Heimskringla - 25.10.1933, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.10.1933, Blaðsíða 3
WtNNIPEG, 25. OKTÓBER 1933 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA. að 219 þús. tn., í fyrra 247 þús. tn. Síldveiði Norðmanna hér við land í ár er sögð vera 111 Þús. tn. og er það 63 þs. tn. Diinna en í fyrra. Ekki virðast því norsku samningarnir hafa reynst þeim nein auðsupp- spretta, eins og haldið var fram af sumum fyrir hálfu ári síðan. * * * Hornsteinn að ihúsi Fiskifélagsins var tagður síðastl. þriðjudag. Var þyrjað á byggingu þess í vor og er húsið nú bráðum fullgert. Er Fiskifélaginu án efa búin miklu betri vaxtarskilyrði eftir að það eignast nú sjálft sín eigin húsa- kynni. í hinu nýja húsi verða auk þeirra skrifstofa, sem Fiski- félagið þarf til síns daglega rekstrar, kenslustofur fyrir vél- fræðinemendur, fiskrannsóknar- stofa, og auk þess er í ráði að koma upp fiskveiðasafni og verður því þá einnig komið fyrir í húsinu. Þess skal þá einnig getið, að á næstunni verður byrjað á byggingu handa rann- sóknarstofu fyrir landbúnaðinn, Eins og kunnugt er, gáfu Þjóð- verjar íslendingum áhöld í slíka rannsóknarstofu 1930. Var það mikil vinargjöf og mega íslend- ingar verða minnugir þess í þeim raunum, sem nú ganga yfir hina göfugu frændþjóð vora. * * * Nefndarskipun • Magnús Guðmundsson hefit' nýlega skipað þriggja manna nefnd til að rannsaka hag sjáv- arútvegsins. f nefndina hefir hann valið: Jóhann Jósefsson alþm., Jón Auðunn fyrrum alþm. °g Kristján Jónsson fulltrúa. * * * Jarðarafurðir 1930 Heyfengur landsmanna 1930 var 966 þús. hestar af töðu og 1.102 þús. hestar af útheyi. Hvorttveggja talið í 100 kg. hestum. Töðufengurinn var 13% meiri en árið á undan, og útheyskapurinn 6% meiri. Borið saman við meðaltal fimm næstu áranna á undan, (1925—29). var töðufengurinn 28% meiri, en útheysskapurinn 7% minni. Uppskera af jarðeplum 1930 var 36 þús. tn. Meðaltal næstu 5 áranna á undan var 38 þús. tn. Uppskera af næpum og rófum var 12. þús. tn. Meðaltal 5 áranna á undan var 13 þús. tn. Mótekjan 1930 var 219 þús. hestar, og er það með minsta móti. * * * Þorpin í Þingeyjarsýslum eru að verða ánægjulegur vottur um afkomumöguleika 8ambýlsins, þar sem saman get- ur farið sjálfstæður smáútveg- Ur og ræktun. í Húsavík, sem «r fjölmennust, 'er nú búið að rækta og breyta í blómleg tún öllu næsta umhverfi þorpsins. og hefir þetta verið gert að mestu leyti á örfáum árum. Hófst ræktunin fyrir alvöru þeg- ar þorpsbúar fóru að hafa sam- tök um að hirða og nota til á- burðar hausa og annan fiskúr- gang, sem áður var hent og einskis virði. Hefir Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri beitt sér mjög fyrir þessari menning- arbót. Sama er að segja um Þórshöfn. Þar hefir ræktun- inni hraðfleygt fram síðan far- ið var að nota fiskúrganga til á- burðar, og mun þar innan fárra ára verða álíka blómleg ræktun og í Húsavík, ef stefnt er f sömu átt með eigi minni áhuga en nú. Vélbátaútvegur fer þar nú mjög vaxandi, enda hag- kvæm aðstaða til fiskimiða. Væri þorpsbúum nú þörf á raf- stöð og nokkurri hafnarbót en aðstaða hentug til hvorstveggja. — Á Raufarhöfn hefir atvinnu- líf verið með blómlegasta móti í sumar vegna reksturs síldar- verksmiðju þar. Einnig þar er nú ræktunaráhugi vaknaður. Mynduðu þorpsbúar fyrir nokkr- um árum ræktunarfélag