Heimskringla - 14.09.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 14.09.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 14. SEPT. 1932 HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSÍÐA ENDURMINNINGAR. Frh frá 3. bla. Mér heyrðist einhverjir hátt- standandi embættismenn vera gormæltir, vera metnaðarlausir um hreinleik íslenzka málsins og sækja á að ata það í gori. Hvar sem maður kom í kaup- stað á landinu, þá rakst maður á einhvern sem hafði tekið það að sér, að punta málið með dönskuslettum, en fram úr keyrði þegar maður kom til Reykjavíkur, en átakanlegast af öllu var að þessar glæringar skyldu sjást og heyrast á þing- inu, þar sem þeim mönnum var áskipað er áttu að hafa afl og liekkingu til að flokka rétt í dilka tungumálanna, og halda hverju þeirra hreinu út af fyrir sig. f þessum hugarraunum niínum heyrði eg niðurbældann hlátur að baki mínu og leit eg f)á um öxl og sá að mjög mynd- arlegur ungur maður sat í næsta bekk við mig, feti aftar og ofar. Hann hafði líklega séð vísurnar sem eg skrifaði. En hvaða sort af manni var nú f>etta? Það var auðséð á fína og slétta hörundsfarinu, að maðurinn hafði ekki unnið og var einn af hinum hálærðu, og alt benti mér á það að hann væri af Stephensens ættinni, og kannske sonur Magnúsar lands- höfðingja. Líklega yrði eg þá tekinn fastur við þinghúsdyrnar, fyrir að óvirða konunginn, þing- ið og háyfirvöldin. Eg var far- Inn að öfunda Jón Ólafsson af því að hafa sloppið til Alaska, þegar Jakob stóð á fætur og sagði að það væri mál fyrir okkur að fara. Við vorum rétt ferðbúnir þeg- ar kallið kom að taka á móti hestunum, við borguðum með ólundarsvip eins og upp var sett, okkur þótti hestarnir illa fullir, en vissum ekki hverju við ætt- um að kenna, hirðmanninum eða högunum í kringum höfuð- staðinn. Og svo lögðum við af stað. En hvað hann var þá líðilegur þessi mismunur að fara frá bóndabæ upp í sveit, þar sem alt heimilisfólkið tekur eftir sýnir nærgætni og virðir það mikils ef maður fer léttilega á hak og situr fallega í hnakkn- um og kann að halda á beizlis- taumunum og afhenda kveðj- unar kjarklega og vingjarnelga. En í Reykjavík, það er eins og enginn taki eftir því, þó maður komi og fari, hvað laglega sem maður leysir af hendi allar kurt- eysisreglur. Ó, svei, það er miklu meira gaman að ríða frá holtunum og hörgunum út af laglegum bændaheimilum upp í sveitinni. Þar þarf maður ekki að vera landshöfðingi til þess að góðhugur fylgi manni úr garði. Nú höfðum við afráðið að fara sveitir til baka, yfir Borg- arfjarðarsýslu, og Mýrarsýslu ofanverða og Holtavörðuheiði til Húnavatnssýslu. Alt þetta til að sjá nú “landið fríða, þar sem um grænar grundir líða, skín- andi ár að ægi blám.” Eins og mér lá nú á að komast heim til að fara að heyja, eins finst mér nú áríðandi að fara fljótt yfir söguna. Það er farið á bak við Esjuna á öllum yfirreiðum til Borgarfjarðar, hún verðskuldar hitt þó öllu framar, að gerður væri fagur vegur undir brjóstum hennar upp í Kjósina. Hún er sögð að búa yfir gulli, kristalli og kalki ásamt fleiri gersemum, og fyirr utan svipinn sem hún gefur Reykjavík, það ætti því enginn að vera neyddur til að fara á bak við hana, enda er það ljótur vegur. í Kjósinni var eg öllu ókunnugur. Mér hafðí enginn bjartari geisli borist það- an, en að Ýrafellsmóri væri það- an ættaður og þar uppalin. Þar sýndist mér að mundi vera feg- urst í tunglsljósi á heiðríkum vetramóttum. Við fórum yfir Ferstiklu og Hvalfjarðarströnd og skorradal og Dragháls en það var Guðmundi Magnússyni að