Heimskringla - 01.02.1933, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.02.1933, Blaðsíða 2
. 2. SIÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG 1. FEB. 1933. GÖMUL SPURNiNG AðventuræSa eftir séra Benjamín Kristjánsson Texti: Matt. II. 2.—6. “Ert þú sá sem koma á, eða eigum vér að vænta annars?” í>að er Jóhannes skírari, sem spyr þessarar spurningar, en Jesús Kristur sem svarar. Oss undrar á spurningunni vegna þess hver það er sem spyr. Eftir því sem oss er pkýrt frá í nýja testamentinu, var það einmitt Jóhannes skírari, sem fyrstur vaktx athyglina á Jesú, sem skírði hann og varð þá undir eins til að trúa á, að hann væri Messías. “Eg skíri yður með vatni”, sagði hann, “en þessi maður mun skíra yður með heilögum anda og eldi.” Það var einnis: Jóhannes, sem sagði þessi einkennilegu orð: “Eg á að minka, en hann að vaxa!” I>á var það Jóhannes einn, sem virtist trúa því, að Jesús væri ®á, sem hann og aðrir spámenn höfðu spáð um. Nú þegar Jesús hafði þó öðlast talsvert marga lærisveina, sem trúðu á hann, var eins og trú Jóhannesar færi að dvina. Ilann sendir til hans og lætur segja við hann: “Ert þú sá sem koma á, eða eigum vér að vænta annars?” Oss undrar enn meir á spum ingunni, þegar vér athugum skapgerð Jóhannesar. Eftir því sem Jesús hefir lýst honum var hann enginn veifiskati: “Hvað fóruð þér út í óbygðina að sjá? Reyr af vindi skekinn? Eg segi vður: Eigi hefir fram komið meðal þeirra, sem af konum eru fæddir, meiri maður, en Jó- hannes skírari”. Slíkur var vitnisburður Jesú um þennan mann. Hann virðist hafa verið sterkur og ósveigjanlegur eins og klettur. Ekkert fékk snúið honum né haft áhrif á hann. Hann kom ekki til fólksins eins oa grenjandi lýðæsingamaður. Fólkið kom til hans, öll Jerú- sa’em og öll Júdeubygð segja ritningamar, þar sem hann pré- dikaði í óbygðinni hinn ein- dregna afturhvarfs-boðskap til undirbúnings hinu komanda ríki. Vér skyldum því eigi ætla að hleypidómur lýðsins eða geð- brigði hefðu haft minstu áhrif á Jóhannes. Heilt konungsríki eða öll auðæfi heimsins, mundu ekki hafa haggað sannfæringu hans um hársbredd. Því að hann var sér þess fyrst og fremst meðvitandi að vera spá- maður guðs, og sú ábyrgð, sem hann bar fyrir honum einum var i huga hans öllu öðru meiri En nú er skyndilega svo kom- ið, að það er eins og þessi sterki og trausti þjónn drottins sé far inn að efast. Vissan og öryggi sannfæringarinnar er horfið. Hann getur ekki framar borið djarfan og hiklausan vitnisburð og sagt: “Þessi er sá sem and inn héilagi hvílir yfir”, Hann getur aðeins spurt og sagt: “Ert þú sá sem koma á, eða eigum vér að vænta annars?” Hvað hafði komið fyrir? Til þessarar breytingar liggja auð- vitað margar orsakir. Þó að Jóhannes væri sterkur, var hann samt háður umhverfinu eins og vér erum öll. Og um- hverfið hafði breyzt. Fyrir djarfyrði sín og spámannlegan eldmóð hafði Jóhannesi verið varpað í fangelsi. Frjálsræði óbygðarinnar umvafði nú eigi framar hugsanir hans. Nú var það fangelsisklefinn rakur. og kaldur. Kuldinn og myrkið smaug inn í sál hans. Og í myrkrinu fölna vonirnar og hverfa, en efinn læðist inn í hugann, spinnur þar sinn maura vef, vex óg margfaldast. Það er auðvelt að trúa og efast ekki meðan hamingjan er oss hag- stæð. En þegar atvikin snúast gegn oss, verður alt örðugra. Þessvegna var það ekkert að undra, þó að Jóhannes treysti sjálfum sér og dómgreind