Heimskringla - 17.08.1932, Síða 5

Heimskringla - 17.08.1932, Síða 5
HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSÍÐA WINNIPEG 17. ÁGÚST 1932. fulls — eða jafnvel ekki nema í bráðina — úr þrengingum við- skiftalífsins á yfirstandandi tíma, en sé það spor ekki stigið tafarlaust, að brúa djúpið milli verðlags á verksmiðjuiðnaðí og framleiðslu bænda, þá sé þeim (bændum) ókleift að stunda búskap lengur. f dag — fimtudag — er aftur grein í “Free Press’’, þar sem sagt er frá þvi að margir bænd- ur hafi þegar tekið boði Mr. S. A. W. og aðrir kaupmenn í ná- grenni hans hafi farið að hans dæmi. — Og blaðið spyr: “Verð- ur þetta alment?” En spurn- ingin þarf að vera víðtækari: Verður lánfélögum, bæja og Bveitafélögum liðið það áfram, að háma í sig eignir manna, fyrir sköttum og rentum, með- an orka skuldunauta megnar ekki að verjast nekt og hungri? 11. ágúst 1932. Ásgeir I. Blondahl. MÁ TRÚA TÖLUM? Eftir Svein Björnsson. “Vér verðum að byggja allar gjaldeyrisráðstafanir vorar á því, að ekki megi kaupa frá út- löndum vörur nema fyrirfram sé fyrir hendi nægur erlendur gjaldeyrir til þess að greiða þær með”. Eitthvað þessu líkt sagði merkur danskur áhrifamaður á þessum sviðum við mig nýlega. Líkt mun hugsað í Norðurlönd- unum hinum og víðar nú á þess- um krepputímum. Hvernig verður nú vitað, hve mikill gjaldeyrir er fyrir hendi? Eg hefi heyrt íslending svara líkri spurningu á þessa leið: “I>að sýna verzlunarskýrslur. Og árið 1931 hefir verið gott gjaldeyrisár fyrir °kkur íslend- inga, vegna þess að útflutningur hefir numið 3—3J miljónum króna umfram innflutning. Þarna eigum við gjaldeyrisaf- gang”. Fjöldi manna veit, að þ»essi á- lyktun er röng. Og ýmsir vita máske hér um bil hið sanna í þessu efni. En svo margir munu þó vera, sem hugsa líkt og sá, sem ályktaði rangt — og svo margir munu hafa nokkuð ó- Ijósar hugmyndir um þessi mál- efni — að mér finst ástæða til þess að gera það að umtalsefni í víðlesnu riti. Verzlunarskýrslunum má trúa það, sem þær ná. En þær ná yfir takmarkað svið. Þær sýna verðmæti innflutnings og út- flutnings flestra vörutegunda. Þær sýna einn, að vísu mjög mikilsverðan, þátt, sem hefir á- hrif á viðskiftajöfnuð landsins við önnur lönd — en aðeins þenna eina þátt. Við verðum að greiða fé ár- lega til útlanda fyrir ótalmargt annað en vörur. Hinsvegar fá- um við nokkuð af erlendu fé ár- lega fyrir annað en vörur. Þegar öll viðskifti eru gerð upp, þá, og þá fyrst, getum við gert okkur hugmynd um, hvort við höfum nokkurn gjaldeyri afgangs, — hvort útflutningur- inn hefir í rauninni numið minna en innflutningurinn, þót*: verzlunarskýrslurnar sýni meiri útflutning en innflutning. Hvað er það, sem við greið- um fé fyrir árlega til útlanda annað en þær vörur, sem verzl- unarskýrslumar sýna? Og hve miklu nema þær upphæðir? Það er erfitt að segja slíkt með ná- kvæmum tölum. En í áætlun- um getur einnig verið leiðbein- ing. Eg ætla að reyna að gera slíka áætlun, þótt aðeins geti verið um ófullkomna tilraun að ræða. A. Fyrst ber að telja vexti og afborganir af erlendum lán- um. Þessi lán eru: 1. Lán ríkissjóðs. 2. Lán bankanna. 3. Lán bæjarfélaga, einstakra manna og stofnana. 1. 