Heimskringla - 14.09.1932, Page 2

Heimskringla - 14.09.1932, Page 2
2 BLAÐSÍÐA ri e i m s k r i r; c : WINNIPEG 14. SEPT. 1932 LÍF EÐA DAUÐI Tilveru réttur mannsins et upprunalega bygður á einfaldri frumreglu, sem hvert barn kann en hún er þessi: “Einu sinni einn er einn.’’ Um aldir alda hafa einstaklingarnir siglt æfi- sjóinn undir fána hennar að strönd elífðarinnar, — sem í einlægni sagt, er enn á huldu, hvort nokkur er til, nema á óskaheimi mannkynsins, sem vanalega hefir til grafar geng- ið með meiri hluta óska sinna óuppfyltan. Þessi regla gildir enn í dag, sökum þess að hún var sett sem lögmál þess valds, sem réði alt líf í vist á þessum hnetti. Hvort það er vitsmuna vald, eða blint vald þýðir ekki að þreyta hugann við, um það eru allir jafn ófróðir — og verða að líkindum lengst. Það er ástæða til að ætla að reglan: “Einu sinni einn er einn’’ hefði þrifist á jörðu hér, ef mannvitið hefði ekki vilst hingað inn, — annað hvort St'KKllA*) BORVAIl SKALAKttKVR Vi bolli af feiti 1 bolli af svkri 2 egg \ bollar af miólk 2 bollar af bakstur mjöli (eöa 1 2-3. bolli af venjulegu hveiti mjöli) 2 tefkeiöar Magic Baking Powder Vi teskeiö salt K teskeiö soda 1 teskeiö vanilla lögur 2 x/% ferhyrningar af bökunar súkkulaöi. RenniÖ feitina. bí®ti?S í cvkri^u smAm saman, bætiö í vel þeyttri eggja rauöinni. Blandiö þurru efnunuA vel saman og látiö þau á víxl ásamt mjólkinni út í fyrri blönduna. Bætiö þá í vanilla- leginum og súkkulaðinu upp. leystu, leggiö þurþeytta eggia- hvítuija á milli. Bakiö í fitu bornum skálum viö meöal hita eöa 375°F. í sem svarar 25 mín- útur. SmyrjiÖ svo yfir meö sykr- uöu súkkulaöi. Ástæðan að Miss Lillian Loughton’s Súkklaðsbornar Skálakökur utan af öldum ljósvakans — eða máske sprottið upp úr mold- inni eins og sumir halda. Líti maður yfir sögu mann- kynsins, hlýtur hugsandi maður yrst að stinga fótum við þá ályktun, að mannvitið hefði aldrei átt hér að koma, í sam- bandi við það eru svo mikil vansmíði á jörðunni, að það hefir ekki getað helgað sér hana sem heimili. Áður en mannvitið kom í ljós, var samræmi á milli þeirr- ar veru, sem maðurinn er kom- inn frá og frumreglu jarðarinn- ar. Reglan var fast ákveðin, að vernda “einu sinni einn er einn” með því að búa hann út með sterkum hnefa — þá var hnefa- rétturinn sjálfsagður, enda jafn- gamall hnefanum. Fyrir veru á þessu stigi gat jörðin bæði verið æimili og móðir. En móðir og íeimili mannvitsins hefir hún 'nn ekki getað orðið. Þegar mannvitið vaknaði einn morg- un við það, að sólin skein beint í augu þess, var fyrsta hugsunin sem greip það: “Eg 'er í hættu’’! Það kreysti hnefann og fann að hann var sterkur. En það var samt óánægt, og endurtók orðin: “Eg er í hættu”! Þá sá það stein. Það horfði lengi á steininn og hugsaði. Afleiðingin af því varð sú að það bjó til vopn úr steininum eftir ægilega ’nörð hugsana átök. Þetta var fyrsta skekkjan í rumreglunni. — Afstaða manns is var breytt frá náttúrunni. Með uppfynding stein vopns- ins, var mannvitinu opnuð út- sýn til framþróunar, sem vann í andstöðu við frumreglu jarðar- nnar æ því meir sem lengra var farið. Þó var frumreglan svo sterk að mannvitið gat ekki dept henni og siglt sinn eigin sjó. Hefði það reynt það, hefðu afdrif þess orðið söm og jarðar- innar, ef hún hefði henst út af braut sinni og hrapað um alla eilífð. Reglan var nógu sterk il að halda, þó að skekkjunum fjölgaði. Hún var eins og akk- ?risfesti sem engir brotsjóar Slíta. En skekkjan orsakaði þjáningar. Heilt haf af bálum böls og nauða, velti brimsköfl- um