Heimskringla - 17.08.1932, Page 8

Heimskringla - 17.08.1932, Page 8
8 BLAÐSIÐA HblMSKRlNGLA WINNIPEG 17. ÁGÚST 1932. Urvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verði bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. við Liggett’s hjá N otre Dame FJÆR OG NÆR. Séra Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjónustu á sunndaginn kem ur, 21 ágúst á heimili Mr. J. A. Reykdal í Kandahar kl. 2. e. h. og í samkomuhúsinu í Grandy- bygð kl. 5. e. h. Verða þetta síðustu guðsþjónusturnar á þess um stöðum á sumrinu. * * * í bréfi til Dr. Rögnv. Péturs- sonar frá séra Benjamín Kristj- ánssyni, dagsettu 12 ágúst, segir að Mr. og Mrs. Kristjánsson hafi þann dag stigið á skipsfjöl í Montreal. Einnig að t'erðin hafi gengið ágætlega til þessa og að þeim líði hið bezta. Biðja þau að bera vinum kveðj- ur sínar. * * * Séra Ragnar E. Kvaran flytur erindi í Wynyard undir umsjá þjóðræknisdeildarinnar þar um “Róttækar þjóðmálastefnur’’ á laugardaginn kl. 8.30 e. h. Öll- um er heimilt að hlýða á erindið endurgjaldslaust. * * * Ólafur Pétursson fasteignasali kom til Winnipeg í gær úr ís- lands för. Hann kvað ástæður manna heima eftir öllum von- um og afla góðan, um það leyti, er hann lagði af stað. Það sem mest háði íslandi nú væru við- skifta-erfiðleikar við önnur lönd vegna lágengis íslenzkra þen- inga. * ¥ * Hús óskast til leigu, helst í eða við Árborg eða Riverton. Smájörð með góðu íbúðarhúsi gæti komið til greina. Sendið greinilegar upplýsing- ar til Heimskringlu sem fyrst og merkið á umslagið “Býii’’. ROSE THEATRE Thursday—Friday She Wanted A MILLIONAIRE FREE DINNERWARE To the Ladies Every Thurs. and Fri. Nights CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repatr Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oiis, Extras, Tires. Batteries, Etc. Gróa Magnússon, kona Magn- úsar Magnússonar trésmiðs í Winnipeg dó s. 1. fimtudag að heimili þeirra hjóna 660 Home St. Hin látna var 58 ára. Jarð- arförin fór fram frá Fyrstu lút- ersku kirkju á Victor stræti s. 1. laugar^ag. * * * í kvæðinu “Auðn’’ eftir Yndo sem birtist í Hkr. 27 júlí varð prentvilla í niðurlagi einnar vís- unnar. Þar stendur: “Við metn- aðar sjúgandi glóð”, en á að vera, “við metnaðar spúandi glóð.” * * * Fólk sem er á Gimli eða kemur þar, er beðið að minnast þess, að Mrs. B. Thordarson sel- ur heimatilbúinn mat í næstu dyrum við Telephone bygging- una, þar sem gengið er ofaná bryggju. Einnig selur hún kaffi og máltíðir. * ¥ ¥ Guðmundur Pálsson frá Ash- ern, Man., var staddur í bænum tvo daga fyrir helgina. * ¥ * íslendingadagur í Utah. íslendingdagur var haldinn í Geneva listigarðinum við Utah stöðuvatnið 6. ágúst. Þar komu saman um 700 íslendingar, niðj- ar þeirra, vinir og vandamenn. Margir sem einu sinni áttu heima í Utah, en sem nú eru búsettir í öðrum ríkjum Banda- ríkjanna og Canada voru við- staddir við hátíðina og hittu þar irændur oa vini, er þeir höfðu ekki seð í mörg ár. Samkoman var fjölbreytt og skemtiieg. íslenzki söngkórinn frá Spanish Fork skemti fólk- inu vel með því að syngja kvæði og söngva föðurlandsins. Hin nafnkuuna Ellen Jameson söng nokkra emsöngva bæði á ensku og íslensku. Jameson bræðurn- ir, og Jameson systurnar og fleiri sungu