Heimskringla - 08.11.1933, Blaðsíða 3

Heimskringla - 08.11.1933, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 8. NÓV. 1933 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA. yfir sprungurnar, en 3 hestarn- ir féllu í jökulsprungur. Varð 2 l>jargað, en ómögulegt reyndist að bjarga þeim 3ja, þrátt fyrir ítarlegar tilraunir, því sprungan var þröng og svo djúp, að langt á 4. mannhæð var niður að hestinum, sem karlmennirnir, er 1 förinni voru, líflétu með svæf- ingu. i É*eir bræður sáu hvergi snjó á vesturhluta fjallgarðsins ann- an en skaflbrot þetta og var þó skygni gott. Jóni Eyþórssyni veðurfr. hef- ir verið send skýrsla um hross- fundinn, sem er merkilegt sönn- unargagn um það, hve jökull- inn hefir bráðnað mikið á þess- Um slóðum síðustu áratugina. Eru altaf að koma ný fell og hæðir upp úr aðaljöklinum og undirjökullinn í Kaldalóni og Leirufirði hefir eyðst stórlega. (Frásögnin um atburð þenn- an er tekin eftir Þórði Kirstjáns syni). Úr “Vesturlandi”. * * * HundraS ára afmæli 10. okt. ’33. í dag er hundrað ára Guð- rún Þorláksdóttir, nú til heimilis á Eyrarbakka. Guðrún er fædd í Hvammi undir Eyjafjöllum 10. október 1833. Foreldrar hennar voru Guðrún Einarsdóttir og Þorlákur Þórðarson, Þorláks- sonar, Thorlacius frá Teigi og Huðrúnar Grímsdóttur frá Geit- húsum, Ásgrímssonar, systur sr. Siguðar frá Helgastöðum í Þingeyjasýslu. Á Guc&ún þann- ig föðurætt sína að rekja til Þórðar Þorláksson biskups í Skálholti ,og er 8 .liður í bein- an ættlegg frá Guðbrandi Þor- lákSsyni Hólabisí^upi. Guðrún átti lengi heimili með systur sinni Margréti Þorláksdóttur, sem var gift Jóni Helgasyni kaupm. frá Hjalla, en eftir það fluttist hún til frændkonu sinn- ar, Jórunnar Sigurðardóttur, og Jóns Árnasonar dannebrm. í Þorlákshöfn. Þær Guðriin og Jórunn voru systkinadætur. — Síðan hefir Guðrún dvalið með Því frændfólki sínu, og á nú heimili hjá Ólafi Jónssyni frænda sínum frá Þorlákshöfn, sem nú býr á Eyrarbakka. Á yngri árum þótti Guðrún með afbrigðum dugnaðarkona og nieð frábærri trúmensku og óugnaði hefir hún unnið öll sín störf, og hefði að því leyti mátt vera sönn fyrirmynd þeirra sem yfir meira hafa verið settir í heiminum, oý að öllu leyti hefir Huðrún borið þess glögg ein- kenni að þar er grein af góð- una stofni. Nú hefir Guðrún legið í rúminu í 2 ár, en held- nr óskertu minni og fylgist með daglegum viðburðum. Frænd- fólk hennar og kunningjar senda henni hjartanlegar hamingju- ^skir á hundrað ára afmælinu. N. R. * * * h*ýr íslenzkur doktor Seint í vetur skýrði vikublað- “Fálkinn” frá mikilsverðri, efnafræðislegri uppgötvun, sem íslenzkur stúdent við tekniska háskólann í Dresden hefði ný- ^ega gert «og vakið á sér eftir- tekt fyrir. Þessi efnilegi landi vor er Jón Vestdal frá Breiðabólsstööum á ^lftanesi. Hann er nú nýkom- inn heim frá Þýskalandi að af loknu námi, sem lauk með doktorsnafnbót við sama há- skóla, sem talhin er einn hinna allra fremstu af tekniskum há- skólum Þýskalands, enda starfa við hann ýmsir heimskunnir menn, svo sem prófessor F. Foerster, sem af mörgum er talinn vera mestur efnafræðing- nr þessarar aldar o. fl. Fyrir margra hluta sakir er námsferill þessa mentamanns oftirtektarvreður. Hann er fyrsti íslendingurinn, sem lýk- ur prófi við tekniskan háskóla í Þýskalandi. Og á fullnaðar- Prófi sínu tók hann hærri eink- Uu í öllum námsgreinum en uokkur þeirra, er próf tóku hon- Utu samtímis, þrátt fyrir það hann lyki prófi sínu á fjór- um árum í stað fimm, eins og venjulegt