Heimskringla - 18.01.1933, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.01.1933, Blaðsíða 4
4. SlÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG 18. JAN. 1933^. Heimskringla (StofnuB lSSt) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 oo S55 Saroent Avenue, Winnipeo Talsími: 86 537_______ VerS blaSsins er $3.00 árgangurlnn borgist fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIM SKRINGLA S53 Sargent Ave., Winnipeg. “Helmskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 18. JAN. 1933. UM DAGINN OG VEGINN Cóð ræða. Eitt af þvi sem sérstaka athygli hefir vakið í dagblöðunum síðustu dagana, eru ræður lögfræðinganna við yfirheyrsluna í þjófnaðarmáli háskólans. Rannsókn- inni í því máli er nú lokið. Eftir er að- eins að ná einhverju heildaryfirliti úr óskapnaði vitnaleiðslunnar. Og til þess eru ræður lögfræðinganna fluttar. í þeim draga þeir saman í óslitna heild niður- stöður sínar. Játað skal að það sé enginn gamanleikur, þar sem til greina verður að taka í framburði vitnanna alt, er nokkru máli skiftir. Lögfræðingunum hefir og tekist það misjafnlega. R. F. McWilliams, K.C. fyrSti lögfræð- ingur fylkisstjómarinnar gekk svo langt í ræðu sinni að bera blak af forsætisráð- herra Bracken og stjórn hans, að hlut- drægnin vakti almenna athygli. Enn- fremur skjátlaðist honum herfilega, er hann taldi háskólaráðið er fór frá völd- um 1924, eiga jafnvel þyngsta sök á baki út af háskólasjóðs-hvarfinu, vitandi hitt, eins og Isaac Pitblado K.C., er þá vár for- maður háskólaráðsins, benti, á, að um hálf miljón daiir fjárins hvarf á árunum frá 1929 til 1931. Ræður hinna lögfræðinganna hafa heldur ekki verið lausar við að vera svararæður vissra aðila, í stað þess að geta heitið foldföst niðurstaða málsins í heild sinni. Einn er þó sá, er þetta verður ekki um sagt, og litið hefir svo óvilhöllum augum á háskólamálið, eins og það nú horfir við eftir rannsóknina, að ekki verður annað en eftir því tekið, af hverjum, sem fylgst hefir með því máli. Það er landi vor Joseph Thorson K.C. í ræðu hans er málið svo rækilega hugsað, að aðal atriði þess verða hverjum manni auðsæ og koma fram í því ljósi er eðlilegast virðist. Þar er það málefnið, en ekki mennirnir, sem við það koma, er mestu varðar og hann byggir niðurstöður sínar á. Þó Mr. Thorson væri annar lögfræðingur fylkis- stjórnarinnar, hefir hann ekki látið þá af- stöðu sína hrekja sig frá sannfæringu sinni. Hann hikar hvergi við að benda á, að fylkisstjómin beri að sínum hlut fylli- lega ábyrgð á því, hvemig um háskóla- sjóðinn fór. Hann einn dregur fram í dagsljósið skyldur þeirra, er eftiriit há- skólans höfðu með höndum og engin fjöður yfir það dregin heldur, hvar hver um sig hafi vanrækt þær skyldur. Auð- vitað hvfldu skyldurnar ekki jafnt á öll- um aðilum, þ. e. a. s. háskólaráðinu, yfir- skpðunarmanni reikninga, fylkisstjórninni og mentamálaráðherra hennar, Mr. Hoey. En þó Mr. Thorson sjáist ekki yfir það, og hann álíti að mikil ábjngð hafi hvílt á yfirskoðunarmanni og háskólaráðinu, gleymir hann alls ekki skyldum fylkis- stjórnarinnar og mentamálaráðherra henn ar, heldur bendir hlífðarlaust á þær, eigi síður en annara, er einhverja hlutdeild áttu í stjórn háskólans. Hvort hina lög- fræðingana skorti skarpskygni eða hug- rekki til að kveða upp úr með slíkt álit, skal ekkert um sagt. En hitt þorum vér að fullyrða, að skoðanalegt sjálfstæði landans hefir þama sýnt sig á þá vísu, er