Heimskringla - 11.01.1933, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.01.1933, Blaðsíða 6
6. SlÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 11. JAN. 1933. JON STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. “Cora! — Horfðu á mig, elskan mín.” Hún sagði ekkert, en hélt áfram að hylja andlitið í höndum sér. Hann reyndi að taka hendur hennar frá andlitinu, en hún varnaði honum þess. “Cora! Án yðar get eg ekki lifað. Horfðu í augu mín. Elsku Cora,’’ sagði hann blíðlega. “Eg bið afsökunar á því Jón, að eg talaði þessi vanvirðu orð til yðar,’’ sagði hún lágt. “Vér skulum gleyma því, elskan mín.” “Og eg bið afsökunar á því, að eg sló yður. Egtapaði allri sjálfstjórn um stund,” sagði hún. Enn hafði hún andlit sitt hulið með höndunum. “Horfðu á mig, Cora.” “Eg get það ekki. Eg fyrir verð mig, og—” Hún sleit sig lausa og hljóp þvert yfir gólf- ið í salnum. Hann fór eftir henni og var rétt að taka hana í fang sér þegar barið var að dyr- um. Þau stóðu og horfðu hvort á annað þegj- andi nokkur augnablik. “Kom inn!” kallaði Cora. Gerald Southwold kom inn og lék ánægju bros um andlit hans. “Góðann morgun, herra Strand. Mér var sagt að þér væruð hér. Eg þarf að fá að tala við yður ofurlitla stund, ef þér hefðuð tíma, svo eg kom hingað,” sagði hann og reyndi að vera góðlátlegur og blíður í málrómi og framkomu. X. Kapítuli. Gerald Southwold hafði sjaldan brugðist að geta lesið menn út við fyrstu sjón, og þeim mun betur, sem hann sá þá oftar og kyntist þeim meir. Það kom honum því ekkert á óvart er hann varð þess vís, að Jón lét ekki fallast fynr þeim freistingum sem á leið hans voru lagðar. Samt hafði hann vonað að ást Jóns til Coyu yrði sterkari stjórnmála hugsjónum hans. Hann hafði hlustað á ræðu Jóns í þinginu og dáðst að mælsku hans og framkomu. Hann hafði fyrir löngu tekið eftir því, að hann hafði óvanalega hæfileika sem stjórnmálamaður, og alla jafna gert ráð fyrir að hann yrði mikill maður á því sviði. En eftir því, sem lengra kom fram í ræðuna, varð hann að viðurkenna, að menn honum jafnir fyrir finnast naumast nema einn á hverjum mannsaldri. í ræðu hans kom í ljós sá kraftur, sem menn virðast verða nauð- ugir, viljugir að beygja sig undir. Hvert orð eem hann talaði var svo sannfærandi og virtist flutt af svo mikilli einlægni, að mönnum fanst ómögulegt að mótmæla gildi þeirra. Hann var skapaður andlegur leiðtogi fjöldans. “Mér skal auðnast að vinna hann yfir á mína hlið ennþá,” sagði forsætisráðherrann við sjálfan sið, er hann fan.n sig sigraðann í þing- inu. Þá næstu nótt lág hann lengi andvaka í rúmi sínu og hugsaði um það, hvernig hann gæti sem haganlegast náð Jóni yfir á sitt band. Honum duldist það ekki að hér varð að ganga hreinlega og beint að verki, og ef um mútu í einhverri mynd yrði að ræða, þá yrði að viðhafa alla mögulega hagsýni í því, að bjóða honum slíkt. Jón er maður sem ekki mun láta kaupa sig til neinna athafna mót sannfæringu sinni. Þessu líkt hugsaði Gerald um nóttina, og hafa hugrenningar hans efalaust átt aðal þátt í and- vöku hans. Morguninn eftir ákvað hann, að heimsækja Coru frænku sína, og komast eftir hvert Jón hefði komið að sjá hana. “Jón er ástheitur maður og mun ekki strax hætta við það, sem hann hefir eitt sinn á- sett sér að ná í. Cora er hans veika hlið. Eg veit það,” hugsaði hann er hann gekk niður Downing götu til Berkeley Square, þar sem jarlinn bróðir hans tók vel og vingjarnlega mót honum. “Hvernig líður Coru?” var það fyrsta sem hann spurði eftir. “Hún er nú inni að tala við