Heimskringla - 17.08.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 17.08.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 17. ÁGÚST 1932. HEIMSKRINGLA 7 BLAÐStÐA ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Fólkið í húsinu var flest kom- ið á fætur og morgunverður- inn beið tilreiddur. Eg spurðist fyrir um hvar Benedikt Sveins- son væri til heimilis í bænum, þurfti að finna hann, áður en þingfundur byrjaði þenna dag. Var mér sagt, að hann héldi tii hjá Þorbjörgu systir sinni, sem var og hafði í fjölda mörg ár verið ljósmóðir og kenslukona yfirsetukvenna í bænum, þá var mér og vísað á hús hennar svo eg gat ekki á villst. Við Jakob höfðum mælt okkur mót við Þinghúsið rétt áður en þingiö byrjaði þenna dag, og hinsvegar átti eg að mæta Jóni Trausta við prentsmiðju ísafoldar kl. 4 þenna sama dag og nú var því nóg að hugsa um, og hafa fyrir stafni. Eg fann hús Þorbjargar Sveinsdóttir og spurði eftir Benedikt, kom hann þegar til dyranna og bauð mér inn eins og heima væri. í þessu húsi var fjöldi af fólki og alt á fleygi ferð, ekki af þjáningum efnishyggjunnar svo áberandi væri. Húsið var fult af andlegum fossaföllum, svo meinlausar ungmeyjar frá efstu jökuldölum staddar þarna til að læra yfirsetufræði, flutu nú kaf- rjóðar á boðaföllum andlegrar útþenslu, yfir velferðarmálum lands og þjóðar. Naumast hafði hurðin verið lögð aftur á eftir mér, þegar eg tókst á loft og sogaðist af mælskuríkum sann- færingarkrafti húsfreyunnar nokkurn veginn upp í fangið á henni, og skildi eg að Einar Benediktsson, sem þar var staddur hafði kveikt á kindlin- um. Enginn þurfti að kynna mér húsfreyjuna, því annað- hvort var hún prýðilega kvenn- leg smásýn, af andlitinu á Bene- dikt bróður hennar eða hann var karlmannleg uppfylling af andlitinu á henni, og’ekkert er algengara en það, að systkini séu lík ásýndum. En að and- lega atgerfið skuli á öllum svið- um vera svo hnífjafnt grundvall- að að jafnvel háskólamentun geti ekki með sínum fulla þunga hallað metaskálunum þó að- stoðarlaus eðlisþroskinn sytji á hinni skálinni. Það var kunn- ugra mál að Benedikt með allri sinni framsjó.n og afburða mæl- sku færi hvað eftir annað hall- oka^fyrir skýrum og stanzlaus- um rökum Þorbjargar, og heyröi eg þess nokkurn vott meðan eg stóð þar við. Þar sé eg þá aftur Ólafíu Jóhannsdóttur náfrænku þeirra systkina, og fósturdóttur Þorbjargar, og furðaði mig ekki framar þó hún brigði ekki litum frammi fyrir mælsku minni, þegar eg studdi hana til fulltrúa á Þingvöllum. Engar smáar viðsjár mundu stjórna iblóð- þrýstingi hennar sem var upp- alin í þessari andlegu gæðinga- höll. Það hvortveggja var auð- séð, að hún var öllum á heim- iiinu kær og hitt var hitabylgjur málefnanna skipuðu henni sæti. Slægi hún á strengina þá lækk- aði altaf hitin í' húsinu um margar gráður. Hún var svo hógvær að andstæðunni fellust hendur og vantreysti snöggvast sínum málstað. Tryggð í dölum, bjó með hetjuhreysti, sagði séra Matth. Jochumsson í einu ættjarðar- kvæði sínu. Mér fanst eg sjá þær systrurnar tryggð og hrey- sti sem forstöðu dísir á skaps- munabúi Þorbjargar Sveinsdótt- ir. Tíminn var liðinn og eg varð jBenedikt Sveinssyni samferða að Þinghúsdyrunum. Fljótlega var Jakob kominn þar og völd- um við okkur sæti á áhorfanda- pöllum neðrideildar þingsins. Með því sem þingið hafði veriö sett daginn áður, þá var fremur lítið um að vera, mest kosið í nefndir og málum raðað