Heimskringla - 12.07.1933, Blaðsíða 8

Heimskringla - 12.07.1933, Blaðsíða 8
S. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JÚL.Í 1933 FJÆR OG NÆR. Sr. Ragnar E. Kvaran messar i Árborg sunnudafginn 16. júlí n. k. Verður það hans síðasta messa þar því út úr því fer hann alfarinn til íslands. * * * Þing hins Sameinaða Kirkjufé- lags var haldið að Riverton dag- ana 3, 9 og 10 júlí. Var það vel sótt, húsfyllir á hverri sam- komu, sem haldin var í sam- bandi við það og á fyrirlestrun- um er þar voru fluttir. Um starf þingsins gefst hér ekki tími til að skrifa enda verður af ritara 'þin^sins gerð grein fyrir þeim i næsta blaði. í þessu blaði er hið ágæta erindi birt, er sr. ítagnar E. Kvaran flutti á kirkjuþinginu. * * * Björn Stefánsson frá Piney, "klan., kom til bæjarins s. 1. föstudag. Hann kom til þess að sitja þing hins Sameniaða kirkjufélags, er haldið var { Riv- erton og var þar þá þrjá daga sem þingið stóð yfir. * * * Mr. og Mrs. Hannes Björns- son frá Mountain, N. Dak. og Helgi sonur þeirra hafa verið í kynnisför um Nýja ísland und- anfarna daga. Þau sátu tvo daga á þingi hins Sameinaða kirkjufélags, er stóð yfir í Riv- erton um það leyti. * * * . Carl F. Friðriksson frá Kanda- har, Sask., kom s. 1. mánudag tii bæjarins sunnan frá Ro- ehester, eftir mánaðar dvöl þar á hælinu. Hann hélt vestur samdægurs. * * * í dómnum um söng þeirra Mrs. B. H. Olson og hr. Sigurðar Skagfields, hefir,Einar P. Jóns- son komist þannig að orði, að raddir þeirra séu blóðríkar. Manni sem fatast svo mjög meðferð sterkra lýsingarorða og gliðnar á svelli íslenzkra hugtaka, væri bezt að skrifa ekki um listir. Hver skilur — nema e. t. v. E. P. J. — að rödd einhvers manns eða konu sé blóðrík? Því ekki að segja sálrík, Einar minn? fslenzkuvinur * * * Til hagyrðinga: Ef þið sjáið séra í>órð, segið honum að tala við Bárð. U S. B. * * * Dr. A. V. Johnson, tannlækn- ir, verður í Riverton þriðjudag- inn 18. júlí. MINNISVARÐAR Setjið stein á leiði ástvinanna. Áður en þér kaupið spyrjist fyrir um verð hjá oss. Vér höfum unnið við steinhögg í 28 ár. Höggvum steina eftir hverskonar uppdrætti sem ósk- að er. Skrifið oss, verðáætlanir kosta yður ekkert. D. LARSEN Ste. 4 Lock Apts. 1603 Logan Ave., Winnipeg 'Scaccccccccccccccccccccccc Falcon Meat MARKET 731 Wellington Ave Phone 29 966 Chris Johnson, Manager J. J. SWANSON & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Flnanclal Agents Sími 94 221 «00 PARIS BLDG. — Wlnnipeg William Bertal Benson frá Kandahar, Sask., lézt s. 1. laug- ardag. Hann var hér eystra í Selkirk, Man., er lát hans var að. Hann var 44 ára. * * * Anna Ólöf Johnson, Lundar, Man., lézt s. 1. laugardag að heimili foreldra sinna Mr. og Mrs. Sveinn Johnson. Anna var 22 ára. * * * Þeir F. V. Friðriksson frá Geysir og Guðmundur Gíslason Winnipeg, starfsmenn Monarch lífsábyrgðarfélagsins komu s. 1. fimtudag til bæjarins úr ferða- lagi norður til Rice Lake. Voru þeir í erindum félags þess er þeir starfa fyrir. Létu þeir hið bezta af ferðinni og kváðust hissa hafa orðið að sjá hve námareksturinn væri í stórum stíl þar nyrðra rekinn. í San Antonio eru t. d. um 200 manns starfandi hjá félagi er San Antonio Gold Mines Ltd., nefn- ist. Rlce Lake er sem kunnugt er austur við Winnipegvatn, um 40 mflur uppi í landi. Sögðu ferðamennirnir að þeir yrðu ekkert hissa á þó að þama risi upp innan skamms eflings námaiðnaður. * * * Laugardaginn, 8. júlí, voru þau George Frederick Garbutt og Olavia Aðalbjörg Anderson, bæði til heimilis í Winnipeg, gefin saman í hjónaband, af sr. Rúnólfi Marteinssyni. Hjóna vígslan fór fram á heimili for- eldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. Carl Anderson, 921 Banning St., að viðstöddum nokkrum hóp skyldmenna og annara vina. Brúðhjónin fara skemtiferð suð- ur um Bandaríki en heimili þeirra verður í