Heimskringla - 02.08.1933, Síða 1

Heimskringla - 02.08.1933, Síða 1
 XLVII. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 2. ÁGÚST, 1933 NUMBR 44 TAILORS and FURRIER3 MINOR REPAIRS—FREE PHONE 37 061 W. R. Thurber, Mar. DTKRS and CLEANERS LTD. TATLORS and PURRIERS 324 TOVNO ST. COUNTRY ORDERS RECEIVE SPECIAL ATTENTION AT CITY PRICES FRETTIR Sérstök lög er ^ líklegt að Bretar semji er að því lúta að gefa prófessor Albert Einstein full þegnréttindi á Bretlandi. Einstein er nú í Sviss. Vegna Gyðinga-ofsóknanna á Þýzka- landi varð hann að leita sér að griðastað erlendis og hverfa úr Þýzkalandi, sem aðrir Gyð- ingar. En brezkir vísindamenn og vinir Einsteins vilja ekki vita hann útlaga í heiminum. Að gera hann að brezkum þegni er þó sagt ógreitt nema með sérstakri lagasamþykt af brezku stjóminni. Einstein er fæddur í Bavaríu, en mentun sína hlaut hann í Sviss og öðlaðist þar þegnrétt- indi. Síðar, eftir að hann varð háskólakennari í Berlin, varð hann þýzkur þegn. En frá starfi sínu þar hefir hann nú horfið. Rekinn er hann að vísu ekki, heldur er sagt að hann hafi í mótmælaskyni gegn Gyðinga-ofsóknum Hitlers flutt lúr iandi. Á Spáni er verið að smíða 15 herskip fyrir Mexikóríki. Eiga þau að kosta hálfa fimtu milj- ón dollara og vera fullgerð í ágúst, 1934. Landstjóri Canada, Bessbor- ough lávarður, er staddur í Winnipeg í dag. Með honum er lafði Bessborough og sonur þeirra, einkaritari A. E. Las- celies og Duncannon lávarður. Landsstjórinn er á skemtiferð um vesturlandið. Hann fer norður til Sjö Systra fossanna í dag og á morgun ferðast hann um suðurhluta Manitoba. Canada tók nýlega 75 miljón dollara lán á Englandi og 50 miljón dollara lán hjá bönkum þessa lands til þess að greiða j með upphæð af sigurláni Can-' ada sem í gjalddaga fellur um þessar mundir. Sigurlánið er ekki endurnýjað vegna þess að nú er hægt að fá fé lánað með miklu lægri rentu, en greidd var af þeim. Á nýja láninu frá Englandi er 4 prósent renta, en á sigurlánsverðbréfunum voru vextir 5% prósent. Rentan á bankaláninu er 3% prósent. McMillan lávarður frá Eng- landi er á leiðinni til Canada. Er hann formaður nefndar þeirrar er gert var ráð fyrir að kjósa á síðasta þingi í Ot- tawa til að rannsaka banka og fjármálarekstur landsins. Tek- ur nefndin bráðlega til starfa. Aðrir sem skipa hana eru Sir Tbomas White, Mr. Beaudry Leman, Brownlee forsætisráð- herra Albertafylkis og brezkur bankastjóri. Rannsóknin er gert ráð fyrir að verði víðtæk. Verða bæði bankamenn og þeir, sem haldið hafa á móti banka og fjármálafyrirkomulaginu kallaðir fyrir nefndina til að gefa álit sitt. Á næsta þingi fer fram hin vanalega tíu ára yfirskoðun bankalaganna. Er rannsóknin ekki sízt gerð með það fyrir augum, að koma þá að þeim breytingum á bankalög- unum, er 'nauðsynlegar þykja. John J. Connell, herforingi í Bandaríkjahernum, sem stolið var 7. júlí, hefir nú verið leystur úr greipum ræningjanna. Kost- aði það $40,000. Upphaflega kröfðust ræningjamir $250,- 000 fyrir lausn herforingjans, en frá því virðast þeir hafa horfið síðar. FJALLKONA fSLENDINGADAGSINS 1933 FRtr JóRUNN LINDAL Nýr doktor ÍSLENDINGADAGURINN Á GIMLI Svo sem áður hefir verið frá skýrt, er Íslendingadagur Win- nipegmanna haldinn næstkom- andi mánudag, 7. ágúst, í skemtigarði Gimlibæjar. Um það leyti sem menn hafa lesið íslenzku blöðin þessa viku, því það verk á fyrir flestu að sitja að lesa þau, ættu þeir að fara að hugsa fyrir ferðinni, sem skemtunarinnar eiga nokk- urn kost á að njóta. Og sem betur fer eiga flestir, sem á ann- að borð eru að læknisráði ferða- færir þess kost með þeirri að- stoð sem íslendingadagsnefndin veitir til þess. Flestum, sem hátíðina sóttu síðastliðið sumar, kemur saman um að hún hafi ánægjuleg ver- ið. Vegna