Heimskringla - 17.08.1932, Page 6

Heimskringla - 17.08.1932, Page 6
6 BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 17. ÁGÚST 1932. Á HASKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir GEORGE A. HENTY Bathrrst hafði talað við hana oftar en einu sinni kvöldið áður, og spjallað við hana um hitt og þetta þá um morguninn, en henni fanst hann vera alt öðru vísi nú en fyrrum. Hún gat eiginlega ekki gert sér grein fyrir hver múnurinn var, en munur var samt til. Hann var jafn viðfeldinn og glaður, en henni fanst hann nú tala við sig eins og vinur talar við vin, og réði hún af því, að héðan í frá yrði hann vinur en ekkert annað, og að liðna tíðin og þær hugmyndir sem henni fylgdu, væri grafin og gleymd og að hann ætlaði aldrei aftur að rýna í þann kafla sögu þeirra. Bathurst gekk á milli þeirra kvenn mann- anna, til að hughreysta þær og reyna að láta þær gleyma tímanum, en það gekk tregt að því er snerti Mrs. Hunter og dóttur hennar, er báðar voru sorgbitnar mjög og veiklaðar orðn- ar bæði á sál og líkama. Stöku sinnum settist og Bathurst hjá syni Por Sing, er kosið hafði að vera í bátnum með Bathurst. Til að sjá voru bátarnir eins og fljótandi laufskálar, því hvelfing úr trjá limi og hrísi hafði verið gerð yfir báða bátana frá enda til enda, er þénaði til hvorttveggja í senn, skýla fólkinu fyrir sólarhitanum og hlyja þá sjón þeirra er á ferð væru á bökkunum. “Þú ert einhvernveginn ekki með sjálfum þér’’, sagði doktorinn við Bathurst þgar leið á daginn. “Mér sýnist alt ganga vel. Það hefir ekki einn einasti bátur farið eftir fljótinu, og ræðurunum ber saman um að við munum ná til Cawnpore og fara þar framhjá stuttu eftir miðnætti, ef við getum haldið sömu ferð og nú.’’ “Já, eg er éinhvernveginn utan við mig,’’ svaraði Bathurst, “og áhyggjufyllri, en eg hefi verið nú æðilengi. Það er eins og eg viti af hættu^ sem vofi yfir, en hvernig og á hvaða hátt, það get eg ekki gert mér grein fyrir. Eg held eg sé farinn að verða hjátrúarfullur, því mér finst endilega að Rujub viti af hættunni og að hann sé altaf að reyna að koma mér i skilning um það. Eg veit að við getum ekkert gert, og að við getum ekki gert tilraun að sleppa, á annan hátt, nema ef við vildum fara. á land og reyna að komast fótgangandi, en það væri vitstóla-æði, eins og ástatt er. Eg veit líka að þessi maður getur á einhvern hátt haft áhrif á huga minn úr fjarlægð, eins og hann sýndi í fyrra kvöld, er hann lét mig ganga til fundar við sig hjá húsrústum mín- um. En sé hann að reyna að tilkynna mér eitthvað nú, þá tekst honum ekki að gera mér það skiljanlegt. Máske hann viti ekki fyrir vissu sjálfur í hverju hættan er fólgin. Getur líka verið að hann sjái engin ráð til að afstýra henni. Það getur líka verið að hugur manns sé meðtækilegri fyrir hug-sendingar að næturlagi þegar alt er hljótt, heldur en um hádag og mitt á meðal annara og þegar mað- ur hefir altaf eitthvað til að hugsa og tala um. Hvernig sem því er varið finst mér eg vita af nálægri hættu.’’ “Eg skil ekki í að hættu þurfi að óttast fyr en við komum í grend við Cawnpore,” svaraði doktorinn. “Þar er að búast við henni, — að þar sem menn á njósn um bátaferðir, og ef til vill, að þar séu varðmenn á bátum á fljótinu. Það er ekki ólíklegt að Sepoyjar hafi sent boð til Nana Sahibs, í gær, að við værum búnir að gefast upp og að við ætluð- um niður eftir fljótinu í dag, en eg get ekki séð að neitt sé að óttast fyr en heim undir borgina kemur. Ef bátar skyldu koma til móts við okkur í dag, vona eg að sonur Por Sings geti unnið þá til að