og létu brjóta 10 hektara af mýrlendl, sem nú má heita komið í fulla rækt. —Tíminn. I MARGT BÝR f ÞOKUNNI Svo rotið er réttarfarið; Að réttvísin kemst naumt að, Og stiklar á stoðum fúnum; Oss “Stubbs”-málið sýndi það. Hver dómur af velsæmd vakinn Er víttur af fjárplógs þröng Og drenglyndin hrjáð og hrakin Af hroka um myrkragöng. Eg vil heldur sofa Mig dreymdi það, að Drottinn við mig segði: “Þú drengur, nú mun lokið vegferð þinni. En vildir þú, að þér í vald eg legði að þreyta sama skeiðið öðru sinni?” “Það skyldi verða í engu skift um efni; en alt sem væri steypt í móti sama. Hver unaðsstund þín, eins í vöku og svefni, skyldi endurkvödd, sem hin er bjó þér ama.” Hvert stefnir sá stjórnar hraði? Hver styður þau myrkravöld ? Sem auðlegðar-meira metur En manngildis vígðan skjöld Ef hungraður hnuplar brauði ’ann hegningu þyngri fær En ríkur, þótt ræni auði Ei réttvísin honum nær. Að sundra því safni hroka —má sannheilög telja störf— Er byrgðir vill heldur brenna En bæta með soltnra þörf. Til dáðleysi margan drífur Er dug höfðu fyr á tíð; Og framtíðar vonsmæð vekur Hjá vaxandi bernsku lýð. Hver sem þeim vítum veldur, Og vörn færir slíkri öld, Hlýtur í húmið hverfa hrokans—með brotinn skjöld. Þrautirnar skarpleik skapa.i Skýjatjöld rofna á ný Rís upp af rústum fúnum réttlætis alda hlý. Þörf er á þreki og djörfung Þrautum að bægja frá; Miðalda deifðar drungi Dómgreind ei villa má; í dagrenning stjórnar stefnu Er starfar að jöfnUm rétt Hvar gullið á engin æðri ítök, hjá neinni stétt. Þörf er á mætum mönnum Miðlandi “Stubbs” skapgerð Auðvaldi er bjóða byrginn, Og blekkinga hata mergð. Þótt segið að Stubbs sé strákur Er stuðli að eigin hag. Höfuð ’ann ber og herðar Of höfðingja sleikju brag. Hapn dæmdi af dómgreind skýrri, Hans dómur af mannúð brann, Þótt auður sín mætti meira; Og myrkravöld dæmdu hann. Hver veit nema hærra hækki Með hreinleikans sigurs skjöld, Og dómara sýna dæmi Við dagsbrún á nýrri öld. Jóhannes H. Húnfjörð HÉÐAN OG HANDAN Fiskveiðar Færeyinga hjá Grænlandi 1 sumar hafa 35 færeysk skip verið að veiðum hjá Grænlandi og aflað ágætlega. Gufuskip, sem heitir “Högoy” var sent vestur til Færeyingahafnar að sækja fisk í skipin og kom heim aftur með 600 smálestir. Þegar það fór frá Grænlandi var stórfiskurinn á grunnmið- um. Á tímabilinu 10—20. ágúst höfðu skipin aflað 31 þúsund til 111 þúsund. — Færeyingar láta vel af landhelgisgæslunni við Grænland í sumar, en hana hafa annast skipin ‘Hvidbjörn- en’ og ‘Maagen’. * * * * * * Kjör verkamanna í Rússlandi Árið 1927 fór kommúnisti einn, verkmaður frá Tjekksló- vakíu ,til Rússlands. Hugðist hann þar mundu eiga í vændum sældardaga í þessari paradís verkamanna. En það varð önnur raunin á eftir því sem hann segir frá. Hann vann í fleiri stöðum; í verksmiðju í Tver, á skipa- smíðastöð í Odessa .en allsstað- ar varð hann fyrir vonbrigðum. Sá hann brátt, að það var langt frá því, að það væri neitt sæld- arbrauð, að vera verkamaður i Rússlandi, eins og hann hafði gert sér í hugarlund. Hann segir, að fimm ára áætl unin hafi látið lítið gott af sér leiða. Menn svelti, mikil dýrtíð sé, alt hækki í verði og fram- Eg þóttist svara: “Þakkir Drottinn góður! En þennan skeiðvöll nenni eg ekki að lofa; eg er orðinn þreyttur mjög og móður, svo, mildi Drottinn, eg vil heldur sofa.” B. Thorsteinsson