Heimskringla - 08.02.1933, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.02.1933, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 8. FEBR. 1933 jlU'tmsUringla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: I THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 ______ VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist j fyrirfram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. — Ráðsmaður TH. PETURSSON • 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sarpent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON { Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla" is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. • Telephone: 86 537 WINNIPEG 8. FEBR. 1933 UM DAGINN OG VEGINN Mr. Keynes og kreppan. Hagfræðingurinn nafnkunni Maynard Keynes, segir ofur auðséðar ástæðurnar fyrir verðfalli eigna og vöru, sem orsök má heita kreppunnar. í heiminum eru tii segir Mr. Keynes um ellefu biljón dollara virði í gulli. Eins lengi og stríðs- skuldirnar voru ekki greiddar, eða meðan gullið, sem þær voru greiddar með, var aftur lánað hinum skuldugu þjóðum, var gullforðinn sá sami á bak við peningana, sem í umferð voru og framleiðsla eða starf alt valt á. Og meðan því náði, hélzt verð vöru svipað. En þegar farið var að greiða stríðsskuldirnar í gulli og það fór að iiggja í hrúgum ónotað hjá vissum þjóðum, þá mínkar peningaupp- hæðin í umferð og af henni leiðir verð- fall. Þegar gullforðinn er tekin úr hönd- um þjóðanna, sem þurfa hans með, og lendir þangað, sem ekkert er við hann að gera, þá eru hömlur lagðar á alt athafnalíf þjóðarinnar. Verðlagið nú, er að skoðun Mr. Keynes, hið sama og það mundi hafa verið í hverju vanalegu ári, ef gullforðinn, sem á bak við peningana er hafði verið lækkaður niður í sjö eða átta biljónir. En Mr. Keynes sér ekki aðeins ástæð- una fyrir kreppunni. Hann sér lækningu meinsins einnig. Og þá lækninga-tilraun ætlar hann að legjga fyrir alþjóða fjár- mála rðástefnuna á komandi vori. Hún er í því fólgin, að alþjóðabankinn (Bank og Intemational Settlement), eða einhver þvílík stofnun, gefi út gullverðsseðla (gold certificate) svo að nemi' um það fimm biljónum dala. Allir þjóðir, sem að alþjóðabankanum standa, taka gullverðs- seðla þessa á gullgengi. Gullverðsseðl- um á svo að skifta milli jþjóðanna, sam- kvæmt viðskiftamagni þeirra. Ofurlitla vexti verður hver þjóð að gjalda af gull- verðsseðlunum, er aðallega lýtur þó að því, að tryggja það að þeir séu úr um- ferð teknir, þegar verð vöru hefir aftur hækkað eða jafnóðum og það hækkar. Og það verður, þegar gullið hættir að liggja í fúlgum ónotað hjá einstökum þjóðum. Tvö blöð sem vér höfum séð minnast á þessa hugmynd, blaðið “Saturday Night” í Toronto, og “The Manchester GUardian” á Englandi, þykjast engar snjallari tillög- ur hafa heyrt en þessar til þess að koma aftur vömverði í það horf, sem áður var og eðlilegt er. Og með því dylst ekki að mikið væri unlijð, Fylkisþingið. Eftir því sem frá hefir verið skýrt, kemur fylkisþingið í Manitoba saman 14. febrúar. Þó flest þing megi svipuð heita, bíður almenningur þessa komandi þings með meiri eftirvæntingu en áður. Það hefir svo margt í ljós komið um fjárhag fylkisins síðan um kosningar, sem kjós- endur áttu ekki von á, að þá fýsir að heyra fulltrúa sína segja satt og rétt frá horfum í fjárhagsrekstri fylkisins. Ef þingmenn eru til nokkurs kosnir, er það til þess að fræða almenning um hag fylk- isbúsins. Á síðasta þingi virðist sem þing- mönnum hafi sést yfir þetta, ef dæma má eftir því sem nú er fram komið. Og frá hálfu stjórnarinnar, var almenningi í kosningunum síðastliðið sumar, gefið eitt hvað annað í skyn, en að