Heimskringla - 14.09.1932, Side 6

Heimskringla - 14.09.1932, Side 6
6 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 14. SEPT. 1932 Á HÁSKA TÍMUM Saga frá upprcisninni á Indlandi. Eftir GEORGE A. HENTY Hún braut saman miðann og rétti svo Röbdu, en hún laut niður að Isabel og kysti hendi hennar. Svo sveipaði hún blæjunni um höfuð sitt og gekk út að dyrunum, er í þeirri svipan voru opnaðar, því þjónar nokkrir voru að bera inn byður með soðnum hrísgrjónum í. Varðmennirnir úti fyrir litu til hennar, en hindr- uðu ekki för hennar, enda hafði þeim verið til- kynt að kona úr búri Rajahins væri þá og þegar væntanleg út úr húsinu. Sama boðskap fékk og varðstjórinn úti fyrir gerðinu, en hann var þeim mun árvakrari, að hann leyfði ekki Röbdu að fara leið sína fyr en hún hafði sýnt honum hendi sína aðra og fram-handlegg, til sönnunar því að engin brögð væru í tafli, — að hér færi ekki norðurálfu-kona í dulargerfi. t Rabda flýtti sér nú heim að húsi föður síns, en það fór eins og hún hafði óttast, að hann var þar ekki. Þeir Bathurst höfðu sem sé mælt sér mót við hana í Bithoor-garðinum klukkan átta um morguninn, en eins og kunn- ugt er hafði hún í öðru að snúast í um það leyti dags. Þeir félagar vissu ekkert um það, og biðu svo óþreyjufullir til klukkan tíu, en héldu þá heim hreldir og kvíðandi. Urðu þeir því glaðir mjög, er þeir gengu inn í húsið og sáu að þar sat Rabda, og var hún þegar spurð hverju sætti að hún hefði ekki komið á fund þeirra. Rabda svaraði þeim spurningum með því að segja frá því er gerst hafði og á meðan las Bathurst mið ana báða frá Isabel. “Svo hún er þá sloppin úr búrinu og komin til hinna!’’ sagði hann fagnandi. “Guði sé lof! Eg er þakklátur, innilega þakklátur, Rabda, fyrir það sem þú ert búin að gera.” “Líf mitt er eign herra míns,” svaraði Rabda með hægð. “Eg á engar þakkir skilið.” “Hefðum við vitað það, Rujub, að hún yrði flutt burtu undireins, þá hefðum við getað náð henni á leiðinni til borgarinnar." “ómögulegt!” svaraði Rujub og hristi höf- uðið. “Vegurinn er of fjölfarinn til þess. Það hefði ekki verið reynandi. En svo gat manni ekki komið í hug að Nana mundi senda hana burtu undireins og hann hafði séð hana.’’ », “Er hún ofboðslega afmynduð, Rabda?” spurði þá Bathurst. “Hræðilega!” svaraði hún. “Sýran hefir verið langt of sterk.” “Já, hún var sterk, auðvitað," sagði Bath- urst einan eftir, sem nú fyrst fór að lesa bréfin. hún ekki brent nema yfirborð hörundsins.” “Hún er skaðbrend að mér sýnist, Sahib,’’ sagði Rabda. “Eg hefði varla þekt hana. Hún hefir meir en smáræðis hug og kjark, að brenna sig svona sjálf. Og ósköp hefir hún hlotið að taka út. En svo útvegaði eg henni áburð og henni leið mikið betur þegar eg skildi við hana. Hún er nú hjá konunni hans Sahibs Hunter.” “Viltu ganga fram og vita hvað matnum líður, Rabda,” sagði nú Rujub. “Við erum báð- ir svangir og þú auðvitað hefir ekkert borðað síðan snemma í morgun.” Gengu þau nú bæði burtu og skildu Bath- urst einan eftirí sem nú fyrst fór að lesa bréfin. Þau voru of dýrmæt til að gera meira en aðeins líta á þau, á meðan aðrir voru við. Þegar Rabda kom inn með matinn, sá hún hve mjög að bréfin höfðu fengið á hann. Gekk hún þá til hans, lagði aðra hendina á öxl hon- um og sagði. “Við náum henni út, Sahbi. Okk- ur hefir gengið vel til þessa. Vertu viss, okkur gengur ekki síður framvegis, því við erum búin að yfirstííga mestu örðugleikana. Það er auð- veldara að ná tuttugu mönnum úr þessu fang- elsi en einum einasta úr gæzlu Rajahins sjálfs. “Það er satt og rétt, Rabda,” svaraði Bath- urst. En eg var nú að hugsa um nokkuð annað rétt núna.” Hann