Heimskringla - 14.09.1932, Síða 1

Heimskringla - 14.09.1932, Síða 1
AMAZINC NEWS PHONE 37266 DRESSES Beautifully Dry Gleaned and Pressed up. $1 PopíJís MEN! YOUR CHANCE BeguíarllSU I TS * * Dry Cleaned * * and Smartly Service 11 Pressed PHONE 37 266 Poptlís '$1. XLVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 14. SEPT. 1932 NUMER 51 ÍSLENDINGAFLJÓT. (í Heimskringlu var nýlega getið um þátttöku íslendinga í norðurhluta Nýja íslands í þjóð- þrifasamkepni er C. N. R. fé- lagið efndi til. Nokkru eftir að dómararnir höfðu um Bifröst- sveitina ferðast, skrifaði ung- frú K. M. Haig (systir J. T. Haigs lögfræðings) grein í blaðið Free Press um ferðina. Birtist hér inntak úr grein hennar). Réttara nafn ber engin á en sú, er um Bifröstsveit rennur, og nefnd er íslendingafljót. Það sannfærast þeir um, sem til Bifröstsveitar koma. Og þangað er ekki vandratað. Ef menn hugsa sér að halda beint í norður frá Winnipeg, og skifta aldrei um skoðun, hitta menn fyr eða síðar þorp, sem heitir Arborg. Þorp það þekkja marg- ir. Á The Royal gistihöllinni í Toronto eru menn fróðir um Árborg, því þar er verðlauna- smjörið etið, sem þaðan kemur. Ontario og Saskatchewen, sem einnig framleiða smjör, og gjarna vildu sjá það þar á borð- um, geta enga rönd við þessu reist. Það var með dómurum C. N. R. félagsins, sem eg fór til Bif- röst. Eg var ekki einn af þeim, og eg skal ekkert um það segja hvaða augum þeir líta á fram- farir Bifröstsveitar. Mér fanst alveg nóg um að eiga að fylgj- ast með þeim, hvað sem þeim hefir fundist. Oddviti sveitarinnar — og nafn hans nefndi eg rangt í tvo daga — áleit bezt að leggja í þessa biskups eða dómara yfir- reið um bygðina, frá Iðavelli, skemtigarð íslendinga við Win- nipegvatn. Er skemtigarðurinn 12 ekrur að stærð. Þar eru ótal trjálundir með göngum, sem ýmist liggja út að rennisléttum leikvöllum eða Vatninu. Þar eru og ræðupallar, og vegsama ís- lendingar þar ættjörð sína og fóstru í ræðum og skáldskap. að minsta kosti einu sinni á ári á þjóðhátíð sinni. Frá þessum undurfagra stað var svo haldið að skoða skóla einn mikinn (í Riverton). Á honum hvíla engar skuldir eða lán. Þrátt fyrir þenna galla, virtist hann vera einn með beztu sveitaskólum, sem eg hefi séð. Var mér sagt að sumir hefðu gefið til hans við, aðrir vinnu, vegna þess að ekki varð komist af án nýs skóla. Þetta sökti mér niður í hugleiðingar um skólamál, "þar til kallað var að nú yrði ferðinni haldið á- fram. Næst komum við á bóndabýli eitt á bökkum Winnipegvatns. Fiskinet voru þar breidd á grind ur til þurks. Fagurt var þaðan út á vatnið að líta. Svo er það að sumrinu. Öðru máli er að gegna að vetrinum. Þá er kulda legt þangað að líta og hættu- legt þar á ferð að vera, í bylj- um og hörkum. Og sorglega minningu eiga þeir einnig við það bundnar, er þarna hafa dvalið. Eg leit yfir græna talsvert víðáttumikla völlu þar á heim- ilinu, sem við vorum stödd á, heimili Baldvins Jónssonar og sonar hans. í fjarska út við skógarjaðar sá eg hóp af sauð- fé bregða fyrir, líkt og við bæj- arbúar sjáum stundum á hreyfi- myndahúsunum. Þar var einnig sælleg kúahjörð á beit. Frá þessu rennum við nú auga í aðra átt. Gefst þar að líta á undur fögrum blómum skrýdd- um bala kirkju eina litla, en snotra. Hún er á jörðunni, sem kölluð er Kirkjubær. Fyrir fimtíu og fjórum árum bar Bald vin þarna að og nam hann sér land. Hann kom þangað með konu sinni og tveimur börnum er á handlegg voru. Pen- ingarnir, sem í handraðanum voru, nægðu