fjárhagsrekst- urinn gengi á tréfótum. En hvað skeður svo rétt eftir kosningarnar? Ofan á fylkisbankahrunið og þjófnað- inn í fjármáladeildinni, bætist þá við eitt hið mesta fjármálahneyksli, sem hjá nokkurri stjórn í nokkru landi hefir nokkru sinni átt sér stað. Skýringar á allri þeirri fjáróreiðu eru nú að vísu um seinan. Það er of seint að byrgja brunn- inn, þegar barnið er dottið ofan í hann. En almenningur finnur nú samt sem áður til þess, að þingmennirnir geri sér að minsta kosti svo ljósa grein fyrir hon- um, að upp á sama skerið reki ekki aft- ur vegna fásinnu þeirra. Geti þingmenn enga grein gert sér fyrir fjármálunum, eru þeir ekki verki sínu vaxnir og ættu sem fyrst að segja af sér. Þingmönnum ætti ekki á þessu þingi að leyfast að líta þeim augum á starf sitt, sem verkin bera nú ljós merki um, að þeir hafa stundum áður gert. Þeir verða áð minsta kosti að kynna sér svo starfið, að ekki sannist á síðar meir, að þeir viti ekki neitt um það, eða beri að öðrum kosti blekkingar á borð fyrir kjósendur sína um það. Þeim er skamm- ar nær, með hag fylkisins nú fyrir augum, að gefa sig meira að starfi sínu, og fara ekki að biðja um heimfararleyfi af þing- inu innan 30 daga, þó aldrei sé nema til þess að sá hveiti sínu, svo að þeir geti uppskorið nóg til þess að greiða stjórn- inni tekjuskatt sinn á næsta hausti! Þing- tíminn er hvorki tii þess ætlaður, að þing- menn leiki þannig með hann sjálfum sér eingöngu í hag, né hins, að þeir láti ekki dögum saman sjá sig á þingfundum, en séu í þess stað á skemtisamkomum og í leikhúsum. Verður hag fylkisins borgið með fjár- málarekstri þeirrar stjórnar, sem nú sit- ur við völd? Til þess eru sannast sagt litlar líkur. En með öflugri og alvarlegri þátttöku þingmanna í löggjafarsarfinu, má fylkinu enn bjarga. Og þar kemur til siálfstæðis fylgismanna stjórnarinnar, að láta hann ekki komast upp með það fram- ferði í fjármálum fylkisins, eins og áður, er því stafar hætta af. Þeir verða að hafa það hugfast, að þeir eru fyrst og fremst starfsmenn almennings, en ekki stjórnarinnar, og ber að sjá um hag fylk- isins í heild sinni öllu öðru fremur. Vegna óreiðunnar í fjármálarekstri nú- verandi fylkisstjórnar, munu kjósendur hafa strangar gætur á framkomu fulltrúa sinna á þessu þingi. Gömlu þingmönnun- um ber nú að bæta fyrir drýgðar and- varaleysissyndir sínar, og komast eftir og láta almenning um það vita, hvert fjármálareksturinn stefnir. Og nýju þing- mönnunum gefst þarna tækifæri til að sýna hæfileika sína og sjálfstæði sitt, með því að rísa djarft upp gegn öllu, sem þeir álíta fylkinu til tjóns, en sitja ekki með spentar greipar og leika þumalfingrun- um ráðleysislega, milli þess sem þeir greiða flokksfylgis-atkvæðið, eins og nýrra þingmanna er oft siður. Ábyrgðin á þn', hvernig hagur fylkisins fer, hvílir á þing- mönnunum og veltur á framkomu þeirra langt fram yfir það, sem þeir virðast áð- ur hafa gert sér grein fyrir. Þeir eru með- sekir stjórninni um fjáróreiðuna undan- farin ár. Og þeir mega fyrirfram vita, að þeir verða taldir meðsekir um það, sem fyrir getur komið á næsta ári, og blint flokksfylgi þeirra afsakar þá ekki. Til þess að vel fari, verður með öðrum orðum að vera fullkominn skilningur á milli almennings og þingsins. En það sem því veldur nú einna mest, að þessi samvinnuhugur er varla til orðinn, er þetta blinda flokksfylgi þingmannanna. Það hefir fyrirfarið hinu eðlilega lýðræði. LISPETH. Úr Plain Tales from the Hills (eftir Rudyard Kipiing.) “Sjá! Þú hefir hrundið ást á burt! Hverjir eru guðir þeir er þekkjast á? Þrír í einum, einn í þremur? fæ eg spurt. Þóknast þeim að skilja ást og þrá Hjartans? Nei.