Heimskringla


Heimskringla - 14.09.1932, Qupperneq 5

Heimskringla - 14.09.1932, Qupperneq 5
WINNIPEG 14. SEPT. 1932 HEIMSK.R1NGLA 5 BLAÐSÍ£.a garða. Vegna hæðarmismunar frá sjó og ýmsra annara orsaka eru héruðin næsta ólík að lofts- lagi, Jarðvegi, gróðri o. s. frv. Hvað getur t. d. verið ólíkara en kastiljanska hásléttan, þyrk- ingsleg, óblíð að verðáttufari og fáskrúðug, og austur- eða suð- urströndin, þar sem gróðurinn minnir helst á plantekrur eða vinjar suður í hitabeltinu? Eins má segja, að Pýreneadalirnir norðanvert við Ebró séu harla ólíkir norðurdölum Kantabríu- fjalla og Galisíuströndinni. En það er ekki nóg með það, að öll þessi héruð séu ólík frá land- fræðilegu sjónarmiði, heldur hafa þau og sætt ólíkum örlög- um í sögunni, þau hafa verið numin og bygð á mismunandi tímum af ólíkum þjóðflokkum, sem höfðu ekki sömu menningu tungu né trúarbrögð. Eining landshlutanna í menningar- og stjórnarfarslegu tilliti var verk margra alda og tókst ekki fyr en eftir margar hishepnaðar til- raunir. Og þrátt fyrir eining Spánar, sem svo seint og erfiðlega varð til lykta leidd, þá eru í fáum löndum jafn greinileg sérein- kenni hvers landshluta og menn óvíða jafn fastheldnir við forn- venjur sinar og héraðsmállýsk- ur. Hverjir fyrstir bygðu Spán verður engum getum að leitt, en fyrstu íbúarnir, er sögur fara af voru hinir svo nefndu íberar. Þeir eru fyrst nefndin á nafn í skrifum rómverska sagnaritar- ans Varró, sem uppi var á 1. öld fyrir Krist, og notar hann þetta heiti yfir ættkvíslir þær, sem áttu sér hústaði á hans dögum umhverfis Ebro-fljótið. Um uppruna Ibera er alt á huldu eins og vænta má. Menn hallast þó mest að þeirri skoð- un, að þeir hafi komið frá Asíu og verið náskyldir frumbyggj- um Kaldeu og Assýríu eða hin- um svo nefndu “Súmer-Akkadi- um” eins og úral-altaísku þjóð- irnar’’ (Finnar, Mógúlar o. s. frv.) nú á dögum. Þeir munu hafa brotist inn á Spán að sunn an, komið frá Afríku. Þar munu þeir hafa látið eftir sig ýms vegsummerki og ef til vill átt talsverðan þátt í myndun egip- sku þjóðarinnar. Um menningu þeirra á Spáni verður lítið sagt. Eitt verk er það, þó, sem varðveist hefir eft- ir þá og er þögull en órækur vottur um það, að þeir hafi að minsta kosti á sviði myndlistar- innar staðið merklega framar- lega með tilliti til þáverandi þroksastigs manna. Það er “mærin frá Elchp”, brjóstlíkan af ungum, fríðum kvenmanni, meistarlega skorið út í kalk- stein og málað yfir með ýmsum litum. Það fanst á öndverðu sumri 1897 nálægt borginni Elche, alldjúpt niðri í jörðinni innan urn mannabein, brot af leirkerum og áhöldum, sem gáfu til kynna að þar mundi vera gröf frá dögum íbera. Finnend- urna rendi engan grun í, hve fágætan dýrgrip og listaverk þeir hefðu komist yfir og seldu það fyrir eina 4,000 franka eða tæplega þá upphæð, sem háls- menið og annað skraut á líkan- inu var virt á. Nú er það á Louvre-safninu í Parísborg. Þar mætti það standa við hlið Afró- dite frá Milos og þyldi vej sam- anburðinnn, þótt það sé ekki eins og flestar aðrar höggmynd- ir fornaldarinnar, sem varð- veizt hafa, tákn einhvers átrún- aðar, heldur að öllum líkindum mynd af íberiskri hefðarkonu. Það sýnir höfuðbúningurinn, fötin og skartgripirnir, sem koma alveg heim við það sem menn vita best um búninga fólks á þeim tímum. Ef