er. Jón Vestdal er einnig fyrsti íslendingurinn, sem gengur undir doktorspróf í þessum fræðum við tekniskan háskóla í Þýskalandi, en slíkt próf heimtar mikla þekkingu og langa og erfiða vinnu. Verður að greina skýrt á milli þessara teknsku háskóla annars vegar, þar sem doktorsprófin eru lík því sem gerist við Norðurlanda- háskólana, og annara þýskra háskóla (Universitaten), þar sem doktorsprófin eru í raun inni ekki annað en lokapróf há- skólanna og -hægt er að ljúka ritgerðunum á tiltölulega stutt- um tíma. Dr. Jón Vestdal varði ritgerð sína í sumar og er hún í prent- un. Heitir hún á þýzku: Ein Beitrag zum Verhalten des Bleies und seiner Legierungen mit Antimon und Wismut als Anoden bei der elektrolytischen Verchromung. — Fjallar hún um nýjungar við krómhúðun. Þess eins má geta, að talið er vafalaust að uppgötvun sú, er ritgerðin fjallar m. a. um, muni fá mikJa iðnaðarlega þýðingu, en þar sem höfundurinn hefir unnið að henni í sambandi við nám sitt og þróf, þá ýerður það ekki hann, heldur háskól- inn sjálfur, sem nýtur arðs af henni, enda hefir skólinn nú tekið einkaleyfi fyrir uppgötv- uninni. Það verður ekki annað sagt, en að þessi ungi Islendingur hafi verið þjóð sinni til sóma, og er þess þá líka að vænta að han'n fái hér nægilegt starfs- svið. Sérstaklega væri þess óskandi að íslenzkir atvinnu- vegir mættu njóta þekkingar hans og dugnaðar, svo sem hann sjálfur myndi einnig helst kjósa. KfNVERSKT SUMAR Eftir Ólaf Ólafsson, kristniboSa Sumri fagnaB Margar hinna hugljúfustu endurminninga okkar íslend- inga, munu bundnar við sum- ardaginn fyrsta, bjartasta há- tíðisdag ársins. Það hefði átt yel við að halda fagnaðarguðs- þjónustur á þeim degi, í öllum kirkjum landsins ,svo er gleði okkar einlæg og almsnn yfir komu sumarsins. Þetta er_ ofur skiljanlegt: Sumarið stutt og yndislegt og þar að auki aðalbjargræðistími ársins, en vetrar langir, dimmir og ómildir. Kínverjar búast við komu sumarsins með nokkuð öðrum tilfinningum en íslendingar. Þeir fagna sumrinu, en fögn- uður þéirra er blandinn nokkr- um kvíða. Þeir hlakka fyrst og fremst til hveitiuppskerunnar, enda er þá þröngt orðið í búi hjá al- menningi, því víðast hvar er margt úheimili. (Til dæmis má taka: Húsráðendur öldruð hjón, þrír synir er séð var fyrir kvon- fangi innan tvítugs aldurs, sjö sonasynir og af þeim eru þrír giftir og eiga börn í ómegð. Stundum éru 10—20 fjölskyldur á sama heimilinu). Vetrarbjörgin hrekkur ekki æfinlega til, en fyrstu villijurtir vorsins halda þá líftórunni í mörgum. Þegar svo uppskeran byrjar í maímánuði, er öllum loks vel borgið. Fyrst og fremst jarðeigendum og leiguliðum. — Öreigar fá atvinnu, beininga- menn og örvasar tína upp öx á eftir kornskurðarmönnunum á daginn, en stela heilum korn- bindum á nætumar. Það úir og grúir af fólki út um allar jarðir Frá Kanton á suðurströndinni til Hankow í Mið-Kína, og frá Hankow og norður eftir 1200 km. löngu sléttlendi, alla leið til Peking, má heita að sé einn óslitinn, geisimikill akur. Svo víðáttumikið frjólendi finst hvergi annarst staðar á hnett- inum. Með óvenjulegri nægjusemi komast bændur nokkurn veg- inn af þegar vel árar; fæstir þeirra eru jarðeigendur, en verða að aka helming uppsker- unnar í kornhlöður jarðeigenda, sem eru búsettir í bæjunum eða stærstu þorpunum. Veðráttufar Á haustin og fram eftir vetr- inum getur verið heiður him- inn í 2—3 mánuði. Þá tekur við hráslaga kuldi og ólundar- leg austanátt með ofurlítilli snjókomu í janúar eða fyrri hluta