Heimskringla - 15.02.1933, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.02.1933, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 15. FEBR. 1933. ÍÍctmskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Rádsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Lld. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 15. FEBR. 1933. UM DAGINN OG VEGINN Winnipeg varskift. Winnipeg er stærsti bærinn í Vestur- Canada. Nýtur hann þess á ýmsan hátt. Hann er miðstöð viðskifta. En hann geldur þess einnig að sum leyti. Viðskifta kreppa, sem sú, er nú stendur yfir, er vá- gestur starfslífi borgarinnar. Atvinnu hafa menn hingað sótt víðsvegar að undanfar- in ár. Af því leiðir nú, að bærinn er að nokkru afréttarland atvinnulausra. Um hag hans er því ekkert of hægt, sem eðli- legt er. En lakast af öllu er þó hitt, að hann er af hálfu fylkisstjórnar svo var- skiftur tækifærunum til sjálfsbjargar, að þess eru ekki dæmi með aðra bæi í land- inu. Var af góðri greind á þetta bent, af féhirði bæjarins, H. C. Thompson, á bæjarráðsfundi nýlega. Skal hér frá því skýrt. Tekjur Winnipegborgar frá fykisstjórn- inni, eru 26 cents á hvern bæjarbúa. En tekjur borgarinnar Vancouver frá British- Columbia fylki, nema $5.73, og Toronto borgar frá Ontario fylki 16 cents, auk $4.28 á hvern mann í tekjuskatti. Fylkis- stjórnin í Ontario hefir engan tekju- skatt. Einu tekjurnar sem Winnipegbær fær frá fylkinu, er veitingin til skólanna. Árið 1931 nam hún $233,192, eða $1.08 á hvem bæjarbúa. Gegn þessu greiðir bær- inn fylkinu sveitaskatt (Municipal Com- missioner’s Levy), sem þetta sama ár nam $176,325.35, eða 82 cents á mann- inn. Hreinar tekjur bæjarins verða því ekki nema $56,866.65, eða 26 á íbúann eins og áður er sagt. í British Columbia fylki er veitingin til skólanna í Vancouver $723,721. Aðrar fjárveitingar af ýmsu tæi $371,888. Ágóði af áfengissölu $239,957. Ennfremur skatt- ur af vissum tekjum (pari-mutual tax) fylkisstjórnar $77,272. Alls eru því tekj- ur bæjarins frá fykisstjórninni $1,412,838 (nærri hálf önnur miljón), eða um $5.73 á hvern mann. Eru þetta og hreinar tekjur, því bærinn þarf engan sveitaskatt að greiða í þessu fylki, né nokkurn ann- an skatt til fylkisstjórnar. Borgin Toronto fær frá Ontariofylki $585,036. veitingu til skóla. Ýmsar tekj- ur er nema $149,007. Alls eru því bæjar- tekjurnar frá fylkinu $734.043., eða $1.17 á hvern bæjarbúa. En frá þessu dregst aftur ellistyrkur til fylkisins $339,392, og mæðrastyrkur $294,999. Hreinar tekjur til bæjarins verða því ekki nema $99,652, eða 16 cents á hvern mann. En hér kem- ur annað til greina. Fylkið hefir engan tekjuskatt, en leyfir borginni í þess stað að leggja hann á íbúa sína. Nema tekjur bæjarins af honum $2,684.209 (yfir hálfa þriðju miljón), eða $4.28 á hvern bæjar- búa. Féhirðir bendir ennfremur á til saman- burðar að eignir C. P. R. félagsins séu undanþegnar bæjarskatti, en Manitoba- fylki heimti inn skatt af félaginu, er nemi $607,000. árlega. í Toronto eru eignir járnbrautafélagsins ekki skattaðar af fylkinu, heldur af bæjunum sem rétt er og hefir Toronto borg tekjur af því er námu árið 1931 $1,242,000. (nokkuð á aðra miljón). í Manitobafylki er símakerfið ennfrem- ur eign fylkisins og undanþegið bæjar- skatti. Segir Mr. Thompson, að Winni- pegborg tapi árlega skatti þarna, er nemi $50,000, sem bærinn mundi heimta inn, ef kerfið væri eign einstaklinga. Á þetta er aðeips bent til samanburðar við þau tækifæri, sem áminstir bæir hafa fram yfir Winnipeg, til að afla sér tekna. Tor- ontoborg heimtir inn í skatti af símkerf- um sínum $381,000 á