til að greiða fyrir heimilisrétt á jörðinni og fyrir eina kú. Með því byrjaði bú- skapurinn. “Eg hefi aldrei unn- ið út frá heimilinu,’’ sagði gamli maðurinn okkur. — “Og veð er ekkert ámóti þessari jörð og hefir aldrei verið.” Fyrsti bjálkakofinn stendur enn. Er hann nú notaður fyrir bílaskýli. Börnin, sem vofu 7, eru komin upp og sum farin burtu. Jörðin, sem upphaflega var 160 ekrur, er nú nífalt stærri. Á þessu svæði var skóg- ur, nægur til að gera úr um hálfa miljón feta af byggingar- við. En fyrir viðinn var enginn markaður,” svaraði bóndinn aldni. “Mig dreymdi stundum um, að eg væri að gróðursetja hann á íslandi.’’ Um 65 af hundraði íbúa Bif- röstsveitar sagði oddvitinn mér að væri íslendingar. “Oss var sagt,” sagði hann ennfremur, að þetta svæði væri villimannabústaður; en eftir að Iandnám hófst á Gimli, breidd- ist það æði snemma út um norðurbygðir Nýja íslands." — Dró hann nú upp skrá, er sýndi hvað kostað hefði að gera vegi um sveitina, en það ætla eg að láta sameiginlegum fundi sveitarfélaga eftir að dæma um og meía, því hann skilur það alt betur en eg. — Áflæði hafa verið hér tíð,’’ bætti hann við. “Og þá hefir þurft að ræsa landið fram.’ En þrátt fyrir þetta hefir unnist tími til að reisa hér vist- legustu íveruhús í sveitinni. — Auk þess eru þar 12 kirkjur, 19 skólar, 4 opinber bókasöfn. Á smjörgerðarstarfsemi Bif- röstsveitar þarf ekki að minn- ast. Hún er öllum kunn. En hitt vita ef til vill færri, að það er ein fremsta sveitin í Manitoba í sauðfjárrækt. Síðastliðið ár voru 4000 dilkar sendir þaðan á markaðinn. íslendingar hafa stundað sauðfjárrækt frá bygg- ingu íslands. Um 75 prósent af sköttum innheimtist síðastliðið ár í Bif- röstsveit, sem nú mega góðar heimtur heita. Úr sveit þessari hafa sumir beztu háskólanemendur Mani- toba komið. Þar eru og skáld mörg og heyrðum vér kvæði eins þeirra í þýðingu. Þar er söngflokkur og heyrðum vi(5 á þessari ferð hann syngja meðal annars tvö lög er söngstjórinn hafði sjálfur samið. Að skáld og tónlistarmenn komi fram, er auðvitað ekki nýtt. En hitt, hve slíkt starf er betur metið af íslendingum en öðrum, er eftir- tektarvert. Leikir eru iðulega sýndir í bygðinni. Að starfslífi bygðarinnar kveð ur mikið og hefir ávalt hlotið að gera. Framfarirnar bera það með sér. Enda hefði ekkert nema sérstök atorka breytt þessum landshluta úr óbygð í blómlega bygð, eins og raun er á orðin. En þrátt fyrir það, þó af mönnum og konum sé unnið frá morgni til kvölds, gleymist íslendingum ekki að lesa. Á kvöldum lesa þeir. Án þess geta þeir ekki verið. Við komum á nokkur himili á ferðinni og áttum tal við fólk- ið. Á einu heimilinu var talað um þýðingar Tennysons og Burns á íslenzka tungu. Einn bóndi notar frístundimar til að læra þýzku, og kaupir þýzkt blað til að halda því við, sem hann lærir. Við mundum telja slíkt nám harðla lítilsvert fyrir mann í bóndastöðu, að minsta kosti. En íslendingurinn hefir nú ekki okkar skoðun á þessu. Úr ullinni vinnur eldra fólkið vetlinga, sokka og peysur, sem er einn sá nýtilegasti heimilis- iðnaður, sem eg hefi séð. Innan um það að hlusta á víkingasynina tala um bókmnt- ir, heyrði eg því haldið fram, að Timothy-gras hefði ágætlega sprottið í Bifröstsveit í ellefu ár samfleytt. Þótt hér sé ekki minst á nema fátt eitt af því, sem fyrir augun og eyrun bar þenna eina dag í ferðinni, verð eg hér staðar að nema. YFIRSKOÐUN reikninga vínsölunefndar Mani- toba og símakerfis fylk- isins fyrirskipuð. Hon. W. J. Major, dómsmála- ráðherra