Heimskringla - 02.08.1933, Síða 6

Heimskringla - 02.08.1933, Síða 6
I. SlÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 2. ÁCKJST, 1933 RobinHood FlyÓXJR. ÓDÝRASTA MJÖLIÐ VEGNA ÞESS AÐ ÚR ÞVf FÆST MEIRA BRAUÐ JON STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af C. P. MAGNÚSSON. “En það verður að vera sem æfintýri þar t^jl eg hefi fengið svo vel launaða stöðu að ejg geti séð fyrir prinsessunni minni. Ekki að efe geti gtífið henni þær allsnægtir, sem hún er vpn að hafa, heldur skapað henni lífsnauð- s^njar.” ' j “Mig vantar einungis ást og einlægni.” “Ást mína af einlægu hjarta hefir þú nú, en þú verður að vera í þeim kringumstæðum að sjálfsvirðing þín bíði ekki tjón,—það má ekki vera hægt að benda á þig klædda í tötra og að þú líðir skort á lífsnauðsynjum— Sylvia, þér er sama þó þú bíðir ögn eftir mér. Við erum bæði ung ennþá og eg skal vinna hart og reyna að komast áfram,” sagði Philip í angurbh'ðum róm. “Eg skal bíða, elsku vinur minn, en vertu bara ekki of lengi að safna þér fjár. Prinsess- an þín er hamingjusöm. Hún veit að hún er elskuð af manni sem hún sjálf elskar.—Hún veit að sú ást er til hennar sjálfrar en ekki til þess, sem hún á í vændum að eignast af jarðneskum auð. Þessi vissa hefir létt þunga af hjarta hennar.” “Eg hata peninga þína, Sylvia. Eg óska að þú værir eins fátæk og eg er,” sagði Phil- ip ákveðinn. “Elsku prinses.<an mín, eg kem til þín einhvern fagran dag eins og sagt var í æfintýrinu, sem eg sagði þér.” “Hvað áttu við?” • “Eg finn, að eg hefi engann rétt til að biðja þig að verða konan mín fyr, en segir í íbfintýrinu.” “En þú hefir nú þegar gert það,” sagði hún sigri hrósandi. “Og það er um seinan f.yrir þig, að draga þig til baka.’’ ; , “Við megum ekki enn opinbera neitt. All- iF vita að eg á ekkert og það verður sagt að ég hafi trúlofast peningum föður yðar,” sagði hann vandræðalegur. “Áttu við að þú megir ekki svo mikið sem ky&-a mig þar til að—” ’ “Eg þori það ekki—þá brysti mig mátt til áð bíða þar til eg hefi unnið fyrir lífsskil- yrðum fyrir þig—lífsskilyrði, sem væru prins- essunni minni við hæfi. Þá myndi mig vanta giftast þér strax.” “Svo mikið betra. Eg er reiðubúin að giftast þér strax á morgun, Philip.” “Hvað myndi faðir þinn þá segja?” “Eg myndi ekkert biðja um hans sam- þykki. — Mér er sama um hvað hann segði, hugsaði, eða gerði.” Er hún var að sleppa síðasta orðinu, sá hún hvar faðir hennar var á leið til þeirra. “Hér kemur þá faðir minn, og mér sýn- ist hann muni ekki vera í sérlega góðu skapi. Nú skal eg segja alt, sem segja þarf, Philip. — Já, þú mátt reiða þig á, að eg kaila þig það,” sagði hún svo og setti á sig fyrirlitningar- svip. Hún talaði svo hátt að hún væri viss um að faðir hennar heyrði það. Mason færði stól að borðinu sem þau sátu við og settist niður. “Ungi maður, þú getur farið. Skilurðu hvað eg sagði. Farið rak- leiðis út,” bætti hann svo við óþolinmóðlegur er hann sá að Philip gerði sig ekkert lík- legan að standa upp. “Philip verður kyr hér hjá mér. Eg hlusta ekki á nein þau leyndarmál frá þér, sem hann ekki má heyra. Ef það er nauðsyn- legt að eitthvert okkar fari út, þá veit eg að þú munir finna dyrnar, sem þú komst inn am." Sylvia gerði sig svo einbeitta á svip- inn sem hún gat. “Philip! Hvað annars meinar