Heimskringla


Heimskringla - 08.03.1933, Qupperneq 2

Heimskringla - 08.03.1933, Qupperneq 2
2. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. MARZ 1933 FJÓRTÁNDA ARSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS. Frh. Skýrsla skrlfara: Herra forseti og háttvirti þingheimur: Skýrsla .ritarans verður að þessu sinni orðfá og efnislítil. Forseti hefir þegar skýrt frá flestum þeim málum, er stjómarnefnd félagöins hefir haft til með- ferðar á þessu síðastliðna ári, og er því óþarft að ryfja þau upp að nýju. A árinu hafa 23 nefndarfundir verið haldnir, verða það sem næst tveir til jafnaðar á mánuði hverjum. Orsökin til þessara tíðu fundahalda er sú, að þau mál, sem nefndinni voru falin á síðasta þingi hafa krafist töluverðrar vinnu, þó í litlu sjáist. Fundarsókn hefir verið g6S, þó stundum hafi fundar fyrirvari verið stuttur. Til jafnaðar hafa á fund- um setið sjö nefndarmenn, og hefir fund- artíminn oftast staðið yfir frá nónbili til miðaftans. Fundimir hafa verið haldnir á eftirfylgjandi stöðum: 1 Jóns Bjama- sonar skóla, 16, á heimili Ásm. P. Jó- hanssonar 3, að heimili séra Benj. Krist- jánssonar 1, á heimili séra K. E. Kvar- ans 1, og á skrifstofu Hkr. 2. Bókun fundargerða nefndarhmar hefir skrifari annast og að mestu Jeyti allar bréfaskrlftir fyrir hennar hönd og sím- skeytasendingar. Við byrjun starfsársins sagði einn þeirra starfsmanna, er þingið kaus i stjórnarnefndina síðast, lausu starfinu, hr. ólafur S. Thorgreirsson, fjármálaritari félagsins. Fann nefndin nauðsyn á að fylla það skarð þá strax, og var einkar lánsöm með að fá jafnhæfan mann til þess að gegna því verki og raun hefir á orðið, hra Jónas Þórðarson, er að sér tók fjármálaritarastörf félagsins og leyst hefir þau af hendi með dugnaði og snild. Annar maður hefir og sagt sig úr nefnd- inni, síra Benjamín Kristjánsson, vara- ritari, er héðan flutti alfari siðastliðið eumar, til Islands og var kjörinn, skömmu eftir að þangað kom, sóknarprestur til Saurbæjar og Grundarþinga í Eyjafjarð- arsýslu. Engan valdi nefndin sér í hans stað. Hefir hún því verið fáskipaðri, en venja er til, allan þenna siðasta hluta ársins. Margskonar störf hafa hlaðist á nefnd- ina á þessu ári, er ekki komu til greina eða gjört var ráð fyrir á þinginu.. Mun svo löngum verða, meðan félagsskapur vor er við lýði. Aðstoðar hefir verið leitað um ýms efni, er hafa snert hag einstaklinga hér eða á Islandi, og borg- aralega stöðu vora sem þjóðemiseiningar hér í landi. Þá hafa margvislegar fyrir- spumir verið gjörðar, er nefndin hefir leitast við að svara. Sýnir þetta, meðal annars, hve víðtækt verksvið félagsskap- urinn í raun og vem hefir og hvílík þörf er á þvílikum félagsskap fyrir oss Is- lendinga sem þessum. Látum því verk vor miða til þess að efla hann æ betur og betur eftir þvi sem tímar liða fram. Rögnv. Pétursson. Þá las féhirðir, Ámi Eggertsson, skýrslu yfir fjárhag félagsins, og fjár- málaritari, Jónas Þórðarson, las skýrslu yfir sin störf. Var þessum skýrslum út- býtt prentuðum til þingsins. Ásm. P. Jóhannsson taldi viðeigandi, að þingið viðtæki þegar upplesnar skýrsl- ur, áður lengra væri farið 1 störfum