Heimskringla - 26.07.1933, Blaðsíða 5

Heimskringla - 26.07.1933, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGLA 5. SIÐA. WINNIPEG, 26. JÚLÍ, 1933 ÆCOooBoooooBOOoeooeecoccc; i í eftirsóknarverðasti i j ÍSRJÓMINN IMelon Dew j Selt eingöngu hjá Crescent t; viSskiftamönnum r Reynið það og sannfærist CRESCENT |j Creamery Co. Ltd. j SÍMI 37 101 | jeoeooooocoooocooooosccccí fyrirhöfn, sem af því stafar að halda uppi kirkjustarfsemi, væri smámunir í samanburði við það gagn, sem af því hlytist að hafa forystumann innan bygð- arinnar í andlegum efnum. I mínum augum er engin vafi á því, að full starfsemi yrði haf- in jafn skjótt og þess væri nokkur kostur sökum fjárhags- legra örðugleika yfirstandandi tíma. Virtist mér því vera tek- ið með fögnuði, að sú bráða- birgðarlausn væri þó fengin á prestsþjónustu, að von væri á að prestur dveldi hjá þeim hálft árið fyrst um sinn. En eins og kunnugt er, þá gerðust þeir atburðir í félagsskap vorum á sumrinu, sem breyttu þeim fyr- irætlunum allmikið. Eins og kunnugt er, tilkynti séra Benjamín Kristjánsson söfnuði sínum í Winnipeg það síðastliðið sumar, að hann hefði afráðið íslandsför þá mjög bráðlega. Þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir safnaðarins og kirkjufélagsstjórnarinnar, þ á varð ekki unt að fá því áformi hans breytt, og leitaði þá safn- aðarnefndin til mín, sem for- seta kirkjufélags vors, að reyna að ráða fram úr því á einhvern hátt, að guðsþjónustur þyrftu ekki að falla niður með haust- inu í þessari stærstu kirkjú vorri. Þeirri málaleitun lauk með því, að eg réðist til Win- nipeg jafnskjótt og eg kæmi að vestan. Hét eg því að þjóna söfnuðinum til aprílloka, en þá hafði eg í hyggju að reyna að einhverju leyti að standa við loforð mín um að sinna Vatna- bygðum frekar. Reyndi eg jafn- framt að halda uppi guðsþjón- ustum í Nýja íslandi eftir því, sem því varð við komið, fram eftir haustinu. Að vísu var það mjög ófullkomin prestsþjón- usta, sem á þann hátt var int af hendi, með því að mér vanst aðeins tími til þess að komast á kirkjustað sunnudagsmorgna, en varð svo jafnskjótt að hraða för minni samdægurs sökum guðsþjónustu að kveldinu í Winnipeg. Og ekki varð þessu ófullkomna starfi haldi,ð við lengur en til nóvemberloka, er veturinn settist að og tepti ferðir allar. Eins og til stóð fór eg svo í apríllok að nýju vestur í Saskatchewan, en dvaldi þar aðeins í einn mán- uð, því að þá kölluðu annir að að nýju í Winnipeg. Eins og sjá má af þessari sögu, þá hefi eg orðið að dreifa verki mínu allmikið á árinu og vafalaust engu af því gert því skil, er æskilegt hefði verið. Aðal viðburðir ársins, hvað starfsemi félags vors áhrærir, eru vitaskuld brottför tveggja ágætra manna vorra — séra Benjamíns Kristjánssonar og séra Friðriks A. Friðrikssonar. Er ekki ofsögum af því sagt, að söfnuðum þeirra hefir orðið mikil eftirsjá að þeim báðum, því að báðir höfðu reynst hinir ágætustu starfsmenn. En vafa- laust hefir það vakið mikinn fögnuð meðal vina þeirra, að söfnuðir á íslandi hafa kvatt þá til starfa þar í landi. Séra Benjamín hefir nú dvalið því nær árlangt heima og lætur hið bezta yfir sér. Er það ber- sýnilegt, að Eyfirðingar hafa ekki hugsað sér að láta hann þjást af aðgerðarleysi, því að í vetur skrifar hann mér, að hann hafi orðið að flyta álíka marga fyrirlestra í bygðinni eins og guðsþjónustur. Tel eg á því engan efa, að hann eigi eftir að geta sér mikinn frama sem fræðimaður og rithöfund- ur, því að til þess hefir hann mikil skilyrði. Flestum er kunnugt um, að séra Friðrik hélt héðan til Kaupmannahafn- ar, þar