niður til meðferðar. Einhvem þén- ustuviljugann náunga höfðum við hjá okkur Sem sagði okkur nöfn þingmanna eins og forvitn- in kallaði eftir. Faðir minn hafði keypt Alþingistíðindin alt af frá árinu 1874, og eg eftir hans dag, svo eg var mjög vel kunnugur framkomu þing- manna á undanförnum árum. Það vó því stöðugt salt í huga mínum þegar eg nú sá menn- ina hvað mér þótti svipur og persóna sumra þeirra svara lítið til þess, sem eg hafði búist við, og vanist miklu góðu af, og aðrir bera með sér vit og vel- vild sem mér hafði þótt þvælast fyrir og alstaðar vera óþarfir eða sitja mest undir konunginum. Auðvitað fell framkoman og svipurinn í ljúfa löð við baráttu margra þeirra á undanförnum árum. Einna mest brást mér andlitið á séra Eiríki Briem. Þar átti eg von á stórfríðu og hágáfulegu andliti, og hafði eg oft þráð að sjá hann. Hvað eftir annað rengdi eg manninn sem tjáði mér hver hann væri. Mér fanst að andlitið eyðast svo mikið í grettur og hann svo loðinn eins og náttúran hefði búið hann út, til þess að standa af landinu hagl og hafísa og mig langaði til að standa nær honum og koma auga á það sem millibilið hlaut að fela fyrir mér. En mér gafst ekkert tæki- færi til þess. Eg hafði séö þá báða unglinga í skóla, séra Sig- urð Gunnarsson í Stykkishólmi og séra Magnús Andrésson á Gilsbakka, en þeim hafði báðum þroskast sá stórmannlegi svip- ur, sem hafði þeirra drengilegu framkomu á þinginu . Eg hefði getað fært Sighvati gamla Árnasyni beztu myndina af hon- um sjálfum ef eg hefði verið búinn að mála hana, svo líkur var hann því sem eg hafði hugsað mér hann sá ráðhyggni og sanngjarni öldungur. Séra Eggert Pálsson á Breiðabóls- stað þótti mér tilkomumikiil sýnum og hafði eg naumast með það alt að gera, samanbor- ið við framkomu hans á þingi. Guðjón Guðlögsson minnir mig hann héti þingmaður Stranda- sýslu. Mér leizt vel á hann úr bændastéttinni, og óskaði meö sjálfum mér að hann vantaði ekki þekkingu sem svaraði til áræðisins á svip hans. Mig furð- aði á annríki því sem Tryggvi gamli Gunnarsson gat lagt sér til, í þingsalnum. Hann var mest allra, á harðri ferð fram og aftur og tveir unglingspiltar senr þingið hafði ráðið til snún- inga. Þeir virtust ganga nokk- urnveginn eingöngu eftir fyrir- skipun Tryggva og sýndist nrér sem hann nrundi vera aflmesta framkvæmdalvaldið í þingsaln- um, enda einn sá höfðingleg- asti. Það fanst mér á öllu að bændurnir á þingiriu rnundu vera þjóðarþörfinni trúastir, jafnvel þótt þeir væru talaðir í kaf. En til þess fann eg að þeir þurftu að hafa vel ment- aðan og nráli farinn leiðtoga, er tæki þá vel til greina og væri samvinnuþýður utan þingsins. Það var auðheyrt á öllu, að þeir sátu með hælsærin í þing- salnum, og vörðust átroðningi. Og það var sem margir prest- anna þektu þenna sama sárs- auka, enda hafa rnargir þeiira á öllurn tínrum verið hinir þör£- ustu menn á þingi íslendinga. Þegar þingmennirnir stóðu upp til miðdegisverðar, þá flýtti eg mér að útidyrum þinghússins, til að sjá þá betur er þeir gengu út. Hitti eg þar Þórð lækm Tlioroddsen, þann er verið hafði kennari minn á Möðru- völlunr. Þá var hann þingnraö- ur orðinn fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu. Ekki þekti hann nrig og ekkert sanrtal gat spunnist með okkur. Þó fylgdi eg honunr eftir að hóteli í bæn- unr, þar sem margir þingnranna fóru inn til að borða. Man eg að mig langaði til að vera þar nreð til að sjá