Heimskringla - 08.03.1933, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.03.1933, Blaðsíða 6
«. 8ÍÐA. HEIMSKRINGLA WTNNIPBG, 8. MARZ 1933 JÓN STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNGSSON. “Væri ekki réttara að hann tæki út sína hegningu hjá þeim, sem hefir vald til að dæma í svona málum.” Cobden hló kulda, kæruleysiS hlátur. “I>á skalt þú líka vera verkfæri guðs,” sagði hann um leið og hann tók ljósmynd upp úr stokknum. “Skoðaðu þessa ljósmynd, Jón. Er þetta ekki elskulegt andlit? !>essi stúlka, sem myndinn er af, var Mirian sem eg, elskaði svo innilega. Hún var í eðli sínu svo hrein- hjörtuð og saklaus. En Southwold _ breytti henni í Magdalen, — í útskafaða stúlku. Og hún dó í daunillum bjálka kofa — úr hungri. Jón! get eg ekki fengið þig til að bera nokk- urn hluta þess haturs er eg ber til South- wolds?” “Það er óttalegt að hugsa til þess, að vísvitandi gera tilraun til, að eyðileggja nokk- urn mann.” “En hann er ekki maður! Hann er dýr. Enginn maður hefði getað gert það, sem hann hefir gert. Og ef þú verður ekki fyrri til, þá hefir hann þig eyðilagðann áður en langt um líður. Verðskuldar hann nokkra meðaumkun? Þú bregst mér ekki, dregur minn.” Jón stóðst ekki áskorun fósturföður síns lengur. “Southwold verðskuldar hegningu og hana grimmilega, og ef eg get orðið valdandi þess, að hann falli þá skal eg verða það”, sagði Jón heiftuglega, og strax er hann hafði slept orð- unum greip Cobden hendi hans í sínar og þrysti innilega. \ “Eg vissi altaf að mér var óhætt að byggja vonir mínar á þér, Jón. Getur þú nú láð mér þó eg bæði þig að treysta ekki Southwold?” “Nei, eg skil það nú og eg er þér þakk- látur fyrir að hafa aðvarað mig,” sagði Jón hugsi. XV11 Kapítuli. Nokkru síðar fór Jón til herbergja sinna. Hann var utan við sig af að hugsa þessa sorg- ar sögu, en ást hans á Oobden óx við að heyra hvað hann saklaus hafði orðið að líða mikið ranglæti af Southwold. Honum fanst það nærri ómögulegt, að maður sá, sem nú skipaði æðsta sess landsins væri sekur um slíkan glæp. En hann trúði sögu fóstra síns alger- lega og var því ekki neinn vafi á að hún væri Bönn. | Hann settist við skriftir nokkra stund áður hann fór í rúmið. Honum gekk ekki vel að sofna því atburðir sögunnar komu sífelt fram í huga hans. Næsta morgun reis hann árla én samt voru þau komin ofan á undan hon- um, Joyce og gamli Cobden, og voru þess al- búin að leggja upp í sína morgungöngu. “Við ætlum að taka okkur göngu túr út í ferska loftið,” sagði Cobden. “Svo ætlar Joyce að vinna með þér í kosninga bardagan- um, og eg að hjálpa til, það sem eg get.” Klukkustundu síðar voru þau öll komin upp í bíl og lögð af stað til Midham. Jón var þar á nokkrum fundum og flutti ræður. Joyce var á þeim fundum með honum, og tók Jón sérstaklega eftir því, hvað hún veitti ræðum hans nána eftirtekt. Þau höfðu þrjú dagverð saman á matsölu húsi þar í litlu þorpi. Eftir miðdaginn átti hann að fara til verkstæðanna og tala þar á fundi er boðað hafði verið til af verkamönnum. “Hvernig líkar þér verkið?” spurði hann Joyce, er þau voru að neyta dagverðar. “Henni gengur ljómandi vel,” sagði gamli Cobden. “Hún talar við kvenfólkið eins og æfður stjórnmálagarpur.” “Já, eftir að eg hefi hlustað á ræður hr. Strands. Eg nota mér ræður hans,” svaraði Joyce. Þegar máltíðinni var lokið, lögðu þau af stað. Cobden uppástóð að Jón sæti í aftara bílsætinu hjá Joyce, þar sem hann sæist betur, en sjálfur sagðist hann sitja hjá ökumanni. Fagnaðar hróp kváðu við úr öllum áttum er þau óku eftir götunni. Var það glögt merki um það, hvað Jón var alþýðlegur. Þau komu