varla eldri en sextugur. Oft vill hugur vor íslendinga hvarfla aftur í tímann til for- feðranna. Er það að vonum, svo góðar frásagnir sem vér eigum af þeim enn í dag. Vér dáumst að ýmsu, sem þeir sögðu og ýmsu sem þeir fram- kvæmdu, og vér teljum það enn þjóð vorri til sóma. Slíkt hið sama gera þeir menn erlendir, sem þekkja sögu og sagnir þjóð ar vorrar. En meðal þeirra fram kvæmda fyr á tímum, sem einna frægastar hafa orðið inn- an lands og utan, er fuúdur Vínlands og annara landa í

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.