og reyna fleira, en eg held að peningabuddan mín hafi bannað mér það, enda hafði eg ekki gert ráð fyrir því hjá gistivinum mínum. Frh. BINDING — Smásaga — Frh. “Eg er hræddur unr að hann ætli að rigna upp úr helginni,’’ endurtók Sigurður. Jú, Jói gat fallist á það. Sigurður byrjaði aftur að slá og sló eina brýnu. Hann er nú ekki beint rign- ingarlegur sem stendur, en hann breytir ábyggilega til eftir helgina,” sagði Sigurður um leið og hann brýndi. Jói sam- þykti og þeir slóu næstu brýnu. “Það væri skaði,” byrjaði Sig urður enn, “að láta öll sætin rigna.’’ “Já, það væri skaði,” anzaði Jói. Svo þögðu báðir og héldu áfram að slá. “Jói!" “Hvað?” “Heldurðu að eg mætti biðja •þig að binda á morgun. Það væri klaufaskapur, ef það væri þurt á morgun, að láta alt heyið rigna.” Sigurður þoröi ekki að líta frarnan í Jóa. Það var því líkast, sem hann skamm aðist sín fyrir þessa beiðni. En þrátt fyrir það, var þetta ekki af meðaumkvun með Jóa, né að hann fyndi á neinn hátt til með honum, heldur bjóst hann við að n^grannarnir mundu ef til vill skensa sig og hann sjálfur komast í óálit. En vesalings Jói. Verra kjafts högg hafði hann ekki fengið um æfina. Eina sunnudaginn, sem hann langaði sérstaklega til að rera frjáls, og hann bjóst við að geta notið, átti hann að binda hey; eitthvert versta verk sem hann gat hugsað sér. Jói beit á jaxlinn og roðnaði af gremju; hann langaði til að leggja í Sigurð bónda og berja hann. Þetta var í augum Jóa ósvífni, sem keyrði úr öllu hófi. “Jú, ætli það ekki,” sagði Jói og leit ólundarlega til hús- bónda síns. Hann hafði ekki þrek í sér til að neita því, sem hann var beðinn um. Það var orðið að ávana hjá honum að gera alt að allra geði, neita aldrei neinni beiðni og sam- þykkja alt, sem við hann var sagt. Hann hafði ekki hugmynd um hvað sannfæring og því síður hvað viljaþrek var. Hann var orðinn snildarlega vel tam- ið vinnudýr — vinnudýr eins og bændurnir vilja hafa áburð- ar- og vagnajálka sína. Hann hvorki jós né prjónaði við svipu höggin, heldur spenti alla vöðva til að vinna betur. í þetta skifti gerði hann það að vísu með ólund, en hann rnátti til van- ans vegna, því harin var orðinn of taminn til að geta brotið af sér hlekkina, sem fjötruðu liann. En í sál hans gróf sig úlfúð, næstum hatur gegn Sig- urði, húsbóndanum, sem hélt sál hans, líkama og velferð með járngreipum harðstjórans. Það var hatur, sem að vísu rén- aði við hvern munnbita, sem í hann| var fleygt, en sem óx iíka við hvert ónotaorð og hvert kuldalegt augnatillit. En hatr- ið náði aldrei að sjóða upp úr, vegna vana-hlemmsins, sem breiddur var yfir alt og útilok- aði það, að hinn innri og sanni maður kæmi í ljós, Ijeldur ávalt yfirborðs auðmýkt, breldd blæju svikinnar einlægni. Og nú stóð Jói á móanum i enn verra skapi en nokkru ^inni áður og með lamaða fegurstu draumana, sem hann hafði dreymt í lífinu til þessa. Hjart- að í brjósti hans sló örara, hann heyrði hjartsláttin sjálf- ur, og gremjan óx jafnframt, ekki gremja til neins sérstaks, heldur til alls og einskis; hann var gramur við Sigurð fyrir að Nafnspjöld hafa beðið sig þessa, hann var sjálfum sér gramur, að hafa lofað aðstoð sinni, honum gramdist þýfið og bitleysið í Ijánum, honum gramdist lífiö í heild sinni, en þó allra mest að verða af því að hitta kaupa- konuna frá Geirólfsholti. Hann var órór, næstum friðlaus, svit- inn á andlitinu gaf illa líðan til kynna, og hann