Heimskringla - 14.09.1932, Page 4

Heimskringla - 14.09.1932, Page 4
4 BLAÐSÉÐA HEIMSKRINGLA Ifeimskrittgla (Stofnuð 188S) Kemur út á hverjum miðvlkudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537______ Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON «53 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstfóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” Is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-S55 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 14. SEPT. 1932 ER GÁTAN RÁÐIN? Fyrir nokkrum árum kom út bók eftir Stephen Leacock, prófessor við McGill- háskólann í Canada, er hann nefndi ef oss rangminnir ekki: “The unsolved Prob- lem of Social Justice’’. Yrði það á ís- lenzku, sem næst því, að vera hin óráðna gáta þjóðfélags fyrirkomulagsins. Bókin ræddi um þjóðskipulag framtíðarinnar, en í henni varð þó ekki að annari niðurstöðu komist en þeirri, að ókleift myndi reynast nútíðar kynslóðum, að leggja nokkurn þann grundvöll er undirstaða gæti orðið til langframa þjóðfélagsskipun mannkyns- ins. Það væri aðeins hægt að tjalda til einnar nætur í því efni. Það færi með fyrirkomulag þjóðskipunar eins og með húsakynnin, sem ein kynslóð sveittist við að reisa, en næsta kynslóð rifi niður vegna þess, að þau væru ekki aðeins ó- vistleg, heldur jafnframt til storkunar smekkvísu auga hennar. Þann er skoðun þessarar bókar aðhyll- ist þarf ekki að furða neitt á byltingum og breytingum á stjómskipulagi í þjóðfélag- inu. Höfundur lítur á þær sem hverja aðra eðlilega framþróun. En jafnframt verða menn þó hins varir að hann skoðar ýms- ar stefnur, svo sem einstaklingsfrelsi held ur ekki einhlítt til varanlegra þjóðfélags- bóta. Um bætt og breytt þjóðskipulag, er nú meira talað en nokkru sinni fyr. Á krepp- an aðallega þátt í því. Hún er svo víð- tæk, að hennar gætir nú út um allan heim. Og hún er þeim mun áhrifa meiri inn á við, sem menn hafa fram á síðustu daga átt betra og fulkomnara lífi að venjast en áður og finna því meira til slíks þjóðfélagsmeins en nokkru sinni fyr. En þó margt hafi verið sagt um orsök kreppunnnar og markið verið allvel hæft stundum að því leyti, hefir lækninga að- ferðin eða endurbæturnar á þjóðskipulag- inu, ekki að sama skapi verið skýrðar eða virst mönnum Ijósar. Sú gáta er enn ó- ráðin og verður ef til vill seint til hlítar ráðin, eins og höfundur bókar þeirrar, er hér hefir verið minst á, heldur fram. Eins og gefur að skilja, er það engin ráðning hennar, að formæla stjómum, auðvaldi, kirkjum eða sérstökum félögum, eins og gert hefir verið í mörgum að- sendum greinum er birtar hafa verið í þessu blaði, og sjá má vott í greinum á öðrumstað í blaðinu þessa viku. Það er eflaust nokkur raunaléttir í því, að geta komið skuldinni á aðra með því, og kent öðrum um en sjálfum sér, að ástandið er nú erfitt, borið saman við kreppulaus ár, að minsta kosti. Það er huggun að geta þvegið hendur sínár af því, að eiga nokkurn þátt í því, að mönnum líði ver en áður. En hverjir bera ábyrgðina á því? Það er ljóst, að auðvaldið kemur þar fyrst og greinilegast til sögu. En þar er þó ekki nema hálfsögð saga. Hvernig varð því mögulegt, að koma því til leiðar, sem það hefir gert, að þessu leyti? Það hefir um langt skeið verið hróp alþýðunnar, að veita einstaklingnum stjórnarfarslegt frelsi. Með því átti að koma því til vegar, að jafnt gengi yfir alla. Og svo er þetta stjórnarfarslega frelsi veitt öllum jafnt. En hvernig hefir það reynst? Ekkert þjóðfélag hefir með frjálsari stjórnarfarslegri löggjöf verið stofnað á síðastliðnum öldum en í Bandaríkjunum var gert. Ríkisstofnlög Bandaríkjanna virtust veita einstaklingnum alla von urn uppfyllingu allra sinna háleitustu