þingsins. Benti á einstök atriði i skýrsl- imum, sem þyrfti lítilsháttar skýringar við, svo ekki yrði um þau misskilningur síðar. Gerði hann grein fyrir þessum at- riðum og bar síðan fram uppástungu um að skýrslumar séu samþyktar af þinginu. Dr. Rögnv. Pétursson kvaðst það eitt hafa að athuga við skýrslu fjármálarit- ara, að ekki væri getið tekjuliðs, i sam- bandi við samkomur Dr. Sigurðar Nor- dal, en aðeins útgjöldin nefnd, er stöfuðu af ferð hans hingað. Eftir þessar at- hugasemdir vom svo skýrsluraar sam- þyktar af þinginu. Þegar hér var komið störfum, vék for- seti hr. J. J. Bildfell sæti, en varaforseti félagsins, séra Ragnar E. Kvaran, gegndi fundarstjóm, það er eftir var fundar. Forseti kvað þá liggja fyrir, að kjósa dagskráraefnd og kjörbréfanefnd. Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu, en G. P. Magnússon studdi, að forseti skipi þrjá menn í hvora þessara nefnda. — Samþykt. 1 dagskrárnefndina skipaðir: Dr. Rögnv. Pétursson, Guðjón Friðriksson, Mrs. Matth. Friðriksson. 1 kjörbréfanefnd: Séra Jónas A. Sigurðsson, Jón Ásgeirsson, G. P. Magnússon. Þá óskaði Dr. Rögnv. Pétursson að hann mætti lesa símskeyti, er honum barst, frá Major W. W. Kennedy, ;K.C., þingmanni frá Winnipeg, útaf fyrirspum er Dr. R. Pétursson hafði sent honum, i sambandi við námssjóð þann, er Kanada- stjóm samþykti að gefa íslenzka ríkinu, til náms og rannsókna ísl. stúdentum og frœðimönnum, við hérlenda háskóla. En sem kunnugt er, er sjóðstofnun þessi til- orðin í sambandi við þúsund ára hátíðina á Islandi, 1930. Ottawa, Ont., Feb. 22, 1933. Care Viking Press, Ltd., Wpg. Rev. Rög^nv. Petursson, Official notification sent today to President and Council of Govemment of Iceland, Reykjavík, re establishment of Icelandic Scholarship. Canadian Gov- emment have decided to establish trust fund twenty five thousand dollars as expression of friendly interest of Can- ada in Celebration in 1930 of Thousandth Anniversary of establishment of Icelandic Parliament. Annual interest on this sum available for scholarships enabling Ice- landic students to complete studies in Canadian universities under such condi- tions as may be agreed upon between Governments of Iceland and Canada. Pending completion of Trust in legal form provision is made in estimates for coming fiscal year of twelve hundred and fifty dollars, being interest at five per- cent on Trust fund. Please wire ack- nowledgement. • (Signed) W. W. Kennedy. Var fréttinni, er skeytið flutti, tekið með fögnuði af þingheimi. — Þá benti Dr. Rögnv. Pétursson á, að vel ætti við að þingið sendi Major W. W. Kennedy, K.C., þakklæti, símleiðis, fyrir starf hans i þágu sjóðsmálsins, og einnig að þingið sendi forsætisráðherra, Hon. R. B. Ben- nett, hamingjuóska skeyti. Urðu um þetta stuttar umræður, unz Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu, er séra Jónas A. Sigurðsson studdi, að þingið sendi for- sætisráðherra Kanada, forsætisráðherra Islands og Mr. W. W. Kennedy kveðju sina. Asm. P. Jóhannsson mælti með til- lögunni og kvað rikari ástæðu nú en nokkum tima fyr, að þingið léti þakk- læti sitt í ljós með hraðkveðjum. Bar þá Dr. Rögvn. Pétursson upp viðaukatil- lögu, sem Ásm. P. Jóhannsson studdi, að dagskrámefnd sé beðin að taka kveðju þingsins upp á dagskrá. Samþykt. Þar sem nú var liðið að hádegi, frest- aði forseti fundi til kl. 2 e. h. Fundur hófst að nýju kl. 2.10 e. h. — Fundargjörð síðasta fundar lesin og sam- þykt. Þá hafði dagskrámefnd lokið störfum, og lagði til, að mál yrðu tekin fyrir í þeirri röð, er hér segir: 1. Þingsetning. 