Heimskringla - 11.01.1933, Page 1
AMAZING NEWS
$1
PHONE
37 266
DRESSESi
Beautlfully
Dry Cleaued
and Pressed up.
I%píKs
MEN! YOUR CHANCE
Beg-ular I ISUITS
* J Dry Cleaned
and Smartly
Pressed
*
*
Service
!$1.
PeríJis
PHO.\K 37 26ð
XLVII. ÁRGANGUR.
WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 11. JAN. 1933.
NUMER 15
CALVIN COOLIDGE DÁINN.
Calvin Coolidge fyrverandi
forseti Bandaríkjanna lézt mjög
sviplega síðastliðinn fimtudag,
5. jan., á heimili sínu í North-
ampton, Mass.
Samkvæmt því er læknar
skýra frá, varð hjartabilun hon
nm að bana. Hann kom heim
til sín af skrifstofu sinni um
hádegisbilið, en um kl. 1.15 e.
h. fanst hann örendur í rúmi
sínu.
Mrs. Coolidge, sem úti hafði
verið að gera einhver smákaup
fyrir heimilið, fann hann dá-
inn í herberginu, er hún kom
heim örlitlu síðar en maður
hennar.
Coolidge hafði verið við sæmi
lega heilsu, að því er kunnugt
var. Hið sviplega fráfall hans
kemur því ekki aðeins þjóð-
inni á óvænt, heldur einnig hans
nánustu.
Calvin Coolidge varð 60 ára
gamall. Forseti Bandaríkjanna
varð hann 3. ágúst 1923, er
Warren G. Harding lézt, því
hann var þá varaforseti. — í
næstu kosningum, 1914, sótti
hann svo, og vann þær með 7
miljón atkvæða meirihluta. —
Hafði fár eða engi forseti fram
að þeim tíma, verið kosinn með
svo miklum atkvæðamun.
Coolidge var alinn upp á kyr-
látu bóndabýli í Vermont, hjá
föður sínum. Hann vár geð-
stillingarmaður óviðjafnanlegur,
ágætum gáfum gæddur og ein-
lægur í öllu, er hann tók sér
fyrir hendur. Þegar hann tók
við forsetastöðinni af Harding,
var ástandið ekki sem glæsi-
legast, bæði af afleiðingum
stríðsins og kreppunni 1921. —
En eitt af fyrstu verkunum var
að ráða bætur á rekstrinum á
ýmsum stjómardeildunum. —
'Landið lék ait á reiðiskjálfi út|
af því, sem upp komst um starf j
ið í hermáladeildinni. Einstakiri
menn höfðu leigt olíulindir I
landsins og prangað á sölunni
á olíunni til hersins. í dóms-
máladeildinni þótti og á ýmsu
syngja, og fleiri stjórnardeild-
um. Með frábærri gætni og
framsýni bar Coolidge gæfu til
að hreinsa til í stjórnarhreiðr-
inu, og koma í framkvæmd
stefnu í stjórnarrekstrinum, er
landinu sparaði stórfé. Eftir að
hafa sýnt stefnu sína í þessu,
sem og í fleiri málum, er land-
ið snerti, varð Coolidge kosn-
ingin 1924 mjög auðsótt. f>jóð-
in var orðin þess áskynja, að
í þessum dula og hægláta manni
bjó nóg vit og þrek til að fram-
kvæma og leysa af hendi störf
í þjóðfélaginu, sem allra voru
ekki meðfæri.
í utanríkismálum var stefna
Coolidge mjög farsæl. Hélzt
mjög gott samkomulag milli
Evrópuþjóðanda og Bandaríkj-
anna í stjórnartfð hans. Árið
1927 kallaði hann saman þjóð-
ir heiipsins til þess að reyna
að sameina þær um að koma
á varanlegum friði. — Tillögur
hans voru, að- herútbúnaður
væri minkaður, smá herskip
væru fyrir það fyrsta lögð nið-
ur, án þess auðvitað að hinum
stærri væri fjölgað. En á fund-
inum í Geneva var máli því
eytt.