þetta?” spurði Mason, og var nú að reyna að vera þlíðari rómnum. “Það meinar það, að dóttur yðar hefir lofast til að verða konan mín og eg hefi lofast til að verða eiginmaður hennar og að "við ætlum að gifta okkur svo fljótt sem kringumstæður leyfa,” svaraði Philip í þeim róm, að álíta mætti að hann væri að stæla Mason. “Hvernig hefir þú hugsað þér að sjá fyrir henni? f hvað ætlið þér að klæðast?” spurði Mason, hæðnislegur á svipinn. i “Á heiðarlegri vinnu. Við höfum talað um þetta allt saman. — Sylvia er viljug að bíða.” “Vitleysa. — Svona, farðu nú burt. Eg þarf að tala við dóttir mína.” “Þú verður kyr, Philip, þar til eg er reiðubúin að koma með þér,” sagði Sylvia í skipandi róm. Philip sat kyr. “Gott og vel. Nú, nú, Sylvia. Eg hefi haft mikið fyrir að finna þig. Eg hefi haft stórt lið af njósnurum að leita að þér í allan dag. Segðu mér hvar kisturnar þínar eru, og skal eg láta sækja þær strax. Þetta er heimska, sem þú verður að hætta við.” “Eg meinti hvert einasta orð af því sem eg skrifaði þér. Eg kem ekki til þín fyr en þú hefir hreinsað nafn Jóns Strand af þeim óþverra, sem þú í félagi við Southwold, hefir sett á það. — Eg vona þú skiljir mig.” “En sá maður þýðir ekkert til þín.” “Hann er vinur minn og það var faðir minn sem eyðilagði framtíð hans. Hefir það enga þýðingu fyrifSJThig?” “Þú talar eins og meðaumkunarfullur fá- bjáni, Sylvia. — Eg held við gerðum réttast að fara baka til New York.” “Eg verð hér í London,” svaraði hún. “Ef þú gerir það, þá skalt þú ekki hafa einn eyrir af mínum peningum,” sagði hann með reiðisvip og varir hans voru farnar að titra af geðshræring. “Eg ætla mér ekki að þiggja neitt frá þér, hvorki peninga né annað, fyr en þú hefir gert eins og eg hefi beðið þig viðvíkjandi Strand.” Mason stóð alvog undrandi, svo rak hann upp kæruleysis fyrirlitningar-hlátur. “Það verður ekki langt að bíða þess, að þú verðir búin að fá þig fullsadda af fátækt- inni. En þú skalt athuga það, stúlka mín, að þegar sá tími kemur, að þig vantar að koma baka til mín, þá er ekkert víst að það standi upp á mitt geð að veita þér móttöku.” “Eg er of h'k móður minni sálugu til þess, að hótanir hafi minstu áhrif á mig. Það var reynt við hana og dugði ekki,” sagði Syl- via, og nú var það hún, sem sýndi á sér fyrirlitningarsvip. Mason fann að hér var ekki eins auðvelt aðgöngu og hann hafði búist við í fyrstu. Sú tilfinning gerði hann ennþá áfjáðari í framkomu sinni. “Sýnir þú á þennan hátt þakklæti þitt til mín fyrir allt sem eg hefi fyrir þig gert? Alla æfi þína hefir þú ekki þurft annað en láta í ljós vilja þinn og þú hefir fengið allt sem þig hefir vantað og þú óskað eftir. — Og þetta eru svo launin. Mig vantar að þú skiljir það, að ef þú kemur ekki með mér nú, þá vil eg ekkert hafa með þig að gera síðar.” “Gott og vel, faðir minn, eg veit að þu gferir aðeins það, sem þér er fyrir beztu. Það er sannleiki, að þú hefir verið góður við mig, og eg er þér ekki óþakklát fyrir það, en mér hafði aldrei komið til hugar að fað- ir minn gerði sig sekann í svívirðulegu at- hæfi gegn saklausum manni — yrði sekur um glæp. Já, glæpur er það, að taka fyrir saklausann mann, og vísvitandi ganga í fél- ag við annan mann, til að eyðileggja fram- tíð hans og líf. Eg elska þig, faðir minn, þrátt íyrir það, sem