jafnan hefir nokkuð verið metin af íslendingum. Ræða Mr. Thorsons minti oss á hreiminn í orðunum: “Vér mót- mælum!” Já, hverju í þetta skiftið? Að heilbrigð dómgreind og óskoruð einurð fái ekki að koma fram í þessu máli, hver sem í hlut á. Tilraun til a8 tala við Marzbúa. Sitt af hverju hefir mönnum hug- kvæmst til þess að reyna að komast að því, hvort jarðstjarnan Marz væri bygð skyni gæddum verum. En til þess hafa allar slíkar tilraunir orðið árangurslaus- ar. Eina slíka tilraun á nú samt að gera á ný innan skams. Er hún í því fólgin, að reisa skal á fjalli einu í Evrópu báknvita, er ljósum bregði upp með nokkuru millibili, er svo sterka birtu leggi frá út í ljósvakageim- inn, að eftir verði tekið af verum á Marz, ef nokkrar eru þar skyni gæddar á borð við verur þessarar jarðar.. Vita þenna á að reisa á fjallinu “Jung- frauen” í Sviss. Er sá staður til þess val- inn vegna þess að þar er nú þegar stofn- un, er stjömufræðisrannsóknir hefir með höndum. Og það verður bæði í þeirri stofnun og fleirum, sem nákvæmar gæt- ur verða hafðar á, hvort nokkur svör verða til baka send. Ljósmagnið frá þessum vita er talið jafngilda fimtán þúsund miljónum kerta- Ijósa. Segja menn að svo framarlega sem skyni gætt líf sé á Marz, hljóti að verða vart þessara skeyta. Vegalengdin til Marz er um 34 miljónir mílna. Hin svonefnda Morse-skeyta-aðferð verður notuð til þessarar ljósskeyta- sendinga. Brezkir vísindamenn gangast fyrir þessu, og kostnaðurinn, sem því er samfara, er talinn nema $46,000. Skyldi hinni langþráðu spumingu um það, hvort skyni gæddar verur séu á Marz, verða svarað með þessu? Einhvern tíma munu menn geta leyst úr þessari gátu, hvernig sem fer um það í þetta sinn. “Burt með stríðin!” “Burt með stríðin!” hefir verið hróp manna um margar aldir. En það hefir samt verið hægra sagt en gert að upp- ræta þau. Stríð hafa aldrei verið áþreif- anlegri og stórkostlegri en nú á síðari tímum. Síðastliðinn föstudag hélt John W. Da- foe, aðalritstjóri blaðsins Manitoba Free Press, ræðu úti í Dauphin. Mintist hann þess meðal annars í ræðu sinni, að stríð- ið mikla væri í raun og veru orsök krepp- unnar ,sem menn ættu nú við að búa um heim allan. Þessu hafa hagfræðingar áður haldið fram og er sízt á móti því að bera, að frá síðasta stríði stafi bæði mikið af því böli, sem menn eiga nú við að búa og hafa átt við að búa af og til síðan stríðinu lauk. Eins og svo margir hafa áður gert, bannsöng Mr. Dafoe því stríðin. Hann kvað þeim verða að linna. Og von sína á, að þau myndu upprætt, bygði hann á úrskurði mála þeirra, sem Þjóðbandalag- ið hefir sett á stefnuskrá sína á þessu ári ,svo sem ráðstögun um afvopnun, heillavænlegri viðskifti þjóða á milli, o. s. frv. Þetta er nú alt gott og blessað. En er það ekki að byggja á heldur veikri von, að Þjóðbandalagið uppræti stríð inn- an nokkurs sanngjarns tíma? Hafa áhrif þess ekki reynst fremur smávægileg á síðari árum í því efni? Oss hefir oft fundist á því, hve mönn- um hættir við að líta á stríð sem óvænt tilfelli, eins og fellibylji, eldgos eða þvílík fyrirbrigði, sem eitthvað, er ekki komi menningarstefnum heimsins á neinn hátt við. Þetta virðist þó svo fjarri, að vér sjáum ekki betur, en að stórt skarð yrði í menningarsögu vorri, ef stríðanna væri þar ekki getið. Þau eru svo sámgróin menningarstefnunni, eða vissum greinum hennar, svo sem viðskiftalífinu, að það hlyti eitthvað óvænt og óútreiknanlegt að hafa komið fyrir, ef þeirra