sorgar og dauða að strönd mannvitsins. Og þegar mann- vitið ætlaði að gugna, kom frumreglan og sagði: “Lífið er svo mikils virði, að það verður að halda áfram hvað sem á gengur. * * * eru þjóðfrægar. “Eg nota Magic Baking Powder”, isegir Miss Lillian 'Loughton, fæðu og matreiðslu sérfræð- ingur við Canadian Magazine. “Og hvað mér heppn- ast vel öll bökun þakka eg að mestu efnisgæðum þess krafti og jafnaðargæðum.Eg laga allar mínar forskriftir eftir Magic og mæli með því fyrir alla bakn- ingu er þarfnast lyfti dufts.’’ Hið mikla hrós Miss Lough- ton er í samræmi við álit ann- ara canadiskra fæðu og mat- reiðslu sérfræðinga. Meginþorri þeirra notar eingöngu Magic sökum þess það veitir árangur við alla bökun. Canadiskar húsmæöur kjósa Maaric helzt. Enda er meira selt af því en öllu ööru dufti til samans. ÓKEYPIS MATREIÐSLIBÓK — Þegar þér bakiö heima hjá yöur. kemur sér vel aö hafa Majfic Cook Book. er hefir aö innihalda forskriftir svo tugum skiftir fyrir allskonar ilmsætar bakn- ingar. SkrifiÖ til Standard Brands Ltd., Fraser Ave. & Liberty St., Tor- onto, Ont. *Lau*t viíJ álfin” I>eMMÍ MtaöhiefliiKr A hverjmn bauk er yflní tryRKinjf fyrlr . þvf . aö M a g I c Raking I*ovviler er laust vlö rtlfm »g önn- ur Nkaðleg efnl. BúiÖ til í Canada. Mannvitið varð herra jarðar- innar. Það hélt sífelt lengra og lengra inn í myrkvið þekkingar- leysis, og kveikti á óteljandi lömpum þekkingar. En örðug- leikarnir eltu það. Myrkviðurinn reif utan af því fötin og tætti holdið ^af beinunum. Heill her af óvinum á báðar hliðar. Heimskan stóð eins og tví- breiður ístrupjakkur þvert í veg- inum, baðaði út spikfeitum hönd unum og bölvaði eins og naut. öllu þessu skeytti vitið ekki, en hélt ákveðið leiðar sinnar. En þegar það var orðið úr vinda á kvöldin, og hugði að taka á sig náðir, sat sjálfselskan í greinum trjánna og starði á það lostafullum, brennand ást- ríðu augum. Hún var svo fög- ur í blóðrauðu kvöld skininu, að allur svefn hvarf og þreytan gleymdist. Það horfði án afláts’ í þessi kolsvörtu augu sem glitr- uðu eins og dýrustu demantar. Þau voru djúp sem úthafið og dýpið var gagnsætt. Og allar unaðstundir lífsins stigu dans í djúpinu með hreifingum hábor- innar listar. Svo breiddi hún út faðminn og mannvitið hljóp í hann létt og fimlega eins og tvítugur ungl ingur, og dreymdi um algleymis nautn, — sem þyrstir æ því meir ,sem meir er drukkið. Þegar vitið vaknaði morgun- inn eftir, var vilji þess klofinn. síðan hefir mannvitið ýmist komið fram í gerfi engils ljóss- ins eða djöfulsins. Hörð hefir orustan verið milli klofninganna. Oft hafa þó kómið stundir sem engill ljóss- ins sýnist hafa ætlað að sigra og gera jörðina að heimili sínu. — Mannvitið á í endurminning- um sínum gimsteina sem aldrei fölna þó að brim tímans sverfi þá. — “Djöfullinn fór með Krist upp á ofurhátt fjall og sýndi honum öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð og sagði: “Þetta alt skal eg gefa þér, ef þú fellur fram og. tilbiður mig’’. En Kristur svaraði: “Vík frá mér Satan! Drotni einum áttu að þjóna.” — Þar þýddi ekki sjálfs- elskunni að góla galdra sína. Gengt sh'kri andans stærð, urðu töfrar hennar að hégóma og hismi. Ótal dæmi skyld þessu má finna, sem lýsa eins og stjörnur á himni um langa og kalda vetr- arnótt mannvitsins. En horfi maður á hinn klofn- inginn verður fljótt Ijóst að i hinum herbúðunum hefir einnig verið unnið að kappi. Þar get- ur að líta heilt haf af saklausu blóði fávitanna. í því blóðhafi baða sig fullir af lostagræðgi kóngar og keisarar