2. Skýrsla forseta og annara emb.m. 3. Kosning kjörbréfanefndar. 4. Kosning dagskrámefndar. 6. Kveðjur. 6. ÍTtbreiðslumál. 7. Fjármál. 8. Fræðslumál. 9. Iþróttamál. 10. Samvinnumál. 11. Crtgáfa Tímaritsins. 12. Sjóðstofnanir. 13. Bókasafnsmál. 14. Kosning embættismanna. 15. Ný mál: (a) Bjargráðamál. (b) Fylkissafnsmál. (c) Minnisvarðamál. G. P. Magnússon gerði tillögu, er Asm. P. Jóhannsson studdi, að álit nefnd- arinnar sé viðtekið. Samþykt. Kjörbréfanefnd lagði þá fram svo hljóð- andi skýrslu: Kjörbréfanefndin hefir fengið skýrslu frá deildinni "Frón”, að 107 meðlimir deildarinnar hafi full þingréttindi. Auk þess bárust nefndinni fulltrúaumboð frá deildunum “Brúin” I Selkirk, Man., og “Fjallkonan” í Wynyard, Sask. Fulltrúi Fjallkonunnar, Mr.s. Matthildur Friðriks- son, með 20 atkvæði. Fulltrúar deildar- innar Brúin í Selkirk, Man., Mrs. Sigur- björg Johnson með 20 atkvæði, Bjami Skagfjörð 20 og séra Jónas A. Si^urðs- son 20 atkvæði, alls 60 atkvæði. Jónas A. Sigurðsson, G. P. Magnússon, Jón Asgeirsson. Þá gat og nefndin þess, að af utan- bæjarmönnum væri staddur á þingi: Sig- urður Antóníusson frá Baldur, Man. Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu um að skýrsla kjörbréfanefndar sé viðtekin og nefndin beðin að starfa áfram, og til- kynni nýja gesti og félaga, er kynnu að sækja þingið frá fjarlægari stöðum. Var tillagan studd af séra Guðm. Áma- syni og samþykt af þinginu. Svohljóðandi skýrsla var lögð fram af deildinni “Brúin” í Selkirk: 30. jan. 1933. Skýrsla deildarinnar Brúin, Deild þessi telur 61 fullorðna meðlimi. Atta starfs og skemtifundir hafa ver- ið haldnir á árinu. Ahugi fyrir fundum hefir ekki verið eins æskilegur og átt hefði að vera. En aftur á móti hefir fólkið sýnt mjög mikinn áhuga fyrir störfum deildarinnar. Um 80 unglingar og böm hafa notið tilsagnar í islenzku siðastliðinn vetur, undir stjóm Mrs. Rakelar Maxon. Þeir tmglingar, sem hún hefir kent, hafa tek- ið ágætum framförum í íslenzku. Mrs. Maxon hefir verið ráðin við sama starf í vetur. Samkvæmt skýrslu féhirðis, þá hafa inntektir og útborganir verið á árinu sem fylgir: Inntektir— 1 sjóði frá fyrra ári ...... $58.33 Fyrir tombólu og dans ....... 76.61 Frá Aðalfélaginu, Wpg........ 50.00 Fyrir samkomu ............... 34.05 Iðgjöld ..................... 45.00 $263.99 Utgjöld— Fyrir bama kenslu ......... $80.00 Til Aðalfélagsins, Wpg...... 34.48 Húslán ..................... 22.00 Kostnaður við dans .......... 5.60 Fyrir æfingar við samkomu.— 10.00 Ymislegt ................. 7.65 $159.73 Allar tekjur ............ $263.99 öll gjöld ............... 159.73 I sjóði 1. janúar 1933 ....