Heimskringla - 08.03.1933, Page 4

Heimskringla - 08.03.1933, Page 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. MARZ 1933 Ifiehnskrínjjla (StotnuB 18S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Ver5 blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstj&ri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla" is published by and prínted by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 8. MARZ 1933 TÍMARIT ÞjóSræknisfélags fslendinga í Vesturheimi. Enda þótt tímarit þetta sé nú komið í hendur flestra þjóðræknisfélags manna, sem vera munu nú á annað þúsund að tölu, skal hér með fáeinum orðum á það minst. Þetta er 14. árgangur ritsins. Er það eins og endranær prýðilega úr garði gert og ásjálegt. Mega Vestur-Islendingar því vel una, að eina ritið, sem þeir gefa út, skuli að útliti bera af öðrum íslenzk- um tímaritum. Eitthvað er arkafjöldi ritsins minni en vanalega. Eru það einu menjar krepp- unnar sjáanlegar á því, og bera mörg blöð og rit gleggri merki hennar en það. Efnið er þjóðlegt, sem fyr. Helztu ritgerðir eru um Guðmund Kamban, eft- ir dr. Stefán Einarsson; um tölu íslend- inga í Canada, eftir dr. Rögnv. Péturs- son, og um Jón skáld Þorláksson, eftir prófessor Richard Beck. Hafa öll þessi skrif nokkuð til síns ágætis. Greinargerð dr. S. E. á Guðmundi Kamban er bæði læsileg og þörf á höfundi, sem svo niikið ber á og er talað um, út af síðustu bók- um hans, einkum skáldsögunni “Skál- holt.” Guðmundur er að ýmsu leyti svo einkennilegur maður, að vel er vert, að á honum sé athygli vakin. Greinarhöfundurinn minnist á, að Guðmundur sé þeirrar skoðunar, að rita skuli mál, sem það er talað. Með sama merki er Laxnes brendur. En að þar sé um kost að ræða getur verið álita- mál. Ritmál er yfirleitt betra, en talað mál. Það getur varla komið til mála, að alþýða manna á íslandi hafi á tíð Snorra og Ara talað eins og þeir rituðu; né alþýða á Bretlandi eins og Shakes- peare skráði. Bókmál mun oftast taka mæltu máli fram og vera meira að segja nokkur bægisteinn orðskrípa og bögu- mæla, sem í daglegu máli eru tíð. Ritgerð dr. R. P. um tölu íslendinga í Canada, svarar lang-þreyðri spurningu. Mönnum hefir lengi leikið hugur á að að vita ger um tölu íslendinga hér, en það hefir ávalt reynst djúpt á svarinu. Heimildir sínar hefir höfundur grafið upp úr innflytjendaskýrslum landstjórn- ar í Ottawa, og orðið talsvert fyrir að hafa. Með því var áreiðanleg tala inn- flytjenda fengin. En svo var auðvitað eftir að athuga skýrslur, er lutu að fjölgun íslendinga eftir að hingað kom. Hefir höfundur einnig í því efni rann- sakað heimildimar. Fyrir þessa elju er nú svo komið, að í grein þessari eru beztu og einu heimildirnar saman dregn- ar um tölu íslendinga nú í Canada, sem skrifaðar hafa verið. Eykur grein þessi gildi ritsins mikið. Tala innflytjenda telst höfundi alls vera rúmar tuttugu þúsundir. En alla íslendinga telur hann rúmar fjörutíu og sjö þúsundir. í grein þessari er frá þessu skýTt nákvæmlega eða frá ári til árs, auk ótal margs annars fróðlieks um innflutning íslendinga til landsins. Er og skemtilega frá ýmsu sagt í því sam- bandi, sem flestir munu hafa gaman af að lesa, nema ef vera skyldu innflutn- inga agentar. í ritinu er enn fremur stutt grein eftir próf. Halldór Hermannsson um Leif hepna, og