sinni meðan öll Jerúsalem og Júdeu- bygð kom út í óbygðina til hans og hlýddi hugfangin kenningu hans. Slíkt áhrifavald gerir menn í senn styrkari.og örugg- ari í sinni sök. En þegar hann, vörður hins guðdómlega rétt- 'ætis, varð að lúta í lægra haldi yrir andstæðingum sínum: þeg- ar fjárgráðugir og siðlausir hjóðhöfðingjar stigu á háls hon- u m og menn fóru að gleyma onum í svartholinu, þá herjaði efinn fyrst á hann: Hvar var Drottinn Zebaoth með sína ó- igrandi herskara? Hví lét hann riíkt ranglæti viðgangast, ef bann var drottinn réttlátra? Studdist þá sannfæring hans um “hinn smurða” við nokkuð annað en rakalausa ímyndun? Og sama spurningin vaknar þá fyrir honum og leitað hefir á hugi svo fjölda margra efa- hyggjumanna síðan: Er Jesús sá sem koma á, eða eigum vér að vænta annars. Vér skulum fyrst reyna að líta á spuminguna frá sjónar- miði Jóhannesar. Hann hafði enn ekki séð, og sá aldrei í þessu lífi, nema rétt aðeins byrjunina á starfsemi Jesú. Það var því meira af innsæju hug- boði en raunrænni þekkingu á þessum manni, sem Jóhannes spáði um Jesú, að hann væri nnn tilkomandi Messías. Brenn- beldisverk, rétti hluta lítilmagn- anna en lægði dramb hinna hrokafullu. Og heimurinn hafði svo lengi þráð réttlæti, en enginn kon- ungur hafði reynst fær um að framfylgja því. Samt sem áður hélt heimurinn áfram að láta sig dreyma um þennan friðar- höfðingja, sem að lokum mundi stofna ríki réttlætisins á jörðu. Jóhannes hélt að það yrði Jesús — en hann beið og ríkið kom ekki að heldur. Að vísu talaði Jesús um réttlæti, um frið og sannleika. En orð hans virtust ekki megna að steypa ranglæt- inu af stóli. Hann virtist ekk- ert hirða um það, þó að sak- laus maður væri þjáður í dýlf- issu. Að minsta kosti hreyfði hann hvorki hönd eða fingur honum til bjargar. Þessvegna kom spurningin stöðugt með vaxandi þunga: Gat Jesús verið sá sem koma á, eða áttu þeir að vænta annars? Sumir hafa sagt, að ótrúlegt sé að jafnmikill spámaður og Jóhannes var geti hafa efast. Frásagnir nýja testamentisins staðfesta þetta hiklaust og það er vafalaust satt. Enda var í sjálfu sér ekkert eðlilega, því að flestar staðreyndimar virtust ganga á móti sannfæring hans. Vér skulum ennfremur aðgæta það, að sannfæring vor um and- andi sannfæring hans fyrir því, | lega hluti stendur jafnan veikari að hjálpræði guðs hlyti, að vera í nánd, hefir vafalaust ráðið miklu um, að hann sá það, sem hann vildi sjá. Veruleikinn skap- ast oft í hugum manna og í- myndun alveg eftir því sem þeir vilja sjálfir vera láta. Ef Jó- hannes hefði gengið frjáls, mundi hann sennilega hafa hald ið áfram að trúa á Jesú, sem hinn komandi friðarhöfðingja. En í fangelsinu koma spum- ingamar hver af ananri: Ef Jesús væri í raun og veru Mess- ías, hinn fyrirheitni höfðingi réttlætisins og friðarins, hví sýndi hann þá ekki vald sitt með því að hrjóta opnar dyr dýfliss- unnar, hann er hlið heljar áttu ekki að verða yfirsterkari? Var ekki Jóhannes í fangelsi ein- mitt vegna þess, að hann hafði gert skyldu sína og boðað komu hans? Og hví skyldi Messías þá ekki rétta hluta hans, þar sem hann þjáðist fyrir réttlæt- isins sakir. Hann hafði ávítað konung- mn, Heródes, fyrir ranglæti hans og ofbeldiSverk, er hann rak burt frá sér konu sína, en tók konu bróður síns. Svo fá- gæt dirfska þótti óheyrileg, enda var honum þegar varpað í fangelsi. En Jóhannes hélt á- fram að hlýða