leiðsla öll minki að miklum mun. Menn gerist sljóir og sinnulausir í þessu eymdará- standi og við skort á brýnustu lífsnauðsynjum. Ennfremur segir hann: “Eg fekk 300 rúblur á mán- uði. En þar af varð eg að greiða tekjuskatt, byggingarskatt, árs- gjald í Iðnfélagið og fleiri félög og ríkislán o. fl. Hafði eg 200 rúblur (1 r. — kr. 1.90, er þetta var greitt. En það er ekki mikið, ef tekið er tillit til, hve dýrtíðin er mikil. í Kiev kostaði t. d. í sumar brauðið 8 túblur, kartöflur 1 kg. 5 'rúblur, grjón 17 r., smjör 65r., kjöt 18 rúblur kg. mjólk 4 r. potturinn ,og annað eftir þessu. Verð á fatnaði var til- i tölulega enn þá hærra: Léleg skyrta 25 rúblur, sokkar 8 rúbl- ur, skór 100 r., ein föt alt að 600 rúblum, húfa 30 r., yfir- frakki 200 r. o. s. frv. En slæm kápa kostaði 70 rúblar. Njósnarar eru í öllum verk- smiðjum. Maður er altaf undir eftirliti. Allslstaðar eru sér- stakir umsjónarmenn og eftir- litsmenn og “kommúnistagægj- ur.” Ennfremur verða verkamenn að skuldbinda sig til þess að sækja fyrirlestra, taka þátt í hópgöngum, þótt þeim sumum kunni að vera lítið um slíkt gef- ið. Þeir eiga nóg með að hugsa um, hvernig þeir eigi að sjá sér og sínum fyrir lífsviðurværi. í Sovjet-Rússlandi er aðeins unnið 5 daga vikunnar. Verka- menn hafa einn hvíldardag. En þann “hvíldardag” verða þeir að hanga tímum saman á torg- inu, til þess að reyna að afla sér einhvers af hinum allra brýn- ustu lífsnauðsynjum. Mér hefir óað við því sem eg hefi séð af starfsemi bolsa. Verkamaðurinn á Rússlandi er dreginn á tálar og farið á bak við hann. Eg hefi verið gabbaður, eg hefi svelt, og eg hefi snúið baki við Rússlandi. Það er ekki só- síalismi sem myndað hefir ver- ið á Rússlandi, það ei* hin arg- asta þrælkun. Óhjákvæmilega mun það leiða til vaxandi hung- ursneyðar og verða landinu til glötunar.” (Úr Aftenposten). * * * Frá Færeyjum Færeyingar eiga nú um 170 kúttera frá 80—200 smálestir að stærð. Hásetar fá 35 pct. af afla og frítt fæði, salt og olíu. Við Grænland eru flest stærri skipin frá 15. júní og fram í september. Vél er í flestum skipunum, þetta frá 50—170 hestöfl. í sjómannasamtökum Færeyinga, sem eru all-öflug, eru nú milli þrjú og fjögur þús- und sjómanna. Útgerðarmenn greiða 2/3 iðgjalda til trygginga sjómanna, og eril dánarbætur 4,500 kr. Kaup landverkafólks og önnur kjör í Færeyjum eru ákaflega misjöfn. Þar sem engin verklýðsfélög eru er kaup karla algengt 75 aura á klst. og vinnutími alt upp í 12 stundir á dag, en þar sem verklýðsfélög eru starfandi, er tímakaup karla alt niður í 8 stundir, svo sem t. d. í Trangisvági. * * * 30,000 GySingar hafa yfirgefiS Þýskaland Á Gyðingafundi þeim, er hald- inn var í Praag, kom það í ljós, að um 30,000 Gyðingar hefðu farið frá Þýskalandi. Af þeim hafa 2,500 fíúið til Belgíu, 700— 800 til Danmerkur, 2,500 til Englands, 5,000 til Frakklands. 