kenna, að eg var svo syfjað- ur að eg naumast man eftir þessu og orða það alt í öfugri röð. En nótt vorum við hjá Þorkeli á Þyrli, nöfnin svo ein- kennilega ram íslenzk, og áttum við þar gott. Húsmóðirin var yfirsetukona, og var sótt um nóttina. Var þá uppreisn mikil á bænum en ekki náði það inn í skálann til okkar, nema berg- málið. Við vorum rétt komnir af stað frá Þyrli um morgunin þegar tveir prestar náðu okkur á leið heim til sín frá Reykja- vík og hétu þeir séra Jóhann Þorsteinsson, man ekki prests- setrið í Borgarfirði, og séra Ólafur Ólafsson á Lundi í Lundareykjadal. Þeir áttu sam- leið með okkur og skiftum við þeim á milli okkar. Kom séra Jóhann i minn hlut og vorum við spölkorn á undan. Hann einstaklega skemtilegur maður, og var eg með sjálfum mér sannfærður um að eg hefði betri prestinn. 1 þá tíð voru prest- ar hættir að ríða hróka verst, og fundu þeir nú upp á því að hvíla hestana dálítið augnablik í fögrum og kafloðnum gras- hvammi rétt við veginn. Þá léði eg Jakobi minn prest á meðan við stönsuðum, og fór að reyna að tala ögn við hans prest. En hann var þá Ijómandi prestur líka og fór að spyrja mig eftir nágranna mínum séra Ólafi á Svalbarði. Þeir voru skólabræð- ur og margir aðrir séra Ólafar sem hann taldi upp og kom okk- ur saman um að hafa það í annálum þannig: Árið sem allir Ólafar voru vígðir til prest. Eg var nú frjálslyndur maður á þeim árum, en mér þótti nú þetta samt nokkuð rúmt, því það var hjá diér vinnumaður sem hét Ólafur og hann hafði ekki verið vígður prestur. Þegar á þjóðveginum er kom- ið norður á hálsinn þar sem fyrst sér yfir Borgarfjarðar- héraðið, þá muh flestum sýnast á björtum sumardegi sem feg- urðin opni hurðirnar á heim- kynnum sínum. Þar er ekkí þröngt fyrir dryum úti.. Þar finst manni að það vanti fremur viðsýn augu en viðfangsefni. Þar vaknar sálin. Og fyrst að Snorri Sturluson var nú að eðlisfari víðsýnn og athuga- gjarn þá hélt ekki héraðið út- sýni hans til baka. Honum þurftu ekki að sárna andlegu tærnar eða hann að hnjóta á þröskuldum útsýnisins. Hvílíkt undra viðfeðmi. Fjórar sýslur segja til sín, Barðastranda, Mýra, Snæfells og Borgarfjarð- arsýslur. Bandaríki náttúrunnar ogSnæfellsjökull forsetinn. Ekki skal mig furða þó Norðlinga- fljót vissi hvert það var að fara þegar við á leiðinni suður fórum yfir það upp undir rótum langa- jökuls, þar sem það er ein aðal lífæð þessa héraðs. Það er ekki lengi gert og ekki mikill vandi að byrja eins og Jón Thorodd- sen: “Ó, fögur er vor fósturjörð o. s. frv.” Þegar maður á heima í miðju þessu héraði, eða þegar maður sér upp í dalina, Lundareykja- dal, Flókadal, • Reykholtsdal og Hvítársíðu, að byrja eins og Jón: “í fögrum dal hjá fjalla- bláum straumi, eg fríða meyju leit í sælum draumi, o. s. frv.” Eg hefi alt af haldið það, að landið skapaði mennina að miklum mun andlega, eins og þungur smiðjuhamar skapar afl- vöðvana í hendurnar, og nú gat eg skilið það, hvernig litla stór- mennið Jón á Hóli Þingvalla fundarfulltrúi Mýramanna, bjó yfir stærri og bróðurlegri anda en við, höfði hærri samverka- menn hans á Þingvöllum. Nú mistum við prestana, fyrst ann- an, svo hinn, þá langaði ekki til að fara lengra, og þeir þektu vegamótin heim til sín. Við Jakob komum að Varmalæk, en það var bæjarnafn með rentu. Þar var ekki kalt að koma, hús- bóndinn Jakob að nafni var i kaupstað, en konan þeim mun fullkomnari heima. Þá tekur annað augað að sér að sjá eins vel og bæði, ef hins missir við. Konan var ekki ein, með henni var móðir hennar eða tengda- móðir, og þær voru