Heimskringla - 11.01.1933, Blaðsíða 8
8. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 11. JAN. 1933.
Sendið gluggatjöldin yðar til viðurkendrar hreingerningastofn-
unar, er verkið vinnur á vægu verði
PEBrlessTsnndry
“Verkhafjast og vinnulægnast”
55, 59 PEARL STKEET SIMI 22 818
Urvals fatnaður
KARLMANNA
á hinu sanngjarnasta verði
bíður yðar í verzlun—
Humphries Ltd.
223 Portage Ave.
\ið Liggett’s hjá Notre Dame
FJÆR OG NÆR.
Leikur, sem sýndur verður í
samkomusal Sambandskirkju á
næstkomandi föstudags og laug
ardagskvöld, ættu allir íslend-
ingar að sækja. Þótt leikurinn
sé á ensku eru það mestmegnis
yngri íslendingar sem leika. —
Okkur hinum eldri þykir þátt-
taka yngra fólksins stundum
dauf í okkar starfi.En ef satt
skal segja, er hún gull hjá þátt-
töku okkar í starfi hinna yngri.
Leikendur eru:
Alex Oddleifsson
Siggi Sigmundsson
Edgar Johnson
Helga Reykdal
Erances Howorth
Gísli Borgfjörð
Philip M. Pétursson
Edith Mayers
Helen Chans
Hartley Brown heitir leikstjór
inn, en útbúnaður á leiksviðinu
er gerður af Inga Borgfjörð og
Lauru Borgfjörð.
Orchastra Great West Life
félagsins spilar milli þátta.
Leikurinn heitir “The Impor-
tance of Being Earnest”, og er
eftir hinn alkunna snilling Osc-
ar Wilde. Sjá auglausingu á öðr-
stað í blaðinu.
* * *
í frásögninni af silfurbrúð-
kaupi S. Björnssonar og konu
hans, á Beverley St., sem birtist
í síðasta blaði, slæddist sú villa,
að sagt var að samsætið hefði
farið fram að heimili hjónanna,
en það var haldið í Fyrstu lút.
kirkju. *
* * *
Athygli.
Tombóla og dans verða hald-
in mánudaginn 13. febrúar n.k.
til arðs fyrir 50 ára minningar-
sjóð stórstúkunnar hér í Mani-
tiba.
Nánar auglýst síðar.
«• * ♦
i frásögninni af láti Guðm.
A. Dalmann í síðasta blaði varð
sú villa, að millistafurinn varð
E, en átti að vera A.
CARL THORLAKSON
úrsmiður
627 Sargent Ave., Winnipeg
Sími: 27 117. Heima 24 141
J. A.
JOHANNSON
Garage and Repatr Servio*
Banning ajid Sargent
Sími 33573
Heima sími 87136
Expert Repair and Complete
Garage Service
Gas, Oils, Extras, Tires,
Batteries, Etc.
Til MR. og MRS. R. BERGSON
692 Banning St., Wpg.
Eg sendi ykkur aðeins hlýja
kveðju,
þó ykkar gæði verðskulduðu
meir.
Þau myndað hafa marga þakkar
keðju,
í minningunni aldrei sem að
deyr.
Þið hafið ræktað himnaríki á
jörðu,
og hlynt að þeim, er aðrir vildu
ei sjá.
Af höfðingsskap og hlýleik ekk-
ert spörðuð,
og hógværðinni aldrei vikuð ,
frá.
Því blessar drotinn alla ykkar
daga,
hvert unnið starf og manndóms
sporin stór.
í gullnum stöfum stendur ykk-
ar saga;
um styrk og kærleik, inst í
lífsins kór.
Guðbjörg Elíasson.
Á Jólum 1932.
f kvöld (fimtudaginn 12. jan
úar) verður haldin ágæt hljóm-
leikasamkoma í Fyrstu lút.
kirkju. Samkoman er haldin af
Miss Snjólaugu Sigurðsson, sem
nú þegar hefir stigið svo falleg
spor á hljómlistabrautinni, til
arðs fyrir Jóns Bjarnasonar
skólann, þar sem hún áður
stundaði nám. Miss Eva Clare
kennari hennar, verður þar einn
ig og aðstoðar. — Ennfremur
syngur þar frú Sigríður Olson,
sem allir Winnipeg-íslendingar
þekkja fyrir listasöng hennar.