gætti hvergi. Stríðin eru með öðrum orðum óaðskiljanlegur þáttur menningarsögunn- ar, eins og stefna menningarinnar hefir verið um óra skeið. Þau eru ekkert til- felli, heldur í fylsta máta eðlileg. Þessu til sönnunar virðist oss ekki þurfa að benda á annað en stefnuna í framleiðslu og viðskiftum. Með stjórn- leysinu í þessu, kom brátt að því, að Evrópuþjóðirnar yrðu að leita út fyrir sín eigin landamæli að markaði. Og með nýlendunámi sínu í öðrum heimsálfum, meðan talsverður hluti heimsins var ó- bygður, tókst að finna markað. Ameríka og Eyjaálfan bygðist þannig. En þegar fráleið, urðu þessar nýlendur svo sjálf- stæðar, að þær fóru að framleiða ekki aðeins nóg fyrir sjálfar sig, heldur þurftu einnig á útlendum markaði að halda. En nú er svo komið að engin ónumin lönd er um að ræða og engan markað hægt að skapa sér með landnámi. Og þá er að snúa sér annað, þar sem um einhverja viðskiftahagsvon er að ræða. En nú er það hvergi nema í Kína og á Indlandi. Rússland er að vísu ekki nærri fullyrkt land ennþá. Og þegar keis- arastjórninni var steypt af stóli og hald- ið var að Kerensky tæki við, hugðu ef- laust mestu framleiðsluþjóðir Evrópu sér gott til glóðarinnar með opnun nýs og mikils markaðar þar. Verður þá og skilj- anlegt hvers vegna þær fylgdu Kerensky flestar að málum. En með Sovietfyrir- komulaginu var fyrir þetta bygt í Rúss- landi. í önnur hús er því ekki að venda svo að teljandi sé, en til Kína, meðan Bretar halda Indlandi. Þegar menn hafa gefið þessu gætur, er ekkert að furða þó þar í Kína bryddi á gauragangi. Heim- urinn allur, eða Evrópa og Ameríka að minsta kosti, er þar að berjast um bit- ann, um þá nýju markaðsmöguleika, sem þar eru taldir fyrir hendi fyrir framleiðslu þeirra landa, er nú hafa vörur til að brenna í bókstaflegum skilningi. FULLVELDISDAGURINN. Hvers vegna hann er ekki fagnaðarhátíð. voru varð fyrir Við svona lagaða auðskapar menning- arstefnu höfum við átt við að búa. Af henni leiðir græðgina í ný lönd til þess að afla sér vörumarkaðar. Og af því leiðir stríðin. Þær þjóðir, sem trúlegast hafa fylgt menningunni, hafa bezt stað- ið sig í stríðum. Hinar, sem ekki hafa eins bókstaflega fylgst með menningar- stefnunni, hafa beðið ósigrana og verið undirokaðar. Af þessum ástæðum segj- um vér stríðin ekkert minna vera en óaðskiljanlegan þátt menningarinnar. Vegna þess hve djúpar rætur stríðin eiga í menningarstefnu nútímans, erum vér hræddir um að alþjóðafélagsskapur- inn verði ekki svo stórhöggur að hann uppræti þau. Það eru miklu gagngerð- ari breytingar á sjálfri auðskaparstefn- unni, sem gera verður, en nokkur lík- indi eru til að hann ráðist í, ef uppræta á stríðin. Kurteisisvaðall um það er harla léttur á metunum. Það er hið sama og að berja höfði við stein, að tala um nokkrar aðrar breytingar en þær, er sjálfri auðskaparstefnunni breyta, í sam- bandi við það verkefni að uppræta stríð. En ef til vill hæfir það ekki stjórnmála- frömuðum vorum, að fræða okkur, al- þýðuna um það. Næsti forsætisráðherra Canada. í Lögbergi stóð nýlega grein um það, að forsætisráðherra R. B. Bennett mundi farinn að þreytast svo við stjórnarstarf- ið, að líkindi væru til að hann risi ekki undir því til loka kjörtímabilsins. Blaðið benti á það, að þetta væri ekki óeðlilegt, því forsætisráðherrastaðan væri erfið og ekki sízt á öðrum eins tímum og nú eru. Og í orðunum er hreimur vorkunnsemi og meðlíðunar. Á þetta mál höfum vér ekki séð minst annarstaðar