Heimskringla - 18.01.1933, Side 6

Heimskringla - 18.01.1933, Side 6
6. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPBG 18. JAN. 193S. JÖN STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. <rÞu virðist vera í miklum flýtir að giftast honum. En það verður ekkert of heppilegt hjónaband þó þér sé gefið tækifæri fyrst, að gera eitthvað úr honum. — Koma honum í góða stöðu, skiilum við segja. Ef okkur Jóni getur ekki komið saman, þá getur heldur ekk- ert orðið af giftingu ykkar, nema þið séuð sameiginlega ánægð með að lifa á smáum mánaðar tekjum. Inntektir þær, sem Jón hefir nú, eru ekki einu sinni nógar fyrir föt handa ykkur. Og hvað á þá að láta í magann? Hann verður altaf að hafa nokkuð, og stund- um er hann all kröfu harður,” sagði Gerald með hæðnisbrosi. “Eg verð að sjá hann. Eg kom fram við hann eins og flóni kallaði hann ýmsum ónöfn- um og, — og eg — eg sló hann á vangann.” “Segirðu satt? Eg er alveg hissa á þér, Cora. Þú hlýtur að elska hann mjög heitt.” “Lofaðu mér að senda eftir honum, frændi,” bað húmog var nú blíðari í rómnum. “Eg get ekki neitað þér um að gera það, en það mun verða, til þess, að eiðileggja alt það, sem eg hefi nú gert. Getur þú ekki treyst mér, Cora?” “Þú hugsar allajafna miklu meir um þín vitleysis stjórnmál en velferð mína.” “Það getur nú verið rétt að svo sé stund- um, en í þessu tilfelli hugsa eg um hvort- tveggja. Það mun reynast þér bezt að treysta mér,” sagði hann blíðlega og kysti frænku sína. En það hafði hann ekki gert fyrir mörg ár. “Gott og vel. Eg skal bíða eins þolinmóð og eg get!” “Þú ert góð stúlka, Cora. Og til þess að sýna þér að eg met það við þig, ætla eg að koma við í Bond götu á heimleiðinni. Eg veit að þar er perluband sem færi vel á hálsi þínum.” “Mig vantar það ekkert. Mig vantar ekk- ert perluband,” sagði Cora ákveðin, og Gerald sá að hún méinti það sem hún sagði. Þegar Gerald var farinn lét Cora fallast ofan á stól. En nú voru engin tár í augum hennar; aðeins örvænting og þrá — þrá eftir einhverju sepi hafði mikla þýðing fyrir hana. Hún fyrirvarð sig fyrir framkomu sína við Jón, og hún einsetti ser að biðja hann fyrirgefning- ar svo fljótt, sem hún næði tali af honum. “Eg elska Jón, þrátt fyrir ált,” sagði hún upphátt við sjálfa sig. XI. Kap'rtuli. Jón hafði ekki látið boð Gerálds leiða sig í gönur, og er hann fór heim, var hann sér þess meðvitandi, að framundan biði sín áll snörp orusta. Samt hafði nú boð Geralds verið aðgengilegt. Honum átti að aúðnast að ná í það, sem hann þráði mest og samt að halda smni sjálfsvirðing. Honum var ekki rótt innan brjósts. Það var éitthvað sem sagði honum, að hann skyldí ekki treysta Gerald Southwold. Þegar hann kom inn, settíst hann strax við skrifborð sitt; tók sér ritfæri í hönd og ætlaði að fara að skrifa, er hann sá bréf sem fallið hafði bak við bók þar á borðinu. Hann tók bréfið. Það sást á pósthússtimplinum, að bréfið hafði komið fyrir nokkrum dökum síð- an. Það var óopnað og til hr. York Cobdens. Bréfið hafði verið póstað í Canada. “Eg hefi aldrei vitað til, að fóstrí minn hefði bréfa viðskifti við neinn í Canada,” sagði hann við sjálfan sig um leið og hann stóð upp og setti bréfið yfir á arinhylluna, þar sem fóstri hans hlyti að sjá það þegar hann kæmí næst inn í stofuna. Svo settist hann aftnr við skrifborðið og fór að skrifa. Einni