1 athugasemdum við fjár- lagafrumvarp stjómarinnar, sem nú er lagt fyrir þingið, eru vext- ir af erlendum lánum ríkisins taldir samtals ísl. kr. 1,190,877:- 07, en afborganir af erlendum lánum ísl. kr. 523,828.37. Þetta verða samtals í vexti og afborg- anir h. u. b. 1,714.000 ísl. kr. Auk lána þeirra, sem talin eru í athugasemdum við fjárlögin em lán, sem ríkissjóður tók á árun- um 1926 og 1927 tii verðbréfa kaupa, alls 4,5 miljónir danskar krónur. í vexti og afborganir af þeim greiðast árlega h. u. b. 292,000 d. kr. eða h. u. b. 356,- 000 ísl. kr. Vextir og afborganir af erlendum lánum ríkissjóðs verða þannig árlega samtals h. u. b. 2,070,000 ísl. kr.* 2. Samkvæmt reikningum bankanna, Landsbankans og Út- vegsbankans, í lok ársins 1930, námu fastaskuldir þeirra er- lendis samtals h. u. b. 12,8 milj- ónum króna. Afborganir og vextir af þeim munu varla nema minna en 1,25 miljón króna ár- lega. Hér við mun mega bæta láni Fiskiveiðasjóðs íslands, sem Útvegsbankinn stjórnar, 1.5 milj ón króna. Auk þess mun vera nokkuð af veðdeildarbréfum Landsbaiikans og jarðræktar- bréfum á erlendum höndum. Vexti af slíkum bréfum og út- dregin 'bréf verður væntanlega annaðhvort að greiða í erlend- um gjaldeyri eða breyta í er- lendan gjaldeyri. Við þetta bætast lausaskuldir bankanna erlendis. Eru þær mjög mismunandi og breytilegar á ýmsum tímum árs og frá ári til árs, stundum innieignir í bönkum erlendis. En hér mun þó koma fram talsverð vaxta- fúlga. umfram vaxtatekjur, sem greiða verður í eriendum gjald- eyri. Að öllu þessu athuguðu tel eg sennilegt, að samanlögð greið- sla afborgana og vaxta bank- anna í erlendum gjaldeyri muni eigi nema minna en 1.75 miljón króna árlega. Þessar tölur má sjálfsagt gera upp nákvæmlega á hverju ári eftir bókum ríkissjóðs og bank- anna. 2. Um lán bæjarfélaga, ein- stakra manna °g stofnana, er erfitt að fá ábyggilegar upp- lýsingar. Samt mun þó mega fá úr bókum bæja og opinberra stofnana nokkuð nákvæmar upplýsingar um þetta, það sem bær ná. Hér verður að fara eftir ágizkum, sem þó styðjast við nokkra vitneskju um ýms slík lán. Eg þykist viss um, að ekki sé of hátt ætlað, að áætla afborganir og vexti af þessum flokki erlendra lána eina miljón ísl. króna árlega. Áætlun um árlega upphæð af- borgana og vaxta erlendra lána verður þá samtals, skv. framan- greindu, h. u. b. 4.8 miljón ísl. króna, að minsta kosti. B. Iðgjöld fyrir hverskonar tryggingar í erlendum trygging- arfélögum, að frátöldum bótum fyrir tjón. Hér vantar einnig allar ábyggilegar upplýsingar. Engar fullkomnar skýrslur eru til frá umboðsmönnum slíkra félaga á íslandi. (Slíkar skýrsl- ur ætti þó að vera hægt að skylda umboðsmennina til að gefa). Auk þess er sumt af þessum iðgjöldum greitt beint erlendis. — Hér kemur þó til ílita, að sum erlendu trygging- arfélaganna láta eitthvað af ið- gjöldunum standa í bönkum heima, eða kaupa innlend verð- bréf. Væntanlega er ekki of hátt að áætla, að til greiðslu þess- ara þurfi árleiga hálfa miljón íslenzkra króna. C. Eyðsla íslendinga á ferð- um erlendis og til dvalar þar. Eg hefi oft hugsað um og reynt að gera mér grein fyrir, hve miklu nemur samanlögð sú upphæð í erlendum gjaldeyri, * Engár afborganir ber enn- þá að greiða af enska láninu 1930. Þegar þær afborganir byrja, vex upphæðin talsvert. sém fellur undir þenna lið. Hér verður einnig um ágizkun að ræða. Til leiðbeiningar við ágizkun- ina má hafa