herra Strand. Eg verð að segja, að henni leið ekkert vel í gærkvöld og í nótt. Eg hefi haft talsverðar á- hyggjur út af líðan hennar.” “Það þarft þú alls ekki að hafa. Hún er fullkomlega fær um að passa sjálfa sig í öllum skilningi. Hvernig varð henni um framkomu Jóns í gær? Hefir fylst gremju býst eg við, sem eðlilegt er?” “Hún læsti sig inn í herbergjum sínum er hún kom heim í gærkvöldi og neitaði að sjá mig eða nokkurn annan. Svo kom hún ofan til morgunverðar í morgun og virtist þá sem henni liði betur. Mig langaði til að tala við hana, en vissi ekki hvernig eg ætti að haga orðum mín- um. Eg skil hana ekki vel/ og móðir hennar gat eg aldrei skilið,” sagði jarlinn. “Já, það er stundum nokkuð erfitt að skilja kvenfólk. Eg hefi aðeins kynst einni, og — hún —” Gerald rak upp skelli hlátur en þagn- aði svo snögglega. Jarlinn starði á hann und- randi. Hann hafði oft hugsað um það, hvers- vegna bróðir sinn hefði aldrei kvongast um æfina, en hafði aldrei kunnað við að spyrja hann neitt út í það. Þótt jarlinn væri eldri bróðirinn hafði hann alla jafna haft hálfgerð- ann beig af bróður sínum og verið honum und- irgefinn. Lundarfar Geralds var þannig, að tunga hans var oft svo bitoir, að náinn kunning- skapur við hann var ómögulegur. “Hvar eru þau, Strand og Cora?” spurði Gerald. “Þau eru í daglegu stofunni hennar. Ætti eg að senda boð til hennar um að þú sért kom- inn?” “Eg held það væri heppilegast, að eg færi sjálfur með þau boð,” sagði hann og gekk af stað í áttina til stofunnar. “Nei, — þú þarft ekki að koma með eða vísa mér leið, eg rata. En farðu samt ekki burt úr húsinu því ske kann að eg þurfi að tala við þig áður en eg fer.” Að svo mæltu hélt hann áfram til þeirra Jóns og Coru. Þegar hann kom inn í stofuna og sá þau, eins og fyr er um getið, horfði hann fyrst á hana og svo á Jón. Hann sá það strax að hún I hafði grátið, en hann gat ekki séð, að það væri nein óánægja milli þeirra. Það gerði hann strax vonbetri um að hans erindi fengi góðann enda. “Cora!” sagði hann vingjamlega er hann hafði heilsað þeim. “Eg þarf að tala við hr. Strand, helst einslega. Ef til vill vilt þú lofa okkur að vera einum hér í stofunni um stund?” “Herra Strand skal finna þig inn í lestrar- salinn eftir litla stund og tala við þig, frændí,” sagði hún í mildum en lágum róm. “En erindi mitt er brýnt og eg þarf að afljúka því strax. Hann getur talað við þig eins lengi sem hann vantar, er eg hefi lokið mínu erindi við hann,” sagði Gerald í einbeitt- um róm, og Cora hafði ekki kjark til að mót- mæla frekar. Það voru stór vonbrigði fyrir hann, er hún sá á eftir Jóni fara út úr stofunni með frænda sínum. Hún þráði, að elskhugi hennar kysti sig að skilnaði, og þráði að heyra hann segja henni, að hann fyrirgæfi henni öll Ijótu orðin, sem hún hafði talað til hans, og — kinn hestinn. En nu gat hún eins vel búist við, að hann færi rak- leiðis heim til sín er hann hafði lokið viðtalinu við frænda hennar, og kæmi ekki inn þangað í stofuna aftur. Er þeir Jón og Gerald höfðu tekið sér sæti inn í lestrarstofunni, dregur Gerald vindlaveski upp úr vasa sínum og réttir að Jóni. “Eg hlýt að dáðst að hinni snjöllu ræðu yðar í þinginu í gær,” byrjaði Gerald. “Eg hefi ástæðu til að láta mér finnast mikið til ‘um aðdáun yðar, hr. Southwold, ef þér hefðuð dáð ræðu mína í svari yðar í gær. Býsna snögg breyting á áliti yðar á málum. Finst yður það ekki sjáifum?” sagði Jón þurlega en í ertnis róm. “Þegar þér hafið fengist lengur við stjórn- mál en þér hafið nú, þá lærið þér að draga