sem fjölskylda hans beið hans, en í blöðum, er mér bár- ust í gær frá íslandi, er þess getið, að hann hafi komið, á- samt fjölskyldu sinni, til Reykjavíkur 17. fyrra mánað- ar. Mun hann því sennilega nú vera koriiinn í prestakall sitt og tekinn við störfum þar. Sennilega hafa fáir prestar ís- lenzkir hér vestra notið þeirra almennu vinsælda, sem séra Friðrik hefir notið. Hin ljúfa framkoma hans, kennimannleg- ir hæfileikar og skáldæð hans hafa gert hann að hvers manns hugljúfa. Framkoma og rit- smíðar beggja þessara manna hafa bersýnilega vakið athygli á íslandi einnig, því báðir voru þeir kvaddir til starfa af yfir- gnæfandi hluta atkvæða við prestskosningar. Um söfnuð þann, sem séra Friðrik þjónaði vestur á strönd er það að segja, að sú lausn fékst þar um prestsstarf, að séra Albert Kristjánsson tók það á sínar herðar, þótt örðug- leikar séu á, sökum fjarlægðar, að þjóna báðum stöðunum, Blaine og Seattle í senn. Brottför þessara tveggja manna og brottför mín svo að segja að afloknu þessu þingi, veldur því, að aðalviðfangsefni þessa þings hlýtur að vera það. að leita að lausn þess máls, hvernig sjá eigi söfnuðunum fýrir presþjónustu í framtíð- inni. Eg sé ekki ástæðu til að ræða það mál nú við þingsetn- ingu sökum þess, að í erindi því, sem eg flyt hér í kveld, dvel eg við sumar hliðar þess máls, en eg veit hinsvegar, að málið muni athugað frá marg- víslegum hliðum í nefnd, sem eg býst við að þingið kjósi til þess að fjalla um það, og síðar á opnum fundi þingsins. Mér er það mjög ljóst, að sumum virðist í bili, sem málið sé lítt leysanlegt, en eg er þeirrar skoðunar, að oft hafi áður ver- ið að mun dapurlegra útlitið fyrir framtíð frálslyndrar trú- arhreyfingar heldur en er, þrátt fyrir alt, í dag. Og þessi fél- agsskapur hefir í raun og veru lyft mörgum byrðum áður, sem þyngri eru en þessi. Hér er mest um vert að menn séu samhuga og með ákveðinn vilja. Eg vænti þess fullkom- lega, að þing þetta leiði í ljós, að félag vort búi yfir hvort- tveggja í nægum mæli til þess að leysa gátuna. Um fjármál félagsins er það að segja, að gjaldkeri hefir nú allmyndarlegan sjóð fyrir- liggjandi, þótt ekki hafi honum borjst í hendur allar greiðslur, sem hann hafði vænst. Verður það mál að sjálfsögðu athugað í nefnd,, eftir að gjaldkeri hef- ir borið fram skýrslu sína. En þess vil eg geta, að félagið á tvö lán útistandandi. Á síð- asta þingi var frá því skýrt, að stjórnarnefnd hefði þá um árið lánað Gimlisöfnuði 200 dollara til viðgerðar á kirkjunni. Var svo um samið, að söfnuðurinn skyldi greiða 50 dollara á ári, svo að greitt yrði að fullu á fjórum árum, því rentur voru engar teknar. Söfnuðurinn hef- ir staðið í skilum með þetta að svo komnu, svo að lánið nem- ur nú ekki nema 100 dollurum. Hitt lánið, að upphæð 100 doll- arar, var veitt ungmennafélagi Wynyard safnaðar til þess að breyta kjallara kirkjunnar í samkomusal. Þetta fé kemur áreiðanlega líka til baka með skilum, því að eftir breytinguna reyndist salurinn svo vistlegur, Þrjú Kvæði flutt séra Ragnari og frú Þórunni Kvaran í skilnaðarsamsæti í Árborg 16. júlí, 1933. I. Til Séra Ragnars og Frú Kvaran Þér útbýtt hafið auði, Sem ekki er sá hinn dauði, En líf í leik og söng, Það lært og fært í letur, Sem lengst um reynist betur, En ritning helg en—röng. Og það var meginmáttur Og manndóms bragarháttur Og íslenzkt orðaval, Sem minti á kyngimegni Þess manns, sem storm með regni Upp kvað á Kaldadal. Um fleiri og fleiri veldi, Þér farið listaeldi, Til meira’ og stærra sterk, Og andans tign er yfir, Hið innra trú sem