ýmislegt. Skip Eimskipafélagsins, Sameinaða- félagsins og Björgvinjarfélags- ins fara samtals um 100 áætlun arferðir milli landa á ári. Það mun ekki of hátt áætlað, að 12 íslendingar fari til jafnaðar með hverri ferð. Hvað hver eyðir í hverri ferð, er afar-misjafnt. Sumir fara stuttar ferðir, með stuttri dvöl erlendis. Lifa sum- ir sparlega og eyða litlu. Aðrir halda sig vel og eýða talsverðu. Enn eru til þeir, seúi eyða óhóf- lega miklu. Sama á við um ferðalög, er menn dvelja er- lendis um lengri tíma. — Þá er námsfólk, sem dvelur mestan íiluta ársins við nám í öðrum löndum. Það þarf bústað og lfifsviðurværi, kenslugjiöld^ ‘tij bóka o. s. frv., sem alt greiðist af íslenzku fé í erlendum gjald- eyri. — Þá dvelja ýmsir, em- bættismenn, starfsmenn og ein- stakir menn, erlendis um lengri eða skemri tíma til þess að kynnast einhverjum nýjungum, sem þeir hugsa sér að notfæra á einhvern hátt heima á íslandi. —Enn er það mjög algengt, að slíkt ferðafólk kaupi ýmislegt erlendis, fyrir sjálft sig og aðra svo sem ýmiskonar fatnað, skartgripi, búsáhöld, húsmuni o. fl. Flest af vörum þessum tekur það með í farangri sín- um og kemur það hvergi á verzlunarskýrslur. — Ennfrem- ur ber að telja hér það, sem ís- lendingar eyða í ferðalög milli hafna á íslandi með erlendum skipum. Það gengur í eriendan sjóð og þarf að greiða fyr eða síðar út úr landinu með erlend- um gjaldeyri. M. a. með tilliti til þess, sem hér hefir verið nefnt (þótt margt fleira mætti telja) hygg eg, að ekki sé of hátt áætlað, að undir þessum lið eyðist er- lendur gjaldeyrir, sem nemur þrem miljónum íslenzkra króna. D. Ýmsar greiðslur í erlend- um gjaldeyri. Hér er átt við margvíslegar greiðslur, sem ekki falla undir neinn þeirra þriggja flokka (A. B og C), sem taldir eru hér að framan, svo sem kostnaður við viðgerð skipa og endurnýjun áhalda togara og annara skipa, nema skipa Eimskipafélagsins (sjá um þau síðar), í erlendum höfnum; vistakaup slíkra skipa; greiðslur fyrir smyglað áfengi og aðrar vörur, sem smyglað kann að vera frá útlöndum; kostnaður við dvöl íslendinga á sjúkrahús- um og hælum erlendis og læknis hjálp þar í meðlag með fráskild- um konum og börnum, sem ís- léndingar greiða erlendis; ýnis- ar greiðslur ríkissjóðs erlendis. þ. á. m. til konungs, utanríkis- mála o. s. frv., ennfremur margt annað. Eg gizka á, að þessar greiðslur samanlagðar nemi ekki minna en einni miljón ís- lenzkra króna árlega. Samkvæmt framantaldri á- ætlun minni verða þá greiðslur þær, í erlendum gjaldeyri, sem falla undir liðina A—D samtals hér um bil níu miljónir og þrjii hundruð þúsund íslenzkar krón- ur. Nú ber að athuga, hvað við fáum aftur á móti af erlendu fé fyrir annað en vörur eða draga ber frá verðmæti inn- fluttra vara (tekjur Eimskipa- félagsins af flutningsgjöldum). Til gleggra yfirlits skal það athugað með hliðsjón af flokk- uninni hér að framan. A. Af erlenðum ríkisskulda- bréfui* og öðrum verðbréfum, sem vexti gefa, mun eitthvað vera til í höndum íslendinga. Ó- mögulegt er að vita hve mikið það kann að vera. Eg gizka á, að þær tekjur í erlendum gjald- eyri nemi ekki meira en í hæsta lagi 200,000 ísl. .krónum árlega. (Til vaxtatekna bankanna af er lendum innieignum hefi eg tek- ið tillit við áætlunina um vaxta- greiðslur þeirra af erlendum lánum). B. Sjóvátryggingarfélag