enska söngva og spiluðu á ýmisleg hljóðfæri. Loft ur Bjarnason frá Salt Lake City hélt stutta ræðu á íslenzku á meðal annars mintist hann á það, að þeir íslendingar sem fyrstir komu til Spanish Fork hefðu verið hinir fyrstu af þjóð vorri til | css að festa sér lönd og stofna íslenzka nýlendu inn- an Bandaríkjanna. “Það eru nú 66 ár síðan fyrsti hópurinn kom. Þeir eru allir dánir en börn og barnaböm þeirra búa hér vel f hinum fögru dölum klettafjallanna.” Eftir hádegi skemti unga fólkiö sér með leikum og ýms- um íþróttum en hið eldra fólk sat í hópum og talaði um föður landið fræga og framtíð þess. Sumir kváðu vísur, aðrir sögðu sögur, en allir skemtu sér vel. Hátíðin endaði með dans um kvöldið. ¥ * * TIL SÖLU Miðstöðvanhiitunarvél, næstum eins góð og ný. Brennir við. — Hitar stórt hús. Ofninn er Nr. 50 “New Idea”. Ennfremur “Pipeless Furnace”, jafngóður og nýr. — Spyrjið um verð hjá C. Goodman & Co., Toronto og Notre Dame. sendiherrann það m. a. sérstak- lega vfram, að hann teldi að markaður fyrir íslenskan salt- fisk (þurfisk) gæti aukist þar mjög mikið, þegar verstu krepp- unni væri aflétt. — Mbl. HVAR VERÐUM VÉR Á MORGUN? 2.5 milj. kílómetra lengra úti í himingeimnum heldur en í dag Eftir Bruno H. Burgel. BrasilíumarkaSurinn. Sendaherra Dana í Brasilíu, Frantz Boeck var fyrir nokkru á ferð í Höfn. Birti “Politiken” frásögn eftir hann um verslunar skilyrði við Brasilíumenn. Tók Jóns Bjarnasonar Academy 652 Home St., Winnipeg. * * Talsími 38 309 Miðskólanum að meðtöldum 12. bekk * * * HIÐ 20. STARFSÁR HEFST MIÐVIKUDAGINN 14. SEPT. R. MARTEINSSON skólastjóri Flugmaðurinn Spelterine, sem varð frægur fyrir það að fljúga fyrstur manna yfir Alpafjöll, í flugbelg, hefir gefið góða lýs- ingu á því flugi og hvernig hann Ienti í kafniðaþoku. Segist hann aldrei hafa komist í meiri vanda en þá. Umhverfis flugbelginn var þokan hvít og þykk eins og ullarbingur, enga hreyfingu var hægt að merkja. “Hækkaði flugbelgurinn eða lækkaði? Var hann kyr, eða þeyttist hann á- fram? Barst hann í austur eða vestur, suður eða norður? Það var engu líkara en flugbelgur- inn væri einn á sveimi í hyldýpi himingeimsins. Óvissan um það hvernig úr mundi rætast, hin hræðilega einvera, drepandi þögnin og óttinn við það að rek- ast alt í einu á einhverja fjalls- gnípu, ætlaði að lama mig.” Enginn skyldi rengja hann um það. En fæsta órar víst fyr- ir, að það er líkt ástatt fyrir oss öllum eins og honum. Vér eig- um heima á hnetti, sem þeytist með flughraða gegnum ómælis- geiminn, enginn veit hvert. Og það eru óteljandi hættur á þess- ari leið. Nýjustu rannsóknir á stjarna- grúanum, hreyfingum þeirra og afstöðu sólkerfis vors til þeirra, hafa sýnt oss að ferðalag jarð- arinnar er miklu margbreyttara heldur en vér höfðum álitið. Og satt að segja vitum vér ekkerr um það hvar í himingeimnum jörðin verður stödd á morgun, eða að ári um þetta leyti. Ef þér væruð spurður að þvi, hvar þér munduð vera staddur á morgun, þá svöruðuð þér má- ske: Á morgun fer eg frá Berjin til Parísar, sem er eitthvað 1000 km. vestar en Berlín, og því verð eg staddur svona langt frá Berlín. Þetta er ósköp ljóst og einfalt, meðan vér miðum að- eins við yfirborð jarðar. En gæti maðurinn í tunglinu séð til