saga eftir skáldið J. M. Bjárna- son. Nokkur kvæði eru og í ritinu. Er hlut- ur séra J. A. Sigurðssonar þar drýgstur. Yrkir hann, auk nokkurra kvæða ýmis- legs efnis, eftir Kjartan prófast Helga- son, vel og að verðugu; einnig eru gaml- ar samkvæmisvísur til Stephans G. Stephanssonar, kröftugar og smellnar. Enn fremur eru í ritinu kvæði eftir frú Jakobínu Johnson, Richard Beck og W. H. Paulson. Tvö sönglög eru og í ritinu, eftir Jón tónskáld Friðfinnsson, samin við hin fögru ættjarðarkvæði St. G. St.: “Gamla ísland, ættland mitt” og “Heimhugi.” Ritstjóri ritsins er dr. Rögnv. Péturs- son. Verð ritsins til þeirra, er ekki heyra til Þjóðræknisfélaginu, er $1. Fé- lagsmenn eru þeim það hepnari, að þeir fá það frítt. RÆÐA ROOSEVELTS FORSETA. Ræða sú, er Roosevelt forseti flutti, er hann var settur í forsetastólinn 4. marz, hefir af sumum verið talin ein sú ákveðnasta og skorinorðasta ræða, sem flutt hefir verið við slíka athöfn. Er heldur ekki laust við, að hún sverji sig í ætt Rooseveltanna. Þó það sé ókostur nokkur, að verða að færa lesendum Hkr. hana á öðru máli en því, er hún var flutt á, skal samt reynt að gera hér nokkra grein fyrir efni hennar. En það er á þessa Jeið: “Um leið og vér tökum við forseta- j stöðunni búumst vér við, að samborgar- ar vorir óski þess, að vér gerum hrein- skilnislega og ákveðna grein fyrir skoð- unum vorum á málum þeim, sem nú varða þjóðina mestu. / Hagur þjóðarinnar krefst þess, að sann. leikurinn, allur sannleikurinn, sé hispurs- laust og einarðlega sagður. Við verðum að horfast í augu við erfiðleikana, eins og þeir eru og veigra sér ekkert við því. Með því einu skiljast oss skyldur vorar. Ekki erum vér í efa um það, að Banda- ríkjaþjóðin muni standa af sér storm- inn, sem nú næðir um hana. Oss hefir aldrei dottið í hug að halda áð hún yrði úti, hætti að lifa og dafna. Eitt er það, sem vér álítum öllu öðru skaðlegra. Og það er óttinn við óttann, vanhugsaðan, ástæðulausan, dulklædd- anan ótta, sem menn búast við að sitji um sig og læðist að sér í einni eða ann- ari mynd, en sem mátt dregur úr hverri tilraun til að sigrast á erfiðleikunum. Á skugga-tímabilum þjóðar vorrar, hefir það aldrei brugðist, að þjóðin hafi skilið sinn vitjunartíma og stutt og unn- ið að þeim hugsjónum, sem borið hafa hana til sigurs. Leiðtogar hennar hafa aldrei haft af öðru að segja. Vér vænt- um að þetta eigi enn eftir að rætast. í þeim anda færumst vér, og vonandi þjóðin öll, erfiðleika þá í fang, sem nú 'eru framundan. Erfiðleikarnir eru fólgnir í efnalegu ástandi, í þlí jarðneska aðeins. Ham- ingjunni sé lof fyrir það. Verðmæti eigna hefir fallið svo, að áður eru þess engin dæmi. Skattar hafa hækkað. Möguliekarnir »til að greiða þá háfa þverrað. Stjórnir, smáar og stórar, horf- ast í augu við alvarlegan tekju-missi. Og hver elfur peningaviðviðskiftanna er botnfrosin. Visnuð lauf iðnaðarrekst-, ursins liggja dreifð um foldina. Bænd- ur hafa engan markað fyrir afurðir sín- ar. Og fé, sem þúsundir fjölskylda hafa dregið saman í sveita síns andlitis á mörgum árum, ef til vill allri æfinni, til að hafa fyrir sig að bregða í ellinni, er á svipstundu horfið. Og það, sem ísjárverðast er af öllu, er þó það, að miljónir manna horfast í augu við bjargræðisskort. Og eins marg- ir vinna nú fyrir mjög litlu. Hversu