$ 104.26 Th. S. Thorsteinson, Ritari. I sambandi við ofanskráða skýrslu gat séra Jónas A. Sigurðsson þess, að 89 böm hefðu notið kenslu í íslenzku á þessu ári, og að níu þeirra ættu aðeins annað foreldri íslenzkt. Þá var lögð fram skýrsla frá deild. “Fjallkonan” í Wynyard, sem fylgir: Wynyard, 18. febr. 1933. Dr. Rögnvaldur Pétursson, Ritari Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi. Kæri Dr. Rögnvaldur: Jafnframt og þjóðræknisdeildin hér, Fjallkonan, sendir Þjóðræknisfélags þing- inu hugheilar óskir, um góða samvinnu, og góðan árangur af starfi sínu, virðist ekki úr leið, að minnast með örfáum orðum starfs deildarinnar á síðasta ári, þó lítið sé. Síðastliðinn vetur gekst deildin fyrir því, að veita bömum tilsögn ( íslenzku á laugardögum. Nokkuð stór hópur bama hagnýtti sér kensluna, fyrst eftir að starfið hófst, en þó virtist áhuginn fremur þverra, þegar á leið. A sumardaginn fyrsta stofnaði deild- in til samkomu. Ungmennin, er notið höfðu tilsagnar 1 íslenzku um veturinn, voru aðal þátttakendur á skemtiskránni, og munu þau hafa verið um 40—50. Fór þar fram upplestur, framsögn, söngur, smáleikur, og fleira, og alt á íslenzku. Var gerður hinn bezti rómur að samkom- unni, og má fullyrða, að í alla staði tókst hún sæmilega. Fúndir hafa verið færri, á árinu en vanalega, enda hefir deildina skort fé til að hafa nokkur stórræði með höndum. Má telja Islendingadags hátíðarhaldið stærsta atburðinn í sögu deildarinnar á árinu. I því sambandi ber deildinni að þakka séra Ragnari E. Kvaran, fyrir þá ágætu aðstoð, er hann veitti okkur til að gera Islendingadaginn sem bezt úr garði. Flutti hann ágætt erindi fyrir minni Is- lands á hátíðinni, og auk þess aðstoðaði hann nefndina á margan hátt, þó sérstak- lega í sambandi við söngæfingar. Enn fremur flutti séra Ragnar E. Kvaran hér fróðlegan og skemtilegan fyrirlestur, undir umsjón deildarinnar, er hann nfendi “Hinar róttækari þjóðmálastefnur”. Var fyrirlesturinn tiltölulega fjölsóttur og gerður að honum hinn bezti rómur. Fyr- ir alt þetta vill deildin þakka séra Ragn- ari, og yfir höfuð fyrir ágæta aðstoð í hvívetna. Enn fremur er deildinni skylt að þakka þeim hjónum, Mr. og Mrs. B. Hjálmar- son, fyrir aðstoð þá, er þau veittu deild- inni í sambandi við Islendingadaginn. Flutti Bjöm þar ágætt erindi, og Mrs. Hjálmarson hafði söngstjóm á hendi, og tókst prýðilega. Nokkuð munu félagar hafa tapað töl- unni á árinu. A fundi er deildin hélt þ. 11. þ.m., sýndi gjaldkeri, að aðeins 20 hefðu borgað gjald sitt árið sem leið. Er það áreiðanlega mest að kenna hinum afar-örðugu timum. Þó mundu fleiri hafa ráð á að leggja til sinn dollar, en gera, ef áhuginn væri nógur. Nokkm fé hefir verið varið til bóka- kaupa og bókbands á árinu. Hefir nú deildin töluvert álitlegt bókasafn, um 700—800 bindf, og hafa félagar aðgang að bókunum ókeypis. Samkomu hélt deildin hér nýlega. Fóru þar fram kappræður meðal fjögra ungra manna. Er það ofurlítið sýnis- hom, að þó dauft sé hér félagslífið, emm við þó ekki aldauða. Með vinsemd og virðingu, Jón Jóhannsson. Næst fylgdi skýrsla deild. “Frón”, Wi"rpeg: Skýrsla deildarinnar “Frón”— Til stjómarnefndar Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi. á þingi 22. febr. 