prestar og páfar og óteljandi óþjóðalýður annar. Á veggina er máluð með giltum stöfum af mikilli list nöfn þessara náunga. Þegar maður lítur upp, gefur að líta: “Napoleon mikli’’ með risaletri. Manni verður flökurt og lokar augunum til þess að sjá ekki fleiri nöfn. * * # Það virðist engum vafa undir- orpið að orustan milli klofninga mannv. hefir verið jöfn á báðar hliðar. Enginn heildar vinning- ur hvorugu megin, fram að stríðinu 1914. Þá losnuðu öll ill öfl úr læðingi. Og þó var lýgin verst. Hún var svo ó- svífin að segja að stríðið væri heilagt þjóðernisstríð. — Þá misti kirkjan síðasta pening úr pússi sínu og getur aldrei fram- ar litið upp á réttlætið öðru- vísi en eins og saka maður, fyrir þátttöku sína í þeirri glæp- samlegu lýgi. Og lýgin lét ekki þar við sitja. Hún var svo forhert að telja fólki trú um að eftir það stríð kæmi guðsríki á jörðina, ein- mitt þegar alt var á leið út í djöful og dauða eins og nú er fram komið. Nú er það kunnugt orðið að stríðið var verslunarstríð, hóað saman af lægstu hvötum ást- ríðu æstra gullþræla, — með það fasta “plan” fyrir augum að ná takmarkalausu valdi yfir öllum verðmætum veraldar og um leið að gera lýðinn að á- nauðugum betlandi skriðdýrum. Eg gat þess í byrjun þessa greinarkorns að fyrsta skekkjan í sambandi mannsins við náttúr una hefði komið þegar hann fann upp stein vopnið. Það er löng aldaröð á milli steinvopns- ins og véla aldarinnar sem nú ríkir. Jafn langt er frákast mannsins orðið nú frá sínu upp- runalega ástandi. Það er farið að togna ískyggi lega mikið á festi þeirri, sem bundin er í líf akkeri mannsins á botni sköpunarverksins frá ó- muna tíð. Og haldi verri klofn- ingur mannvitsins að ráða á- fram í meiri hluta, á sama hátt og hann hefir gert síðan 1914 er full ástæða til að spyrja í blákaldri alvöru: Er nokkurt vit í því að vera að halda þessu mannlífi áfram? Maðurinn er kominn svo langt frá uppruna sínum, að hann getur ekki flúið til baka. Og öfl þau sem nú ráða í umhverfi því sem mann- vitið hefir skapað eru að gera honum lífið að helvíti. Það eru viðurkend sannindi að afl þarf til allra fram- kvæmda. Vélarnar eru nú á tímum sá aflvaki sem engin tak- mörk verða sett. Mannsaflið er að hverfa fyrir þeim, eins og lítil fluga á bak við fíl. Eins og kunnugt er, getur ein vél, sem einn maður stýrir, unn- ið á við þúsundir manna. Arð- ráns mennirnir fá allan gróðann af vinnu þeirra. En miljónirnav sem enga vél eiga verða al- vinnu lausir öreigar. Vélarnar fást að eins fyrir peninga, en peningarnir eru í hirslum járnhringja auðvaldsins, sem liggja utan um jörðina eins og Miðgarðsormurinn. Innan i hringjum þessum sitja nokkr- ir ístmubambar, sem traðka sam visku og mannréttindi undir fót- um eins og griðungar blómstur- völl. Þeir kreista gullið í hörð- um höndum svo að hnúarnir hvítna. Þessir menn eru kaldir í hjarta og mannvit þeirra í gerfi djöfulsins. En það eru þeir sem stjórna veröldinni á bak við tjöldin. Eg fór einu sinni í fiskiver norður með Winnipeg-vatni. í kofanum sem við bjuggum í fann eg ræfil af riti. í því riti voru myndir sem mér urðu minnistæðar. Taft, sem um eitt skeið var forseti Bandaríkjanna var sýnd- ur, með 10—20 kaðla vafða utan um sig. Aftan við forset- ann standa jafnmargir ístru- bambar og kaðlarnir og heldur hver þeirra í sinn enda, þessir svín feitu menn, táknuðu helstu auðfélög Bandaríkjanna. En fyrir framan forsetann, stendur hálfnakin kona, augsýnilega langdreginn af skorti, með dauð vona barn á handleggnum. Kon- an horfir bænaraugum á þenn- an mann, sem hún auðvitað á leit mann voldugastan og segir: “‘Miskuna mér herra!” Taft svaraði: “Gjarnan vildi eg hjálpa þér kona góð, en sérðu ekki í hvaða ástandi eg er?’’ Þetta er einföld saga stjórnmálanna. Það er engin önnur stjóm til en auðtröllin — nema á pappírnum og í ímynd- un okkar margblektra alþýðu- manna. Það er hart að verða að trúa þessu — þó er það sannleikur. Jafn erfitt er að átta sig á hinu eftir alt gumið um framfarir og aukin lífs gæði og hátt mat á mannslífinu — nema í stríði — að einstaklings framtakið er að verða einkis virði og vonlaust. Að finna kraftinn í sjálfum sér er þýð- ingarlaust síðan vélarnar fóru að vinna fyrir auðvaldið. Og þá er eg kominn að aðalatrið- inu. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja því að kjafturinn nær yfir alla veröldina. — Þar situr kapitalisminn í hásæti í konungslegum skrúða, svo dýr- um, að stáss meyjar tízkunnar verða blindar ef þær líta hann. Yfir höfði hans og til beggja hliða gína .fallbyssukjaftar í þúsunda tali. Undir sveitir her- manna hyllir á öllum hæðum. Prestar í svörtum hempum með krossa í höndum standa fyrir framan hásætið eins og mynda styttur frá svörtu öldunum og syngja án afláts eitthvað sem enginn skilur. í kringum kapi- talisman og hirð hans, er kist- um raðað í hring, fullum af gulli. Hringinn í kring um kisturnar sitja allir auðmenn og leika sér að gullinu eins og fávísir krakkar, henda því yfir höfuð sér og grípa það aftur á lofti með fimleika miklum. Eg virði fyrir mér andlit kapitalismans og dettur í hug vísan eftir Grím Thomsen: “Guðmundur kóngur er kurteis og hýr — yfir köldu býr. — Frónar eru sjónir og fölur er hans hlýr — og feiknstafir svigna í brosi.’’------- Utar á völlunum hamast Eld- gríður vélatrollið mikla og er ærið stórvirk. Framleiðir hún á svipstundu alla hluti milli him- ins og jarðar handa kapit. og hyski hans — og þó þúsund sinnum meira en það hefir þörf fyrir. Öll völundar smíði ver- aldar sækir hún á fáum sekúnd- um í dvergastein dular magna. Skamt frá hirð kapitalismans standa stjórnmálamenn ríkj- anna berhöfðaðir með silkihatta í höndum og horfa auðmjúkir með óstyrku augnaráði inn í hringinn, þar sem kapitalsism- inn situr í hásæti, og gullið glóir sem auðmennirnir skemta sér við. Utan við stjórnmála- mennina tekur við takmarka- laus víðátta. Þar ráfa miljónir manna fram og aftur eirðar- lausir með þungum áhyggju- svip. Þeir ystu eru hungraðir og klæðlitlir. — Allir mæna inn í hringinn. Sumir með biðjandi augum hundsins, þegar hann vonast eftir beini. Aðrir með hatursfullum augum tígrisdýrs- ins þegar það býr sig undir stökkið að hramsa bráð sína. Þriðji hópurinn — og hann er langstærstur, starir með skiln- ingslausum augum sauðkindar- innar á gulldýrðina, og veit ekkert hvað hann vilL Eitt aðaleinkenni merkir allan þenn- an múg — það er ráðaleysi. Stöku sinnum heyrist þytur. Svo verður alt hljótt og allir hlusta. Það sem olli þytnum var spurning sem einhver nefnd lagði fyrir stjórnmálamennina á samt kröfum um endurbætur. Þegar nefndin kom fram fyrir stjórnmálamennina, settu þeir upp silkihattana og urðu fattir í hrygginn svo bambarnir komu betur fram, sem sýndu að þeir höfðu ekki verið aldir til einkis. Svo settu þeir á sig embættis svipinn, með öllum þeim fífla- kækjum sem einkenna alla em- bættis menn kapitalismans og þeir eru alkunnir fyrir, og sögð- ust skildu taka kröfur fólksins til greina með stjórnvisku rétt- vísinnar og ráða fram úr þeim. Svo sneru þeir baki við fjöld- anum, með stórmannlegri fyrir- litning, og