láta okkur sleppa, því bú- ' endurnir við fljótið hér í grendinni ættu að vera fúsir til að hlýða þeim Oude-höfðingjum. Og sleppum við fram hjá Cawnpore vona eg einnig að búendur allir við fljótið fallist á að fylgja ráðum þessara höfðingja og veiti okkur fararleyfi. Nei, hættan er öll í Cawnpore, og þar er hún líka mikil, svo mikil, að eg hefi verið að hugsa um hvert ekki mundi ráðlegt að fara fótgangandi um skóginn fyrir handan fljótið frá borginni, og koma ekki að fljótinu aftur fyr en mílu eða meir fyrir neðan borg- ina.’’ “Það er gott ráð,’ svaraði Bathurst, “en ef þeim tækist nú að stöðva bátana og finna þar sjúklingana, þá mundu þeir drepa þá alla. Eg held við getum ekki yfirgefið þá, og eg efa líka að Miss Hannay fengist til að yfirgefa frænda sinn, hvað litla stund sem væri.” “Eg held nú að það þurfi ekki að koma til þess,” sagði doktorinn. “Sjúklingamir, sem ekki geta gengið, eru ekki nema sjö talsins, majórinn og tveir aðrir menn, og Mrs. Forsytli og þrjú börn. Við höfum með okkur átta vinnumenn, að auki erum við hvítu mennimir og sonur Por Sings og félagar hans. Með þessum mannafla ætti okkur ekki að vera vorkun að bera sjúklingana gegnum skóginn. En farangrinum verðum við að kasta, svo að ræðararnir verði í bátnum tómum, ef þeir skyldu verða gripnir. Skaðinn er ekki tilfinn- anlegur, því það hafa allir nóg af fatnaði utan á sér til að komast af til Allahabad, og þar er vandræðalaust að fá nýjan klæðnað að vistir.” “Eg held þetta sé fyrirtaks gott ráð, dokt- or,” svaraði Bathurst, “og skal eg nú undireins spyrja Murad, son Por Sings, hvert hann og þeir félagar vilji hjálpa okkur að bera sjúkl- ingana. Vilji hann gera það skulum við stýra yfir að hinum bátnum og leggja borð við borð á meðan við tölum um þetta við Doolan.” Þetta var þegar gert og gekk alt að ósk- um, að því er snerti undirtektir í þessu máli. Það kom enda ekki fram ,ein einasta kvörtun yfir þeirra fyrirætlun að sökkva öllum far- angrinum í fljótið. Alt til þess kviðu allir fyrir að fara fram hjá Cawnpore, og fagnaði því hver um sig yfir þessari ráðagerð, enda var sýni- legt að glaðnaði að mun yfir öllum eftir að þetta hafði verið afráðið. Það var eins og ef þungri torfu hefði verið velt af hverjum ein- stökum. Það var ákveðið að lenda einhversstaðar þar sem skógur og hrís hengi fram yfir fljóts bakkann til beggja handa og þar sem nóg væri af nýgræðings-trjám til að fella og gera börur úr fyrir sjúklingana. Báðum bátunum var haldið svo nærri eystri bakkanum, sem framast varð, en hér og þar voru grynningar svo miklar, að fara þurfti með köflum nálægt vestur-bakkanum Þegar svo stóð á var tekið fyrir allar viðræður og lét enginn á sér bera á meðan, því “oft má af máli þekkja manninn, hver helzt hann er, og það þurfti nú að forðast umfram alt. Svo rann sól til viðar, að ekert gerðffet. Klukkustund síðar hittist svo á að bátarnir voru að þræða eftir ál nálægt vestri bakkanum og var þá venja þögn á bátunum og majórinn var sofnaður, en Isabel sat þá við hliðina á Bathurst og ræddu þau saman ofur lágt. Bát- arnir voru ekki nema rúma tuttugu faðma frá bakkanum þegar þar var alt í einu hrópað: “Hvaða bátar fara þar?” “Fiskibátar á ferð niður eftir fljótinu,” svaraði einn ræðarinn. “Komið þið upp að bakkanum, við þurfum að skoða bátana,” var kallað af landi. Eftir augnabliks hik sagði doktorinn á Hindúa-máli: ‘Haldið áfram, piltar!’’ Og í sömu svipan tóku þeir árar-togin og héldu á- fram, en um leið hrópaði Murad: “Við þurfum að flýta okkur,” og bætti svo við í lágum róm, að ræðararnir skyldu nú róa alt sem af tæki og draga ekki af sér. “Stöðvið bátana, eða við skjótum!” kom í skipandi rödd af landi, en enginn á bátunum gaf því gaum. Þegar bátarnir voru framundan þeim, sem kallaði af landi, heyrðu þeir á bátunum, að skip- að var að hleypa af og í sömu svipan riðu aí sex fallbyssu skot, og um leið riðu skot af fjöl mörgum rifflum. Sumt af kúlunum kom í bátana og særði og drap marga, en laskaði bátana sjálfa. Reis þá upp ofboðslegt neyðar óp, en alt lenti í stjórnleysi á bátunum. Ræð- ararnir flestir voru dauðir og rak nú bátana hvert sem vera vildi, en riffla skothríðin, buldi á þeim uppihaldslaust. Þegar fyrsta skothríðin reið af, rak Bath- urst upp hljóð, réttist upp úr sætinu og steypti sér útbyrðist, og svo gerðu margir fleiri, af báðum bátunum. Hann stakk sér og synti í kafi, eins oft og lengi og hann framast gat, og linaði ekki ferðina fyr en hann bar upp í grynningarn^r við austur-bakkann. Eftir þeim skámlaði hann þangað til þur sandeyri tók við. Þar féll hann endilangur í sandinn, gersamlega máttþrota. Átta eða tíu menn náðu upp á eyrarnar meðfram fljótinu í einum hóp, um sama leyti og Bathurst. Voru þeir á hlaupum eftir eyrinni þegar hleypt var af fallbyssunum aftur, og í þeirri hríð féllu þeir þar, að tveim- ur eða þremur undan teknum. Nokkur riffil- skot riðu af enn, en í því var hrópað, að hætta, skyldi að skjóta og í sömu svifum heyrðist ára glam við vesturbakkann, og mátti greina, þó dimt væri orðið, að Hindúa “julla” var að róa annan bát þeirra flótta mannanna í iand. Bathurst reis á fætur er minst varði og reyndi að hlaupa upp að bakkanum, en hann reikaði nú eins og ölvaður maður, og þegar hann var kominn upp að yztu hrís-runnunum féll hann í ómegin. Um leið og hann féll komu þrír menn fram úr hrísinu og gengu til hans og drógu hann með sér inn í hrísið. Um leið og þeir hurfu inn í runnann heyrðu þeir átakan- legt óp frá vestri bakkanum. í sömu and- ránni riðu þar af sex riffilskot, en svo sló öllu í þögn. Það var ekki fyr en eftir einar fimtán mínútur að Bathurst fór að vita af sér aftur. Tók hann fyrst eftir að einhver var að nudda höndur hans og bringu. “Hver er þar?” spurði hann. “Æ, ert það þú, Bathurst!’ 'heyrði hann Wilson segja. “Mér fanst það endilega vera þú, en það er svo koldimt hérna í hrísinu, að maður sér ekki handa skil. Hvar ertu særð- ur?” “Eg veit það ekki,” svaraði Bathurst. “Mér fanst eg sleginn af þrumufleyg þegar eg kom upp úr fljótinu, en eg get ekki sagt að eg sé særður.” “Jú, þu ert nú virkilega særður einhversstaðar,” sagði Wilson. “Hreyfðu höndur og fætur.” Bathurst gerði það, og sagði svo: “Nei, eg held eg sé ósár alveg, en sé eg særð- ur hugsa eg helzt það sé á höfðinu. Mér finst eins og eitthvað volgt sé aftan á háls- inum á mér.” '“Hamingjan heij! Þú getur rétt til,” svaraði þá Wilson. “Kúlan hefir snortið hvirfilinn og rist- svo hörundið fram undir ennið. En inn úr höfuðskelinni hefir hún ekki gengið, úr því þú getur þó talað.” “Hjálpaðu mér á fætur!” sagði Bathurst, en hann snar-svimaði, er hann reis upp, og honum fanst hann vera úti á þekju. “Hverjir eru hér hjá þér?” spurði hann. “Tveir Hindúar, og eg held annar þeirra sé sonur höfðingjans”, svaraði Wilson. Bathurst ávarpaði þá svo á þeirra tungu og frétti fljótt, að Wilson gat rétt til. Undireins og Murad vissi sað orð hans voru skilin leysrí hann frá skjóðunni og jós fáryrðum mörgum yfir landsmenn sína, er þannig höfðu gert fyr- irætlanir þeirra og föður síns að engu. “Við skulum sleppa að tala um það þang- að til betur blæs”, sagði Bathurst. “Það