þú hefir gert. — Eg get ekki hjálpað því — þú ert þó faðir minn. En eg get heldur ekki hjálpað því, að eg skamm- ast mín fyrir þig.” Rödd hennar varð ögn blíðari, er hún hélt áfram. “Eg veit að þú gerir það sem þú getur til þess að bæta fyrir yfirsjón þína. Þú ert nógu skynsamur til að finna upp einhver ráð að mæta Southwold þegar þú hefir sýknað Strand af ákærum þeim, sem á honum hvíla fyrir þínar gjörðir, þá kem eg glöð heim með þér, en ekki fyr.” “Eg get ekkert að gert. Fyrsta skifti á æfi minni spilaði eg spilum mínum illa. Southwold hefir það bezta af mér af því að eg misreiknaði hugarfar Mr. Strands. — Eg er algerlega hjálparlaus í þessu atriði. En Sylvia! Þú mátt ekki uppástanda að eg geri þetta. — þú mátt ekki setja þessi skilyrði fyrir heimkomu þinni með mér nú. Eg finn að það verður erfitt fyrir mig að lifa án þín.” “Eg fer ekkert fot, með þér. Eg hefi gert upp huga minn um það. Þér er ekki til neins að biðja um það.” Mason snéri sér nú til Philips. “Þú, þarna, ungi maður. Kom þú dóttur minni til að nota vit sitt og skynsemi og skal eg þá íhuga trúlofun yðar,” sagði hann í nærri því skipunarróm. Fyrir augnabil var Philip eins og á báðum áttum, hvað gera skyldi, en svo var honum litið til Sylvíu og gaf augnaráð honnar hon- um til kynna hvað hann ætti að gera. “Herra Strand er vinur minn, og eg hefi sömu skoðun og Sylvia á þessu máli,” sagði hann hæglátlega. Mason starði á Philip. Og það var aðeins með miklum erfiðismunum að honum tókst að stilla sig og rjúka ekki upp fok reiður. Síðan að hann fór að glíma við tilfinningar- spursmálin, varð honum æ ljósara og ljós- ara að hinn “almáttugi eyrir” var ekki mátt- ur alls er gora þyrfti. Gegn um allt sltt líf hafði hann þrengt sér áfram með afli auðsins. Og nú átti hann moiri auð en nokkru sinni áður, en stóð þó uppi hjálparlaus og horfði fram á að missa það eina, sem hann háfði verið að berjast fyrir — dóttur sína. Sylvia var nú orðin lögaldra og hann hafði engan lagalegan rétt til að neyða hana heim með sér. Hann skyldi samstundis hjálpa Strand ef hann gæti það. — Honum fanst hann ekki geta hugsað til þess, að þurfa að fara einn heim, eftir að hafa þó fundið dóttur sína aftur.—En hann var hjálp- arlaus. “Nú verð eg að fara, það er orðið svo framorðið. Philip, vilt þú gera svo vel að aka mér þangað, sem eg held til? Góða nótt, faðir minn.” “Þú munt sjá eftir þessu, Sylvia,” sagði faðir hennar tryllingslegur á svipinn. “Góða nótt, faðir minn,” sagði hún aftur, og rétt fyr- ir augnablik var sem hún hik- iði við. Hún sá hvað faðir hennar leið, og hún í virki- leika elskaði hann. En svo greip hana allt í einu sú hugsun, að oinmitt af því, að hann elskaði hana myndi hann reyna ennþá meir til að frýja Strand ef hún léti ekki að ósk hans í þetta sinn. Svo snéri hún sér frá föður sínum og gekk út úr matsöluhúsinu. Er þau höfðu ekið nokkra stund, tók Philip eftir því, að hún vár að gráta. Hann dró hana að brjósti sér og faðmaði hana blíðlega, en sagði ekkert. ♦ “Philip! Var eg ekki ósanngjarnlega hörð við föður minn?” spurði hún lágt. “Þú varst það. En eg held hann hafi átt það skilið. — Ekki að gráta, elsku Sylvia.” “Eg veit að honum muni líða óbærilega illa — og hann er faðir minn, og eg elska hann.” Philip langaði til að kyssa hana og hugga —sýna henni alla þá blíðu, sem hann átti til, en hann mundi þá eftir því, að hann hafði engan rétt til þess, samkvæmt þeij-ri heitsetn- ingu, sem hann hafði gert, fyr en hann væri orðinn maður til að sjá fyrir henni, sem konunni sinni. Hvað Sylvia var trygg, og hvað hún vann hart að því að hjálpa Strand. Hún var alveg ein.