en í smágrein er birtist fyrir nokkru síðan um það í blaðinu Manitoba Free Press. Og þaðan mun Lögberg hafa þessa “frétt”. En þar sem að fram var tekið í greinni, að hún sé spádómur, er engin ástæða til að halda, að hún hafi verið neitt annað. Á spádómum, sem litlar eða engar lík- ur eru fyrir, er sjaldnast mikið að græða. Allir vita nú, hvernig fór með spádóminn um það, að forsætisráðherra Canada hefði farið til Englands iim hátíðirnar til þess að gifta sig. Það væri ekki óhugs- andi að eins væri með þenna spádóm. Hitt vita allir, að einhver verður næsti forsætisráðherra Canada. En ennþá sem komið er eru eins miklar líkur til, að það verði ritstjóri Lögbergs eins og nokkur annar. VfSA gerð þegar sr. Benjamín Krist- jánsson flutti vígsluræðu sína í útvarpinu . Gervileik held’r í horfi heill þarfur Kristjáns arfi, hikstar hvergi á taxta hann í vígslu ranni; fjallræðu túlkar fullum, frjálsmannlegum hálsi, áttaviss, einfær í bratta, augum skimar til himins. -ísl. G. F. í gær — 1. desembér — 14 ár liðin síðan ísland fullvalda ríki. Þann dag 14 árum síðan gengu sambands lögin í gildi, er komu Islandi í tölu sjálfstæðra ríkja, þótt með takmörkunum væri. — Hjá þeim varð ekki komist, eins og þá stóð á, og þjóðin fagnaði því sjálfstæði sem henni hlotnaðist, — þó það væri ekki eins full- komið og hún hefði ákosið, — en víðtækari kröfur var þá ó- hugsandi að næðu fram að ganga. Tengslin við Danmörku urðu ekki umflúin: Konungur- inn, jafnréttisákvæðið og utan- ríkismál vor í Dana höndum, voru hin “súru epli,” sem vér urðum að gera okkur að góðu, ef sjálfstæðisréttindin ættu að falla þjóðinni í skaut. — Að þeim skilmálum varð að ganga. Eftir því sem árin hafa liðið, hafa gallar Sambandslaganna orðið þjóðinni berari, og nauð- synin til þess að fá úr þeim bætt. Þess vegna hefir minni hátíðisbragur staðið um full- veldisdaginn en annars hefði verið og siðvenja er hjá öðrum þjóðum á frelsisdegi þeirra. — íslenzka þjóðin hefir ekki fund- ið köllun hjá sér til þess að skoða fullveldisdaginn sem veru lega fagnaðarhátíð, nema þá helzt fyrstu árin eftir stjórnar- farsbreytinguna. Baráttan fyrir fullkomnu sjálfstæði er hafin fyrir nokk- uru. Þingið 1928 samþykti að segja upp sambandssamningn- um, þegar hann rynni út 1943 en með því er vitanlega engu slegið föstu um, hvað þá taki við, en um þrent er að ræða Að samningurinn verði endur- | nýjaður óbreyttur, að nýr samn ingur verði gerður, eða í þriðja lagi að sambandinu við Dan mörkii verði algerlega slitið. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn nýi var stofnaður, lýsti hann þeirri stefnu yfir í utanríkis- málum, að hann vildi að ís- lendingar tækju sjálfir að fullu og öllu utanríkismálin í sínar hendur, þegar samningatímabil sambandslaganna væri á enda — Ennfremur gaf flokkurinn þá yfirlýsingu, að hann vildi vinna að því að undirbúa það, að framvegis yrðu íslendingar — og þeir einir — sem hefðu gæði landsins til afnota. Flokk- urinn lýsti það ásetning sinn að vinna að því, að ísland öðlaðist eftir 1943 nákvæmlega sömu stöðu, sem öll hin ríki Norður- landa, einnig gagnvart Dan- mörku. Aðrir flokkar í landinu hafa enn ekki tekið ákvörðun í mál- inu jnema hvað það er vitanlegt, að jafnaðarmenn vilja bæði halda sambandinu við Dani og jafnréttisákvæðinu. — Frá Framsókn hefir það aðeins heyrst, að ekki væri enn tíma- » bært að ræða um þessi mál, og einstöku af leiðandi mönnum hennar hafa verið úfnir í skapi