unaðslegs umhverfis, svo sem sléttra og grænna grasbala, laufi skrydds skógar og spegilfagurs vatnsins fram- undan garðinum ekki all langt í burtu, var þrá Winnipegbúa eftir tilbreytingu í umhverfi fullnægt. En jafnframt og eigi sízt vegna þessa ágætlega valda staðar til að hafa skemtunina, var hægra um hönd með að skemta og gera gesti dagsins að öðru leyti ánægðari en áður á íslendingadagshátíðum. Skemt- unin var svo fjölbreytt. Þar fór margt fram, sem áður hafði ekki tíðkast á íslendingadögum. Og svo voru menn svo frjálsir þarna og lausir við ónæði ann- ara þjóða sambýlinga eftir sælufullan dag fram á svalt og hressandi kveld, svo lengi sem hver entist að vaka. Og við þessháttar þrauk, gefa Win- nipeg-fslendingar engum eftir. Enda hljóta þeir eitthvað af því að hafa lært, að lifa í stórborg. En þarna var ekki aðeins ráð- rúm til þess að hafa skemtun dagsins fjölbreyttari en áður, að því er sjálfa skemtiskrána snerti, heldur var meiri tími til að hittast og tala við kunn- ingja sína. En svo skemtilegt, sem þarna var síðastl. sumar, er þó skemtiskráin ennþá fjölbreytt- ari nú. Nú er margt á henni að líta og heyra, sem ekki var þar síðastliðið ár. Nennum vér það alt ekki hér upp að telja, en nefna má að þarna koma fram í hópi landnemar, sem 50 ár eða meira hafa í þessu landi verið, “gull afmælisbörn” okkar, eins og vér hyggjum nefndina nefna það á dag- skránni. Mætti það til nokk- urs góðs verða, að kynnast þama íslendingum, sem hingað komu í hópunum milli 1872 og 1883; verður þar eflaust ein- hver úr hverjum vesturfarar- hrópi. Með þessum mönnum verður og að sjálfsögðu sá, er fyrstur allra íslenzkra innflytj- enda kom hingað, eða árið 1870, ef rétt er með farið í landnáms- sögu okkar, en það er Kapteinn Sigtryggur Jónasson, og sem með réttu má því “foringja” okkar kalla, sem fluzt höfum vestur. Fyrir fróðleiksfúsan mann og þann sem kærar eru minningar landa sinna hér að fornu, gæti ferðin á íslendingadaginn því vel borgað sig. Bæði ræður og söngvar er þarna verða fluttar, heyrast um allan skemtigarðinn með gjall- arhorni því, er blaðið Winni- peg Tribune hefir sýnt nefnd- inni og íslendingum yfirleitt þá velvild að kosta sjálft til að hafa á íslendingadaginn. Það er eitt með stærstu umbótum dagsins að geta notið þannig til fullnustu ræðanna, án þess að þurfa að þjappa sér saman tii þess eða standa í sömu spor- um meðan á þeim austri, nei, góðskemtun vildum vér sagt hafa, stendur. íslendingadaginn þarna í fyrra bar upp á sama dag og Hnausa-manna. Nú er betur fyrir því séð. Má því ætla, að þessi dagur verði ennþá fjöl- sóttari en þá. Virðist mega vænta þarna eins hins fjölmenn- asta íslendingadags, sem hér hefir verið haldinn. Fréttir úr ýmsum bygðum bera með sér, að þar verða gestir víða að- komnir. Að öðru leyti skal vísað til skemtiskrár hátíðarinnar. Að minna menn á hana og það sem getiö hefir verið áður um, ætti að nægja til þess, að hver sem vetlingi veldur, reyni að sækja þessa íslenzku almennu hátíð. Yfir júnímánuð hafa iðnaðar- stofnanir í Canada bætt við sig vinnufólki, svo að munar 35,- 389 manns. Þykir þetta með öðru órækt merki þess, að tímar séu að breytast til batn- aðar. Taugaveikluð verða mörg börn í uppvextinum, segir þýzk- ur sálfræðingur, vegna þess hve ósamlyndi foreldranna hefir ill áhrif á þau. Þann 28. dag júnímánaðar voru Versalafriðarsamningarn- ir undirskrifaðir. Samkvæmt fyrirskipun Hitlcrstjórnarinnar var hvarvetna um Þýzkaland flaggað í hálfa stöng á opinber- um byggingum, skólum o. s. frv. og einstaklingarnir hvattir til að gera slíkt hið sama, til þess að þjóðin gleymi ekki af- leiðingum friðarsamninganna, en keppi að því marki, að þeir verði endurskoðaðir. Einnig voru haldnir fundir í þorpum og borgum um gervalt