trúa má orðum Théophile Gautier’s hefir raunsæi ríkt frá öndverðu yfir spænskri list og hvorki hugarflug né fyrirframsann- færingar orkað neinu gegn því. Og hafi svo ávalt verið, veröa menn að játa, að íberiskir kven- menn hafi verið einkar fríðir sýnum. Andlitsdrættir meyjar- innar frá Elche lýsa, þrátt fyrir greinileg austurlensk áhrif, sér- kennilegri fegurð, sem ekki verður vart annarstaðar en á Spáni, enda má enn þá sjá sama ættarmótið yfir ungum stúlkum í Murcia og Alicante. “Mærin frá Elche’’ er Carmen vorra tíma, skreytt dýrindis djásnum eins og Salammbó, hin fagra konungsdóttir úr Karþagóborg, þessi sama Carmen, sem spænsk skáld og rithöfundar síðari tíma engu síður en listamenn hafa tilbeðið og tileinkað mörg sín fegurstu meistaraverk, eins og síðar mun vikið að. Um beina afkomendur íbera nú á dögum getur vart verið að ræða, en þó eru nokkurar líkur til að Baskar séu það, og ef til vill Berbar í Afríku. Sumir halda fram, að íberar hafi ekki einungis dreifst um alla norður- Afríku og Spán, heldur einnig um Suður-Frakkland, ítalíu Sikiley, Korsíku og máske fleiri lönd og hafi á 15. öld f. Kr. myndast stórt íberískt-lybiskt ríki, sem kept hafi um yfirráð- in í Miðjarðarhafinu við Egypta og Fönika, en orðið undir í við- ureigninni við þá; Og frá þeim tíma séu fyrstu nýlendur Fönik- íumanna á Spáni. Nágrannar íbera voru Lígúrar á Frakk- landi, sem síðar brutust inn á Sján og blönduðust íbúunum í norður- og Vestursveitum lands- ins. Voru þeir ekki ósvipaðir íberum eftir því sem höfuð- mælingar virðast nú benda til (hvorirtveggja langhöfðar). Á árunum 600—400 f. Kr. komu Keltar fyrst inn á Spán. Ei þeirra a. m. k. ekki getið fyr en á fjórðu öld, að gríski ferða- maðurinn Pyteas telur þá búa á vestanverðu því landi, sem nú nefnist Frakkland. Þeir voru einnig komnir frá Asíu og dreifð ust víða um lönd. Þeir voru Indógermanskir eða arískir, ó- skyldir Iberum, ósiðaðir mjög og létu ekki að sér kveða í menningarlegu tilliti. Eftii marg-ítrekaðar innrásartilraun- ir tókst þeim að leggja undir sig allverulegan hluta Pýrenea- skagans, og tóku sér þar ból- festu. íberar höfðust eftir það við í Pýreneadölum, á strand- lengjunni við Miðjarðarhafið og suður-Spáni. Aftur urðu Kelt- ar í meiri hluta þar sem nú heitir Galisía og Portúgal. Á allri norðurströndinni og um miðbik landsins runnu þjóðflokk ar þessir saman, en þó bar meira á íberum, og gengu þeir undir nafninu Keltíberar í forn- um ritum. Föníkar tóku fyrst að venja komur sínar til Spánar á elleftu öld f. Kr. Fyrir þeim vakti ekki annað en auðgast á verslun sinni við landsmenn. Þeir hættu sér ekki langt inn í landið, en létu sér nægja að reisa víggirtar borgir og verzlunarstöðvar á ströndinni (suður- og austur- strönd skagans), þar sem höfn var góð. Ein af þeim borgum var Cadiz, sem nú er ein af stærstu sjóverslunarborgum Spánar. Föníkar kendu lands- miönnum leturgerð og mynt- sláttu. Grikkir höfðu einnig djúp áhrif á menningu þeirra. Þeir komu til Spánar í verslun- arerindum eins og Föníkar og settust að í Katalóníu, Valencíu og Galisíu og finnast þar enn menjar um veru þeirra. í fjórar aldir réðu Karþagó- borgarmenn yfir Spáni. En er öðru púnverska stríðinu lauk, höfðu þeir orðið að yfirgefa landið, sem þá komst smám saman undir yfirráð Rómverja. Allar