til verkstæðanna nokkrar mín- útur á eftir áætlun, Jón lét aka upp að vagni er þar stóð og hann sá að honum var ætlað að standa á meðan hann flytti ræðu sína. Þar var mikill mannfjöldi saman kominn. Honum hnykti við, er hann sá að þarna var annar bíll kominn að vagninum og í honum sat Cora. Hún sá Jón ekki strax, þar er hún var í samræðum við samfylgdar mann sinn, hr. Robert Sylvester. Alt í einu leit hún upp og sá Jón. augu þeirra mættust. Sylvester var kominn með annan fótinn upp á pallinn sem á vagninum var til að standa á, er hann sá Jón sitjandi þar á pallinum. Hann hikaði í fyrstu, en hélt svo áfram og gekk yfir til Jóns og heilsaði honum. Altaf bættist við mannfjöldann og fagnaðar hrópin kváðu við. Jóni fanst sem hann gæti lesið á svip Sylvester: “Hér færð þú ljótu útreiðina, lags- maður. Hvað ert þú að gera hingað.” En í viðtali var hann álúðlegur. “Hér hlýtur að vera um einhvern mis- skilning að ræða. Eg átti ekki von á að þér töluðuð á þessum fundi, hr. Strand,” sagði Sylvester er hann hafði tekið sér sæti við hlið Jóns. “Það hlýitur einnig að verða mín skoðun, að hér sé um misskilning að ræða. Eg átti ekki von á að sjá yður og ungfrú Coru hér í dag. En hvað um það, þér komuð hingað fyr og flytjið því eðlilega yðar ræðu fyr. Eg bíð þolinn móður eftir mínu tækifæri að segja það litla sem eg hefi að segja,” sagði Jón brosandi um leið og hann stóð upp og sté ofann í bílinn aftur og settist hjá Joyce. Cora hafði veitt öllu nákvæmar gætur og einnig því, að Jón fór ofan af vagninum aftur. Hún gaf Sylvester bending að koma og tala við sig. “Þér verðið að gera yðar bezta nú, þar sem andstæðingur yðar er viðstaddur. Þér verðið að sjá svo um, að hvert einasta skeyti yðar hitti marks, það var annars Ijóta tiltæk- ið,. að Jón skyldi koma á þenna fund,” sagði Cora, og var auðséð að henni var mikið niðri fyrir: hún var föl og varir hennar titruðu. Sylvester fullvissaði hana um, að hann mundi gera sitt bezta og lét í veðri vaka að raunin gerði það ekki svo mikið til þó Jón væri þarna. Hann treysti sér til að tala hann niður. Svo fór hann uppá vagninn aftur, en jafn fljótt sem hann byrjaði að tala, hrópaði mannfjöldinn: “Okkiír vantar ekkert að hlusta á þig — það er sama hvort það ert þú eða Southwold — okkur vantar Strand — farið niður.” Hávaðinn varð altaf meiri og meiri. Syl- vester reyndi hvað eftir annað að láta heyra til sín, en árangurslaust. Joyce var farin að takast á loft í sæti sínu af áhuga og ánægju. Andlit hennar var upp- ljómað af brosi. “Er ekki þetta alveg ljóm- andi gott?” sagði hún við Cobden. En Cobden hristi höfuðið og lagði hönd sína á hennar. “Kæra Joyce,” sagði hann, “lærð þú af Coru. Sýndu gleði þína ekki svona Ijóslega. Það er ekki nema eðlilegt að þú sért glöð, en lát ekki aðra sjá, að þú sért það.” Joyce sá að honum var alvara og hún roðnaði ögn í kinnum. En hún skildi þýðingu orða hans og hún varð hugsandi. Enn var Sylvester að reyna að láta heyra til sín, en sökum hávaðans, sem heldur fór vaxandi, heyrðust orð hans naumast út fyrir vagnhliðina. Jón sat í bílnum og var ráðleysislegur á svipinn. Alt í einu stendur hann upp og reisir upp aðra hönd sína. Allra augu störðu nú á hann og hávaðinn smá minkaði unz komin var dauða þögn. “Vinir mínir!” byrjaði hann, og rödd hans var hrein og skýr, “mér líkar að öllum sé gefið tækifæri á að láta í ljós skoðanir sínar, hverjar sem þær eru, en þér eruð ekki að gefa andstæðing mínum tækifæri nú. Eg vil því biðja yður, að gera mér þann sérstaka greiða, að hafa lágt um yður meðan hann flytur sitt mál. Mér fyrir mitt leyti er mjög umhugað um að