Heimskringla


Heimskringla - 14.09.1932, Qupperneq 8

Heimskringla - 14.09.1932, Qupperneq 8
8 BLAÐSIÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 14. SEPT. 1932 Urvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verði bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. við Liggett’s hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Séra Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjónustu í Árnesi n. k. sunnudag, 18. sept., kl. 2 e. h. og í Sambandskirkju í Winnipeg kl. 7 síðdegis. * * * Til tombólu þeirrar er safn- aðarnefnd Sambandssafnaðar heldur 26. sept. n. k. hefir svo vel verið efnt, að þangað ættu allir að koma. Hver dráttur er miklu meira virði en það, sem greitt er fyrir hann. Fjölmennið! * * * Séra Guðm. Árnason messar á Lundar næstkomandi sunnu- dag, 18. sept., á venjulegum tíma. * * * Kvenfélagið Einingin á Lund- ar hefir ákveðið að halda ó- keypis skemtisamkomu fyrir gamalt fólk á Lundar og í bygð- inni umhverfis, með sama hætti og síðastliðið ár, einhvern sunnudaginn seint í þessum mánuði, eða snemma í þeim næsta. Dagurinn hefir enn ekki verið ákveðinn, en fólk er beðið að veita athygli auglýsingu um það efni í næsta blaði. Samkom an verður haldin í kirkju Sam- bandssafnaðar á Lundar. * * * Laugardaginn 27. ágúst síð- astliðinn lézt í Spanish Fork, Utah, Björn Runólfsson Magn- ússonar, ættaður úr Vestmanna eyjum, bróðir séra Runólfs Runólfssonar, sem um eitt skeið var prestur í Gaulverja- bæ í Árnessýslu og síðar hér vestan hafs. — Bjöm heitinn var smiður bæði á tré og málm, og rak þá iðn um æfina. Hann var mikill myndar- og sóma- maður. i * * * Jóhann K. Johnson frá Hekla P. O., var staddur í bænum nokkra daga í kringum helg- ina. Ágæt matreiðslu stótil sölu að 642 Agnes St. Winnipeg á hálf virði. Kaupandi snúi sér sem fyrsttil húsráðenda á ofangreindum stað. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Reparr Service Banning and Sargent , Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. Aðalfundur taflfélagsins “ís- land’ verður haldinn þriðjudag- inn þann 27. þ. m., í leigusal félagsins, að 666 Maryland St., og hefst kl. 8 að kvöldi. Áríð- andi er að allir félagsmenn mæti stundvíslega. Nokkrir góð ir taflmenn hafa gengið í fé- lagið á þessu starfsári, og von- andi verða þeir fleiri á því næsta, því áhugi fer vaxandi fyrir tafllistinni. Og á komandi vetri er okkur áríðandi að æfa vel, svo við getum sýnt að við séum víkingaættar, ef á okkur verður ráðist af öðrum taflfé- lögum. * * * Pétur Bjarnason frá Mikley kom til bæjarins um síðustu helgi. Hann fer undir uppskurð við innvortis sjúkdómi í dag á Almenna sjúkrahúsinu. Með honum kom sonur hans Bjarni, sem í bænum dvelur nokkra daga. * * * Kona að nafni Mrs. William Sinclair, dó í gær í St. Andrews 94 ára gömul. Hún var fædd í St. Andrews og hafði átt þar heima alla æfi. Hún var lang- amma átta barna. * * » Peter Kuziska, 14 ára gamall drengur í þessum bæ, var í gær að leika sér með öðrum börn- um við að klifra upp gerði Louis-brúarinnar. Er hann var kominn mjög hátt upp eftir gerðinu, tók hann annari hendi í leiðsluvíra City Hydro kerfis- ins. Varð það hans bráður bani. Einn af leikbræðrum hans var rétt að því kominn að hjálpa honum, en hætti við að snerta hann, sern betur fór, því það hefði hans bani orðið. Raf- magnsstraumurinn gerði hend- ur drengsins svartar og fætur hans krypluðust. Starfsmenn við rafkerfið varð að fá til að taka hann ofan. * * * Á fundi stúkunnar Heklu, I. O. G. T. var skipað í eftirfar- andi embætti