Inngangur er 35c. Samkoman
verður óefað með því betra, er
íslendingar eiga kost á að njóta
innan sinna vébanda á þessum
vetri. Þessi unga og efnilega
listamær, ásamt þeim hljóm-
snillingum er aðstoða hana, á
það skilið ,að kirkjan verði full
af fólki.
# * *
KVEÐJA.
frá A. S. Bardal til Mr. og Mrs.
Jón Markússon, í tilefni af gull-
brúðkaupi þeirra. — Kveðjunni
fylgdi gullpeningur.
Þó fyrnist okkar fyrri bönd,
finst mér bezt eg þegi;
en réttast samt að rétta hönd
Rínar-elds á degi.
P.S.—Gleymum ekki hveiti-
stökkunum í Norður-Dakota
haustið 1889.
A. S. B.
* * #
IÐUNN OG FLEIRA.
Rétt nýlega fékk eg Iðunni 3.
hefti árgangsins 1932, og hefi
eg sent það til allra kaupenda.
Síðasta heftið kemur væntan-
lega fyrir lok næsta mánaðar.
Eru það nú enn alvarleg tilmæli
j mín að fólk reyni að standa í
I skilum með andvirði þessara ís-
Ienzku rita, er eg sel hér vestra.
Svo voru mér og send nokkur
eintök af því, sem hér er greint:
1. Ljóðasafn Davíðs Stefáns-
sonar frá Fagraskógi, tvö bindi,
innbundin í tvennskonar band,
hið dýrara $6.50, hið ódýrara
$5.50, bæði bindin. Ljóð Davíðs
Stefánssonar eru gimsteinar í
íslenzkum skáldskap, fyr og síð-
ar, og útgáfan er vel vönduð
að öllum frágangi.
2. Ferðaminningar Sveinbjam
ar Egilssonar, 786 bls. í stóru
broti. Þetta er fyrirtaKs skemti-
leg og að mörgu leyti fróðleg
bók. Heildarverð $5.00, sérstök
hefti 80 cents.
3. “Dauðsmanns sundið’’, —
skrautprentað sönghefti eftir
Björgvin Guðmundsson. Ljóðin
eftir Heine og þýdd af Hannesi
Hafstein. Verðið á þessu prýði-
lega sönglagi í góðri kápu, að-
eins 50c.
4. Fáein eintök af barnasög-
um í “Svanhvít Karlsdóttir” og
“Bakkabræður”. Verð 30c hvort
kver.
Svo hefi eg enn fáein eintök
af álfasögunum ágætu. Verð
$2.00.
Magnús Peterson,
313 Horace St.,
Norwood, Man., Canada.
Eh'n Guðný ólóf Jóhannsdótt
ir, til heimilis í Minneota, dó á
gamlársdag. Hún varð bráð-
kvöldd. Banameinið var hjarta-
bilun. Hún var 65 ára, ógift,
ættuð úr Rangárvallasýslu á
Islandi. Elín heitin var gæða-
manneskja, sem öllum vildi gott
gera og hjálpa, ef föng voru á.
* * *
Guðrún Johnson frá Árborg,
Man., lézt s. 1. föstudag. Hún
var 81 árs að aldri. Myndar- og
merkiskona, og verður eflaust
minst nánar síðar.
Nýr borgarstjóri í Reykjavík.
Nú er borgarstjóralaust í
Reykjavík, síðan Knud Zimsen
sagði af sér, eins og áður hefir
verið getið um í Heimskringlu.