3,000 til Hollands, 100 til ítalíu, 5,000 til Luxemborg, 75 til Aust- urríkis, 4,000 til Póllands, 1,000 til Tjekkóslóvakíu. Fjöldin allur af þeim Gyð- ingum, sem flúið hafa frá Þýska landi, hefir leitað til landsins helga. Ætlar fólk það að setj- ast þar að, en hvergi átti það höfði sínu að að halla er það kom þangað, og varð fyrst um sinn að hafast við í tjaldbúðum. * * * Birnir í Finnlandi Austur á finsku Lappmörkinni hefir verið fjöldi skógarbjarna í sumar, og ætla menn að þeir hafi komið þangað frá rúss- nesku skógunum. Hafa birn- irnir valdið miklu tjóni á bú- peningi bænda, drepið fjölda sauðfjárð kúa og hesta. — Bændum hefir tekist að leggja þrjá birnina að velli. * * * Grænlandsrannsóknir Dana Dr. Lauge Koch er nýkominn hingað frá Grænlandi, en þang- að hafði hann farið með mesta rannsóknarleiðangri, sem Dan- ir hafa gert út í Grænlandi. Leiðangurinn er liður i 3 ára áætlun um allsherjar rannsókn Austur- og Norður-Grænlands, sem gert er ráð fyrir að verði lokið næsta haust. Kostnaðinn af þessu rannsóknarstarfi greiðir danska ríkið að nokkru leyti og leggur til allan skipa- kost, en Carlsbergsjóður og ein- stakir áhugamenn það sem á vantar. Niðurstöður rannsóknanna birtast í ritsafninu Meddelelser om Grönland, sem danska ríkið ■•efur út. í leiðangri Lauge Koch að þessu sinni voru 109 manns, þar af 31 jarðfræðingar og fornfræðingar, tvö gufuskip, 15 vélbátar, öll með útvarps- stöðvum og tvær flugvélar. Lauge Koch segir svo frá um tilhögun starfsins: Flugvélarnar eru notaðar í þrenns konar tilgangi, fyrst og fremst til þess, að kanna ís fyr- ir ströndum, til að finna leiðir fyrir skipin, í öðru lagi er flogið yfir landið, til að velja leiðir og stöðvar til landmælinga, loks er landið ljósmyndað úr 4 þúsund metra hæð og eru þær myndir notaðar við kortteikningamar. Als flaug Lauge Koch vega- lengd sem nemur 40 þúsund km. Lindberghshjónin voru gestir K. 2 nætur í sumar og brugðu þau sér einn daginn saman f “út- reiðartúr” í loftinu á flugvélum sínum. Lönd þau, sem hann kannaði í sumar, land Kristjáns tíunda og land Friðriks áttunda, telur hann hafa verið bygð Eskimó- um frá því um 1500, en þeir hafa dáið skömmu eftir síð- ustU aldamót. í för þessari vom 11 íslenzk- ir hestar og reyndust þeir svo prýðilega að þeir voru hálft um hálft taldir til leiðangursmann- anna. 3 daga höfðu þeir leiðangurs- mánn rigningu og telur Lauge Koch það með votviðrasömustu sumrum í Grænlandi, en þar hefir hann dvalið í 20 sumur og er nú 42 ára. Háskólakennarar fremja sjálfsmorð * * * Frá Berlín er símað 12. sept.: Tveir háskólakennarar af Gyð- ingaættum, sem voru sviftir at- vinnu sinni, er þjóðernisjafnaö- • armenn komust til valda, frömdu sjálfsmorð í dag. Annar þeirra, Forster prófessor, var sérfræðingur í taugasjúkdóm- um við Greiswald háskóla, hinn Max Alsberg, frægur lögfræð- ingur og rithöfundur, er var um fimm ára skeið kennari við háskólann í Berlín. * * * Gull á sjávarbotni Árið 1799 sökk enskt skip, “Lutine” hjá Hollandsströnd rétt vestan við eyna Terschell- ing. Það var hlaðið gulli — 6 miljónum dollara. Oft hefir verið reynt að bjarga þessum fjár- sjóði, en það hefir jafnan mis- tekist, og nú fyrir löngu er skipið sandorpið þama á sjávar- botni. Er talið að um 5 metra þykt sandlag sé ofan á því. Nú í sumar hófst hollenskt björgunarfélag handa um að reyna að bjarga fjársjóðnum. — Lét það smíða geysistóra trekt sem nær til botns og stendur þar á hvolfi, en mjórri endinn nær talsvert hátt upp úr sjó. Ferlíki þetta vegur um 40,000 kg. Innan í því eru sterkar sogdælur, sem dæla upp sjó og sandi úr botninum, og á þenn- an hátt hugðust menn að kom- ast niður að skipsflakinu. Hef- ir verið unnið að þessu af kappi í alt sumar, þegar veður hefir leyft. En fyrir skömmu gerði stomi og urðu björgunarskipin að flýja