1933, í Winnipeg. Deildin “Frón” hefir haft átta opna fundi á árinu, er flestir hafa verið vel sóttir, og sumir þeirra ágætlega vel sótt- ir. Erindi hafa verið flutt á flestum þessum opnu fundum; hafa þau verið bæði í senn, fræðandi og skemtandi. Þeir sem hafa sýnt deildinni þá góðvild, að flytja erindi á fundum hennar, er séra Rögnv. Pétursson, séra Ragnar E. Kvaran, séra Rúnólfur Marteinsson, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, Dr. M. B. Hall- dórsson, Próf. Jóhann G. Jóhannsson, og Guðm. Eyford. Einnig hefir Mrs. H. Helgason sýnt framúrskarandi vilja og dugnað í því að skemta á fundum með hljóðfæraslætti. Mrs. Hope hefir sungið einsöngva og ýmsir fleiri skemt með upplestmm í bundnu og óbundnu máli. öllu þessu fólki þakkar deildin af heil- um húg. Islenzku kenslu var haldið uppi í fyrra vetur, og nú í vetur starfa tveir kennarar, — þeirra skýrsla fylgir hér með; en efnahagur deildarinnar leyfir það ekki, að fenginn sé þriðji kennarinn. Að lokinni kenslu í vor, mun deildin sjá svo um, að börnunum gefist færi á að koma fram opinberlega og sýna árangur- inn af námi sínu yfir veturinn með því, að ganga undir nokkurs konar próf, og verða verðlaun veitt þeim bömum, sem fram úr skara. Innheimta á gjöldum meðlima hefir gengið fremur treglega, sem við er að búast i þessum atvinnuleysis tímum, en þó er naumast ástæða til að æðrast neitt i því efni. Nokkrir nýir meðlimir hafa bæzt við siðan fyrsta nóvember síðast- liðinn, og stjórnamefndin hefir ástæðu til að gera sér von um að enn fleiri bætist við á árinu. Síðan á síðasta þingi hefir sú breyting á orðið, að deildin hefir tekið við og starfrækir nú bókasafn Þjóðræknisfélags- ins með góðum árangri. Hafa deildinni unnist margir vinir og vildarmenn gegn um bókasafnið, sem er afar vinsælt. Vinsamlegast, Deildin “Frón”, pr. G. P. Magnússon, foresti. Winnipetg, Man., 22. febrúar 1933. Skýrsla umferðakennara þeirra, er Þjóðræknisdeildin Frón í Winnipeg réð til islenzku kenslu barna og unglinga hér í borg, yfir tímabilið frá 1. janúar til 31. marz 1933:— Hér með fylgja nöfn og heimili fðr- eldra og aðstandenda barna þeirra, er notið hafa kenslunnar á þessum vetri. Leggist skýrsla þessi með öðrum starfs- skýrslum Fróns fram fyrir forseta aðal kensla þessi ekki á þessum vetri fyr en félagsins á þessu þingi. Eins og að ofan er getið, byrjaði með janúarbyrjun. Sá deildin sér eng- an veginn fært að reyna til að halda henni uppi nema 3 mánuði í þetta sinn vegna fjárskorts; þótti þó betra, að halda áfram tilraunum þessum, held- ur en að láta þær falla niður með öllu. Samtals em bömin 45. « Sökum þess, hve kensla þessi byrjaði seint í ár, hefir ekkert getað orðið af samkepni bama í framsögn kvæða, eins og venja hefir verið undanfarin ár. Ætti það eigi að leggjast niður í framtíð- inni, enda þótt slík kvæðaframsögrj sé vitanlega eigi mikið próf eða sönnun á kunnáttu bamanna í íslenzku að öðm leyti. Akveðið er, að einhvers konar próf verði haldið við lok kenslutimabilsins I vor. Virðingarfylst, Ragnar Stefánsson. G. E. Eyford. Milliþinganefnd í íþróttamálinu lagði þvínæst fram svohljóðandi skýrslu: Til Þjóðræknisfélags Islendinga í Vest- urheimi. —Skýrsla milliþinganefnd- ar í Iþróttamálinu.