Winnipeg. * * * Vér viljum draga athygli ís- lendinga, að hinu mikla “Gleði- móti” sem stendur til á Gimli, næsta sunnudag (16. júlí) mun skemtiskráin eiga að byrja kl. 2 í Gimli Park, og þar flytur erindi, vor góðkunni mælsku- og mentamaður Prófessor Rich- ard Beck frá Grand Forks. Von er ,á að allstór hópur ungra manna frá Selkirk, Win- nipeg og víðar að, taki þátt í “Sports“ þar á staðnum. * * * 3 herbergja íbúð til leigu að 624 Victor St., Win- nipeg. Rafmagnsstó og tal- sími í húsinu. — Sanngjörn leiga. * * * G. T. Spil og Dans. á hverjum þriðjudegi í G. T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. — Þrenn verðlaun fyrir konur og Þrenn fyrir karla, að upphæð $5, $2 $1. * * * Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu Heimskringlu með af- falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaðsins. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Þín ljóð eru iifandi blossar, sem lýsa upp andþoku helsið. Og neistar frá anda þíns afli, er óbundnir vitna um frelsið, Svo þróttmikið, fagurt og fágað í framboði er íslenzka málið. Að hrífandi, magnþrungin munatök, mótast í viðtöku stálið. Sá andi ,sem auðgar og þroskar, hvern aflvana, bælandi huga Og veitir inn frjómagni framtaka, fánýti heimsins að buga. Er starfandi mæringa miðill í mannkynsins ljósvana tjöldum Og máttur þess alveldismáttar, hvar pnanndómur situr að Völdum. Davíð Björnsson “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinum við Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. ÁSTANDIÐ í RÚSSLANDI Complete Safety Lane Goodman ’s Tire & Brake Service Fort and Graham—Phone 92 355 Chris Goodman, prop. REPAIRS TO ALL MAKES Only first class Mechanics employed Amerískir sérfræðingar hafa að undanfömu haft til athugun- ar hver áhrif breytingar þær, sem orðið hafa og eru að verða í atvinnu- og framleiðslulífi rússneskra þjóða, hafa haft og kunna að hafa á aðrar þjóðir, að því er atvinnu, framleiðslu og viðskifti snertir. Eins og horfir a. m. k. eru menn þeirr- ar skoðunar, að vegna hinna stórfeldu iðnaðaráforma, sem rússneskar þjóðir hafa með höndum, muni útflutningur á landbúnaðarafurðum frá Rúss- landi fara heldur minkandi en hitt. Hinsvegar verður eigi séð, samkvæmt þeim gögnum sem eru fyrir hendi, að með hinu nýja fyrirkomulagi í landbún- aðarmálum í rússneskum lönd- um, verði framleitt meira en með gamla fyrirkoulaginu. Þá er þess að gæta, að miklir fólks flutningar hafa átt sér staS ur sveitahéruðunum í borgirnar. Rússneskar iðnaðarstéttir hafa vaxið mjög ört og rússneskir iðnaðarmenn eru nú sex sinnum fleiri en þeir voru, er farið var að framkvæma iðnaðarfram- leiðslu-áformin miklu. Af þessu hefir leitt mjög aukna eftir- spurn eftir matvælum innan- lands og að sama skapi, eftir því sem verksmiðjunum fjölgar, vex eftirspurnin eftir hráefn- um. Enda þótt Rússar flytji enn út mikið af korni eru sumir sérfræðingar þeirra skoðunar, að vegna hinna stórfeldu iðn- aða, sem risið hafa upp í land- inu, fái Rússar markað fyrir mikinn hluta kornframleiðslu sinnar innanlands. Hveitiút- flutningurinn nam 19,725,000 skeppum 1932, en 91,710,000 1931. — Útflutningur frá Rúss- landi 1932 er talinn hafa num- ið $290,400,00, en $417,773,000 1931 og $553,731,000 1930, en innflutningurinn 1932 $359,827,- 000. 