febrúar-mánaðar, en má þó heita að sé staðviðri. Vor- veðráttufarinu get eg ekki lýst. Sá undirbúningstími í náttúr- unni er ekkert hik á veðrinu, “sumarið skellur á”. Kínverjum stendur talsverður stuggur af hitunum, sem geta verið miklir öðru hvoru, að minstá kosti frá því í miðjum júní til fyrri hluta september- mánaðar. — Annars er sumar- ið aðal rigninga-títmi ársins. Þegar thitin nær hámarki sínu fara geisistórar skýjabólstrar að stíga upp í öllum áttum, svo kemur steypiregn með ógur- legustu þrumum og eldingum. Og þá getur vel verið að ekki stytti upp fyr en ár og lækir flóa yfir alla bakka og hafa valdið stórtjóni. — Þegar Kínverjar hafa spurt mig um veðráttufar á íslandi, þá er mér óhætt að segja að eg hefi ekki sagt það verra en það er. Þeir gera sér ekki of háar hugmyndir^^n “Bing-da”, þ. e. “ísey”, sem þeir kalla landið okkar. En ef satt skal segja, þá verður maður að kannast við ,að í raun og veru sé ekkert veðráttufar á íslandi. Þar er jafnan allra veðra von, og við fáum aldrei annað en smá sýnishorn af.veðri. — Því fylgir auðvitað sá ávinningur að við þolum loftslagið allvel, hvar sem vera skal á hnettin- um. “Farfuglar” Úr því Kínverjar yfirleitt kvíða sumarhitunum, þá mun engan furða þótt við, aðkomu- menn yst úr norðurhöfum sé- um ekki æfinlega í essinu okk- ar * þegar kvikasilfursúlan á Celsiusmælinum teygir sig upp í 40 stig og hreyfir sig ekki þaðan sólsetranna á milli. Hitarnir verða aldrei óþolandi á daginn; en liggi maður í svita- baði alla nóttina og komi ekki dúr á auga, þá fer maður að öiunda farfuglana, sem fljúga snemma á vorin norður á bóg- inn. Fjölmargir Kínverjar, og flest allir útlendingar búsettir hér, fara reyndar 'að dæmi farfugl- anna, flýja hitana en veröa að láta sér lynda þótt skemra sé farið. Sumstaðar á austur- ströndinni og uppi á hæstu f jöll- unum í Mið- og Norður-Kína, hafa myndast stórir bæir af eintómum sumarbústöðum. Sumarhitunum fylgir alveg sérstök sjúkdómshætta. Kín- vorjar þjást þá undantekning- arlítið af 'blóðsótt og malariu- hitaveiki, en kólera og aðrar farsóttir stinga sér hér og þar riiður. Frjósemi Aðaleinkenni sumarsins í Kína, er hiti, regn og frjósemi. — E. H. Wilson, sem 'vann í 15 ár að grasafræðilegum rann- sóknum í Kína, segir að þar rnuni finnast a. m. k. 15 þús- und plöntutegundir, en af þeim eru um 5 hundruð notaðar til manneldis. Þó ekki sé talið upp annað en hveiti, hrísgrjón, baðmull og. svo nokkrar trjá- tegundir, þá nægir það kín- verskum sveitaheimilum til framfærslu, til fæðis, fatnaðar og húsagerðar, svo ekkert þarf að sækja í kaupstað. Ávextir eru hér fjölbreyttari og fegurri en í nokkru vermi- húsi; verður hver tegund full- þroska á sínum táma: Kirsiber í lok apríl mánaðar, þá apri- kósur, þá ferskjur, þá epli, þá plómur, þá perur, þá jangtá og loks persimmens rétt fyrir jól- in. — Ekki yrðu hálf not að þessum'ávöxtum, væru þeir full- þroska samtímis. — Þrátt fyrir alla þessa frjó- semi, þrátt fyrir öll náttúru- auöæfi þessa mikla lands, þá er hvergi, þar sem leið mín hefir legið, önnur eins fátækt og bágindi og í sumum frjó- römustu héruðum Kínaveldis. Ætti að leita lausnar á þeirri gátu, yrði það að vera undir annari yfirskrift, og skal því ekki fjölyrt um það hér. P.t. Bor. Haishan, Hupeh, China 15. ágúst 1933. —Lesb. Mbl. FRAKKNESKUR SENDIHERRA sig í málinu. Þetta námskeið, ætti að verða enn notadrýgra, þar sem það mun standa yfir í 5 mánuði, í stað 3, og samt verða tiltölulega eins ódýrt. Thora Friðriksson —Mbl. HITT OG ÞETTA Það má heita tilviljun — en skemtileg tilviljnu er það — að í sama blaði skuli vera tilkynt íslenzkum lesendum að hingað sé kominn frá Kaupmannahöfn dr. Sigfús Blöndal til þess að halda fyrirlestra við Háskólann um menningu þá, er íslending- ar fluttu lieim með sér, þegar þeir á miðöldunum fóru píla- grímsferðir til hinna rómönsku landa og þá sérstaklega til Frakklands, og hins vegar * að hingað er kominn frakkneskur sendiherra, sem ætlar að stunda íslenzkunám við Háskólann okkar. Um þetta nám hefir frakk- neskur fræðimaður sagt: “Að kunna íslenzku er að eiga ó- metanlegan fjársjóð. Það er hið eina lifandi mál, sem er lykill að hinum gömlu norrænu bók- mentum, hin eina tunga mið- aldanna, sem ekki hefir orðið fyrir neinni breytingu. Þó þetta nám sé erfitt, væri hverjum manni óskandi að hefjast handa til að læra það.” Að vísu er þetta ekki í fyrsta sinni, sem frakkneskur sendi- kennari kemur hingað; um þriggja ára skeið, frá 1911— 1914, voru hér frakkneskir sendi kennarar við Háskólann, André Courmont í tvö ár, —- sá út- lendingur, sem eg hefi heyrt tala fellegustu íslenzku af öllum útlendingum — og Alexandre Barraud, sem var hér aðeins einn vetur, en sem hafði brenn- andi áhuga á ísenzkunáminu og var þegar orðinn mjög vel að sér í nýsílenzkum skáldskap. Báðir þessir gáfuðu ungu menn kendu hér frakknesku og var á þeim árum vaknaður tölu- verður áhugi á frakkneskri menningu, áframhald af þeirri grískrómversku meningu, er all- ir Háskólar norðurálfunnar hafa bygt grundvöll sinn á. En héimsstyrjöldin batt enda á þessa starfsemi, sem vafa- laust hefði þegar borið ávöxt, hefði hún aðeins viðstöðulaust getað haldið áfram. Herra Bar- raud féll í stríðinu ásamt mikl- um hluta af gáfuðum og góð- um drengjum þjóðarinnar, en þeir dóu ekki til einskis, því þeir börðust fyrir heimsmenn- ingunni eins og Frakkar ávalt hafa gert. “Það er þessi þjóð (hin frakkneska) sem forsjón- in hefir kjörið til þess að hafa á hendi sama ætlunarverk í nýju sögunni og Rómverjar höfðu í fornöld; Parísarborg ef líkt og Rómaborg forðum, mið- stöð menningarinnar o. s. frv.”, sagði Grímur Thomsen forðum. Eftir nærfölt 20 ára hlé er nii hér kominn aftur ungur frakk- neskur fræðimaður, hr. H. Bois- sin, sem ætlar að halda áfram starfi þeirra Courmonts og Bar- rauds, og kenna okkur sitt fagra móðurmál, um leið og hann vræi okkar. í samráði við Háskólann mun Alliance Francaise gangast fyrir nám- skeiði fyrir almenning í líku formi og jrví, er félagið sjálft stofnaði til í fyrra, er það á sinn kostnað fékk hingað hæf- an frönskukennara. Mun fé- lagið sjá svo um, að þetta geti orðið framhaldsnám fyrir þá nemendur frá í fyrra, er vildu nota tækifærið til að fullkomna Til Djöflaeyjar Fergnir hafa gengið um það að Frakkar væri hættir að senda menn til glæpamnnaný- lendunanr á Djöflaey, bæði vegna þess, hve^misjafnar sög- ur ganga af lífi fanganna þar, og eins vegna hins, að fyrir skömmu hefir föngum tvívegis tekist að sleppa þaðan. Eitthvað mun nú vera brjálað við þessar sögusagnir, því að fyrir skemstu var sent skip frá Frakklandi, “La Rochelle” heit- ir það, með 169 fanga. Voru þeir fluttir um borð í handjárn- um og fótjárnum. Voru spentir járnhólkar um fótleggi þeirra, og keðja á milli, svo að þeir gátu ekki stigið nema vissa skreflengd. ' Áður var það siður að teyma fangana,' hlekkjaða saman um götur hafnarborgarinnár, þar sem þeir áttu að kveðja ætt- land sitt fyrir fult og alt. En það er sagt, að í þetta sinn hafi