— Þessi nefnd hefir séð um hockey-sam- kepni um verðlaunahom Þjóðrækaisfé- lagsins á síðastliðnu ári. Var sú sam- kepni háð dagana 6.—8. marz 1932. Tóku þátt í henni sex hoCkey-flokkar, — frá Selkirk, Gimli, Arborg, Lvmdar, Glen- boro og íþróttafélaginu “Fálkamir”, Winnipeg. Leikamir fóm mjög vel fram og vom allir hlutaðeigendur mjög vel á- nægðir með úrslitin. Leikslok urðu þau, að Glenboro-flokkurinn vann sigur og hefir því haft “homið” síðastliðið ár. Næsta hockey-samkepni verður laugar- daginn 25. febr. næstkomandi, og hafa átta flokkar boðist til þátttöku. Fyrir þessa árlegu hockey-samkepni meðal Is- lendinga hér hefur verið stigið stórt spor í vorum íþróttamálum, sem ungir Islend- ingar í hinum ýmsu bygðum kunna að meta, og hefir oss verið falið að flytja Þjóðræknisfélaginu þakklæti þeirra flokka, er þátt tóku í samkepninni í fyrra, fyrir forgöngu þess og stuðning í íþróttamálum vorum. 22. febr. 1933, Jack Snydal (forseti), Walter Jóhannesson. C. Thorlakson. Séra Guðm. Ámason gat þess, að milliþinganefnd í lesbókarmálinu hefði ekki lokið störfum að fullu. Bað for- seta um frest , svo nefndin fengi ráð á að ganga frá starfi sínu. Var frestur veittur. Lá nú fyrir 6. liður á dagskrá, um kveðjusendingu þingsins. Séra Ragnar E. Kvaran bar fram tillögu, er Asgeir I. Blöndahl studdi, að forseti skipi 3ja manna nefnd, til þess að semja slikar kveðjur. Samþykt. Ctbreiðslumál: Forseti gat þess, að stjómamefndin hefði ekki getað sint því máli mikið á árinu. Taldi þó til þess liggja brýna nauðsyn, því nú hefðu Islendingar meiri þörf á að standa saman, en nokkm sinni fyr. Sagði forseti nú komið að þeim þætti í ísl. félagsmálum hér vestra, að annað hvort yrðu Islendingar að vinna saman um þau, eða félagslíf þeirra liði undir lok. G. P. Magnússon gerði tillögu, er Ari Magnússon studdi, að forseti skipi 5 manna nefnd í málið. Samþykt. Skipaðir í nefndina: Séra Ragnar E. Kvaran. Ásm. P. Jóhannsson. Mrs. Matth. Friðriksson. Séra Jónas A. Sigurðsson. Guðm. Eyford. Baðst séra Ragnar E. Kvaran undan útnefningu og setti forseti í hans stað séra Guðm. Ámason. Fjármál: Séra Ragnar E. Kvaran gerði tillögu, er séra Guðm. Ámason studdi, að for- seti skipi 5 manna fjármálanefnd. — Samþykt. Skipaðir voru: Arni Eggertsson. Ásm. P. Jóhannsson. Bjarni Dalmann. Mrs. Halldóra Gíslasöh. Jón Einarsson. Fræðslumál: Séra Guðm. Ámason gerði tillögu, er Mrs. Byron studdi, að forseti skipi 3ja manna fræðslumálanefnd. Samþykt. I nefndina skipaðir: Séra Guðm. Ámason. Ragnar Stefánsson. Guðm. Eyford. Iþróttamál: Tillaga frá Mrs. Ragnheiði Davíðsson, er Mrs. Byron studdi, að forseti skipi 3ja manna nefnd i málið. Samþykt. I nefndina voru skipuð: Carl Thorlaksson. Jónas Jóhannesson. Mrs. Ragnheiður Davíðsson. Samvinnumál > Séra Guðm. Amason gerði tillögu, er Asgeir I. Blöndahl studdi, að forseti skipi 5 manna nefnd i málið. Samþykt. I nefndina vom skipuð: Séra Ragnar E. Kvaran. Dr. Rögnv. Pétursson. Mrs. Jakob Kristjánsson. Séra Jónas A. Sigurðsson. Stefán Einarsson. Framh. FRÁ ÍSLANDI Eldbjarma sáu menn á Akureyri í