langaði eftir hluttöku og með- líðun í raunum hans, raunum, sem fáir vissu um, en hann gat ekki búist við að þessi stúlka kæmistí skilning um tilfinningar hans, þó hann hefði farið að segja henni raunasögu sína. í hennar augum var hann risavaxin hetja og full- hugi og hvernig gat hún þá álitið vit í að hann teldi sig Isabel ósamboðinn, einmitt vegna hug- leysis? Nei, það þýddi ekki að tala við hana um slíkt. Eftir litla stund kom Rujub inn, og spurði þegar: “Hvað hyggst herra minn að taka til bragðs næst?” “Eg veit ekki hvað meira eg get gert í bráð, Rujub,” svaraði Bathurst. “Hún losnar úr þessu • fangelsi þegar hvítu hermennirnir koma.” “Ætlar herra minn þá að halda niður um land til Allahabad ? ’ ’ “Langt frá. Það er ómögulegt að segja hvað fyrir kann að koma.” “Það er rétt,” sagði þá Rujub. “Hinar hvítu konur eru óhultar sem stendur, en reynist það rétt sem herra minn heldur að hvítu her- mennirnir verði yfirsterkari, þá er óvíst hvað fyrir kann að koma. Pólkið ærist og Nana Sahib tryllist, og hann er líkur tígrisdýrinu í því, að nái hann einu sinni að klófesta herfang- ið, þá lætur hann engan slíta það frá sér aftur.” “Já, en það er óhugsandi að hann láti skaða kvenfólkið,” svaraði Bathurst. “En ímyndað get eg mér að hann færði alla fangana burtu héðan og feldi þá, en hótaði svo að myrða allan hópinn, eða að öðrum kosti að fá staðfestan viðunanlegan griðsamning fyrir sig sjálfan. En svo þyrði hann aldrei að gera meira en að hóta, eða hvað heldur þú?” Rujub þagði litla stund, en sagði svo: “Eg held hann gerði meira en að hóta! Nana er metorðagjarn. Hann er auðugur maður og hefir ráð á öllu því, sem flestir menn mundu telja fullsælu þessa heims að eiga og njóta. En hann var ekki ánægður með það. Hann leit svo á, að tækist honum að eyða valdi hinna brezku Rajah, mundi hann einn ríkja yfir héruðum hinna fornu þjóðhöfðingja, Peishuanna, og und- ireins verða viðurkendur einn hinn valdmesti þjóðhöfðingi á Indlandi. Um þetta teflir hann og hefir lagt við alt sem hann á. Tapi hann, þá tapar hann öllu. Hann veit það vel og skilur, að eftir eiðrofin, eftir manndrápin öll, er ekki um vægð og því síður um fyrirgefning að gera. Hann er tígrisdýr að eðli og særður tígri er æfinlega skaðræðisgripur. Fari sem þú heldur, að hann verði yfirbugaður hér í Cawnpore eða grendinni er álit mitt að hann hugsi um ekkert nema hefndir. En svó er hann nú ekki veikur fyrir. Upprestin útbreiðist jafnt og þétt. Við fáum nýjar fréttir um það á hverjum degi. Scindia með sinn her allan verður með okkur og svo gerir Holkar líka, að eg held. Alt Oude- hérað er undir vopnum og liðssöfnuðurinn í Delhi er feikna mikill orðinn. Þó Nana þá bíði ósigur í þessu nágrenni, þá er ekki svipað því að fullreynt sé, eða alt tapað. Hér og í grend- inni hefir hann tuttugu þúsundir manna undir vopnum, og umhverfis borgina Lucknow eru um tvö hundruð þúsundir af okkar mönnum. Þar er því vænlegur griðastaður, ef hann býður ósigur hér, og þangað mundi hann flýja með alt sitt lið, en áður en hann færi mundi hann hefna sín á útlendingunum sem hér eru, og á þann hátt að allir mundu hræðast nafn hans og of- beldi. Með því ynni hann tvent í senn, — sval- áði hefnilöngun sinni og áynni sér hylli og að- dáun allra annara, þar eð hann þá hefði vogað meir en nokkur annar til að egna og særa hvítu mennina. Það væri óhætt fyrir þá að treysta honum sem leiðtoga, því hann hefði þá ekki um nema einn veg að velja, þann, að berjast með þeim meðan einn maður stæði uppi.” “Getur verið að þetta sé rétt, Rujub, en víst á eg bágt með að trúa að til sé það fer líkan í mannsmynd, er af ásettu ráði léti