í stjórnartíð Coolidge voru
skattar á Bandaríkjaþjóðinni
mikið lækkaðir. Varð hann bæði
fyrir það, og yfirleitt fyrir spar-
semdarstefnu sína í stjómmál-
um, vel liðinn af þjóðinni.
Bændur í vesturríkjunum áttu
í kröggum vegna markaðsleys-
is fyrir vöru sína á síðari stjórn-
arárum Coolidge. Vildu fulltrú-
ar þeirra á þingi koma í gegn
löggjöf, er trygði þeim verð
vöru sinnar. En Coolidge taldi
það mesta óráð og neitaði
slíkri löggjöf tvisvar sinnum
staðfestingar. Löggjöf svipuð
þessu (The Farm. Board) var
síðar samþykt, eins og menn
vita, en hefir nú leitt af sér
500 miljón dala tap fyrir stjórn-
ina, að því er sagt er.
Calvin Coolidge var fæddur
4. júlí 1872, á þjóðfrelsis- og
þjóðhátíðardag Bandaríkjanna,
í Plymouth, sem er þorp í Ver-
monthæðunum. Bjó faðir hans,
John C. Coolidge, þar. Rak
hann verzlun í þorpinu jafn-
framt búskapnum. Ólst sonur
hans upp hjá honum. Vann
hann ýmist á búinu eða í búð
föður síns. Var hann sagður
vinnugefinn, að hverju sem
hann gekk. Skólanámið gekk
honum framúrskarandi, og var
hann byrjaður á lögfræðis-
störfum ekki fullra 25 ára gam-
því, sem sumar Evrópuþjóðirn-
ar, sem skuldir sínar neituðu
að greiða Bandaríkjunum 15.
desember 1932, veita til heriit-
búnaðar á sama ári:
Frakkland, sem neitaði að
greiða rúmra 19 miljóna dala
skuld til Bandaríkjanna, veitir
á árinu rúmlega 541 miljón doll-
ara til vopnaútbúnaðar.
Belgía, sem einnig neitaði
að greiða tveggja miljón dollara
skuld, veitir til síns hers rúm-
ar 33 miljónir dollara.
Pólland neitaði að greiða
skuld sína, er nam rúmum 3
miljónum dala, en veitir um 95
miljónir dollara til hersins.
Eistland, sem skuldaði að-
eins 260,000 dollara, en neitaði
að greiða það, veitir til vopna-
J útbúnaðar hálfa sjöttu miljón
dollara.
: Þessar hrottalegu veitingar
til hers þessara þjóða, mæla
vissulega ekki með uppgjöf á
all.
En lögfræðisstarfið stundaði skuldum þeirra.
Cóolidge þó ekki lengi. Stjórn-|
málin heilluðu hann. Árið 19071 K-OSNINGAR Á ÍRLANDI.
varð hann ríkisþingmaður í j -------
Massachusetts. Árið 1910—11 ( Enda þótt minst væri á það
var hann borgarstjóri í North- a síðastliðnu ári af og til, að
ampton. Efrideildarþingmaður í kosningar hlytu að liggja fyrir
Massachusetts var hann 1912 dyrum á írlandi, kom það hálf-
—1915. Og 1914—15 forseti gert eins og þruma úr heið-
efri deildar ríkisþingsins. Vara- skíru lofti yfir þingmennina er
ríkisstjóri í Massachusetts 1916 Eammon de Valera forseti lýsti
—17—18. Og 1920 var hann Því yfir 3. janúar, að þing væri
kosinn varaforseti Bandaríkj- rofið og kosningar færu fram
anna. |24- janúar. Fyrsta þing eftir
Árið 1905 giftist hann ung- kosningarnar kemur saman 8.
frú Grace A. Goodhue frá Bur- febrúar.