þessar austrænu þjóðir höfðu mikil menningaráhrif á , íbúa Spánar, útbreiddu tungur sínar og trúarbrögð, kendu þeim handiðnir, listir, notkun peninga og leturgerð, og minna íberísku stafirnir á föniska letr- ið, enda þótt enn hafi ekki tek- ist að ráða þá til hlítar. Alt til þess tíma, er Rómverjar herj- uðu á Spáni, eða 200 árum f. Kr., var ekki um neinar veru- legar bókmentir að ræða með | Spánarbúum. Þó er þess getið i fornum annálum, að íberísku ættkvíslirnar, er bjuggu þar er nú heitir Andalúsía (Túrdetanar og Túrdúlar) hafi verið alllangt komnir í menningu, hafi stund- að akuryrkju, iðnað og verslun og auðgast mikið. Sagt er og, að hjá þeim hafi ritment verið á háu stigi, að þeir hafi átt sög- ur og annála, kvæði og lagasöfn í bundnu máli, sem þá voru 6,000 ára gömul. En ekkert af því hefir varðveist til vorra daga. Aftur á móti eru til á- letranir margar — um 100 að tölu — frá íberísku tímunum, grafnar í stein og málm, á pen- inga o. s. frv. Það vita menn nú, að með íberum hafa verið miklir listamenn. Sönnun þess er ekki að eins hin aðdáanlega mynd frá Elche, heldur ótal margar aðrar höggmyndir, út- skornir munir og málaðir, sem fundist hafa í Cerro de los Sant- os og víðar. Og þar sem “m'ær- in frá Elché’’ ber af öllu öðru, er varðveist hefir frá íberísku öidinni, er við hana kent þetta fyrsta tímabil í menningarsögu Spánar. Þórh. Þorg. —Vísir. NAUÐSYN VÍSINDALEGRA RANNSÓKNA Á SKILYRÐUM fSLENZKRA ATVINNVEGA Álit Fr. Weis prófessor. Frjómoldin og gerlarnir. Skóg- rækt, nautpeningsrækt og saltfiskur. í gær hvarf próf. Fr. Weis hemleiðis með Drotningunni. Hann kom hingað með sama skipi fyrir 10 dögum. Hann hefir notað tímann vel þessa daga, gengið aö því með oddi og egg að kynnast landinu, og atvinnuháttum vorum jafnframt því sem hann hefir haldið há- skólafyrirlestra sína. — Hann hefir farið austur um Suður- landsundirlendi, um Mosfells- sveit, Kjalarnes ( og Kjós, til Þingvalla og suður á Reykja- nesskagann. Hvar vetna hefir hann athugað jarðveg og jarð- myndanir, og tekið með sér all- mikið af sýnishomum af jarð- vegi til rannsókna á vinnustofu sinni í Höfn. Fr. Weis prófessor hefir, sem kunnugt er, um langt skeið ver- ið kennari við Landbúnaðarhá- skólann í Höfn, jafnframt því, sem hann hefir fengist við víð- tækar vísindalegar rannsóknir á jarðvegi og gróðri. Fyrir löngu er hann víðkunnur mað- ur fyrir rannsóknir sínar og rit. En eitt af stórfeldustu störfum hans, er rannsóknir hans á jarð- vegi jósku heiðanna. Síðastlið- in 60 ár hafa Danir, sem víð- frægt er orðið, unnið hin mestu stórvirki, við ræktun hinna ó- frjóu heiða. En það er ekki fyrri en fyrir fáum árum að Fr. Weis, próf, tókst, með ítarleg- um rannsóknum á eðli jarð- vegsins þar, að sýna fram á, hvernig ætti að fara með heiða- jarðveginn til þess að hann ‘nyti sín’, til þess að bestu eiginleikar hans kæmu í Ijós. Með hinni réttu meðferð, sem hann hefir sýnt, og útskýrt vísindalega; hefir honum tekist, á tiltölulega skömmum tíma, að gerbreyta hinum lélegasta heiðajarðvegi í frjósamar skóglendur. Eins og nærri má geta, hefir Weis prófessor fengið svo góð vinnuskilyrði, sem frekast er unt, ríflega aðstoð og hinar fullkomnustu vinnustofur og tæki, þar sem hægt er að grand skoða alla eiginleika jarðvegs, efnainnihald, eðlisástand' alt