stundu síðar kom gamli Cobden ínn og settist í stórann brýkar-stól og lét fara sem bezt um sig sem hann gat. “Eru nokkrar fréttir, Jón?” spurði hann. “Eg hefi séð Gerald í morgun.” “Eins og eg hugsaði,” sagði gamli mað- urinn og horfði á Jón. “Eg fer ekki fram á það við þig, drengur minn, að þú segir mér einkamál þín, en skeð getur að eg megni því að hjálpa þér að einhverju leyti.” “Þetta er mál, sem eg verð að glíma við sjálfur,” sagði hann lágt. “Eg skil það, en eg get ef til vill aðstoðað þig í því að komast að réttri niðurstöðu. Mín- ar leiðbeiningar skulu vera frá algerlega ó- háðu sjónarmiði.” “Eg er ekki viss um að þér takist það, þar sem Gerald Southwold á í hlut annars vegar.” “Ivofaðu mér að geta til um það, hvað Southwold sagði við þig. Hann hefir nú að sjálfsögðu fyrst af öllu boðið þér að gleyma því, að þú varst orsök í því að stjórnin verður að segja af sér. Svo hefir hann lofað þér góðri stöðu hjá nýju stjórninni, sem hann hefir talið sjálfan sig sjálfsagðan sem höfuðið á, þrátt fyrir alt ef þú næðir kosningu, sem hann hefir náttúrlega lofast til að aðstoða þig við.” “Þú hefir getið rétt til, fóstri minn, svo langt sem þú ert kominn.” “Og þegar þetta er svo alt komið í kring, þá verður leiðin auðfarin fyrir þig upp á brúðarbekkinn með ungfrú Coru við hlið þér.” “Rétt til getið.” “Svo átt þú að afhenda Gerald til.eignar og umráða sannfæring þína, svo hann geti lokað hana inni í öryggisskáp sínum.” • “Svo langt gekk hann ekki,” sagði Jón niðurlútur og roðnaði í andliti. “Þá á hann líka eftir að komast að því atriði í samningunum. Þú hefir engu lofað honum, vona eg?” sagði Cobden og stökk á fætur. “Engu ennþá.” “Það er mikil blessun,” sagði gamli mað- urinn og settist aftur. “Enn sem komið hefi eg ekki ákveðið neitt, um það, hvort eg þigg boð hans eða ekki.” “Jón, eg vil biðja þig þeirrar bónar, að afráða ekki neitt í þessu sambandi án þess að tala við mig fyrst,” sagði Cobden og var auðheyrt á honum að honum var mikið niðri fyrir. Jón horfði á hann, og augnaráðið var rannsakandi. “Þú hefir einhverjar sérstakar ástæður til að hafa þetta álit á Gerald Southwold. — Væri ekki gott að þú lofaðir mér að vita hver hún er?” “Ást mín á þér, Jón, og hatur mitt á Gerald Southwold, er það tvent, sem eg hefi að lifa fyrir. Eg á engar aðrar tilfinningar til.” “Hann hlýtur að hafa gert þér eitthvað stórkostlega á móti.” “Já, það stórkostlegasta, sem nokkur maður getur gert öðrum á móti. Eg hefi altaf beðið heitt, að þér entist aldur til þess að jafna sakir við hann, og er eg þó ekki í eðli mínu hefnigjarn maður. Þú hefir byrjað það verk, með því að lama vald hans. “Mig langar til að vita ástæðuna fyrir hatri þínu á honum, og, á hvem hátt hann hefir gert þér á móti. Eg mundi þá betur geta skilið þig. Eg verð að játa, að mér líkar ekki hugmynd þín að gera sérstaka tilraun til að skaða þenna mann. Hann hefir ekki, mér vitanlega, gert mér neitt rangt til.” “Telur þú þig í nokkurri þakklætisskuld við mig, Jón? Hefi eg ekki haft nógu mikla þýðingu fyrir líf þitt, til þess að þú getir gert mína óvini að þínum óvinum?” “Eg er í stórri þakklætisskuld við þig, fóstri minn, og eg get ekki þolað að þér sé gert rangt til af nokkrum manni.” “En þú ert ekki neitt áfram um að borga þá skuld,” sagði Cobden hranalega. “Þetta er í fyrsta skifti, sem þú hefir