ári. Vancouverborg hefir einnig miklar skattekjur af sínum símkerfum. En þrátt fyrir það vaða ekki stjórnir þessara fylkja inn á hvert einasta skattsvið og hrifsa frá þessum bæjum all- ar mögulegar tekjulindir, eins og Mani- toba gerir frá Winnipeg og öðrum bæj- um fylkisins. C. P. R. eignaskatturinn, tekjuskatturinn, sveitaskatturinn og vín- söluskatturinn (að nokkru leyti), eru skattar, sem Manitobafylki bera ekki, í eðli sínu og samkvæmt því er viðgengst í öðrum fylkjum, — heldur bænum. Svar til séra J. B. Stagl er það nefnt, er mjög er endur- tekið það sem áður hefir sagt verið. Þar af er og komið staglari. Orðið hefir einnig fleiri merkingar. En til þess að það olli ekki misskilningi, skal það tekið fram., að hér er ekki átt við nema þessa áminstu merkingu. Og hvað er um hana? Lesari sæll, í því efni vitum vér fátt gimilegra til fróð- leiks en það, sem séra Jóhann Bjarnason hefir að segja í síðasta blaði Lögbergs. Með lestri þeirrar greinar fæst gleggri skýring á því orði, en vér ætlum áður hafa til verið, og oss furðar á, að nokkr- um dauðlegum manni skyldi auðnast að leysa af hendi. Fyrir tveimur vikum birti séra J. B. grein, nokkuð á þriðja dálk á alinvísu í Lögbergi um Jóhannesar regluna, þessa, sem ritstjóri Lögbergs sat lengi við og klóraði sér í höfðinu yfir, hver paurinn mundi vera. Grein sú var, að svo miklu leyti sem hún var nokkurs verð, þýdd, e var að öðru leyti á leiðinlegu og stagl- sömu máli. f síðasta blaði Lögbergs kemur svo þessi grein aftur að heita má í óbreyttri útgáfu, að öðru leyti en ef vera skyldi bví. að ennþá staglsamari er en í fyrra forlaginu, og er það slæmt um síðari út- gáfu rita. Heimskringla hefir auðvitað ekkert við það að athuga, þótt séra J. B. reyni að negla eitthvað í vitund ritstjóra Lögbergs um þessa reglu; en ef hann heldur að hann sé með marg-endurteknu stagli sínu, að fræða'þá, sem lesið geta ensku, og Vestur-íslendingar eru nú fam- ir að stauta í henni talsvert, — er hann að vinna fyrir gýg. Ekki er þar með sagt, að ekki sé margt nógu skemtilegt til að þýða af ensku máli. En þeir sem það gera verða að vera ofurlítið smekkvísir á val efnisins, og svo auðvitað á fráganginn einnig, að minsta kosti svo langt, að full læsilegt sé. En það hefir brugðist með fræðslunni um Jóhannesar regluna, eink- um þó í síðari útgáfunni, sem bæði sann- ar, að séra J. B. hefir gert sitt ítrasta, í fyrri grein sinni, og að þegar einum er full farið fram, fer honum að fara aftur. Séra J. B. segir, að Heimskringla hefði átt að fræða um, að reglan hefði verið stofnuð sem líknarfélag, um hrakninea riddaranna úr Jerúsalem, um ofsóknir Tyrkja gegn þeim o. s. frv., o. s. frv. Heimskringla má benda séra J. B. á það, að henni bjó aldrei í huga að þýða sögu Jóhannesar reglunnar, hversu merkileg, sem hún kann að vera. Vor tilgangur var aðeins sá, að þýða fyrir Lögberg “titilinn” sem konungur veitti forsætis- ráðherra Canada, af því að það var í standandi vandræðum með það, saman ber orð þess: “Hvað þessi titill á að þýða, það má kóngurinn vita.” — En ef séra J. B. skoðar sáluheill ritstjóra Lögbergs og féhirðis lúterska kirkjufélagsins, velta á nokkru um að hann fræði hann um Jó- hannes regluna, þá láum yér það ekki. Oss skilst hvað í húfi er. Næst víkur séra J. B. að því, að Hkr. haldi fram, að Jóhannesar reglan hafi ver ! ið stofnuð á 11. öld, og telur það fjar- I stæðu eins og a]t er Heimskringla segi. Heimskringla hefir þetta eftir hinum vanalega skoðuðu heimildum, alfræðibók- I unum, sem auðvitað er ekki ávalt að reiða sig á, en stendur hvað sem það snertir hjartanlega á sama um, hvað menn gera