föngunum .verið sýnd sérstök miskunn og nærgætni, því að þeir voru ekki hafðir almenn- ingi til sýnis, heldur var þeim ekið í lokuðum vögnum fram á hafnarbakka. Þar beið fjöldi fólks, vinir og vandamenn út- laganna, sem komnir voru þangað til að kveðja þá. Höfðu sumir ferðast ópavegu í þessu skyni. Þar voru mæður, feður og systkini útlaganna, unnust- ur þeirar og annað venslafólk. En engar kveðjur voru leyfðar. Lögregla var látin halda fólkinu í hæfilegri 'fjarlægð. Meðal þessara 169 fanga voru menn á öllum aldri, alt frá drenghnokkum til gamalla og gráhærðra öldunga. —Lesb. * * * HerbúnaSur Belga « Brussel, 11. okt. Albert konungur var í forsæti á ráðherrafundi, sem hafði til- lögurnar út af landvörnunum til athugunar. Á fundinum var samþykt að fara fram á það við þjóðþingið, að það heimilaði fjárveitingu að upphæð 750 milj. franka til þess að endurbæta og auka landvarnirnar á austur- landamærunum. Einnig, að gerðar verði ráðstafanir til þess að koma í veg fyrirdnnrás yfir Holland. Nokkrum hluta fjárs- ins stendurtil að verja til kaupa á flugvélum og þungum fall- byssum. * * * InnanríkisráSherra — smyglari Innanríkisráðherránn í Eist- landi, Rooberg ag nafni, hefir Þér sem notið— TIMBUK KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Dcor CO., LTD. BlrgOtr: Hrnry Ave. Eiwt Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argryle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA nýlega verið vikið frá um stundarsakir, vegna þess að grunur leikur á, að hann sé viðriðinn vínsmyglun. Það komst upp fyrir skömmu að hann átti hlut í gufuskipinu “Ita”, sem hefir verið í vín- smyglunarsiglingum á Danzig. Og það voru yfirvöldin þar, sem bentu yfirvöldunum í Eist- landi á þetta. Samkvæmt skeyti frá Reval er talið áreiðanlegt að Rooberg muni missa ráð- herraembættið fyrir fult og alt. ¥ * * Bergmálstæki í “Göteborgs Hándels- och Sjöfarts-Tidning” segir frá því þ. 11. september, að fiskibátur frá Gautaborg hefði fengið sér bergmálstæki til dýptamælinga (Ekolod). Mælir þessi sýndi glögglega dýpi alls staðar,> þar sem báturinn fór yfir, og gekk svo í hálfan mánuð. Þá var það einn dag, að báturinn var að draga fyrir síld á 20 faðma dýpi og á hverri sekúndu sýndi mæiirinn dýpið. En alt í einu tók hann að gerast órólegur og brátt sáu menn, að hann hafði orðið var við “eitthvað” á 10 faðma dýpi. Og það kom í ljós að þarna var síldartorfa. Eitt af nprsku síldveiðaskip- unum sem sent var til íslands í sumar, heitir “Vigra” og er frá Bergen. Það hafði þenna nýja djúpmæli innan borðs. En það þurfti ekki að fara alla leið til íslands. Á leiðinni fann það með mælinum, að “eitthvað” var í sjónum á 15—20 faðma dýpi. Mörg skip voru þarna samferða, en ekkert annað hafði bergmálsmæli. Þau héldu því öll áfram, en “Vigra” varð eftir og beið þangað til síldin kom upp á yfirborðið. Sú bið varð ekki löng og þarna veiddi “Vigra” óhemju mikið af síld, fylti sig og flutningaskip, sem með henni var. — Á sama hátt fór um næstu veiðiför, að skipin komu bæði hlaðin eftir hálfs mánaðar útiveru. Þetta sýnir, að það getur ver- ið gróðavegur fyrir útgerðina að útbúa skip sín með þessum mælitækjum, að maður tali nú ekki um hvert öryggi fylgir því fyrir skipin og líf sj.imann- anna, að vita altaf upp á hár á hvaða dýpi skipin eru. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU iTRYi LABATTS MARK REO. PHONE 92 244 BEFORE 5:45 P.M. FOR PROMPT DELIVERyrSAME EVENING en

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.