langaði til einskis frekar en óska sér hams lauss óveðurs, svo öll sætin gegnblotnuðu og ekkert gæti orðið úr bindingu; en hann þorði ekki að óska slíks, því hann taldi víst, að það væri synd. Og Jói hafði ekkert þrek til að ganga inn fyrir þrep syndarinnar, þess vegna hélt hann áfram að svitna, hann æðraðist yfir óviðráðanlegri forsjón sinni, sem því aðeins var óviðráðanleg, og því aðeins forsjón, að hann óttaðist að glíma við hana. í dag var hann óvenju bölsýnn á lífið. Það hafði rænt hann þeirri sálar- ró, sem einkendi daglegt líf hans og gerði hann hamingju- saman, þrátt fyrir tilbreytingar- leysi venjulegs strits. í slíku skapi barði hann á beinhörðum þúfunum allan dag- inn, og þannig gekk hann til hvílu um kvöldið. En hann sofn aði fljótt, því hann var þreytc- ur, andleg áreynsla jók á lík- amlega þreytu hans. “Jói!” Dr. M. B. Halldorson 41)1 Boyd Bldg;. Skrlfstof usími: 23674 i4tundar sérstaklega lungnasjúk dóma. Er aTJ finna á skrifstofu kl 10—1? f. h. og 2—6 e h FTeimíli: 46 Alloway Ave TalNfml: 331.W DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — At5 hitta: kl. 10—12 * h. og 3—6 e. h. Heimlli: 806 Victor St Siml 28 130 Dr. J. Stefansson 21« M EDIL'AL ARTS ÍILDG. Horni Kennedy og Graham Standar elngiingn augTna- evriM nef- ojf kverka-njflkdAmn Er aTi hitta frá kl. 11—12 f b og kl. 3—6 e. h. Talnfmi: 21S34 Heimili: 638 McMillan Ave. 426S DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Offlce tímar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bklj Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIB LÖGFKÆÐINGAU I á oðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að , Lundar og Gimli og eru þar | að hitta, fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. Telephone: 21 613 J. Christopherson. Islenzkur Lögfrceðingur 845 SOMERSET BLK Winnipeg, :: Manitobv i A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaT3ur sá bezti Ennfremur selur hann allskonar minnísvaría og legsteina. 843 SHEKBROOKE ST. Phones N0 607 WINMFKO Það var rödd Sigurðar, sem Jói heyrði í gegnum svefninn, en Jói var þreyttur og anzaði ekki strax. Hann vkr svo syfj- aður enn þá og lamaður, hann langaði til að sofa ofurlítið enn — þó ekki væri nema fáar inínur. Ef til vill var enginn að kalla, það væri aðeins draumur. Jói var kominn að því að festa svefninn, þegar hann heyrði aftur kallað “Jói!” og nú hærra en áður. “Já," anzaði Jói og opnaði augun. ííú fyrst mundi hann eftir að það var sunnudagur og að hann átti að fara á fætur til að binda. Hann sá Sigurð standa fyrir framan rúmstokk- inn sinn og bíða eftir sér. Eins og grimmur hundur, sem lang- ar, en þorir ekki að þíta, leit Jói á Sigurð, en þegar hann mætti augnaráði húsbónda síns leit hann undan og á úrið, sem lá á borðinu við höfðalagið. Klukkan var langt gengin fjögur. “Hann er dálítið rigningar- legur. Eg held það sé ekki þor- andi annað en fara að binda,” sagði Sigurður, sem fanst hann verða að afsaka þessa áriu fótaferð, þegab hann sá Jóa lita á úrið. Jói anzaði engu, en tók að klæða sig. Sami dapurleikinn og daginn áður hvíldi að nýju eins og farg á honum. Þegar hann var kominn í fötin, gekk hann niður í eldhúsið og sett- ist að kaffibolla sínum án þess aö ojóða góðan dag. Hann tal- aði lítið og gekk svo strax nið- ur á engjar og byrjað! að binda. Hann var einn í bandinu, því Sígurður sótti sjálfur hestana, en kaupakonaji var ekki kom- in á fætur, og