til hafnar og liggja þar í 10 daga. Á meðan var enginn maður vörður um hina miklu trekt. En er skip komu þar að aftur, kom í ljósí að trektin var svo stórskemd, að hætta verður við björgunartilraunirnar. — Undir sjávarfleti var komið átta metra breitt gat á trektina. — Hafði þar verið svift úr þrem- ur þykkum jámplötum. -— Er enginn efi á því, að skemdir þessar eru af mann völdum. Hefir gloppa þessi verið sprengd á trektina með þrúðtundri á meðan björgunarskipin lágu i höfn. Er talið, að annað björg- unarfélag ,sem gjarna vill kom- ast þarna að, hafi látið fram- kvæma þetta spellvirki. En félagið, sem hefir unnið að björguninni í sumar, ætlar að láta smíða nýja trekt í vetur, og halda starfinu áfram þegar vorar. * * * Nýr ágangur Japa Japar hafa hertekið Dolonor í Innri-Mongólíu o^ síðan sent herlið sitt inn í Chahar hérað- ið. Hér er um að ræða nýjan yfirgang við Kína og brot á vopnahléssamningum, sem Jap- ar gerðu við Kínverja 1. júní. Japar hafa eigi haldið því fram, að Chaharíhéraðið væri hluti af Mansjúko, en þeir hafa eigi viljað láta uppi álit sitt um það hver væri landamæri Man- sjuko að vestan. Þeim er lagið að verja þann málstað, sem ó- verjandi er, og þá hafa þeir Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgBir: Henry Ave. Ea«t Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA sínar venjulegu skýringar á reiðum höndum. Þeir segja að Feng hershöfðingi hafi lagt undir sig Chahar-héraðið með fjárstyrk frá Kanton óg Moskva, að því er virðist. Hermenn hans hafi verið kommúnistar. Þetta getur verið, en hitt er jafn líklegt að Feng hafi fengið til þessa fjárstyrk frá Mukden, eins og Rússar halda fram. En hvað sem um það. er ,þá tókst honum að komu öllu í uppnám í Chahar og gefa Jöpum með því ástæðu til að skerast í leik- inn “til þess að tryggja frið og reglu í Jehol”. Þegar hann hafði afrekað þetta, fór hann til Shantung. Japar geta treyst á fylgi Mon- góla, því þeir hafa jafhan verið óánægðir með stjórn Kínverja. Þeir mæta ekki annari andstöðu en þeirri, sem nokkrar þúsund- ir siðspiítra hermanna veita þeim. Og því getur ekkert hindrað þá í því að leggja undir sig eins mikið og þeim sýnist af þes^u strjálbygða landflæmi. En þegar þeir hafa náð fófestu þar, hafa þeir völd á samgöngum við Jehol innanlands og samgöng- um yfir Gobi eyðimörkina. Af þessu er héraðið mikils virði. Og hvenær hafa Japar haft nokkra samvisku af að sölsa undir sig það, sem þeir ágirnt- ust? * * * Tundurdufl frá stríðsárunum Seint í ágústmánuði fann vél- bátur frá Malmö í Svíþjóð tund- urdufl á reki skamt frá Falster- borev. — Það var þýskt tundur- dufl frá ófriðarárunum. Höfðu verið á því 5 íkveikjutakkar, en þeir voru allir brotnir af, svo að tundurduflið var ekki svo ýkja hættulegt. Sjóliðsforingi var nú sendur í flugvél frá Karlskrona til þess að sprengja duflið. Varð hann að sprengja það í tvennu lagi, fyrst ytra hylkið og síðan setti hann sptengiefni inn í hólfið þar á milli og tundurhylkisins. Þegar. kveikt var í því flaug tundurduflið í loft upp með ó- gurlegum hvelli, og mátti af því marka að tundurhleðsla þess var enn jafn kraftmikil og hún hafði verið upphaflega. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU PHONE 92»244' BEFORE 5=45 P.M. FOR PROMPT DELIVERyfSAME EVENING

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.