landið, til þess að hvetja menn til bar- áttu gegn Versalasamningun- ■ um, og voru allir, sem náð höfðu 10 ára aldri skyldaðir til þess að taka þátt í fundunum. Þorkell Jóhannesson magister varði í gær doktorsritgerð við heimspekisdeild Hafnarskóla, og fjallar hún um kjör frjálsra verkamanna á Islandi fram að miðri 16. öld. í frétt frá sendi- herra Dana hér segir að blað- ið “Berlingske Tidende” hafi átt tal við Þorkell um doktorspróf hans og hafi hann sagt svo frá efni doktorsritgerðarínnar í stuttu máli: Ritgerðin lýsir því að í fomöld var á Islandi sér- stök stétt frjálsra verkamanna, jafnframt þrælasölunni. Ekki voru þá greidd daglaun en fólk var ráðið í vist eitt misseri eða ár í senn hjá bændum, og fékk kaup sitt goidið í fríðu. Þessir frjálsu menn fylgdu höfðingj- um til víga.—Mbl. Um komu séra B. B. Jónsson heim farast Morgunblaðinu orð á þessa leið 30. júní: Séra Björn B. Jónsson, prest- ur Fyrsta Lúterska safnað- ar í Wlnnipeg, og frú hans, komu hingað um síðustu helgi. Kornungur fluttist hann vestur um haf, og hefir aldrei komið hingað síðan, fyr en nú. Um síðustu helgi átti hann 40 ára prestskaparafmæli. Hann hefir verið prestur sama safnaðar síð- an 1914, kom þangað sem eftir- ;maður séra Jóns Bjarnasonar. Hann er meðal kunnustu og merkustu íslendinga vestan hafs. Þau hjónin fara héðan norður í land um miðjan júlí. 1 dvergrílsinu Andorra í Pyr- eneafjöllum var gerð uppreisn í vor. Uppreisnarmenn komu á almennum kosningarétti og ráku burt nokkra illa þokkaða embættismenn. — Síðan hefir verið ákveðið að setja upp spilahús í líkingu við Monte Carlo. Félag fær leyfi til að reka það, en á að greiða drjúg- um fyrir leyfið, og jafnframt bæta vegina um ríkið, svo skemtiferðafólk fái greiðan að- gang að landinu. Á SKOTSPÓNUM II. Smápistlar, æfintýri og sögu- brot eftir Aðalstein Kristjáns- son, Winnipeg, The Viking Press, Ltd., 1933. 840 pp. 172 $1.00. Bók þessi er nýkomin út, og er til sölu hjá höfundinum, hjá íslenzku bóksölunum, hjá hr. Friðrik Kristjánssyni, 205 Ethel- bert St., Winnipeg, og á af- greiðslustofu Heimskrínglu. Bókin er einkar vönduð að frá- gangi, á þykkum ágætum bóka- pappír í litaðri tvíþykkri kápu og hin smekklegasta að öllu leyti. Eins og nafn og fyrirsögn benda til, er efnið margbrotið og af ýmsu tagi. Ritar höf- undurinn mjög í líkingu við ameriska “Essaýista” tekur fyr- ir ýmiskonar efni sem þrengja sér inn í hinn daglega hugsana- heim alþýðumanna hér í álfu og ræðir þau frá ýmsum hlið- um. Ber meðferð hans á þeim málum vott um að hann hefir ferðast víða um álfuna og lesið mikið af því sem ritað hefir verið í hin útbreiddari tímarit þessa lands. Svo mjög kennir kunnleika hans á þeim efnum, að á stökum stöðum virðist hann eigi athuga að íslenzkir lesendur yfirleitt kunni að vera þessu ókunnugri en hann, og ætlar þeim því fuil mikið að fylgjast með er vikið er að skoðunum þessara manna. Þó kemur þetta ekki að sök því að efninu er þá vikið oftast á fleirum stöðum. Bókin er flokkuð í tólf liði er höfundur nefnir svo: Á auðstöðum eg átti dvöl. Býður nokkur betur? Bóndinn í skýjunum. Kveldstund hjá menska spek- ingnum frá Jötunheimum. Stjórnvitringum tilheyrandi. Júnídagur við Bjarnarvatn. Byggingalist og húsabygging- ar. Bréf til Guðmundar Friðjóns- sonar. Stjaman mín. Þökk fyrir handtakið Þorska- bítur. Pípureykur á skipsfjöl. Úrtýningur, bréf frá ýmsum til ýmsra, kvæðabrot, o. fl. Höfundurinn er á ýmsum stöðum all fyndinn og kemst hnyttilega að orði, temur hann sér sem alþýðlegast orðfæri og stíl er gefur bókinni að sumu leyti sérkennilegan blæ. Þá bregður hann fyrir sig orðaleik eins og t.d. í fyrirsögninni: “Staddur upp í fjalli—heiðarleg endurminning,” og er sumstað- ar tvíræður í tali. í síðasta kaflanum kennir