fyrir yfirstandandi ársfjórðung: FÆT—Miss G. Sigurðgsson. ÆT — J. Th. Beck VT — Miss L. Gillis K — Mrs. F. Johnson R — Miss K. Gunnarsson AR — Miss S. Eydal FR — S. Gíslason G — Miss S. Jakobsson D — Mrs. V. Magnússon AD — Miss B. Fáfnis V — S. Einarsson * * * í Únítarakirkjunni, á hominu á Furby og Westminster St., messar næstkomandi sunnudag Rev. Harry Atkinson, superin- tendent of the Industrial Train- ing School for Boys, í Portage la Prairie. Ræðuefni hans verð- ur “Boys in Trouble’’ og hvað sé fyrir þá hægt að gera. Er öllum velkomið að hlýða á þetta tímabæra og að sjálfsögðu á- gæta erindi. * * * Stúkan Skuld ráðgerir að halda sína árlegu tombólu þ. 3. október. Nákvæmar auglýst síðar. * * * Messa í Ellenby skólahúsinu, kl. 2 e. h. sunnudaginn 18. þ. m. og að Steep Rock Hall sama dag kl. 7 e. h. — G. P. John- son prédikar. — Allir velkomn- ir. * * * Yfirlýsing. Þar eð eg undirritaður hefi fengið ábyggilegar upplýsingar frá áreiðanlegum mönnum um það atriði, er stendur í land- námssögu Geysisbygðar, þætti Guðmundar Guðmundssonar (á bls. 108), er snertir hjúskap Þorsteins Sigurðssonar og Mar- grétar ekkju Guðmundar — sé algerlega rangt í frásögn. Þar fyri rbið eg Margréti og aðra hlutaðeigendur fyrirgefningar á þeim misfellum, sem eg viður- kenni að þar hafi orðið í um- sögn. Magnús Sigurðsson á Storð. í sambandi við ofanskráða yf- irlýsingu vil eg, sem útgefandi Almanaksins, segja frá því, að það var óviljaverk af minni hálfu, að umsögn sú, sem að! ofan er getið, var þar birt, og bið eg hlutaðeigendur afsökun- ar á því. Ó. S. Thorgeirsson. S. Á. GÍSLASON PRÉDIKAR. Eg sé að þér hafið ekki alls fyrir löngu stigið í stólinn, hr. ritstjóri haUs “Bjarma’’ litla. Sú ræða yðar, sem eg á hér við, birtist í Lögbergi 25. ágúst s.l. Fljótt er yfir sögu að fara hvað hana snertir. Þar er engu að svara, því jafn andlega hor- að afkvæmi minnist eg ekki að hafa séð fyr. Þekkingarleysi yð- ar á eilífum málum er afskap- legt. Úrræði yðar því sem ann- ara, er ekkert skilja né vita um þau mál: útúrsnúningur hártoganir og heimskulegt þvað ur. Aldrei er hægt að skifta mörg um orðum við þá menn. Ekk- ert annað en árekstur gagnar þeim. Bið yður því að afsaka þó eg sjái mér ekki fært að koma sannleiksljósi inn í þessa kolsvörtu, smurðu hraunholu, sem þér dveljið í. Eg sé líka, að Ijós gagnar yður ekkert að svo komnu, jafn andlega stein- blindum manni. En Guð fer öllu sem næst. Þegar þér skiftið um lífssvið, ef ekki fyr, fáið þér það svar, er yður mun lengi duga. Reynið að vera rólegur og bera yður vel þangað til. Þetta holdsvistar tímabil styttist óðum fyrir okk- ur báðum. Já, — og þá hugsið þér að frelsarinn komi til yðar í hend- ingskasti!! Eða er ekki svo? — Ojæja, vesalings blindi maður! Vist hefðuð þér þá þörf á ein- hverri líkn, þótt ekki væri hún önnur en tuska, sem gæti verið yður vasaklútur. Þetta tilkynnist yður til frek- ari yfirvegunar síðar. Jóhannes Frímann. FRANSKIR SVEITASIÐIR. (Frah. frá 5. síöu) litla svefnhvíld um miðjan dag- inn, en konan sjaldan eða aldrei. Hún vinnur baki brotnu allan liðlangann daginn. Sveitafólkinu þykir ekki mik- ið varið í vinnuafl kvenna. —( Eg spurði konuna hvers vegna hún hefði ekki vinnu- konu. Þær eru flestar ónytjungar, og hvorki eg né maðurinn minn eigum ógiftar systur,’’ svaraði hún. Með öðrum orðum, ^það er ekki hægt að trúa neinum öðr- um en ættingjum fyrir heimil- isverkum. En vegna þess, að konan kemst ekki yfir alt, sem gera þarf, hefir hún fengið gaml an karl til þess að koma þang- að kvölds