fóru aftur að horfa inn í hringinn. Þá tóku þeir ofan, bognuðu í bakinu og knjáliðirnir skulfu. Svo sendu þeir hraðskeyti með kröfum fólksins upp að há- sæti kapitalismans. Þegar hann hafði lesið skjalið brá hann upp hrifhvítu fílabeins spjaldi með logagiltu letri á, sem enginn var læs á nema stjórnmála- mennirnir. En þýðing letursins var þessi: “Blekkið múginn með tvíræðum loforðum, sem aldrei verða ent ef þau á nokkurn hátt koma í bága við mínar fyrirætlanir. Eg borga ykkur kaup fyrir blekkingar, og treysti ykkur því til að beita önglana með tálbeitu.” * * * Eg fann til óstöðvandi löng- unar að hverfa sem skjótast af þessu leiksviði. Meining Gríms: “Kalinn á hjarta þaðan slapp eg,” flögraði í höfðinu á mér eins og fugl sem lemur rúðu með vængjunum en kemst ekki út. i Alt í einu hljóp maður upp á stein skamt frá mér. Eg sá að hann ætlaði að halda ræðu. Eg athugaði manninn. Hann var nær því alls nakinn. Skortur og harðrétti höfðu eins og rid hæfileika hans í rúnir þær sem einkendu andlit hans frá þús- Þá er Chantecler sá cíga- rettu pappír sem þér ættuð að nota. Þúsundir skynsamra reykjenda hafa komist að þvi, að úr þessum betri pappír eru vafðir betri vindl- ingar. Reynið Chantecler pappir 120 blöð á 5c. VINDLINGA PAPPIR undum brendar i eldi reynslunn- ar — það var eins og sál hans kæmi út, og starði fyrir framan mig með líkamann í baksýn. Fjöldinn gaf honum lítinn gaum. Þó staðnæmdust nokkr ir menn við steininn og biðu átekta með vantrúar glott á vör- um . Maðurinn byrjaði athöfn sína með því að reka hnefann svo hart niður í steininn, að skinnið brast á öllum hnúum. Svo hélt hann uppi alblóðugri hendinni og sagði: “Sárt brenna fingurnir, en sárara brennur hjartað.” “Góðir hálsar! Eg var einu sinni ungur. Þá fanst mér öll veröldin vinur minn. Eg trúði ekki gamla fólkinu, sem sagði að jörð þessi væri táradalur. Eg þóttist vita bet- ur. Nú veit eg að það flutti rétt mál. Vei þeim ungu! Þeir vita ekki neitt fyr en þeir fara að eldast. Lífið sjálft—eða reynsl- an er sá eini skóli sem nokk- urt vit er í. En sá galli er á honum að hann kemur of seint. — Öll tækifæri farin hjá! Mér fanst þegar eg var ungur að eg vera svo stór og glaður, að eg geta tekið alla veröldina í faðm- nn og sýnt henni ástaratlot eins og unnustu. Svo varð eg prestur. Eg hélt að eg mundi lyfta veröld- inni á hærra stig með því að prédika mínar eigin skoðanir, sem í raun réttri voru í sam- ræmi við Krist og aðra bestu menn þjóðanna. En mér til mikillar undrunar kom kirkjan fjúkandi reið og sagði að eg ynni á móti sér. Hún færði auð- vitað engar ástæður fyrir sínu máli frekar en hún er vön. — Svo rak hún mig. Þá sá eg í fyrsta sinn í úlfseyru veraldar- innar. Seinna sá eg ófreskjuna alla. Lang beztu kaupin . . nokkru sinni boðin af MOFFAT’S Jafnvel á þessm afsláttar tímum, vert51agit5 er alveg sérstakt. Þessl undursama “COMPACT” gertS, hefir fjölda margt til síns ágætis. Hún er fyrirferöarlítil, hefir 4 eldhólf postulíns lagðan bökunarofn, ábyggilegan hitamæli á ofnlnum, þessutan fylgir henni Moffat ábyrgð. Skoðið þessa gerð á Hydro Aðeins $89.50 í peningum sýningarstofunni, eða símið eðn SM.riO f iiÍðiirliorKun #4.00 fi mðniiðl. 848132 Hverjuin knupenda að <Com|•act, yflr Meptembermfinuð verður gef- iiin f kaupliætl ketill eða 2 atelk- ara pöiiiiur, lagtiar belnlltum eða hvftum Knarael. MUNIЗað kaupendur þess- ara rafeldstóa fá $18 afslátt- tnn á vírlagningar og innsetn- ingar kostnaðinum. Cfty ofWmnfpeá

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.