Hver verður borgarstjóri í
Reykjavík? mun margir spyrja,
Eins og kunnugt er þá kýs
bæjarstjórnin borgarstjóra, og
1 þar eð íhaldsflokkurinn hefir
öruggan meirihluta í bæjar-
stjórniniý, þá er hánn einráður
um hver verður borgarstjóri. —
Guðm. Ásbjömsson sem nú
genir borgarstjóra embættinu,
á vafalaust kost á því að verða
fyrir valf flokksmanna sinna,
en eftir því sem Alþbl. hefir
frétt, þá mun Guðmundur ekki
gefa kost á sér. Veldur þar ef
til vili nokkru um, að Guðmund
ur hefir ekki átt við góða heilsu
að búa undanfarið. Af öðmm
íhaldsmönnum,. sem nefndir
hafa verið sem líklegir, má
nefna Pétur Halldórsson bók-
sala, Valgeir Björnsson bæjar-
verkfræðing, Magga Magnús
lækni og Pétur Magnússon
málafærslumann. En eftir því
sem blaðið hefir frétt, mun Pét-
ur ekki vilja stöðuna, og Val-
geir ekki heldur, en um hina
tvo er blaðinu ekki kunnugt.
FISKUR OG FJÖREFNI.
Frh. frá 1. bls.
slímhimnur kroppsins þorna upp
verða harðar og eigi lengur hæf
ar til að verjast utanaðkomandi
sýklum. Af þessu leiðir, að sá
I líkami, sem skortir A-fjörefni,
er miklu næmari fyrir alls kon-
ar sóttkveikjum, svo sem berkl-
um, ofkælingu, lungnabólgu o.
s. frv. Oft sýkjast augun jafn-
framt af þessum fjörefnaskorti,
og blinda getur orðið afleiðing-
in, eigi aðeins hjá dýrum, heldur
einnig hjá mönnum. Þetta kom
glöggvast í ljós í stríðinu, hjá
soGccoðosoecoecoooooosco:
WON'DERLAND
Föstudag og laugardag
13. og 14. jan.
“PACK UP
YOUR TROUBLES”
Leikendur:
LAUREL og HARDY
“TEXAS
GUN FIGHTERS”
Mánudag og þriðjudag,
16. og 17. jan.
“SUCCESSFUL
CALAMITY”
Miðvikudag og fimtudag,
18. og 19. jan.
‘MAN ABOUT TOWN’
Open every day at 6 p. m. —
Saturdays 1 p. m. Also Thurs-
day Matinee.
O'w’^'SOOSC'OOOOOSCOOOOOOOO:
þeim þjóðum, Isem áttu við
mestan skort að búa. Þar urðu
allir næmari fyrir veikindum og
sérstaklega bar mikið á tæringu
og berklaveiki. En þegar þessir
sjúklingar fengu A-fjörefni aft-
ur, batnaði þeim ótrúlega fljótt.
Þá er rétt að minnast á hitt
fituefnið (D). Skorti það, verð-
ur afleiðingin hin enska sýki.
Hún stafar af því, að meltingin
ber of lítið af kalki til beinanna,
verða þau því meir og bæklast
alla vega. Þó er þess að gæta,
að þetta stafar eigi altaf af því.
að líkamann skorti kalkefni,
♦
heldur D-fjörefnið, sem ræður
því, að kalkið skiftist jafnt um
líkamann. Sé nú D-fjörefnið
með nægilegu kalki notað við
þessa sjúklinga batnar þeim
furðu fljótt.
En hvar ná svo fiskamir í þessi
miklu fjörefni? Þessi spurning
hefir ákaflega mikla þýðingu,
sé litið til alidýra vorra og fisk-
anna um leið, og menn hafa
reynt að ráða fram úr þéssu.
Fæða fiskanna í sjónum er
margbrotin, bæði jurtagróður og
örsmá dýr. En helsta fæða
þeirra mun vera hin svokallaða
grænáta, og hjá henni er talinn
uppruni A-fjörgjafans. Liggur
þá nærri að ætla, að úr því að
fiskarnir geta náð' í þetta fjör-
efni úr fljótandi jurtum í hafinu,
þá ættum vér eins að ná í það
með því móti að borða græn-
meti, sem vex á jörðinni. En
því miður virðist það ekki vera
svo. Það virðist svo, sem A-
fjörefnin í sjávarplöntunum
verði fyrst að meltast hjá fisk-
unum, til þess að það geti gagn-
ast mannkyninu. Fiskarhir
hjálpa oss því til þess, að vér
getum náð í þetta fjörefni
handa oss. —
D-fjörefninu safna fiskarnir
með meltingu. — Þetta fjörefni
framleiðir sólarljósið. Þó er það
ekki til meðal jurta, og mjög fá-
gætt hjá landdýrum. En úr fiski
fáum vér það í ríkum mæli. Hér
skal þess líka getið, að það hef-
ir stórmikla þýðingu að A. og D.
fjörefni fari saman, en það er
hjá þorski og síld.