fundið ástæðu til að minna mig á þá skuld,” svaraði Jón stillilega. “Jón! Ee hefi mestan hluta æfi minnar beðið eftir komu þessarar stundar. Og þar sem forsjónin hefir nú lagt þér tækifærið upp í bendurnar, þá bið eg þig að bregðast mér nú ekki:” “Þú veizt að eg er viljugur að gera alt fyrir þig, sem ee get — alt heiðarlegt, og eg veit að bú ferð aldrei fram á neitt annað við mig. — Hugsaðu þig nú vel um, og eg veit að bú kemst að þeirri niðurstöðu, að þú megir trúa mér fyrir leyndarmáli þínu. Og þá get- um við talað um hitt frekar á eftir.” “Gott og vel.” sagði Cobden utan við sig og hugsi. Jón hélt áfram við skriftir sínar. Bráðlega reis gamli maðurinn úr sæti sínu og gekk út úr stofunni. Tveim stundum síðar lagði .Tón niður pennann og hætti að skrifa. “Gamli maðurinn hefir þá ekki séð bréf- ið og eg gleymdi að segja honum frá því,” sagði Jón við sjálfan sig um leið og hann reis fætur og fór fram í eldhús og setti ketil með vatni á eldavélina. Svo fór hann að láta bolla og diska á borðið. Hann var rétt búinn að bví, þegar barið var þétt og lipurlega að dyr- um. “Það væri óskandi að fólk reyndi að halda sig heima hjá sér,” hugfeaði hann um leið og hann gekk til dyra. Honum líkaði illa að vera ónáðaður. Er hann opnaði dyrnar, sá hann hvar ung stúlka stóð í ganginum fyrir utan. Honum varð hálf-bilt við, því kvenfólk var sjaldséð þar á heimilinu. “Eg óska eftir að sjá herra Oobden,” sagði stúlkan. Rödd hennar var þýð og viðfeldin. “Eg held helzt að hann hafi gengið eitt- hvað út fyrir góðri stundu síðan. Er það nokk- uð, sem eg get gert fyrir yður, ungfrú?” bætti Jón við góðlátlega. “Eg hefi komið frá Canada til að sjá hann. Eg er systurdóttir hans,” svaraði hún. Jón undraðist þetta mjög, því hann hafði aldrei heyrt fóstra sinn minnast neitt á það, að hann ætti nokkur skyld- menni á lífi. En alt í einu mundi hann eftir bréfinu. — Það hafði verið sett í póst- inn í Canada. “Þér skrifuðuð honum bréf?” spurði Jón. “Já,, þegar móðir mín dó, þá skrifaði eg honum bréf.” svaraði hún. Nú tók Jón eftir því að hún var klædd í sorg- arbúning. “Viljið þér ekki gera svo vel og koma inn og bíða hans. Eg á von á að hann verði ekki lengi burtu. Eða óskið þér heldur, að hann heimsæki yður á gistihúsinu þar sem þér haldið til?” “Eg skildi farangurinn minn eftir á járn- brautarstöðinni og kom rakleitt hingað. Eg get ekki farið á gistihús — það er — eg þekki ekkert þeirra, og svo hefi eg mjög litla pen- inga.” “Gerið svo vel að koma inn. Eg var rétt að búa til te. — Þarna sýður þá á katlinum hjá mér,” sagði hann glaðlega, en fór samt ekki fram í eldhús fyr en hann hafði leitt hana til sætis við arininn.” “Gerið svo vel og takið af yður hatt- inn og farið úr yfirhöfninni,” hélt hann á- fram. Nokkrum mínútum síðar var hann búinn að búa til teið, og þau voru bæði sezt að borðinu. Hann veitti því eftirtekt strax, að hún var mjög feimin, og gerði því alt sem hann gat til þess að henni fyndist hún sem bezt heima hjá sér. Dálítill roði var að fær- ast í kinnar hennar, og Jóni fanst hinn nýi, óvænti gestur sinn vera hreint og beint elsku- legur. Hún var fríð stúlka sýnum; hárið mik- ið og gulbjart, og krullað framan á höfðinu. Líkamsbyggingin var öll í samræmi, hendurn- ar hvítar og nettar; göngulagið lipurt og létti- legt. Honum fanst hana prýða allir kvenleg- ir