—Eg hverf, eg flý til guða minna. Farðu -— til eins — til þríeinna guða þinna.” Hún var dóttir Senoo hólabúa og Ju- teth konu hans. Maís-uppskera þeirra hafði eyðilagst næstliðið ár, og bjarndýr- in legið í sóleyjarökrunum, er lágu rétt að ofanverðu við Sutleydalinn, Katgarh- megin. Næsta ár snerust þau þess vegna til kristinnar trúar, og fóru með bamið til trúboðastöðvanna til að láta skíra það. Presturinn að Kotgarh skírði stúlku- barnið og var það látið heita Elsabet, eða “Lispeth”, samkvæmt framburði Hóla- búa. Nokkru seinna heimsótti kóleruplág- an Kotgarh-dalinn, og dóu úr plágunni báðir foreldrar Lispeth, Sonoó og Juteth, og varð því Lispeth litla innligsa hjá presthjónunum, að hálfu leyti sem þjón- ustumær prestkonunnar, en að hálfu leyti átti hún að vera henni til skemtunar. Þetta skeði nokkrum árum eftir ríkisráð Morovíu kristniboðanna, en áður en auk- nefnið á Kotgarh-þorpinu, “Drotning Norðurhæðanna”, var í gleymsku fallið. Hvort kristnifræðin bættu nokkuð hug- arfar Lispeth, eða hvort hennar eigin guðir hefði undir kringumstæðunum gert það, læt eg öldungis ósagt. En þrátt fyrir alt, óx hún og dafnaði og gerðist for- kunnar fögur. Þegar hólastúlkurnar vaxa upp fagrar og elskulegar, er það þess vert, að ferð- ast fimtíu mílur yfir hættur og torfærur, bara til að sjá þær. Lispeth hafði fom- grískt andlitsfall — andlitsfall sem lista- málarar keppast um að mála, en sem svo sjaldan mætir sjónum vorum. Hör- undsliturinn var óvanalega hvítur og sló á hann veikum fílabeinsblæ. Hún var mjög hávaxin, eftir hennar þjóðar mæli- kvarða. Hún hafði forkunnar fögur augu, og hefði hún ekki klæðst léreftskjólum, samkvæmt tízku trúboðsstöðvanna, og hefðirðu óafvitandi mætt henni upp á ein- hverjum hólnum, gæti þér auðveldlega hafa dottið í hug að hún væri hin róm- verska Díana á veiðiferð. Lispeth gerðist vel kristin, og er hún óx upp, snerist hún ekki frá kristinni trú, eins og svo oft skeði með Hólastúlkurn- ar. Landsfólk hennar lagði fæð á hana, af því hún hafði, eins og það komst að orði, “gerst memsahib og þvoði sér dag- lega”: Jafnvel prestkonan var í ráðaleysi með hvað hún ætti að gera við hana. Ein- hvern veginn er það óþægilegt f að biðja gyðju, sem er fimm fet og tíu þumlung- ar á hæð á sokkaleistunum, að skafa potta og pönnur og þvo upp bollapör og diska. Það varð þv/ af, að aðalhlutverk hennar varð að leika við börn prests- hjónanna, kenna á sunnudagaskólanum og lesa allar þær bækur, sem í húsinu voru. Þannig óx hún upp og gerðist með degi hverjum fegurri og fegurri, eins og prinsessurnar í æfintýrasögunum. Prest- konan áleit að hun ætti að takast ein- hverja vissa stöðu á hen^ur í Simla, annaðhvort sem hjúkrunarkona, eða eitt- hvað af “heldra tægi”. Lispeth kærði sig ekkert um þess háttar, og sagðist vera vel ánægð með það, sem hún nú væri. Þegar ferðamenn — þeir voru ekki margir á þeim dögum — komu til Kot- garh, lokaði Lispeth sig inni í svefnher- bergi sínu, af ótta fyrir að þeir máske tækju sig og flytti til Simla, eða eitthvað annað út í hinn ókunna heim. Einn dag, nokkrum mánuðum eftir að Lispeth var seytján ára að aldri, fór hún sem oftar á göngutúr. Göngutúrum hennar svipaði ekki vitund til göngu- túra enskra hefðarkvenna, sem ganga eina mílu út og láta svo aka sér til baka. Hún gekk milli tuttugu og þrjátíu mílur á þessum ferðum sínum, alla leið milil Kotgarh og Markunda. f þetta sinn var orðið almyrkvað, er hún klifraði nið- ur hæðina, niður að Kotgarh, og bar hún eitthvað þungt í fanginu. Prestkonan sat hálfsofandi í hægindastólnum í stof- unni, þegar Lispeth kom inn hvásandi, og hér um bil uppgefin með byrði sína, og leggur hana á legubekkinn, um leið og hún segir ósköp sakleysislega: “Þetta er mannsefnið