yfir því að Sjálfstæðisflokkur- inn skyldi hreyfa þeim. En þetta er hin mesta fjarstæða. Sjálf- stæðismálið á altaf að vera efst á dagskrá hjá þjóðinni þar til fullnaðarsigur er fenginn. Ákveðnar raddir hafa komið fram um það í Danmörku fyrir nokkru, að bezt væri að sam- bandið milli íslands og Danmerk. ur yrði slitið. — Danmörk hefði ekkert nema óhag af því. — Vilji íslendinga ætti þá ekki síð- ur að vera ákveðinn í sambands slitum. — Að losna við sam- bandslögin verður að vera krafa hinnar íslenzku þjóðar. En um leið og vér losnum við sambandslögin, þá má ætla að Dönum sé engin þægð í því að leggja okkur konung. Og okkur enn minni þægð í því að hafa erlendan konung. WDODDS ^ KIDNEY Ai VNNNyol l4jjDNEt> 3heumaTLí T fullan aldarfjórðung hafa Dodd’» nýrna pillur verið hin viðurkenndo meðul við bakverk, gigt og blöðru' sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð>- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint fr* Dodds Medicine Company, Ltd., To- onto, Ont., og senda andvirðið þan*; að. nær Lýðveldi myndi standa huga flestra Íslendinga. Kostnaður við það mundi verða lítíð meiri en er — lík- ega alls ekki meiri. Langstærsta málið altaf verður að eignast sitt eigið land og Iosna við þær dönsku kvaðír, sem á því hvíla. Ef jiágrannalönd vor, Danmörk, Noreg og Svíþjóð hentí sú ó- gæfa, að önnur þjóð eignaðist í þeim þau ftök ,sem Danmörk á í voru landi, og færi auk þess með utanrfkismál þeírra, þá mundi verða almenn þjóðarsorg í þeim löndum. Vér erum svo lengi búnir að búa undir er- lendri kúgun, að við finnum ekki verulega, hve auðmíkjandi þetta samband vfð Danmörku er. Minnumst þess að saga sjálf- stæðis vors er ekki fullkomin, fyr en vér eigum vort eigið land og ráðum yfir öllum málum vorum. Lýðveldishugsjónin er nú svo nærri oss, að það líður ekki á löngu, að hún stígur niður til vor og verður raun- veruleiki. Og þá eignast þjóðin full- veldisdag, sem hún mun halda hátíðlegan og sýna sóma. Þá er frjáls þjóð í frjálsu landi. —íslendingur. JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR. HANSSON. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr et sama, en orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getur. (Hávamál.) Þeir íslendingar, er fyrstir festu sér bólstað í dölum Kletta fjallanna, hafa getið sér góðan orðstír. Þeir eru hvarvetna þekt ir að hreinskilni, trygglyndi, dugnaði og framkvæmdarsemi. Flestir af þeim, sem komu hing- að fyrir aldamótin, eru dánir, en orðstír þeirra mun lengi lifa. Fáir á meðal þeirra hafa get- ið sér betri orðstír en Jónína Helga Valgerður Guðmunds- dóttir, er andaðist í Spanish Fork þann 18. desember síðast- liðið ár. Jónína var fædd í Vestmanna eyjum 14. september 1867. Þar ólst hún upp. Faðir hennar var Guðmundur bóndi, Árnason frá Mandal. Hann var ættaður iir Mýrdal. Jónína yfirgaf föðurland sitt legar hún var átján ára göm- ul. Með móður sinni og tveim systrum kom hún vestur til Utah árið 1885. Skömmu eftir að hún kom til Spanish Fork giftist hún Eiríki Eiríkssyni, er þá var að heita nýkominn af íslandi. Faðir Eiríks var Eiríkur Hansson frá Gjábakka í Vest- mannaeyjum. Eftir hérlendum ’ sið tók Eiríkur afanafn sitt sem ættarnafn, og hefir síðan bor- ið nafnið Eiríkur Hansson. Þau Eiríkur og Jónína hafa búið í Spanish Fork samfleytt í fjörutíu og sjö ár, og hefir þeim vegnað vel. Eiríkur er á- gætur smiður. Svo árum skifti

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.