lingham í Vermont. Reistu þau Ástæða Eammons de Valera
sér hús í Northampton og fyrir því að láta kosningu fara
bjuggu þar, unz þau fluttu til fram, er talin sú, að hann sér
Washington, er Coolidge varð engan veg til þess að fá frum-
varaforseti. En þegar forseta- varp sitt um launalækkun
tímabilið var útrunnið flutti. stjórnarþjóna samþykt á þingi.
hann aftur í þetta sama hús, I Verkamennirnir 7, sem hafa
þótt lítið væri, borið saman við fylgt stjórn Eammon de Val-
forsetabústað hans. En í því era að málum, skárust úr leik,
húsi segist Coolidge bezt hafa er þetta frumvarp kom til sög-
unað æfinni. | unnar. Flokksmenn de Valera
Þau hjón áttu tvo sonu, John eru aðeins 70 af 150 þingmönn-
og Calvin. En ekki er nema um ads. Til þess að geta komið
annar þeirra á lffi: hinn síðar nokkru fram í þinginu, þarf
taldi dó 1924. i stjórnin því á fylgi þeissara
Það verður líklegast ekki verkamannafulltrúa að halda.
sagt um Coolidge, að hann hafi En Það mun henni nú hafa
verið í tölu mestu forseta verið farið að leiðast, og hefir
Bandaríkjanna. En fáir forsetar Því freistað að láta kosningar
hafa þó notið óskiftari hylli fara fram, auðvitað í von um
þjóðar sinnar, en hann. Og þó að flokksmönnum sínum fjölg-
er það svo skrítið, að hann sótt- aðn
ist ekki eftir alþýðu hylli. Hann j Og ef til vill tekst það. Hinu
reyndi hvorki í því efni né öðru verður þó ekki neitað, að í
að láta á sér bera. Og hann ofanálag á kreppuna, hefir hag
var einarður og fór sínu fram, ur manna, einkum bænda, á
hverjir sem í hlut áttu. En þjóð- íríandi versnað mjög undir
in hafði það á meðvitundinni, stjórn de Valera, vegna mlnk-
að því væri óhætt að treysta andi sölu afurða þeirra á Eng-
er hann gerði. jlandi. — En kosningar þessar
í kosningunum 1928 neitaði munu lítið snúast- um hag
hann að sækja um forseta- landsins. Aðalatriðið verður auð
stöðuna. Var þó að honum lagt1 vitað sjálfstæðisbarátta þeirra.
að sækja, og segja margir, að Lýðveldismenn munu ekki horfa
honum hefði verið kosning vís. j í það, hvað sú barátta kostar.
En Coolidge hafði nú einu sinni Andstæðingar stjórnarinnar —
hugsað sér að ssékja ekki, og með Cosgrave í broddi fylking-
frá því varð ekki vikið. ar — munu eiga erfitt með að
Við lát Coolidge harmar öll kæfa þá hugsjón, þó auðvelt sé
þjóðin hann og minnist hans,! fyrir þá að gagnrýna og benda
sem eins síns ágætasta manns á ófarsælar afleiðingar af starfi
og hæfs og farsæls forseta.
VOPNABÚNAÐUR
OG SKULDIR EVRÓPU.
stjórnarinnar.
Stefna lýðveldissinna á miklu
dýpri ræt'ur hjá þorra þjóðar-
innar. Eitt meðal annars er það
senf þeir stefna að, að taka
upp sitt forna mál, Gaelic, sem
enn er raunar talað í heilum
héruðum á írlandi. Valerastjóm-
Krafa bandarísku stjórnarinn
ar um að Evrópuþjóðirnar, sem
verið hafa að biðja um upp- j
gjöf skulda sinna, lækkuðu in hefir sent skólakennara út í
fjárveitingar sínar til herútbún-
aðar, ef skuldir þeirra yrðu
strikaðar út, hefir víðast mælst
þessi hémð á írlandi til þess
að læra málið. Lögreglumönn-
um hefir verið skipað að vera
vel fyrir. Sú krafa er svo sann- fullnuma í írska málinu eftir
'gjörn, að þessi mál — uppgjöf
skuldanna og takmörkum her-
5 ár. Og áformið er að málið
verði aftur algerlega tekið upp
útbúnaðarins — munu hér eft-ieftir 20 ár.