myrða sak- lausar konur og börn, í hundraða tali. En undir öhum kringumstæðum bíð eg og athuga ganginn. Ef við fréttum að ódæðisverk skuli unnið, verðum við að hugsa upp ráð til að bjarga henni, en hlerum við ekkert slíkt, þá bíð eg rólegur eftir komu minna manna. Eg kann- ast við fangahúsið og garðinn Subada Ke Koth- ee. Ef eg man rétt er garðurinn stór ferhymd- ur flötur og byggingarnar gluggalausar á þá hliðina, er út veit að garðinum.” “Það er rétt,” svaraði Rujub. “Það er traust víggrðing og erfitt að komast út þaðan. Á virkisveggnum er ekki nema eitt hlið og úti fyrir því eru tveir varðmenn dag og nótt. Fyrir innan vegginn er auðvitað traustur vörður um húsin sjálf.” Eg þarf að komast eftir hvort varðmenn- irnir tilheyra einni og sömu herdeildinni. Sé svo væri reynandi að kaupa varðmennina til að þegja, ef ein kona laumaðist út.” “Það álit eg ofmikinn háska til að reyna,” sagði Rujub. “Auðvitað eru þeir menn í tuga- tali í borginni sem með ánægju réðu mann af dögum fyrir eina einustu rúpíu, en það væri of- dyrfska að bjóða nokkrum slíkum fé fyrir að sleppa út einni einustu af þeim konum, sem þeir hata með lífi og sál og sem þeir nú hafa á valdi sínu.” “Gætirðu ekki beitt töfralyst þinni mér til gagns í þessp?” “Ef ekki væri um fleiri að gera en útverð- ina tvo, þá væri það vandalaust,” svaraði Rujub. “Eg get svæft þá með því að benda á þá með annari hendinni, en eg get ekki haft áhrif að gagni á þá, sem inni fyrir eru, og sem nú eru ókunnugir. Auk inn-varðarins eru og allir þeir, sem sjálfsagt eru alt af á njósn á meðal fang- anna. Það þarf að hugsa um þetta alt, vel og rækilega, herra minn, en þó held eg samt að við finnum ráð sem hlýta. Á morgun ætla eg mér að ganga fyrir Nana sjálfan. Honum er nú held eg runnin reiðin svo, að hann hlýði á orð mín, og víst veit hann að eg hefi gert honum margt til gagns. Við þurfum að geta umgengist hann, til þess að fá að heyra nýmæli öll, sem berast til Bithoor. Umfram alt ríður á að frétta, ef ódæð- isverk eru í bruggi, svo að við getum orðið fyrri til með okkar ráð.” “Já, það er áríðandi,’ ’svaraði Bathurst, “en það vona eg að þú ætlir mér ekki að hýma hér inni og aðgerðalaus allan daginn. Eg ærðist þá alveg.” “Það er engin þörf á því,” sagði Rujub. “Þér er óhætt að fara hvar sem þú vilt í þessum búningi, enda gagnlegt að þú hlustir á ræðúr Sepoyja og heyrir hvað fólk yfirleitt er að segja. En svo getur þú fengið annan búning ef þú vilt. Fyrst af öllu ættir þú að kynna þér fangahúss- garðinn og nágrennið og vil eg fylgja þér þangað nú þeg- ar. Dóttur mína læt eg koma með, — getur reynst hagur, og svo verður hún fegin að hafa eitthvað fyrir stafni.” Innan skamms lögðu þau þrjú af stað í áttina til fanga- hússins, er stóð utarlega í borginni, á fleti all-miklum, en hús og garðar voru hvarvetna umhverfis þann flöt. Fanga- húsið sjálft var geysistór bygg ing og var gerð þannig, að hún myndaði þrjár hliðar af hornréttum ferhyrningi. Á þá þrjá vegu, er byggingin náði, voru útveggir hennar og girðingin umhverfis sameiginlegur virkisveggur. Á fjórðu hliðina var víggarðurinn sjálfur og á honum miðjum var hliðið, sem um var farið inn á flötinn, sem byggingin umhverfði á þrjá vegu. Á ytri veggj- um byggingarinnar voru engir gluggar, en marg ir á innri veggjunum, eða þeim er vissu út á reitinn milli húsanna. Þó bygging þessi væri mikil á lengd og breidd, þá var hún lág og þakið flatt. Úti fyrir hliðinu voru tveir Sepoyjar á verði og voru enn í brezku serkjunum rauðu, en það sá Bathurst fljótt, að þeir fylgdu ekki strang- lega venjulegum herreglum. Báðir höfðu lagt frá sér byssurnar, — höfðu