rödd samviskunn ar og ávíta konunginn fyrir glæpi hans, enda þótt hann bak- aði sér einnig með því fjandskap Heródísar, sem sat um hvert færi til að láta ráða hann af dögum. Sjálfur næstum því óttaðist konungurinn þennan einarða, brennandi mælska spá- mann, sem með bersögli sinni stakk svo í stúf við smjaðrandi hirðina og sagði aðeins það eitt, er hann hugði rétt vera. Hann óttaðist líka vald hans, af því að hann átti marga læri- sveina. Þessvegna vóg hann^ í hendi sér örlög hans, óviss hug- ar, meðan Jóhannes dvaldi í fangelsinu, einn með hugsanir sínar og vænti þess fastlega að hinn útvaldi höfðingi réttlætis- ins, Kristur, léti nú til sín taka og leysti af sér böndin. En Jesús kom honum ekki til bjargar. Það leit jafnvel út fyr- ir að liann hirti ekki hið minsta um hann. í engu vai*það sjáan- legt, að Jesús léti sig nokkru skifta örlög þess manns, sem verið hafði fyrirrennari hans og greitt veginn fyrir honum. — Og þá var ekki nema eðlilegt, ið sú spurning vaknaði, hvort jessi maður gæti verið Kristur. Því að sá Kristur, sem spámenn- ina hafði dreymt um, elskaði réttlætið og steypti ranglætinu af stóli. Hann þoldi engin of- fótum, en sannfæring vor um efnislega hluti. Um efnislega hluti ge.tum vér ávalt sann- færst af reynslunni, en um and- lega hluti er eins og vér séum meir háð ýmsum þeim lögmál- um, sem vér ráðum ekki við og skiljum ekki. Styrkur trúar vorr ar virðist vaxa eða þverra eftir ýmiskonar áhrifum, sem vér verðum fyrir. Þegar vel liggur á oss og alt gengur að óskum, erum vér bjartsýn og trúum því statt og stöðugt, að sjálfsagt sé að framfylgja öllu réttlæti og að ans og þá spurði hann spurn- ingar, sem virðist brjóta í bág við allar kenningar hans. Hann hrópaði í örvæntingu sinni þessa æfafornu spurningu sálma skáldsins og allra sem staddir eru í nauðum: “Guð minn, guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig?” Jafnvel trú Jesú Krists ;at spurt slíkra spurninga. Þess- vegna ásakar hann heldur ekki Jóhannes skírara. Hann skildi hann áreiðanlega og hafði sam- úð með honum. Og hann svar- aði honum. En svarið virðist oss við fyr- sta tillit hafa hlotið að verða vonbrigði! Jóhannes sendir læri- sveina sína til hans og lætur þá spyrja hann mjög ákveðinnar spurningar. Það mætti ætla að svarið yrði þá á sama hátt beint og skýlaust. Því að það er einlægur maður, sem spyr í al- vöru, og hann spyr þannig að ætla mætti, að svarið yrði ann aðhvort já eða nei. En það er eins og Jesús fari kringum spurninguna og hliðri sér hjá því að svara henni beint og ákveðið. Alt, sem hann segir, er þetta: “Farið og segið Jó- hannesi, hvað þér sjáið og heyr- ið. Vér vitum ekki hversu vel þetta svar hefir nægt Jóhann- esi. Oss virðist það í fyrstu óá- kveðið. En eins og mörg tilsvör Jesú skýrist það og vex í huga vorum því meir, sem vér hugs um um það. Og þegar vér för um að virða það betur fyrir oss, lýkst það skyndilega upp fyrir oss, að það hefir einmitt guð dómlega vizku að geyma. Vér sjáum alt í einu í hverju full- komið syar er fólgið. Það er ekki fólgið í því, að svara í full yrðingum og kennisetningum, sem ætlast er til að skilyrðis- laust sé trúað. Það er fólgið í því, að ýta þann veg við athygli og hugsun umspyrjandans, að hann læri að álykta og svara hið góða hljóti að vinna sigur gér gi4]fur; Á annan hátfc yerg að lokum. — En vér erum ekki altaf jafnviss um þetta. Stað reyndir