bjartsýnir, sem ýmsir kunna að vera, er heimska að loka augum fyrir þessum átakanlegu staðreyndum. Samt er ástandið ekki ókostum lands eða óblíðu náttúrunar að kenna. Held- ur ekki óviðráðanlegum pestum, svo sem engisprettum eða mýi. Þegar vér berum ástand vort saman við hættur þær, er forfeður vorir áttu við að stríða og sigruðu af því að þeir treystu sjálf- um sér og færðust í fang hverja raun án þess að óttast, höfum við enn fyrir margt að þakka. Náttúran er eins gjöf- ul og fyr, og reynzla mannanna hefir kent þeim að margfalda þær gjafir. — Nægtabrunnurinn er enn við húsvegg- inn þó hraparlega hafi mistekist að nota hann lýðnum í heild sinni til blessunar. Aðallega er þetta ástand því að kenna, að þeir, sem herrar hafa verið fjármála og viðskifta mannkynsins, hafa brugð- ist. Þeir hafa nú, sökum herfilegrar óforsjálni, sérgæðis>háttar og nautsku (stubbornness) orðið að lægja seglin og leggjast í skut (abdicate). Hið samvizku- lausa framferði peninga-valdsins (money exchangers) hefir nú verið dæmt og létt- vægt fundið í rétti almennings álitsins. í huga og hjarta þjóðarinnar hefir því verið hafnað. Við þverrandi lánstrausti, sem fjár- málaherrarnir eiga nú við að glíma, sjá þeir ekkert ráð vænna en að lána meira fé. Og sviftir allri von um gróða, sem þeir hafa til þessa tælt þjóðina með til að fylgrja sér og sinni fölsku handleiðslu, halda þeir nú uppörfunarræður og biðja með tárin í augunum liggur manni við að segja að endurvekja hið fyrra traust, sem til þeirra hafi verið borið. Einu reglurnar sem þeir kunna, eru reglur sjálfelskunnar. Þeir tilheyra kynslóð, sem enga æðri hugsjón á. Þjóð með slíka viðskiftaverði, er dauðadæmd. Peningavaldinu hefir verið hrundið úr hásæti musteris síns í nútíðar-menn- ineru þjóðanna,- Það musteri tilheyrir nú liðna timanum. Hugsum vær til að byagja það aftur upp að nýju, verður bað að vera gert með það í huga, að bióðfélagslegt gildi þess sé annað og meira og göfugra, en peningagræðgin ein. Sæla mannsins er ekki komin undir bvf. hve mikið fé hann hefir handa milli. Hún liggur í gleðinni af því, að finna til þess, að maðurinn hafi verið að breyta rétt og hafi með starfi sínu orðið öðrum til einhverrar blessunar. Um leið og vér viðurkennum, að ein- staklings auðsöfnum sé ekki hinn sanni mælikvarði á farsæld manna, mætti segja, að upphefð og há laun í stöðum þióðfélagsins væru álíka fánýt að því er það snertir, og að matlð á stjórnum ætti í þess stað að fara eftir viðhorfi þeÍKra í þjóðfélagrekstrinum. Eigum vér hér við, að enda verði að binda á það, að stjómir séu ofurseldar nokkru valdi, er í eigin- gjömum tilgangi hefir nokkuð það í frammi, er óheili leiðir af fyrir þjóðfé- lagið, eins og oft á sér stað í banka- rekstri og öðrum viðskiftum. Helgi þessa valds blekkir nú engan orðið. Tilgangur þess ber of glögt á sér merki eigingirn- irnar til þess. Og svo furðar það sig á, að traust þess sé þorrið. En það er ekki einungis þörf á breytt- um hugsunarhætti hjá þjóðinni og leið- togum hennar, ef nokkurra umbóta skal vænta. Það má ekki sitja við orðin tóm. Vén verðum að hefjast handa, og það sem skjótast. Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að ráða fram úr atvinnuleysinu. Það er ekki, þó margt hafi um hið gagnstæða verið sagt, alveg ókleift, ef viturlega og djarflega er að því snúið. Það er fram- kvæmanlegt að nokkru, gangist stjóm vor fyrir því og hafi hún frjálsar hendur til þess, sem hún væntir að sér verði veitt. Vér hugsum oss atvinnuleysið sem óhjákvæmilegt viðfangsefni, er nauðsyn beri að sinna, sem þjóðin ætti í stríði að verjast. Aðeins er munurinn sá, að menn væru kallaðir til að færa sér auð- legð landsins í nyt með framkvæmdum nauðsynlegra verka. Útvegirnir til þessa eru margir. Bæ- irnir eru of þéttskipaðir fólki. Af því stafar atvinnuleysið mest. Atvinnulaus- um lýð bæjanna verður að dreifa út um landið. Og á sama tíma verður sérstak- lega að beita sér fyrir það verkefni, að verð búnaðar-afurða batni, sem aukna kaupgetu hefir í för með sér og eykur um leið sölu iðnaðarvöru bæjanna. Mikil aðstoð í þessu efni er að stjómin taki í sínar hendur jarðir þær, er lán- félög hafa tekið af bændum, eða gangist fyrir að þær verði aftur setnar. Með því að landsstjórnir, fylkja- og sveitastjórnir sameinist um að lækka út- gjöld bænda, er unnið að gengi þessa máls. Einnig er mikil aðstoð í því, að stjórnin taki saman höndum við félög ðll, er bjargráð eru að reyna að veita atvjnnu- lausum. Með samvinnu við öll flutningafélög* má og mikið bæta úr atvinnuleysinu. Ótal opinber störf bíða og aðgerða hing- að og þangað um landið. Samvinna við hlutaðeigandi stjórnir um slík verkefni, bættu drjúgum úr skák. Og loks verður þess að gæta, um leið og fram úr vandamálum þessum verður ráðið, að ekki sæki aftur í sama horf. Strangt eftirlit banka og lánfélaga verð- ur a@ hafa. Það verður enda að binda á trylt fjárhættuspil með annara manna fé. Gjaldmiðill landsins verður að vera tryggur og óyggjandi. Með þessum vopnum hugsum vér oss að herja á erfiðleikana. Sérstakt þing verður kallað saman til þess að hægt verði sem fyrst að hefjast handa og koma áformum vor- um í verk. Samvinnu hvers ríkis og aðstoðar, verður einnig leitað. Með þessa starfskrá í hönd- | um byrjar stjórnin starf sitt. Að ■ hagur landsins verði ekki verri af en áður, er von vor. Utan- ríkismál vor, þó óneitanlega séu mikilvæg, koma þá fyrst til sögunnar, er bráðustu nauð- synjum heima fyrir, hefir sint verið, og lagður hefir verið grundvöllur, að hagkvæmri stefnu og starfi í landsmálum.” f BERJAMÓ Yfir sléttu-auðnir rís Árborg stolt og prúð, engi og lautir anga eins og lyfjabúð. Fugl í Kjarrinu kátt Kveður ljóðin sín Sólin jafnt á sakleysið og syndina skín. Sveitin eins og bljúglynt barn brosi í gegnum tár réttir hljóð til himins hýrar geilsa-brár. Fugl í kjarrinu kátt o. s. f. Þá er ekki amalegt út um völl og skóg, af því allar nunnur eru í berjamó. Fugl í kjarrinu kátt o. s. f. Ein er þó sem af þeim ber æskurjóð og feit; svartur silki-kyrtill sveipar brjóstin heit. Fugl í kjarrinu kátt* o. s. f. Týnir hún þar berin blá bæði sveitt og þyrst; helgi-linið hreina hengir þar á kvist. Fugl í kjarrinu kátt o. s. f. Mærin ugði ekki að sér að þar væri neinn forvitinn í felum fríður yngissveinn. Fugl í kjarrinu kátt o. s. f. Ekki er fyrir afklædd fljóð út í skógi trygt; hjúpurinn á holdið — hefði betur skygt. Fugl í kjarrinu kátt o. s. f. Piltur þar í rósa-runn rór og þögull beið; samt úr fylgsni sínu sá hvað öllu leið. Fugl í kjarrinu kátt o. s. f. Sjálfsagt furðar suma á sálar-rósemd hans sem af sjálfsreynd þekkja • seiðmagn