skýrar línur milli skoðanna manna í stjórnmál- um og skoðanna þeirra í prívat lífi þeirra. Sem stjórnmálamanni líkaði mér ræða yðar mjög illa, en sem prívat manni álít eg hún hafa verið hreinasta fyrirtak — reglulegur gimsteinn.” “Eg fer að halda að eg sé ekki góður leik- ari. í mínum augum er hluturinn annaðhvort góður eða slæmur. Annað hvort eru menn með mér eða á móti mér, annað hvort er maðrinn heiðarlegur eða óheiðarlegur. Eg þekki ekki neinar milligötur milli sannleika og lýgi. Stjórn- mál eru ekki neinir gamanleikir, sem hægt er að kasta milli sín eins og hnetti. Þau eru það sama inn í þingsalnum sem þau eru fyrir utan hann. Sá maður, sem þykist geta klæðst í og úr stjórnmálaskoðunum sínum eins og eins- konar flýk, hann er ranghugsandi tvískinnung- ur, sem ekki er treystandi fyrír málum lands og lýðs. Svoleiðis mönnum vil eg halda mig sem lengst frá, eins og sóttnæmum sjúkdómi. “Þegar árin færast yfir yður, herra Strand, mun vður lærast að hugsa á annan veg,” sagði Gerald og var að reyna að vera góðlegur á svipinn. “Eg yona ekki!” sagði Jón. En má eg spyrja, hvað var það, sem yður vantaði að tala við mig?” “Það er nú bæði margt og mikilsvarðandi. En fyrst af öllu verð eg að biðja yður að kasta beirri hugmynd frá yður, að það sem kom fyrir f gærdag hafi orsakað nokkurn kala Jhjá mér til yðar. Eg vona að eg sé nógu mikill maður til þess, að taka ósigri minum eins og manni sæmir, og að láta þann ósigur ekki verða til þess, að spilla vináttu okkar. Auðvitað hlýtur stiórnin að seg.ja af sér. Svona milli mín og yðar. — Það þarf ekki að fara neitt lengra nú í bili — þó hefi eg hugsað mér að hætta alveg við að leggja þetta frumvarp, sem varð til á- stuðnines í gær, fyrir þingið.” “Það gleður mig stórlega að heyra það,” sagði Jón, og var auðheyrt að honum var sönn alvara. “Og þar sem eg hefi hugsað mér að gera þetta, þá skulum við láta alt umtal um það, vera gleyrnt. Þegar gengið verður til kosninga sem óumflýjanlegt verður eftir að stjórnin seg- ir af sér, þá er eg ekki í neinum vafa um, að stjórin kemst til valda aftur, og það með mikl- um, auknum kröftum. Stjórn- mála stefna vor er alþýðleg, og------” “Nærri því um of alþýð- leg. Það er gallinn við hana,” greip Jón fram í. “Yðar sæti er yður auð- vitað ugglaust aftur. Þér ná- ið endurkosningu. En þegar þér komið aftur á þing, þá vona eg að þér komið þangað ekki margar ferðir, sem rétt- ur og sléttur þingmaður að- eins.” Hann þagnaði og athug- aði hvaða áhrif orð hans höfðu á Jón. Svo hélt hann á- ________________ fram: ■"= “Það verða einhverjar breytingar í ráðu- neytinu, og þó svo geti farið, að mér verði ekki mögulegt að gefa yður sæti í því strax, þá hefi eg þó aðstoðarríkisritara sætið til boða, og eg vona-----” “Þér eruð vissulega mjög góður, hr. South wold. Mig hefir aldrei. svo mikið sem dreymt um svo virðulega stöðu. En sannleikurinn er, að eg er alls ekki svo viss um, að--” “Eg viðurkenni yðar miklu hæfileika. Þetta embætti yrði aðeins sem spor í áttina að öðru meiru. — Nei, svarið þér ekki fyr en þér hafið heyrt hvað eg hefi að segja. Eg hefi auð- vitað engann rétt til þess, að spyrja yður neins í sambapdi við frænku mína, Coru. En eins og yður gefur að skilja læt eg mér ant um hennar velferð. Mér koma hlutimir þannig fyrir sjónir, sem hún haldi meir af yður, en eg hugsaði að hún gæti haldið af nokkrum karlmanni. Hún hefir haft óteljandi tækifæri til að fá góða gifting, en hún hefir hafnað þeim öllum hispurs laust. Þarna er til dæmis hr. Sylvester yngri. Hann er sérlega