og morgna til þess að mjólka kýrnar. Unglingur nokkur kemur líka á morgnana til þess að hirða kalkúnana. — Flestum íslendingum mundi þykja það skrítin sjón að sjá kalkúnana hér á bæjunum. Þær eru reknar í haga — út á akra, sem hafa verið hirtir, og þar tína þeir upp öll þau korn, sem farið hafa forgörðum. Lítill og óþrifalegur hundur er hafður til þess að gæta þeirra, og hann hleypur stöðugt í hring um- hverfis hópinn. “Þeir kosta mikið,’’ sagði konan einu sinni, er hún horfðí á eftir hópnum. Hún hugsar alt í peningum. Aldrei mundi henni koma til hugar að leggja neinn af þessum feitu kalkúnum til búsins né heldur önd eða hænu. — Einstöku sinnum er kanínu slátrað handa heimafólki. Og að skamta mjólkurgraut, eins og íslenzku konurnar gera, mundi henni aldrei koma til hug ar. Við það mundi rjóminn minka, en úr honum fæst smjör sem er í svo háu verði. Einu sinni heyrði eg hávaða mikinn úti fyrir. Það var konan að skamma mann sinn blóðug- um skömmunum fyrir það, að hann hafði sopið úr hráu eggi, sem hann rakst á úti í hlöðu. “Eggjakaupandinn kemur í fyrramálið,’ ’hvæsti hún, og samt stendur þú hér og hámar í þig hin dýru egg. Það er mik- ið að þú skulir ekki eta franka! Bæirnir eru ekki viðkunnan- legir. Hálfmyrkur er í eldhúsi, og það þarf að vera vegna hita og flugna. Innanstokksmunir eru fáir og lélegir. Eitt borð með ánegldum vaxdúk. Stólar með hálmsetum og brúnmálað- ur skápur. Það er alt og sumt. Bollar, diskar og glös eru af lélegustu gerð. Þó er fólkið hér vel efnað. Engin stofa er í hús- inu. Eldhúsið er jafnframt setu- stór rúm úr mahogní, og sæng- urföt öll hin snyrtilegustu. — stofa og baðstofa. Svefnherberg ið er hið allra helgasta. Þar eru Konan gefur sér altaf tíma til að laga þar til, þar þvær hún gólfið og þurkar ryk af arin- hillunni og skartgrip heimilis- ins — glerklukku með brúðar- kransi hennar á. — Þegar bóndi vill fá sér miðdegisblund, verð- ur hann að gera svo vel að fara út í hlöðu og sofa í heyi. í rúmið fær hann ekki að leggj- ast. í þessum smáþorpum er jafn- an veitingahús. Þar safnast karlmennirnir saman á kvöldin eftir vinnutíma. En konurnar koma þar ekki. Það mundi þykja brot á almennu velsæmi. Vínin eru ódýr, svo að bænd- ur geta fengið sér ofurlitla hressingu, jafnvel þó konumar sjái eftir fénu, sem til þess fer. Lesb. Mbl. API EÐA MAÐUR? Margt dylst óefað enn í frum skógum hitabeltisins, sem vís- indamenn hafa enga hugmynd um. Það líður tæplega nokkurt ár svo nú orðið, að eigi finnist ný eða nýjar dýrategundir inni í frumskógunum, einhversstað- ar í heiminum. Eitt hið nýjasta dæmi þess er skepna sú, sem fundist hefir inni í frumskógunum á eyjunni Sumatra. Cillimenn þar kalla hana “Orang Pendek’’, en það þýðir “sá sem er á milli manns og apa’’. Hér gæti verið um að ræða “the missing link’’, eða sönnunina fyrir þeirri skoðun Darwins, að mannkynið sé kom ið af öpum. Þykir vísindamönn- um því mjög mikið til þessa koma. — Húð þessara mann- apa er alveg snögg, nema Ijós- | leitt hár er á höfðinu. Og beina- grindinni svipar fremur til beinagrindar af manni en apa, sérstaklega þó að því leyti, að handleggirnir eru stuttir. Lesb. Mbl. SKRfTLUR “Þú ætlar að giftast stúlku, sem á 200,000 krónur, og samt segirðu að þú giftist af ást?’ “Já, það er satt, því eg elska peningana. * * * “AkiÖ þér í bíl eða á bifhjóli, eða ferðist þér með flugvél- 'um?” “Nei, eg ferðast altaf fót- gangandi.” “Þá getum við því miður ekki vátrygt yður.’ * * * “Svo þú ert að hugsa um að skilja við konuna?’’ “Já, hún elskar mig ekki.’’ “Þess þarf ekik. Maður elsk- ar góðan mat og kampavín, en maður býr með konu sinni. TÁKN TÍMANS. Til þeirra af samlöndum mín um hér í landi, er kynnu að lesa eftirfarandi línur, vildi eg óska að geta orðið til hjálpar til að sjá og skilja það, sem hinn ör- lagaþrungni yfirstandandi tími hefir í skauti sínu til allra manna. Að tíminn hinn yfir- standandi sé óvanalega lær- dómsríkur öllum alvarlega hugs andi mönnum, eru víst flestir búnir að viðurkenna með sjálf- um sér, þótt altaf séu einhverjir af fólki yfirleitt, sem ekki vilja við það kannast í viðtali, að þeir þurfi að taka nokkuð til greina á sérstakan hátt af því, sem mönnum er opinberað frá þeim, og af honum, sem er og hefir verið hið stjórnandi aflið í öllu, sem honum verður að lúta, en það er eðlilega alt, er hann hefir skapað. I sambandi við það, sem öllum mönnum er eðlilegt og sameiginlegt, með tilliti til tákna tímans hins yf irstandandi, en það er trúin á æðra og tilkomandi líf fyrir alla menn, þá er ekki nema eðlilegt að margir séu nú á tímum að reyna að gera sér grein fyrir afstöðu sinni við hann, sem skapaði manninn með öllum hans mismunandi lyndiseinkunnum og sálarþrá; að vita eitthvað um það, sem honum hlýtur að mæta á því landinu, sem þeir, sem nú lifa, eru ennþá ekki komnir til, með lífinu hinu tilkomanda. Allir eiga þrá, sterka eða óljósa, til að vita, hvað hinir svo óvana- legu reynslutímar kunni að hafa í för með sér til allra manna, sem á jörðu búa. Frá mínu sjónarmiði ætti það að vera öllum mönnum og konum hug- ljúft að gera sér grein fyrir þessu, og að afla sér þeirrar þekkingar, sem þeim geti kom- ið til hjálpar til að átta sig sem bezt á því, hvað hér kunni að vera að ræða um, með til- liti til hinna margvíslegu tákna í því sem er að gerast umhverfis þá um allan heim. Almenn dag- blöð og tímarit eru flestöll mjög svo einhliða í því að gefa mönnum úrlausn á þeim efnum sem sálarþrá þeirra gefur þeim innri löngun til að fá hjálp og skýringar á. Yfirleitt er mjög lít- ið að sjá á þessum svæðum í því ljósi, sem ætti að vera öll- um ant að geta séð hið hulda afl á bak við nálega alt, sem er að gerast í heiminum á yfir- standandi tíma, og að fá, ef mögulegt er, leiðbeiningar og hjálp til þess að skilja þessa stórviðburði, sem mönnum hafa verið opinberaði á síðastliðnum áratugum, en ekki sízt á því, sem hefir hina mestu þýðingu fyrir alla menn að fá hjálp til þess að sjá og skilja á nú yfir- standandi tímum. Það hefir ver ið mitt hlutskifti um nokkurn tíma, að geta í ró og næði gefið mér tíma til að athuga alt þetta sem hér er bent á, að öllum mönnum sé skylt og nauðsyn- legt að fá þá beztu úrlausn á 1 þessu, sem fyrir hendi er. En þá er eðlilegt að leitað sé þang að, sem mönnum ávalt er gefin hin eina ábyggilega hjálp og leiðbeining, sem hann gefur, er stjórnar og ræður yfir öllum hlutum og einnig yfir smá- atriðum í lífi mannanna, sem hans hjálpar og aðstoðar vilja leita og þiggja. Og það er frá því sjónarmiði, að eg tek mér það frjálsræði, að benda lönd- um mínum á, að aldrei í sög- unni hefir mönnum verið meiri þörf á að þeir geri sér ómak til að kynnast því, sem hinn Al- vitri vil lhjálpa þeim til að sjá og skilja í öllum þessum marg- víslegu og örðugu spursmálum yfirstandandi tákna og við- burða. Þess vegna langar mig til að bjóða þeim af löndum mínunl, sem kynnu vilja að láta þessar mínar í einlægni gefnar bendingar koma þeim til hjálp- ar, að benda þeim á auglýs- ingu í síðasta blaði, á nokkrum smáritum og bókum, sem eg get fyllilega mælt með að vera ritaðar