hallað þeim upp að veggnum. Annar lá flatur á grasinu, en hinn var að spjalla við þrjá borgarbúa. Hliðið var lokað. Innan skamms kom liðsforingi einn til varðmannanna, rausaði mikið og baðaði út höndunum. Leyndi það sér ekki að hann var reiður, enda tóku þeir þá byssur sínar og tóku til að ganga fram og aftur, að varðmanna sið. Liðsforinginn barði nú á hliðið, en ekki var því lokið upp, heldur var hleypiloku lítilli, í turn- líkingu öðru megin við hliðið, kipt til hliðar og sást mannshöfuð innifyrir. Liðsforinginn rétti lítinn miða inn um þetta op og rétt á eftir var hliðið opnað svo, að liðsforinginn gat smeigt sér inn. Að vörmu spori var hliðinu læst. “Þeir eru augsnýilega reglufastir, og lízt mér illa á að við getum nokkuð áunnið,” sagði Bathurst þá. “Það er ekki álitlegt,” svaraði Rujub. “Þeir hafa augsælega ströngum reglum að fylgja að því er hliðið snertir.” “En ekki væri nú vandasamt að klifra upp húsveggina þá arna og upp á þekjuna,” sagði þá Bathurst. “Til þess þarf ekki annað en kaðalstúf með járnkrók á öðrum endanum, til að klifra vegg-röndina uppi. En hvað svo? Þyngsta þrautin yrði að komast inn í fanga salinn, sem auðvitað er harðlæstur á nóttunum, og í öðru lagi að koma henni út þaðan upp á þekjuna og út fyrir vegginn.” “Þú gætir nú vandræðalaust látið hana síga niður af þekjunni,” sagði Rujub. “Það gæti eg, en vandinn yrði að ná henni út úr salnum og koma henni upp á þekju svo, að engin yrði var við,” svaraði Bathurst. “Það sýnist helzt ómögulegt, því það segir sig sjálft, að gæzlumennirnir hafa vakandi auga á að enginn sleppi, — vitandi að fyrir slíkt hirðuleysi týndu þeir lífinu.” “Eg held nú að þeir séu ekki neitt sérlega varkárir inni.í garðinum,” svaraði Rujub. “Þeim kemur varla í hug að nokkurri konu komi í hug að strjúka, hvað þá að gera alvarlega tilraun til þess, veikar og niðurbeygðar af harmi eins og þær eru. Þeir vita líka að þó einhver þeirra gerði tilraun til þess, og þó hún kæmist út úr fangasalnum og enda út fyrir sjálfa virkisvegg- ina, þá kæmist hún ekki nema skamt áleiðis áður en útverðirnir gripu hana.” “Hvar er fanga-salurinn, Rabda’ spurði þá Bathurst. “Til vinstri handar þegar inn er komið úr hliðinu", svaraði hún. “Dyrnar á fangasalnum eru þær sem fjarstar eru frá hliðinu þeim meg- in. Flestar byggingarnar þeim megin, en sem nær eru hliðinu, eru tví loftaðar, — hafa að mér virtist verið annaðhvort vöruhús eða varð- manna heimkynni, þegar byggingaklasinn allur var konungssetur. En fangasalurinn sjálfur er gímald mikið frá gólfi til rjáfurs, sem er hvolf myndað. Einar dyr aðeins eru á salnum og er hurðin geysiþykk og þung, og járngrindur eru fyrir öllum gluggum.” “Jæja, þá getum við ekki gert meira hér,” sagði þá Rujub. “Eg ætla að ganga heim með dóttur minni og bregða mér svo til Bithoor.” “Það er rétt,” svaraði Bathurst. “Eg ætla að vera hér um stund og hlusta á tal manna.” Það var margt manna umhverfis garðinn. Menn réðu sér ekki fyrir forvitni af því kunnugt var að hvítar konur væru þar í fangelsi. Það var margt af konum með böm sín á rjátli í grend við garðinn. Og allir töluðu um eitt og það sama,—um fangana, og um herflokkana hvítu áferöinni frá Allahabad og hve létt þeim í Cawn pore ynnist að éta þessa árans útlendinga.” Þeir báru sig allir karlmannlega og voru hátal- aðir, en þó virtist nú Bathurst að svipur margra lýsa kvíða og ótta, enda þótt þeir hræktu eins hraustlega og hinir. Fólk þetta skifti sér sjálfkrafa í tvo flokka. | í öðrum flokknum voru yðjuleysingjar og rudd- ar. Létu þeir mest til sín taka og skiftust á dónalegum spaugsyrðum um afdrif hvítu fang- anna. í hinum flokknum