til samans eins og ein koma með fjórar hendur, og helmingi meiri nær- gætni en ein. Hvert sem þær eru liðnar eða lifandi ennþá hér, þá tel eg þær með ástvin- um mínum, þær voru einmitt eins og konur þurfa að vera upp í sveit. Þær báðu ekki fyrir- gefningar á því, sem þær fram- reiddu fullkomið og vel, af því þær vildu láta kjassa sig, og þær gleymdu heldur ekki því sem þær lofuðu, að vekja okk- ur eftir tvo klukkutíma, sem viö kusum að hvílast í góðu rúmi. Það lá nú samt við að eg for- nemaðist, ekki við konumar, en náttúruna, þegar þær færðu okkur eins þykka sauðarsíðu, eins og eg hefði vanist bezt á Hólsfjöllum. Mér fanst að aðr- ar sveitir ættu naumast með að tjalda svo þykkum síðum, nema fá leyfi hjá mér eða Kristjáni Jóhannssyni á Hólsseli, ríkasta bóndanum á Fjöllum. Eg má einsvel segja það að eg kysti báðar konurnar þegar eg fór, og þær kunnu þó að taka þátt í áhuga okkar og framkepni að heima önnum. Þegar eg er nú að flýta mér heim í sláttinn, þá geta allir menn skilið það að eg má ekki vera að því að grubla það upp sem eg á veginum hugsaði um þá öldungana Egil á Borg og Snorra á Reykjum, og var mér þó vel við þá báða. En þegar eg fór fyrir minnið á Reykholtsdal, þá var mér sem eg sæi Snorra á öldum aflvakans hátt yfir miðjum dalnum, sitj- andi á konunglegum gullskýja- stól og skrifa ljósstafi á loftið fyrir framan sig, með gyldustu fjöðrinni úr væng þess svana- konungs er fegurst hefir sung- ið út á miðju Arnarvatni upp á Borgarfjarðar afrétti við aftur- elding á heiðskýrri sumarnótt. Hann var sjáanlega vanur öldu- rótinu, eins og lifæða ólgu, skil- yrðum þroskans og framhalds- ins. Á öldumæninum leit hann upp og sá fyrirmyndina á vegg- tjöldum háskólans og hélt þá á- fram að skrifa. Eg var svo and- lega takmarkaður og bundinn við hestinn og veginn að fæst af því gat eg lesið er hann reit. Var þá sem hann veitti mér eft- irtekt og stækkaði leturgerð sína, mátti eg þá gjörla sjá þessi orð ,eins og stíluð til mín, eða mín vegna: “Alfaðir Óðinn, var mér það til lífs og þrár og þroska, sem almáttarins og vís- dómsins guð er ykkur frændum mínum. Mér var Óðinn skilj- anlegri en ykkur er guð, af því eg lagaði hann eftir mínum þörfum og ástæðum tímans, en þá hafði eg ekki gert mér grein fyrir því að til hlaut að vera annar og æðri guð, sem bjó í hugsun minni, og hafði því fremur en eg gert Óðinn úr garði, til þess að eg og mínir trúbræður hneigðust áleiðis til sín, í von um ódauðleikajin.’’ Frh. DÝRALfF Tilefni þess að eg skrifa þess- ar línur er það, að eg hefi ekki getað lagt sama dóm á tófuna og ýmsir sem hafa átt heima hér á Suðurlandi. Þeir hafa haldið því fram, að hún sé blóðþyrst og vilji helzt kjöt og blóð, en mín reynsla er það, að hún byrji ekki á að bíta fé nema út af hungri. Hún á sér í holu jóð, hvað eiga þau að éta? Eg ólst upp norðan til í Stranda- sýslu. Þar er mikið af tófu. Eg fór ungur að smala, og sá oft tófur og hafði mjög mikið gam- an af þeim, því ekki glettust þær við smálömbin, hvað þá við fullorðna féð. En margar sög- ur gæti eg sagt af þeim og þeira miklu vitsmunum. Þegar eg var orðinn fullorðinn og fór að stunda tófu-veiðar, þá léku þær oft mjög illa á mig og sluppu óskemdar, þegar eg hélt að eg hefði líf þeirra í hendi minni. Nafnspjöld 1 Strandasýslu eru afréttirn- ar ekki eins víðáttumiklar eins og á Suðurlandi og er því stutt frá þeim til sjávarins, en þar hafa tófurnar nóga björg. Þegar eg átti heima í Ófeigs- firði, þá kyntist eg þeirra hátt- um mest, þau þrjú ár, sem eg átti þar heima. Þá áttu þær greni