mitt! Eg fann hann á leiðinni frá Bægi. Hann hefir meitt sig eitthvað mikið., en við skulum hjúkra honum svo honum batni, og þegar hann er orðinn frískur, þá giftir maðurinn þinn okkur.” Þetta var hin fyrsta yfirlýsing, sem Lispeth hafði látið í liós viðvíkjandi hjónabandshugsjónum sínum, og prest- konan hjóðaði upp yfir sig af skelfingu yfir slíkri ósvífni. Samt sem áður var maðurinn þárna og þurfti áreiðanlega hjúkrunar við. Þetta var auðsjáanlega ungur Englendingur, og var stórt sár inn að beini á enni hans, sem augsýnilega hafði höggvist á einhverju beittu. Lis- peth sagðist hafa fundið hann niður í Khud, og þess vegna hefði hún borið hann heim. Hann dró mjög þungt andann og var meðvitundarlaus. Hann var færður ofan í rúm, og prest- urinn, sem þekti talsvert inn á lækning- ar, stundaði hann, en Lispeth beið utan við dyrnar í þeirri von að geta einhverja liðveizlu veitt. Hún reyndi að gera prest- inum skiljanlegt, að þetta væri maður- inn, sem hún ætlaði sér fyrir eiginmann. Presturinn og prestkonan ávíttu hana fyrir þessa ósiðsemi, en slíkt kom til einskis, hún bara endurtök þessa ákvörð- un sína. Það útheimtir meira en smá- skamta af kristniboði til að útrýma eðlis- einkennum austræna kynflokksins, að verða ástfanginn við fyrsta fund. Lispeth hafði fundið manninn, er henni fanst hún geta dýrkað, og sá þar af leiðandi enga ástæðu fyr- ir því, að þurfa að þegja yfir þessu. Hún hafði ásett sér að víkja ekki frá honum, en hjúkra honum þar til hann fengi heils- una aftur, og svo að giftast honum. Þetta hafði hún sett á sína smáu dagskrá. Eftir hálfsmánaðar tíma fór Englendingnum smám saman að batna. Hitinn og bólgan smá- , rénaði og hann fékk fulla rænu, og tjáði hann prestinum og Lispeth —- einkum Lispeth — sitt innilega þakklæti fyrir hjúkrunina. Hann skýrði þeim frá, að hann hefði verið á aust- urleið — á þeim dögum var ekki minst á hnatt-ferðalanga (globe trótter), þegar P. og 0. skipaflotinn var lítill og í ung- dómi — að hann hefði verið á leiðinni frá Dahra Dun til Simla, | að leita þar í hæðunum ein- kenilegra fiðrilda og jurta. Hann áleit að hann hlyti að hafa hrapað niður af hamri, þegar hann var að klifra eftir fúnum trébútum, að ná í sérstaka jurt er hann sá, og að fylgdarmenn hans, sem allir voru kínversk- ir, muni þá hafa yfirgefið hann og stolið farangrinum. Honum fanst heppilegast fyrir sig að halda til baka til Simla, er hann yrði ferðafær, og gefa upp frek ari fjallaferðir. Hann virtist samt ekki vera í neinum hasti að komast burt, ] enda var bati hans hægfara. j Lispeth þvertók fyrir að hlusta 1 á nokkrar skipanir frá prest- | hjónunum honum viðvíkjandi, ] svo presthjónin sáu sér þann j einn kost, að kunngera ferða- j manninum, hvað bjó í hjarta j Lispeth honum viðvíkjandi. — I Hann hló dátt að þessu og lét i sér um munn fara, að slíkt væri j mjög skemtilegur rómani og j fullkomið æfintýri á meðal Hi- malaya-fjallanna. En þar sem hann væri harðtrúlofaður stúlku í heimalandinu, væri engin stór i hætta fyrir dyrum, en hann mundi samt verða mjög varkár í framkomu sinni. Hann virtist reyna að vera það, en samt leit út fyrir að j hann hefði mjög mikla ánægju j af öllu samtali við Lispeth, einn i ig af að ganga út með henni 1 og hvísla fallegum orðum í eyra hennar og kalla hana upp- áhaldsnöfnum, meðan hann var að safna kröftum til burtferð- ar. Þetta hafði algerlega engin áhrif á hans eigið hugarfar, en í eyrum Lispeth var það guða- mál. Hún var mjög hamingju- söm þenna tíma, því nú hafði hún fundið manninn, sem hún elskaði. Fædd, og að nokkru leyti upp alin með villifólki, hafði hún j ekki vald yfirtilfinningum sín- j um, og skemti þetta Englend- ingnum. Þegar hann