ferða yðar, þá er öðru máli að gegna frá hans sjónarmiði. Sá, sem ferðast með hraðlestinni frá Berlín til París, fer um 80 km. leið á klst. og álítur að með þessum hraða berist hann vestur á bóginn. En maðurinn í tunglinu yrði á öðru máli (þ. e. a. s. ef hann sæi til ferða hraðlestarinnar) . Hann mundi halda því fram, að lestin færi mörgum sinnum hraðara til austurs, því að í þá átt snýst jörðin um möndul sinn. Að vísu fer hraðlestin með 80 kíló- metra hraða til vestur, en vegna snúings jarðarinnar færist hún þrátt fyrir það um rúmlega 1,000 km. til austurs á sama tíma. Eigin hraði lestarinnar til vesturs er ekki nema örlít- ið brot á móts við þann ofsa- hraða sem fleygir henni til aust- urs. En málið verður enn flóknara þegar þess er gætt, að jörðin snýst eigi aðeins um möndul sinn,heldur þeysir hún jafn- framt umhverfis sólina með 30 kílómetra hraða á sekúndu. — Því er það, að um þetta leyti á morgun eruð þér 2\ miljón kíló- metra lengra úti í himingeimn- um, heldur en þér eruð í dag, og því hefir það lítið að segja þótt þér ferðist þessa 1,000 km., sem eru á milli Berlín og París. Setjum vér nú svo, að þér séuð á ferðalagi um koldimma nótt með hraðlestinni frá Berlín og að lestin væri öll uppljómuð svo að hún liti út eins og ljós- depill í augum einhvers áhorf- fara í öfuga átt við lestina með ólíkt meiri hraða heldur en lest- \ in hefir. Þarna höfum vér nú nefnt þrjár hreyfingar: hraða lestar- innar, snúning jarðarinnar um möndul sinn og hringsól hennar um sólina. Og þetta getum vér alt skilið. En málið fer að verða flóknara þegar vér getum þess, að sólin vor, sem jörðin sýnst um, stendur ekki kyr. Það er sem sé alls ekki satt sem oss er kent í skólunum að jörðin fari einu sinni á ári um- hverfis sólina og ár eftir ár eftir hinni sömu braut. í himingeimnum stendur eng- in sól né stjarna kyr. Og sól vor er líka á ferðalagi. StjÖrnu- fræðingarnir hafa reiknað það nákvæmlega, að sólin þeytist á- fram með 20 km. hraða á sek- úndu og stefnir beint á fegur- stu stjömu- himinsins, Vega. Og auðvitað verður jörðin og alt sólkerfið að elta hana, og á því getum vér séð að jörðin fer ekki altaf eftir hinni sömu braut umhverfis sólina heldur er braut henrtar eins og gormur. Þér skuluð taka tein og vefja vír utan um hann þannig, að einn sentimetri sé milli hvers vafn- ings, og þegar þér dragið þenn- an gorm ofan af teininum, þá er hann ímynd jarðbrautarinn- ar. Beygjurnar sýna hvernig jörðin gengur umhverfis sól- ina, en lengdin á gorminum sýn- ir hvernig hún verður að elta sólina. Vér erum altaf á fleygiferð og alt sem hér á jörðu er. Vér verðum að fylgjast með jörð- inni og afleiðingin er sú, að eftir eitt ár erum vér komnir 631 miljón kílómetra frá þeim stað, sem vér erum nú á. Til næstu fastastjörnu eru 34 biljón kílómetrar. Ef hún steæði kyr myndum vér fljúga beint á hana, og rekast á hana eftir 54,000 ár! Nýjustu rannsóknir sýna líka að sólin fer ekki beina braut, heldur í boga og snýst sennilega um einhvern miðdepil. Og á- samt henni og sólkerfi hennar snúast önnur sólkerfi um þenn- an miðdepil og mynda þannig eina heild af miljónum sólna, og sú heild er svo afskaplega stór, að vér getum alls ekki gert oss það í hugarlund (þvermál henn- ar