hug- sjóna. Enda fylgdu því auður og velmeg- un, svo mikil í fyrstu, að til þess eru engin dæmi í sögunni. En þrátt fyrir alt, hefir nú til þess leitt, að nú verður ekki um Bandaríkin sagt, að þau séu að verða fjöldanum sú Paradís, sem vænta mátti. Ekki dettur oss þó í hug að halda fram, að þar sé ver ástatt í þessu efni, en í öðrum löndum, nema síður sé. En hinnar langþráðu hugsjónar um vellíðan allra var ekki gætt, sem skyldi. Fjöldinn kunni ekki með frelsi sitt að fara. Það er hin sorglega saga þeirrar tilraunar í einni setmngu sögð. Á Rússlandi er nú annar slíkur þjóð- félagslegur bjargráða draumur að komast í framkvæmd. Að vísu er aðferðin þar önnur. Þar er ekki teflt á það, hvernig alþýðan ræður fram úr málum sínum, heldur sá stjórnmála flokkur, sem grund- völl hefir lagt að nýju stjórnskipulagi og stjóruar, án þeirrar íhlutunar almennings, sera i eitt er í lýðræðislöndum og hann varðar útlegð að gagnrýna heima fyrir. Atkvæðisrétturinn þar er með öðrum orð- um ekki eins beinn og óbrotinn, sem t. d. í Bandaríkjunum og stjórnarfarslegt frelsi almennings, því ekki eins mijiið En verður pað nú l framtíðinni farsæila eu stjórnskipulag Bandaríkjanna? Er það trygging velferðar alþýðu, að hún hafi obeinni eða takmarkaðri áhrif á stjórnar athafnirnar? Úr því verður tím- 'iun að leysa En sé svo, er gátan ráðin á annan hátt en þegar ætlað var, að l»ún væri fólgin i sijórnarfarslegu frelsi cin- staklingsins. Þegar ameríkuferðirnar hófust heiman af íslandi, og amast var fremur við vest- urförum en hitt, kvað hið vitra mannlifs- skáld íslendinga, Kristján Jónsson, um það á þá leið, að hann áteldi engan fyrir það, að leita gæfunnar, þó ijóst mætti það vera fyrirfram, að hana væri ekki fremur að finna á vesturslóðum, en annar staðar. Þeir mættu því fara í friði fyrir sér! Að hve miklu leyti, að vesturfararnir skoða nú skáldið hafa með sannleika farið, skal ekkert sagt um. En þó ætlum vér ekki fjarri, að því sé eitthvað svipuð leitin að stjómarfarslegri tilhögun, er geri alla menn sæla. Ekki er þó með því sagt, að hún kunni ekki að vera til, í einhverjum takmörkuð- um skilningi, eða sem farsæld gæti af sér leitt um stundar sakir, ef menn kynnu að nota tækifærin, er bjóðast, betur en einstaklingsfrelsið hefir verið notað. Og þá erum vér að því atriði komnir aftur, hverjir ábyrgð beri á ástandinu eins og það til dæmis er nú. Eru það að- eins auðmennirnir, stjórnirnar eða kirkj- urnar?. Þó ilt sé frá að segja, er höfuð orsök þess, að jafnrétti skortir tilfinnan- lega í þjóðfélaginu, eigi síður almenningi en öðrum að kenna, nema fremur sé, í hverju því þjóðfélagi, er við lýðræði á að búa. Það er hann, sem ekki hefir skil- ið, hvað til síns friðar heyrði. Það er hann, sem öllum áhyggjum sínum hefir kastað á aðra, í stað þess að gæta réttar síns, eins og þegnskyldan lagði honum á herðar. Það er hann, sem hefir brugð- ist sjálfum sér, en bregður svo öðrum um að hafa gert það. Hver gat hann bú- ist við að yrði honum trúr, þegar hann var það ekki sjálfur? í tali manna verður þess oft vart, að þeir skoða hvorki eitt né neitt í þjóðfé- laginu koma sér hina minstu vitund við. Og eins og þetta nær til þjóðfélags- mála í heild sinni, svo nær það og til hinna smærri félagsmála. Það er ekki sjaldan að maður verði þess var í hópi íslendinga, að öll upphugsanleg bölvun þar og skakkaföll, séu annaðhvort kirkj- unum, Þjóðræknisfélaginu, íslenzku blöð- unum eða Goodtmeplarafélaginu að kenna. Og það eru auðvitað þeir, sem ekkert liðsinna þessum félögum, sem hæst hafa um áhrifaleysi þeirra til góðs, alveg eins og þeir ganga bezt fram í því, að kenna öðrum um misfeilur þjóðfélags- ins, er aldrei létu sig það neinu skifta, að bægja hinu misjafna