Það væri alt of langt mál ef
eg færi að útlista það hvaða
fisktegundir eða fiskafurðir eru
auðgastar af fjörefnum. Þetta
er enn undir rannsókn. En í fám
orðum má þó benda á, að eftir
því, sem fiskur er feitari, eftir
því hefir hann safnað meiri fjör-
efnum. — Þorskurinn safnar
aðallega fjörefnunum í lifrina,
og þau koma fram í lýsinu.
Þorsklifur geymir í sér ótrúlegt
magn fjörefna, að eg ekik tali
um þorskhrognin. En fiskur,
sem er stífur og harður af búk-
fitu, geymir þar líklega meira
af fjörefnum (t. d. D- efnum)
heldur en innvortis.
En gætið þess, að þetta, að A
og D-fjörefnin geymast í fiskin-
um sjálfum, þá hefir það mikla
þýðingu um það, hvað fiskurinn
geymist lengi. Og fáið þér feit-
an fisk, þá er hægt að matreiða
hann án þess að fjörefnin spill-
ist. — Lesb. Mbl.
--- ---------------
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU
LESIÐ HEIMSKRINGLU
BORGIÐ HEIMSKRINGLU
Brennið kolum og sparið peninga
BEINFAIT, Lump ................ $5.50tonnið
DOMINION, Lump ................ 6.25 —
REGAL. Lump .................. 10.50 —
ATLAS WILDFIRE, Lump .......... 11.50 —
WESTERN GEM, Lump ............ 11.50 —
FOTTHILLS, Lump .............. 13.00 —
SAUNDERS CREEK “BIG HORN”, Lump 14.00 —
WINNIPEG ELECTRIC KOPPERS COKE 13.50 —
FORD or SOLVAY COKE ........... 14.50 —
CANMORE BRIQUETTS ............. 14.50 —
POCAHONTAS Lump .............. 15.50 —
MCpURDY CUPPLY p0. I TD.
Builders’ |3 Supplies V/ar,d I jCoal
Office and Yard—136 Portage Avenue East
94 300 - PHONES - 94 309
GUÐRÚN MAGNEA BENE-
DIKTSSON.
Þann 10. desember s.l. and-
aðist þessi kona, Guðrún Mag-
nea Benediktsson frá Riverton,
á Almenna sjúkrahúsinu í Win-
nipeg eftir all-langa Sjúkdóms-
legu.
Mrs. Benediktsson kom hing-
að til Vesturheims fyrir 16 ár-
um síðan, var hún þá á 16. ald-
ursári, því að fædd er hún 22.
marz 1901 á Eskifirði í Suður-
Múlasýslu. Foreldrar hennar
voru Magnús Magnússon og
Guðríður Guðmundsdóttir Han-
sen. Dvaldi hún lengst af með
móður sinni einni og með henni
kom hún hingað vestur um haf.
En 10. júlí 1920 giftist hún Mr.
Benedikt Benedyktssyni í Riv-
erton, og varð þeim auðið 5
barna, er móður sína lifa. —
Börnin eru þessi: Bentína, Matt
hildur, Thelma Fay, Robert
Lindy, Irene Björg.
Frú Benediktsson átti fjögur
systkini eftirlifandi, tvö hálf-
systkini og tvö alsystkini. Al-
systkinin voru: María, ógift, og
Tyrfingur. Hálfsystkinin voru:
Þórunn Jónína Hansen, gift
kona í Vestmannaeyjum, og Ja-
kob Vilhelm Hensen í Leith á
Skotlandi.
ÁRIÐ 1933.
Ár með sár er svíða,
svona tímar líða;
ár með ekka og stunum,
allir það við munum.