og gerlagi;óður. Frásögn Fr. Weis. Mbl. hefir haft tal af Fr. Weis, og fengið hjá honum á- lit hans á íslenskum jarðvegi og ísl. atvinnulífi, eins og það kemur honum fyrir sjónir eftir þessa heimsókn hans. Uni gróSurmátt jarðvegsins. Þar eð aðalstarf mitt er jarð- vegsransóknir, segir Fr. Weis, hefi eg gefið hinum íslenska jarðvegi mestan gaum. Maður er ekki fyrr kominn hingað, en það verður komumanni augljóst, að hér á landi er um alveg sér- kennilegan jarðveg að ræða, mjög svo frábrugðinn annara Norðurlanda, sem eðlilegt er, hér í eldfjallalandinu. Eftir þeim efnagreinum sem eg hefi séð af íslenskum jarð- vegi, er næringarefna forði hans nægilegur, að öðru leyti en því, að hér mun allvíða vera vöntun á fósforsýru og kalí. Aftur á inóti er köfnunarefnis forði jarðvegsins hér sýnilega mikill. En verkefni manna verð- ur að fá því til leiðar komið, að sá forði komi jurtagróðrinum að notum. Eðlisástand jarðvegsins virð- ist og vera hér ágætt, og jörð virðist hér yfirleitt ekki vera eins súr í upprunalegri mynd sinni, eins og í nágrannalöndun- um. Stafar sá mismunur af því, að bergtegundir landsins eru aðrar. Eg fæ eigi betur séð, en mik- ill hluti af íslenzkum jarðvegi sé auðunninn til nýræktar, saman- borið við jarðveg þann sem tek- inn hefir verið til ræktunar víða á Norðurlöndum. \ < Um gerlagróður jarðvegsins hér á landi vita menn sama og ekkert, og verður ekkert um hann sagt, fyrri en að undan- genginni rannsókn. Og áður en sagt verður nokk- uð með vissu um íslenzkan jarð veg, íslenska mold, þarf mikið rannsóknaverk að vinna. Þegar maður fer um íslenskar sveitir, þá er sem hin óunnu rannsókn- arefni hrópi til manns um úr- lausn, þar sem þau blasa við augum. Sjaldan hefi eg óskað þess eins og einmitt hér á ís- landi, að vera ungur í annað sinn, og geta tekið þátt í því rannsóknastarfi, sem hér er fyr- ir hendi. Tökum t. d. flögin í móunum hérna. Hvað veldur þessum gróðurlausu skellum í grassverð inum? Hvaða kunnleiki fæst á ástandi hins íslenska jarðvegs alment, þegar grafist er fyrir rætur þessarar meinsemdar? Eg ætla engar getgátur að gera um þetta efni nú. En glaður yrði eg, ef sýnishorn þau, sem eg hér hefi tekið, gætu gefið okkur einhverjar bendingar um þetta, er þau verða rannsökuð. Og hvað um melana? Hvernig verða þeir best ræktaðir? Og sandarnir t. d. í Rangárvalla- sýslu? Melar hafa verið ræktað ir, t. d. á Korpúlfsstöðum hefi eg séð ræktaða mela. Og sand- fok er nú víða heft, sem betur fer. En hver veit hvaða aðferð- ir verður hægt að nota, þegar öll einkenni og alt eðli sand- anna og “moldanna” hálfblásnu verður skýrt fyrir manni eins og stafur á bók? Framt.S skógræktarinnar. Um skóggræðslu hér á landi segir Weis m. a. Eg get ekki betur séð, en skóggræðsla geti átt hér tals- verða framtíð. Margt bendir til þess. Vöxtur trjánna í Múla- kotsgarði er eftirtektarvert dæmi þess, hvernig trjálundi er hægt að hafa hér við bæi. Og skógarreiturinn á Þingvöllum gefur góðar vonir um vöxt furu- trjáa. Fallegri fjallafuru en þar hefi eg ekki séð, eftir aldri. Að vísu er það sýnilegt, að veðráttan er skógargróðri ó hentug, greinarsprotar frjósa, svo trén verða ekki beinvaxin. En af því sem eg hefi séð hér, tel eg engan vafa á, að hér sé hægt að koma upp trjágróðri við bæi, sem kæmu bændum að góðu gagni, með