burtu, og skoð- uðu það meira að segja sér óviðkom- andi. Um afleiðingarnar verður ekki hið sama sagt, en þó er vafasamt, að þær opni augu manna fyrir því, að þær séu einum sem öllum, en ekki að eins vissum þegnum þjóðfélagsins, að kenna. Þeir sem að leyfa hóflausri einstaklings auðssöfnun að festa rætur, eru eins sek- ir um það mein þjóðfélagsins og garð- yrkjumennimir, auðkýfingarnir sjálfir. Það hefir oft verið sagt, og eins oft verið mótmæit, að hver þjóð eigi við það skipulag að búa, sem hún verð- skuldar. Hvað sem um það er, þá er það víst, að þjóðfélagsskipunin er manna- verk, en ekki verk guðs eða náttúrunnar. Það er ávöxtur mannlegs anda, hversu aumleg sem aldinin kunna að vera á að líta. “Eitt er landið, ein vor þjóð, auðnan sama beggja,’ ’segir Matthías. Þegar ein- staklingurinn hefir eignast þá hugsjón, og það viðhorf, í stað þröngsýni og þrátt- girni um svo smávægilega hluti, að engu skifta, þá fyrst er von til þess samræmis í samlífi borgaranna, er búast mætti við að sprytti og blómgaðist í akri nútíðar menningar og vísindalegs þroska. En með því er auövitað ekki sagt, að gátan um það, hvert sé farsælast stjórnskipu- lag, sé ráðin. Hún mun, eins og Stephen Leacock heldur fram, síðla verða ráðin í eitt skifti fyrir öll, því þar kemur til greina andlegur þroski allra þegna þjóð- félagsins. ENGIN FJARSTÆÐA. Bréf birtist í öðru dagblaði þessa bæj- ar s.l. föstudag, er ekki verður kallað nein fjarstæða. Efni þess er það, að Brackenstjórnin ætti að segja af sér um stundarsakir, og láta á meðan fara fram ítarlega rannsókn á, hvort aðrar stofn- anir, undir eftirliti fylkisstjórnar, séu sömu örlögum fjáróreiðu háðar, sem há- skólinn var, vegna lélegs eftirlits stjórn- arinnar. Hin margendurteknu skakkaföll Brac- kenstjórnarinnar í þessu efni mæla fylli- lega með þessu. Þau byrjuðu í sjálfri fjármáladeildinni, með þjófnaði, er áfram hélt tímum saman, unz hann nam orðið yfir hundrað þúsundum dala. Næst kem- ur óreiðan fram í fylkisbankanum, þá í bændalánsdeildinni, og nú síðast hjá fjár- málafulltrúa háskólans. Það má minna grand í matnum finna en þetta, og þegar þar við bætist hvernig hag fylkisins hefir hrakað, og stjórnin virðist enga rönd geta reist við því, eða nokkurt viðnám veitt vaxandi skuldum, er ekki nema eðlilegt, að almenningi þyki nóg komið af svo góðu, og hann krefjist nú, að hér sé í taumana tekið. Bréfið, sem stílað er til fylkisstjóra, og fer fram á óháða rannsókn á hag fylkis- ins, tekur það fram, að komi í ljós að rannsókninni lokinni, að stjórnin sé vand- anum vaxin að fara með völd, taki hún auðvitað aftur við stjórn. En almenningur sé nú farinn að bera brigður á það og því verði ekki við annað unað en rannsókn, er fram fari nú þegar. Þó ekki sé það í bréfinu nefnt, er mjög sennilegt, að háskólaráðið sé sama dómi háð í almenningsálitinu, og ætti einnig að segja af sér. Að einhver gangskör verði að því ger, að rannsaka þessi mál frekar en á þann hátt, er fylkisstjórnin virðist ætla að láta sér lynda, er nauðsynlegt, ef ekki óumflýjanlegt, eins og á stendur. “FÉLAG TÓNLISTAR JÓNS LEIFS”. Á öndverðu þessu ári, var efnt til fé- lagsstofnunar á íslandi, sem er þess eðlis, að Vestur-íslendingum ætti að vera gefinn kostur á að kynnast henni. Félag- in nefnist “Féíag tónlistar Jóns Leifs.’’ Jón Leifs er sá af íslenzkum tónlistar- mönnum, sem mesta athygli hefir vakið meðal erlendra þjóða. Hann hefir samið almikið af orkesturverkum, sem leikin hafa verið víðsvegar á meginlandi Norð- urálfunnar, og orðið tónlistardómurum að meira umræðuefni en títt er um verk þeirra manna, sem eiga sér tiltölulega skamman feril að baki og eiga auk þess óhæga aðstöðu til þess að ryðja sér braut. En sérstök ástæða er fyrir ís- lenzka menn að fylgjast með starfi þessa manns fyrir þá sök, að Jón Leifs hefir lagt óvenjulega stund á að kanna anda og eðli íslenzkra þjóðlaga, rímnalaga og tvísöngslaga og leitast síðan við að túlka þann sama anda í eigin sjálfstæðum verk- um sínum. Þetta hefir honum tekist með þeim hætti, að ýmsir tónlistardómarar hafa haft þau ummæli um verk hans, að oss má á enga lund á sama standa. Jafn- framt tónverkum sínum hefir Jón Leifs einnig samið mikinn fjölda rittgerða, sem út hafa verið gefnar í hljómfræði-tímarit- um, og gert þar grein fyrir einkennum íslenzkrar, alþýðlegrar tónsmíðar og fært fyrir því rök, að hún væri ekki eingöngu sérkennileg að tilfinningalífi, heldur einn. ig gefi bendingar um, að hér væri að ræða um hina mikilsverðustu heimild til rann- sóknar á skapferli hins norræna kynþátt- ar. En nú er sá ljóður á ráði þeirra manna, sem fást við verulega alvarlegar tónsmíð- ar, að verk þeirra eru ekki að sama skapi útgengileg verzlunarvara sem starf þeirra er mikilsvert. Og um mikinn fjölda hinna ágætustu núlifandi tónskálda má segja, að verk þeirra mundu alls ekki koma fyr- ir almenningssjónir, ef ekki væri gripið til þess ráðs, að safna áskriftum fyrirfram og fá vinveitta menn á annan hátt til að styrkja útgáfurnar. Og nú hafa áhuga- samir menn á íslandi efnt til félagsskapar til þess að koma verkum þessa manns á fram- færi. í aprílmánuði síðastliðn- um, birtu þeir ávarp það í ís- lenzkum blöðum, sem hér er endurprentað. “Vér undirrituð höfum gerst stofnendur að félagsskap, til að styðja útgáfur á tónverkum Jóns Leifs, og skorum við hér með fyrst og fremst á sam- landa vora að stuðla með þátt- töku sinni að því, að félagið megi sem bezt ná tilgangi sín- um. Það er óþarft að fjölyrða um ástæður vorar til þess að stofna félag í þessu skyni. Jón Leifs hefir á síðustu árum lokið við fullan tug stórra verka fyrir or- kestur. Nokkur af tónverkum hans hafa verið leikin opinber- lega, bæði á íslandi og erlend- is, og hlotið mjög loflega dóma, enda er nafn hans orðið vel þekt meðal tónmentamanna er- lendis. Þegar “Minni íslands’’ eftir hann var leikið á norrænu hátíðinni í Kiel 1930, undir stjórn tónskáldsins, þá kváðu margir tónlistardómarar upp úr með þá skoðun, að verk hans væri það þjóðlegasta og nor- rænasta allra þeirra tónverka, sem þar voru flutt, að ný sér- kennileg íslenzk tónlist hæfist með verkum hans. Þetta kemur heim við þá skoðun, sem Jón Leifs fyrstur manna hefir boð- að heima og erlendis, í grein- um sínum um íslenzkt tóiilistar- eðli, að í þjóðlögum vorum og rímnastemmum væri efniviður í sjálfstæða og heimsgilda æðri tónlist. Prentun mikilla tónverka er dýr, og nú á tímum sérstaklega margvíslegum örðugleikum háð, eins og ljóst er af því, að sum verk ýmsra þektustu tónskálda Evrópu, eru gefin út með til- styrk einstakra manna eða tón- listarfélaga. Oss er kunnugt um að merk þýzk forlagsfirmu hafa áhuga á að gefa út verk Jóns Leifs, og vilja taka á sig nokk- urn hluta af kostnaði við prent- un þeirra, og er það ætlun vor, að félagið semji við firmu þessi um útgáfurnar. Nokkur minni verk Jóns Leifs, íslenzk þjóð- lög og fleira, hafa verið gefin út í Þýzkalandi, og mun félag- ið styðja bæði framhald í þá átt og einnig útgáfu hinna meiri verka hans. Er gert ráð fyrir að sérstaklega verði vand- að til þeirra eintaka, sem félags- menn fá, og að þau verði einn- ig tölusett aðeins fyrir þá, eins og tíðkast, þegar menn vilja auka peningagildi vandaðra bóka. Enn fremur er gert ráð fyrir, að félagar njóti annara hlunninda í hlutfalli við tillag sitt, sem er minst kr. 10.00 á ári. Vér sjáum ekki, að framar sé neins að bíða, áður en stofnað er félag til þess að framkvæma þá