sem nú liggur mest á, er, að ræða um hvað gera skal. Hvað hefir gerst síðan við náðum til lands Wilson?” “Það mátti heita að okkar bátur brotnaði í tvo jafna hluti, og var hann að sökkva, er eg hljóp útbyrðis,” svaraði Wilson. “En ykkar bátur hangdi saman og er nú búið að róa hann í land vestan megin fljótsins.” “Heyrðir þú nokkuð, er það var gert?” spurði Bathurst. “Eg heyrði konurnar hljóða upp yfir sig,” svaraði Wilson og var tregt um mál. “Svo heyrði eg nokkur skot, en síðan ekkert.” Bathurst stóð þögull og hugsandi um stund, en sagði svo: “Eg held þeir hafi ekki myrt kvenfólkið. Þeir gerðu það ekki í Cawn- pore, og þangað munu þeir fara með okkar kvenfólk. En karlmennina alla og sjúklingana hafa þeir eflaust myrt. Látum okkur sjá,” og hann sökti sér niður í hugsanir sínar á ný. “Við verðum að gera eitthvað, Murad,” sagði hann svo. “Faðir þinn og vinir hans lögðu drengskap sinn við, að okkur skyldi borgið til Allahabad. Það hefir nú misfarist, en það er ekki skuld hans eða ykkar, því hann gat ekki vel gert meira en hann gerði. Af hópn- um sem hann tók til fanga eru nú ekki eftir á lífi nema Mr. Wilson og eg, að því er okkur er kunnugt. En ertu viss um, að fleiri hafi ekki náð til lands?” “Hinir voru allir drepnir. Við einir erum eftir”, svaraði Murad. “Eg vil nú hverfa aftur til föður míns, er þá mun tafarlaust fara til Cawnpore og heimta hefndir.” Robin FI/OUR ÚR ÞESSU MJÖLI FÁST FLEIRI OG BETRI BRAJJÐ Ijúft að láta lífið, ef eg með því leysti hana.” “Vel veit er það, Wilson, en þú létir lífið án þess henni kæmi að nokkru liði”, svaraði Bathurst. “Meira að segja, yrðir þú eftir léti eg mitt líf líka, en þá væri úti um alla von til að bjarga Miss Hannay. Eg tala tungumál innlendra eins rétt og reiprennandi og sjálfir þeir, og skil alla þeirra háttu og siði. Eg get verið óhultur og farið allra minna ferða mitt á meðal þeirra, án þess að vekja minsta grun. Þetta væri ómögulegt, ef þú værir með, því í fyrsta skiftið sem Hindúi ávarpaði þig kæmist upp um okkur. Vandræði mín yrðu hundrað- falt meiri, ef þú værir líka, frá hvaða sjónar- miði sejn það er skoðað. Það er líka óþarft þess vegna, að brögð mega meira nú en hnefa- rétturinn eða vopnfimi. Væri öðruvísi ástatt mundi eg með þökkum þyggja iið þitt, en eins og ástatt er, er það bókstaflega ómögulegt. Ef nokkru verður um þokað hlýt eg að gera það einsamall. Takist mér að ná til Miss Hannay og bjargá henni, skal eg undandráttarlaust láta hana frétta um löngun þína að hjálpa. í millitíðinni verður þú að hraða ferðum til Alla- habad og takist mér ekki að bjarga henni nú, þá gefst þér og herflokkinum sem þú verður með, tækifseri til þess þegar þið komið hingað eða þá að hefna hennar eða okkar beggja, ef við og allir hvítir menn hér verða búnir að láta lífið þegar þið komið. Svo ekki meira um þetta, en nú vil eg biðja þig og ykkur að binda um höfuð mitt, því eg er afllaus af blóð- missi. Eg ætla að fara úr skirtunni og skuluð þið rífa hana sundur og gera úr henni sára- bönd. Mér er líka heppilegast að skilja hér við Norðurálfu búninginn, en vera bara í Hind- úa klæðunum, sem eg hefi næst mér." Þeir Murad og Wil^on bundu nú svo vel sem varð um sár Bathursts og að því búnu héldu allir af stað inn í skóginn og stefndu burt frá fljótinu, en eftir fjögra stunda göngu komu þeir að því aftur og voru þá tvær mílur fyrir neðan Cawnpore. Þar skildu þeir, því hér sagðist Bathurst bíða dags og lita svo hör- und sitt er birti. “Það er sorglegt að skilja þannig við þig,” sagði Wilson og gat varla talað fyrir harmi”, einkum