Manitoba hefir skipað svo fyrir, að nú þegar fari fram yfirskoðun á reikningum vín- sölunefndar Manitobafylkis og talsímakerfisins. Yfirskoðunina eiga “óháðir” menn að annast, eða aðrir en starfsmenn fylkis- stjórnarinnar. Samkvæmt því er Major segist frá, er yfirskoðun þessi gerð vegna þess, að orð hefir undanfarið leikið á því, að reikningar vínsölunefndar- innar muni gruggugir vera, en alls ekki af því, að hahn hafi hinn minsta grun um, að ó- reiða eigi sér stað. Síðasta skýrsla yfirskoðunarmanns beri það einnig með sér, að þar sé ekkert að óttast. En til þess að koma í veg fyrir allan grun og vantraust, sem af honum geti leitt, hafi hann ákveðið að ný yfirskoðun fari fram. Þeir sem nú gera yfirskoðun- ina, heita Hubert Reade & Co. Áður hefir hún verið gerð af R. G. Murray, starfsmanni í þeirri deild Manitobastjórnar, er yfirskoðun reikninga hefir með höndum. HUTCHINSON FJÖLSKYLDAN Á LÍFI. Maður að nafni George R. Hutchinson frá New York, lagði fyrir skömmu af stað í loftfari til Englands. Var kona hans og tvö börn, 8 og 6 ára gömul, með honum. Auk þess fjórir menn aðrir. Ferðinni var heitið um Grænland. — Síðastliðinn mánudag var talið víst, að loft- farið og öll skipshöfnin hefði farist við strendur Grænlands. Sem betur fer, er þetta nú bor- ið til baka. Hutchinson varð að vísu að nauðlenda skamt frá ströndum Grænlands og loft- farið tapaðist, en fólk alt bjarg- aðist, enda varð slysið svo ná- lægt ströndinni, að menn óðu til lands, en Eskimóar hjálpuðu til að bjarga ýmsum áhöldum úr vélinni. Og nú hefst ferðafólk- ið við í þorpinu Angmaksalik sem gestir Eskimóanna. Mr. Hutchinson bjó í huga að verða fyrsti maðurinn til þess að fara með fjölskyldu sína sér á loftfari þessa norðurleið yfir Atlantshaf til Evrópu. — Vonandi leggur hann ekki átta mannslíf í hættu fyrir þá fremd í annað sinn. DEILA ÚT AF BANDARfKJA- FÖR NORMANS. Montagu Norman, fjármála- maðurinn nafnkunni og stjórn- andi Englandsbanka, er nýkom- kominn heim til Englands úr för til Bandaríkjanna. Lét hann ekkert uppskátt um erindi sitt vestur um haf, en nú þykjast blöðin á Englandi vita, að hann hafi verið í makki við Banda- ríkin um að England hyrfi aft- ur að gullinnlausn. En á móti því mun almenningur þar enn vera. Ausa blöðin nú skömmum yfir Mr. Norman fyrir að halda erindi sínu leyndu. Segja þau að sterkar gætur verði að hafa á athöfnum Mr. Normans, því afleiðingar þeirra geti verið meiri og hættulegri fyrir þjóð- ina, en athafnir sjálfrar stjórn- arinnar. Kveður svo mikið að þessum árásum, að vafasamt þykir að Mr. Norman verði end- urkosinn stjórnandi Englands- banka, en um það fer fram kosning bráðlega. Hefir enginn haft það starf eins lengi með höndum og Mr. Norman, enda er hann talinn með hæfustu fjármálamönnum, sem nú eru uppi. ÝMSAR FRÉTTIR. Sambandsþingið kemur sam- an 6. október n. k. og stendur yfir fram yfir miðjan nóvember eða um 6 vikur. En reglulegt þing er það samt, en ekki auka- þing, því báðar deildir þess koma saman. Helzta málið, er fyrir þinginu liggur, eru við- skiftasamningarnir, sem gerðir voru á samveldisfundinum. — Verða að líkindum ekki önnur stórmál afgreidd fyrir hátíðir. Þó skýrsla járnbrautarnefndar verði í byrjun þings lögð fram, er ekki búist við neinni löggjöf henni viðvíkjandi fyr en eftir nýár. * * * Blöðin höfðu það eftir forsæt- isráðherra John Bracken í gær, að orðasveimurinn um það, að fjáróreiða ætti sér stað hjá vín- sölunefndinni, símakerfinu og hjá Compensation