ir naumast verða aðskilin. | Þannig mætti á fleira benda,
Hér á eftir fer sýnishom af er kyndir undir sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar. Það er því
ekkert líklegt, að hún gleymist,
á hverju sem gengur. Það skift-
ir lýðveldissinna miklu minna,
þótt þeir tapi verzlun um tíma
í þjóðernis- og sjálfstæðisbar-
áttunni, en það að vinna sigur
að lokum.
LAGABREYTING Á
ÞINGFYRIRKOMULAGI.
Þjóðþingið, sem nú stendur
yfir í Bandaríkjunum, hefir
samþykt þá lagabreytingu á
þingfyrirkomulaginu, að fyrsta
þing eftir kosningar komi sam-
ai\ 3. janúar, í stað byrjun des-
embermánaðar, og hinir ný-
kosnu þingmenn taka þá við
löggjafarstarfinu, en ekki frá-
farandi þingmenn eins og nú.
Þingið, sem kallað hefir verið
þing “höltu andanna”, er því
úr sögunni. Þetta er að vísu
stjómarskrárbreyting, og verða
því þrír fjórðu af ríkjum sam-
bandsins að samþykkja hana,
áður en hún öðlast gildi. En að
nokkur fyrirstaða verði á því
að ríkin samþykki hana, er
mjög ólíklegt.
Forsetinn tekur við völdum
20. janúar í stað 4. marz, sam-
kvæmt þessari breytingu. Leið-
ir af því að næsta forseta kjör-
tímabil verður hið styzta í sög-
unni. Kjörtímabili Roosevelts
t. d. lýkur 20. jan 1937, svo það
verður ekki full fjögur ár. En
að því búnu verða öll forseta-
kjörtímabilin full fjögur ár.
Hér eftir þurfa þingmenn
ekki að bíða í 13 mánuði frá
kosningum, eftir því að kom-
ast á þing eða taka þátt í lög-
gjafarstarfinu. í»eir taka við
því í byrjun janúar, eða um
það tveim mánuðum eftir kosn-
ingar. Þingmenn, sem tapa
kosningu, sitja þá ekki á þingi
eftir kosningar eins og þeir
háfa gert áður.
BANNMÁLIÐ f
BANDARfKJUNUM.
Um bannmálið hefir ein ó-
sköp verið rætt á Bandaríkja-
þinginu undanfarið. Það hefir
auðsjáanlega verið lagt kapp
á það að koma að löggjöf, er
hnekti eða næmi 18. viðbót
grundvallarlaganna burtu. Var
loks fulltrúaþingnefnd skipuð til
að gera uppkast að slíku frum-
varpi. Lagði hún til að styrk-
leiki ölsins yrði 3.2%, er selja
mætti samkvæmt Volsteadlög-
unum. Var sú tillaga samþykt
í fulltrúadeildinni. En nefndin,
sem þetta mál var falið til í-
hugunar í öldungadeildinni, tók
þá afstöðu að frumvarpið væri
ólögmætt. En eitthvað á þó
enn að reyna til þess að koma
bannlögunum fyrir kattamef.
En það ætlar að reynast erfið-
ara en margur hélt.
Það kemur margt broslegt
fyrir á þingum. En í Bándaríkja
þinginu mun sjaldan hafa verið
hlegið hærra, en þegar einn
þingmanna lagði til, að dóm-
nefnd tólf æruveðra borgara,
væri kosin og látin prófa á
sjálfri sér, hvort 3.2% öl væri
áfengt eða ekki. Það höfðu
lengi dags staðið yfir þrætur
um þetta atriði í ölfrumvarpinu,
en þingmaðurinn datt þama of-
an á ráðið til þess að leysa úr
þessu.