sér í hug um það, eða hvort “prófessor Walter Allison Phillipps telur nokkrn veginn víst (!) að reglan sé eldri en frá elleftu öld,’ ’eins og séra J. B. tekur fram máli sínu til sönnunar, í þessari síðari grein sinni, sem auðvitað í hinni fyrri. Það getur vel verið að ein- hverjar nýrri heimildir séu til fyrir aldri reglunnar, heldur en getur um í alfræði- bókum. Þær verða stundum æði fljótt á eftir tímanum, sem auðvitað er, því þær eru ekki svo oft prentaðar. En meðan samat að eju ekki önnur rök en ágizkan- ir fyrir aldri reglunnar, og á engu öðru virðist ástæður sér J. B. bygðar, þá er djarft að telja það hið rétta, en dæma orð Heimskringlu, sem á heimildum al- fræðibókanna eru bygð, röng. Meðan enginn veit með vissu um aldur eða jafnvel uppruna reglunnar, virðist kát- broslegt af séra J. B., að vera að þvæla um það eins og hann gerir. Og hvað sér- staklega snertir starf regluúnar nú, í aug um séra J. B., er oss algerlega ókleift að ráða í. En svo er það ekki í því eina, sem eltingaleikur hans við Heimskringlu kem ur einkenilega fyrir sjónir. Útbreiðslu reglunnar, segir séra J. B. að Heimskringla hafi einnig skýrt rangt frá. Þar (í Hkr.) standi, að hún sé “svo að segja um allan heim”: en eftir því sem hann hefir komist að, sé hún ekki nema í Bretlandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Aust-' urríki, ítalíu og Spáni. Hún er þá í öllum stærstu þjóðlöndum hins mentaða heims. eftir þessu að dæma, nema í Vesturheimi. Þó Heimskringla ætti við að reglan væri útbreidd og þekt um allan heim, stendur henni algerlega á sama, hvaða skilning séra Jóhann leggur í þessi orð hennar. Það verður lítill hvers hlutur, þegar búið er að kljúfa hárið. En svo í lok greinar séra J. B. kemur loks að aðal ágreiningsefninu. Áttum vér ekki von á að það yrði látið sitja á hak- anum, þó erfitt sé nú um það að ræða frá hlið séra J. B. En það er óvirðingarorð- in, sem bæði presturinn og ritstjórinn fóru um viðurkenningu þá, er konungur veitti forsætisráðherra Canada. — Að vísu var ritstjórinn of mikill heigull til þess, að koma fram með hana öðruvísi en í skopi. En það var séra J. B. ekki. Áttum vér þess heldur ekki von. Eins og kunnugt er, er nú í mæli að hann sé mestur kredduklerkur íslenzkra lúterskra presta, um nærliggjandi héruð og ef til vill þó víðar væri leitað. Kreddum, sem bág ríða við sjálf undirstöðuatriði þekk- ingar og nútíðar vísinda, halda slíkir menn feimulaust fram. Þessi maður mundi þá auðvitað ekki heldur hika neitt við, að bera það á borð fyrir lesendur Lögbergs, að konungurinn hafi veitt for- sætisráðherra viðurkenningu sína, með bað eitt í huga, að hafa fé út úr honum. Töldum vér í fyrri svargrein vorri þetta pólitískan blekkingaþvætting. Og það munu fleiri nú gera. Því treystir nú séra J. B. sér ekki heldur til að svara. Þess ' egna reynir hann að gómskella við því f síðari grein sinni, og leiða það hjá sér. Hann telur það ómerkilega fjar- stæðu. að vera að minnast á það. En það er þó mergurinn málsins. Og miklu ómerkilegra er fjas hans annað í þessari óhróðurs árás hans á Heimskringlu. En hann metur þ3ð eflaust höfuð tilgang- inn með skrifum sínum, að halda því starfi uppi. I>að mun vera nokkuð satt í því, að séra J. B. hafi verið að bera við að standa með kennimannsvöndinn yfir Heims- kringju, að því er til trúarbragðaskoðana þeirra kemur, er hún hefir haldið fram. En það lítur helzt út fyrir að hún hafi aðeins stælst við agann. Og nú langar hana ofan á alt annað, að fræða séra J. B. á því, að hann sé ósannindamaður að því, er hann heldur fram um ástæð- uraar fyrir viðurkenningu konungs á