breyskleikans. Fugl í kjarrinu kátt o. s. f. Augu mætast — ekki er nein Abbadís í kring engin ögrun skelfir eða fordæming. Fugl í kjarrinu kátt o. s. f. Óvart snertir hendi hönd hægt og mjúkt og þýtt; umhverfið það andar undarlega hlýtt------. Fugl í kjarrinu kátt o. s. f. Snögt úr læðing losnár þá lífsins insta þrá — hratt í heitum börmum hjörtun ungu slá—. Fugl í kjarrinu kátt o. s. f. Freysta dætra Evu — enn eins og kerlu fyr ávextir —<- sem eru alveg forboðnir. Fugl í kjarrinu kátt o. s. f. Þó um sumt sem aðhafst er ekkert páfinn veit, — ef að ungar nunnur eru í berjaleit. Fug] í Kjarrinu kátt kvakar Ijóðin sín, sólin bæði á sakleysið og syndina — skín. Lúðvik Kristjánsson. I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’« nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. OPIÐ BRÉF TIL SIGURÐAR SKAGFIELD Glenboro, Man., 16. feb. ’33. Þar sem þú ert stöðugt á ferð og flugi og'ekki gott að vita hvar þú ert niðurkominn stundinni lengur, ætla eg að biðja Heimskringlu fyrir þessi fáu orð til þín. Langar mig að þakka þér fyrir bráfið frá Calgary í sum- ar og myndina fallegu, er þú sendir mér nokkru áður, sem var reglulegt “novelty,” og síðast en ekki sízt fyrir komu þína til Glenboro um ár- ið, og sönginn fagra, er þú fluflir okkur, sem enn er okk- ur í fersku minni. Margan góðan gest hefir að garði borið hér, sem góðan og fagran boðskap hefir flutt í ræðu og söng, en þar stendur þú í fremstu röð. Söngurinn þinn, hljómfagur og sterkur, hafði varanleg áhrif á alla hér, og ef þú átt eftir að koma á þessar slóðir, sem eg vona að verði fyr en síðar, þá koma all- ir, sem vetlingi geta valdið. Söngurinn þinn er hrífandi, en það sem líka vakti eftirtekt mína var hið prýðilega val text- anna, er lýsti göfgi í hugsun og heilbrigðum þroska. Eg gleymi aldrei, er þú söngst kvöldljóð- ið “Erla”, eftir Stefán frá Hvítadal, þar sem orðin og söngurinn var hvað öðru fegra. Þar sem siðfáguð göfgi og list fara saman, þar verður lfsta- verkið sem himnesk dís, sem maður beygir sig í lotningu fyrir. Mér hafa borist fréttir um það, að þú gengir sigurbraut hér. Gleður það mig og alla vini þína, og allir íslendingar ættu að gleðjast í hvert sinn, er Islendingur gengur fram til sigurs. Þú átt viljann og vopnið til þess að sigra. Guðborin gáfa er dýrara en gull og gimstein- ar, og sá, sem kann að fara með hana réttilega, er sælli en konungur á valdastóli. Heimurinn er allur á heljar- þröminni efnalega, og andlega ástandið er ekki mikið betra. Kreppan sverfur að hér og mér finst að sama sagan berist úr öllum áttum, óvíst hvar það alt lendir en eitt er víst að menn- irnir með eigingjarnri hugsun sinni hafa slept honum í það öngþveiti sem hann nú er í. Auðurinn — peningarnir hafa verið það sem mennimir hafa tilbiðið — guð þeirra — en hann hefir brugðist þeim, nema örfáum, og þeir fáu eiga kann- ske eftir um sárt að binda. Eitt er það sem getur gert mennina farsæla. Það er hin gullvæga kenning “að leita fyrst Guðs ríkis og hans rétt- lætis. Þegar alt mannkynið lærir þann sannleika að gera aðeins það sem er rétt og satt —beygir sig fryir konungi sann- Ieikans — þá fyrst verða menn- irnir sælir, þá verður gullöld á jarðríki. En þess verður líklega langt að bíða. En þó margt sé að í henni

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.