Ársfundur Kevnfélags Sam-
bandssafnaðar í Winnipeg verð-
ur haldinn þriðjudaginn 17. jan.
á venjulegum stað og tíma. —
Félagskonur eru allar beðnar
að sækja fundinn.
BRÉF TIL HKR.
Foam Lake, Sask.
5. janúar 1933.
Kæra Heimskringla!
Þá sendi eg þér nú það, er eg
hefi innheimt frá kaupendum
þínum síðastliðið ár.
Héðan er ekkert sérstakt að
frétta. Fólk hefir við svipuð
kjör að búa og aðrir í þessu
fylki. Tíðin frekar stirð, það
sem af er vetri, og því líkur
til, að það sem eftir er, verði
mildara.
Þessi bær telur um 500 íbúa
er saman standa af 10 til 15
mismunandi þjóðflokkum, eftir
því hve nákvæmlega er skift,
og er gizkað á að íslendingar
séu um sextíu.
Verzlun stendur á furðanlega
góðum fótum, þegar tekið er
tiilit til yfirstandandi kreppu.
Er það ýmislegt, sem styður að
því, og mætti nefna til dæmis
þjóðveginn No. 14, sem liggur
í gegnum bæinn. Víðfrægur
tannlæknir, sem fólk hikar ekki
við að sækja til um óra vegu.
Gott smjörgerðarhús. Og svo
síðast en ekki sízt, hin góða
hveitimylna, sem margir, er
aldrei myndu annars hingað
koma, sækja til. í síðastliðin 3
ár mun hún hafa malað um 60
þúsund bushel á ári, mest fyrir
bændur, og er því auðskilið að
sumir eru langt að komnir. Öll-
um ber saman um að hún vinni
verk sitt vel. Verðið á mjölpok-
anum í dag er $1.75; var í fyrra
$2.20 en 1930 $2.50, og er það
vitaskuld í samræmi við hið
lága verð á ómöluðu hveiti. —
Þeir, sem láta mala sitt eigið
hveiti, borga 20c fyrir hvert
Bushel.
Þótt íslendingar séu svona
margir í bænum, þá ber ekkert
á sérstökum félagsskap þeirra
á meðal. Kvenfélagið Sólskin
hefir að sönnu bækistöð sína
hér að miklu leyti, sökum af-
stöðu við landsbygðina, og ein-
stöku sinnum er messað hér á
íslenzku.
En mér hefir fundist frekar
lítið á seinni tíma messunum
að græða. Góðu og gömlu prest
arnir úr fslenzku bygðinni hér
(Vatnabygð), ruku allir vestur
að hafi í byrjun kreppunnar.
Líklega annaðhvort af því, að
þar voru fleiri syndarar að snúa
til afturhvarfs, eður þá meiri
fjárvon fyrir starf sitt, eða þá
einhverjum öðrum ástæðum.
Það má því heita að bygðin
hafi verið prestlaus síðan, og
virðist það helzt koma sér illa,
þegar þarf að “skussa” ein-
hverjum í gröfina. Er þá helzt
að leita til Winnipeg, því það-
an eru samgöngu góðar sumar
og vetur, dag og nótt. En þar
virðast allir íslenzkir prestar
önnum kafnir, svo að það er
hæpið að þeir géti komið í
tíma.
Það minnir mig á að eg
heyrði jólaútvarpsræðu séra B.
B. Jónssonar í radio. Fanst
mér ræðan aðeins í meðallagi.
Söngurinn góður. Illa viðeig-
andi að vera að syngja á ensku
og smekkleysa að syngja einn
sálminn með útfararlagi. Faðir-
vor-tónið ekki nálægt því eins
tilkomumikið, eins og það ætti
að vera, og á eg bágt með að
trúa því, að íslenzkir tónlistar-
menn nútímans geti ekki gert
betur. Þetta er aðeins mitt á-
lit. um annara veit eg ekki.