forsætisráðherra Canada, ef hann ekki færir betri rök fyrir þeim, en hann hefir enn gert, og að svo vítt sem Lögberg er lesið, hafi það gert sig sekt um það sama. Þjóðræknisþingið. Þjóðræknisþing Vsetur-íslendinga hefst næstkomandi miðvikudag, 22. febrúar, í Goodtemplarahúsinu. Af starfskrá þings ins, sem birt hefir verið í blöðunum, er lióst, að Þjóðræknisþingið hefir meira en lítið með höndum af málum þeim, sem oss snerta hér sem íslendinga, og að þau mál séu eitthvað, sem ómaksins vert er að veita athygli, er því óhætt að segja að fáir íslendingar efist um. — Þjóð- ræknismálið, er bergmál af því, sem'í eðli og vitund íslendinga býr. Það sem íslenzkt er hljómar þar sem huliðsmál enn þá, og hefir ávalt gert, þó langur tími liði hér áður en af því yrði, að til veru- legra framkvæmda kæmi, til verndar og viðhalds því. En það teljum vér gert hafa verið á víðtækastan hátt með stofnun Þjóðrækn- isfélagsins. Og allir sem stefnu þess láta sig nokkru skifta, en enn þá eru henni ógunnugir, ættu að sækja ársþing félags- ins og kynnast þar bæði störfum félags- ins undanfarin 14 ár og framtíðar-starfs- stefnu þess. Ársþing Þjóðræknisfélagsins hefir um mörg ár verið ein skemtilegasta allsherj- ar samkoma íslendinga vestan hafs. Það hefir verið nokkurs- konar “Alþingi” íslenzka þjóð- arbrotsins hér. Engann höfum vér svo heyrt fara af því þingi, að hann ekki minnist þess með fögnuði, að hann hafi verið þar og notið þess sem fram fór. Meðan þingið stendur yfir fara fram umræður um starfs- mál Þjóðræknisfélagsins að deg inum, en á hverju kvöldi eru skemtanir um hönd hafðar. Fyrirlestrar, margháttaður söng ur og íþrótta- og fimleikasýn- ingar fara þá fram. Miðkvöldið, 23. febrúar, efnir deildin Frón til hins árlega íslendingamóts, og eru skemtanir þess svo kunn ar, að hér þarf þeim ekki að lýsa. Að undanskildu því móti er inngangseyrir enginn að þess um Skemtunum og fróðleik öll- um. Til íslendinga vildum vér því mæla þessum orðum: Sækið ársþingið, styðjið málefni þjóð- ræknisfélagsins, strengið þess heit að vernda og viðhalda því, sem íslenzkt er, á allan þann hátt, sem auðið er. Atvinnubót. Hvað sem um það er sagt, er eitthvað æfintýralegt við þá tillögu Mr. Theodore Kipp, for- ; manns Iðnaðarráðs Manitoba, að reyna að bæta úr atvinnu- leysinu með því að láta byrja á gullgrefti í Austur-Manitoba. — Gull-Ieit er að vísu eitthvað svip uð og að henda fisk á sporði. I En með fyrirkomulagi þessarar , gull-leitar, kemur það ekki svo mjög til greina. Hugmyndin, sem fyrir Mr. Kipp vakir, er sú, að fylkis- og sambandsstjórnin leggi eitthvað , af því fé, er til atvinnubóta er veitt, í þetta. Nefndin, sem um starfið á að sjá, skal skipuð 2 námufræðingum, 1 jarðfræðingi ■ 3 viðskiftahöldum og 2 atvinnu lausum mönnum. Líklegustu gull-lóðunum á að fá leyfi til að grafa ofan af. Þetta á að vera j undirbúningsstarf aðallega. Þeg ar lóðirnar eru svo seldar, er ætlast til að verð þeirra sé þeim mun hærra, er nemur kostnaði af starfinu. Þannig á hann að endurgreiðast stjórnunum. Fyr- ir því er ekki gert ráð, að stjórn irnar kaupi lóðir. Þær eru breyskar eins og við vitum, og það gæti orðið sú freisting fyrir þær, er þær gætu ekki staðið af sér. Mr. Kipp lítur svo á, að þetta istarf geti orðið til eflingar námurekstrinum. Þegar búið er að svifta torfinu ofan af klett- unum eða aurnum, sem gullið felur sig í, heldur hann að það hvetji eigendur lóðanna til þess að halda verkinu áfram. Og ef til vill æsti þetta gullþorsta í mönnum. Annað, sem nú hjálp- ^ar .til þess, er háverðið á gulli, borið saman við gjaldmiðilinn. i Það væri því ekkert óhugsan- | legt, að