Board, væri ekki á neinum rökum bygður. En hitt kvaðst hann skilja, að almenning fýsti að vita sann- leikann um sjóðhvarf háskólans, enda ætlaði stjórnin að rann- saka það mál, og mundi frá því verða skýrt undireins og að hinu sanna værí komist. Um hitt, hver rannsóknina ætti áð framkvæma, lét forsætisráð- herrann ekkert uppi. * * * Eignir George Eastman, Ko- dak-kóngsins í Bandaríkjunum, er stytti sér aldur síðastliðið vor, teljast mönnum að nemi rúmum 25 miljónum dollara. Um 19 miljónir af eign þessari á- nefndi hann háskólanum í Rochester, og eina miljón tann- lækningastofnun í Rochester. Eastman var ógiftur og átti engin náin skyldmenni, nema eina frænku er hann ánefndi $250,000. Einkaritara sínum, Mrs. Alice K. Hutchinson, gaf hann $100,000. * * * Um 10,000 ekrur af búlandi hafa verið keyptar í grend'við Elm Creek í Manitoba af bænd- um frá Bandaríkjunum. — Er þetta sagt nægilegt jarðnæði fyrir 62 bændur. Setjast þeir bráðlega að á þessum nýkeyptu jörðum. Sá er um kaup þessi sér fyrir bændur syðra, heitir W. J. Widdon. Segir hann bænd- um í Bandaríkjunum leika tals- verður hugur á að kaupa jarð- ir í Canada, þeir telji þar meira svigrúm en syðra. * * * Vantraustsyfirlýsing á von Papen stjórnina I Þýzkalandi, var borin upp í þinginu í gær og samþykt með 513 atkvæð- um gegn 32. En stjórnarformað- ur von Papen álítur samt ekki nauðsynlegt fyrir sig að leggja niður völdin, vegna þess að at- kvæðagreiðslan hafi verið ó- lögmæt, þar eð hún fór fram eftir að hann hafi tilkynt, að hann ætlaði að rjúfa þing. — Dómstólarnir eiga þó að skera úr, hvað lög séu í þessu efni. * * * Við undirbúningskosningarn- ar í ríkinu Maine í Bandaríkjun- um s. 1. mánudag, unnu demó- kratar sigur. Hafa repúblikar haft þar óskoruð völd í 18 ár. Eru úrslit þessi talin Roosevelt forsetaefni mjög í vil. BORGARAFUNDUR. út af fjármálaóreiðu háskólans kallaður af Webb borgarsijóra. Ralph H. Webb borgarstjóri í Winnipeg greindi blöðunum frá því s.l. mánudag, að hann ætlaði bráðlega, eða eins fljótt og því yrði komið við, að kalla til almenns fundar í Winnipeg, til skrafs og ráðagerða um að kjósa óháða nefnd til að rann- saka háskólamálið og ýmsar fjármála-athafnir fylkisstjórnar- innar. Ástæðuna segir borgarstjórinn þá að traust manna á hag þessa bæjar og fylkis sé óðum að réna, eða verða tvísýnna, vegna þess sem verið hafi að gerast undanfarið í sambandi við fjár- mál fylkisins og ýmsra stofn- ana þess. Til þess að koma í veg fyrir að það vantraust fari vaxandi, sé eina ráðið, að ó- háð rannsókn sé sem fyrst haf- in. Hvenær fundurinn verður haldinn, er ekki ákveðið, þegar þetta er skrifað. BLÓMGRESIÐ GRÆR Eitt af þeim lögum, er eg heyrði oft farið með fyrir 20 —30 árum, var lagið við danska kvæðið “Hvor Blomsterne gror” og heyrði eg það þá alt af sung- ið á dönsku. Lagið er mjög fallegt, og þykir mér fyrir að heyra það svo sjaldan nú, eink- um þegar til er af því íslensk þýðing. Er hún eftir P. J. frá Hjh. og er þannig: Þars blómgresið grær. (Hvor Blomsterne gro.) Þars blómgresið grær og glóir í dölum, í brekkum, á bölum mót blíðvindi hlær; smábárur sig æfa við bakka og svæfa alt brimnöldrið fjær. —Aþbl. GIFTINGA MARKAÐUR I boginni Gaina í Rúmeníu er sá siður að halda giftingamark- að einu sinni á ári, nú síðast sunndaginn 24. júlí. Þenna dag fara foreldrar með gjaf- vaxta dætur sínar á markaðs- torgið og reka með sér hóp að kvikfé, sem á að vera heiman- mundur dætranna. Ungu menn irnir koma á markaðinn til þess að skoða stúlkurar, en þó aðal- Iega kvikfjárhópana, því að mest þykir í það varið að konu- efnið hafi nóg til bús að leggja. Undir kvöldið eru stúlkurnar gengnar út, og þá efnir bæjar- stjórinn til stórveislu fyrir nýju njónaefnin.