lífsins virðast stundum mæla svo ákaft á móti því, að það verður örðugra að trúa Menn, sem af alhug hafa viljað þjóna réttlætinu, eru iðulega troðnir undir fótum, en aðrir hefjast til auðs og valda með rangindum og svikum. Þetta er hin eilífa og örðuga ráðgáta trúarinnar. Þeim, sem guð elska, sam verka allir hlutir til góðs, segir postulinn. Þessu virðist oft vera farið á annan veg. Þeir, sem guð elska, virðast engu að síð ur undirorpnir ýmiskonar mann- legum hörmungum. Þeir eru hrjáðir og píndir fyrir réttlætis- ins sakir. Og óskiljanleg harm- kvæli eru stundum lögð á þá, þjáning, sem örðugt er að skilja að geti gert nokkurn mann betri eða sé lögð á menn af nokkru yfirlögðu vísdómsráði guðlegrar miskunnar. Sumir hyggja að þetta séu einskonar syndagjöld liðinnar æfi, eða jafnvel margra liðinna lífsskeiða og að á þenn- an hátt verði menn að jafna reikninga sína við tilveruna fyr- ir bernskuglöp sín og jafnframt sé þjáningin einskonar deigla, sem prófar sálirnar til skilnings og samúðar og þolinmæði. En þetta, að guð sé kærleikur, þrátt fyrir alt, verður að sjálf- sögðu aldrei sannað. Það verð- ur alt að vera trúaratriði, því að staðreyndir hins ytra veruleika virðast æpa hver á móti ann- ari. Þannig erum vér: trúaðir, þeg ar geislamir fallaá oss, en und- ireins og vér erum lokaðir inni í dýflissu brjótast spurningam- ar fram. En vér skulum ekki í- mynda oss að spurningamar séu syndsamlegar eða verði oss til ills. Því að trú sérhvers mikilmennis hefir prófast af ef- anum og enginn kemst auðveld- lega að sannfæringu, sem nokk- urs er virði. Jafnvel varð Jesús sjálfur eitt sinn að ganga í gegnum þetta sama fangelsi ef- ur öll trú vor hégilja og sann- færing vor hleypidómur. Samkvæmt þessari reglu bend ir Jesús lærisveinum Jóhannes- ar á þá dásamlegu hluti, sem alstaðar gerast, þar sem hann er að starfi. “Blindir menn fá sýn og haltir ganga.” — — Þetta átti einmitt að gerast á dögum friðarkonungsins, sam- kvæmt spádómunum. En vafa- laust talaði Jesús með þessum orðum í líkingu og vikli einnig benda með þeim til þeirrar meg- inviðleitni sinnar að lækna sál- irnar og mannfélagsméinin, engu síður en mein líkamans. En í þessu starfi, sem hann var að leitast við að vinna og áleit köllun sína að vinna, sagði hann Jóhannesi að leita vitnis- burðarins um, það hver hann væri. Þetta er sá mælikvarði, sem líka er sjálfsagt að leggja á hvern mann. Vitnisburðurinn um það hver hann er, hlýtur að vera fólginn í því fyrst og fremst hvað hann starfar og vill, en ekki í hinu, af hvaða ætt hann er eða með hverju móti hann hefir fæðst. Mörg- um finst jólasagan tapa öllu gildi sínu, ef vér förum að á- líta það, að Jesús hafi í raun og veru fæðst á svipaðan hátt og aðrir menn og að helgisögn- in um fæðingu hans sé aðeins fallegur skálddraumur um hluti, sem enginn veit eða getur vitað til fulls. Auðvitað er þetta fullkominn misskilningur á öllu )ví, sem máli skiftir uná Jesú. Jólin öðlast ekkert gildi af því hvernig Jesús fæddist. Þau öðl- ast alt gildi sitt af því, hvernig Jesús lifði. Það er þessvegna, sem vér höldum fæðingarhátíð hans, að hann lifði þannig og starfaði þannig, sem mannkyn- ið, það er að segja hinir full- komnustu ,vitrustu og beztu menn þess, hafa ávalt þráð að starfaö væri . Vér getum ekki trúað á Jesúm vegna neinnar helgisagnar aftan úr forneskju sem vér vitum að á margar hlið- stæður í ýmsum trúarbrögðum. Vér