ís- lands mun hafa nokkrar ið- gjaldatekjur frá erlendum fé- lögum, sem endurtryggja hjá félaginu. Ennfremur hefir það félag og Brunabótafélag Is- lands tekjur af þóknun frá er- lendum félögum, sem endur- tryggja fyrir þessi félög. Þá fá umboðsmenn erlendra trygging- arfélaga á íslandi þóknun fyrir starfsemi sína. Alt þetta saman- lagt gizka eg á að nemi í hæsta lagi þrjú hundruð þúsund ís- lenzkum krónum árlega. C. Eyðsla útlendra ferða- manna á Islandi og dvöl útlend- inga á íslandi fyrir heiman- fengið fé er nokkuð, sem engar skýrslur eru til um. Verður því sú ágizkun talsvert út í bláinn. Sú hæsta upphæð, sem hér get- ur verið um að ræða, efast eg um að geti farið fram úr hálfri miljón ísl. króna árlega. í þessu sambandi mun vænt- anlega rétt að nefna veigamesta liðinn tekjumegin fyrir oss Is- lendinga, sem ber að draga frá verðmæti innfluttra vara. Það eru tekjur Eimskipafélags ís- lands af siglinum skipa félags- ins milli landa, að frádregnu því, sem skipin greiða erlendis: Kol, olía, aðgerðir, vistir, hafn- argjöld í erlendum höfnum m. m. Um þetta hafa mér vitan- lega ekki verið gerðar sérstakar skýrslur, (sem þó gæti verið mjög fróðlegt). En á grund- velli reikninga félagsins fyrir árið 1930, gizka eg á, að sú upphæð nemi einni og hálfri miljón íslenzkra króna. D. Ýmsar greiðslur frá út- löndum til íslands, auk þeirra sem taldar eru í liðunum A. B og C, gizka eg á að ekki geti farið fram úr 300,000 íslenzkum krónum árlega. Þessar upphæðir, samtals 2.8 miljónir íslenzkra króna árlega, ber nú að draga frá þeim 9.3 miljónum, sem eg hefi gizkað á, að við greiðum árlega í erlend- um gjaldeyri umfram það, sem við greiðum fyrir innfluttar vör- ur. Útkoman verður þá, að við verðum að greiða sex og .hálfa miljón íslenkra króna árlega í erlendum gjaldeyri til annara landa umfram það, sem verzl- unarskýrslumar sýna, að við greiðum fyrir innfluttar vörur. Til þess að endurskoða þess- ar ágizkanir er fróðlegt að athuga nokkrar tölur: Á 6 árum, 1926—1931, höfum við flutt inn, samkvæmt verzl- unarskýrslunum og áætlunum hagstofunnar, vörur fyrir sam- tals h. u. b. 361 miljón króna. Á sama tíma liöfum við flutt út vörur fyrir samtals 372.5 milj- ónir króna. Gjaldeyrisafgang- urinn af vöruverzlun þeirri, sem verzlunarskýrslunar ná til, ætti þá að vera fyrir þessi 6 ár sam- tals h. u. b. 11.5 miljónir króna. 1. janúar 1926 áttu bankarnir Landbankinn og íslandsbanki innLí erlendum bönkum h. u. b. 5.3 miljónir ísl. króna. 31. dez. 1931 skuldaði Landsbankinn og Útvegsbankinn erlendum bönk- um (lausaskuldir) h. u. b. 9.6 miljónir ísl. króna. Þessar upp- hæðir samanlagðar sýna, að bankamir hafa á þessum 6 ár- um' þurft á 14.9 miljónum meira að halda í erlendum gjaldeyri. Á sömu 6 árum hefir riíkis- sjóður tekið ný lán erlendis, sem nema samtals, eftir því sem mér er frekast kunnugt, rúmum 20 miljónum ísl. króna. Sú upphæð hefir þó ekki fengist óskert inn í landið. Eg áætla, að óskert hafi verið til umráða af þeirri fúlgu 18 miljónir ís- lenzkra króna í erlendum gjald- eyri. Þessar 3 upphæðir samanlagð ar nema 44.4 miljónum íslenkra króna. Á sömu sex árum hefði sam- kvæmt áætlun minni um ár- legar greiðslur í erlendum gjald- eyri nettó, umfram það, sem ið greiðum fyrir innfluttar vör- Jr samkvæmt