lifir, Á andans afreksverk, A mannsins möguleika, Hins máttarlitla, veika, Að rjúfa ’ins ranga vörð, Á minna hinumeginn En mannlífs hjálparveginn Og jöfnuð hér á jörð. Sigurdsson, Thorvaldson Co. Ltd. General Merchants THREE STAR IMPERIAL GASOLI.XE DISTILLATE—MOBILE OILS MARVELUBE and POLARINE RIVERTON ARBORG HNAUSA Phone 1 Phone 1 Phone 51-14 MANITOBA m. TIL SERA RAGNARS OG FRÚ ÞÓRUNNAR Þið bárust sem raddir frá úthafsins óð Og úthafið dró þær til baka. Og þess vegna yrki eg útfarar ljóð Með aðþrengdan huga, og kólnandi glóð, Og örðugra verður að vaka. Lán var það Ragnar, o gmunaði mest Til menningar frjálslyndum anda; Þú barst til þess gæfu, að finna það flest Sem flutti okkur lengst, og dugaði bezt, Og spakastan spásagnar anda. —Ef andans aðalsmerki Er ekki á mannsins verki, Það fellur eða fer. Er maður að því meiri, Sem minna er úr leiri Og meiri andinn er. En mesta vaxtarmerki Á mannsins bezta verki Er sjón í sálargeim; Vor hugur hennar gluggi —Alt hlutrænt bara skuggi Af andans háa heim. Söngur þinn ljóðrænn og listin þín öll Tók landnám á Vesturheims slóðum; Við eygðum þar dali og firði og fjöll Og fossanna gyðjur, og einstaka tröll Sem lifa í íslenzkum ljóðum. Og “leiksviðið” varð eins og lifandi mynd, Sem laukst upp við snertingu þína; Þar skiftust á helstrí§ og hatur og synd Við hreinleik og sakleysi, mannvonskan blind Átti þar söguna sína. Með þeirri þjóð vér fögnum, Sem þessum góðu mögnum, Er lifa um sig lof, Með yður heilsar hlýjast; Til heilla það er nýjast, Við ^kilnað skýjarof. Þér farið hærra og hærra, Því hlutverk altaf stærra Og fjarra finst í geim, Þér tröppu af tröppu stigið —Um tröppu aldrei hnigið— Og hvénær sem presturinn stóð upp í stól Með storminn í leiftrandi augum, Oss fanst að á himninum hækkaði sól, Heiðríka bjartsýnið skuggana fól, Og meira varð tápið í taugum. En svo er nú konan þín kunningi minn Mér kær, að ef hefði eg næði— Sem bergmálar íslenzka átthagann sinn Með iðgræpar hliðar og vorið á kinn, —Hún fengi mitt fegursta kvæði. í himnastiga heim. Gutt. Guttormsson. II. Við Heimför Séra Ragnars E. Kvaran Yfir hafið austan brauztu, Okkur þetta gæfa var; Leifs á storð að koma kaustu, Kærri gest ei hingað bar; Vertu hjá oss hérnamegin, Höfum engan betri þér Okkur til að vísa veginn, Veg til þess sem göfugt er. En eg veit það um þig Ragnar Altaf varstu gestur hér, Af því bónin þessi þagnar, Þetta líka skylda er, Því aö þar sem lækir ljóða Ljúft, og sól um nætur skín, Altaf vefur eyjan góða, Að sér tryggu börnin sín. Þangað sem að fossar falla Fram, og bára strýkur sand, Kallar stöðugt á oss alla Okkar kæra föðurland; Býr þar enn við barning strangan Blessuð smáa þjóðin mín; Óska eg um aldur langan Að hún megi njóta þín. Böðvar H. Jakobson. Eg kveð ykkur, vinir, sem haldið nú heim Að hugðnæmum ættlandsins ströndum. Hve glatt er að stefna að þingvelli þeim Með þroskaðan vilja, úr álfunum tveim, Mót frægðar og framtíðar löndum. G. O. Einarsson. sem ögum um þessi efni er svo mik- il, að hver sunnudagur vetrar- ins er tekinn á kirkjutíma. Oss er mikil ánægja að því, skyni að náð verði til flestra með erindi kirkjunnar. Eftir þeim fréttum að dæma, sem söfnuðinum hafa borist, þá .... , „. hefir mikill fjöldi isiendinga )»'hh>i«a Þmgi Þeasu hef.r víösvegar i bygðum hlýtt á út- Samband kvenfelaganna s,tt ár- varpiff og liaft þess góð MtjlW* >»« úér me8 oss, og ye.t Dylst það engum, að hér er um 1 eg að þingið í heild sinni óskar eitt hið ágætasta tæki til út-j^ allra * ' breiðslu að ræða, sem frekast verður á kosið. Söfnuðurinn Eins og eg gat