því að þar fengjust girðingastaurar, efni- viður í amboð o. fl. Eftir reyn- slu þeirri sem fengin er á Jót- landsheiðum, gæti eg trúað því, að hér gætu fleiri trjátegundir komið til greina, en þær sem enn eru hér ræktaðar. Elrir I ætti að koma hér að gagni.! Hann er notaður til skjóls á Jót- landsheiðum. En menn verða að gæta hinn- ar algilda reglu að gróðursetja trén nægilega þétt í gróðurbeð- unum. Alt af er hægt að grisja, þegar þau * hafa fengið þann vöxt, að þess gerist þörf. Skógræktin verður vitanlega \ að byrja í smáum stíl, sem gróð urreitir við bæina, áður en byrj- að er á stórfeldri skóggræðslu. Þá fá menn reynslu til að byggja á. Og hér mun sem ann- ars staðar gefast best að ala upp tré í nánd við mannabú- staði. Þar fá trén áburð og um- hirðu. Þar er hægt að sjá um, að trén standi í opnum beðum, en gras nái ekki að vaxa að stofninum. Það er eitt aðalat- riðið. Svo hefir reynst á Jót- lands,heiðum. Standi trén í grasgróinni jörð, er þeim mun hættara við skemdum af frosti. Hið nýja landnám. En eins og skóggræðslan á að byrja í smáum stíl, og breiðast út frá bændabýlunum, eins verð ur jarðræktinni best borgið, með því að ræktað land jarð- anna aukist svo mikið, að það verði til skiftanna. Þannig hafa józku heiðarnar komist í rækt, en þaðan er mér samlíkingin tömust, því þar er; eg kunnugastur og þar eru mín helstu viðfangsefni. Heiðarjarðirnar höfðu fyr á tímum yfir miklum landflæmum að ráða. Heiðabændurnir klufu þrítugan hamarinn við nýrækt- ina. Og þeim tókst hverjum af af öðrum, að auka svo mjög ræktað land sitt, að hægt var að skifta jörðunum milli barn- anna, þetta e. t. v. í 3—5 jarð- arparta, milli nýbýlanna, sem brátt urðu jafn afrakstursmikil hvert fyrir sig og jörðin öll áður. En þegar eg lít yfir hinar ís- lensku sveitir, get eg ekki varist undrun yfir því, hve ræktaða landið er lítið enn. Og þá um leið renni eg huganum til heið- anna, og ber saman jarðveginn hér og þar, og get ekki betur séð, en hér sé hann ákaflega mikið betri. Samanburð hefi eg ekki á takteinum, á veðráttufarinu. En þess er að gæta, að jósku heiða- bændurnir fá stundum nætur- frost í öllum mánuðum sumars- ins, og dæmi eru til þess að næturfrost í júní hafi þar náð 10 gráðum. Nautpeningsrækt og mjólkur- iðnaður Um nautpeningsræktina segir Weis m. a. að hann dáist að því hve gott kúakyn við höfum hér, hve kýr geti hér mjólkað mikið, og það enda þótt að aðbúnaður þeirra sé sumstaðar ekki sem bestur, þar sem fjóS eru t. d. dimm og óþrifaleg, samanborið við það sem tíðkast ytra. Að kýr skuli hér verjast berklum og gefa jafn fitumikla mjólk og raun er á. Er hér vissulega, segir hann, hinn besti kynstofn fyrir naut- peningsrækt, svo eigi verður betri kosinn. En hér þarf að gera allmiklar umbætur á sviði mjólkuriðnað- arins. Það er t. Ö. sjálfsagt að rannsaka svo skyrgerlana, að hægt verði að hafa skyrgerðina alveg í hendi sér, tryggja það, að skyrið verði jafnt að gæðum, hvar sem það er framleitt. Þá er það ekki síður nauðsyn legt, að koma hér á fót marg- breytilegri ostagerð. Landshætt ir og mjólkurgæðin beina mönn- um inn á þá leið, svo ostar af bestu tegund geti orðið hér verðmikil útflutningsvara. Til þess að koma þessu í kring, þarf að gera hér víðtækar og ná- kvæmar gerlarannsóknir og koma á stofn þeim gerlagróðri