í Hrúteyjanesinu beint upp ef Eyjum. Þar hefir þeim fundist gott til fanga, því ekki var nema tíu mínútna gangur niður að sjó, þar sem var krögt af æðarungum, og ekki skal eg fortaka að hún hafi verið sek við æðarfuglalögin. Þarna var þeim lofað að leita út, en ekki mundi Guðmundur Pétursson hafa látið þær hafa friðland þar hefði hann verið hræddur um fénað sinn fyrir þeim, þar sem hann var skytta og allir karlmenn á þeim árum. Selskér eru þar skamt íyrir framan landið og vorum við þar við veiðar og sáum vel upp í nes- ið. Á kvöldin fór tófa á stað að draga í búið. Lambféð var þar um ströndina. Hún gekk fram hjá smálömbunum, sem voru á leið hennar, og hélt niður í fjöru að fá sér fuglsræfla og fór síðan heim. Þar sem eg hefi margsinnis staðið hana að slíkri ráðvendni, þá verð eg að mót- mæla því að hún leggist á fé ef annað er fáanlegt. Þá ætla eg að segja frá þegar við vorum í landi um flóðið, þá fórum við upp á grenið. Þetta var um jónsmessuleitið og yrðlingarnir farnir að geta leikið sér úti, en þá er faðirinn lítið farinn að vera heima við. Þeir léku sér við að rífa holur í jörðina, en móðir þeirra lá upp á háum steini ofar í hlíðinni og gætti þeirra. Vanalega rak hún upp hátt hljóð þegar við áttum eftir sem svaraði fimm föðmum að greninu, og hættu yrðlingarnir fljótlega að leika sér og hlupu inn, en þeir voru vanalega 6. Oft var það, að sá síðasti sneri við í opinu og var að líta á gestina, en móðirin hringsólaði í kringum okkur og kom mjög nálægt okkur. Læt eg þetta nægja til að sýna, að það eru mikil rök fyrir því sem eg segi í upphafi greinar þessarar. Þá get eg ekki látið ógert að minnast á annað dýralíf við Ó- feigsfjarðarströndina, sem er mjög fjölskrúðugt, bæði af sel og æðarfugli. Selurinn skríður upp á skerin þegar fellur út, til að láta kópana sjúga, en þeir festust í netunum í hundraða tali, og gerðu mæðurnar stund- um svo mikið til að aftra þeim frá þessum gildrum að þær festust líka. Veiðibjallan gerði okkur oft ógagn. Hún vakti svo oft selinn sem svaf á skerjunum, sem við ætluðum að slá upp í. En ekki vantaði að við hefndum þess, því við tókum undan henni egg- in og suðum þau í kaffikatlin- um. Það var mjög gaman að vera í þessum útilegum og minnist eg margra glaðra stunda með þeim félögum, mínum, sem þá voru þeim bræðrunum Pétri og Ásgeiri. Þessar björtu vornæt- ur, sem eru mun bjartari þar en á Suðurlandi. —Alþb. Stefán J. Björnsson. “PÓLÁRS”-RANNSÓKNIR á fslandi. Næstu 13 mánuði — ágúst 1932 — ágúst 1933 — verða framkvæmdar vísindalegar rann sóknir á norðlægum slóðum, í veðurfræði, segulmagnsrann- sóknir, rannsóknir á norðurljós- unum o. s. frv. Standa að rann- sóknum þessum mörg ríki og vísindafélög. Alþjóðanefnd hef- ir stjórn rannsóknanna á hendi, og er La Cour, forstjóri Veður- stofunnar dönsku, formaður hennar. Er þetta rannsóknar- tímabil nefnt “Pólár”. Alþýðublaðið hefir snúið sér til Þorkels Þorkelssonar, forstjóra Veðurstofunnar, og fengið hjá honum upplýsingar þær, er nú Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldff. Skrifstofusíml: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aTJ flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talnfmii 33158 DR A. BLONDAL <02 Medlcal Arts Bldg. Talsíml: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — Ab hitta: kl. 10—12 « h. 0g 8—6 e. h. Helmlll: 806 Vlctor 8t. 8Imi 28 180 Dr. J. Stefansson 21Q HEDICAL AHTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stnndflr elngónau aniCna- eyrna neí- og kverka-njdkdóma Er aS hitta