heyra hvað hann hefir að segja. — Heyra hvaða ástæðu hann flytur fram fyrir því, að hann er hér staddur í dag sem umsækj- andi í Midham, þegar þeirri forvitni minni hefir verið full nægt, mun eg fá tækifæri til að fara um það mál nokkrum orðum. Vinir mínir! Gerið það fyrir mín orð, að gefa þessum manni tækifæri á að gera grein fyrir sjálfum sér hér í dag.” Orð Jóns höfðu tilætluð áhrif og Sylvester brosti til Jóns sem þakklætis vott sinn. “Það var vel gert af hr. Strand, að koma mér þannig til hjálpar og eg er honum þakk- látur fyrir það. Þér þekkið hann öll en eg ér yður ókunnugur.” “Okkur vantar ekki að þekja þig — til hvers hefir þú komið hingað — hver sendi þig — við höfum ekki beðið þig að koma og okkur vantar þig alls ekki”, heyrðist kallað frá mann. þrönginni, og svo byrjaði hávaðinn aftur og hélst þar til Jón stóð á fætur í annað sinn. “Eg er hér kominn til þess, að segja yður ástæðuna fyrir því, að eg sæki um kosningu hér í Midham. f virkilegleika tilheyrum vér hr. Strand einum og sama flokki í stjórnmálum og ef hann hefði efnt þau loforð er hann gaf yður kjósendum sínum fyrir síðustu kosning- ar, og ef hann hefði ekki svikið flokk sinn, þá hefði enginn óskað fremur eftir því, að hann yrði endurkosinn nú, en eg sjálfur. Persónu- lega hefi eg ekkert á móti manninum að segja, en eg hefi skyldu að inna af hendi við minn flokk. Það er sökum þess, að hann hefir svik- ið stjórnina, að þessar kosningar eru nauð- synlegar. Og sökum þeirra sVika hans höfðuð þér verkamenn verið sviftir því, að frumvarp komist gegn um þingið, er mundi hafa bætt hag yðar að stóru leyti. Nú byrjuðu hrópin aftur. Sylvester var kallaður öllum ljótum nöfnum og sagt að hann væri leigu tól Southwolds — hann ynni fyrir auðvaldið og klíkur — hann stígi á háls verka- mannsins hvenær sem hann hefði tækifæri til þess — ef hann ekki hætti þessu bulli, þá yrðu þeir að siga á hann hundunum og hafa hann burt á þann hátt. Og svo fór að Sylvester varð að hætta og stíga niður af vagninum. Hann fór uppí bíl- inn sem Cora sat , og tók sér sæti við hlið hennar. Auðséð var, að þau ætluðu sér að bíða og hlusta á ræðu Jóns. Jón stóð nú upp, og talaði frá bflnum en fór ekki upp á vagninnö Það varð starx þögn er hann stóð á fætur. “Þér hafið nú heyrt gagnsækjanda minn skýra frá þvíí hví hann sækir um kosningu hér í Midham. Hann ber það á mig, að eg hafi svikið flokk minn. Það var til þess, að lýta eftir og vaka yfir yðar hag, að þér senduð mig á þing, og það þykist eg hafa gert. Eg þekki engann annan flokk en kjós- endurnar og þeim einum vinn eg það gagn sem eg get — hefi gert og mun alla jafna gera það. Herra Sylvester gat þess, að í raunveru- leika tilheyrum við einum og sama flokki. Að sumu leyti sagði hann þetta satt, svo var, en er nú ekki lengur. Þér hér í Midham þekkið mig, þér hafið sýnt mér traust yðar og því trausti vil eg ekki bregðast, og aldrei skal vera hægt að segja það um mig, að eg vinni í eigingjörnum tilgangi. Og nú bið eg yður, að senda mig aftur á þing, sem erindsreka yðar, lausann við öll flokksbönd.” Jón hætti að tala og leit í kringum sig. Honum varð litið í áttina til hins bílsins, og sá að Cora var eitthvað að tala við Sylvester og svo ók'þeirra bíll af stað. Cora var nú ekki lengur föl í andlitið, heldur rauð sem eldur. Bíllinn þeirra rann fram hjá þar, sem Jón var. Sylvester kinkaði höfði til Jóns brosandi en Cora starði beint framundan sér og leit hvorki til hægri né vinstri og virtist ekkert taka eftir fagnaðar látunum í kringum sig á allar hliðar. Jón passaði að láta það engin áhrif á sig hafa, að sjá þarna stúlkuna sem hann elskaði. Hann hélt áfram ræðu sinni, útlistaði fyrir kjósendunum hverju hann ætlaði að reyna að koma til leiðar, sem mætti verða til þess, að bæta hag þeirra, ef hann næði kosningu. Hann útskýrði ástæðuna fyrir því, að hann hefði ver- ið móti frumvarpinu, og svo síðast hversvegna hann vildi ekki vera bundinn eða háður nein- um sérstökum stjórnmálaflokk, og hefði því sagt skilið við flokk þann, er hann hefði áður frekar aðhylst. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni, fór gamall hvít-hærður maður, er leit út fyrir að vera verkstjóri þar á verkstæðunum eða eins- konar formaður verkamannanna — upp á vagninn, og kvast gera tillögu um það, að fundurinn væri traustsyfirlýsing á Jóni, var sú tillaga tafarlaust studd og samþykt með öllum atkvæðum og miklu fagnaðar ópi, sem aldrei ætlaði að linna. Nú hafði jón dregið að hún sinn sjálf- stæðisfána. Þarna hafði hann stigið það spor, er mestu réð um framtíð hans.. Hann hafði aldrei fundið til jafn mikils trausts á sjálfum sér sem nú og hann kveið ekkert fyrir framtíð- inni svo lengi sem hann hefði kjark til þess, að breyta samkvæmt því sem sannfæring hans biði honum. Hann settist niður og bíllinn rann af stað. Menn þyrptust að og vildu taka í hönd hans að skilnaði. Bíllinn varð að stanza og gefa mönnum tækifæri til þess. Það leið nokk- ur sund þar til þau komust af stað aftur. Er þau voru komin út úr mannþrönginni, varð Jóni litið til Joyce. Hún hafði verið að stara á hann af mikilli aðdáun og augu hennar voru vot af fagnaðar tárum. “Nú skil eg,’ sagði hún. “Skilur hvað?” spurði gamli Cobden, sem sezt hafði agndofa og horft og hlustað á alt, sem fram fór fram að þessum tíma. “Ó, ýmislegt,” svaraði Joyce. Og Jón velti því fram og aftur í huga sínum við hvað hún ætti með þessum orðum. XVIII. Kapítuli. Næsta dag fluttu blöðin fregnina sem það, að þrír væru í kjöri við kosningarnar í Mid- ham kjördæminu, og einnig það, að hr. Strand hefði gert þá yfirlýsing á fjölmennum fundi að hann sækti sem óháður og hefði ekkert við neinn stjórnmálaflokk að gera. Fóru blöðin um það nokkrum lofsverðum orðum. Þann sama dag var Jón heimsóttur af þingmanni úr öðru fjördæmi, sem hafði talið sig tilheyr- andi sama flokk og Jón. Hann var svo hrifinn af framkomu Jóns, að hann kvaðst hafa komið til að ráðgast um það hvort ekki myndi rétt, að hann einnig segði skilið við flokkinn, og kæmi fram sem óháður. Jón taldi hann á að gera það, og sama gerði hann við tvo aðra er heimsóttu hann í sömu erindagerðum. Jón var glaður yfir því trausti er hann naut hjá fólkinu og jók það kjark hans og krafta í baráttunni. Southwold hafði látið það berast út, að hann mundi tala á fundi í Mid- ham fyrir hönd Sylvesters. Litu menn því þannig á, að hann ætlaði sér að vinna það sæti fyrir sinn flokk, öðrum sætum fremur, ef þess væri kostur. Þetta kvöld hafði hr. Mason boðið Jóni til kvöldverðar, og fór hann nokkrum orðum um þessa fregn við Jón. “Það er engin verri óvinur til, en gamall vinur ef hann snýst á mót manni,” sagði Mason. Hversvegna reynið þér ekki að kom- ast að samningum við hann? Eg er sann- færður um, að hann fengist til að mæta yður, að minsta kosti á miðri leið.” “Eg mun aldrei leita samkomulags við Southwold né starfa undir hans handleiðslu,” sagði Jón kuldalega. “Eg mætti honum í gærdag, og talaði hann mjög hlýlega um yður, þegar hann vissi að við vorum orðnir einskonar félagar. En okkar á milli, þá er eg ekki svo viss um, að honum hafi fallið sérlega vel að heyra það.” Jón var allareiðu byrjaður að starfa sem félagi Masons, en sem von var til, hafði enn ekki getað gefið