getum aðeins trúað á hann, ef oss virðist að líf hans og kenningar hafi verið í, samræmi við það, sem vér vitum bezt og fegurst og ef vér erum viss um, að slíkt líf og hans muni að lokum lyfta byrði armæðunnar af herðum mannkynsins, ef mennirnir lærðu yfirleitt að breyta á sama hátt. Að þessu laut hin æfaforna spuming, sem vakti í huga Jó- hannesar fyrir nítján hundruð árum og hinnar sömu spurning- ar er spurt enn í dag. Og hvernig stendur á því eftir allar þessar aldir, sem menn hafa þó trúað á Jesú, að hann hefir þó hlotið viðurkenningu margra kynslóða? Það er vegna þess, að enn- þá situr Herodes Antipas að völdum, hinn grimmi harðstjóri, og Jesús hefir ekki steypt hon- um af stóli. Ennþá situr Jó- hannes skírari í fangelsi, án þess að fjöturinn sé brotinn af honum. Hann er líflátinn í fangelsinu. Ennþá gengur rang- lætið fjöllum hærra, glæpir og hermdarverk, en sakleysið þjáist í böndum, án þess að Jesús geri nokkuð. Kirkjur hans gera held ur ekki mikið. Þær boða kær- leikann, en hatrið veður uppi. Jesú Krists til dýrðar, án þess að til þess séu neinar ástæður aðrar en æfagamall trúarvan- inn? Er Jólahátíð aðeins gjafa og veizluhátíð, sem notar nafn Jesú fyrir ástæðu, en gæti eins vel notað nafn Sat- umusar eða Míþra sólguðs? Eigum vér að vænta annars? Hvaða svar höfum vér á reið- um höndum? Aðeins það sama og fyrir nítján öldum: “Farið og segið hvað þér heyrið og sjáið: Blindir sjá og haltir ganga, lík- þráir hreinsast, daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er boðað fagnaðarerindið.” — Al- staðar í heiminum, þar sem menn hafa orðið kristnir meir en að nafninu, þar gerast þessi sömu undur enn í dag. Og áð- ur en vér leitum annars spá- manns, verðum vér að reyna kenningar Jesú Krists. Meðan kenningar hans komast ekki lengra en í preédikunarstólinn á sunnudögum, er ekki að búast við árangri af þeim í lífi þjóð- félagsins. En þegar menn fara að “lifa í Kristi” eins og frum- söfnuðirnir komust að orði, það er að segja að lifa í anda hans og breyta samkvæmt kenningu hans — þá fer fyrst að komast raun á það, hvort Jesús er sá sem koma á, eða vér verðum Þær prédika frið en meðan er að vænta annars. unnið að herbúnaði. Þessvegna Svo bjartsýn verðum \vér að spyr heimurinn í nauðum: Eig- vera og sannsýn um kristna um vér að vænta annars? j kirkju og margan félagsskap Þegar mannkynið er í vanda annan, sem rót sína á að rekja satt, svipast það altaf um eftir til kristinna áhrifa að enda þótt nýjum spámanni. Mörg augu ' misbrestir hafi oft verið á, hef- horfa nú í allar áttir eftir nýj- ; ir þó mörgu miðað í það horf, um Messíasi, hjálpræði, sem sem Jesús vildi og af þeirri trú, megi frelsa heiminn úr nauðum. sem Jesús boðaði og með því Sumir trúa því að vísindin verði þessi hjálparhella, sem mann- kyninu bjargar. Þeir vilja hylla þau sem hinn nýja Messías. “Vísindin efla alla dáð” kveður eitt af þjóðskáldum vorum, og þau geta gert það, er með þau er farið af forsjálni og dreng- skap. En þau geta líka verið tvíeggjað vopn, hættulegt og skaðsamlegt, ef mannkostir eru ekki með í leiknum. Aðrir trúa því, að nýtt þjóðskipulag verði oss til bjargar frá öllum mein- um. En ekkert skipulag dugir, ef hugarfarið sjálft er rang- snúið og vanþroska. Enn aðrir halda að sálarfræðin verði oss leiðin til hjálpræðis. Hún getur vafalaust leitt oss til skilnings á mörgu, en þó vantar hana-sjálfa