þar að auki átti hún að fá leyfi til að fara á skemtunina, eða öllu heldur af- sagði að vinna á sunnudegi, er gerði Jóa enn bitrari í skapi. Þegar kom fram á daginn, birti upp, skýin þokuðu fyrir sóiskininu, og hvaðanæfa sást til fólks, sem þeysti á Hágerð- isskemtunina. Það var líf og fjör í öllu. Karlmennirnir reyndu gæðinga sína á sléttum eyrun- um fyrir neðan Harðarstaði, og það kom ónotalega við taug arriar í Jóa, sem velti sátunum í þýfinu, teveittur og þreyttur. Hversu mjög langaði hann ekki til að sitja á klárnum sínum og þenja hann á töltinu. En hann langaði samt til annars meira. Hann langaði till að fylgjast með kaupakonunni frá Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 Geirólfsholti. Hún var honum alt þessa stundina. Hún var honum bæði guð og djöfull, og þó öllu frekar djöfull, það fann hann bezt í dag, án þess þó að gera sér Ijósa grein fyrir því. Það var hún, sem olli öllum sársauka og söknuði hans, kom honum í ilt skap, gerði hann geðvondan og illan í dag. En hvar var þá þetta góða, sem hún orsakaði? Hvergi. En þó var náið samband á milli þess góða og illa, milli guðs og djöf- ulsins. Jói var einnig geðvond- ur í dag vegna þess, að þessi kaupakona vakti hjá honurn sælutilfinning. Með öðrum orö- um: hann gat því aðeins verið djöfull, að hann þekti guð; ann- ars væri hann ekki neitt. Og eins hlaut það að vera með and- stæðuna, að sá sem var guð, gat því aðeins verið það, að hann þekti djöfulinn. Annars var Jói ekki í hug- leiðingum um guð eða djöfui- inn. Hann lét þá báða afskifta- lausa eins lengi og hægt var, og gætti þess vitandi og óvit- andi að áreita hvorugan. Hann óttaðist þá báða. En hann hugs- aði ýmist um skakkar sáturnar í þýfðum móunum eða kaupa- konuna frá Geirólfsholti. Nú sá hann til hennar og þekti hana innan um stóran hóp af fólkí, sem hélt á skemtunina. Hún reið Grána húsfreyjunnar í Geir- ólfsholti, og Jóa þótti vænt um það; því hann vissi alt of vel að Gráni var ekki lánaður nema vildarfólki húsfreyjunnar. En kaupakonan hvarf og Gráni hvarf með hinum hestunum, og Jói sá ekkert íengur nema skökku sátuniar og mörgu, ennþá óbundnu sætin. Þegar Siguröur kom næsta skifti með lestina, leizt honum ekki á blikuna að sjá meiri- hlutann af sátunum skakkan. Honum fanst slíkt óþarfi og hafði orð á þessu við Jóa. “Eg gat ekki að því gert,” afsakaði Jói sig, “það er svo þýft hérna, að það er ómögulegt að binda óskakka sátu.” “Þú þarft ekki að segja mér neitt um það,” anzaði Sigurður önugur. “Eg get þá bundið, þú getur farið á milli,” bætti hann við, þegar Jói þagði. Frh. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSOX, 18.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. — | MARGARET DALMAN TEACHKH OF PIANO BANNING ST PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúðinu. Simi: 96 210. Heimilis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— R.KKiKr and Pnrnllnre Moviig 762 VICTOB ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fr&iu og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. fslenzkur UÍKfrætUnKur Skrifstofa: 411 PARIS BLDG. Sími: 96 933 ___________________________I DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. TalNfmli 2HHH9 DR. J. G. SNIDAL TANNL.4CKNIR 614 Somernet Block PortaKe Aveniie WINNIPEG BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórl Stillir Pianos og Orgel Slml 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.