mikinn tíma til starfsins. En Mason var ánægður með það, sem hann hafðí gert, og vildi nú að Jóni færi strax að njóta ágóðans af fyrirtækinu. “Eg þykist vita, að yður kæmi vel, að fá ögn af peningum til að nota nú í kosninga orustunni. Það kemst enginn gegn um svo- leiðis peningalaust. Ef þér spilið yðar spilum haganlega, þá er eg viss, að það verða margir þingmenn sem fylgja yður, sem leiðtoga á næsta þingi. Eg hefi hugmynd um, að hvor- ugur flokkurinn verði mjög sterkur, svo þér óháðu mennirnir munu verða þeir sem töglin og haglirnar hafið, og getið ráðið málunum.” “Eg er nú ekki ennþá kominn á þing, hr. Mason. Kosningarnar eru enn ekki afstaðnar.” “En þér verið að gá að því, hr. Strand, að ofþreyta yður ekki. Þér eruð svo þreytu- legur nú, og þó er bardaginn rétt að byrja,” sagði Sylvía í aðvörunar róm. “Eg er ekki farinn að finna til þreytu enn- þá,” svaraði Jón og brosti góðlátlega til Sylvíu. “Eftir á að hyggja, ungfrú Cora heimsótti mig í dag,” mælti Sylvía. “Frændi hennar hr. Southwold hafði sagt henni frá félagsskap yðar og föður míns. Hún virtist hrifin af þvf að þið vorum komnir í félag og farnir að starfa saman.” “Það er ánæggjuefni að heyra það. En svo get eg nú ekki talist sá kunningi .Coru, að skoðun hennar og álit á rnínum athöfnum snerti mig að neinu. Hún hefir strikað mig út af kunningjaskránni, fyrir stuttu síðan.” “Hr. Strand! Eg er smeik um, að þér skiljið ekki kvennfólk,” sagði Sylvía brosandi. “Hún sagði mér einnig frá einhverri yndirlegri ungri stúlku, sem væri kominn á heimil yðar og hr. Cobdens. Það er einkennilegt, að þér hafið ekkert minst á hana við mig.” “Eg gat ekki hugsað mér, að þér létuð yður það nokkru máli skifta.” “En mér þætti gaman að kynnast henni.” “Það veit eg að ungfrú Arnold kysi líka. Hún á hér í landi enga kunningja — er öllum ókunn.” “Eg ætla að bjóða henni í miðdagsverð á morgun.” Hr. Mason hafði setið og hlustað á þessa samræðu þeirra Jóns og Sylvíu. Nú bað hann Jón að finna sig inn í lestrarstofuna. Haldið þér, að yður takist að ná kosningu í Midham kjördæminu, hr. Strand?” spurði hann formálalaust er þeir voru sestir. “Það er nú nokkurt efa mál, en eg reyni mitt bezta.” “Það eyðileggur Sylvíu algerlega ef þér tapið. Eg liefi aldrei vitað hana hafa jafn mikin áhuga fyrir nokkrum hlut, sem kosningu yðar.” “Ungfrú Mason hefir aðstoðað mið mikið og vel.” Hr. Mason fór svo að tala um nýtt gróða- fyrirtæki sem hann hefði á prjónunum, og var komið langt fram yfir miðnætti er Jón komst loksins af stað heimleiðis. “Þér eruð framúrskarandi skýr og skarp- ur maður, hr. St/and. Þér eruð iafnvel fram yfir allar vonir er eg hafði gert mér um yður,” sagði hr. Mason að lokum. Það virtist, sem þeir væru vel ánægðir hvor með annan, en samt var það eitthvað undir niðri í huga hr. Masons, sem Jóni fanst hann verða var við, en sem hann gat enga grein gert sér fyrir. Jón fór ekki stystu leið, heim til sín, fann að dálítil göngusprettur gerði sér gott. Hann fór því í kring lengstu leið og kom þeim meg- in að húsi sínu, sem að ánni snéri, eftir stíg þeim er strandgata nefnist og gamli Cobden gekk eftir þeear hann fann Jón fyrir svo mörg- um árum síðan. Hann nam staðar er hann kom að þeim stað er hann hafði legið á þegar Cobden tók hann upp og bar hann heim til sín. Hann stóð kyr um stund og starði á stað- inn, sokkin niður í djúpar hugsanir. Alt í einu rankar hann við sér; hann hafði heyrt eitt- hvert þrusk. Hann leit upp og sá hvar maður kom niður stíginn og slagaði hann sem drukk- inn væri. Hann var rétt kominn til Jóns. \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.