Það er máske óþarfi að minn
ast á hag bænda, því svo mikið
er um hann búið að skrifa. Þó
ætti eg að vera honum eins
kunnur og aðrir, þar sem eg
er einn í þeirra tölu og hefi
verið síðastliðin 30 ár.
Það álit, að þeir séu farnir
að hallast töluvert fjárhagslega
ætla eg ekki að rengja. En að
það sé alt og eingöngu stjórn-
um og fésýslumönnum að kenna
er annað mál. Og varla er hægt
að segja að það sé fyrir skort
á samvinnufélögum, þar sem
þau teljast 333 í fylkinu. Nei,
rótin liggur annarstaðar og ei
til vill ekki eins langt frá dyr-
unum eins og sumir láta í veðri
vaka. Skattbyrðin í heimahög-
um, sem þeir hafa hönd í bagga
með, er ekki smæsti steinninn
í götunni.
En — eigi ieið þú oss í
freistni — eg má ekki vera
langorður eða berorður. Gamla
árið er horfið, hið nýja tekið
við. Með því hafa fæðst nýjar
vonir, sem rætast hjá sumum
en sumum ekki. Ein vonin er,
að þú haldir áfram að vera hér v
vikulegur gestur, eins vel útbú-
in og þú hefir verið seinasta
ár. í einlægni óska eg þér far-
sæls nýárs.
J. Janusson.
FISKUR OG FJÖREFNI.
Eftir Magister Ottar Rugh.
Til þess að lifa og þroskast
þurfa menn og dýr næringu.
Þessa næringu getur enginn
framleitt handa sjálfum sér,
heldur verður hann að sækja
hana til annara. Menn og dýr
eru þannig gerð, að þau geta
ekki fengið næringu frá hinni
dauðu náttúru né heldur frá
loftinu. Þau verða að hafa ein-
hvern millilið, sem getur breytt
næringarefnunum svo, að þau
verði mönnum og dýrum að
gagni.
Einn af þessum milliliðum
eru plönturnar. Með því að
snæða jarðargróður fá menn og
skepnur næringu. En þó er það
svo, að mörg dýr geta ekki lifað
á jurtafæðu. Þau verða að lifa
af öðrum dýrum, og fá sér nær-
ingu á þann hátt. En þessi nær-
ing stafar þó aðallega frá jurta-
ríkinu.
Nú er mannkynið þannig gert,
að það getur bæði lifað á jurta-
fæðu og dýrafæðu. Og venju-
lega velur það þau næringar-
efnin, sem að bestu haldi koma.
En þá er það verksvið eðlis-
fræðinnar að athuga hver nær-
ingarefni eru líkama mannsins
nauðsynleg, svo að hann geti
haldið sér heilum.
Fyrst og fremst þarf líkami
vor mikið af vatni, og auk þess
hin og önnur stálefni. Enn
Jfremur þarf hann efni til bren-
slu, til þess að viðhalda hita og
starfskröftum. Og enn þarf
hann á að halda hinum svo-
nefndu fjörefnum (vitaminum).
Um fjörefni þessi vitum vér
enn harla lítið, annað en það, að
líkami mannsins þarfnast
þeirra.
Eins og menn vita nú, eru til
mörg fjörefni, og þau koma
aðallega frá jurtaríkinu. En þó
fást nokkur þeirra úr dýrarík-
inu. Úr jurtaríkinu fáum vér
fjörefni þau, sem leysast upp í
vatni og kölluð eru B. og C.
Þessi fjörefni fást líka úr dýr-
nm, en eru mjög lítil þar. Öðru
máli er að gegna um vitaminin
A. og D., sem leysast upp í fitu.
Þau getum vér hvergi fengið
nema úr dýraríkinu. /Og merki-
legast er við þessi fjörefni það,
að úr landdýrum fáum vér lítið
af þeim, en hafbúar eru þar
hreinasta náma.
Ætti eg að gera yður skiljan-
legt hver áhrif það hefir, ef
mann skortir A-fjörefni, þá lýs-
ir sá skortur sér í því að allar
Frh. & 8 bls.