myndarlegur maður og kemur til með að verða stórauðugur og með góða og bjarta framtíð á. stjórnmálasviðinu. — Hon- um neitar hún einnig og virðist ekki vilja neinn annan en — Jón Strand. Eg hefi nú ekki sagt neinum það ennþá, en einhver verður að verða hinn fyrsti til að heyra það, og því má það þá ekki eins vel verða þér, eins og einhver annar, að eg hefi ákveðið, að ánefna henni þessar litlu reitur sem kunna að finnast eftir mig þegar eg fell frá. Gerið það nú fyrir mig, hr. Strand, að taka ekki fram í fyrir mér, svo eg ruglist ekki í því, sem eg ætlaði að segja. Eg hefi einsett mér að tala við yður nú um mín einkamál — það er þó ekki siður minn að tala um þau við óviðkomandi menn. Persónulega kann eg sér- lega vel við yður, fyrir einhverja þá ástæðu, sem eg get ekki gert mér grein fyrir. Eg segi yður það alveg satt, að í nótt sem leið, lá eg vakandi í rúmi mínu svo klukkustundum skift- ir, og var að hugsa um yður. Yður að segja svona undir fjögur augu, er eg ekki viss um nema yðar skoðun á frumvarpinu sé rétt.” Jón hafði ekki haft augun af Gerald allann tímann sem hann talaði, og er hann hafði lokið máli sínu, varp Jón öndinni mæðulega. “Yður hefir tekist að draga upp mynd af glæsilegri framtíð.” “Já, eg hefi óbilandi traust á yður og hæfi- leikum yðar, og veit að þér eigið skilið að fram- tíð yðar verði björt og fögur.” “En þrátt fyrir alt yðar óbilandi traust á mér, segir mér svo hugur um að þér séuð að rétta að mér, á þennan hátt, serrt yður er venja, nokkuð það, sem kallað er í daglegu tali, mút- ur.” 1 “Hvað segið þér maður? Hversvegna ætti eg að reyna að múta yður? Eg hefi ekkert á því að græða,” sagði Gerald og hló gremju hlát ur, að því, sem hann vildi láta líta út sem fjar- stæðu. , “Herra Southwold! Þér eruð mjög slung- inn maður og skörungur. Eg þykist vita að þér rennið grunur í hvað hefir verið að brjótast um í huga mínum.” • “Nei, alls ekki. Eg get ekki lesið hugs- anir manna." “Nokkurn undanfarinn tíma,” hélt Jón á- fram, “hefi eg verið háður yður, sem leiðtoga stjórnmálaflokks þess, sem við völd hefir setið. Þetta frumvarp sem þér talið um er aðeins lítil- fjörlegt atriði hjá ýmsu öðru. Þér virðist hafa verið mjög einlægur við mig í dag, og vil eg nú vera jafn einlægur við yður, og þér megið ekki móðgast af því, sem eg kann að segja. Okkar skoðanir á stjórnmálum eru svo gjör-ólíkar, að eg álít það með Öllu óhugsandi, að vér getum unnið saman til lengdar. Og þrátt fyrir það ó- bilandi traust sem þér segist bera til mín, þá verð eg að segja sannleikann, sem er að eg ber alls ekki óbilandi traust til yðar.” “Hver er svo skoðana munur vor á stjórn- málunum?” “Þér eruð reiðubúnir til að leggja fyrir þing til samþyktar frumvarp, sem þér vitið sjálfur að er illt og óhafandi, einungis af þeirri ástæðu, að þér lítið þannig á, að flokkur yðar hafi hagnað af því ef það yrði samþykt.” Gerald varð svart-rauður í andlitið af reiði, en reyndi að tapa ekki stjórn á tilfinningum sínum. Byrjið Nýárið með heilbrigðis ráðstöfun Auðveld og einhver skjótasta leiðin til heilbrigðis er að drekka mikið áf— MODERN Gerilsneyddri Mjólk —rífan skamt með hverri máltíð og á “milli mata”, er heldur við heilsu og vellíðan. MODERN DAIRIES LIMITED SÍMI 201 101 “Þér getið slegið rjómann en ekki skekið mjólkina” “Eg gæti ekki greitt mitt atkvæði með neinu því, sem eg væri ekki algerlega sann- færður um að væri landinu í heild tll blessunar og ábata,” bætti Jón við. “Gerið þér yður fulla grein fyrir hvað þér eruð að segja? Vitið þér ekki, að þér eruð að