fyrra- kvöld á lofti hvað eftir annað, og bar bjarmann frá Akureyri séð yfir Garðsárdalinn. Er sú stefna á Dyngjufjöll. — Bjarma sló upp á loftið hvað eftir ann- að á tímabilinu frá kl. 6 til kl. 10.30. Einn af þeim, sem seinna lengst gaf þessu gætur, var Ól- afur Jónsson framkvæmdastjóri Ræktunarfélagsins. Hann sagði blaðinu í gær, að leiftur þessi hefði hann séð frá kl. 8—9.30 um kvöldið, og stundum með aðeins einnar mínútu millibili. Bjarminn var mismunandi mik- ill. Stundum svo sterkur að ský urð uppljómuð, sem yfir daln- um voru ,en birtu sló í dalinn hlíðanna á milli. Geta menn þess til þar nyrðra, að eldur sé uppi í Dyngjufjöllum. * # # Viðskiftasamningar af hálfu íslands við Breta verða teknir upp á ný á næstu mán- uðum. Var eins og kunnugt er, byrjað á þeim samningaumleit- unum seint í haust, nokkru eft- ir að samningunum við Norð- menn var lokið. En fyr var brezka stjórnin ekki tilbúin að taka upp viðræður um samn- inga, vegna ráðstafana heima- fyrir. Jón Ámason framkvæmda stjóri hefir verið fulltrúi land- búnaðarins við samningaumleit animar í báðum löndunum, enda hefir hann manna mesta reynslu og þekkingu á sölu ís- lenzkra sauðfjárafurða á er- lendum markaði. Má óhætt full- yrða að hann njóti fylsta trausts bænda um land alt, sem talsmað ur þeirra í þessu þýðingarmikla máli, sem afkoma landbúnaðar- ins næstu ár veltur á að veru- legu leyti. Enda sýna norsku samningamir, sem eru íslenzk- um bændum hagstæðari en menn yfirleitt höfðu gert sér vonir um, að reynsla J. Á. og harðfylgi hefir þar komið að góðu haldi. — Með Ottawasamn ingunum í sumar hafa Bretar, eins og kunnugt er, skuldbund- ið sig til þess gagnvart nýlend- um sínum, að takmarka að mun innflutning á kjöti frá löndum utan brezka ríkjasambandsins, með því að nýlendurnar fram- leiða mikið af þessari vöm, og vilja fá markað fyrir hana í heimalandinu. En það tóku hin- ir íslenzku samningamenn fram í vetur eftir heimkomuna, að með mikilli velvild hefði verið tekið í mál þeirra af hinum brezku stjórnarvöldum. Styrkir það og afstöðu fslendinga í þess um samningum, hversu mikið við höfum keypt af brezkum vörum og kaupum enn. Og því viljum við trysta íslendingar, að “verndari smáþjóðanna” muni koma vel fram og drengi- lega í viðskiftum við hið minsta ríki álfuhnar nú, þegar svo mik ið er undir komið af okkar hálfu. — Og athyglisvert er það sem annað í þessum málum, hversu endanlega fer nú, þegar sjálfstæðir viðskiftasamningar við önnur lönd, eru fyrsta sinn upp teknir af hinu unga, full- valda ríki, þegar frændur vorir Norðmenn og hið brezka stór- veldi, hafa unnað oss þess jafn réttis, sem nú reynir út á við í málum, sem varða sjálf lífs- skilyrði þjóðarinnar og tilveru- möguleika. * * * Útflutningur álifandifé (fullorðnu) til Bret- lands hófst að marki 1880 sam- hliða því sem fyrstu kaupfélög- in voru stofnuð. Á árunum 1890 —1900 voru fluttar út til jafn- aðar um 32 þús. fjár árlega. En ný brezk löggjöf tók fyrir þenna innflutning. Hafði áður verið venja að fita féð í Bretlandi áð- ur en því var slátrað, enda lagði það mjög af í gæzlu og rekstri

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.