um í upphafi hefir haft nokkurn kostnað af máls míns, þá eru nú rétt tíu þessu, svo sem vænta mátti, og ár liðin frá því er félag vort með því að til útvarpsins var var stofnað. Eg mun jafnan efnt að mestu fyrir tilmæli minnast þess stofnþings me5 manna úr öðrum bygðum, þá mikilli ánægju. Vér höfðum þá virðist ekki ósanngjarnt, að meða lvor ágætan gest frá ís- kirkjufélagið létti að einhverju landi, prófessor Ágúst Bjarna- leyti undir með kostnaðinn. son, sem flutti hið fyrsta al- Þætti mér mikilsvert ef þingið menna erindi undir umsjá tæki þetta til athugunar, því þingsins. Áhugi manna var mik- mér finst sjálfsagt að um málið ill og vonir bjartar framundan. sé fjallað á þinginu. Raddir Og þótt mönnum virðist nú að eftirspurn varð þegar tölu-1 framkvæmt. Þó er það ekki vepð eftir að fá hann leigðan Er sennilegt að meguið af skuldinni verði endurgreitt á næsta vetri. í sambandi við fjármálin vil eg geta þess með þakklæti, að stjórnarnefndin hefir greitt mér kostnað þann, sem eg hefi haft af ferðum mínum og dvöl minni og fjölskyldu minnar í fjarlæg- um bygðum. Einnig hefir ver- ið greitt, samkvæmt fyrirmæl- um síðasta þings, dálítil þókn- un til séra Guðmundar Árna- sonar fyrir útbreiðslu starf hans. Þó nemur sú þóknun litlu meiru en hans eigin kostn- aði og útgjöldum. Eitt af þeim málum, sem síð- asta þing mælti fyrir um fram- kvæmdir á, hefir ekki verið beinlínis yfirsjón stjórnarnefnd- arinnar, því að þetta voru til- lögur stílaðar sérstaklega til forstöðumanna sunnudagaskól- anna. Ef til vill má segja, að stjórnarnefndin hefði átt að vekja athygli á því, en 'það hefir láðst. En eg vildi mælast til þess að nefnd, sem væntanlega fjallaði um fræðslumál, tæki þetta álit frá fyrra ári til at- hugunar, því að í því eru til- lögur, sem sennilega gætu komið að allmiklu haldi, ef þeim væri framfylgt vel. Eg vil ekki skiljast svo við hin almennu mál félagsins að eg ekki drepi á þá tilraun, sem Sambandssöfnuður í Winnipeg hefir þegar hafið með að nota útvarp við guðsþjónustur í því hafa heyrst um það, að útvarps- notendur víðsvegar myndu fús- ir til þess að leggja fram eitt- hvað fé þessu til stuðnings og þykir mér mjög sennilegt, að þetta sé vel framkvæmanlegt. En mér finst eðlilegt að út- varpsmálið sé falið í hendur stjórnar þessa félags frekar en að ætla Sambandssöfnuði í Win nipeg að hafa á því alla ábyrgð. Það liggur í hlutarins eðh, að þetta er frekar alsherjarmál, heldur en mál eins ákveðins safnaðar, sem { raun og veru nýtur útvarpsins minna heldur en þeir, sem í fjarlægð búa. Geta vil eg þess að lokum um þ$tta mál, að ef kirkjufélagið hefir hug á að sinna því, þá verður að gæta þess að senda umsóknir um útvarpið mjög tímanlega á haustinu eða jafnvel síðari part sumarsins, því að eftirspurn frá kirkjufél- erfiðleikar ýmsir framundan, þá vona eg, að þeir skyggi ekki á þann sannleika, að félagið hef- ir merkilega miklu umþokað á þessum áratug. Kirkjur hafa verið reistar—auk kirkjunnar í Winnipeg, sem reist var skömmu á undan—í Árnesi, Ár- borg, Riverton, Blaine og Seattle. Eg tel þessar tvær síð- ustu með sökum þess, að þótt þær séu ekki beinlínis tilheyr- andi félaginu, þá er þó hreyf- ingin, sem bak við þær stendur, hluti af vorri starfsemi. Þá eru kirkjurnar í Oak Point og Lundar sama sem nýsmíði þessara ára. Margir nýjir söfn- uðir hafa verið settir á fót á þessu tímabili og flestum þeirra hefir farnast vel. Vita- skuld þarf ekki að taka það fram, að þetta er ekki alt verk hlutaðeigandi manna sjálfra Frh. á 8. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.