voru verzlunarmenn og þeirrar stéttar fólk. Þetta fólk hópaði sig saman og talaði í lágum róm um vandræði sín, því margir þeirra sáu eignatjón og eyðilegging vofa yfir. Það var nú þegar búið að ræna fjölda af búðum og bana mörgum beztu mönn- um borgarinnar. \ Þeir sem um höfðu sloppið, sem Sepoyja-yfirmennirnir höfðu getað vernd- að, þeir sáu og viðurkendu að verzlun þeirra var þá og þegar í rústum. Allir beztu við- skiftamennirnir voru ýmist dauðir eða flúnir og að auki var að búast við upphlaupi þegar sízt varði og í hverju upphlaupi mátti óttast að skríllinn léti greipar sópa um búðirnar á ný og myrtu þá, er veittu mótspyrnu. Þetta fólk tal- aði í lágum rón^ og sló æfinlega í þögn þegar Bathurst nálgaðist þann og þann hópinn, þvx búningur hans og vopn, vopn sem hann kapp kostaði að sýna fremur en fela, sýndi, að hann tilheyrði þeim óaldarsæg, sem borgararnir ótt- uðust, gat enda verið að hann væri einn af flokki fanganna, er slegið var lausum í fyrstu kviðunni, þegar uppreistin var hafin. pannig reikaði Bathurst. aftur og fram. Dagurinn leið. Sólin rann til viðar, og dimma næturinnar breiddi sig yfir hvelfinguna. Þegar dimt var orðið kom hermanna-flokkur til að hvíla þá, sem staðið höfðu á verði. Voru nú fjórir menn skipaðir á vörð úti fyrir hliðinu, og þrír varðmenn að auki, einn á hvern veg um- hverfis virkisveggina. Eftir að hafa athugað þetta alt gekk Bathurst heim, og var kvöldverð- ur á borð borinn. Að kvöldverði loknum komu þau Rujub og Rabda inn í stofuna. “Jæja, Sahib, nú getum við held eg látið þig frétta frá frúnni,’ sagði Rujub. “Rabda hefir séð hana, átt tal við hana, og snert hana. Með því er fengið það sá'na samband, sem nauðsyn* legt er.” Sftti hann nú Rcbdu á stól einu, studdi svo með annari hendinni á enni hennar, en dróg svo hina hendina hvað eftir annað og ofur hægt niður um andlitið, á þann hátt að fingur gómarnir einir snertu hörundið. Augu hennar luktust. Svo tók hann í hönd hennar og rétti úr handleggnum, slepti svo, og hneig þá handleggurinn aflvana niður með hlið henn- ar, eins og ekkert lif væri í henni. Sagði hann þá í skipandi róm: “Farðu yfir í fangahús!” Svo hikaði hann augnablik, en spurði svo: “Ertu þar?” “Eg er þar,” svaraði hún. “Ertu í kvenna-herberginu?” “Eg er þar.” “Sérðu ungfrú Hannay?” “Eg sé hana.” “Hvernig líður henni.” “Hún liggur hreyfingarlaus og hin unga frúin situr hjá henni. Það er dúk vafningur um niður andlitið, en eg sé samt að hún tekur ekki eins mikið út eins og í morgun. Hún er róleg og að sýnist ánægð.” “Reyndu að tala við hana. Segðu: “Vertu hughraust! Við gerum alt sem við getum.” Segðu henni þetta, segi eg!” “Eg er búin að því.” “Heyrði hún til þín?” “Já, hún reis upp við olnboga og leit alt í kring um sig. Hún er að spyrja hina stúlkuna hvert hún hafi heyrt nokkuð, en hún hristir höfuðið. Hún hefir heyrt orðin, en skilur þau ekki.” Rujub leit nú til Bathurst, sem hafði upp sömu orðin á ensku. “Talaðu til hennar aftur og segðu þetta,” sagði þá Rujub og hafði nú sömu orðin upp eftir Bathurst á ensku. “Heyrði hún til þín?” Já, hún heyrði. Hún heldur nú saman höndum og lítur alt í kringum sig óttasleginn.” Gott. Farðu nú út í húsa garðinn og seg mér hvað þú sér þar.” “Eg sé átta menn sitja kringum eld. Nú rís einn þeirra upp, gengur yfir að glugga og horfir inn í fanga-salinn.” “Er dyrunum að fanga-salnum læst?” “Þeim er læst,” “Hvar er lykillinn?” Hú svaraði ekki undireins og endurtók hann þá spurninguna: “Hvar er lykiílinn?” “í skránni, að utan.” “Hvað margir hermenn eru f varðmanna- skálanum við hliðið?” . »

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.