trá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. TnlMfmli 21834 Heimill: 638 McMlllan Ave. 42691 DR. L. A. SIGURDSON 218-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office timar 2-4 - Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 skal greina. Háfjallastöð verður starfrækt á Snæfellsjökli. Eru það danska ríkið og Svisslendingar, sem efna til þeirra rannsókna. “Pól- árs ’-nefnd í Sviss sér um fram- kvæmdirnar af Sv^sslendinga hálfu. Rannsóknir þessar byrj- uðu í s. 1. mánuði, og verður stöðin á hájöklinum. Verður þar rannsakað veðurfarið, gerð- ar venjulegar veðurathuganir með sjálfvirkum verkfærum, eftir því, sem unt er að koma slíkum verkfærum við. Athug- unum mun verða haldið á- fram til loka ágústmánaðar næsta ár. Hér í Reykjavík verða Holl- enzkir flugmenn, sem ætla að fljúga upp í loftið og rannsaka aðallega hita og raka loftins. Er foringi leiðangursins hér á landi, von Giessen flugforingi, kominn hingað. Kom hann með “Lyru’’ á mánudagnn var . Sér hann um byggingu flugvélaskýl- is, og á henni að vera lokið þeg- ar flugvélarnar koma, en það verður upp úr rniðjum ágúst- mánuði. Flugvöllurinn fyrir þær verður á túni Sturlu Jóns- sonar kaupmanns, í Vatnsmýr- inni. Þessar rannsóknir munu byrja seint í ágústmánuði. Aðal- foringi fyrir þessum rannsókn- um er dr. Cannegieter, er kem- ur hingað snöggvast í næsta mánuði. í þriðja lagi mun Þorkell Þor- kelsson Veðurstofustjóri gera segulmagnsrannsóknir. Byrja þær einnig í ágústmánuði og verða framkvæmdar í nágrenni Reykjavíkur. Hefir Menningar- sjóður veitt fé til starfrækslunn- ar, og verður því varið til að greiða kaup fyrir vinnu, sem aðrir en Þorkell þurfa að fram- k'væma, og annan kostnað við rannsóknirnar, en íslenzka ríkið lánar hús undir rannsóknar- verkfærin. Er það steinsteypu- skúr, sem verið er að byggja uppi við Elliðaár. Verkfærin ein sjálfvirk og verða gerðar með þeim ýmiskonar athuganir á segulmagnbreytingum. Tilgangur rannsóknanna í heild sinni er að fá heildaryfir- lit yfir veðráttufarið í nágrenni heimskautanna og áhrifa þess á veðrið annar staðar á hnettin- um, enn fremur um samband á milli segulmagns jarðar, norð- urljósa, sólbletta o. fl. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfræðingur 702 Confederation Life Bldf. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLEN ZKIR LOGFRÆÐINOAK á oðru gólfi 325 Maln Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur «8 Lundar og Gimli og eru þar a8 hitta, fyrsta miðvikudag I hverjum mánuSi. Telephone: 21613 J. Christopherson. tslenskur Lögfræfiingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: Manitob*. A. S. BARDAL selur likkistur og ann&st um útf&r- ir. Allur útbúnaóur sá bestL Ennfremur selur h&nn allskon&r minnisvarTJa og legsteina. 843 SHEEBROOKE ST. Phonei 86 607 WINNIPTO HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSOIV, N.D.. D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. I I MARGARET DALMANI TEACHEIl OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Síml: 96 210. HelmUis: 83328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Bmate »d FnrnltDK Moylia 762 VTCTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. lalenzkur IðgfrætHngur Skrifstofa: 411 PARIS BLDO. Sími: 96 933 I DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Tnlnfml i 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Someriet Block Portage Avcnne W1NNIPI6 BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri StlUlr Pianos og Orgel Simi 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.