kostir. “Það er baslara-húshald hjá okkur, og ef til vill ekki upp á það allra fullkomnasta, en, — ' ' “Þama er þá bréfið frá mér til frænda míns, og það óopnað,” sagði hún er hún sá bréfið á arinhillunni. “Veit frændi minn þá ekki að eg ætlaði að koma? Á hann ekki von á mér?” spurði hún óttaslegin. “Bréfíð hafði fallið upp fyrir bók á borð- Inu og legið þar, unz eg af tilviljun sá það áðan, er eg færði til bókina. Eg er því smeyk- ur um að koma yðar sé nokkuð það, sem frændi yðar hefir ekki átt von á. En hann verður bara þeim mun glaðari að sjá yður, ungfrú —” “Eg heiti Joyce Amold,” sagði hún, og Jón tók eftir því að hún komst í dálitla geðs- hræringu. “Eg vona að frændi minn reiðist mér ekki — eg gat ekkert annað farið. Móðir mín dó svo snögglega, annars hefði hún skrif- að honum. Hún lét mig lofa því að fara strax til hans. Við vorum svo fátæk, og —” Hún hætti við setninguha og það glitruðu tár í augum hennar. “ Eg get talað fyrir frænda yðar. Jón heiti eg, Jón Strand, og hann er fóstri rniníi. Sá bezti faðir, sem nokkur maður hefir nokk- uru sinni átt. Eg skal segja yður, ungfrú Am- old, hvað hann gerði fyrir mig, og getið þér þá séð hvaða maður hann er. Frændi yðar fann mig og tók mig sér í sonarstað. Þar réði enginn skyldleiki, en þér eruð systur- dóttir hans. Nei, verið þér ekki kvíðafullar. Eg veit að þér eruð velkomnar í hús hans.” “Eruö þér sá Jón Strand, sem blöðin gátu um í morgun?” spurði hún feimnisleg á svip- inn. “Eg býst við því. Eg þekki enga aðra með því nafni hér,’ ’svaraði Jón brosandi. “Og þér hafið komist upp í þessa tignar- stöðu?” HobínlHood FLóua ÚR ÞESSU MJÖLI FÁST FLEIRI OG BETRI BRAUÐ hann hefði ekki verið sem ákjósanlegastur faðir. Hún talaði mikið um það, hve móðir hennar hefði verið góð og ástúðleg við sig, og hvað það hefði orðið sér átakanleg sorg að missa hana. “Eigum við ekki að fara og sækja farang- urinn yðar á jámbrautarstöðina, ungfrú Arn- old?” spurði Jón. Eg ætla að skrifa nokkrar línur til frænda yðar og láta hann vita hvert eg hefi farið, ef hann kemur heim meðan við erum í burtu.” Hún samþykti þessa tillögu hans og fór strax að setja á sig hattinn og fara í yfirhöfn- ina. Jón horfði á hana aðdáunaraugum með- an hún var að því. Það var eitthvað við þessa stúlku, sem honum geðjaðist svo vel að. Hann var sér þess ekki meðvitandi, að hann var að horfa á hana, fyr en hún leit upp og augu þeirra mættust. Hún roðnaði, en hann áttaðí sig, settist niður og skrifaði Cobden gamla fáein orð, og setti bréfið síðan á arinhilluna. “Það tekur okkur ekki lengur en svo sem eina klukkustund, að sækja farangurinn,” sagði hann svo. Hann kallaði á leiguvagn, er þau komu út að götunni, og óku til Enston járnbrautarstöðvanna. Jón hafði gaman að hennar barnalegu athugasemdum við ýmis- legt er fyrir augun bar á leiðinni. Það leit út fyrir, að hún hefði aldrei séð stórborg fyr á æfi sinni. Hann fór að hugsa um það, hvað elskulegt það væri, ef han nætti systur eíns og Joyce. Svo kom honum til hugar, hvem- ig Cobden gamli frændi hennar mundi taka því, að hún væri komin til þess að setjast að hjá honum. Það var auðvitað alt undir því komið, hvernig skapi hann væri, fyrst er þau sæjust. Og hvernig hún kæmi honum fyrir sjónir í fyrsta skifti. Farangur Joyce var ekki mikill, aðeins ein kista og taska, og það létu þau ökumanninn setja