sjálfsögðu skyldu, að leggja rækt við tónlist Jóns Leifs með því að stuðla að útgáfu verka hans. Vér vonum að þjóðhollir íslendingar, utan lands sem inn- an, vilji taka höndum saman um þetta menningarmál. Þeir, sem vilja gerast með- limir í félaginu, tilkynni það vararitara þess, Magnúsi Þor- geirssyni, Bergstaðastræti 7, pósthólf 714, Reykjavík.” Undir ávarpið eru rituð nöfn yfir fjörutíu manna og kvenna, þar á meðal tónskáldanna Björg vins Guðmundssonar, Emils Thoroddsens og Páls ísólfsson- ar. Jafnframt félagi þessu á ís- landi hefir verið sett á stofn deild af því erlendis. Er heim- ili deildarinnar í Þýzkalandi, enda hafa ýmsir mikilsvirtir Þjóðverjar þegar gengið í fé- lagsskapinn, og gert er ráð fyr- ir að tónsmíðarnar verði prent- aðar þar. Heimilisfang erlendu deildarinnar er á þessa leið: An die Gesellschaft der “Jón Leifs Gesellschaft’’ Auslands- WINNIPEG 14. SEPT. 1932 I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðnj sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla. er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá. Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. gruppe, Berlin W 15, Schaper- strasse 22 (Dr. Kroner). Mér þykir næsta sennilegt, að ýmsum V.-íslendingum munl leika hugur á að láta þetta mál að einhverju leyti til sín taka. Ungu fólki meðal vor, sem fæst við tónlistarnám, fer fjölgandi, og ýmsir hafa þegar getið sér nokkurn orðstír á því sviði. — Ekki væri ósennilegt, að því fólki þætti gagnsamlegt og fróðlegt að kynnast nútímatúlk un á tónsmíðum ættbálks síns. En annars á þetta mál ekki síð- ur erindi til annara íslendinga, þótt ekki hafi þeir stundað hljómlist sérstaklega. Þess má geta, að nú er þeg- ar tekið að prenta orkestur- verkið “Minni Islands’’ með til- styrk félagsins, og fá félags- menn vandað eintak af verkinu, prentað á betri pappír með sér- stöku titilblaði og tölusett; þessi eintök verða alls ekki fáanleg í bóksölu, en einfaldari eintök verksins kosta hjá forlaginu hér um bil þrisvar sinnum meira en ársgjaldi félagsmanna nemur. Ef til vill þætti einhverjum ó- þægilegt að skifta við félags- deildina á Þýzkalandi, málsins vegna. En til þess að greiða fyrir almenningi, hefir Þjóð- ræknisfélagið góðfúslega orðið við þeim tilmælum að verða meðalgangari manna. Hefir stjórnarnefnd þess falið undir- rituðum að annast málið fyrir sína hönd, og er því vandinn sá einn fyrir þá, sem hug hefðu á að gerast félagar, að senda mér nöfn sín og heimilisfang ásamt tveggja dollara ársgjaldi. Fyrir ársgjaldið fá þeir margfalt andvirði þess í tónverkum, jafnframt meðvitundinni um að hafa styrkt markvert þjóðþrifa- fyrirtæki. Ragnar E. Kvaran. 796 Banning St., Winnipeg, Man. ÞÆTTIR úr spænskri bókmentasögu. Mærin frá Elche. Það virðist svo þegar menn líta á landabréfið, að íberski skaginn sé mjög einangraður, þar sem að honum liggja höf á þrjá vegu, en á einn veg hin hrikalegu Pýreneafjöll þvert yfir eiði það hið mikla, sem tengir skagann við meginland Evrópu. Og því gætu menn hugsað, að íbúar skagans hefðu jafnan átt hægt með að lifa sínu lífi óáreittir, varðveita frelsi sitt og efla þjóðfélagsein- inguna. í rauninni hafa þó hvorki höfin né fjöllin verið nógu sterk víggirðing til að bægja frá þeim útlendu innrás- arherjum. Þvert á móti hefir Pýreneaskaginn ekki getað sloppið við neina þá plágu, sem þjóðflutningar og víking her- skárra nágrannaþjóða höfðu í för með sér. Landabréfið getur ekki held- ur gefið réttar hugmyndir um afstöðu og eðli hinna ýmsu landshluta. Fjallagarðar eða “si- erras” liggja hér og þar um landið og skifta því í héruð mis- jafnlega stór. Samgöngur eru oft ógreiðar yfir þessa fjall-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.