fór í burt I fylgdi Lispeth honum á leið, upp hæðina, eins langt og Mar- ; kunda. Á leiðinni leið henni mjög illa, og var sorgbúin. — j Prestsfrúin, sem var vel krist- in kona, og vildi ekkert ósæmi- I legt vita, en fann að hún gat j ekkert framar tjónkað við Lis- peth, — hafði beðið Englend- inginn að segja Lispeth, að hann ætlaði sér að koma til baka til að giftast henni. “Hún er enn barn,” sagði hún, “og eg er mjög svo hrædd um, að hjarta- lag hennar sé enn heiðið.” Svo allar þær seinfæru tólf mílur upp hæðina hélt Englendingur- inn handleggnum utan um mitti hennar og margítrekaði loforð sitt um að hverfa aftur til henn ar og giftast henni. Lispeth lét hann sverja sér trúnaðareið upp aftur og aftur, áður en hann skildi við hana, og á hæð Mor- knnda-fjallsins stóð hún og grét og horfði á eftir honum, unz hann hvarf sjónum á Muttiani- veginum. Svo þerði hún af sér tárin og sneri heimleiðis til Kotgarh. Við preskonuna sagði hún: I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Dtd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. “Hann kemur aftur til baka til mín að giftast mér. Hann fór bara til þess að láta fólk sitt vita um það.” Og prestkonan sagði, til að hugga Lispeth: “Já. hann kemur aftur til baka til þín.” Þannig liðu tveir mánuðir. Þá fór Lispeth að gerast óróleg, svo henni var sagt, að Englend- ingurinn hefði orðið að hvQrfa yfir hafið mikla heim aftur til Englands. Hún vissi hvar Eng- land var, því hún hafði lært und irstöðuatriði landafræðinnar, en auðvitað hafði hún enga hug- mynd um víðáttu eða eðli hafs- ins, því hún var hæðastúlka. . Það var gamalt og fornt ráð- gátukort af heiminum á prest- setrinu. Lispeth hafði stundum leikið sér að því þegar hún var barn. Hún gróf það nú aftur upp úr skúmaskoti og setti það í samhengi og grét einatt fögr- am tárum yfir því, að hugsa sér hvar Englendingurinn sinn væri nú staddur. Þar sem hún hafði enga þekking af gufuskip- um eða vegalengd, þá urðu hugmyndir hennar um þetta mjög ónákvæmar. Auðvitað hefði það ekki gert neinn mis- mun, þó ályktanir hennar hefði verið laukréttar, því Englend- ingnum hafði aldrei hugkvæmst að koma aftur til Hæðastúlk- unnar. Hann hafði algerlega gleymt henni, þegar hann var að safna fiðrildum í Assam. — Seinna skrifaði hann fræðibók um Austurlönd, en Lispeth var þar hvergi getið. Eftir þriggja mánaða tíma tók Lispeth sér daglega ferð á hendur til Narkunda, í þeirri von að mæta Englendingnum sínum eða sjá til hans koma eft- ir veginum. Þetta virtrst létta hugraunum hennar og gera hana glaðari í sinni, og fór prestkonan að halda að hún væri farin að sjá sína “skríls- legu og óhæversku fyrri hegð- un”. Hún áleit því að nú væri kominn sá tími, að heppilegast væri að segja Lispeth sannleilö- ann, nefnilega að Englending- urinn hefði heitið henni ást sinni til að friða hana, að hann hefði í rauninni ekki meint nokkurn skapaðan hlut af því sem hann hefði sagt, og það væri “rangt og óhæfilegt” af henni, Lispeth, Hæðastúlkunni, að hugsa sér að giftast Eng- lendingi, sem skapaður væri úr æðra efni, og einkanlega þar sem hann hefði verið trúlofað- ur stúlku af sinni eigin þjóð. Lispeth sagði þetta gæti ekki náð nokkurri átt, þvlí hann hefði ótal sinnum sagt sér sjálf- ur, að hann elskaði sig, og hún sjálf prestkonan hefði mælt það með sínum eigin vörum, að Englendingurinn kæmi aftur til baka. “Hversu gætu bæði þú og hann hafa sagt ósatt?” spurði hún. “Við sögðum það bara til að friða þig, barnið gott,” svaraði prestkonan. “Þið hafið þá bæði logið að að mér, bæði þú og hann?” svaraði Lispeth. Prestkonan hneigði höfuðið til samþykkís, en svaraði engu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.