yrði að reikna í hundruðum þúsunda biljóna kílómetra.) Og þá er það skiljanlegt að ystu sólirnar eru margar miljónir ára að fara eina hringferð um þennan miðdepil. Sól vor er nú í þessum hópi og hún snýst um þenna mið- depil. En hvemig hún hagar þeirri göngu sinni er mönnum ekki enn ljóst, en telja þó að hún muni fara með 300 kíló- metra hraða á sekúndu og vera þó margar miljónir ára að kom- ast einn hring. En þar með er ekki sagan öll sögð. Öll þessi stjörnuheild er líka á flugi og ferð, og stefnir út í ómælisgeym inn með tíu sinnum meiri hraða heldur en sólin hefir á braut sinni! Hver botnar í þessu? Jörðin snýst um möndul sinn, hún fer eftir gormbraut umhverfis sól- ina, sólin fer eftir annari gorm- braut umhverfis einhvern mið- depil í geisistóru stjamakerfi, og þetta stjarnakerfi flýgur með hughraða gegnum geiminn. — Hraðinn er margar þúsundir kílómetra á sekúndu, og engum hefir enn tekist að reikna út braut þessa sólnakerfis. Hvar verðum vér á morgun? Einhyers staðar úti í ómælis- geimnum á einhverjum öðrum stað en í dag. Og þetta óskap- lega flug getur áður en varir borið stjarnkerfið inn í þoku og rykmekki, sem fylla óendanlega stór svæði af himingeimnum, eða þá inn á braut annara sólna kerfa. — Þá mundi gerbreytast ljósmagn sólar vorrar og veður- lag á jörðu hér. Og nýlega hafa stjömufræðingar komið fram með þá ágiskun, að jörð um árekstri milli sólar vorrar og einhverrar annarar sólar. En slíkur árekstur öðru sinni gæti og orðið jörðinni að aldurtila, því að “alt er á hverfanda hveli.”—Lesb. Mbl. 16 MILJÓN LIFANDI MINNISMERKI í tilefni af 200 ára afmæli Geirge Washington, fyrsta for- seta Bandaríkjanna, voru gróð- ursettar á þessu ári 16 miljón trjáplöntur víðsvegar um Banda ríkin til minningar um þenna þjóðmæring. Fyrir þessu gekst forseti ameríska trjáræktar- sambandsins í Washington. Hann gerði sér von um að þjóð- in mundi heiðra minningu hins mikla manns, “föður Banda- ríkjanna”, með því að gróður- setja á 200 ára afmæli hans alt að 10 miljónir trjáplanta, en þær urðu 16 miljónir. Engin þjóð, hvorki fyr né síð- ar, hefir heiðrað minningu nokk urs þjóðskörungs eins myndar- lega og Ameríkumenn gerðu í þetta sinn. Hér unnu allir sem einn mað- ur að gróðursetningunni, ung- ir og gamlir, karlar og konur. Forseti Bandaríkjanna tók sér skóflu í hönd eins og aðrir og gróðursetti Washington-tré fyr- ir utan Hvíta húsið. Prófessor- ar, háskólakennarar og aðrir mentamenn og konur í skólum og félögum létu ekki sitt eftir liggja að taka þátt í gróðursetn- ingunni, að ógleymdum börnum og kennurum í alþýðusólunum. Hér er ekki talið með það, sem ríkið lætur árlega gróðursetja af trjám. Washington-trén má því skoða sem viðbót við aðra trjágræðslu, sem framkvæma er í Bandaríkjunum. Minning- artré um Lincoln og aðra ágæt- ismenn þjóðarinnar eru gróður- sett á hverju ári. Það má telja víst, að nálega hvert einasta mannsbarn í Bandaríkjunum taki þátt í trjá- íækt einhverntíma á æfinni, ef ekki á barnsaldri, þá á fullorð- insárum. Er auðskilið hvaða á- hrif þetta hefir á hungsunarhátt einstaklinganna og þjóðarinnar í heild sinni. Blöðin styðja líka með hvatningarorðum viðleitni manna að prýða og fegra landið með skógi og öðrum gróðri. Þeir, sem