Ár með guðdóms gæðum,
geisla Ijóss frá hæðum;
ár, sem ýmsa gleður,
einhver breyting skeður.
Ár, sem allir þráðu,
ýmsir góðu spáðu;
ár með vonir ungu
á allra þjóða tungu;
ár, sem blessar iðinn,
ár, sem boðar friðinn.
Illa æ mun líða
öllum þeim, sem stríða.
Ár úr alvalds hendi
okkur tíminn sendi;
ár, sem á að kenna:
ekki af hólmi renna!
ár, :sem þroska þreytir,
þar með styrkinn veitir;
ár, sem umbun geldur
öllu, er dygðum veldur.
Ár, sem Ijósi lyftir,
löngu myrkri sviftir;
ár með vísdóms verkin,
viljans æðstu merkin;
ár með vorsins veldi,
von svo lífið héldi;
ár með sumar-sælu,
seinna haustsins kælu.
Ár með víkings vetur,
von er takmörk setur,
treystir táp og hreysti,
trúna endurleysti,
trúna á mátt og megin,
margur verður feginn,
finna kraft með fögnuð,
frelsisþráin mögnuð.
Ár, sem alla vekur,
enginn þar er sekur;
ár, sem blessun boðar,
burtu hverfa voðar:
ár, sem sannleik segir,
svo þú markið eygir;
ár, sem að þér gætir,
allar sorgir bætir.
sól til sumars hvetur,
svo við gerum betur.
Vonir mínar vaka,
viðkvæmt ári taka ;
bæn fram bera í hljóði
birta í þessu ljóði:
að við mættum mannast,
mættum við það kannast,
hvað við lítið kunnum,
hvað við fáu unnum.
Alt, sem sorgin særir,
sjúkdóm lífi færir,
því þarf böl að bæta,
burtu meinsemd ræta;
lifa til að líkna,
leysa úr vanda og sýkna:
dæma harða dóma,
deyðir mannlífs sóma.
Sá, sem verður spkur,
sízt hér betrun tekur,
háður straffi hörðu,
hugsun myrkra gjörðu,
fær ei veikur varist,
við það oft er barist;
því þarf lækning þýða,
þar sem sjúkir bíða.
1
Hátíð ljóssíns hæða,
hátíð æðstu gæða
vekur vonir nýjar,
vonir bjartar, hlýjar;
umbun alls þess góða
eina er vonin þjóða;
þegar vöndum verkin,
verða glöggust merkin.
Kvaddi eg árið klökkur,
komið æfirökkur;
veikar vonir bíða,
vonir betri tíða.
Sá, sem vonir vekur,
vilja lífsins tekur,
hreinsar, lýsir, hækkar,
hugsjón allra stækkar.
Ósk til lífsins eina
á, sem hér skal greina:
að það kærleik eigi,
alla er lýsi vegi.
Upp í austri fagur
ársins.fyrsti dagur
rann oss blessun boða,
burt með hungurs voða.
Sig. Jóhannsson.
>»oooc«geoa^/»aeoseoeo8^
Miss Snjólaug Sigurðson
heldur
Piano Recital
f FYRSTU LÚT. KIRKJU
FIMTUDAGSKVÖLDIÐ 12. þ. m.
kl. 8.30
með aðstoð
MISS EVA CLARE
er leikur á 2nd píanó
MRS. B. H. OLSON
syngur einsöngva með aðstoð
MRS. HOVEY
Hverju er hér að kvíða,
kært fram tímar líða;
eftir alheims lögum,
árum, vikum, dögum,
allra styttist aldur,
enginn það er galdur;
Aðgangur 50 cents
Arður af samkomunni gengur
til
JÓN BJARNASON ACADEMY
The Importance of Being Earnest
3 Act Comedy by Oscar Wilde, will be presented by
The Dramatic Club of the Unitarian Church
in the Parish Hall of the Federated Church
Cor. Banning and Sargent
on Friday and Saturday, January 13 and 14
ADMISSION 35c.
8.30 P.M.
Directed by Bartley Brown
Music between acts by Great West Uife Orchestra