1931 $569,093,000 og 1930 $544,295,000. Árið 1932 nam útflutningurinn til Bretlands $69,170,000, Þýzkalands $21,- 318,000, Mongólíu $21,318,000, F'rakklands $14,696,000, Italíu $13,396,000, Persíu $13,065,000, Bandaríkjanna $8,762,000 o. s. frv. Óttinn við samkepni á heimsmörkuðum af Rússa hálfu munhafa haft nokkur áhrif til þess að seinka því, að Banda- ríkjastjórn viðurkendi sovét- stjórnina, en þar sem þessi ótti virðist hafa við minni rök að styðjast en ætlað var og af fleirí ástæðum, eru nú líkur til, að þess verði eigi mjög langt að bíða, að viðurkenning Banda j ríkjastjórnar á sovétstjóminni fáist, og mun af þvn leiða aukin viðskifti milli Rússa og Banda- ríkjamanna. — Vísir. Nýtt fræði- og skemtiblað hóf göngu sína í Rvík nýlega og |ber nafnið Víkingur. Er það prentað í nýrri prentsmiðju, sem er við Túngötu. Efni blaðsins • er gott og fjölbreytt, og munu þó sérstaka athygli vekja síð- ' urnar tvær, sem bera nafnið: I Konan — Himilið — Tízkan. j Eru þar meðal margs annars j birt ákaflega mörg góð og ný ráð handa húsmæðrum. Rit- stjóri blaðsins er Jón Pálsson. * # * Lundúnablað bannfært í Þýzkalandi Lundúna-dagblaðið The Daily Herald tilkynti þ. 7. júní, að þýzka ríkisstjórnin hefði bann- að sölu á blaöinu í Þýzkalandi. ÞJÓÐERNISHREYFINGIN Frh. frá 1. bls. svo væri ekki, þá bæri hún held- ur ekki nafn sitt með réttu. Þeim, sem halda, að Þjóð- ernisstæiing á Fasismanum í ítalíu, eða National- sozialism- anum í Þýzkalandi er rétt að benda á, að hvorki Fasisminn ítalski né National-sozialisminn þýzki er nein útflutningsvara. Hinsvegar á Þjóðemishreyfingin íslenzka að því leyti skylt við báðar hinar erlendu hreyfingar, að hún vex upp úr jarðvegi, þar sem illgresi það, sem Kom- múnismi nefnist, hefir fengið að þróast í friði. Og svo mun ávalt verða, hvar sem er í heim- inum. Sjálfstæðisflokkurinn er á CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimasími 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repa»r Servioe Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires. Batteries, Etc. C O N C E R T SIGURD SKAGFIELD « Win nipegosis FIMTUDAGINN ÞANN 20. JÚLf Kl. 8 e. h. Accompanist: RAGNAR H. RAGNAR “Rödd Sigurðar Skagfields, er stimpluð glæsimensku og hétjubrag.” * Einar Páll Jónsson fyrv. ritstj. Lögbergs. n_ Kennara Vantar fyrir fsland skóla nr. 2105, um átta mánaða tíma. Umsækjendur tilgreini mentastig, æfingu og kaup sem óskað er eftir. Tilboðum veitt móttaka af undirrituðum ti| 24. júlí næstkomandi. BÖÐVAR H. JAKOBSON Box 46 — Arborg, P.O., Manitoba móti öllum ofbeldis- og öfga- j stefnum, hverju nafni, sem þeir I nefnast. — Hann er flokkur lýðræðisins. Með fullkomnu lýðræði og auknu ríkisvaldi, eins og flokkurinn berst fyrir, er auðið að útrýma öllum of- beldisstefnum úr þjóðfélaginu. — Fullokmið lýðræði, fæst með réttlátri stjórnarskrá og réttlát- um kosningum og með ríkislög- reglum er hægt að ráða niður- lögum sérhverrar ofbeldis- stefnu, sem gerir vart við sig í þjóðfélaginu, og veita þegnum landsins þá vemd, sem þeir eiga kröfu til. — En meðan þetta er ekki fáanlegt, er sá fé- lagsskapur ekki óþarfur í land- inu, sem velur sér það hlutverk að veita þegnum landsins þá vernd, sem ríkisvaldið er ó- megnugt að veita þeim, eins og sýnt hefir sig svo átakanlega hér hjá oss í viðureigninni við kommúnistana. — Þá höfuð- féndur í íslenzku þjóðlífi þarf að gera óskaðlega áður en þeim tekst að leiða óhamingju og hörmungar yfir land og þjóð. — Það ætti öllum góðum og sönn- MESSUR OG FUNDIR f kirkju Sainbanilsiiafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegt kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld i hverjum mánuðt. Hjálparnefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld i hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskóiinn: — A hverjur> sunnudegi, ki. 11 f. h. um íslendingum að vera það hugarhaldið, hvaða stjórnmála- flokki þeir svo tilheyra. — Og með þetta markmið fyrir augum, geta Sjálfstæðismenn með góðri samvizku unnað Þjóðernishreyfingunni vaxtar og viðgangs, starfi hún innan vé- banda laganna og reynst ann- að en unggæðingslegt ærzl og gaspur. — ísl. Innköllunarmenn Heimskringlu í CANADA: Arnes................................... F. Finnbogason Amaranth .............................. J. B. Halldórsson Antler....................................Magnús Tait Arborg...................................G. O. Einarsson