margra grasa. Þar eru bréf kaflar frá Stepháni G. Stepháns- syni, J. Magnúsi Bjarnasyni, Þorbirni Bjamarsyni (Þorska- bít), Sig. Kr. Péturssyni, Steini H. Dofra og Þorst. Þ. Þorsteins- syni (gamanbréf í ljóðum). Munu flestum lesendum verða hugstæð bréf Stephans, kennir þar sama handbragðsins og menn áttu að venjast á öllu er frá honum kom í ritum og ljóðum. Eru þeir, hann og bókarhöfundur, að ræða um hina svonefndu tilrýmkvunar- stefnu í kirkjumálum. Hafði höf. sent honum rit eftir Dr. James L. Gordon er veirið hafði prestur við Congregational kirkjuna í Winnipeg, og getið sér orðstír sem frjálshyggju- maður. Bendir Stephan á veil- urnar í þeirri stefnu Dr. Gor- don’s og millibiis frjálslyndisins er eigi treystir sér til annara eða meiri umbóta, en þeirra, “að leggja nýja bót á gamait fat,” halda fast við hinn forna orða- samsetning, en þykjast lesa út úr honum nýstárlegar hug- myndir og fræði. Farast honum orð um þetta á þessa leið: “Eg las bókina mest alla, en hafði ómögulega eirð til að lesa hana á enda. . . . Fyrir tutt- ugu árum hefir maður sjálfur ösláð gegnum þenna vísinda- lega moðreyk, og lítið ijós í honum séð. Sem sé, maður missir lystina á að lesa eður heyra í marghundraðasta skifti sannanir, sem aldrei orkuðu að sannfæra mann, af því maður getur ekki betur séð, en þó að mannleg þekking eigi að sýnast að vera undirlögin, þá séu það samt óliklegri ályktanirnar, sem alltaf sé seilst til, að smella ofan á, þegar farið er út í h*ð óreynda í svona ritum. Svona hugsanagangur er eiginlega ekki annað en rökleiðsla í skjóli heimskunnar, trúleiki cinhvers gerður líklegur með óvissunni, því að hann hefir aðeins hugsanleg líkindi en ekki fullnaðar reynd á móti sér, sem alveg setja getgátunum stólinn í dyrnar. Eg get ekki að því gert, að á svona vörnum er eg hálf þreyttur, . . . finnast þær hvorki spakvitrar né hug- mynda hvass-skygni . . . Það er rétt og skarpt athngað hjá þér að þessir “linbökuðu” guð- fræðingar nota biblíuna eins og skáldin þjóðsögur, sér til yrkis- efnis og upp á sitt mál snúna, oft þvert ofan í réttah einfald- an skilning á henni. Véfengja samsöglina, eins og rétt er, en þykjast finna svo dæmalausa göfugleika andagift, jafnvel í hrottalegum hindurvitnum, og trúarsannindi og siðfræði, sem höfundum og handriturum kom aldrei í hjartans hug. . . . Skáldin villa engum sýn. Þau fara ekki með annað en sína eigin list í meðferð. Prest- arnir svíkja lit á sér, þykjast fara með fræði, þegar þeir eru að afsaka biblíuvitleysur með því að þvinga inn í þær sína “symbólík.” Með þessu stend- ur margt í biblíunni, fegurri bókmentum í lognu ljósi. Þarna er veilan.” Sitt af hverju í riti þessu, er athyglisvert og má bókin heita afar ódýr á einn dollar. —R. P. Sendiherra Afghanistan í Berlin, Muhamed Asis Khan, bróðir Nadir Khans konungs í Afghanistan, var nýlega myrt- ur. Morðinginn er afghanskur stúdent, Kemal Said að nafni. IStundaði hann nám við tech- niska háskólann í Charlotten- burg og hafði til þess ríkisstyrk frá Nadir Khan. Hann kveðst hafa myrt sendiherran í hefnd- arskyni fyrir það, að hann hafi svikið föðurland sitt í greipar Englendinga. Fyrirhugað Atlantsha/sflug 1 dönskum blöðum er frá því sagt, að Rússastjórn hugsi sér að senda einar þrjár flugvélar v estur um haf á þessu sumri. Loftfarinn ítalski, Nobile, sé í Moskva nú til að undirbúa flugið. Flogið vefði um tsland og Grænland. Hveitiframleiðslan á ítalíu Rómaborg í júní. Samkvæmt skýrslum, sem ný- lega hafa verið birtar, eru allar líkur til, að frá og með þessu ári geti ítalir framleitt alt það hveiti, sem notað er í landinu. ítalir þurfa 80 miljónir vætta (quintals) á ári. í fyrra nam framleiðsla þeirra 66,620,00 vættum.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.