alast upp við trjá- rækt og skilja gildi hennar og gagn fyrir land og lýð, verða skógarvinir, en ekki skógarf jend ur. Þeir gera ekki tilraun til að spilla girðingum um friðlýst skóglendi; þeir skemma engin mannvirki af ásetningi, sem eiga að vernda skóg; þeir rífa ekki upp og slíta skógarhríslur að gamni sínu; þeir beita ekki skepnum á skóglendi, sem vit- anlegt er að gera skóginum ó- metanlegt tjón, o. s. frv. Þeir SKilja, að það er svipað og að slókkva eld í húsum, að varð- veita skóg frá skemdum. * MESSUR OG FUNDIR ( kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegl kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldlnu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. Með slíkri trjáræktarstarf- semi lifir mikilmennið um ó- komnar aldir hjá þjóð sinni, þó að hann sá fallinn í valinn. Ef íslendingat líta nær sér, þegar þeir hafa eygt trjárækt- arstarf heillar þjóðar í annari heimsálfu, komast þeir fljótt að raun um, að ekkert svipað ge*-- ist hér á landi. Enda sýnir framkoma margra einstaklinga hér, að þeir fará gersamlega á mis við þau menningaráhrif, sem leitt geta af trjáræktar- starfsemi. Menn virðast ekki standa í mikilli þakkarskuld við landið eða hina beztu menn þess. Um all-langt árabil undanfarið hefir tíðkast sú venja, að leggja blóm sveig á leiði Jóns Sigurðssonar forseta afmælisdag hans 17. júní ár hvert. Eftir nokkra klukkutíma eru blómin visin og dauð og ekkert eftir, sem minn- ir á þessa athöfn er frá líður. Manni verður á að spyrja: Á forsetinn ekki meiri ítök í hug- um fjöldans? Á hann ekki merkari viðurkenningu skilið en þessa? Væri ekki rétt að skifta nú alveg um aðferð? Taka ár- lega upp almennan trjáræktar- dag í hverju héraði landsins og í öllum skólum, æðri sem lægri, í minningu um Jón Sigurðsson forseta, í staðinn fyrir að leggja sveig á leiði hans. Og ræðunni, sem jafnan er flutt á afmælis dag hans, í Reykjavík, útvarp- að, breytt í hvatningarorð til þjóðarinnar um að gróðursetja tré og vernda skóga. íþróttamenn sem hingað til hafa sýnt leiki sína 17. júní ættu nú að breyta til næsta ár og heiðra minningu forsetans þann dag, eða annan hentugri, með því að gróðursetja trjá- plöntur — Jóns Sigurðssonar- tré. — G. D. —Alþb. Háskólinn í Leeds hefir gefið út skýrslu um íslenzka bóka- safnið, sem háskólinn á . Grund völlurinn að bókasafni þessu var lagður 1929, er háskólinn í Leeds með fjárhagslegri aðstoð I Sir Edwins Airey keypti bóka- I safn Boga Th. Melsteds, um hálft sjötta þúsund bóka og bæklinga. í safninu eru nú samtals um 7,700 bindi. Bóka- vörður við safnið er nú R. Offor. anda á annari stjörnu, en hann sæi ekki jörðina sjálfa, þá mundi vor og hinar aðrar reikistjörnur honum sýnast þess. ljósdepilleigi tilveru sína að þakka slík- Genex Oyster Or EFTIRLÆTI ÍÞRóTTAMANNA. VATNSHELD — BROTHELD — RYKHELD Genex Oyster eru 17 steina Chromium lögð úlnliðs-úr og fylgir þeim Chromium lögð úlnliðsfesti. ..Tölur og vísirar Ijósar í myrkri. Það má bera þau á sér á sundi, í steypibaði, við golfleiki, róður, hvar sem er — til þess eru “Oyster” úrin búin til og gegn því ábyrgst. 1 Gullfangadeild á aðalgólfi við Donald. $25.00 <*T. EATON C? LIMITED

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.