Baldur................................Sigtr. Sigvaldason Beckville ............................. Björn Þórðarson Belmont ................................... G. J. Oleson Bredenbury................................H. O. Loptsson Brown............................... Thorst. J. Gíslason Calgary.............................. Grímur S. Grímsson Churchbridge...........................Magnús Hinriksson Cypress River.............................Páll Anderson Dafoe, Sask.............................. S. S. Anderson Ebor Station............................. Ásm. Johnson Elfros..............................J. H. Goodmundsson Eriksdale .............................. ólafur Hallsson Foam Lake..................................John Janusson Gimli...................................' K. - Kjemested Geysir..............i..................Tím. Böðvarsson Glenboro.....................................G. J. Oleson Hecla......................... .. .. Jóhann K. Johnson Hnausa............ ........... . Gestur S. Vídal Hove.................................... Andrés Skagfeld Húsavík..............................................John Kernested Innisfail ........................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar .............................. S. S. Anderson Keewatin.................................Sigm. Björnsson Kristnes....................................Rósm. Árnason Langruth, Man........................................ B. Eyjólfsson Leslie..................................Th. Guðmund9son Lundar ................................. Sig. Jónsson Markerville ......................... Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask.............................. Jens Elíasson Oak Point................................Andrés Skagfeld Oakview ............................. Sigurður Sigfússon Otto, Man.................................. Björn Hördal Piney....................................S. S. Anderson Poplar Park..............................Sig. Sigurðsson Red Deer ............................ Hannes J. Húnfjörð Reykjavík................................... Árni Pálsson Riverton .............................. Björn Hjörleifsson Selkirk................................ G. M. Jóhansson Steep Rock ................................ Fred Snædal Stony Hill, Man............................Björn Hördal Swan River..............................Halldór Egilsson Tantallon...............................Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir....................................Aug. Einarsson Vancouver, B. C .......................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis............................ Winnipeg Beach..........................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: Akra ...................................Jón K. Einarsson Bantry................................ E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash....................... j0hn W. Johnson Blaine, Wash............................... K. Goodman Cavalier ............................. Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg................................Hannes Björnsson Garðar..................................S. M. Breiðfjörð Grafton................................Mrs. E. Eastman Hallson................................jón K. Einarsson Ivanhoe...................................G. A. Dalmaún Miltoc....................................F. G. Vatnsdal Minneota..................................C. V. Dalmann Mountain................................Hannes Ðjörnsson Point Roberts...........................Ingvar Goodman Seattle, Waah.........J. J. Middalt 6723—21st Ave. N. W. Svold ............................... Jón K. Einarsson Upham.................................... E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.