sem við á. Hið mikla rannsóknastarf. Yfirleitt virðist mér það gilda einn hvert lítið er á landi hér; hvarvetna blasa við manni hin skemtilegustu verkefni og úr- Iausnarefni, er bætt geta að miklum mun skilyrði atvinnu- veganna. Á sviði gerlafræðinnar einnar hefi eg séð hér margs konar ó- leyst verkefni, svo sem rann- sóknir á gerlagróðri jarðvegsins, rannsóknir á hinu ágæta skyri, rannsóknir á hentugri ostagerð fyrir mjólkurbú ykkar. Eg hefi heyrt að hér liggi ónotuð hin beztu áhöld til vísindalegra rannsókna á þessu sviði, þar sem eru áhöld þau, er Þjóð- verjar gáfu hingað í tilefni af afmæli Alþingis. Vonandi tekst áður en langt um líður, að koma áhöldum þessum í hæfi- legt húsrúm til notkunar. En ánægja væri mér það hin mesta, ef framtasksamir íslend- ingar sem taka slík verkefni fyr ir atvinnuvegi landsins, gætu haft nokkurt gagn af leiðbein- ingum frá mér, myndi eg með ánægju opna þeim aðgang að vinnustofum mínum. Saltfiskurinn Eg hefi í þetta sinn, segir Weis að lokum, minst á nokkur atriði viðvíkjandi landbúnaðin- um. En engu síöur mun mega benda á vísindaleg rannsóknar- efni á sviði útgerðarinnar. Þó eigi sé farið lengra en það sem gerlafræðin nær, munu menn fyrirhitta ýms merkileg verkefni iar svo sem rannsóknir á verk- un saltfiskisins, og breytingum ieim, sem hann tekur, og þarf að taka, við verkunina, til þess að hann verði trygður, sem fyrsta flokks vara. Er ekkert efamál, að vísindalegar rann- sóknir á fiskinum geta varðveitt mikil verðmæti fyrir landsmenn og trygt þeim sölumarkaði. Kyrstaða — Afturför. Danskir bændur og framleið- endur yfirleitt hafa fengið orð á sér fyrir vöruvöndun og vand- aða vöruflokkun. En menn mega ekki halda, að dönsku bændurnir hafi talið sér trú um, að þeir séu í framleiðslu sinni og vöruvöndun komnir að neinu hámarki, svo um ekkert verði bætt úr þessu. Sífeldar um- bætur, gerðar með vísindaleg- um rannsóknum og nákvæmni geta rutt framleiðsluvörum okk- ar rúm í hinum erlendu mark- aðslöndum. Verði kyrstaða í umbótunum, er afturför í nánd. —Mbl. FRANSKIR SVEITASIÐIR. Þegar maður dvelur á frönsk- um bóndabæ og fer að kynnast lífinu þar, undrast maður það mest, hve nægjusamt fólkið er. Og það er sívinnandi. Hið sama má segja um íslenzkt sveitafólk. En það skilur, að íslenzkir bændur hafa ýms önnur áhuga- mál en þau, er aðeins snerta búskap þeirra, en það hafa frönsku bændurnir ekki. Þeirra eina áhugamál er að spara, leggja franka við franka. Og allir bændur eiga eitthvað í kistuhandraðanum. En lands- kostir hjá þeim eru svo miklir, að það er tiltölulega auðvelt fyrir þá að safna hinum elsk- uðu frönkum. í febrúar byrja þeir að sá kartöflum og fá upp- skeru tvisvar á ári. Eg sá hveiti- ax, sem slæðst hafði á þjóð- veginn. Korain voru farin að spíra og gróa þarna á miðjum veginum. Franskir bændur byggja bæi sína í smáþorpum, og sáðlönd þeirra eru því ©ft all-langt í burtu. Samt er ekki lengra á milli þessara þorpa en svo, að þegar hani byrjar a@ gala í einu þeirra, tekur hani í næsta þorpi undir. Mig furðar á þvi, hvað hús- freyjan þarna þarf lítinn svefn. Hún er oft komin á fætur kl. 4 á morgnana, og hún fer sjaldnast að hátta fyr en kl. 11 á kvöldin. Húsbóndi og kaupamenn hans fá sðr «ft dá- Frh. á 8. bla. I

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.