endanlegan skilning á sínu eigin viðfangsefni, því að enginn veit í raun og veru hvað sál er. Og loks eru ýmsar fræðikenningar trúvísindastefnur, sem allar þykjast hafa fundið stein vizk- unnar. Alt er þetta vafalaust ein- hvers virði og margt stórmikils virði, ef þess er gætt- í réttum hlutföllum og menn læra að færa sér það í nyt og brjóta til mergjar hverja nýtilega hugsun. En þaÖ er alveg þýðingarlaust fyrir mannkynið að leita að nýj- um spámönnum á meðan það hefir ekki skilið þá gömlu, með- an það grýtir eða krossfestir hvern þann, sem til þess er sendur, ef ekki á tré eins og Gyðingar, þá á krossi þagnar- innar skilningsleysisins með full komnu afskiftaleysi sínu og deyfð fyrir andlegum hlutum. Þetta er það, sem vert er að athuga, þegar Vér spyrjum um það, hvort Jesús sé sá, sem koma á, eða hvort vér eigum að vænta annars. Það má virð- ast einkennilegt að spyrja þess- arar spumingar í kristinni kirkju. En vér gerum það samt { hreinskilinni viðurkenningu þess, að kirkja Krists hefir enn ekki áorkað því, að “frelsa oss frá illu”. Mannkynið er ennþá statt í myrkrinu úti í Betle- hemsvöllum, litlu nær um frelsi sitt, en fyrir tvö þúsund árum síðan. Nú á hinni komandi jólahátíð liggur þessi spurning fyrir oss og krefst hiklaust svars: Höf- um vér alla vora æfi haldið jólahátíðina í hugsunarleysi hugarfari sem einkenndi hann, þar hafa gerst þessi kraftaverk: Blindir sjá sýn; það þýðir: Augu manna hafa opnast fyrir ýmis- konar rangindum eða böli, sem þeir höfðu ekki'tekið eftir áður. Menn verða einnig skyggnir á hið fagra og góða og fara að þrá það af öllum mætti hugans. Haltir ganga. Það þýðir: Hið andlega þrek vex jafnframt svo undrun sætir. Styrkur viljans vex í réttu hlutfalli við skilning manna og tilfinningu fyrir því, sem betur má fara. Lakþráir hreinsast. Það þýðir: Vesaldóm- ur öfundar og tortrygni, eigin- girni og hverskonar smásálar- skapar hrynur af sál vorri eins og rýð af stáli, svo að hún get- ur gengið hrein og djörf fram fyrir skapara sinn. Og eyrun opnast fyrir nýjum sannleika, sem menn skildu ekki áður. Þau opnast fyrir rödd samviskunn- ar og kærleikans. Þá rís mann- félagið dautt og dofið upp til nýs lífs. Alt, sem hér er í rúst- um og dauða, eða fer á ein- hvern hátt aflaga í voru sam- félagi, stafar af skorti á þessu þrennu: Viti, vilja eða kærleika. — Kærleikurinn var lausnarorð Jesú á öllum hörmungum mann anna, af .því að hann var fyrir honum alt í senn: Vitsmunaleg lausn á gátu lífsins, vegur til lífemis og tilfinning, sem hratt viljanum til athafna. Höfum vér fundið nokkurn annan veg, sem líklegt sé til hamingju en vegur kærleikans? Hefir fátækum verið boðaður gleðilegri boðskapur en boð- skapur kærleikans, ef vér tryð- um honum og breyttum eftir honum? Getur nokkur Messías unnið dásamlegri kraftaverk en þau, sem Jesús Kristur getur gert á hverjum þeim, sem á hann hefir trúað? Þetta eru spurningar, sem vér verðum að leggja fyrir oss, þeg- ar vér höldum afmælishátíð hans og vér verðum að leggja þær fyrir oss með alvöru og einlægni. Vér erum öll fátáek af flestu því sem máli skiftir, þeim fjársjóðum, sem hvorki mölur eða ryð grandar. Ritn- ingin segir, að Kristur hafi gerst fátækur vor vegna, til þess að vér gætum auðgast í fátækt hans. Hver maður gerist fá- tækur, sem lifir misskildu lífi til þess að boða daufum og

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.