<tök stúlka. Og mér skal tak- ast að verða að manni svo eg geti beðið hana að verða konan mín og svo eg hafi eitthvað að bjóða henni annað en fátækt og örbyrgð. Eg er viljugur að bíða. Þessar voru hugleiðingar hans eftir að hafa skilið við Sylvíu og hann var að ganga heimleiðis um nóttina. XXXVIII. KAPÍTULi Síðustu tvær næturnar höfðu verið and- vökunætur fyrir Jón. Hann gat ekki sofið fyrir leiðindum þeim, er streymdu gegn um hug hans um ástandið, sem var allt annað en huggulegt, fyrir hans sjónum. Svo hann ákvað að fara ekkert í rúmið fyr en hann væri orðinn svo þreyttur, að svefnin væri sjálf- sagður að koma. Þegar svo Philip kom heim um nóttina, frá því að vera með Sylvíu á kaffisöluhúsinu, var Jón enn á fótum og gekk um gólf. Er Philip kom inn í stofuna stanzaði Jón og fleygði sér niður í hæginda- stól og andvarpaði þreytulega. “Þú lýtur út fyrir að vera sérstaklega glaður í nótt, drengur minn,” sagði Jón, og Philip stokk roðnaði í andliti. “Eg hefi ástæðu til að vera það,” svar- aði Philip. “Sá tími kemur, að Sylvia verður konan mín.” “Það gleður mig að heyra það, en hefirðu talað við föður hennar um það?” spurði Jón. En Philip svaraði spumingu hans með því að segja frá samtalinu inni í matsöluhúsinu þá um kveldið. “Mér fellur illa að Sylvia hefir tekið þessa ákvörðun, því eg þykist vita, að Mason meini ekki að hjálpa mér iíeitt, hlýtur hún því að líða mikið fyrir að gera þessa tilraun til að bjarga hlutunum. Eg held að eg ætti að fara og finna hann eða skrifa honum.” “Það yrði með öllu þýðingarlaust. Syl- via hefir gert upp huga sinn um hvað hún skuli gera, og því raskar enginn maður. Hún er vilja og stefnuföst.” “Nú verðum við í sameiningu, Philip, að hugsa upp einhver ráð til að þú fáir góða ,-;töðu. Það er lakast að nú er eg áhrifalaus maður.” Philip tók eftir svipbreytingunni sem varð á andliti Jóns. Hann sá, að þetta stríð, sem hann hafði orðið að standa í, undan- farin tíma, var búið að móta djúpar þreytu- og armæöulínur á andlit húsbónda síns. Svo mintist hann í huga sínum næturinnar dimmu og drungalegu, þegar hann í fyrsta skifti kom á heimili Jóns; þá þreyttur, hungraður og klæðlaus, — vonlaus og útskúfaður. Hver var það, sem þá hjálpaði honum? Það var sem opnaðist fyrir hugskotsjónum hans nýr heimur allt í einu. “Eg verð kyr hjá þér ef þú vilt hafa mig. Eg veit að það verður nóg að gera fyrir mig.” sagði hann glaður. “En engir peningar og ekki miklar von- ir um neina.” “Eg skal ekki verða þér kostbær mað- ur. Eg get komist af með lítið, fyrst um sinn. Eg ætla ekki að stökkva burt frá þér nú, eins og rotta af sökkvandi skipi,” sagði Philip í ákveðnum róm. “Eg get ekkl hugsað til þess, að þú fórn- ir sjálfum þér á þann hátt. Þar að auki verð- urðu að athuga það, að nú hefir þú fleiri að hugsa um en sjálfan þig.” “Sylvia mun segja að eg sé að gera það eitt, sem rétt er.” “Þess háttar lífskjör væri ekki hægt að una við til lengdar,” sagði Jón, dauflegur. “En