verzlunarskýrsl- unum, samanlögð upphæð þess- ara greiðslna átt að vera 39 miljónir íslenzkar krónur. Hér kemur fram mismunur, sem nemur 5.4 miljónum ísl. krónum, þessi 6 ár, eða h. u. b. ein miljón króna árlega. Þetta bendir í þá átt, að áætlun mín sé ekki rétt, ekki nógu há. Enda hefi eg viljað áætia alt mjög gætilega. Og mig grunar, að einstakir menn og stofnanir hafi á þessu tímabili fengið er- lend lán, sem nema meira en greiðslur af slíkum lánum. Eg hefi eftir þessa niðurstöðu samskonar tilfinningu eins og skólapiltur, sem hefir skilað reikningsdæmi með rangri út- komu. Eg skila því samt. Nú bið eg þá, sem betur kunna, að spreyta sig á að leiðrétta reikn- inginn og fá réttari útkomu. Aðal-tilgangur minn er að vekja eftirtekt á atriði, sem mér finst hafa verið veitt of lítil athygli á Islandi til þessa. Ef þetta greinarkorn gæti orðið til þess að ýta undri það, að farið væri að gera áætlanir um árlegan greiðslujöfnuð okkar við önnur lönd, þá er eg ánægður. Gerir minna til þótt þessi byrjunartil- raun reynist ófullkomin. Kaupmannahöfn í febrúar 1932., —Eimreiðin. V -------------- ÞINRÆÐI í ENGLANDI Það munu margir ætla að stjórnskipulag vort sé að öllu verulegu hið sama og í Eng- landi úr því að höfðatalan á þingi ráði því hver flokkur situr í völdum. Ekkert er þó fjær sanni. Enska skipulagið er ein kennilegt sambland af höfð- ingja, og lýðstjórn, sem hefir sinn sögulega uppruna og engin þjóð getur apað eftir. Dr. rer. polit. Hans-Siegfried Weber hefir lýst þessu í smágrein, sem tekin er upp úr “Die Auslese” l (janúar) : Stjórn og stjórnarandstæð- ingar hafa ætíð komið fram í Englandi eins og drenglyndir keppinautar í leik. Hvorugur getur án annars verið, en báðir stefna að einu og sama marki: vexti og viðgangi breska ríkis- ins. Um það eru báðir sam- mála. Þetta kemur og strax í ljós við þingsetninguna, því þá gengur foringi stjómarandstæð- inga við hlið forsætisráðherrans fyrstir allra í hátíðlegri skrúð- göngu. Þá er ætlast til að þing- ið í heild virði þjóðarviljann og að enginn verulegur ágreining- ur verði um aðalmarkmiðið. Síðan á dögum Cromwells hafa höfðingjar haldið á stjórn- artaumunum með fastri hendi. Þingræðið var upprunalega í höndum tveggja flokka aðals- manna, “torýa” og “whigga". — íhaldsflokkurinn studdist að- allega við borgaaðal, en báðum flokkum hefir komið liðsauki úr flokki almennra borgara, því afreksmenn eru allajafna sæmd- ir aðalstign. Ensku lýðstjórn- inni hefir ætíð verið það ljóst, að hún er að öllum uppruna höfðingjastjórn og þeim grund- velli yilja engir raska heldur blása nýju lífi í hann eftir kröf- um hverar aldar. Og þó verð- ur ekki sagt að enska höfð- ingjastjórnin sé í höndum sér- stakrar stéttar, eða bundin neinum föstum kreddum, því fylgst hefir hún með lífinu og þroskast eftir þörfum tímans. — En þrátt fyrir þetta helst þó altaf hið sama snið og sami andinn, sem virðir fornar venjur og brýtur ekki í bág við þær nema nauðsyn krefji. Aðallinn yngist stöðugt við það að af- reksmenn úr öllum stéttum fá aðaltign, en nýju aðalsmennirn- ir halda engu síður gömlum aðalssiðum en þeir sem eldri eru í tigninni. Flestir Norðurálfubúar halda að aðall sé eingöngu bundinn við ættir og arfgengur. Hins- vegar vita menn að synir kon- unga eða fornra aðalstétta geta vel verið úrhrök og