bera á mig kærur?” spurði Gerald, og var auð- séfe, að hann átti bágt með að stilla sig. Jón sinti engu orðum hans en hélt áfram: “Eg get ekki léð mitt fylgi neinu því, sem bersýnilega er vanhugsað frá upphafi, eða hugs að til þess að auðga einstaklinga, eður sérstak- an stjórnmálaflokk. Er eg tók sæti mitt í þinginu, vann eg eið að því að vinna hlutdrægn- islaust og jafnt að allra hagsmunum — vinna fyrir landið. Slíkann eið hafið þér einnig unn- ið. Ef að frumvarp yðar hefði verið gott og gagnlegt fyrir ríkið í heild sinni, þá hefði eg hiklaust greitt atkvæði með því, og talað með því. Nú var það sjáanlega þvert á móti landi og lýð til ógagns og skaða, og þess vegna var eg á móti því.” “Eftir þessu að dæma, hefði velgengi flokksins sem þér tilheyrið enga þýðing til yðar fyr en öllu öðru væri fullnægt? Svo vil eg þá minna yður á það, að það eru margir strang- heiðarlegir menn innan míns stjórnmálaflokks — jafnvel menn, sem gætu mælst á sama mæli- kvarða og þér sjálfir. Þeir, einnig, hafa mikl- um hæfileikum á að skipa og dómgreind þeirra veldur engum tvímælum — gæti nú ekki skeð, að þessir menn hefðu á réttu að standa en þér á röngu? Eg hefi haft við stjórnmál að sýsla í fleiri ár, en þér aðeins í nokkrar vikur, og get eg fullvissað yður um það, að ekkert stjórnarfyrirkomulag er jafn heppilegt fyrir land og lýð, sem það, er vér höfum þann dag í dag. En svo er þýðingarlaust að tala frekar um það nú. Mætti eg spyrja yður hvað þér hafið hugsað yður að gera? — Ef til vill er heppileg- ast að þér hugsið yður betur um, og svarið ekki strax. Hafið nokkrar klukkustundir til að í- huga málið,” sagði Gerald. Jón stóð hljóður og hnykklaði brýrnar. “Hver sögðuð þér, að væri faðir yðar?” spurði svo Gerald hæðnislegur á svipinn. “Eg hefi ekkert sagt um það, mér vitan- lega.” “Já, það er satt. Eg man nú, en fyrirgefið spurninguna. Eg vil leggja til að vér hittumst síðar, áður langt urn líður, segjum á morgun, hr. Strand. En áður en eg fer, vantar mig að þér trúið því, að það er mín hjartans þrá, að við getum unnið saman og verið vinir.” Þeir gengu svo saman fram ganginn, og Jón var rétt að beygja inn í herbergið til Coru, þegar Gerald lagði hendina á öxl hans og sagði: “NeL, ekki í dag, hr. Strand. Mig vantar ekki að þér verðið fyrir neinum áhrifum frá Tienni, á neinn hátt.” “En ungfrú Cora á von á mér,” svaraði Jón. “Eg skal gefa henni allar nauðsynlegar skýringar á því, af hverju þér gátuð ekki séð hana. Kallaðu mig upp yfir símann á morg- un. Farvel.” Jóni fanst hann ekki geta séð Coru nú eftir það, sem Gerald hafði sagt. Svo hann fór. Gerald Southwold sneri til baka inn í lestr- arsalinn. Settist þar í hægindastól og var strax sokkinn niður í þungar hugsanir. Þannig hafði' hann setið um heila stund er hann stóð upp og gekk inn í herbergi frænku sinnar. “Hvar er Jón?” spurði Cora er frændi hennar kom inn og hún sá að Jón var ekki með honum. Vonbrigðis ský breiddi sig yfir andlit hennar. “Hann er farinn. Samtal okkar hafði ekki sem heppilegastan enda, svo mér hugkvæmd- ist að gefa honum nokkurn umhugsunar tíma.” \“En mig vantaði að ,finna hann. Þú hafð- ir engann rétt til að blanda þér þar inn í,” sagði hún með talsverðri þykkju í röddinni. “Það er heppilegra fyrir þig, Cora, að fara ögn eftir mínum ráðum. Jón verður óefað á- gætis eiginmaður, þegar búið er að slétta ögn af honum agnúana.” “Eg hata þessa fjárans stjórnmála þvælu þína. Það er þér og engum öðrum að kenna, að okkur Jóni sinnaðist.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.