með þessu yrði til meira en bráðabirgðar atvinna. Ógiftum mönnum er atvinna þessi ætluð. Hvað stjórnirnar gera við tillögurnar, mun enn óráðið. Mætti ef til vill margt verra gera sér til afþreygjing- i ar í iðjuleysinu, ekki sízt ef á | skyldi sannast, að menn hefðu þarna verið að ganga á gulli frá landnámstíð. Atvinnuleysið spennir gripar um jörðina. Samkvæmt síðustu skýrslum Þjóðbandalagsins, er nú tala atvinnulausra manna í heimin- um sem næst 25 miljónir. Ef menn þessir stæðu hlið við hlið — segjum á miðjarðarlínu — þannig að milli þeirra væri þó ekki lengra bil en svo, að þeir héldust í hendur, eða sem næst 5 fet á milli hvers, mundu þeir gera keðju nægilega langa til þess að ná umhverfis jörðina. Það má því í bókstaflegum skilningi segja, að atvinnuleysið spenni greipar um jörðina. p^DODDS ' ÍKIDNEY I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’a nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdóipum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. MANNDÓMUR AUÐVALDSINS. Ábygigleg umbótaráð. Eftir M.1 J Það hefir verið mikið rætt og ritað um hið fjárhagslega öng- þveiti þjóðanna og orsakir þess, en ábyggileg umbótaráð virðast vera af skoraum skamti, ráð, sem hafa nokkurt framtíðar- gildi. Tilraunir og umbótafram- kvæmdir á þessum sviðuni, sem nokkurt alment gildi hafa, og sem gætu verið fyrirmynd, virð- ast vera sára fáar. Það er auð- sætt, að ti^þess að bæta heildar ásigkomulagið í fljótum hasti, þarf að gera breytingu á hinu stjórnarfarslega og fjárhagslega fyrirkomulagi, með almennum lögum. En svo geta einstakling- ingar, sem ráð hafa yfir auð- söfnun, sýnt með framkvæmd í smáum stíl hvað gera má til varanlegra umbóta á atvinnu- málasviðunum, og sem gætu verið fyrirmynd bæði fyrir aðra einstaklinga og þjóðfélagsheild- ina, og því til skýringar mætti taka dæmi. Verkstæðiseigandi og stjórn- andi hefir um margra ára skeið haft 100 menn í þjónustu sinni, og hafa vinnulaun þeirra full- nægt brýnustu þörfum til fæð- is, klæðnaðar og húsnæðis. — Framleiðsluhagnaður verksmiðj unnar auk vinnulaunanna var orðinn álitlegur sjóður, sem var lögmæt eign verksmiðjueigand- ans. Auk þess átti hann allar í- búðir verkamanna sinna ásamt verzlun og mikið land í ná- grenninu. Allar þessar eignir voru að mestu leyti á vinningur af vinnu verkamannanna, en lítill partur þeirra erfðafé. Hann hafði starfrækt verkstæði sitt í ró og næði og góðu samkomu- lagi við vinnumenn sína í mörg ár En nú verður hann þess var, að samkonar vörur og hann framleiðir, eru seldar á heims- markaðinum. með lægra verði en hann getur án skaða fram- leitt þær, og um leið finnur hann orsökina. Vélar höfðu ver- ið fundnar upp, sem gerðu mest an hluta vinnunnar við fram- leiðslu vörunnar, og náttúruöfl- in voru notuð til þess að hreyfa þær. Á þenna hátt gátu menn framleitt vöruna með margfalt minni kostnaði. Þegar svona var komið, varð honum augljóst að fyrir honum var aðeins um tvent að velja, hætta starfinu eða kaupa þessar nýju vélar, og framleiða með þeim vöruna á sama hátt og keppinautar hans, og eftir nákvæma athugun vel- ur hann síðari kostinn. Það var ekki vegna þess, að honum skylduliði hans væri ekki vel borgið, þó hann hætti fram- leiðslu vörunnar. — Það voru verkamennirnir hans, er höfðu áunnið honum auðsafnið, sem hann bar fyrir brjósti. Fyrst og fremst sá hann enga leið fyrir þá til að geta fengið atvinnu, og svo fann hann líka til á- byrgðar gagnvart þeim. Hon- um fanst að þeir ættu tilkall til njóta verka sinna eins og hann s’jálfur. Hann fór þá að hugsa

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.