eg veit að eg myndi sakna þín, Philip. ef þú færir frá mér. Nú á eg ekki svo marga vini. Jæja, við reynum þá að halda áfram svona fyrst um sinn, en getum á sama tíma litið í kring um okkur eftir betri stöðu fyrir þig.” “Gott. Það er þá ákveðið,” sagði Philip sérlega glaður. Nokkru síðar fóru þeir í rúmið. Morguninn eftir fluttu blöðin stuttar rit- gerðir eftir fregnritara einn, og var ein þeirra —sú lengsta og veigamesta—með fyrirsögn- inni “Fyrirbrigði á þingi. Fregnritarinn út- listaði s\o, á sinn hátt, móttöku þá, er Jón hafði fengið hjá þingheimi daginn áður. Greinin var öll stingandi agnúar í garð Jóns, og skoraö var á hann að hrinda af sér þess- um kærum og sanna sýkn sína, eður að öðrum kosti segja af sér. Blaðið “Morning Mail” gat þess með nokkrum skopyrðum, að búið væri að stefna sér fyrir mciðyrði í sambandi við mál Jóns, og ætlaði það þvf ekki að segja neitt frekar um það mál að sinni. Er Jón hafði lokið við að lesa blöðin var honum sagt að Morrison væri kominn. Jón sagði að bjóða honum inn. Þegar Jón leit hann, sá hann að honum var mikið niðri fyrir. “Það er mér ógeðfelt, það erindi, sem eg hefi nú að reka, hr. Strand,” sagði Morrison. “Eg get gizkað á hvert erindi yðar er, herra Morrison. Þér sjálfir og vinir yðar hafið tapað trausti á mér.” “Skylda mín krefst þess, að eg tilkynni yður að svo sé. En hvað sjálfan mig snertir, — eg veit naumast hvað eg á að hugsa. Þar sem eg horf'i á yður nú, segir innri tilfinning mín mér, að þér séuð strang heiðarlegur mað- ur í alla staði. En svo, er eg viðhef skyn- semi og skoða í huga mínum, alla málavexti, þá er eg nauðbeygður að álíta yður sekann um það, sem á yður er borið,” sagði Morrison góðlátlega. “Eg get alls ekki láð yður, Morrison, þó þér hugsið þannig. Ef eg væri í yðar spor- um, myndi eg hafa sömu skoðun og þér,” sagði Jón. Morrison stökk upp af stólnum, er hann hafði sezt á er hann talaði síðast, og horfði alveg forviða á Jón. “Það er alveg ómögulegt fyrir mig að reyna að telja mér sjálfum trú um, að maður með þann hugsunarhátt, sem þér sýnið, hafí svikið okkur. Eg þekki engann mann, sem mér finst að eg geti treyst jafn vel og yður — jafnvel nú. Hvi hefir þetta komið fyrir? Þér hafið reynst mér ráðning á öllum mínum draumum. Allt sem okkur vantaði var — heiðarlegur maður — sterkur og staðfastur í sínum skoðunum. Eg hefi vaktað allar yðar gerðir, hreyfingar og ræður gegn um barátt- unni þann tíma sem þér hafið verið með oss. Eg hefi trúað á yður — og nú—” Orðin dóu á vörum hans. Orð hans höfðu haft þau áhrif á Jón, að hann varð að snúa sér undan til að dylja áhrif þeirra. “Hvaða skilaboð voru það, sem þér áttuð að færa mér?” spurði Jón, er hann hafði náð sér aftur. “Á flokksfundi, sem haldinn var í gær, var það ákveðið að skoða yður ekki lengur sem leiðtoga flukksins, og var eg kosinn í yðar stað.” “Þeir hefðu ekki getað kosið sér betri mann,” sagði Jón daufur. “Þeir fólu mér einnig að bera yður þá ósk sína, að þér tækuð yður annað sæti á þingi. Það er Iangt frá því að þetta sé með mínum vilja gert, en það varð að skylduverki mínu, að flytja yður þessi boð.” “Eg mun sjálfur ráða hvnr eg sit í þing- salnum meðan eg er þingmaður.” “Hafið þér hugsað yður að segja af yð- ur?” I

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.