synir al- þýðufólks ágætismenn og sann- ir höfðingjar. — Englendingar líta öðruvísi á þetta. Þeir hafa yfirleitt djúpa virðingu fyrir af- reksmönnum, hvaðan sem þeir koma. Enska alþýðan má heita laus við alt hatur til þeirra sem hátt eru settir og ber virðingu fyrir háttum og fornum siðum höfðingja sinna. Það má segja að hún hafi að mörgu leyti höfð ingjaskap og innræti, elski það sem sterkt er og heilbrigt og þekki sína yfirburði. — Afleið- ing þessa er að höfðingjastjórn og lýðveldi renna saman í Eng- landi í eina sameiginlega heild. Þess vegna segir sagnfræðingur inn Macauly með fullum rétti: “Enska lýðveldið var frá fyrstu höfðingjastjórn og enska höfð- ingjastjórnin er frjálslyndari en nokkur önnur í heiminum.’’ Þingræðisskipulagið á megin- landi Norðurálfu er að miklu leyti sprottið af misskilningi á ensku stjórnarfari. Þingræðið þar er í engu líkt hinu enska nema að nafni til og hvergi hefir það gefist vel nema í Englandi. enda skort alla þá formfestu og siðaþroska sem einkennir enskt stjórnarfar. Englendingar hafa enga stjórnarskrá og byggja alt sitt stjórnarfar á landsvenju og fornum sið, en öll hin Norður- álfuríkin hafa skrifaðar lítt sveigjanlegar stjórnarskrár og styðjast lítt við fornar venjur. Þó þær hafi skipulag sitt á papp- írnum, þá hefir þeim ekki tekist að ná því nána sambandi milli fólks og stjórnarfars sem er að finna í Englandi. Þó ensku stjórnarmálamönn- unum sé það í eðlið borið að fara eftir fornum venjum þá tekst þeim eigi að síður að yngja þær smám saman upp, að beita þeim og bæta við þær eftir því sem þörfin krefur, hinsvegar nema þéir fátt af því gamla úr gildi. Það er eins og fortíð og nútíð renni slitalaust saman hjá þeim. Enskur höfðingi hefir frjálsari höndur en flestir aðrir og alla- jafna meiri skyldurækni en hinir sem ekki þekkja annað göfugra takmark en að krækja í hags- muni fyrir sína stétt eða sinn flokk — á kostnað annara. Það eru slíkir menn, sem fylla þingin í hinum löndunum og lýstjórnin þar er ekki annað en reipdráttur og hrekkjabrögð eiginggjarnra, einsýnna stéttaflokka. Þessi kot- strandarkvikindi ráða minstu í Englandi. Þar er forustan yfir- leitt í höndum úrvalsmanna, höfðingja, sem skarað hafa fram úr öðrum.—Lesb. Mbl. Við Dauðans Dyr.” Nýlega bar það við í Rúmen- íu, að flokkur yfirforingja í hernum ók um göturnar í borg einni í bifreið. Voru þeir við skál og með grammófón. Spil- uðu þeir í sífellu sömu plötuna, en textinn á henni byrjaði: “Við dauðans dyr”. Alt í einu óku yfirforingjarnir yfir járnbrautar- teina, en í því kom lest og rann á bifreiðina. Fórust þeir allir, yfirforingjarnir, en grammó- fónninn bjargaðist út fyrir brautarteinana, lá þar og lék á- fram: “Við dauðans dyr.”t —Alþb. GULLINNLAUSN. Basel 11. júlí Ráð Alþjóðabankans, -— en í því eiga sæti fulltrúar 10 þjóða, —hefir samþykt einróma álykt- un þess efnis, að ráðið mæll með því, að þjóðirnar, sem horf- ið hafa frá gullinnlausn, hverfi aftur að henni, eins fljótt og auðið er, því það verði bezta ráðið til lausnar á heimskrepp- unni. Á meðal þeirra, sem hafa skrifað undir áskorunarályktun þessa, er Montague Norman, forstjóri Englandsbanka. Eru taldar sterkari líkur til þess nú, að Bretland hverfi aftur að gull- gullinnlausn.—Alþb.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.