af þar til mjög hæfum mönnum, og í nákvæmu sam- ræmi við það, sem Guðs orð segir um hinn yfirstandandi tíma, og sem gefur þeim ná- kvæma lýsingu af öllu, sem er í vændum, og hlýtur að koma fram í lífi þjóða og einstaklinga á mjög nálægum tíma. Á eitt atriði í táknum tím- ans yfirstandandi vil eg sér- staklega benda íslenzkum for- eldrum, sem er nærri ótrúlegt MESSUR OG FUNDIR ( klrkju Saiubandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegl kl. 7. e. h. Safnaðamefndin: Fundlr 2. og 4. fimtudagskveld I hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskóltnn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. BÆKUR TIL SÖLU Does Science Support Evolution ? .......... 50c What of the Night? .... 35c (Þessi bók er rituð um reynslu- tíma mannanna þegar Anti- kristurinn birtist). God’s Future Program.... 25c lslenzk Smárit: ‘‘Hjálpræði Guðs” ..... 25c (Með auka blaði, draumvitrun konu á Qslandi). “Hrópið að ofan” ...... 25c Bibliur og Nýja Testamentið með lægsta verði á Ensku og Islenzku. GTJÐM. P. THORDARSON 611 Simcoe St., Winnipeg að gæti rutt sér til rúms í van- trúaráttina í þjóðlífi landanna, sem vér búum í, Canada og Bandaríkjanna, að skólastofn- anir þessara landa hafa nú við- tekið og sett inn í vissar deild- ar skólanna sem kenslugreinir þá óhæfu, sem í alla staði er ósönnuð, og vitanlega verður aldrei sönnuð, að mannkynið sé komið frá einni tegund af dýrum jarðarinnar, en ekki frá hendi hins alvitra og algóða föðursins á himnum, eins og grein er gerð fyrir því í byrjun heilagrar ritningar. Ekki getur maður annað en treyst því og trúað, að hér síum háalvarlegt atriði að ræða í augum allra sannkristinna manna. Er nokk- ur furða þó allir alvarlega hugs andi menn og konur spyrji: Hvert stefnir þetta? Hver verða endalokin? Og þetta gefur til- efni til í hjartans alvöru að spyrja. Er það ekki ómaksins vert að heyra og sjá hvað sá segir um alt þetta, sem menn aldrei geta flekað eða náð valdi yfir? í tilefni af þessu' hefir mér komið til hugar að bjóða lönd- um mínum þær beztu bækur og smá rit, sem nú eru óðum að fjölga, og mörg eru rituð af vel þektum og til þess hæfum mönnum. En hér er sérstaklega átt við það á prentuðu máli, er ritað er í nánu samræmi við það, sem heilög ritning og spá- dómsbækur hennar hafa að gefa fólki til úrlausnar á öllu þessu, sem ætti að vera til trúarstyrk- ingar og hjálpar til að athuga það “eitt nauðsynlegt’’, og gefa því gaum eingöngu, sem mönn um er gefið að ofan frá hinum alvitra og stjórnara allra hluta. Það var af þessu að birtur var í síðasta blaði listi yfir smár'R og bækur, sem eru ritaðar af\. velþektum rithöfundum. Eg vil sérstaklega benda fólki á bók um atriðin viðvíkjandi hinni svo kölluðu framþróunarkenningu. Titill bókarinnar er “Does Sci- ence Support Evolution?’’ Bók- in er eftir frægan mentamann. Á framsíðu bókarinnar, sem er 160 blaðsíður, er þetta: “By E. Ralph Hooper, B. A., M. D., for 20 years Demonstrator in the Anatomical Department of the Medical Faculty of the Univer- sity of Toronto’’. Allar bækur og rit eru seldar með auglýstu söluverði bókanna, og sendar mönnum kostnaðarlaust. í undirbúningi er bók, sem undirritaður hefir haft mikinn undirbúning með að koma á prent. Það er gert með sér- stöku tilliti til þeirra af löndum mínum, sem ekki hafa full not af enskum bókum. Þetta rit og væntanlega önnur um þessi at- riði verða auglýst síðar. Ekki veldur sá er varar. GuSm. P. Thordarson. —611 Simcoe St., Winnjpeg.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.