af því við erum einu mennirnir, sem eftir stöndum af öllum hópnum í Deennugg- hur. Hörmung er að hugsa um, að allir hinir skuli komnir veg allrar veraldar. Blessaður karlinn hann majór Hannay, doktorinn, Rich- ards, og alt kvenfólkið og börnin! Allir, allir farnir, og við bara tveir eftir. Það er nýðings- legt að skilja þannig við þig.” “Það getur þú gert seinna, Murad,” svar- aði Bathurst. “Fyrst er að efna loforð þitt. Eg fel þér nú á hendur að ábyrgjast líf Mr. Wilsons til Allahabad. Þið verðið að fara af stað undireins, því það er líkast að þeir sendi menn hingað frá Cawnpore strax og birtir, til ■ að vita hvert einhverjir hafa ekki feomist af og séu í felum í skóginum. Þið verðið að komast svo langt áleiðis í nótt, sem verður, og undireins með morgni verðum þú að fara heim í eitthvert þorpið og kaupa hér lendan fatnað handa Wilson og lita hann svo og búa sem hérlendan mann, og halda svo á- fram af kappi.” “Þetta skal eg gera,” svaraði Murad, “en hvað um þig sjálfan?” “Eg fer til Cawnpore og geri tilraun að bjarga þeim af okkar hóp, sem þar kunna að vera á lífi,” svaraði Bathurst: “Eg er í hérlendum búningi innanundir mínum fötum, af því eg bjóst máské við að bregða mér á land áður en til Cawnpore kæmi, til að njósna. Eg hefi því alt með mér, sem á þarf að halda. til að umhverfa mér í Hindúa.” “Hvað ertu að segja honum, Bathurst?” spurði Wilson. “Eg er að segja Murad að fara með þér til Allahabad tafarlaust,” svaraði Bathurst, “en sjálfur fer eg til Cawnpore og verð þar eftir.” “Verða þar eftir! Ertu vitstóla, maður?” varð Wilson að orði. “Nei, Wilson, ekki er það. Eg verð hér eftir til að fregna ef nokkur af okkar hóp eru á lífi, og sé svo, þá að gera tilraun til að bjarga þeim. Rujub er þar, og eg er sannfærður um, að hann hjálpar mér.” “En sé þér fært að verða eftir í Cawnpore, Bathurst, þá er mér það fært,” svaraði Wilson, “og sé Miss Hannay á lífi, en fangi, væri mér “Talaðu ekki svona, Wilson,” sagði Bath- urst. “Þú veizt eins vel og eg, að það er mér en ekki þér að kenna ,að við hljótum að skilja í þetta sinn, af því það er svo grenilegur hag- ur þess málefnis, sem við báðir berjumst fyrir. Þetta hlýtur þannig að vera, svo þú mátt ekki hika. .Vertu sæll, vinur, guð sé með þér! Vertu sæll, Murad! Seg föður þínum að eg viti að á honum hvíli ekki minsti skuggi af sviknum loforðum, eða rofnum eiðum.” Að svo mæltu snéri Bathurst frá þeim og stefndi inn í þétt- an hrísrunn, en þeir Wilson og Hindúarnir gengu af stað niður með fljótinu, og var Wil- son svo þungt, að hann reyndi ekki að koma upp orði. 19. Kapítuli. Þegar Bathurst var orðinn einn eftir fleygði hann sér niður í grasið, nær yfir kom- inn af gremju og sorg. “Því fékk eg ekki að fara með hinum", hugsaði hann. “Því mátti eg ekki deyja á meðan eg sat við hlið henn- ar?” Þannig lá hann hugsandi í klukkustund en reis þá á fætur og sá bláma fyrir degi í austri. “Það verður orðið bjart eftir klukku- stund”, hugsaði hann og lagðist niður aftur. Alt í einu hrökk hann við. Hafði einhver tal- að, eða var það hugarburður. “Bíddu þangað til eg kem!” Hann heyrði þessi orð greini- lega, öldungis eins og hann áður hafði heyrt hugarsending Rujubs. “Það er Rujub, efalaust,” hugsaði hann. “Það var hans rödd áreiðanlega, en hvernig er því varið, að ^iann getur Iátið mig heyra til sín á þennan hátt. Eg bíð, það er sjálfsagt — þessi orð sýna að hapn er að hugsa um mig. og eg er sannfærður um að hann hjálpar mér, enda gagn að því, því einsamall get eg ekki neitt.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.