—Mbl. Um mánaðamótin var einn af illræmdustu bófaforingjum í Arabíu, Ibu Rafada hinn ein- eygði, yfirrunninn af herliði og alt hans lið. Féll hann sjálfur í orustunni, tveir synir hans og 400 liðsmenn. Að orrustunni lokinni notuðu íbúarnir í þorp- inu Jebel Shau, en þar var or- rustan háð, höfuð Rafada fyrir fótknött.—Alþb. SKEMTIFÖR NIÐUR Á HAFSBOTN. Fram til þessa hafa það að- eins verið kafarar, sem farið hafa niður á mararbotn á miklu dýpi og kynst hafa því hvernig þar er umhorfs. En nú getur hver sem er orðið þeirrar skemt- unar aðnjótandi, því að farið er að smíða stór hylki með gluggum, og sökkva þeim nið- ur á mararbotn. í sumar hefir gufuskip, sem heitir “Jóhanna Smith’’ legið úti fyrir strönd- um Suður-Californíu og haft eitt slíkt áhald um borð. Hefir mönnum verið gefinn kostur á á því að skreppa niður á hafs- botn á 150 feta dýpi og skoða sig þar um. í hylkinu geta fjór- ir menn setið samtímis og látið fara vel um sig. Tuttugu sterk- ir ljóskastarar eru á því, og lýsa þeir upp allstórt svæði þama á sjávarbotninum, svo að menn geta skoðað þar gróður og fiskalíf. Það kostar mjög lítið að skreppa niður til botns, en ef menn vilja, ’getur hylkið staðið sextíu klukkustundir samfleytt á mararbotni, án þess að þeim, sem í því eru, sé nein hætta búin af loftleysi. Lesb. Mbl. ÚTILEGUMANNAKOFI fundinn hjá Gæsavötnum. Hinn 20. júlí voru landmæl- ingamennirnir hjá Gæsavötnum sem eru undir norðurbrúninni á Vatnajökli, skamt frá Vonar- skarði. 1 bréfi sem Steinþór Sigurðs- son skrifar þaðan, segir hann svo frá: “Hér erum vér 920 metra yfir sjó, en jökulbrúnin er nokkuð sunnar,, í 12—1300 metra hæð. Brekkan upp er hér í tveimur hjöllum, sá næsti er rétt suður af vötnunum og þar er smá- hnúkur — Gæsahnúkur — á annað hundrað metra hár hér frá vötnunum (1095), en brúnin sveigir svo austur fyrir vötnin til norðausturs að Trölladyngju. Hið sama gerir efri brúnin, en jökulröndin liggur í sveig til austurs suður fyrir Kistufell. Á efri brúninni eru hér beint í austri tveir smátindar, sem sveigjast hvor að öðrum, svo eg hélt fyrst að það væru gíg- barmar. En það kom í ljós, er vér komum þangað, að þetta voru tveir móbergshattar. Hinn 20. júlí vorum vér við nyrðri hnúkinn að mæla, og þá fann eg þar í krikanum hlaðinn kofa milli tveggja stórra steina. — Hann er hlaðinn úr móbergi hringmyndaður, rúmlega tveir metrar í þvermál að neðan og hefir verið hlaðinn upp í strýtu. En þakið er fallið niður og kof- inn auk þess fullur af sandi. Dyrnar snúa að vötnunum’og er gott útsýni úr þeim yfir alla sléttuna, hraunið og fljótið nið- ur fyrir Marteinsflæðu, (sem er við Skjálfandafljót), enda er þetta í 1214- metra hæð. Frá vötnunum sést kofinn ekki, því hann fyllir út skarðið milli 2 móbergskletta og er sjálfur úr sama efni. Býst eg við að þetta mannvirki sé annaðhvort frá söguöldinni, eða þá að Fjalla- Eyvindur eða aðrir útilegu- menn hafi hlaðið kofann, því að tæplega er hann frá síðari tímum. Vötnin fundust fyrst ár- ið 1880 og trúi eg illa að fjár- leitarmenn hafi farið þar upp til þess að hlaða kofann, en hitt líklegra að hann hafi ver- ið notaður sem felustaður, því útsýn er góð þaðan, en kofinn ekki auðfundinn. Mbl.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.