inn í vagninn hjá sér, svo þau þyrftu ekki að fá annan vagn til þess að flytja það. Jón sagði svo ökumanninum að aka heimleiðis eft- ir Regent götu og beygja svo ofan eftir Strand- götu, svo Joyce gæti séð ögn af vesturhluta borgarinnar. Hún dáðist að mörgu með sín- um bamálegu ummælum og athugasemdum. Klukkan var eftir sjö um kvöldið, er þau komu aftur, og enn var Cobden gamli ekki kominn. Jón lét skilja kistuna og töskuna eftir í ganginum, en leiddi Joyce inn í setu- stofuna. Hann bað hana að líta þetta sem sitt heimili, og vera ófeimin og laus við alt gestasnið, því hér yrði hvort sem væri fram- tíðarheimili hennar. En hann sagði síðustu orðin hugsandi til Cobdens, og kom í hug aéi hann hefði kanske sagt of mikið. Fór hann svo út úr stofunni og gerði þær ráðstafanir, að hann fengi herbergi uppi á efra lofti húss- ins. Fór hann svo inn í sitt eigið herbergi og lagaði þar til eftir því sem hann hafði bezt vit á, og kallaði síðan á Joyce að koma. “Þetta verður nú yðar herbergi, ungfrú Arnold,” sagði hann við hana. Þarna er bæði heitt og kalt vatn, er þér getið notað eftir vild. Og meðan þér eruð nú að þvo af yður ferðarykið, ætla eg að tilreiða kvöldverð handa okkur.” “Ekki veit eg nú hversu tignarlegt em- bættið er. En það sem eg er, á eg Cobden frænda yðar að þakka, en engum öðrum.” “Hvað eg hefi kviðið fyrir að mæta frænda rrdnnm Ecr veit að þeim sinnaðist ósköp mik- ið. móður minni og honum, þegar hún giftist pabba, oe: ea hefi altaf hugsað mér hann sem stóran og hrikalegan, kaldlyndann og skap- stórann mann. En þér hafið nú dregið upp fyrir mér alt öðruvísi mynd af honum.” •Tón leit á klukkuna. Honum flaug í hug veikleiki gamla mannsins. Bjóst við að hann hefði farið inn á einhverja drykkjukrána, fyrst hann var ekki kominn til baka. “Segið mér nú eitthvað af hinni fjörugu Canada. Þar kvað vera glaðværðin og fjörið, eða þannig er það skoðað af okkur hér í landi.” Joyce byrjaði að segja frá því helzta, og mest þó frá því, sem snerti hana og móður hennar. Eftir því sem hún komst lengra í frá- sögninni, með því meiri eftirtekt hlustaði Jón. Eit.t þótti honum einkennilegt, en það var það, að þegar hún var að segja frá þeirra eigin högum, bá mintist hún sjaldan eða aldrei á föður sinn, og dró hann af því þá ályktun, að Gekk hann svo fram í eldhúsið til að at- huga, hvað væri nú handbært til matar. Hann fann þar stykki af steiktu kjöti og var rétt að koma því á pönnuna, þegar Joyce kom fram til hans. “Setjist þér nú niður, herra Strand, og lofið mér nú að gera þetta. Eg er vön við matartilbúnina. Það var mitt verk heima, meðan eg lifði með móður minni. Hún var góð matreiðslukona sjálf og lagði mikla stund á að kenna mér,” sagði Joyce. “En —” “Eg krefst þess að gera það. En segið mér einungis hvar eg get fundið hlutina, því eg er ennþá ókunnug hér,” sagði hún og brosti blíðlega. Jón sá að hún var ákveðin í því, að hafa sitt fram, og sagði henni því, hvar hún fyndi diska og borðbúnað allan, og fór svo inn f setustofuna. Hann þurfti að skrifa eitt eða tvö bréf og settist því við skrifborðið. En hug- ur hans festist ekki við bréfaskriftirnar að þessu sinni; hann var frammi í eldhúsinu, og í hvert skifti sem Joyce kom inn í stofuna, leit hann upp frá skriftunum og starði á href- ingar hennar.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.